Brúðkaupsundirbúningur

Brúðkaupsundirbúningur

Að mörgu þarf að hyggja þegar ákvörðun er tekin um að ganga í hjónaband. Mismikið þó því allt fer það eftir því tilstandi sem tilvonandi brúðhjón ætla að hafa. Sumir vilja fara til sýslumanns og láta gefa sig saman við látlausa athöfn, aðrir vilja litla athöfn í kirkju svo vilja enn aðrir stórt kirkjubrúðkaup með öllu tilheyrandi. Ávallt fylgir þó eitthvað umstang og gott er að skipuleggja sig vel fyrir stóra daginn svo allt fari eins og planað var. Ef við gefum okkur það að brúðhjón ætli að gifta sig við fallega athöfn í kirkju þá eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga. Þessi listi er þó ekki tæmandi.

 Bóka prest og panta kirkju

Sumir eiga sér “uppáhalds” prest sem hefur jafnvel um áraraðir séð um athafnir fyrir fjölskylduna, aðrir kjósa að nota sóknarprest þeirrar kirkju sem verður fyrir valinu. En gott er að bóka kirkju og prest með góðum fyrirvara, út frá því er svo hægt að fara að plana brúðkaupið í heild sinni.

 Söngur við athöfn

Flestir vilja bjóða uppá fallegan söng við athöfnina. Það er gott að bóka tónlistaratriði með fyrirvara ef þú átt þér uppáhalds söngvara sem þig langar að syngi í athöfninni. Flestir listamenn í dag eru með undirspil og hljóðbúnað með sér. Þeir eru einnig vanir að syngja í brúðkaupum og geta jafnvel gefið góð ráð varðandi lagaval, ef þess er þörf.

 Brúðarkjóll á brúði og föt á brúðguma

Hvort sem þú ætlar að leigja, kaupa eða panta kjól og annan fatnað þurfa flestir að gefa sér 8-12 vikur fyrir athöfn, að lámarki, til að vinna í þeim málum. Brúðarkjólaleiga Katrínar í Mjódd býður bæði uppá leigu á kjólum og eins er mikið úrval af fallegum kjólum til sölu hjá henni. Panta þarf tíma í mátun og bóka fyrir þig og þína. Gott er að brúður taki með sér í mátun vinkonu, móður, tengdamóður, systur eða hvern þann sem hún veit að hefur gott auga fyrir því hvaða snið fer henni best. Starfsstúlkur Brúðarkjólaleigu Katrínar eru einnig fagmenn fram í fingurgóma og töfra fram kjóla, til að máta, í mismunandi sniðum og hjálpa til við að finna draumakjólinn. Gott er fyrir brúðgumann að fara á öðrum tíma í mátun því flestar vilja halda kjólnum leyndum fyrir tilvonandi eiginmanni þar til á brúðkaupsdaginn sjálfan. Einnig er gott að gefa sér góðan tíma ef þú ert með börn sem þarf að finna fatnað á, hvort sem þú ætlar að kaupa eða leigja föt á þau. Heimasíða Brúðarkjólaleigu Katrínar er www.brudhjon.is

Salur og veitingar

Hvernig á svo veislan að vera? Að degi til, að kvöldi til, kökur og meðlæti, fingramatur, hlaðborð eða þjónað til borðs. Útfærslunar eru endalausar og allt fer það auðvitað eftir smekk brúðhjóna og kostnaði. Margir velja sér það að leigja sal og skreyta hann sjálfir og í flestum tilfellum geta brúðhjónin sett upp skreytingar daginn fyrir brúðkaup. Margir salir eru með veisluþjónustu og bjóða uppá úrval veitinga og drykkja sem og starfsmenn sem sjá um að þjóna. Í öðrum tilfellum er hægt að kaupa mat af veisluþjónustu úti í bæ og ráða nokkra þjóna til að sjá um að allt gangi snurðulaust fyrir sig í veislunni. Einnig eru flest brúðhjón með veislustjóra sem sér til þess að allt gangi samkvæmt skipulaginu.

