Minntu börnin þín á að það er í lagi að gera mistök

Minntu börnin þín á að það er í lagi að gera mistök

Minntu börnin þín á að það er í lagi að gera mistök

Börn eru stundum hrædd við að prófa nýja hluti af ótta við að þau verði dæmd af mistökum sínum. Mistök eru samt hvernig við lærum á lífið. Við tökum ákvörðun sem leiðir til einhverrar niðustöðu sem við viljum ekki eða jafnvel meiðir einhvern og við lærum af þessum mistökum.

Við aðlögum orð okkar og gjörðir fyrir framtíðina. Þetta er svo innprentað í eðli okkar að við áttum okkur kannski ekki á að við þurfum að kenna börnunum okkar að mistök séu til þess að læra af þeim.

Börn verða að læra að mistök gerast, þau læra af þeim og halda áfram. Þau læra að taka betri ákvarðanir þaðan í frá, vegna mistakanna sem þau gerðu.

Samt sem áður verða börn að vera frjáls að gera mistök vitandi það að mamma dæmi þau ekki fyrir þau. Fullorðnum líður illa þegar þeir gera mistök og þeir óttast einnig dóm þeirra sem í kringum þá eru, sérstaklega sínum nánustu. Börnum líður eins. Þau geta óttast mistök því þau eru hrædd um að mamma eða pabbi dæmi þau og þau verði vonsvikin.

Foreldrahlutverkið snýst um að vaxa og það getur verið að foreldrar þurfi að læra að þeir kenni börnum sínum en dæmi þau ekki.

Mistök eru nauðsynleg

Samkvæmt Bright Horizons er stóra málið ekki mistökin sjálf, því börn verða að gera mistök. Sumir eru jafnvel þeirrar skoðunar að börn skuli vera hvött til að gera mistök! Þegar við leyfum þeim að gera mistök erum við að hjálpa þeim að byggja upp seiglu og niðurstaðan verður manneskja sem er örugg, fær og ánægð og hún þróar einnig með sér tilfinningagreind og félagslega greind.

Þú dæmir

Eins mikið og foreldrar óska sér að þeir dæmi ekki börn sín fyrir mistökin, þá gera þeir það samt oft. Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að það er fullkomlega eðlilegt. Samvkæmt Parenter að dæma og dómharka innbyggð í mannkynið og þar eru foreldrar meðtaldir. Mannfólkið þróaði með sér hæfileikann til að dæma fyrir fjölmörgum öldum og það er leið til að verja okkur sjálf fyrir hlutum sem valda okkur sársauka. Mennirnir urðu að vera fljótir að dæma til að verja sig fyrir hættulegum ákvörðunum. Þetta hefur að sjálfsögðu þróast og nú setjumst við í dómarasætið alla daga, jafnvel þó við áttum okkur ekki á því.

Hvað geta foreldrar gert?

Nú þegar þú veist, sem foreldri, að þú líklega dæmir mistök barnsins þíns geturðu unnið í því að barnið verði ekki fyrir áhrifum af því. Samkvæmt Very Well Family eru viðbrögð foreldra eitthvað sem hefur áhrif á börnin og hvernig þau sjálf líta á mistökin. Þegar þú vinnur í þessu þarftu að líta virkilega inn á við. Hægt er að vinna í spegli, með því að stúdera andlitið. Hugsaðu um þau mistök sem barnið hugsanlega gæti gert og ímyndaðu þér hvernig þú myndir bregðast við og hvort þú gætir breytt einhverju.

Fyrstu viðbrögð eru eitthvað sem foreldrar ættu að hafa í huga fyrir framtíðina. Þegar barn gerir mistök, ekki gefa þér tíma til að bregðast við, einbeittu þér að því sem barnið getur lært af þessum mistökum og hvernig það muni bregðast öðruvísi við í framtíðinni.

Að opna þig um mistök sem þú sjálf/ur hefur gert sem foreldri eða í lífinu yfir höfuð getur hjálpað barninu að átta sig á að fullorðnir gera einnig mistök.

 

Pin It on Pinterest