Að undirbúa gæludýr fyrir komu nýs fjölskyldumeðlims

Að undirbúa gæludýr fyrir komu nýs fjölskyldumeðlims

Að undirbúa gæludýr fyrir komu nýs fjölskyldumeðlims

Áttu von á barni og átt þú gæludýr? Þá er þessi grein fyrir þig! Það er bráðum tími á að leyfa „loðbarninu“ að hitta nýja barnið, en eins og ætla má er þetta stór breyting fyrir gæludýrið. Það hefur átt þína athygli í langan tíma. Hvernig er hægt að hjálpa þeim að aðlagast og læra að elska nýju viðbótina og um leið viðhaldið öryggi barnsins?

Það er ýmislegt hægt að gera til að gera breytinguna auðveldari fyrir alla.

Undirbúðu gæludýrið með að sjá, heyra í og lykta af barni. Áður en barnið fæðist, spilaðu barnahljóð sem þú finnur á YouTube af og til og þú getur líka tekið dúkku sem lítur raunverulega út og þú ert að „hugsa um“ svo gæludýrið sjái. Það hljómar auðvitað furðulega, en þú getur þóst skipta á barninu, sett það í vögguna/rúmið og kerruna/vagninn.

Ef þú hefur ekki farið með hundinn þinn í hlýðniþjálfun er sniðugt að gera það snemma á meðgöngunni. Eitt af því mikilvægasta sem hundurinn þarf að læra er: Enginn hopp! Það getur verið að slefið og sleikir fari ekki í taugarnar á þér en að hoppa upp á getur slasað nýfætt barn.

Ef þú leyfir gæludýr á sófanum er sniðugt að setja nýja reglu og leyfa það ekki.

Finndu nýjan svefnstað/klósett tímanlega. Ef rúm gæludýrsins eða sandkassinn er á stað sem þú vilt ekki að það sé, skaltu færa það tímanlega svo það verði ekki fyrir þar sem barnið sefur eða mun leika sér. Gerðu það löngu áður en barnið kemur svo dýrið tengi það ekki við að barnið hafi „tekið stað þess.“

Gerðu alltaf ráð fyrir gæðastund.Það er augljóst að þú munt ekki hafa jafn mikinn tíma fyrir gæludýrið eftir að barnið kemur. Skipulagðu fram í tímann hvenær þú munt leika við það eða gefa því sérstaka athygli.

Búðu alltaf til tíma fyrir hreyfingu. Efþú telur að þú getir ekki gefið dýrinu tíma til að hreyfa það, biddu þá einhvern annan að gera það eða borgaðu einhverjum sem þú þekkir fyrir að fara t.d. með hundinn út.

Vertu vakandi fyrir viðvörunarmerkjum.Ef dýrið þitt á til að urra, sýna „dónaskap,“ leika gróflega eða dýrið hlustar ekki á skipanir, skaltu grípa inn í áður en slys kunna að eiga sér stað. Ef þú vinnur með vandann snemma og færð kannski hjálp frá þjálfara ættir þú að geta átt við vandann áður en barnið kemur.

Láttu dýrið og barnið hittast á varfærinn hátt.Best væri að fagna dýrinu fyrst þegar þú kemur inn eftir að hafa átt barnið og láta fjölskyldumeðlim halda á barninu, ef það er hægt. Svo getur þú látið dýrið eða dýrin „hitta“ barnið, eitt í einu ef þau eru fleiri en eitt. Ef þú sérð einhvern vanda í uppsiglingu, aðskildu þau með því að taka barnið út úr herberginu. Ekki refsa dýrinu en ef þú sérð einhverja árásarkennd skaltu hafa samband við fagmann. Ekki láta stressað dýr hitta barnið. Ef dýrið sýnir streitumerki, s.s. öran andardrátt, það reikar um herbergið, ýlfrar eða ýfir kambinn eða sýnir tennur skaltu ekki láta barnið vera í sama herbergi og dýrið. Lærðu á merki dýrsins og haltu alltaf öruggri fjarlægð ef þú sérð þessi merki.

