Ed Sheeran segir lífið hafa gjörbreyst eftir að hann varð pabbi

Ed Sheeran segir lífið hafa gjörbreyst eftir að hann varð pabbi

Ed Sheeran segir lífið hafa gjörbreyst eftir að hann varð pabbi

Íslandsvinurinn Ed Sheeran sagði í viðtali við Zane Lowe í New Music Daily að föðurhlutverkið hafi umbreytt honum og að hann hafi þurft að aðlagast, en hann og eiginkona hans Cherry Seaborn eignuðust dótturina Lyra Antarctica fyrir 10 mánuðum síðan, í ágúst 2020.
„Allir voru bara, þetta er það besta sem getur gerst fyrir þig. Og það eru ákveðnar væntingar í kjölfarið,” sagði Ed. „Það stærsta sem ég lærði…eða, tvennt stærsta. Samband mitt við foreldra mína hefur algerlega breyst, það var frábært fyrir, en nú er það bara endalaust þakklæti og virðing, þú veist, ég veit hvað þau gengu í gegnum og ég er enn bara að fara í gegnum þetta.”
Ed hélt áfram: „Og það er annað, enginn veit hvað þau eru að gera. Ég sé fólk og ég er bara, „guð minn góður, þessi gaur er besti pabbi í heimi,” en hann bara byrjaði eins og ég, ekki vitandi neitt. Og ég er bara að læra á hverjum degi. Svo, mér finnst það alveg æðislegt.”

Þann 1. september síðastliðinn póstaði Ed á Instagram varðandi fæðingu dóttur sinnar, sem sjá má hér að neðan:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos)

 

Kenndu leikskólabarninu þínu þessi 10 orð og líf þitt verður auðveldara!

Kenndu leikskólabarninu þínu þessi 10 orð og líf þitt verður auðveldara!

Kenndu leikskólabarninu þínu þessi 10 orð og líf þitt verður auðveldara!

Oft og mörgum sinnum höfum við sagt við börnin: „Þú verður að segja hvað þú vilt!“ Töfrar eru nefnilega fólgnir í að setja kringumstæður í orð. Allt í einu getum við sett nöfn á hluti og þetta hjálpar heilanum að þroskast og geyma upplýsingar, að búa til andleg skemu í heilanum.

Fyrir leikskólabörn breytir það lífi þeirra að koma hlutunum í orð. Að kenna börnum þessi orð tekur tíma, en þegar þau hafa náð merkingunni er þetta ómetanlegur fjársjóður.

Hér eru 10 orð og orðasambönd sem gera foreldrahlutverkið einfaldara

Hollt/heilsusamlegt

Þetta orð er afar nauðsynlegt á svo marga vegu. Þegar barnið fer að biðja um sykrað nammi, gos eða bakkelsi alla tíma dagsins er þetta orð sem þau þurfa að skilja. Krakkar ættu að læra á þessum aldri hvað sé hollt fyrir líkamann og hvað ekki, sérstaklega hvað framtíðina varðar. Og þegar þú þarft að neita barninu og segja því að þetta sé ekki hollt, skilja þau ástæðuna að baki neituninni.

Næði/einkalíf/einrúm

Mamma fimm ára stráks segir: „Þegar við fórum að kenna syni mínum á klósettið átti hann í erfiðleikum með…um, áhorfendur í baðherberginu. Ég kenndi honum að biðja um næði og það var frábært orð fyrir hann. Núna þegar ég er að klæða mig eða nota baðherbergið og ég vil vera ein, þarf ég bara að biðja um næði og hann veit nákvæmlega hvað það þýðir.“ Kenndu þetta orð snemma og notaðu það oft!

Einkastaðir

Það er aldrei of snemmt að hefja þessar samræður hvað varðar viðeigandi snertingu við börn. Þó þú teljir að barnið geti ekki skilið þig, skaltu samt segja hvað sé í lagi og hvað ekki. Að benda á svæði líkamans sem eru „einkastaðir“ eða hvaða annað orð þú vilt nota, er mjög mikilvægt fyrir börn til að setja merkimiða á það og koma auga á hvað er viðeigandi snerting og hvað ekki. Einnig er gott að þið hafið sett nöfn á þessa staði ef barnið hefur einhverjar spurningar eða áhyggjur af heilsunni.

Hvíld

Stundum þurfa mamma og pabbi bara að HVÍLAST. Það þýðir ekki endilega að sofna, en bara að vera róleg og kyrr: „Sonur minn var þriggja þegar ég sagði fyrst þetta orð og ég áttaði mig á að ég hefði átt að hafa kennt honum það fyrir lööööngu. Í hans huga var bara að leika eða sofa, enginn millivegur. Nú skilur hann þetta og veit að ég er ekki að biðja um að fara að leggja mig, ég þarf bara að hvílast.“ – strákamamma.

