Gleðiskruddan: Hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði fyrir börn

Gleðiskruddan: Hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði fyrir börn

Gleðiskruddan: Hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði fyrir börn

Gleðiskruddan er dagbók fyrir börn á aldrinum 6-15 ára sem byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Það er mikilvægt fyrir börn og ungmenni að hafa tækifæri til að efla sjálfsþekkingu sína sem hjálpar þeim um leið að takast á við verkefni og áskoranir daglegs lífs. Aðferðir innan jákvæðrar sálfræði geta stuðlað að persónulegum vexti og bjóða upp á möguleika fyrir einstaklinga að blómstra. Svokölluð jákvæð inngrip eða gleðiverkfæri hafa reynst áhrifarík í að viðhalda hamingju og öðrum jákvæðum tilfinningum ásamt því að minnka einkenni þunglyndis og kvíða.

Upphaflega var bókin lokaverkefni Maritar Davíðsdóttur og Yrju Kristinsdóttur úr diplómanámi í jákvæðri sálfræði á meistarastigi. Þær fengu svo góð viðbrögð frá foreldrum þar sem bókin bæði jók hamingju og vellíðan barnanna sem og samveru barns og foreldris. Þær fundu að það væri sannarlega þörf fyrir bók af þessu tagi og héldu því áfram að stækka bókina og fór hún frá því að vera hefti í að vera 176 blaðsíðna bók. Þær fengu til liðs við sig Helgu Valdísi Árnadóttur sem myndskreytti og Matthildi Lárusdóttur til að sjá um umbrotið. Bókina gáfu þær sjálfar út í júní 2021 og hafa viðtökurnar og salan farið fram úr þeirra björtustu vonum. Fyrsta upplag Gleðiskruddunnar seldist upp á skömmum tíma og eru þær komnar langt á leið með annað upplagið.

Yrja & Marit á góðri stundu

Yrja & Marit á góðri stundu

Dagbókin telur 100 daga þar sem jákvæða inngripið þrír góðir hlutir eru í forgrunni. Þar skráir barnið niður þrjá góða hluti sem áttu sér stað þann daginn. Dögunum er skipt upp í 21 þema; tilfinningar, styrkleika, hamingju, bjargráð við streitu og kvíða, gróskuhugarfar, trú á eigin getu, sjálfstal, sjálfsvinsemd, markmið, seiglu, svefn, hreyfingu, útiveru, núvitund, öndun, að njóta, flæði, þakklæti, góðvild, bjartsýni og von. Hvert og eitt þessara þema er útskýrt á einfaldan hátt til að auðvelt sé að nýta þau í daglegu lífi.

Á hverjum degi má einnig finna gleðimola eða gleðifræ dagsins sem tengist þemanu hverju sinni í formi hugleiðinga, tilvitnana, áskorana og æfinga.

Markmið Gleðskruddunnar er að efla sjálfsþekkingu, trú á eigin getu og þrautseigju, ásamt því að auka jákvæðar tilfinningar, bjartsýni og vellíðan.

Gleðiskruddan hefur vaxið ansi hratt á fáum mánuðum og bjóða Yrja og Marit einnig upp á námskeið fyrir börn og ungmenni, bæði helgarnámskeið og lengri námskeið. Einnig bjóða þær upp á örnámskeið fyrir grunnskólanemendur sem og fyrirlestra fyrir foreldra og þá sem vinna með börnum og ungmennum. Innan skamms verða sumarnámskeiðin hjá Gleðiskruddunni auglýst en þar er lögð áhersla á gleði og að hafa gaman og er blandað saman fræðslu og leik. Ef veður leyfir er einnig farið út í náttúruna.

Nánari upplýsingar um Gleðiskrudduna og tengda starfsemi er hægt að finna á glediskruddan.is.

Gleðiskruddan er einnig á Facebook og á Instagram:

 

Ef þú leggur hjarta þitt í verkin þá ganga þau vel

Ef þú leggur hjarta þitt í verkin þá ganga þau vel

Ef þú leggur hjarta þitt í verkin þá ganga þau vel

Þórunn Eva G. Pálsdóttir fékk titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2021, hún er gift Kjartani Ágúst Valssyni og saman eiga þau tvo syni Jón Sverrir og Erik Val. Hún er menntaður sjúkraliði og í lokaverkefninu sínu árið 2019 varð Mía Magic til. Kennarinn hennar hvatti hana til þess að taka þessa hugmynd skrefinu lengra og síðan hefur Mía þróast. Þórunn hefur gefið út bók um Míu og næst á dagskrá er að hefja sölu á fallegum Míu bangsa sem unninn er út frá teikningu Bergrún Íris Sævarsdóttir myndlistamans. 

