Myndir af börnum á samfélagsmiðlum: Hvað skal forðast og hvað skal gera

Myndir af börnum á samfélagsmiðlum: Hvað skal forðast og hvað skal gera

Myndir af börnum á samfélagsmiðlum: Hvað skal forðast og hvað skal gera

Foreldrar í dag lifa í allt öðrum heimi en þeirra foreldrar gerðu og rafræn nálægð er nú æ vinsælli. Það er augljóst hvers vegna – fjölskyldur búa sitthvoru megin á hnettinum eða landinu og vilja vera í samskiptum og deila myndum og minningum með fjölskyldumeðlimum. Mömmur setja myndir af fyrstu hjólaferðinni, nýja barninu og unglingnum að útskrifast og um leið sjá allir vinir og fjölskylda myndirnar.

Það eru hinsvegar hættur í þessu öllu saman.

Að deila myndum, myndböndum og upplýsingum um börnin okkar hefur verið í gangi í um áratug. Það sér ekki fyrir endann á því og ef eitthvað, eru foreldrar orðnir sáttari við að deila myndum af börnunum sínum á samfélagsmiðlum.

Samkvæmt Security, varWall Street Journal fyrst til að nota orðið „sharenting“ (engin góð íslensk þýðing tiltæk!) árið 2012. Foreldrar eru nú orðnir svo vanir þessu að þeir hugsa sig ekki tvisvar um lengur.

Könnun var gerð af Security varðandi venjur foreldra á netinu og um 80% foreldra notuðu full og raunveruleg nöfn barna sinna. Hví ekki, myndir maður spyrja? Foreldrar telja að síðurnar þeirra séu aðeins skoðaðar af vinum og ættingjum, en staðreyndin var einnig sú að átta af hverjum 10 foreldrum voru með fólk á vinalistanum sínum sem það hafði aldrei hitt.

Friðhelgisstillingar

Það er mikilvægt að ræða friðhelgisstillingar (e. privacy settings) á samfélagsmiðlum því þær veita öryggistilfinningu þegar myndum af börnum er dreift á netinu. Þó er aldrei 100% öruggt að myndum af barninu þínu kunni að vera deilt með ókunnugum. Samt sem áður er mikilvægt að þú skoðir þessi mál reglulega, því oft er efni stillt á „public“ af sjálfu sér. Það er alltaf möguleiki á að einhver hafi vistað myndina sem þú deildir og getur svo deilt henni áfram. Góð þumalputtaregla er að hafa í huga að allt sem þú deilir á netinu getur gengið þér úr greipum og verið deilt opinberlega án þinnar vitundar eða stjórnar.

 

Athugaðu smáatriðin

Ef þú vilt deila myndum og upplýsingum af börnunum þínum á netinu, haltu smáatriðunum utan deilingarinnar. Samkvæmt NBCer einnig möguleiki á að einhver gæti stolið auðkenni barnsins þíns og þetta er hægt að gera með því að skoða hvenær barnið er fætt. Annað sem ber að hafa í huga er þegar barnið fer (aftur) í skólann. Foreldrar elska að deila þeim myndum af börnunum en oft fylgir með í hvaða skóla barnið gengur. Þetta geta verið upplýsingar sem þú vilt ekki að hver sem er hafi.

Þessar myndir eru skemmtilegar, en þurfa þær að vera á samfélagsmiðlum?

Þrennt sem þú vilt forðast að deila um barnið þitt á samfélagsmiðlum:

  • Fullt nafn barnsins
  • Fæðingardagur
  • Nafn skólans

 

Allt þetta getur sett barnið í hættu.

Íhugaðu sérstakan aðgang

Þegar foreldrar vilja deila einhverju um barnið á netinu er skynsamlegt að takmarka aðgang að efninu. Það eru stillingar, líkt og á Facebok, sem leyfa þér að velja með hverjum þú vilt deila efninu. Það gæti t.d. verið nánasta fjölskylda. Þetta getur þó tekið tíma og ekki nenna allir foreldrar þessu, eða muna eftir því í hvert skipti. Það gæti verið sniðugt að búa til sér aðgang fyrir barnið. Þú getur sett fullt af efni þar inn, sem barnið hefur gaman af að skoða þegar það verður eldra. Þannig getur þú verið viss um að enginn ókunnugur hafi aðgang að upplýsingum og myndum.