Leiktími

Að nota orð á borð við „leiktíma“ eða álíka, þýðir að barnið á að leika sér eitt inni í herbergi (sem getur verið ógnvænlegt fyrir sum börn!). Mamma segir: „Ég þurfti að læra þetta á erfiða háttinn. Það var ekki fyrr en ég var ólétt að mínu öðru barni að ég fór að segja: „Hey, af hverju ferðu ekki og leikur þér sjálf?“ Ég hefði alveg eins getað sett sírenu og blá blikkandi ljós af stað. Þetta var RANGT orðaval fyrir þriggja ára dóttur mína. Þess í stað lærði ég af vini mínum að skipa „leiktíma“ á hverjum degi,“ segir mamma tveggja stúlkna. Þetta er best að hefja snemma, en aldrei of seint að byrja samt. Búðu til skemmtilegan tíma fyrir barnið þitt að leika eitt inni í herbergi, stutt fyrst og bættu svo við tímann.

Blíðlega

Að gera hlutina blíðlega er leikskólabörnum oftast ekki eðlislægt! Þetta er orð sem þarf að endurtaka oft… Finndu leið til að fá börnin til að æfa sig að gera hlutina blíðlega. Kannski þýðir það að hitta kött nágrannans eða að snerta viðkvæma hluti með leyfi, sem færir okkur að næsta orði:

Brothætt

Börn og leikskólabörn skilja augljóslega ekki af hverju þau mega ekki halda á og snerta allt: „Um leið og ég fór að útskýra fyrir syni mínum að hlutir væru brothættir, sá ég bara ljós kvikna í kollinum á honum. Þetta var mjög sterkt og kraftmikið orð og ég nota það oft þegar við erum að versla eða í heimsókn einhversstaðar.

Nei takk!

Það er mun kurteisara fyrir börn að segja „nei, takk“ heldur en „nei, ekki!“ Það gefur börnum einnig stjórn og yfirvegun í samskiptum.

Frjósa

Hversu oft hefurðu kallað á barnið þitt „stoppaðu!“ þegar það hleypur langt á undan þér. Það er annað orð sem getur frekar fengið það til að hlýða og það er „frjósa“ (e. freeze). Það er hægt að leika stólaleikinn og hlaupa um, svo er kallað „frjósa!“ og þá þurfa allir að vera kyrrir. Hægt er að æfa þetta oft og nota síðan orðið á þessi yndislegu, virku börn í öllum aðstæðum!

Mitt svæði

„Ég áttaði mig ekki á mikilvægi þessa orð – eða hversu erfitt það væri að kenna það – þar til ég átti seinna barnið mitt,“ segir tveggja barna móðir. „Þegar ég var að reyna að gefa dóttur minni brjóst, klifraði sonur minn upp á mig (í alvöru, ég var eins og tré), auðvitað til að ná athygli og ég áttaði mig á að ég þyrfti að kenna honum um persónulegt svæði manns. Ég vildi ég hefði kennt honum það fyrr, en betra er seint en aldrei!“

 

Heimild: BabyCenter.Com  

Hvenær fer barnið mitt að muna eftir atburðum?

Hvenær fer barnið mitt að muna eftir atburðum?

Hvenær fer barnið mitt að muna eftir atburðum?

Um tveggja mánaða aldur getur barnið þitt farið að þekkja kunnugleg andlit og raddir, sérstaklega þær sem hann sér og heyrir í daglega.

Nýburar geta þekkt rödd móður sinnar við fæðingu og börn sem eru á brjósti geta þekkt lykt móður sinnar eftir eina viku. Þetta er merki að barnið sé fært um að muna, þó það sé ólíkt því að muna eftir smáatriðum ákveðinna hluta eða atburða.

Þekkingarminni barnsins – hæfileikinn að bera kennsl á fólk og hluti sem það hefur séð áður eftir einhverja stund eða einhvern tíma – mun aukast dag frá degi allt fyrsta árið. Rannsóknir hafa sýnt að um þriggja mánaða aldur geta börn munað eftir myndum eða leikföngum sem þau sáu einum til sex dögum fyrr.

Um níu mánaða aldur getur barnið farið að muna sértækari upplýsingar, svo sem hvar leikföngin eru í húsinu. Það mun einnig geta hermt eftir einhverju sem það sá kannski viku áður. Þessir hæfileikar gefa til kynna að börn geta kallað fram minningar – að geta munað smáatriði sérstakrar reynslu í stuttan tíma þó þau geti ekki munað eftir flestum þeirra upplifunum.

