Ný rannsókn varpar ljósi á mömmur sem drekka reglulega vín

Ný rannsókn varpar ljósi á mömmur sem drekka reglulega vín

Ný rannsókn varpar ljósi á mömmur sem drekka reglulega vín

Þú hefur eflaust séð myllumerkið #WineMom sem hefur sést á ótal samfélagsmiðlum í formi „meme“ eða séð sögur eða myndir tengdum sambandinu milli mæðra og víns. Gert er grín að þreyttri, útbrenndri móður sem er spennt að fá sér vín þegar börnin fara í háttinn. Eða hún laumast bara í vínið þó börnin séu vakandi.

Oftast er þessu tekið með húmor, þetta sé bara létt grín til að sýna hversu erfitt það er að vera mamma á köflum.

Samt sem áður hefur lítið verið kannað hvað liggur að baki þessarar menningar – mömmudrykkjumenningar og hvaða hættur gætu legið þar. Samkvæmt The Conversation varð hugtakið „wine mom” vinsælt í kringum 2015, sem leið til að drekka vín til að eiga við móðurhlutverkið.

Ákveðið var að rannsaka þessa menningu og má lesa niðurstöður hennar HÉR.

Voru póstar skoðaðir á Instagram með myllumerkinu#winemom til að sjá hvaða hlutverki áfengið gegndi í mæðrahlutverkinu. Niðurstöðurnar voru þær að vínið var hvatinn til að berjast gegn samfélaginu sem trúir því hvað geri mömmu að „góðri mömmu.“ Póstarnir sýndu mæður sem vildu deila því að áfengi væri eðlilegur hluti af sjálfsrækt og leið til að ná utan um hlutina. Samt sem áður er áhyggjuefni að þessi menning sé að gera það að eðlilegum hlut að drekka mikið og að konur sem noti oft þennan húmor séu kannski að „díla“ við eitthvað alvarlegra.

Þetta er staðfest af sérfræðingum á heilbrigðissviði sem hafa alltaf sagt að áfengi sé ekki góð leið til að ráða við hlutina og það séu vísbendingar þess efnis að áfengisneysla kvenna á barneignaraldri sé að færast í aukana, eitthvað sem #winemom getur bara gert verra.

Samkvæmt CBC hélt fyrrum „vínmamma“ því fram að þessi tiltekna menning hafði slæm áhrif á hana og hefði leitt hana á dimman og slæman stað. Hún fór að eiga í óheilbrigðu sambandi við áfengi.


Þegar allt kemur til alls eru niðurstöður þessarar rannsóknar einnig víðtækari. Hún sýnir að mömmur eru ekki að fá þann stuðning sem þær þurfa til að takast á við mikla ábyrgð. Þær þurfa kannski frekari úrræði til að eiga við vandkvæði hvað andlega heilsu varðar og þau úrræði ættu ekki að vera nokkur vínglös þegar börnin fara að sofa á kvöldin. Áfengi getur nefnilega mjög auðveldlega verið ávanabindandi.

Heimild: Moms.com 

 

Óður mömmu til ófædds barns

Óður mömmu til ófædds barns

Óður mömmu til ófædds barns

Jess Urlichs er nýsjálenskur rithöfundur og móðir sem skapar einstaklega falleg verk um móðurhlutverkið. Hún samdi yndislegan óð á meðan barnið var í móðurkviði og er hann hér þýddur og endursagður:

Áður en þú komst hélt ég þér í örmum mínum, í draumum mínum og hugsunum. Ég hvíslaði að þér vögguvísum sem seinna svæfðu þig.
Ég þekkti þig löngu áður en ég hitti þig, ég talaði um persónuleika þinn frá olnbogum og hnjám, „tilbúin að halda mér á tánum“ sagði ég.
Ég elskaði þig löngu áður en ég sá þig, lesandi í svartar og hvítar myndir af vörum þínum, vitandi að fljótlega myndi ég vera að kyssa þér með mínum eigin.
Ég heyrði í þér löngu áður en þú grést í þessum heimi. Þessi fyrsti hjartsláttur, sem bergmálaði ást og feginleik, hraður taktur sem lét tímann standa kyrran.
Ég vildi þig löngu áður en ég þarfnaðist þín, þar sem ég sat þarna horfandi á próf sem myndu sýna mér línur sem myndu breyta lífi mínu.
Ég fann fyrir þér löngu áður en ég gat snert þig, línurnar á maganum stoltar að ganga með þig. Sársaukinn sem stundum kom með þessum vexti, áhyggjurnar, að ég gæti ekki verið án þín núna.
Ég deildi með þér hjarta mínu áður en þú stalst því algerlega. Ég deildi sögum með þér, hvernig ég hitti pabba þinn, bækurnar nú þegar á hillunni. Ég deildi með þér óyrtum tilfinningum sem ég veit nú að þú getur fundið.
Ég deildi líkama mínum með þér, ég er landið þitt og þú ert leiðsögumaðurinn.
Þegar það er dimmt á kvöldin hugsa ég með mér – mun það verða í kvöld?
Ég er taugaóstyrk,
Það er svo margt sem ég veit ekki,
En ég veit ég elska þig,
Ég er tilbúin,
þegar þú ert það.
Sé þig fljótlega,
ást, mamma.

