Hvenær fer barnið mitt að muna eftir atburðum?

Hvenær fer barnið mitt að muna eftir atburðum?

Hvenær fer barnið mitt að muna eftir atburðum?

Um tveggja mánaða aldur getur barnið þitt farið að þekkja kunnugleg andlit og raddir, sérstaklega þær sem hann sér og heyrir í daglega.

Nýburar geta þekkt rödd móður sinnar við fæðingu og börn sem eru á brjósti geta þekkt lykt móður sinnar eftir eina viku. Þetta er merki að barnið sé fært um að muna, þó það sé ólíkt því að muna eftir smáatriðum ákveðinna hluta eða atburða.

Þekkingarminni barnsins – hæfileikinn að bera kennsl á fólk og hluti sem það hefur séð áður eftir einhverja stund eða einhvern tíma – mun aukast dag frá degi allt fyrsta árið. Rannsóknir hafa sýnt að um þriggja mánaða aldur geta börn munað eftir myndum eða leikföngum sem þau sáu einum til sex dögum fyrr.

Um níu mánaða aldur getur barnið farið að muna sértækari upplýsingar, svo sem hvar leikföngin eru í húsinu. Það mun einnig geta hermt eftir einhverju sem það sá kannski viku áður. Þessir hæfileikar gefa til kynna að börn geta kallað fram minningar – að geta munað smáatriði sérstakrar reynslu í stuttan tíma þó þau geti ekki munað eftir flestum þeirra upplifunum.

Sérstætt minni sem varir lengi varðandi einstaka atburði þróast ekki fyrr en barnið er 14-18 mánaða gamalt.

Heimild: Babycenter.Com

 

 

Mensa upplýsir um 17 einkenni ofurgáfaðra barna

Mensa upplýsir um 17 einkenni ofurgáfaðra barna

Mensa upplýsir um 17 einkenni ofurgáfaðra barna

Mensa, alþjóðleg samtök fólks með háa greind, hafa gefið út lista með þeim einkennum sem gefa til kynna að barnið þitt sé greindara en meðalbarnið og meðal atriða er t.d. að tala mikið og að hafa óvenjulegt minni.

Hefur barnið þitt óvenjulegt áhugamál eða dýrkar að horfa á fréttir? Það gæti hugsast að barnið þitt sé snillingur!
Allir foreldrar hafa hugsað um hvort þeirra barn eða börn séu gædd sérstökum hæfileikum, en vissir þú að það eru merki um slíkt, sem þú getur kíkt á til að vera viss?

Mensa,stærstu og elstu samtök ofurgreindra, fullyrðir að eftirfarandi persónueinkenni geta gefið til kynna að barnið þitt sé greindara en önnur og það gæti tekið sérstakt greindarpróf til að verða tekið inn í samfélagið.Þessi próf eru lögð fyrir undir eftirliti og henta börnum sem eru 10 og hálfs árs gömul, en yngsti meðlimurinn er aðeins tveggja ára og sá elsti 102!

Á eitthvað af eftirfarandi einkennum við um barnið þitt? 

Óvenjulegt minni

Að geta munað tímatöflur, heimilisföng eða landaheiti ung að aldri getur verið merki um háa greind – ef barnið þitt er fært um að muna lítil smáatriði eða víðtækar upplýsingar sem foreldrarnir geta gleymt, getur það verið fært um að verða ofurgott í stærðfræði eða tungumálum.

Að vera á undan öðrum börnum að ná hlutum

Að læra að lesa, tala eða spila spil hraðar en jafnaldrar þýðir að barnið þitt hefur þroskaðan heila og gæti verið að það þyrfti meiri örvun til að vera hamingjusamara og ná markmiðum

Að læra að lesa snemma

Mikill áhugi á einni bók er kannski ekki merki um ofurgáfur en ef barnið þitt er á undan öðrum börnum að læra að lesa getur það verið á góðri leið með snilligáfu sinnin.