Biddu um leyfi

Að fá samþykki er mjög mikilvægt og foreldrar kenna börnum sínum það. Það þarf samt að minna foreldrana á að stunda það sjálfir! Þegar kemur að því að pósta um eldri börn og unglinga ættu foreldrar að hafa það fyrir reglu að spyrja þau hvort megi deila myndinni á samfélagsmiðla. Að spyrja barnið hvað þú mátt og hvað ekki lætur því finnast að þú virðir það og það hjálpar því að hafa eitthvað um það að segja.

Heimild: Moms.com

11 gildi sem allir foreldrar ættu að kenna börnum sínum: Myndband

11 gildi sem allir foreldrar ættu að kenna börnum sínum: Myndband

11 gildi sem allir foreldrar ættu að kenna börnum sínum: Myndband

Foreldrar eru ábyrgir fyrir að gefa börnum sínum góð ráð, og hefjast þarf handa snemma. Svo er ekki nóg að gefa ráð, foreldrar þurfa sjálfir að fara eftir þeim! Hvort sem það snýst um að koma fram við aðra af virðingu eða sýna sjálfsaga, þá eru foreldrar fordæmið sem barnið sér. 

Hér er alveg frábært myndband frá Practical Wisdom:

 

Frábær ráð til sjálfsræktar fyrir uppteknar mömmur!

Frábær ráð til sjálfsræktar fyrir uppteknar mömmur!

Frábær ráð til sjálfsræktar fyrir uppteknar mömmur!

Að setja sig sjálfa í fyrsta sæti þarfnast stundum ákvörðunar (sérstaklega fyrir þær mömmur sem hafa lítinn tíma) jafnvel þó það þýði að þú þurfir að stíga út fyrir þægindarammann. Þrátt fyrir að þú lifir uppteknu lífi getur þú samt verið heilbrigð, hugað að andlegri og líkamlegri heilsu, átt yndislegt líf og litið vel út, allt á meðan þú átt fjölskyldu og frama.

Hver er lykillinn?

Jú, að hanna líf sem er í jafnvægi, með ákvörðunum teknum sem sinna líkama, huga og sálu. Það er samt auðveldara að segja það en framkvæma…eða hvað?

Julie Burton, höfundur bókarinnar The Self-Care Solution: A Modern Mother’s Must-Have Guide to Health and Well-Being,  þekkir þessa baráttu allt of vel: „Flestar mömmur finna þennan þrýsting – að vinna eða vera heima og næstum allar mömmur, sama hver staða þeirra er, finna fyrir sektarkennd þegar þær taka tíma frá börnunum til að sinna sjálfum sér,“ segir hún, en hún á fjögur börn á aldrinum 12-22 ára. „Mömmur hafa kílómetralangan lista með öllu því sem þarf að gera og ósjálfrátt fara þær sjálfar alltaf í neðsta sæti.“

Julie átti sjálf í baráttu með þetta jafnvægi, ánægjuna og móðurhlutverkið þannig hún rannsakaði meira en 400 mömmur og spurði þær ráða varðandi jafnvægi og sjálfsást á meðan þær ólu upp börn. Velgengni þeirra sem og hraðahindranir rötuðu því í bókina.

Algengasti samnefnarinn var þó sá að ekki er hægt að neita sér um sjálfsrækt af einhverju tagi: „Um leið og þú verður mamma og skuldbindur þig til að hugsa um barnið skaltu innprenta hjá þér: Ég mun heiðra og virða sjálfa mig með því að hugsa um þarfir mínar reglulega. Þetta gerir mig ánægðari og færari að sjá um fjölskylduna.“

Julie heldur áfram: „Sem mömmur höfum við frábært tækifæri að vera fyrirmyndir fyrir börnin okkar með því að hugsa um okkur og vera góðar við okkur, og í staðinn, hvernig á að vera góður við aðra. Eins og sagt er, við getum ekki hellt úr tómum bolla.“

En hvernig á að byrja ef þú hefur lengi verið á botninum á listanum, svo að segja?