Hér er Jessica svo með dóttur sinni:

 

 
 
 
 
 
View this post on Instagram
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

A post shared by J E S S I C A U R L I C H S (@jessurlichs_writer)

Svona er að vera mamma með vefjagigt

Svona er að vera mamma með vefjagigt

Svona er að vera mamma með vefjagigt

Hvernig er að lifa – og vera foreldri – með ósýnilegan sjúkdóm? Að eyða dögunum á sófanum með þrjú lítil kríli hlaupandi um er ómögulegt.

Felissa Allard segir hetjulega sögu sína á Self.com og ræðir hvernig sé að vera mamma með vefjagigt:

„Ímyndaðu þér að líta út fyrir að vera fullkomlega heilbrigð en finna stöðugt til sársauka. Ímyndaðu þér svo að enginn trúi þér og segi þér að þetta sé allt í hausnum á þér. Þannig er líf með vefjagift. Þú getur verið ímynd heilbrigðis, en að innan er ekkert nema verkir, sársauki og örmögnun.

Ímyndaðu þér nú að líða þannig en einnig vera ábyrg fyrir þremur litlum einstaklingum. Þetta er líf mitt, alla daga, sem mamma með vefjagigt.

Ég var 15 ára þegar ég fór að finna fyrir furðulegum verkjum í liðum. Fjölskyldusagan sagði að liðagigt væri ættgeng þannig ég hafði áhyggjur af því. Hvernig myndi það hafa áhrif á líf mitt í menntaskóla, hafnarboltann og fjölskyldu mína? Mamma fór með mig frá lækni til læknis, spítala til spítala til að finna út hvað væri að. Ég sá bara efasemdirnar á andlitum læknanna. Allar blóðprufur virtust eðlilegar. Nei, ekki liðagift. Ekki Lyme-sjúkdómurinn heldur. Ekkert krabbamein.

Felissa Allard

Loksins á barnaspítalanum spurði læknirinn um vefjagigt. Afsakið, hvað? Ég hafði aldrei heyrt um hana. Það voru engar auglýsingar sem auglýstu lyf við sjúkdómnum eins og sjást í dag. Lítil umræða var um vefjagigt. En læknirinn var býsna viss að ég væri haldin henni.

Samkvæmt the Mayo Clinic er vefjagigt sjúkdómur sem einkennist af víðtækum stoðkerfisverkjum og þeim fylgja þreyta og vandkvæði við svefn, minni og skap. Vefjagigt er ósýnilegur sjúkdómur, líkt og drómasýki, berklar eða eða fitusaurslífssýki. Að utan lítur út fyrir að vera allt í góðu, þannig það er erfitt fyrir aðra að ná því að þú ert veik/ur.

Jú jú, ég var alltaf þreytt, svaf illa og hafði liðverki, en ég gat ekki annað séð af því sem ég las að vefjagigt væri sjúkdómur fyrir gamlar konur! Það var samt ekki svo.

Áfall getur orsakað vefjagigt. Hún getur líka komið með tímanum. Vitneskjan um þetta tvennt hjálpaði mér að átta mig. Ég hafði misst bróður minn úr sjaldgæfum erfðasjúkdómi og tvíburasystir mín hafði hann líka og var oft á spítalanum. Læknirinn staðfesti það um leið að þetta tvennt gæti talist alvarlegt áfall.

Ég hef nú lært að streita gerir allt verra. Það er líka það eina sem er algerlega ómögulegt að forðast þegar þú ert mamma.