Brúðarvöndur & skreytingar

Flestar konur kjósa að bera brúðarvönd við athöfnina, en hvernig vönd þær kjósa er misjafnt. Hægt er að útfæra brúðarvöndinn á marga vegu og mikið úrval blóma í boði. Hægt er að hafa vendi kúpta, langa, með blönduðum blómum eða einfalda einlita með einni gerð af blómum. Eins er oft litaþema í brúðkaupum og þá eru blómin í brúðarvendinum oft höfð í sama lit og er í skreytingum í veislunni. Þá eru skreytingar unnar í samvinnu við blómaskreytinn sem býr til vöndinn.

Hringar

ringhandsSumir kjósa að nota nýja hringa við giftingu, aðrir nota hringa sem settir voru upp við trúlofun en láta bæta áletrun inní þá með dagsetningu og nafni. Fyrir þau sem ætla að nota trúlofunarhringa sem þau eiga fyrir er gott að fara með þá til gullsmiðs og láta pússa þá og yfirfara.

Morgungjöf

Skapast hefur hefð fyrir því að brúðhjón gefi hvort öðru morgungjöf, yfirleitt er morgungjöfin skartgripur. Allur gangur er á því hvað brúðhjón gefa hvort öðru en fallegur skartgripur getur svo sannarlega glatt.

Förðun & hár

Mælt er með að fara í svokallaða prufuförðun fyrir brúðkaupsdaginn þannig að brúðurin og förðunarfræðingurinn geti fundið út saman hvaða “förðunarlúkk” hentar best. Á netinu er að finna myndir af flottum brúðarförðunum og gott ráð er að skoða þær og mynda sér skoðun um hvernig förðun myndi henta. Brúðurin getur þá prófað förðunimakeupartna í einn dag og gert þá breytingar fyrir stóra daginn ef þörf er á. Yfirleitt eru brúðarfarðanir ekki jafn dökkar og kvöldfarðanir, litirnir eru mun ljósari og bjartari. Sama gildir um hárið, margir förðunarfræðingar gera einfaldar greiðslur en ef ætlunin er að hafa flókna greiðslu er best að panta tíma hjá faglærðu hárgreiðslufólki. Þar gildir það sama um að skoða myndir og fara í prufugreiðslu með góðum fyrirvara.

Neglur og handsnyrting

Hendur brúðhjóna fá mikla athygli á brúðkaupsdaginn, flestir vilja skoða hringana og oft tekur ljósmyndarinn fallegar myndir af höndunum þar sem hringarnir sjást. Því er tilvalið að fara á snyrtistofu og fá handsnyrtingu. Vinsælt er hjá brúðinni að fá sér naglaásetningu, fallegar gervineglur, jafnvel í lit, sem láta fingurna sýnast lengri og gera mikið fyrir heildarútlitið.

Myndataka

Flestallir vilja eiga góðar og fallegar myndir frá þessum merka degi. Ljósmyndarar bjóða oftast uppá alls konar pakka. Hægt er að kaupa ljósmyndara allan daginn, hann kemur þá og fylgist með undirbúningi, tekur myndir í athöfninni, eftir athöfn af brúðhjónunum sjálfum og svo í veislunni. Sumir vilja bara ljósmyndara í hina hefðbundna brúðarmyndatöku á meðan aðrir vilja “allan pakkann”.

Gisting á brúðkaupsnótt

Mikilvægur partur af hinu fullkomna brúðkaupi er brúðkaupsnóttin sjálf. Sumir fara heim og fara síðan í brúðkaupsferð saman síðar. Aðrir fara jafnvel í fjölskyldubústað og svo fara aðrir á hótel. Mörg hótel bjóða uppá brúðarpakka en þó eru nokkur sem bjóða þá ekki yfir sumartímann. Það er svolítið skrýtið því að sumarið er tími brúðkaupa. Hótel Glymur í Hvalfirði býður uppá frábæran brúðarpakka allan ársins hring. Aðstæður þar eru hreint út sagt frábærar og þar er hglymuraft að leiðarljósi að brúðhjónin njóti sín í botn. Við komu bíður brúðhjónanna freyðivín, ostar og konfekt. Þar eru heitir pottar og hvað er betra en að enda daginn á slökun í heitum potti með elskunni sinni og það besta er að það þarf ekki að “tékka sig út” fyrr en klukkan 17 daginn eftir. Því er yndislegt að snæða síðbúinn morgunverð, fara aftur í pottinn og leggja sig áður en lagt er af stað heim. Gerist ekki rómantískara! Allar upplýsingar er að finna á heimasíðu Hótel Glyms, www.hotelglymur.is.