Óvenjuleg áhugamál eða ítarleg þekking á ákveðnum hlutum

Áhugi á bílum eða kvikmyndum er algengur hjá börnum en ef barnið þitt getur t.d. greint vísindaskáldskap frá grínmyndum ungt að aldri, er það mjög hæfileikaríkt. Að hafa áhuga sem ristir mjög djúpt getur verið merki um að barnið skori sjálft sig á hólm andlega og þyrsti í þekkingu

Óþol í garð annarra barna

Afar greind börn geta orðið pirruð á jafnöldrum sínum, að því þau skilja ekki af hverju þau eru ekki í takt. Einnig hefur það verið sannað að greind börn eru viðkvæmari en önnur, þannig þau geta tekið það mjög nærri sér að vera skilin útundan eða strítt af vinum sínum.

Vitund um málefni líðandi stundar

Ef barn hefur áhuga og þekkingu á heimsfréttunum ungt – t.d. les dagblöð eða spyr spurninga um stjórnmál – getur verið einkenni um mikla greind.

Þau setja sér allt of há markmið

Hæfileikarík börn geta tekið nærri sér að mistakast eitthvað þar sem þau oft eru fullkomnunarsinnar og stolt af sínum hæfileikum og þekkingu. Afleiðingin er stundum sú að þau setja sér allt of metnaðarfull markmið og verða reið þegar þau ná þeim ekki.

Gengur vel

Það kann að vera augljóst, en ef barninu þínu gengur vel í skóla, betur en öðrum, kann að vera að þeim finnist ekki bara gaman að faginu/fögunum, heldur séu þau greindari en önnur börn.

Vill eyða tíma með fullorðnum eða eitt

Að vilja eyða tíma með fullorðnu fólki þýðir að barnið þitt langar að læra frá þeim sem hafa meiri þroska en það sjálft, og ef það vill lesa eitt eða skapa/hanna hluti getur gefið til kynna að það leggur hart að sér og vill fræðilega þekkingu til að ögra sér.

Elskar að tala

Ef barnið þitt elskar að tala allan daginn getur það verið merki um mikla heilavirkni og það reynir að taka þátt í samtölum sem eru um eitthvað nýtt og sem ögra þeim vitsmunalega.

Spyr endalausra spurninga

Ef það spyr endalausra spurninga á borð við „af hverju er himininn blár?“ og „hvernig virkar sími?“ getur þýtt að barnið þitt skynjar heiminn á hærra sviði en margir.

Á auðvelt með að læra

Kemst barnið í gegnum heimavinnu á undraverðan hraða og nær námsefninu fljótlega og auðveldlega? Það kann að vera að þau séu að ná bekkjarfélögunum hvað greind varðar og þau þurfi meiri ögrun.

Þróuð kímnigáfa

Ef barnið þitt finnur upp á sniðugum bröndurum sjálft eða hlær að einhverju sem þú hélst að þú þyrftir að útskýra fyrir því, gæti það haft undraverðan skilning á tungumálinu og heiminum í kringum það

Tónlistarhæfileikar

Ef barnið þitt nær tónlist fljótt og/eða spilar vel á hljóðfæri fyrir sinn aldur, gæti það þurft aðra vitsmunalega örvun og gæti náð henni fljótt, s.s. að læra nýtt tungumál, þar sem það er sannað að spila á hljóðfæri styrkir heilavirkni og minni.

Elskar að stjórna

Gáfuð börn hafa tilhneigingu til að sanna hversu vel þau geta eitthvað, sem þýðir að þau vilja vera við stjórnvölinn í öllu sem þau taka sér fyrir hendur; einnig geta þau verið fullkomnunarsinnar sem vilja að allt sé gert á ákveðinn hátt.

Býr til aukareglur í leikjum

Gáfuðum börnum kann að þykja gaman að nýta sköpunarkraftinn og búa til nýjar reglur fyrir leiki ef leikurinn er ekki nægilega flókinn að þeirra mati. Ef barnið þitt krefst þess að leikir séu flóknari, gæti það verið afskaplega greint.

Innhverft/úthverft

Börn sem eru mjög úthverf og opin – eða hljóðlát og innhverf – geta verið mjög hæfileikarík þar sem þau kunna að njóta þess að læra með öðrum og hafa mikla félagshæfni, eða þau elska að vera ein og njóta þess að lesa eða stúdera eitthvað ein.

Hægt er að skoða greind börn og greindarpróf Mensa á vefsíðu þeirra.

 

 

Aðgerðalisti fjölskyldunnar sumarið 2021!

Aðgerðalisti fjölskyldunnar sumarið 2021!

