Kaffi kú öðruvísi kaffihús í Eyjafjarðarsveit

Kaffi kú öðruvísi kaffihús í Eyjafjarðarsveit

Í Eyjarfjarðarsveit, ca 10 kílómetra frá Akureyri, er að finna skemmtilegt fjölskyldurekið kaffihús. Einar Örn bóndi á Garði rekur, ásamt fjölskyldu sinni, einkar vel skipulagt mjólkurbú og á efri hæð fjóssins er skemmtilegt kaffihús, Kaffi kú, með útsýni yfir búið. Á Kaffi kú er flott leikaðstaða fyrir börnin og stórkostleg upplifun fyrir þau að fylgjast með starfsemi mjólkurbúsins með góðri yfirsýn yfir það sem þar fer fram en ég get alveg sagt ykkur að upplifun okkar fullorðna fólkisins var ekki síður skemmtileg og lærdómsrík.

Á matseðlinum hjá þeim er ýmislegt girnilegt að finna, maðurinn minn fékk sér nautaborgara, beint frá býlinu sjálfu, og þess má geta að hamborgarabrauðið hjá þeim er sykurlaust. Ég fékk mér ristað súrdeigsbrauð með birkireyktum silungi sem veiddur var og reyktur á Ólafsfirði. Í eftirrétt deildum við unaðslegri sykurlausri hráfæðisköku með örugglega besta rjóma sem ég hef smakkað!

Fjósið er opið fyrir gesti og gangandi og hægt er að fara niður og klappa kúm og kálfum.

kaffikukako

Þau eru nú einstaklega fyrirhyggjusöm eigendur Kaffi kú og borgarstelpunni í hvítu Nike strigaskónum voru afhentar skóhlífar áður en haldið var af stað inn í fjósið. Ég hvet alla sem eiga leið norður að gera sér ferð á Kaffi kú. Þar er nú opið allt árið um kring, alla daga. Skemmtileg upplifun í Eyjafjarðardal en hér má finna meira um, www.kaffiku.is

kaffikubord

 

 

Bleika Línan kynnt í verslunum Lindex

Bleika Línan kynnt í verslunum Lindex

Þann 6. október hóf Lindex sölu á Bleiku línunni þar sem 10 % af sölu hennar rennur til styrktar baráttunni við brjóstakrabbamein.

Á síðustu árum hefur Lindex unnið með alþjóðlegum hönnuðum s.s. Missoni, Matthew Williamsson og Jean Paul Gaultier, en nú í ár er það hönnunarteymi Lindex sem er ábyrgt fyrir línunni sem hefur fengið heitið Bleika línan.

“Við báðum hönnuði okkar að hanna línuna í ár og útkoman var Bleika línan – nútímaleg, kvenleg og frumleg lína með vandlega völdum flíkum og fylgihlutum í spennandi litapallettu. Það er frábær tilfinning að leggja sitt af mörkum við baráttuna við brjóstakrabbamein með okkar eigin hönnuðum þetta árið”, segir Annika Hedin, yfirhönnuður Lindex. 

Nú þegar hafa safnast um 5 milljónir til baráttunnar en 10% af andvirði sölu línunnar gengur beint til baráttu Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameini.

Bleika línan samanstendur af 19 mjúkum, prjónuðum og ofnum flíkum og fylgihlutum í litapallettu haustsins, allt frá djúpum burgundy lit í fölbleikan. Bleika armbandið mun einnig vera hluti af línunni en allur ágóði af sölu þess rennur til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Armbandið sem er framleitt úr leðri og málmi er framleitt í Svíþjóð með umhverfisvænum hætti.

Nú þegar hefur Lindex á Íslandi, í krafti viðskiptavina sinna, safnað um fimm milljónum króna til styrktar baráttunni og er þetta nú fimmta árið í röð sem félagið veitir baráttunni lið. Styrkurinn mun í heild sinni renna til Krabbameinsfélags Íslands en auk þess að selja Bleiku línuna mun Lindex á Íslandi einnig selja Bleiku slaufuna í öllum sínum verslunum.

Buxur: 9995,- Húfa: 2795,- Leðurhanskar: 8995,- Sokkar: 893,- Kjóll: 9995,- Bleika armbandið: 1915,- Hálsmen: 2995,- Armband: 1095;- Taska: 6995,-

 

Nærðu húðina fyrir veturinn

Nærðu húðina fyrir veturinn

Mamman mælir með því að skella á sig góðum rakamaska fyrir veturinn. Nú er sólin heldur betur búin að verma okkur í sumar, allavega hér á Suðvesturhorninu og nú fara kuldaboli og haustlægðirnar að banka uppá fljótlega.

Húðin er okkar stærsta líffæri og það þarf að hugsa vel um hana allan ársins hring. Sólin hefur sín áhrif á húðina og eftir sumarið er húðin oft orðin svolítið þurr. Þegar hausta tekur og veður fer kólnandi þarf að undirbúa húðina og gefa henni gott “rakabúst” fyrir komandi vertíð. Þess vegna mælum við með því að setja á sig góðan rakamaska. Um daginn prófaði ég þennan fína rakamaska frá Dr. Braga og hann stóð svo sannarlega fyrir sínu. Ég fann bara hvað húðin mín varð hamingjusöm eftir að ég setti þennan maska á mig. Þessi maski er kannski í dýrari kantinum en vel þess virði. Hann kemur í fallegum pakkningum og inniheldur grímu sem þú setur yfir andlitið og lætur liggja á. Eftir maskann er gott að setja á sig gott serum eða næringaríkt rakakrem. Persónulega finnst mér best að setja á mig maska á kvöldin. Ég byrja á því að yfirborðshreinsa húðina vel fyrst, set síðan maskann á mig og enda svo rútínuna á góðu rakakremi eða serum fyrir svefninn, þá er húðin vel mettuð af næringu þegar maður vaknar.

Nokkrar staðreyndir um Dr.Braga vörurnar.

Þær eru:

  • Án tilbúinna rotvarnarefna

  • Án parabena

  • Án ilmefna

  • Án silíkons

  • Án glýkóls

  • Án litarefna

  • Án fituefna (lípíða)
  • 
Án lanólíns

Dr. BRAGI býður upp á nýjung hvað varðar einstaka virkni og þar sem engin óþarfa aukaefni eru notuð, eru þær með öruggustu húðvörum á markaðnum. Í vörunum er sneitt hjá skaðlegum efnum sem ekki hafa raunveruleg jákvæð áhrif á húðina. Þetta lágmarkar líkur á ofnæmis viðbrögðum við notkun og því eru þær sérstaklega hentugar fyrir einstaklinga með viðkvæma húð. Frekari upplýsingar um vörurnar: www.drbragi.is

 

Dr. Jón Bragi Bjarnason

Pin It on Pinterest