Hversu góð er heyrn nýfæddra barna?
Hversu góð er heyrn nýfæddra barna?
Nýfædd börn geta heyrt ágætlega, en ekki fullkomlega. Miðeyra hvítvoðungsins er fullt af vökva og heftir það heyrn að einhverju leyti. Þar að auki eru eyrun og þar af leiðandi heyrnin óþroskuð. Þetta er ástæða þess að nýfædd börn bregðast helst við hvellum, háum hljóðum, ýktum röddum og hljóðum.
Í leginu læra börnin að þekkja rödd móður sinnar og bregðast helst við hennar röddu frekar en annarra.
Hvenær skal hafa áhyggjur?
Ef barnið hrekkur ekki við þegar við kveða há hljóð eða virðist ekki bregðast við rödd þinni á fyrstu mánuðunum, ræddu það við barnalækninn. Hann hefur búnað til að mæla heyrn barnsins, og athugar hvort allt sé í lagi. Ef hefðbundin ungbarnaskoðun hefur ekki leitt neitt óeðlilegt í ljós er ágætt að hafa það í huga að hún er ekki fullkomin og getur það hafa farið framhjá fagfólkinu.
Heimild: WebMd