Viltu segja okkur í stuttu máli hugmyndina á bak við Mía Magic, fyrir hvað það stendur og af hverju kviknaði sú hugmynd? 

Hugmyndin á bakvið Mia Magic hefur verið mér ofarlega í huga í mörg mörg ár þannig séð. Þó ég hafi kannski ekki endilega verið með skýra mynd af Mia Magic eins og það er í dag, þá hefur mig alltaf langað til að gera eitthvað hvað sem viðkemur langveikum börn og foreldrum þeirra. 

Þegar ég skrifaði lokaverkefnið mitt í sjúkraliðanáminu vorið 2019 varð Mía til. Lokaverkefnið fékk hæstu einkunn og hvatti Ágústa kennarinn minn mig til að láta verða að því að gefa út bókina MÍA FÆR LYFJABRUNN. Það er mikil þörf fyrir bættari fræðslu í samfélaginu okkar almennt séð og er hún alls ekki minna notuð innan veggja spítalans, fyrir litla fólkið okkar þar. 

Bergrún Íris Sævarsdóttir hjálpaði mér að láta Míu fæðast fyrir lokaverkefnið mitt og síðar teiknaði hún bókina Mía fær lyfjabrunn. Þetta er svona byrjunin á þessu ævintýri. Næst voru það Míuboxin sem fæddust óvænt þann 16. október 2020, nokkrum mánuðum eftir að bókin kom út. Ég fékk þá mjög mikla löngun til þess að færa Söru Natalíu, sem er ung skvísa sem var búin að vera berjast við krabbamein, smá pakka uppá spítala og úr varð fyrsta Míuboxið. Síðan þá höfum við gefið Míubox í hverjum einasta mánuði, bæði til foreldra og barna.

Næst voru það Míuverðlaunin, ég hafði haft þá hugmynd í maganum lengi og þegar ég viðraði hana við Fríðu Björk vinkonu mína í gönguferð þann 4. febrúar 2021 sagði hún bara strax já, gerum þetta. 

Fyrstu verðlaunin  voru síðan veitt í apríl 2021 og þau næstu í október 2021, þriðju verðlaunin fara svo fram í september 2022 og erum við á fullu að undirbúa þau nú þegar. Draumurinn með þessum verðlaunum var í raun og veru bara svo við foreldrar og börn sem sækjum mikið þjónustu í heilbrigðiskerfinu getum þakkað því heilbrigðisstarfsfólki fyrir sem kemur að umönnun og þjónustu barnanna okkar á einn eða annan hátt. 

Mig langaði líka til að gera allt jákvæðara í kringum þennan starfsvettvang því þetta er mjög krefjandi starf. Við erum oft á tíðum ekki í andlegu jafnvægi þegar börnin okkar þurfa á þessum fagaðilum að halda og því kannski ekki beint að þakka þeim fyrir aðstoðina. Við hinsvegar munum eftir þeim sem eru hvað best við okkur á erfiðum tímum og halda utan um okkur þegar enginn annar gerir það. Sama á við með börnin okkar.

Hvað er það mikilvægast við Mía Magic verkefnið?

Fyrir mitt leiti er það held ég að við mismunum engum það eru allir jafnir og það vantar svolítið hérna á íslandi að sameina krafta okkar og gera hlutina saman. Það gerir enginn stórkostlega hluti einn. Það þarf samvinnu til að hlutirnir virki og við gætum aldrei haldið Mia Magic gangandi nema fyrir allt það dásamlega fólk sem hjálpar mér og Fríðu alla daga. Það að einstaklingar og fyrirtæki taki svona vel í að hjálpa okkur að gleðja foreldra og börn á svona krefjandi tímum í lífi þeirra er það allra dýrmætast sem til er. Ef þú leggur hjarta þitt í verkin þá ganga þau vel. Ekki reyna að vera önnur/annar en þú ert. 

Nú eruð þið að fara að selja Míu bangsa, viltu segja okkur frá því skemmtilega verkefni? 

Já það er svo gaman, við fengum styrk hjá Velferðarsjóði Barna fyrir framleiðslu bangsanna. Ég ákvað það um leið og ég sá Míu í fyrsta sinn eftir að Bergrún teiknaði hana að hún yrði einn daginn að bangsa. Nú er það loks að verða að veruleika og er hægt að tryggja sér eintak inná vefversluninni hulan.is í forsölu. Þetta ferli er búið að taka heilt ár. Dimm verslun ætlar að hafa Míu bangsana í verslun sinni en þar hefur bókin okkar átt heimili síðan hún kom út. Það eru allar bækur fríar hjá Mia Magic því fræðsla á ekki að kosta. Bangsarnir koma núna 16.febrúar 2022. 

Hvað er framundan hjá Míu Magic? 

