„Ég kýs geðheilsuna fram yfir brjóstagjöf”

„Ég kýs geðheilsuna fram yfir brjóstagjöf”

„Ég kýs geðheilsuna fram yfir brjóstagjöf”

„Eftir að hafa talað við læknana mína og rannsakað málið fannst mér að besta ákvörðunin væri að halda áfram á lyfjunum við geðhvarfasýkinni og gefa barninu mínu þurrmjólk. Hér er ástæða þess að þetta er besta ákvörðunin fyrir mig og son minn,“ segir Sarah Michelle Sherman í athyglisverðum pistli á Parents.com.

„Á góðu tímabilunum í lífi mínu gleymi ég stundum að ég er með geðhvarfasýki II. Morgunskammtarnir mínir af Abilify og Lamictal renna niður hálsinn jafn auðveldlega og vítamín, gefandi mér það sem ég þarf til að halda mér gangandi yfir daginn og það sem meira máli skiptir, að ég upplifi gleði.

Á slæmu dögunum heldur brjálæðið mér niðri og ég er meðvituð um ástand mitt, jafn meðvituð um að á kvöldin verður dimmt. Það er það einfalt og öruggt. Það tekur yfir og það er nærri ómögulegt að greina á milli hvað sé sannleikurinn og hvað sé veikindin. Ég trúi öllu sem sjúkdómurinn segir mér – og oft segir hann mér eitthvað á borð við „þú þjónar engum tilgangi.“ Hann hefur sitt eigið skipulag og staldrar við í tíma sem hann ákveður einn.

Sem betur fer fór blandan af lyfjum og meðgönguhormónum vel í mig, og ég hef verið góð í 28 vikur núna. Þrátt fyrir þetta er sjúkdómurinn mér ekki ofarlega í huga, og ég gleymi því að ég þarf að taka ákvarðanir sem ég vil ekki taka, svo sem hvort ég get gefið brjóst eða ekki. Ástandið gerir mig dálítið reiða, en ég hef ákveðið að beina reiðinni í að leysa hlutina. Það er enginn tími til að vera reið, það þarf að taka ákvarðanir vegna barnsins sem von er á í ágúst. Og hlutverk mitt er mjög ljóst þessa dagana: Passa hann vel, vernda hann, elska hann.

Ég hef tekið ákvörðun um að hann verði ekki á brjósti. Ein ástæða fyrir því er sú að ég vil ala barnið upp í stöðugleika, stjórn og með öryggi, ég þarf að vera á þessum lyfjum til að laga mig. Eftir að hafa ráðfært mig við læknana veit ég að það er möguleiki á að þau berist í mjólkina. Það er ekki vitað um áhrifin á nýbura en að lesa um möguleikann á blóðskorti og andþyngslum, er ég ekki tilbúin að taka neina sénsa.

Ég er meðvituð um að fari ég af lyfjunum get ég gefið barninu mínu „fljótandi gull“ og hugsanlega gefið honum „bestu byrjun á lífinu.“ Ég er mjög meðvituð um kosti þess að gefa barninu brjóst – bæði fyrir hann og mig. En ég veit að besta byrjun lífs sonar míns er að vera í umsjá móður á lyfjum sem hefur ekki áhyggjur af því hvort lyfin hafi áhrif á hann. Ef ég hætti á lyfjunum óttast ég að svefnleysið sem hrjáir margar mæður geti ýtt mér í hættulegt ástand, ég fer að taka órökréttar ákvarðanir, eyðandi pening sem ég á ekki og elti óraunveruleg takmörk.

Ég hef einnig áhyggjur af þunglyndinu sem kemur þegar ég hætti á lyfjunum, ég myndi verða úti á þekju og missa af mikilvægum atburðum í lífi sonar míns og setja alla ábyrgðina á eiginmann minn.

Og svo er það sjálfshatrið sem kemur með skapsveiflunum og það er eitthvað sem barnið mitt á ekki að verða vitni að, þar sem það viðkemur öllum sviðum lífs míns þegar það á sér stað. Það lætur mig hafa efasemdir um mig sjálfa, hvað ég get og tilgang minn. Og ég vil ekki – ekki í eina sekúndu – hafa efasemdir um tilgang minn um leið og barnið er komið, þar sem hann er tilgangurinn.