Gefðu dýrinu svæði sem barnið er ekki á.Eins mikið og dýrið og barnið kunna að læra að elska hvort annað, þurfa dýrin sitt sérstaka svæði.

ALDREI láta smábarn vera eitt með dýrinu.Alveg sama hversu yndislegt og vel upp alið dýrið er, má aldrei gleyma því að dýr er dýr. Þau geta verið óútreiknanleg og geta slasað eða jafnvel valdið andláti nýbura eða barna. Sú áhætta er ekki þess virði.

Ef þú undirbýrð þig vel ætti þetta ekki að verða vandamál!

 

Heimild: WebMd

Kostir þess að eiga gæludýr á meðan barnauppeldi stendur

Kostir þess að eiga gæludýr á meðan barnauppeldi stendur

Kostir þess að eiga gæludýr á meðan barnauppeldi stendur

Ertu að velta fyrir þér hvort þú ættir að bæta gæludýri í fjölskylduna? Stutta svarið ætti að vera: „Já“. Hér eru nokkrar frábærar ástæður sem hjálpa þér að taka réttu ákvörðunina!

Gæludýr hjálpa börnum

Börn elska gæludýrin sín, og það er af góðri ástæðu. Dýr, hvort sem þau eru stór eða smá, veita einstakan félagsskap. Allir vita að börn elska dýr! Þú þarft ekki að leita lengi í herbergi barnsins þíns til að finna þar bækur, myndir, leikföng og fleira sem minna á dýr.

Talið er að um fjögur af hverjum 10 börnum hefji líf sitt í fjölskyldu sem heldur dýr á heimili sínu og um 90% barna alast upp með dýri á einhverjum tímapunkti æskunnar, segir Gail F. Melson, PhD,rithöfundur bókarinnar Why the Wild Things Are: Animals in the Lives of Children.

Foreldrar halda kannski að gæludýrið veiti barninu einungis skemmtun eða félagsskap, en það er svo miklu, miklu meira. Það kennir börnum samkennd, ábyrgð og hjálpar til við tilfinninga-, tauga- og félagsþroska ásamt líkamlegum þroska.

Börn læra mikið af dýrum

Börn lesa stundum fyrir dýrin sín og leika við þau í leikjum. „Það er ekkert skrýtið,” segir Mary Renck Jalongo, PhD, rithöfundur The World of Children and Their Companion Animals. Kennarar hafa löngum vitað að dýr hafa hjálpað börnum og eru meðferðardýr (aðallega hundar) oft hafðir við hlið barna sem hafa átt í náms- og þroskaerfiðleikum. Nú hafa rannsóknir sýnt að öll börn hafa ávinning af því að umgangast dýr. Í einni rannsókn voru börn sem rannsökuð voru, beðin að lesa upp fyrir framan vin, fullorðinn og hund. Rannsakendur mældu streituþröskuld barnanna og sáu að börnin voru minnst stressuð í kringum dýrið, ekki mennina: „Ef þú ert í erfiðleikum með að lesa og einhver segir við þig: „Taktu upp bókina og farðu að vinna,“ er það ekki mjög spennandi tilboð,“ segir Dr Jalongo. „Nú ef einhver býður þér að koma þér þægilega við hlið hunds eða kattar, það hljómar mun betur, ekki satt?“

Dýrin veita öryggi

Í annarri rannsókn voru börn beðin um að gefa vinafáum og óvinsælum börnum ráð, hvernig þau gætu bætt úr stöðunni. Svarið sem skoraði hæst var ekki að eignast flottasta leikfangið eða eiga dýrustu strigaskóna, heldur að eiga gæludýr. Hvort sem það væri hamstur eða hestur skipti það ekki máli, það væri að geta talað um dýrið og fundið sameiginlegan grundvöll með öðrum krökkum.