Framundan er hringferð með Míubox þegar aðeins fer að vora, við erum að undirbúa það á fullu en við fengum t.d í fyrra lánaðan bíl frá Öskju og N1 hjálpaði okkur með bensín. Þakklætið til þeirra er gríðarlega mikið því við erum jú bara að byrja og eru aðilar eins og Askja og N1 okkur ofsalega dýrmæt því við viljum halda þessu perósnulegu og færa börnum og foreldrum Míuboxin sín í eigin persónu. Við getum það ekki nema með hjálp. 

Það er bók á leiðinni á þessu ári. Bergrún er að lesa yfir hana í þessum skrifuðu orðum og að teikna smá fyrir mig svo ég geti farið að sýna ykkur og safnað styrkjum svo við getum drifið hana í framleiðslu og í hendurnar á litla fólkinu okkar. 

Það er margt á döfinni hjá okkur. Sumt sem við getum ekki alveg sagt frá strax en núna á næstu vikum segjum við frá hverjir ætla að kynna næstu Míuverðlaun og afhenda þau. Það er alltaf rosa skemmtilegt að deila því! Hæfileikaríka Iistakonan Inga Elín hannar fyrir okkur næstu Míuverðlaun og er það algjörlega tryllt staðreynd. Svo stolt af því að hafa hana með okkur.

Takk fyrir spjallið elsku Þórunn Eva, gangi ykkur allt í haginn með Míu Magic.

Kemur aldrei dagur þar sem við mömmur gerum ekkert, akkúrat ekkert!

Kemur aldrei dagur þar sem við mömmur gerum ekkert, akkúrat ekkert!

Kemur aldrei dagur þar sem við mömmur gerum ekkert, akkúrat ekkert!

Anna Marín Ernudóttir hittir naglann á höfuðið í þessum stutta pistli um móðurhlutverkið og minnir þetta okkur á að við erum algerlega frábærar! 
 
10 ára púkinn minn og vinur hans voru að nöldra í mér í dag um að fara í Bónus því þeim langaði í nammi. Ég sagði þeim að ég bara nennti ekki í Bónus en þeir mættu fá pening og labba sjálfir.
 
En þú átt bíl…þú nennir aldrei að gera neitt sem við viljum heyrðist í púkanum mínum. Ok, viðurkenni að það stakk mig í hjartað, hef alltaf verið með mikinn kvíða yfir að ég sé ekki nógu góð móðir (Á góðum dögum veit ég að ég er súper mamma og pabbi, enda einstæð).
 
Anywho…. ég hugsaði þá aðeins…en hey, bíddu hver var að taka úr uppþvottavélinni og setja í hana, þrífa eldhúsið, ganga frá eftir sleepingpartí hjá honum, þvo þvottinn, hengja upp og brjóta saman úr tveimur vélum og ganga frá því, taka til á pallinum og gera heita pottinn reddí fyrir pottapartíið hans og taka rusl úr garðinum?? Elda mat og gefa þeim að éta sem ég verslaði í búðinni í gær ooooog með bananabrauð í ofninum núna fyrir sleepover partí 2! Hah, hmm??!
 
Ekki var meira sagt og þeir sáu um að kaupa sér nammi.
 
Stundum er gott að fara aðeins yfir daginn og sjá hvað maður er búinn að gera, því ég er viss um að það komi aldrei dagur sem við gerum ekkert, akkúrat ekkert.
 
Við stöndum okkur SVO VEL! Börnin eru á lífi og brosandi, thats all we need. Knús á ykkur allar mæður sem upplifa sömu tilfinningar og ég!
 
Pistillinn er birtur með góðfúslegu leyfi Önnu Marínar

„Sykur fer mjög illa í skapið á minni stelpu“

„Sykur fer mjög illa í skapið á minni stelpu“

„Sykur fer mjög illa í skapið á minni stelpu“

Læknaneminn Álfhildur Ösp Reynisdóttir býr í Álaborg í Danmörku og mun hún ljúka læknisfræði næsta vor. Hún og unnusti hennar keyptu sér íbúð á Íslandi sem þau ætla að gera upp í sumar og flytja svo heim á næsta ári.

Álfhildur og Vilhjálmur, unnusti hennar

Dóttir Álfhildar verður þriggja ára eftir tvær vikur og er henni er umhugað um að hún fái sem næringarríkasta og holla fæðu. Álfhildur heldur úti síðunni Barnabitar á Instagram þar sem hún sýnir foreldrum uppskriftir sem henta börnum, enda eru þær fallegar, einfaldar og fljótlegar.