Eftir að hafa lifað nokkur ár með sjúkdómnum hef ég lært að stjórna og höndla sjúkdóminn betur. Ég er farin að sjá fyrir köstin. Fyrir suma er vefjagigtin endalaus barátta en hjá mér kemur hún í streitutímabilunum. Þegar ég var ein, var þetta lítið mál. Enginn var að spá í því hvort ég væri heilan dag á sófanum eða í rúminu. En um leið og ég ákvað að eignast fjölskyldu varð mun erfiðara að hafa stjórn.

Mömmur fá ekki frí svo dögum skiptir. Við fáum ekki veikindadaga eða frídaga. Og við fáum alveg pottþétt ekki að sofa út. Ef ég sé ekkert barn fyrir klukkan sjö á morgnana er það frábær morgunn.

Ég náði að vera (mestmegnis) róleg fyrstu tvær meðgöngurnar mínar. En um leið og börnin komu var engin leið að stjórna streitunni. Allt stressaði mig, smá hnerri, hor eða hiti lét mig verða óttaslegna, eins og allar nýjar mæður. Stressið jókst, vefjagigtin jókst. Liðverkirnir voru stöðugir og höfuðverkirnir tífölduðust.

En sem mamma er það mitt verkefni að setja börnin í fyrsta sæti. Það þýddi líka að heilsan var í öðru sæti.

Að vanrækja heilsuna var ekki að gera neitt gott fyrir krakkana og ég áttaði mig á að hafa stjórn á vefjagigtinni var hluti þess að vera góð mamma.

Að horfa á mig – þú heldur kannski að ég sé ofurmamma. Alltaf brosandi, með blásið hár og fullkomnar neglur. En á kvöldin hentist ég í rúmið með hitapoka, bólgin hné uppi á fullt af púðum. Næsta morgun var hreint helvíti að komast upp úr rúminu. Ég vildi ekki kvarta. Allar mömmur, sérstaklega nýjar mömmur, eru þreyttar og verkjaðar. En ég vissi að vefjagigtin var að auka vandann. Ég gat ekki verið sú mamma sem ég vildi vera ef ég næði ekki stjórn á gigtinni.

Þar sem streita eykur vefjagigtina var lykilatriði fyrir mig að minnska hana, reyna að ná tökum á henni. En hvernig? Fyrir mömmur er engin leið að útrýma stressi. Ég ákvað þó að gera hluti sem myndi hjálpa mér þó ekki væri nema smá. Ég fór í jógatíma vikulega og ég fór að sofa betur. Eða, eins vel og þriggja barna móðir getur sofið á nóttu!

Öðru hvoru fór ég í nálastungu sem hjálpar höfuðverkjum og liðverkjum. Og ég veit það hljómar furðulega en ég les eitthvað „heilalaust“ á hverjum degi og það hjálpar mér að slaka á og losna undan einhverri streitu daglegs lífs.

Það er engin lækning við vefjagigt, ekki enn. Og þó það sé ömurlegt ætla ég ekki að leyfa þessum ósýnilega sjúkdómi mínum að hindra mig í að lifa lífi mínu og vera sú móðir sem ég vil vera. Alla daga er þetta barátta, en ég gefst ekki upp – bæði fyrir mig og börnin mín.

Heimild: Self.com

Ragnheiður Lára: Að skapa sem besta umgjörð um börn á tveimur heimilum

Ragnheiður Lára: Að skapa sem besta umgjörð um börn á tveimur heimilum

Ragnheiður Lára: Að skapa sem besta umgjörð um börn á tveimur heimilum

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir rekur fyrirtækið Tvö heimili sem er ráðgjafarþjónusta og sáttamiðlun fyrir foreldra og  börn sem búa á tveimur heimilum. Snýr ráðgjöfin að öllu því sem viðkemur fjölskyldum sem eru að skilja, hafa skilið eða vilja hafa samkomulagið sem best þegar kemur að því að ala upp börn á tveimur heimilum.

Frá því að Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir var lítil stelpa langaði hana að starfa sem félagsráðgjafi eða sálfræðingur: „Mér fannst það ótrúlega heillandi framtíðarsýn að vinna við að hjálpa börnum. Ég hef alltaf verið upptekin af rétti barna til að hafa áhrif á eigin aðstæður og líf, hafa rödd og hvaða leiðir við fullorðnu getum farið til að haga hlutum út frá sjónarhorni barna.”