Dýr veita líka öryggiskennd. Dr. Melson spurði hóp af fimm ára börnum sem átti gæludýr hvað þau gerðu þegar þau voru leið, hrædd, reið eða byggju yfir leyndarmáli. Meira en 40% barnanna svaraði strax að þau myndu knúsa dýrið sitt. „Börnin sem fengu stuðning frá gæludýrunum sínum voru talin af foreldrum þeirra vera minna kvíðin og til baka,“ sagði hún.

Gæludýr auka samkennd

Dr. Melson hóf rannsóknir á áhrifum gæludýra á börn að sýna samkennd og hluttekningu. „Hluttekning er ekki endilega eiginleiki sem allt í einu birtist, heldur er lærður. Þó börn hafi upplifað kærleika og væntumþykju í æsku kennir það þeim ekki að vera umhyggjusöm, þau þurfa að þjálfa það.“

Það er ekki margt sem börn geta gert í að hugsa um aðra í nútímasamfélagi, annað en að hugsa um gæludýr. „Í mörgum löndum hugsa börn um systkini sín, en í Vestrænum löndum er það ekki menningarlega samþykkt. Það er í raun ólöglegt í mörgum ríkjum Bandaríkjanna að láta börn í pössun hjá unglingum undir 16 ára aldri.“

Að sýna öðrum samkennd er drengjum sérstaklega mikilvægt, segir Dr. Melson: „Að hugsa um dýr er ekki litið á sem „stelpulegt“ s.s. að passa börn, leika sér í mömmó eða með dúkkur,“ segir hún. „Stúlkur eru líklegri um átta ára aldurinn að hugsa um börn á einhvern hátt en drengir, en að hugsa um dýr er í jöfnu hlutfalli.“

Heilsa barna og gæludýr

Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var afDennis Ownby, MD, barnalækni í Augusta, er dýrahald ástæða þess að börn þróa ekki með sér ákveðin ofnæmi. Hópur hans rannsakaði 474 börn frá fæðingu fram að sjö ára aldri.

Börn sem höfðu einn til tvo hunda og/eða kött á heimilinu voru helmingi ólíklegri til að fá þau ofnæmi sem önnur börn höfðu sem ekki áttu gæludýr á heimilinu.

Börn sem áttu dýr höfðu minna dýraofnæmi, en einnig gras- og frjókornaofnæmi. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að börn sem umgangast reglulega gæludýr hafa minni astma en önnur. Enginn veit hvers vegna þetta er en Dr. Ownby hefur kenningu: „Þegar barn leikur við kött eða hund sleikir dýrið þau oft. Munnvatnið flytur bakteríur úr munni dýrsins og þessi snerting barnsins við bakteríuna getur sett ónæmiskerfi barnsins af stað og breytir því hvernig ónæmiskerfið bregsti við öðrum ofnæmisvökum.“

Gæludýr og fjölskyldubönd

Gæludýr færa fjölskylduna nær hvort öðru og sú fjölskylda verður sterkari og nánari fyrir vikið. „Alltaf þegar ég spyr börn eða foreldra hvort gæludýrin séu hluti af fjölskyldunni svara þau – oftast hissa eða móðguð – „auðvitað!“ segir Dr. Melson.

Gæludýrið er oft hvati að samverustundum fjölskyldunnar. Allir fara út að labba með hundinn, greiða honum eða gefa honum að borða, eða leika við hann á gólfinu. Það eru meira að segja bónusar sem fylgja því að horfa á kött leika sér eða að fisk í búri sínu. Að eyða slíkum tíma býður upp á núvitund og rólegheit. Ef einhver spyr þig hvað þú hefur verið að gera og þú svarar: „Ekkert“ og þegar fjölskyldur hafa allt of mikið að gera getur þetta „ekkert“ verið hvað mikilvægast í lífum þeirra!

Heimild: Parents.com

Pin It on Pinterest