Aðgerðalisti fjölskyldunnar sumarið 2021!

Vantar ykkur fjölskylduna hugmyndir að einhverju sniðugu í sumar? Setjið eitthvað af þessum hugmyndum á planið!

Sumarið í ár getur orðið það besta hingað til, þetta fer allt eftir hugarfari. Krakkarnir eru ekki í skólanum og foreldrar meira í fríi og afslappaðri. Stundum verður samt of mikið af afslöppun og þú ráfar um íbúðina til að finna eitthvað að gera. Hvort sem veðrið er leiðinlegt eður ei, er þetta hægt að gera í sumar: 

Að tjalda í garðinum

Enginn segir að þið þurfið að fara eitthvert út fyrir bæinn til að tjalda. Það er alveg hægt að gera það í garðinum heima! Þetta er stórkostlegt þegar þú átt lítil börn, því allir vita að það er oft mikið vesen að fara með þessi yngstu í tjaldferðalög. Þú getur sett tjaldið í bakgarðinn hjá þér eða einhverjum ættingjum, t.d. ef þið eigið ekki garð.

Fjölskyldubíó

Að hafa bíókvöld með allri fjölskyldunni er gaman. Finnið frábæra mynd, búið til góða eðlu eða bakið pizzur. Ef þið eigið myndvarpa er snilld að búa til „alvöru“ bíó heima. Setjið púða og teppi og gerið kvöldið eftirminnilegt.

Ferð í Nauthólsvík/fjöruferð

Það er alltaf gaman að fara á strönd, en við höfum ekki úr miklu að velja hér á Íslandi. Þessvegna er Nauthólsvíkin frábær fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu, ef ekki þá er hægt að fara í skemmtilega fjöruferð. Takið með ykkur nesti, munið eftir sólarvörninni og lítill ferðahátalari getur búið til lítið „partý“.

Að læra eitthvað nýtt

Sumarið er frábær tími til að læra eitthvað nýtt fyrir alla fjölskylduna. Það þarf ekki að vera flókið, en væri hægt að finna námskeið sem allir eða flestir geta farið á. Farið í hestaferð eða í garðinn með nesti.

Farið í „road trip“

Að fara í bíltúr getur verið spennandi fyrir alla. Þið getið farið yfir daginn eða gist einhversstaðar. Ef þið hafið mjög ung börn er kannski betra að gista yfir nótt þar sem þau hafa litla þolinmæði að vera lengi í bíl. Hægt er að keyra svo styttri vegalengdir yfir daginn. Burtséð frá hvar þið búið er alltaf hægt að finna fallega staði. Takið með gott og hollt nesti og leikið leiki í bílnum.

Lautarferð

Ef eitthvað er hægt að gera á sumrin er lautarferð ekta sumar. Finnið lystigarð sem er fallegur, þið getið fundið á netinu hvar næsti garður er og takið með uppáhaldsnesti allra.

Útileikir

Það er ýmislegt hægt að gera skemmtilegt úti og öll fjölskyldan getur verið með. Kaupið krikket, blaknet og -bolta, körfubolta eða eitthvað annað. Einnig er hægt að fara í fjallgöngur, að veiða, hjóla, bjargsig, sigla. Listinn er endalaus og æðislegt fyrir alla að komast aðeins út og gera eitthvað skemmtilegt!

 

 

Að læra að nota klósett: Leiðbeiningar fyrir stelpur og stráka

Að læra að nota klósett: Leiðbeiningar fyrir stelpur og stráka

Að læra að nota klósett: Leiðbeiningar fyrir stelpur og stráka

Strákar og stelpur eru tilbúin að hætta að nota bleyju og fara að nota klósett eða kopp á mismunandi tímum. Einnig þarf að hafa í huga mismunandi aðferðir fyrir hvort kyn fyrir sig.

Það getur munað allt að ári á börnum að tileinka sér nýja aðferð, þannig ekki hafa áhyggjur ef þér finnst barnið seint að taka við sér. Einnig fer það eftir persónuleika barnsins og fleiru.

Lykilinn hér (eins og svo oft áður) er þolinmæði, en einnig er skynsamlegt að bíða þar til barnið er raunverulega tilbúið. Stelpur virðast vera örlítið fljótari að tileinka sér nýjar reglur varðandi þvaglát og hægðir, en fúsleikinn er mun tengdari persónuleika en öðru. Hér er tekið tillit til kynja þegar þú telur barnið vera tilbúið að hætta að nota bleyju.