 

HypnoBirthing – hugleiðsla í fæðingu

HypnoBirthing – hugleiðsla í fæðingu

HypnoBirthing, The Mongan Method er aðferð notuð við fæðingar, þróuð af dáleiðslusérfræðingnum Marie F. Mongan. Í þessari aðferð er áhersla lögð á að meðganga og fæðing séu náttúruleg ferli sem líkami kvenna er skapaður til að fara í gegnum, ekki síður en aðra líkamsstarfsemi ef konan og barnið eru heilbrigð og meðgangan eðlileg. Þetta ferli hefur hins vegar í gegnum tíðana verið sjúkrahúsvætt og ákveðinn ótti skapaður meðal fólks um að fæðing sé hættuleg og þurfi að fara fram undir læknisumsjá.

Ég kynntist HypnoBirthing í gegnum Auði Bjarnadóttur jógakennara í meðgöngujóga þegar ég gekk með dóttur mína. Ég keypti mér bókina, HypnoBirthing, The Mongan Method, las hana og grúskaði heilmikið á internetinu. Það má segja að þetta hafi gjörbreytt allri minni upplifun á meðgöngunni. Ég man augnablikið þegar að ég fann nánast líkamlega, hvernig óttinn rann af mér. Óttinn sem ég vissi varla að væri til staðar en varð svo áþreifanlegur um leið og ég fann hann fara. Það skrýtna er að þetta gerðist þegar ég uppgötvaði að ég þyrfti bara alls ekki að fá mænudeyfingu eða aðra verkjastillandi meðferð. Þessu er eflaust öfugt farið með mjög margar konur en greinilega er þetta eitthvað sem mér er illa við, jafnvel bara ómeðvitað.

“HypnoBirthing byggir að miklu leyti á hugleiðslu, slökunaraðferðum, öndunaræfingum, jákvæðum hugsunum og líkamlegum undirbúningi.”

Mikilvægt er að konan fari inn í fæðinguna á eigin forsendum og finni sinn eigin styrk og getu til að fæða barnið. Talið er að ótti hafi neikvæð áhrif á upplifun á sársauka auk þess sem hann veldur spennu í vöðvum sem getur unnið á móti líkamanum í fæðingarferlinu. Ef konan er óhrædd og treystir líkama sínum á hún auðveldara með að slaka á og sársaukinn verður minni og þar af leiðandi dregur úr líkum á því að þörf sé á mænudeyfingu eða öðrum inngripum. Einnig er mikilvægt að skapa frið og ró í kringum fæðinguna, ljós dempuð og að utanaðkomandi aðilar séu í algjöru aukahlutverki, einungis til að rétta hjálparhönd en fjölskyldan og tengsl milli fjölskyldumeðlima eru í forgrunni.

Í bókinni HypnoBirthing, The Mongan Method, er mikil áhersla lögð á undirbúning fæðingarinnar og að foreldrar hafi hugað að og tekið ákvarðanir varðandi fæðinguna fyrirfram. Þetta eru stór og smá atriði eins og hvar fæðingin fer fram, hverjir verði viðstaddir, hvort verkjastillandi lyf verði notuð, hvort notast eigi við tónlist o.s.frv. Þarna skiptir fæðingarfélagi miklu máli en hann spilar mikilvægt hlutverk í bókinni. Með fæðingarfélaga er átt við hitt foreldri barnsins eða einhvern annan nákominn móðurinni sem er viðstaddur fæðinguna. Fæðingarfélaginn er mjög mikilvægur í fæðingunni, veitir móðurinni stuðning og hvatningu auk þess að vera milliliður og talsmaður hennar gagnvart ljósmóður eða öðrum umönnunaraðila. Þar sem konan getur verið berskjölduð í fæðingunni og er í djúpri slökun sem ekki má trufla þá er það fæðingarfélaginn sem sér um þessi samskipti til að fæðingin verði sem næst því sem þegar hefur verið ákveðið. Mikilvægt er þó, og talað um það í bókinni, að í eðli sínu sé fæðing náttúrulegt ferli þar sem allt getur gerst og því er sveigjanleiki og það að taka því sem að höndum ber alltaf nauðsynlegt.