Sérstætt minni sem varir lengi varðandi einstaka atburði þróast ekki fyrr en barnið er 14-18 mánaða gamalt.

Heimild: Babycenter.Com

 

 

Mensa upplýsir um 17 einkenni ofurgáfaðra barna

Mensa upplýsir um 17 einkenni ofurgáfaðra barna

Mensa upplýsir um 17 einkenni ofurgáfaðra barna

Mensa, alþjóðleg samtök fólks með háa greind, hafa gefið út lista með þeim einkennum sem gefa til kynna að barnið þitt sé greindara en meðalbarnið og meðal atriða er t.d. að tala mikið og að hafa óvenjulegt minni.

Hefur barnið þitt óvenjulegt áhugamál eða dýrkar að horfa á fréttir? Það gæti hugsast að barnið þitt sé snillingur!
Allir foreldrar hafa hugsað um hvort þeirra barn eða börn séu gædd sérstökum hæfileikum, en vissir þú að það eru merki um slíkt, sem þú getur kíkt á til að vera viss?

Mensa,stærstu og elstu samtök ofurgreindra, fullyrðir að eftirfarandi persónueinkenni geta gefið til kynna að barnið þitt sé greindara en önnur og það gæti tekið sérstakt greindarpróf til að verða tekið inn í samfélagið.Þessi próf eru lögð fyrir undir eftirliti og henta börnum sem eru 10 og hálfs árs gömul, en yngsti meðlimurinn er aðeins tveggja ára og sá elsti 102!

Á eitthvað af eftirfarandi einkennum við um barnið þitt? 

Óvenjulegt minni

Að geta munað tímatöflur, heimilisföng eða landaheiti ung að aldri getur verið merki um háa greind – ef barnið þitt er fært um að muna lítil smáatriði eða víðtækar upplýsingar sem foreldrarnir geta gleymt, getur það verið fært um að verða ofurgott í stærðfræði eða tungumálum.

Að vera á undan öðrum börnum að ná hlutum

Að læra að lesa, tala eða spila spil hraðar en jafnaldrar þýðir að barnið þitt hefur þroskaðan heila og gæti verið að það þyrfti meiri örvun til að vera hamingjusamara og ná markmiðum

Að læra að lesa snemma

Mikill áhugi á einni bók er kannski ekki merki um ofurgáfur en ef barnið þitt er á undan öðrum börnum að læra að lesa getur það verið á góðri leið með snilligáfu sinnin.

Óvenjuleg áhugamál eða ítarleg þekking á ákveðnum hlutum

Áhugi á bílum eða kvikmyndum er algengur hjá börnum en ef barnið þitt getur t.d. greint vísindaskáldskap frá grínmyndum ungt að aldri, er það mjög hæfileikaríkt. Að hafa áhuga sem ristir mjög djúpt getur verið merki um að barnið skori sjálft sig á hólm andlega og þyrsti í þekkingu

Óþol í garð annarra barna

Afar greind börn geta orðið pirruð á jafnöldrum sínum, að því þau skilja ekki af hverju þau eru ekki í takt. Einnig hefur það verið sannað að greind börn eru viðkvæmari en önnur, þannig þau geta tekið það mjög nærri sér að vera skilin útundan eða strítt af vinum sínum.

Vitund um málefni líðandi stundar

Ef barn hefur áhuga og þekkingu á heimsfréttunum ungt – t.d. les dagblöð eða spyr spurninga um stjórnmál – getur verið einkenni um mikla greind.

Þau setja sér allt of há markmið

Hæfileikarík börn geta tekið nærri sér að mistakast eitthvað þar sem þau oft eru fullkomnunarsinnar og stolt af sínum hæfileikum og þekkingu. Afleiðingin er stundum sú að þau setja sér allt of metnaðarfull markmið og verða reið þegar þau ná þeim ekki.

Gengur vel

Það kann að vera augljóst, en ef barninu þínu gengur vel í skóla, betur en öðrum, kann að vera að þeim finnist ekki bara gaman að faginu/fögunum, heldur séu þau greindari en önnur börn.

Vill eyða tíma með fullorðnum eða eitt

Að vilja eyða tíma með fullorðnu fólki þýðir að barnið þitt langar að læra frá þeim sem hafa meiri þroska en það sjálft, og ef það vill lesa eitt eða skapa/hanna hluti getur gefið til kynna að það leggur hart að sér og vill fræðilega þekkingu til að ögra sér.