Strákar:

Láttu strákinn afklæða sig – strákar þurfa að læra þegar þeir þurfa að fara á klósettið að toga bæði buxur og nærbuxur niður. Byrjaðu snemma og passaðu að litli maðurinn eigi stuttbuxur eða buxur með teygju svo auðvelt sé fyrir hann að toga þær niður þegar náttúran kallar.

Byrjaðu sitjandi. Láttu hann sitja bæði til að pissa og kúka til að byrja með. Í augnablikinu er nógu erfitt bara að fara á klósettið eða koppinn, hvað þá að ákveða hvort sitja eigi eða standa.

Þegar hann er orðinn góður í þessu getur hann staðið, „alveg eins og pabbi“ ef þið óskið þess.

Miðaðu í rétta átt. Hvort sem hann situr eða stendur, sýndu syni þínum hvernig á að miða (þú gætir tekið pabbann í upprifjunarnámskeið í leiðinni.) Hann þarf að miða typpinu ofan í klósettið til að vera öruggur um að pissið fari þangað sem það á að fara. Ef hann stendur þegar hann pissar geturðu æft hann með því að setja seríós ofan í eða afrifinn klósettpappír svo hann getir æft sig að miða.

Ef hann kýs að pissa standanadi þarf hann að opna setuna alveg svo hún detti ekki ofan á hann og loka þegar hann er búinn. Ekki gleyma að sturta niður!

Stelpur:

Þær pissa og kúka auðvitað sitjandi þannig það er aðeins auðveldara en með stráka.

Leitaðu eftir merkjum að dóttir þín sé tilbúin að læra á klósettið. Þær þurfa að læra, rétt eins og strákarnir að toga þarf bæði nærbuxur og buxur (eða pils) niður að ökklum til að ekkert þvælist fyrir. Hnappar og rennilásar kunna að þvælast fyrir.

Kenndu dóttur þinni að þurrka frá framan til aftan til að breiða ekki út bakteríur. Ef það er erfitt að læra má „dúmpa“ þurrt.

Settu lítinn stól fyrir framan klósettið eða eitthvað til að fæturnir hvíli á. Stelpur eru oft tilbúnar að nota klósettið þegar þær eru orðnar nógu háar að ná á klósettið sjálfar.

Hvernig eru strákar og stelpur ólík að þessu leyti?

Strákar eiga oft í aðeins meiri vandræðum með að læra þessa nýju tækni en stelpur. Oft er það mamman sem kennir þeim, ekki pabbinn, þannig það eru færri tækifæri að sýna þeim nákvæmlega hvernig þetta er gert. Plús það að strákar þurfa að læra bæði að sitja og standa.

Læra stelpur hraðar en strákar að nota klósett?

Umfangsmiklar rannsóknir hafa sýnt að strákar læra yfirleitt sex mánuðum seinna en stelpur að læra að nota klósett. Sérfræðingar telja að það hafi eitthvað með þá staðreynd að gera að þeir eru virkari í leikskóla á þessum aldri og þeir vilja ekki stoppa til að fara á klósettið. Þeir segja þó einnig að persónuleiki og fúsleikinn til að læra hafi mikið að segja, meira heldur en bara kynið.

Þó þetta taki tíma og þolinmæði mun barnið læra þetta að lokum. Já, það kann að vera að strákurinn þinn sé seinni en stelpan þín, en svo kannski ekki. Hvort sem er mun þetta alltaf ganga!

Heimild: Whattoexpect.com

Hvað skal gera þegar barnið neitar að leggja sig yfir daginn?

Hvað skal gera þegar barnið neitar að leggja sig yfir daginn?

Hvað skal gera þegar barnið neitar að leggja sig yfir daginn?

Allir foreldrar þekkja þetta: Smábarnið sýnir öll merki þess að vera dauðuppgefið og þarfnast svefns – það geispar, nuddar augun, rúllar um á gólfinu og brestur í grát í hvert skipti eitthvað smávægilegt gerist – en vill samt alls ekki leggja sig.

