Hvettu börnin þín til að leika sér!

Hvettu börnin þín til að leika sér!

Hvettu börnin þín til að leika sér!

Foreldrar hafa sennilega alltaf sagt við orkumikil börn: „Farðu út að leika þér!“ Þrátt fyrir það, hafa þau sennilega ekki haft hugmynd um að þau væru að ýta undir tilfinninga-og taugaþroska, vitrænan þroska, aukna tungumálafærni og sjálfsstjórn barna ásamt félagsþroska og breytingu á heilaþroska sem hjálpar börnum í markmiðasetningu og færni í að draga úr áreiti.

Með öðrum orðum: Leikurinn er heilbrigður þroski. Fjölmargar rannsóknir í gegnum árin hafa einmitt sýnt sömu niðurstöður, og nýjasta rannsóknin sem birt var á dögunum í tímaritinu Pediatrics, segir að leikurinn hjálpi einnig börnum að eiga við streitu. Það sem meira er, leikurinn ýtir undir góð, stöðug og nærandi sambönd við umönnunaraðilana sem börnin þurfa á að halda til að þrífast.

Skilgreining leiksins er ekki einföld eða hægt að útskýra til fullnustu en rannsakendur eru sammála um að leikurinn þróist á náttúrulegan hátt, noti virka þátttöku og leiði til hamingju og uppgötvanna. Hann er einnig valkvæður, skemmtilegur og óvæntur, með engu sérstöku markmiði.

BarnasálfræðingurinnEileen Kennedy-Moore, PhD, segir að til séu tvær gerðir leiks: „Leikurinn er barnsmiðaður, hann snýst um að kanna hluti. Smábarnið setur allt í munninn á sér, það er forvitið um heiminn. Líkamlegur leikur snýst um átök og að veltast um, börn hlaupa og hreyfa sig. Félagslegur leikur getur snúist um að barn fylgist með öðru barni leika sér, leikur sér við hlið þess, og fer svo að taka þátt í honum og þau deila sameiginlegum markmiðum. Hermileikur er þegar börn bregða sér í hlutverk, t.d. verður mamman eða pabbinn. Það er áhugavert að þetta gerist á sama þroskaskeiði hjá öllum börnum víða um veröld, sérstaklega á leikskólaaldrinum.“

Frjáls leikur hvetur börn til að finna út hvað þau vilja sjálf, hverju þau hafa áhuga á. Ef fullorðinn stýrir leiknum er hann meira til lærdóms og hefur sérstakt markmið í huga.

Kennedy-Moore segir: „Fullorðinsstýrður leikur snýst ekki um að hinn fullorðni sé að leggja börnum línurnar heldur spyr hann börnin spurninga sem hvetur þau til að hugsa. T.a.m. ef foreldri situr með barni að leysa púsluspil gæti hann sagt: „Ég sé að guli liturinn er hér ráðandi. Sérð þú einhver gul púsl?“ Að spyrja spurninga án þess að gefa svörin gefur barninu tækifæri á að sanna sig, vita rétta svarið.

Leikurinn er einnig leið barnsins til að losa um streitu. Búi barnið í mjög streituvaldandi umhverfi er nauðsynlegt fyrir það að fá tíma til að leika sér.

Leik-ráð frá Kennedy-Moore

Engin tæki. Það er engin rétt tímalengd fyrir börn að leika sér – en fylgstu með skjátíma barnanna. Hún segir: „Að spila tölvuleik við vini sína er ekki það sama og í raunheimi, þar sem börnin semja reglurnar, stunda samvinnu og keppa við hvert annað.“

Að leika einn er gott…upp að vissu marki: „Að leika sér eitt getur verið yndislegt og það eykur ímyndunaraflið. Til dæmis elska börn að leika ein með Lego.“ Leiki barnið alltaf eitt getur það verið viðvörunarmerki vegna félagslegrar einangrunar.

Fagnaðu óskipulögðum leik. Börnin segja: „Mér leiðist!“ og foreldrarnir stökkva til björgunar. Kennedy-Moore segir: „Ef foreldrar geta staðist það, kvartar barnið sáran og svo – gerist dálítið dásamlegt: Börn finna sér eitthvað að gera. Það er einstakur hæfileiki að fylgja eigin forvitni, skemmta sér sjálfum og stjórna tilfinningum.“

Leikurinn sjálfur er málið. „Leikurinn er mikilvægur og dýrmætur, þrátt fyrir að hann sé ekki í stöðugri, sýnilegri þróun í hvert skipti. Leikurinn er eins og listin – að læra að kunna að meta hann.“

Heimild: WebMd

 

 

Pin It on Pinterest