Harry Bretaprins viðurkenndi fyrir Ed Sheeran að það væri erfitt að eiga tvö börn 

Harry Bretaprins viðurkenndi fyrir Ed Sheeran að það væri erfitt að eiga tvö börn 

Harry Bretaprins viðurkenndi fyrir Ed Sheeran að það væri erfitt að eiga tvö börn 

Söngvarinn og Íslandsvinurinn Ed Sheeran hitti Harry Bretaprins á WellChilds verðlaunahátíðinni og sagði að það væri „virkilegt púsluspil“ að eiga tvö börn en sagði samt sem áður að Lilibet væri „mjög slök.“

Harry sagði að Archie væri á því skeiði núna að hann „hleypur um allt eins og brjálæðingur“ en segir nýfæddu dótturina vera afar afslappa. Hertoginn af Sussex (36) ljómaði þegar hann talaði um Lili, en hún fæddist þann 4. júní í Santa Barbara, Kaliforníuríki.

Sótti Harry verðlaunahátíðina ásamt Ed, sem einnig er nýbakaður faðir, en dóttir hans er 10 mánaða gömul.

Ed sagði við Harry: „Til hamingju, stelpa er það ekki? Við áttum litla stelpu fyrir 10 mánuðum Þú ert enn í skotgröfunum! Hvernig þraukarðu þetta með tvö?“

„Tvö er virkilegt púsluspil,“ sagði Harry þá.

Þegar Harry talaði við annan gest seinna sagði Harry um Lilibet: „Við höfum verið mjög heppin hingað til, hún er mjög slök og virðist ánægð með að sitja bara á meðan Archie hleypur um eins og brjálæðingur.“

Harry er nú í Bretlandi og mun afhjúpun styttu af móður hans sem hefði orðið sextug á morgun, 1. júlí, fara fram í Kensingtonhöll.

Harry kom til landsins síðasta föstudag og var í einangrun í Frogmore Cottage í fimm daga áður en hann lét sjá sig á verðlaunahátíðinni.

Harry og Meghan Markle hafa nú búið í villu í Montecito, Kaliforníuríki í heilt ár núna, en þau sögðu sig frá öllum skyldustörfum tengdum bresku konungsfjölskyldunni.

 

Meghan og Harry hafa eignast dóttur!

Meghan og Harry hafa eignast dóttur!

Meghan og Harry hafa eignast dóttur!

Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa nú eignast dótturina langþráðu og Archie því orðinn stóri bróðir. Sunnudagsmorguninn 6. júní tilkynntu Harry og Meghan um fæðinguna og á stúlkan að bera nafnið Lilibet Diana Mountbatten-Windsor. Fæddist hún þann 4. júní kl. 11:40 í Santa Barbara í Kaliforníuríki.

Hjónin segja að hún muni verða kölluð Lili. „Hún vó 3,5 kíló og bæði móður og barni heilsast vel og eru að koma sér fyrir heima,” sagði talsmaður hjónanna í yfirlýsingu. „Lili er nefnd eftir langa-langömmu sinni, drottningunni, en hún var kölluð Lilibet. Miðnafnið, Diana, var valið til að heiðra minningu ömmu hennar heitinnar, Prinsessunnar af Wales.”

Þann 14. febrúar síðastliðinn tilkynnti parið að þau ættu von á öðru barni, nær ári eftir „skilnaðinn” við bresku konungsfjölskylduna. Það var minna en þremur mánuðum eftir að Meghan skrifaði í New York Times um fósturmissinn, en sú grein hét The Losses We Share.

Pin It on Pinterest