„Settu þig aftur á listann,“ segir Julie. „Byrjaðu á 10 mínútum á dag, bara fyrir þig. Vertu þolinmóð, haltu draumunum lifandi og komdu fram við sjálfa þig af sömu ástúð og samkennd og þú kemur fram við aðra.“

Einbeittu þér að einhverju eftirfarandi:

Hreyfðu þig

Hvort sem þú þarft að hreyfa þig oftar eða vilt hrista upp í rútínunni þinni, kjóstu eitthvað sem hvetur þig til að hreyfa þig áfram. Æfðu fyrir Reykjavíkurmaraþonið, prófaðu nýjan jógatíma, Tai Chi, Pilates. Julie ráðleggur líka skemmtun t.d. að fara á skauta eða settu tónlist á í stofunni svo þið getið öll dansað.

Nærðu þig

Góður matur gefur líkamanum orku, þannig ekki borða „drasl“ heldur veldu vandlega næringuna: „Það er eðlilegt að hugsa frekar um börnin en þig. Þú verður samt að nærast á heilbrigðan hátt, það er gott fyrir börnin að sjá þig hugsa vel um líkama þinn.“ Hugmyndir að heilsusamlegum reglum: Hafið kjötlausan dag einu sinni í viku, borðið lífrænan mat, eldið oftar frá grunni, drekktu vatn í stað goss, skipulagðu innkaupin.

Hafðu samband

Passaðu upp á að heimilislífið láti þig ekki detta úr sambandi við fjölskyldu og vini. Ef þú getur ekki hitt þau einu sinni í viku, reyndu að skipuleggja einhvern tíma í mánuði. Fyrsti föstudagur í mánuði ferðu og hittir vinkonurnar, til dæmis, eða á sunnudagsmorgnum farið þið í bröns til mömmu.

Passaðu upp á heilsuna

Þú myndir aldrei láta undir höfuð leggjast að fara með börnin í reglubundna læknisskoðun, þannig þú átt ekki gera það við þig heldur. Julie segir að allt of margar vinkonur hennar hafi trassað að leita læknis og hafi endað með alvarlega heilsufarskvila. Skipulagðu reglulegar heimsóknir til kvensjúkdómalæknis, krabbameinsskoðanir og þessháttar. Ekki gleyma tannlækninum!

Settu svefninn í forgang

Mömmur festast oft í hugarfarinu „að gera hluti þegar börnin eru farin að sofa/áður en þau vakna.“ Mömmur ættu samt ekki að gefa afslátt af svefninum: „Ónógur svefn getur haft alvarleg áhrif: Fólk sem sefur minna en sex klukkustundir á nóttu hafa aukna matarlyst sem getur orsakað þyngdaraukningu og þunglyndi, hjartavanda og sykursýki 2,“ segir Alon Y. Avidan hjá UCLA Sleep Disorders Center.

Hann ráðleggur einnig fyrir svefn að forðast eigi áfengi, mat, nikótín, erfiðar samræður og koffíndrykki. Hann segir einnig að reglulegur svefntími sem fari fram í rólegheitum sé nauðsynlegur og svefnherbergið sé eingöngu fyrir svefn, kynlíf og veikindi.

Tengstu sjálfri þér

Sem mamma er auðvelt að gleyma sér í daglegri rútínu, að skutla og sækja, þvo þvott, elda, borga reikninga, þrífa og þessháttar. Áður en þú veist af eru 10 ár liðin og þú ert bara skelin af sjálfri þér. Ráðleggingar? Finndu þér áhugamál eða ræktaðu þau. Haltu dagbók. Hugleiddu. Hvaðeina sem færir þér gleði: „Við erum að þróast í gegnum allt lífið og að vera í sambandi við okkar innra sjálf og það sem hvetur okkur áfram er það sem heldur okkur lifandi og glöðum,“ segir Julie að lokum.