Elskar að tala

Ef barnið þitt elskar að tala allan daginn getur það verið merki um mikla heilavirkni og það reynir að taka þátt í samtölum sem eru um eitthvað nýtt og sem ögra þeim vitsmunalega.

Spyr endalausra spurninga

Ef það spyr endalausra spurninga á borð við „af hverju er himininn blár?“ og „hvernig virkar sími?“ getur þýtt að barnið þitt skynjar heiminn á hærra sviði en margir.

Á auðvelt með að læra

Kemst barnið í gegnum heimavinnu á undraverðan hraða og nær námsefninu fljótlega og auðveldlega? Það kann að vera að þau séu að ná bekkjarfélögunum hvað greind varðar og þau þurfi meiri ögrun.

Þróuð kímnigáfa

Ef barnið þitt finnur upp á sniðugum bröndurum sjálft eða hlær að einhverju sem þú hélst að þú þyrftir að útskýra fyrir því, gæti það haft undraverðan skilning á tungumálinu og heiminum í kringum það

Tónlistarhæfileikar

Ef barnið þitt nær tónlist fljótt og/eða spilar vel á hljóðfæri fyrir sinn aldur, gæti það þurft aðra vitsmunalega örvun og gæti náð henni fljótt, s.s. að læra nýtt tungumál, þar sem það er sannað að spila á hljóðfæri styrkir heilavirkni og minni.

Elskar að stjórna

Gáfuð börn hafa tilhneigingu til að sanna hversu vel þau geta eitthvað, sem þýðir að þau vilja vera við stjórnvölinn í öllu sem þau taka sér fyrir hendur; einnig geta þau verið fullkomnunarsinnar sem vilja að allt sé gert á ákveðinn hátt.

Býr til aukareglur í leikjum

Gáfuðum börnum kann að þykja gaman að nýta sköpunarkraftinn og búa til nýjar reglur fyrir leiki ef leikurinn er ekki nægilega flókinn að þeirra mati. Ef barnið þitt krefst þess að leikir séu flóknari, gæti það verið afskaplega greint.

Innhverft/úthverft

Börn sem eru mjög úthverf og opin – eða hljóðlát og innhverf – geta verið mjög hæfileikarík þar sem þau kunna að njóta þess að læra með öðrum og hafa mikla félagshæfni, eða þau elska að vera ein og njóta þess að lesa eða stúdera eitthvað ein.

Hægt er að skoða greind börn og greindarpróf Mensa á vefsíðu þeirra.

 

 

Salma Hayek uppljóstrar leyndarmálinu að baki hamingjusömu hjónabandi

Salma Hayek uppljóstrar leyndarmálinu að baki hamingjusömu hjónabandi

Salma Hayek uppljóstrar leyndarmálinu að baki hamingjusömu hjónabandi

Leikkonan fræga, Salma Hayek, hefur verið gift François-Henri Pinaultí 12 ár, og segir hún lykilinn að hamingjusömu hjónabandi þeirra vera að „við höfum aldrei sagt neitt ljótt við hvort annað.“

Salma kom fram í Red Table Talk með Jada Pinkett Smith á dögunum og ræddi þar hjónaband sitt og sagði hún að stefna þeirra beggja í hjónabandinu væri að horfa á vandræðin í stað þess að grípa til ásakana: „Þegar það er ágreiningur, setjum við alla orkuna í að leysa vandann í stað þess að finna sökudólg og við segjum ekki: „Þú hefðir átt að gera þetta eða hitt,“ nei,“ sagði Salma (54). „Öll orka okkar fer í að „hvernig leysum við þetta?“ Við höfum aldrei sagt neitt ljótt við hvort annað og höfum aldrei reiðst hvort öðru.“

Salma giftist François-Henri á Valentínusardaginn árið 2009. Þau eiga saman 13 ára dóttur, Valentinu, en François-Henri á þrjú börn úr fyrra hjónabandi.

Í síðasta mánuði deildi Salma fallegum myndum af afmæli François-Henri, en hann varð 59 ára.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Salma Hayek Pinault (@salmahayek)

Í Red Table Talk ræddi Salma einnig um foreldrahlutverkið en hún deildi því að Valentina talar frönsku, ensku og spænsku og „skilur mikið í ítölsku og portúgölsku,“ en hún bætti því við að hún vildi að Valetina lærði líka kínversku.

Að ala upp ungling er allt annað en einfalt, en Salma sagði: „Ég er að læra að vera ekki fyrir…leyfa þeim að vera þau sem þau eru. Gefa þeim tækifærið á að vera einstök. Og það er ekki auðvelt. Og þegar þú gefur þeim rödd, fyrsta manneskjan sem þau nota hana á, ert þú!“

 

Pin It on Pinterest