Það er samt fullt af ónærgætnu fólki þegar kemur að mæðrum sem kjósa að gefa barni sínu ekki brjóst og það eru margir sem hrista bara hausinn og segja „Brjóstið er best.“ Þetta er hindrun sem ég verð að yfirstíga og ég mun gera það. Því ég veit að ákvörðunin sem ég tók er best fyrir mig og son minn. Hann mun bara fá þurrmjólk þar sem ég er móðir sem tek ábyrgð á geðsjúkdómnum mínum, í stað þess að hunsa hann.

Verkefni mitt er að veita barninu mínu næringuna sem hann þarf til að vaxa og þrífast og ég ætla ekki að bregðast honum. Ég kann að þurfa að eiga við sektarkenndina, dómana og skömmina sem aðrir kunna að leggja á mig fyrir að gefa honum ekki brjóstið, en ég mun reyna að láta það framhjá mér fara. Þetta er ákvörðunin mín og ég mun ekki afsaka mig.

Þar sem móðurhlutverkið nálgast og ég mun taka á móti syni mínum í þennan heim, bið ég þess að ég verði stöðug eins lengi og hægt er. Ég bið þess að hið eina sem fer út í öfgar sé ánægjan af þessari nýju vegferð – þar sem ég held syni mínum nálægt mér þegar ég gef honum pelann, augu hans mæta mínum og ég segi við hann hljótt: „Mamma er hjá þér“ því ég er hjá mér.”

Heimild: Parents.com 

Ráð fyrir nýbakaða feður á leið frá spítalanum: Myndband

Ráð fyrir nýbakaða feður á leið frá spítalanum: Myndband

Ráð fyrir nýbakaða feður á leið frá spítalanum: Myndband

Að fara með barnið heim af spítalanum er heilmikið skref sem breytir öllu í fjölskyldunni. Sért þú nýbakaður faðir ertu sjálfsagt bæði spenntur og kvíðinn á sama tíma að hefja þennan nýja kafla. Í þessu myndbandi eru frábær ráð frá Jason í Dad Academy fyrir nýbakaða feður í þessari stöðu.

Feður vilja að barnið og foreldrar nærist og hvílist, en einnig að fjölskylda og vinir megi koma og samgleðjast, en á sama tíma eru þeir örþreyttir. Hvernig á að finna jafnvægi í þessu öllu?

Leiðarvísir: Hvernig á að tala um erfið mál við börn á aldrinum 2-15 ára

Leiðarvísir: Hvernig á að tala um erfið mál við börn á aldrinum 2-15 ára

Leiðarvísir: Hvernig á að tala um erfið mál við börn á aldrinum 2-15 ára

Eitt það erfiðasta við foreldrahlutverkið er að tala við börnin sín um alvarleg mál. Það er nógu erfitt að útskýra fyrir þeim ef þvottavélin étur uppáhalds bangsann þeirra, eða þegar eineltisseggur ríkir í skólanum. Það kann að vera nær óyfirstíganlegt að ræða eitthvað enn erfiðara, s.s. ofbeldi, mismunun eða dauðsfall.

Á þessum tímum erum við nær beintengd öllu sem er að gerast í gegnum netið, YouTube, fréttir og hvaðeina. Börn fara ekki varhluta af þessu öllu og það er mjög mikilvægt fyrir foreldra að takast á við þessa áskorun.

Að takast á við og ræða erfið mál lætur börnunum þínum líða betur, þau verða öruggari, það styrkir tengslin ykkar á milli og það kennir þeim ýmislegt um heiminn. Og þegar þú kennir þeim að verða sér úti um upplýsingar og túlka þær, spyrja spurninga og athuga fleiri en eina heimild, verða þau gagnrýnin í hugsun. Það er alltaf erfitt að ræða málefni heimsins sem ekki hefur tekist að leysa. En með því að byggja upp kunnáttu, samkennd og persónuleika barnanna okkar gefum við þeim verkfærin sem þau þurfa til að takast á við hlutina.