Heimild: Lisa Bench/Parents.com

Talnablinda eða stærðfræðiblinda: Viðvörunarmerki

Talnablinda eða stærðfræðiblinda: Viðvörunarmerki

Talnablinda eða stærðfræðiblinda: Viðvörunarmerki

Allir hafa heyrt um lesblindu og vita að hún snýst um erfiðleika við að lesa, skrifa og stafa, en talnablinda (e. dyscalulia) er heiti yfir fólk sem á í erfiðleikum með stærðfræði.

Um er að ræða blindu sem hindrar getu einstaklingsins til að læra um allt sem viðkemur tölum, að reikna út rétt, að vinna við rök- og vandamálalausnir og annað sem er stærðfræðitengt.

The British Dyslexic Association (bresku lesblindusamtökin) segja að skilgreiningin á talndablindu sé: „Sérstök og þrálát tregða þegar kemur að því að skilja tölur sem getur leitt til alls kyns vandkvæðum tengdum stærðfræði. Hún á sér stað óháð aldri, menntunarstigi og reynslu og á sér stað í öllum þjóðfélagshópum.“

Örðugleikar við að læra stærðfræði er ekki einstök tilfelli, frekar sem samfella, og hefur mörg einkenni. Talnablinda er ólík öðrum stærðfræðierfiðleikum því manneskjan á í erfiðleikum með skynjun tala, s.s. að sjá fyrir sér hversu margir eru án þess að telja, að bera saman stærðir og að raða. Talnablinda getur átt sér stað upp á sitt einsdæmi en á oft samleið með öðrum námserfiðleikum, stærðfræðikvíða og öðrum líffræðilegum kvillum.

Glynis Hannell, sálfræðingur og höfundur bókarinnar Dyscalculia: Action Plans for Successful Learning in Mathematicssegir: „Nemendur og fullorðnir haldnir talnablindu finnst stærðfræði erfið, ergileg og þeir eiga í erfiðleikum með að læra hana. Heilar þeirra þurfa meiri kennslu, sérhæfðara lærdómsferli og meiri æfingu til að ná utan um hana.“

Talnablinda á sér stað í um 11% af börnum með ADHD og er áætlað að um 3-6% barna í skólum eigi við hana að stríða.

Það er frekar erfitt að greina hvort einstaklingur sé haldinn talndablindu. Að telja á fingrum sér er oft talið einkenni, en það er ekki algild mæliaðferð. Að þurfa þess hinsvegar alltaf, sérstaklega í auðveldum reiknisdæmum gæti hinsvegar gefið vísbendingu.

Hér eru einkenni sem má hafa til hliðsjónar:

  • Erfiðleikar við að telja aftur á bak
  • Lítil skynjun fyrir tölum og áætlunum
  • Erfiðleikar við að muna „auðveldar“ reikniaðferðir, þrátt fyrir marga klukkustunda yfirlegu
  • Hafa enga áætlun við að muna tölur, nema með því að telja
  • Erfiðleikar við að skilja sætisgildi og töluna 0
  • Hafa lítinn skilning á hvort svör sem fást eru rétt eða næstum því rétt
  • Eru lengi að reikna
  • Að gleyma stærðfræðilegum aðferðum, sérstaklega því flóknari sem þær eru
  • Reyna alltaf að leggja saman, forðast aðrar reikniaðferðir
  • Að forðast verkefni sem eru talin erfið og er líklegt að rangt svar komi út
  • Veikur talnaskilningur
  • Kvíði við allt stærðfræðitengt

Líkt og með aðra námserfiðleika er engin „lækning“ við talnablindu. Þegar einstaklingar eru greindir hafa þeir oft lélegan stærðfræðigrunn. Markmið meðferðar er því að fylla í þær eyður sem til staðar eru og að koma upp aðferðum sem virka í lífinu.

Þeir sem hafa talnablindu fá oft lengri próftíma, mega nota reiknivél og þeim er kennt að deila stærri verkefnum niður í smærri skref.

Ef ekkert er að gert getur talnablindan komið niður á æðri menntun og velgengni í starfi. HÉR má sjá vefsíðu British Dyslexic Association.

