Að þróa skilningarvit barnsins í gegnum leik
Að þróa skilningarvit barnsins í gegnum leik
Hversu oft ætti ég að hafa leiktíma með barninu mínu?
Ekki hafa áhyggjur af því að skipuleggja leiktíma með barninu á hverjum degi. Ef barnið sýnist rólegt og þú nærð augnsambandi við það, það hreyfir fætur og hendur og gefur frá sér hljóð er það mjög líklega tilbúið til að leika!
Þetta gerist oftar þegar barnið er satt og búið að hvíla sig. Með tímanum lærirðu að lesa í merkin sem barnið gefur frá sér en ekki hafa áhyggjur þó það gerist ekki strax, þið eruð enn að læra á hvort annað.
Hvaða leikir og athafnir geta aukið þroska barnsins míns?
Sjón
Þrátt fyrir að sjón nýburans sé óskýr umfram 30 cm eða svo getur barnið farið að læra á útlínur andlits þíns. Leyfðu barninu að velta andlitinu þínu fyrir sér í leiktíma. Að horfaáandlitssvipi þína og hvernig þeir breytast spilar stórt hlutverk í þróun félagsfærni barnsins. Milli tveggja og fjögurra mánaða fer barnið að mynda augnsamband við þig. Viðbrögð þín við litlu merkjunum sem barnið gefur frá sér lætur það auka skynjun þess á sjálfu sér og hjálpar ykkur tveimur að mynda tengsl.
Annað sem gerist á þessum fyrstu mánuðum er að höfuð og augnhreyfingar fara að vera í takt. Þetta ýtir undir að barnið sér hluti á hreyfingu og skilur hvernig þeir tengjast öðrum hlutum í kringum þá. Þú getur hjálpað barninu að þróa þennan hæfileika með því að færa leikfang hægt framhjá sjónsviði þess og hvetja það til að fylgjast með.
Leikir – nýfædd börn til þriggja mánaða
Snerting
Frá um fimm mánaða aldri getur barnið farið að teygja sig í hluti. Þú getur hvatt líkamlegan þroska þess með því að setja leikfang þar sem barnið sér það en getur ekki alveg náð því. Sjáðu hvernig það teygir sig, rúllar og mjakar sér í áttina að því. Að hengja hringlu eða álíka þar sem barnið getur sparkað í það kennir því einnig orsök og afleiðingu.
Heyrn
Þegar þú talar við barnið þitt, gefðu því tækifæri á að „svara“ svo sem með brosi, hlátri eða hljóðum. Þegar barnið svarar, svaraðu aftur. Þetta sýnir áhuga á því sem barnið „segir“ og hvetur málþroskann og skilning.
Að babla og hlæja með barninu er einnig gott fyrir þig. Þessi samskipti auka oxýtósínframleiðslu og býr til enn nánana samband milli barns og foreldris.
Hversu mikinn tíma á ég að taka í að einbeita mér að barninu?
Barnið getur ekki veitt einhverju einu athygli í einu eins og eldra barn eða fullorðinn. Barnið getur fljótt orðið þreytt á mikilli örvun. Lærðu að lesa í táknin sem segja að barnið sé orðið þreytt:
- Nuddar augun
- Lítur í aðra átt
- Óróleiki, grátur
- Reisir bakið
- Lokar augunum eða sofnar
Þegar þú telur að barnið hafi fengið nóg skaltu gefa því pásu og taka leikföngin í burtu og taktu það í fangið eða syngdu fyrir það. Ef það virðist þreytt, settu það í rúmið
Ætti ég að fara á mömmu- eða barnahittinga?
Þú ert fyrsti leikfélagi barnsins þíns og það gefur því heilmikla örvun fyrstu mánuðina. Allt sem þið gerið saman – knúsist, grettið ykkur, talið, syngið, lesa sögur og skoðið ýmis leikföng og hluti – allt þetta veitir barninu þínu mikla örvun.
Eftir því sem barnið eldist gætirðu íhugað að fara þar sem þið hittið önnur börn. Þrátt fyrir að börn fari í raun ekki að leika við önnur börn fyrr en um eins og hálfs árs aldurinn getur slíkt samt haft sína kosti.
Ein rannsókn skoðaði sex mánaða börn sem fóru í tónlistartíma einu sinni í viku sem snerist um söngva og að leika á hljóðfæri. Þessi börn höfðu betri skilning á tónlist og þróuðu snemma með sér samskiptahæfileika, miðað við samanburðarhópinn, en þau börn hlustuðu einungis á tónlist á meðan þau léku sér með leikföng.
Að hittast með börnin getur verið frábær leið að hitta aðra foreldra og að finna framtíðarleikfélaga fyrir barnið þitt. Það er líka frábært að komast út úr húsi og skipta um umhverfi. Ef þú ert glaðari og hressari, ertu líka betri félagsskapur fyrir barnið þitt!
Heimild: Babycenter.com