Aðspurð um námsferilinn segir Ragnheiður: „Eftir að grunnskóla lauk fór ég í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þar námi af félagsfræðibraut. Fór svo í BA nám í félagsráðgjöf og í framhaldinu af því í meistaranám í félagsráðgjöf til starfsréttinda og lauk því námi árið 2013. Meðfram námi starfaði ég á skammtímaheimili fyrir unglinga hjá barnavernd Reykjavíkur. Eftir útskrift hóf ég starf í búsetuúrræði fyrir unga menn með félags – og fíkniefnavanda. Vann að undirbúningi og opnun á frístundarheimili í Laugardal og starfaði svo sem félagsráðgjafi hjá félagsþjónustu. Fékk starf sem sérfræðingur í málefnum barna hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu árið 2016 og starfa þar enn í hlutastarfi meðfram störfum á stofunni minni Tvö heimili sem opnaði í febrúar 2020.”

Í starfi Ragnheiðar nýtir hún ýmiskonar hugmyndafræði og nýtir það sem við á s.s. jákvæða sálfræði, tengslaeflandi nálgun, áfallamiðaða nálgun og lausnamiðaða nálgun: „Ég er almennt lífsglöð og nálgast fólk af virðingu og auðmýkt og hef ánægju af starfinu mínu. Hugsa að það viðhorf smiti út frá sér til skjólstæðinga. Ég vona það allavega.”

Ragnheiður heldur áfram: „Ég legg mikið upp úr því að skapa notalegt andrúmsloft á stofunni minni og vil að þeim sem til mín leita líði eins vel og hægt er þegar það er að takast á við, oft á tíðum, sína mestu erfiðleika í lífinu. Undirbúningur fyrir viðtöl skiptir miklu máli, bæði hvað varðar aðstæðurnar sem viðtalið fer fram í en einnig varðandi mig sjálfa sem er verkfærið sjálft. Þess vegna huga ég vel að svefni, næringu og andlegri líðan til að vera vel í stakk búin að mæta fólki í erfiðri stöðu og mæta þörfum þeirra um samhyggð, hlustun og ráðgjöf.”

Hverjir leita helst til þín og á hvaða forsendum?

Til mín leita fyrst og fremst foreldrar sem búa ekki saman og þurfa aðstoð og ráðgjöf við að bæta foreldrasamstarf sitt. Ég veiti einnig sáttameðferð skv. 33. gr. barnalaga nr. 76/2003 og fara slík mál í ferli skv. reglum um sáttameðferð.

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir

Til mín leita foreldrar vegna ýmissa ástæða er varðar aðstæður þeirra og barna eftir skilnað/sambandsslit. Sem dæmi foreldrar og/eða stjúpforeldrar sem leita einstaklingsráðgjafar vegna samskipta við barnsforeldri, foreldrar sem koma saman til að bæta samskipti sín á milli og verklag, foreldrar sem eru að slíta sambandi sínu og vilja gera sitt besta til að hlífa barni sínu við breyttum aðstæðum. Þá koma foreldrar með börn sín í viðtal sem þau upplifa að líði ekki nægjanlega vel í aðstæðum sínum.

Íslenskar fjölskyldur: Hafa þær breyst á undanförnum áratugum? Hversu algengar eru fjölskyldur sem búa ekki saman/foreldrar hafa skilið?

Fjölskyldur hafa breyst að því leytinu til að það er samfélagslega viðurkenndara í dag að skilja eða slíta sambandi þegar börn eru í spilinu en þótti hér áður fyrr. Áður var lögð ríkari áhersla á að hjónabandið héldi og var það talið gæfuríkara fyrir börn. Því var lögð áhersla á forvarnarvinnu til að koma í veg fyrir að skilnað hjá foreldrum. Þegar farið var að framkvæma rannsóknir á þessum málefnum kom í ljós að börnum vegnaði betur eftir skilnað foreldra þegar samskipti voru góð heldur en börnum sem ólust upp í hjá foreldrum sem voru óhamingjusamir og/eða í stormasömu sambandi.

Þátttaka ferða hefur einnig aukist með auknu jafnrétti kynjana. Hér áður fyrr var það venjan við skilnað foreldra að börnin byggju áfram hjá mæðrum sínum en fóru í heimsóknir til föður síns eða dvöldu aðra hverja helgi. Rannsóknir sýndu fram á mikilvægi tengsla barns við báða foreldra sína og því hafa verið stigin skref í átt að jafnari stöðu kynjana hvað þetta varðar. Sem betur fer. Mikilvægt er fyrir börn að eiga ríkuleg tengsl við báða foreldra sína og að þeir báðir taki virkan þátt í hversdagslegri umönnun þeirra.

