Harry Bretaprins viðurkenndi fyrir Ed Sheeran að það væri erfitt að eiga tvö börn 

Harry Bretaprins viðurkenndi fyrir Ed Sheeran að það væri erfitt að eiga tvö börn 

Harry Bretaprins viðurkenndi fyrir Ed Sheeran að það væri erfitt að eiga tvö börn 

Söngvarinn og Íslandsvinurinn Ed Sheeran hitti Harry Bretaprins á WellChilds verðlaunahátíðinni og sagði að það væri „virkilegt púsluspil“ að eiga tvö börn en sagði samt sem áður að Lilibet væri „mjög slök.“

Harry sagði að Archie væri á því skeiði núna að hann „hleypur um allt eins og brjálæðingur“ en segir nýfæddu dótturina vera afar afslappa. Hertoginn af Sussex (36) ljómaði þegar hann talaði um Lili, en hún fæddist þann 4. júní í Santa Barbara, Kaliforníuríki.

Sótti Harry verðlaunahátíðina ásamt Ed, sem einnig er nýbakaður faðir, en dóttir hans er 10 mánaða gömul.

Ed sagði við Harry: „Til hamingju, stelpa er það ekki? Við áttum litla stelpu fyrir 10 mánuðum Þú ert enn í skotgröfunum! Hvernig þraukarðu þetta með tvö?“

„Tvö er virkilegt púsluspil,“ sagði Harry þá.

Þegar Harry talaði við annan gest seinna sagði Harry um Lilibet: „Við höfum verið mjög heppin hingað til, hún er mjög slök og virðist ánægð með að sitja bara á meðan Archie hleypur um eins og brjálæðingur.“

Harry er nú í Bretlandi og mun afhjúpun styttu af móður hans sem hefði orðið sextug á morgun, 1. júlí, fara fram í Kensingtonhöll.

Harry kom til landsins síðasta föstudag og var í einangrun í Frogmore Cottage í fimm daga áður en hann lét sjá sig á verðlaunahátíðinni.

Harry og Meghan Markle hafa nú búið í villu í Montecito, Kaliforníuríki í heilt ár núna, en þau sögðu sig frá öllum skyldustörfum tengdum bresku konungsfjölskyldunni.

 

Ed Sheeran segir lífið hafa gjörbreyst eftir að hann varð pabbi

Ed Sheeran segir lífið hafa gjörbreyst eftir að hann varð pabbi

Ed Sheeran segir lífið hafa gjörbreyst eftir að hann varð pabbi

Íslandsvinurinn Ed Sheeran sagði í viðtali við Zane Lowe í New Music Daily að föðurhlutverkið hafi umbreytt honum og að hann hafi þurft að aðlagast, en hann og eiginkona hans Cherry Seaborn eignuðust dótturina Lyra Antarctica fyrir 10 mánuðum síðan, í ágúst 2020.
„Allir voru bara, þetta er það besta sem getur gerst fyrir þig. Og það eru ákveðnar væntingar í kjölfarið,” sagði Ed. „Það stærsta sem ég lærði…eða, tvennt stærsta. Samband mitt við foreldra mína hefur algerlega breyst, það var frábært fyrir, en nú er það bara endalaust þakklæti og virðing, þú veist, ég veit hvað þau gengu í gegnum og ég er enn bara að fara í gegnum þetta.”
Ed hélt áfram: „Og það er annað, enginn veit hvað þau eru að gera. Ég sé fólk og ég er bara, „guð minn góður, þessi gaur er besti pabbi í heimi,” en hann bara byrjaði eins og ég, ekki vitandi neitt. Og ég er bara að læra á hverjum degi. Svo, mér finnst það alveg æðislegt.”

Þann 1. september síðastliðinn póstaði Ed á Instagram varðandi fæðingu dóttur sinnar, sem sjá má hér að neðan:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos)

 

Pin It on Pinterest