 Þegar börnin þín fá vitneskju um eitthvað ógnvænlegt eða óþægilegt kemur það foreldrunum oft úr jafnvægi. Það er samt alltaf góð hugmynd að nota þroskastig og aldur barnsins til viðmiðunar hvernig hefja á samræður, því þau melta upplýsingar á mismunandi hátt eftir þeim þáttum.

Að skilja lítillega hvernig börn skilja heiminn á hverju þroskaskeiði fyrir sig hjálpar þér að upplýsa þau á réttan hátt. Að sjálfsögðu er hvert barn einstakt og hefur sína viðkvæmni, skap og reynslu, eins og allir aðrir. Þú skalt nota þína bestu dómgreind til að melta hvernig barnið tekur inn upplýsingar þegar þú ákveður hversu mikið þú ætlar að segja.

 Hér eru leiðir til viðmiðunar eftir aldursflokkum:

2-6 ára

Ung börn hafa ekki þá lífsreynslu til að skilja þá þætti sem felast í flóknum og erfiðum málum. Þau hafa heldur ekki skilning á huglægum hugtökum eða samspili aðgerða og afleiðinga. Heimur þeirra snýst um ykkur – foreldrana, systkinin, afa og ömmu, meira að segja hundinn ykkar. Þannig einbeita þau sér að því hvernig hlutirnir hafa áhrif á þau sjálf.

Þau eru mjög næm á tilfinningaástand foreldranna og geta haft áhyggjur af því að eitthvað hafi komið fyrir ykkur, eða þið séuð reið af því að þau gerðu eitthvað af sér. Þetta allt gerir það erfitt að útskýra erfið mál.

Þú getur sem betur fer stjórnað net- og sjónvarpsnotkun ágætlega á þessum aldri þannig passaðu að þau horfi ekki á eitthvað sem er ekki við hæfi.

Notaðu bæði orð og athafnir:Segðu: „Þú ert örugg/ur. Mamma og pabbi eru örugg. Fjölskyldan okkar er örugg.“ Þau vilja líka knús og það gerir mjög mikið.

Talaðu um tilfinningar – þínar og þeirra. Segðu: „Það er allt í lagi að vera hrædd/ur, leið/ur eða ringluð/aður. Þessar tilfinningar eru eðlilegar og við höfum öll þessar tilfinningar.“ Þú getur líka sagt: „Ég er reið/ur / leið/ur en ekki út af þér.“

Reyndu að komast að því hvað barnið veit. Það getur verið að barnið skilji ekki ástandi. Spurðu fyrst hvað barnið haldi að hafi gerst áður en þú ferð í lýsingar.

Hlutaðu vandann í einföldu máli. Fyrir eitthvað ofbeldisfullt getur þú sagt: „Einhver notaði hníf til að meiða fólk.“ Ef um mismunun er að ræða geturðu prófað: „Það eru hópar af fólki sem fá ekki rétta málsmeðferð eða réttlæti.“

 Passaðu málfarið hjá þér.

Segðu „maður“, „kona“, „stelpa“, „strákur“ en ekki „feitur gaur“, „sæt stelpa“ eða álíka. Passaðu að lýsa ekki manneskju eftir litarhætti, þyngd, kynhneigð, fjárhag, eða öðru því tengdu nema það sé afar nauðsynlegt. Notaðu orðaforða, hugmyndir og sambönd sem þau þekkja. Mundu eftir einhverju dæmi úr þeirra lífi sem þau geta tengt við. Segðu: „Maður sem stal einhverju. Manstu þegar einhver tók nestisboxið þitt?“

Notaðu einföld orð á borð við „reiður“, „leiður“, „hræddur“ og „hissa.“ Ung börn skilja tilfinningar, en þau skilja ekki t.a.m. geðsjúkdóma. Þú getur sagt að einhver hafi orðið of reiður eða of ringlaður og þurfti auka hjálp. Passaðu að nota ekki orð eins og „klikkast“ eða „gekk af göflunum.“