 

Minntu börnin þín á að það er í lagi að gera mistök

Minntu börnin þín á að það er í lagi að gera mistök

Minntu börnin þín á að það er í lagi að gera mistök

Börn eru stundum hrædd við að prófa nýja hluti af ótta við að þau verði dæmd af mistökum sínum. Mistök eru samt hvernig við lærum á lífið. Við tökum ákvörðun sem leiðir til einhverrar niðustöðu sem við viljum ekki eða jafnvel meiðir einhvern og við lærum af þessum mistökum.

Við aðlögum orð okkar og gjörðir fyrir framtíðina. Þetta er svo innprentað í eðli okkar að við áttum okkur kannski ekki á að við þurfum að kenna börnunum okkar að mistök séu til þess að læra af þeim.

Börn verða að læra að mistök gerast, þau læra af þeim og halda áfram. Þau læra að taka betri ákvarðanir þaðan í frá, vegna mistakanna sem þau gerðu.

Samt sem áður verða börn að vera frjáls að gera mistök vitandi það að mamma dæmi þau ekki fyrir þau. Fullorðnum líður illa þegar þeir gera mistök og þeir óttast einnig dóm þeirra sem í kringum þá eru, sérstaklega sínum nánustu. Börnum líður eins. Þau geta óttast mistök því þau eru hrædd um að mamma eða pabbi dæmi þau og þau verði vonsvikin.

Foreldrahlutverkið snýst um að vaxa og það getur verið að foreldrar þurfi að læra að þeir kenni börnum sínum en dæmi þau ekki.

Mistök eru nauðsynleg

Samkvæmt Bright Horizons er stóra málið ekki mistökin sjálf, því börn verða að gera mistök. Sumir eru jafnvel þeirrar skoðunar að börn skuli vera hvött til að gera mistök! Þegar við leyfum þeim að gera mistök erum við að hjálpa þeim að byggja upp seiglu og niðurstaðan verður manneskja sem er örugg, fær og ánægð og hún þróar einnig með sér tilfinningagreind og félagslega greind.

Þú dæmir

Eins mikið og foreldrar óska sér að þeir dæmi ekki börn sín fyrir mistökin, þá gera þeir það samt oft. Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að það er fullkomlega eðlilegt. Samvkæmt Parenter að dæma og dómharka innbyggð í mannkynið og þar eru foreldrar meðtaldir. Mannfólkið þróaði með sér hæfileikann til að dæma fyrir fjölmörgum öldum og það er leið til að verja okkur sjálf fyrir hlutum sem valda okkur sársauka. Mennirnir urðu að vera fljótir að dæma til að verja sig fyrir hættulegum ákvörðunum. Þetta hefur að sjálfsögðu þróast og nú setjumst við í dómarasætið alla daga, jafnvel þó við áttum okkur ekki á því.

Hvað geta foreldrar gert?

Nú þegar þú veist, sem foreldri, að þú líklega dæmir mistök barnsins þíns geturðu unnið í því að barnið verði ekki fyrir áhrifum af því. Samkvæmt Very Well Family eru viðbrögð foreldra eitthvað sem hefur áhrif á börnin og hvernig þau sjálf líta á mistökin. Þegar þú vinnur í þessu þarftu að líta virkilega inn á við. Hægt er að vinna í spegli, með því að stúdera andlitið. Hugsaðu um þau mistök sem barnið hugsanlega gæti gert og ímyndaðu þér hvernig þú myndir bregðast við og hvort þú gætir breytt einhverju.

Fyrstu viðbrögð eru eitthvað sem foreldrar ættu að hafa í huga fyrir framtíðina. Þegar barn gerir mistök, ekki gefa þér tíma til að bregðast við, einbeittu þér að því sem barnið getur lært af þessum mistökum og hvernig það muni bregðast öðruvísi við í framtíðinni.

Að opna þig um mistök sem þú sjálf/ur hefur gert sem foreldri eða í lífinu yfir höfuð getur hjálpað barninu að átta sig á að fullorðnir gera einnig mistök.

 

Pin It on Pinterest