Margar konur hafa nýtt sér HypnoBirthing tæknina á Íslandi en boðið er upp á námskeið í aðdraganda fæðingar fyrir verðandi foreldra. Taka skal fram að það hvernig kona ákveður að fæða barnið sitt er einstakt og persónulegt fyrir hverja og eina og mismunandi hvað hentar hverri konu hverju sinni. Það er ekkert betra eða verra að fæða með eða án verkjastillingar eða heima eða á sjúkrahúsi. Ég gerði mitt besta til að notast við aðferðina í fæðingu dóttur minnar og er viss um að það hafi nýst mér mjög vel, sérstaklega með öndun og að halda ró en einnig styrkti hún sjálfstraustið, það er að allt væri eins og það ætti að vera og ég gæti þetta vel, þó að ég hafi kannski misst trúna stöku sinnum. Ég veit að ég mun rifja upp kynni mín af HypnoBirthing þegar næsta barn kemur í heiminn. Í það minnsta er HypnoBirthing aðferðin falleg og áhugaverð fæðingaraðferð sem vert er fyrir verðandi foreldra að kynna sér.

Heimildir:

Mongan, Marie F. 1992. Hypnobirthing; The Mongan Method: a natural approach to safe, easier, more comfortable birthing. 3. útg. Health Communications, Inc.

Click to access Ljosmbl_2013_91_2.pdf

http://www.hypnobirthing.com/

 

Höfundur

María Þórólsdóttir

 

Fyrstu skórnir

Fyrstu skórnir

Við kaup á fyrstu skónum þarf að huga að ýmsu. Við spurðum því hana Kristínu Johanssen eiganda skóverslunarinnar Fló um hvað hafa ber í huga við fyrstu skókaupin.

Hvað ber að hafa í huga við kaup á fyrsta skóparinu fyrir barnið? 

Við kaup á fyrstu skóm er gott að þreifa á skónum til að ganga úr skugga um að þeir séu úr mjúku og góðu leðri, nái upp á ökklann og séu með mátulega sveigjanlegan sóla. Sólinn má ekki vera of stífur og ef barnið er enn valt á fótunum er betra að hafa sólann sveigjanlegri þar sem það er enn að skríða heilmikið. Einnig þarf sólinn að vera stamur til að börnin renni ekki á sléttum gólfflötum. Skórnir þurfa að vera rúmir en þó má ekki muna meira en 1cm á lengdina..Það er mikilvægt að kaupa skó sem passa, því þá eru börnin örugg á fótunum og beita þeim síður rangt. Svo skoðar maður hvernig börnin bera sig í skónum og ef þau bera sig vel og eru glöð er það yfirleitt merki um að þeim líði vel í þeim. Ef þau eru hikandi að ganga eða setjast alltaf niður þegar þau eru í skónum þá þarf að finna aðra.

Er einhver litur að koma sterkur inn fyrir vor og sumar þetta árið?

Mér finnst klassískir litir vera ráðandi fyrir strákana eins og cognac brúnn og dökkblár, og fölbleikur, silfur og gull hjá stelpunum. Í sumar verða sandgrár og mintugrænn einnig áberandi.

Eru miklar tískubylgjur í skófatnaði barna?

Ekki kannski eins miklar og hjá fullorðnum en auðvitað eru viss snið vinsælli en önnur og helst það þá oft í hendur við þann fatnað sem er í tísku. Annars finnst mér gaman að reyna að halda í fjölbreytnina því hún er mikil en svo er alltaf smekkur fólks misjafn.

Einhver “tips” sem þið viljið gefa að lokum?

Það er alltaf gott að minna á að góðir skór eru einn af undirstöðuþáttum vellíðunar, ef þú ert í óþægilegum skóm líður þér ekki vel. Það er því mikilvægt að vanda valið þegar kemur að skóm.

Pin It on Pinterest