Tjáðu að einhver sé að sjá um málið. T.d. „Mamma og pabbi passa að ekkert slæmt komi fyrir okkur.“ Eða: „Löggan nær bófanum.“

 7-12 ára

Börn. Á þessum aldri kunna að lesa og skrifa og þ.a.l. geta þau komist í tæri við efni sem er ekki ætlað þeirra aldri. Yngri börnin í þessum hópi eru samt ekki alveg með á hreinu hvað er leikið og hvað er alvöru, svo eitthvað sé nefnt. Þarna fara börn að geta hugsað huglægt og þau hafa ákveðna reynslu af heiminum og hafa getuna til að tjá sig, leyst erfið verkefni og geta séð hluti út frá sjónarhorni annarra.

Börn sem eru ekki krakkar og ekki orðnir táningar eru á skeiði þar sem þau skilja sig frá foreldrunum, eru að verða kynþroska og eru sjálfstæðari að nota ýmsa miðla. Þau sjá ofbeldisfulla tölvuleiki, klám, fréttir sem geta komið þeim úr jafnvægi og heyra ljótt orðbragð. Það verður að geta rætt þessa hluti án skammar og vandræðalegheita.

Bíddu eftir rétta augnablikinu

Á þessum aldri eru krakkarnir líklegir til að leita til þín ef þau hafa heyrt um eitthvað skelfilegt. Þú getur þreifað fyrir þér hvort þau vilja ræða eitthvað, en ef þau ræða það ekki að fyrra bragði reyndu ekki að veiða það uppúr þeim.

Reyndu að komast að því hvað barnið veit

Spyrjið börnin hvað þau hafa heyrt, eða ef vinirnir í skólanum hafa verið að tala um eitthvað. Svaraðu spurningum þeirra einfaldlega og blátt áfram en passaðu að ofur-útskýra ekki hlutina því það gæti gert þau hræddari.

Búðu til öruggar aðstæður fyrir spjall

Segðu eitthvað á borð við: „Það er erfitt að ræða þessa hluti, meira að segja fyrir fullorðna. Við skulum bara tala. Ég verð ekki reið/ur og ég vil að þú getir spurt mig um hvað sem er.“

Veittu yfirsýn og samhengi

Krakkar þurfa að skilja kringumstæðurnar í kringum atburði til að ná utan um hlutina. Ef einhver fremur voðaverk er hægt að segja: „Manneskjan sem gerði þetta var með vandamál í heilanum sem ruglaði hugsanirnar.“ Ef mismunun er vegna húðlitar eða kynþáttar er hægt að segja: „Sumir halda að fólk með ljósa húð sé betra en fólk með dekkri húð. Það er ekki rétt hjá þeim. Þau hafa ekki réttar upplýsingar.“

Vektu forvitni

Ef barnið þitt sér fullorðinsefni á netinu gæti það boðið upp á tækifæri til að læra meira um t.d. hvernig fólk fjölgar sér. Þú getur sagt við barnið ef það sér óvart klám: „Klám á netinu er eitthvað sem fullorðið fólk horfir á. En það er ekki um ást eða rómantík og það getur gefið þér ranga mynd af kynlífi. Ef þú vilt læra meira um kynlíf getum við fundið fræðsluefni fyrir þig og við getum rætt þetta ef þú hefur einhverjar spurningar.“

Ef barnið hefur áhuga á fréttatengdu efni og vill kanna það betur getur þú fundið fréttastöðvar sem einbeita sér að efni fyrir yngra fólk.