Talið að um 40% hjónabanda endi með skilnað en svo eru auðvitað fjöldi barna sem eiga foreldra sem aldrei voru í sambandi. Það er gífurlega mikilvægt að foreldrar fái viðeigandi ráðgjöf og þjónustu við skilnað eða þegar barn er að koma í heiminn og foreldrar eru ekki saman. Rannsóknir sýna að börnum sem alast upp við jákvæða foreldrasamvinnu vegnar nánast jafn vel í lífinu og börnum sem alast upp í hamingjusamri sambúð foreldra. Slík samvinna virðist hafa svo mikil áhrif á á framtíð barna að mögulega ættum við sem samfélag að taka málefni barna sem búa á tveimur heimilum fyrir sem lýðheilsumál.

Hvað er foreldrasamvinna? Hvernig er best að fá foreldra til að vinna saman? Hvaða þættir er það einna helst sem foreldrar þurfa aðstoð við?

Með foreldrasamvinnu er átt við samstarf foreldra er varðar uppeldi og umönnun barns á tveimur heimilum. Mikilvægt er að foreldrar ræði strax í upphafi hvernig þeir sjái samstarfið fyrir sér og hvert markmiðið með því sé. Marmiðið hlýtur þá að snúa að því að skapa sem bestu umgjörð um líf barns á tveimur heimilum til að lágmarka skaðlegar afleiðingar þess að eiga foreldra sem hafa farið í sundur. Verkaskipting, skipting ábyrgðar og samskiptaleiðir þarf að ræða og ákveða hvernig skal haga því í samstarfinu. Þá er einnig gott að tileinka sér jákvætt hugarfar gagnvart hinu foreldrinu og aðstæðum. Vera auðmjúkur, þakklátur og einlægur í breyttum aðstæðum.

Hvernig virkar sáttamiðlun?

Sáttamiðlun fer fram skv. 33.gr. a barnalaga nr. 76/2003 og þeim reglum sem fjalla um sáttamiðlun skv. fyrrgreindum lögum. Hugmyndafræði sáttamiðlunar er sú að aðilar verði að taka sjálfviljugir þátt. Með aðstoð óháðs og hlutlauss sáttamiðlara er markmiðið að aðilar komist sjálfir að samkomulagi um lausn ágreiningsins sem þeir meta viðunandi fyrir alla aðila, í gegnum skipulagt og mótað ferli.

Á Tveimur heimilum er unnið út frá aðferð sem kallast barnamiðuð sáttamiðlun (e. child focused og child inclusive mediation). Þá miðast sáttameðferðin út frá sjónarmiðum barnins sem ekki er á svæðinu og hvað kann að vera best fyrir það. Barninu er boðið að tjá afstöðu sína við sáttamiðlara sem í framhaldinu nýtur afstöðuna sem vegvísi í áframhaldandi sáttaferli.

Hversu mikið vægi hafa óskir barnsins í ferlinu, er barnið þátttakandi í öllu?

Út frá faglegu sjónarmiði sem og réttindum barns er mikilvægt að það sé hluti af ferli þegar verið er að taka ákvarðanir um líf þess. Í sumum tilvikum hefst ferli á að rætt er við barnið og líðan þess og upplifun af aðstæðum þess á tveimur heimilum könnuð. Viðtalið er svo notað í áframhaldandi ráðgjöf foreldranna sem snýr þá að því að bæta aðstæður barnsins með því t.d. að breyta umgengni, aðstæðum á heimilum, samskiptum foreldra. Stundum er unnið barnið og foreldri saman eftir aðstæðum, aldri og þroska barnsins.

Smellið á samfélagsmiðlahnappana að neðan til að fara inn á síður Tveggja heimila! 

 

 

Hinar ómögulegu kröfur sem lagðar eru á mæður

Hinar ómögulegu kröfur sem lagðar eru á mæður

Hinar ómögulegu kröfur sem lagðar eru á mæður

Konur og sérstaklega mæður eru undir miklu álagi að standa sig, hvar sem er, hvenær sem er. Alla daga krefst samfélagið þess að við lítum vel út og hegðun okkar er dæmd (hvort sem við viðurkennum það eður ei).