Skýringin kann að vera einföld, en hún er sú að barnið finnst allt of gaman að öllu í kringum það. Hið forvitna smábarn hefur margt að sjá og gera og það er hrætt um að leggi það sig muni það missa af einhverju.

Einnig, rétt eins og önnur smábörn, er barnið farið að skilja að það er ekki samvaxið þér, foreldrinu, þannig það vill vera sjálfstætt hvenær sem það getur. Að taka lúr getur verið leið til að ögra stjórninni.

Hvað skal gera?

Lækkaðu væntingaþröskuldinn. Sem yngra barn lagði barnið þitt sig kannski tvisvar, þrisvar á dag, en nú er það orðið að smábarni sem leggur sig einu sinni á dag.

Um 18 mánaða aldur mun barnið sennilega ekki leggja sig á morgnana. Þegar sá morgunlúr hverfur, reyndu að færa eftirmiðdagslúrinn fyrr, t.d. rétt eftir mat. Að bíða þar til seinna ýtir svefntímanum lengra fram á kvöldið, því barnið vill ekki sofa bara örfáum klukkustundum eftir að hafa vaknað eftir eftirmiðdagsblundinn.

Hafðu blundinn alltaf á sama tíma á hverjum degi. Eins og við höfum oft sagt – smábörn þurfa rútínu til að finna til öryggiskenndar. Ef barnið fer í gegnum sömu rútinu og stig á hverjum einasta degi veit það við hverju má búast og þú getur vonast eftir meiri samvinnu. Ef barnið les oftast þrjár bækur fyrir svefn til dæmis, ekki sleppa því jafnvel þó þú sért tímabundin/n.

Ef barnið er heima hjá þér skaltu láta það leggja sig á sama stað og það sefur á nóttunni. Ekki gefa eftir kröfur um að sofa á sófanum eða í rúminu þínu. Þetta hjálpar við að tengja eigið rúm við svefn og hjálpar barninu að ná sér niður fyrr.

Ef barnið er í leikskóla og leggur sig þar, reyndu að fylgja sömu rútínu á báðum stöðum. Ef barnið sefur með bangsa eða teppi, láttu það fylgja með í leikskólann. Ekki breyta svefntímanum um helgar.

Reyndu að láta barnið sofna sjálft á hverri nóttu. Um leið og það er komið upp í vana án þess að þú ruggir því eða syngir, verður það auðveldara fyrir það einnig á daginn.

Vertu ákveðin/n en róleg/ur. Þrátt fyrir að það sé pirrandi að barnið vilji ekki leggja sig máttu ekki láta það sjá að það hafi mikil áhrif á þig.

Ekki búa til stríð úr því að láta það leggja sig á daginn. Segðu barninu að það líti út fyrir að vera þreytt og það þurfi að hvíla sig og þú líka. Knúsaðu það og kysstu, búðu um það og farðu úr herberginu.

Ef barnið grætur, athugaðu með það og reyndu að hugga, en ekki leggjast við hlið þess. Ef þú gerir það verður það vant að sofna bara þegar þú ert þar, og þú ert einum vanda ríkari.

Ef barnið algerlega neitar að taka lúr, skildu það eftir með bækur og leikföng og segðu að það sé róleg stund. Þó barnið sé ekki jafn hvílt eins og eftir svefn, er mjög gott fyrir ykkur bæði að hafa klukkustund eða tvær án hávaðasams leiks og barnið nær upp orku.

 

Heimild: WebMd

 

Ráð fyrir nýbakaða feður á leið frá spítalanum: Myndband

Ráð fyrir nýbakaða feður á leið frá spítalanum: Myndband

Ráð fyrir nýbakaða feður á leið frá spítalanum: Myndband

Að fara með barnið heim af spítalanum er heilmikið skref sem breytir öllu í fjölskyldunni. Sért þú nýbakaður faðir ertu sjálfsagt bæði spenntur og kvíðinn á sama tíma að hefja þennan nýja kafla. Í þessu myndbandi eru frábær ráð frá Jason í Dad Academy fyrir nýbakaða feður í þessari stöðu.

Feður vilja að barnið og foreldrar nærist og hvílist, en einnig að fjölskylda og vinir megi koma og samgleðjast, en á sama tíma eru þeir örþreyttir. Hvernig á að finna jafnvægi í þessu öllu?

Pin It on Pinterest