Taktu mark á tilfinningum barnsins og geðslagi

Þú munt ekki vita fyrirfram hvað kemur barninu þínu í uppnám. Tékkaðu inn með því að segja hvernig þér líður og spyrðu svo hvernig því líður. Segðu: „Ég verð reið þegar ég þekki einhvern sem varð meiddur. Hvernig líður þér í svoleiðis aðstæðum?“

Hvettu til gagnrýninnar hugsunar

Spyrðu opinna spurninga til að fá börn til að hugsa nánar um alvarleg málefni. Spurðu: „Hvað heyrðir þú?“ „Hvað fannst þér þá?“ og „Af hverju finnst þér það?“
Leitaðu að því jákvæða

Reyndu að sjá hið jákvæða í öllu. T.d. „Það voru mjög duglegir slökkviliðsmenn að slökkva eldinn,“ eða „við skulum finna leið til að hjálpa til.“

Táningar (12+)

Á þessum aldri nota unglingar mikið samfélagsmiðla og nálgast efni á netinu með því að lesa og bregðast við á gagnvirkan hátt. Þau búa jafnvel til eigið efni til að deila áfram. Þau heyra oft um erfið mál á netinu og annarsstaðar, í spjalli t.d. án þess að þú vitir endilega af því.

Þau hafa meiri áhuga á að heyra hvað vinunum finnst eða öðru fólki á netinu heldur en þér og oft „skrolla“ þau að enda greinarinnar án þess að lesa alla söguna. Þau geta orðið fúl ef þú heldur fyrirlestur yfir þeim því þeim finnst þau vita allt. Hvettu unglinginn til að finna efni á netinu sem eykur við þekkingu hans og spurðu spurninga sem fær hann til að hugsa.

Hvettu til beinna og opinna samskipta

Táningar þurfa að vita að þeir „megi“ spyrja spurninga, athuga hvort vel sé tekið í skoðanir þeirra og þau geti tjáð sig frjálslega án afleiðinga. Segðu: „Við erum kannski ekki sammála um allt, en ég vil heyra hvað þú hefur að segja.“

Spyrðu opinna spurninga og hvettu hann til að hafa skoðun

Spurðu til dæmis: „Hvað finnst þér um lögregluna og ofbeldi sem hún beitir?“ „hvað veistu um málið?“ „Hverjum heldurðu að sé um að kenna?“ og „Af hverju finnst þér það?“

 Viðurkenndu að þú vitir ekki eitthvað

Það er í lagi þegar unglingar vita að foreldrarnir vita ekki allt! Það er í lagi að segja: „Ég veit það ekki, finnum út úr því í sameiningu.“

Fáðu unglinginn til að skoða allar hliðar erfiðra mála

 Félagsmál, stjórnmál, menning og hefðir – í kringum allt þetta eru bæði vandamál og góðir hlutir sem geta valdið unglingnum heilabrotum.

Spurðu: „Af hverju er svo erfitt að leysa glæpamál, ofbeldi, nauðganir?“ „Hvernig er hægt að laga ákveðna hluti, svo sem fátækt?“ „Ættum við að sætta okkur við málamiðlanir þegar kemur að leysa vandamál eða eigum við að fara fram á harðari aðgerðir?“

 Deildu gildum þínum

Leyfðu táningnum að sjá hvar þú stendur varðandi einhver mál og útskýrðu af hverju þú lætur þig málið varða. Ef þú vilt að táningurinn þinn virði aðra og skaltu segja honum af hverju þér finnst mikilvægt að umbera aðra og viðurkenna þá.

 Talaðu um fréttirnar „þeirra“

Ræddu um Facebook, Insta, Snap og TikTok og fáðu þau til að segja þér hvað þeim finnst um hitt og þetta. Hvernig fær fólk annað fólk til liðs við sig? Eru þetta áreiðanlegar fréttir? Hvað eru áhrifavaldar?

 Spurðu hvað unglingurinn myndi gera í erfiðum aðstæðum

Unglingar eru að finna hverjir þeir eru á þessum aldri og geta sótt í áhættu. Gerðu þeim ljóst að hættan getur birst án viðvörunar og spyrðu hvað þau myndu gera í ákveðnum aðstæðum.

 Hugsa í lausnum

Táningar geta verið kaldhæðnir, en líka raunsæir. Ef hlutirnir eiga að batna er þetta komandi kynslóðin til að gera það. Sýndu þeim að þú treystir þeim. Spurðu: „Ef þú værir með völd, hvað myndirðu leysa fyrst og hvers vegna? Hvernig myndirðu gera það?“

 

 

Pin It on Pinterest