Dr. Caitlin Zietz skrifaði frábæran pistil um móðurhlutverkið, sem kannski margir hafa lesið, en fellur alls ekki úr gildi. Hún útskýrir hið ómögulega verkefni hvernig það væri að reyna að þóknast öllum hvernig ala eigi upp börnin og vera móðir.

Vertu ólétt. Eignastu börn. En ekki of snemma. Og ekki of seint. Einhversstaðar milli 27-35 ára er fínt. 25 er svo ungt að eignast börn. Yfir 35 er bara öldrunarmeðganga. Eignastu barnið á eðlilegan hátt. Það ætti að verða auðvelt. Allir verða óléttir einhverntíma.

Misstirðu barn? Ekki hafa áhyggjur, það gerist. Þessu var ekki ætlað að gerast. Þetta er eðlilegt. Þú eignast annað og gleymir þessu öllu. Ekki fara í uppnám. Ekki vera reið. Næst skaltu ekki láta neinn vita fyrr en 12 vikur eru liðnar. Njóttu næstu meðgöngu. Ekki vera kvíðin. Allt verður í lagi.

Betra er að vera í formi þegar þú ert ólétt. Ekki samt í of góðu formi, þú gætir meitt barnið. Borðaðu grænmeti. Borðaðu kjöt. Taktu vítamín. Ekki þessi, heldur þessi. Bættu á þig. Ekki samt of mikið, þú átt svo erfitt með að grennast eftir að þú ert búin að eiga. Ekki drekka kaffi. Drekktu meira vatn. Ekki stressa þig, það meiðir barnið. Ertu ekki stressuð? Fæðing er ógnvekjandi.

Veistu kynið? Ég trúi ekki að þú „verðir ekki að vita það“. Eruð þið búin að velja nöfn? Ekki velja nafn fyrr en þú hittir barnið. Ertu með fyrsta flokks vöggu, bílstól, rassakrem, bleyjupoka? Af hverju eyddirðu svona miklu? Minna er meira.

Fæddu á eðlilegan hátt. Pottþétt fáðu þér mænudeyfingu. Fórstu í keisara? Voru ekki aðrar leiðir? Gefðu barnið brjóst, það er best. Barnið þitt er of stórt. Barnið þitt er of lítið, þú þarft að gefa því þurrmjólk, það nærist ekki nóg. Barnið þitt grætur mikið. Notaðu snuddu. Ekki nota snuddu, það truflar brjóstagjöfina. Barnið þitt ætti að sofa meira. Þú ættir að sofa meira. Sofið saman. Bíddu, ekki gera það. Láttu barnið gráta þar til það sofnar. Ekki láta barnið gráta þar til það sofnar, það er hættulegt.

Ekki hlusta á innsæið. Þú ert of þreytt. Sofðu þegar barnið sefur. En náðu að gera þetta allt í dag. Það eru sex vikur síðan þú áttir. Þú ættir að „ná í líkamann þinn aftur.“ Farðu í ræktina. Ekki í þessa rækt, það er hættulegt. Elskaðu líkamann þinn. Slitnaðirðu?

Þú ættir að vera glöð. Af hverju ertu leið? Þú ert svo heppin að eiga barn. Af hverju ættirðu að vera kvíðin? Ekki öskra. Vertu róleg. Þú ert of róleg. Agaðu barnið þitt. Hlustaðu á barnið þitt.

Byrjaðu að gefa mat snemma. En bíddu þar til eftir sex mánaða. Maukaðu matinn. Það er betra fyrir þroskann og reynsluna. Barnið þitt gæti kafnað. Byrjaðu á banana. Banani er of sætur. Byrjaðu á einhverju sem er minna sætt. Ekki nota salt. Ekki nota krydd. Barnið þitt vill ekki borða því það er ekkert bragð af matnum.

Hafðu börnin heima. Þau eru lítil í svo stuttan tíma. Þú ættir að vera að vinna. Hvernig komist þið af þegar þú ert ekki að vinna? Pabbinn er heima? Það er nýtt.

Gefðu brjóst í tvö ár. Notaðu pumpu. Hvernig hefurðu tíma til að nota pumpu? Hefurðu ekkert að gera.

Þú virðist hafa þetta allt á hreinu! Þú lítur út fyrir að þurfa hjálp. Það er ekkert mál að vera mamma. Hlustaðu á innsæið.

Þetta er andlegt áreiti sem lagt er á mæður í nútímasamfélagi sem veit gersamlega „allt.“

Heimild: Mother.ly

 

 

Pin It on Pinterest