 

 
 
 
 
 
View this post on Instagram
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

A post shared by BARNABITAR (@barnabitar)

Þegar dóttir Álfhildar var þriggja, fjögurra mánaða fór brjóstagjöfin að ganga brösuglega að sögn Álfhildar og hún virtist óánægð og ekki vera að fá nóg: „Sama hvað ég reyndi að gera – borða meira, drekka mikið vatn, drekka mjólkuraukandi te og prófaði öll ráðin í bókinni þá gekk þetta bara ekki. Ég tók þetta mikið inn á mig, sem er ábyggilega ástæðan fyrir því að ég lagði strax svona mikið púður í matinn hennar. Ég hafði lesið mér mikið til og lærði að það sem skipti mestu máli (með fjölbreytni) væri að vera staðfastur og bjóða það sama aftur og aftur og aftur. Ég ákvað þess vegna, til að skora á sjálfa mig og á sama tíma mögulega að veita innblástur, að búa til Instagramsíðu með matnum hennar. Viðtökurnar urðu mjög hratt svo ótrúlega góðar að það varð ekki aftur snúið!“

Með dótturinni heppnu!

Álfhildur leggur mikið upp úr því að maturinn sem hún setur inn sé ekki bara næringarríkur heldur líka fljótlega gerður: „Seinnipartinn þegar orkan á heimilinu er ekki alveg sú mesta, er þægilegt að geta gripið í einfalda hluti og á sama tíma gefið góða næringu.“ Instagramsíða Barnabita er dásamlega falleg og maturinn afskaplega girnilegur. Er maturinn alltaf svona? „Það er auðvitað ekki meginatriði að maturinn sé fallega framreiddur, aðalatriðið er innihaldið. Stelpan mín hefur samt ótrúlega gaman af þessu og oft verið mun spenntari fyrir matnum, þegar hann er skemmtilega lagður á borðið.“  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

View this post on Instagram

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  A post shared by BARNABITAR (@barnabitar)

 

Hversu mikilvægt er að foreldrar gefi sér tíma að elda mat fyrir barnið/börnin, að þínu mati?

„Ég er mjög meðvituð um það á sama tíma að vera einlæg og setja ekki pressu á mæður – mér finnst hún nóg nú þegar. Þetta eru bara mínar hugmyndir og ber ekki að taka sem heilögum. Mæður þekkja sín börn best og börn eru eins misjöfn og þau eru mörg.“

Sérð þú mun á þínu barni eftir því hvað það borðar?

„Ég sé mikinn mun á stelpunni minni eftir hvað hún borðar. Það er auðvitað misjafnt eftir börnum, en mikill sykur fer mjög illa í skapið á minni stelpu.“

 

 
 
 
 
 
View this post on Instagram
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

A post shared by BARNABITAR (@barnabitar)

Hvert er svo næsta skref? Bók kannski? „Ég veit ekki alveg sjálf hversu langt ég geng með síðuna. Nokkrir góðir í kringum mig hafa ýtt í mig og bent mér á að ég ætti að gera bók. Ég veit sjálf ekki hvort ég leggi í það, með læknisfræðinni og móðurhlutverkinu – en hver veit, það væri ótrúlega gaman!“

Við á Mömmunni þökkum Álfhildi kærlega fyrir spjallið og bendum að sjálfsögðu á Barnabita á Instagram!

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

View this post on Instagram

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

A post shared by BARNABITAR (@barnabitar)

106 ára dansari bannar notkun orðsins „gömul“

106 ára dansari bannar notkun orðsins „gömul“

106 ára dansari bannar notkun orðsins „gömul“

Eileen Kramer slakar ekkert á þó hún sé orðin 106 ára gömul. Hún skrifar sögu á dag þar sem hún býr, á hjúkrunarheimili í Sydney, Ástralíu, gefur út bækur og hefur tekið þátt í málverkakeppni, þeirri virtustu þar í landi.

Eileen bjó í áratugi erlendis, en sneri aftur í heimaborg sína Sydney, 99 ára gömul. Síðan þá hefur hún unnið í samstarfi við fjölmarga listamenn til að sinna ástríðu sinni – dansinum.

Eileen dansar enn – þokkafullar og dramatískar hreyfingar þar sem hún notar efri hluta líkamans. Á síðastliðnum árum hefur hún einnig starfað sem danshöfundur (e. choreographer).

„Síðan ég kom aftur til Sydney hef ég verið svo upptekin – ég hef tekið þátt í þremur danssýningum hjá NIDA (National Institute for Dramatic Art) og sjálfstæðum leikhúsum. Ég hef komið fram á tveimur stórum danssýningum í Adelaide ogBrisbane, ég hef leikið í mynd, komið fram í litlum uppfærslum, skrifað þrjár bækur og í dag er frídagurinn minn og ég er í viðtali!“ segir hún glöð í samtali við blaðamann BBC Ástralíu.

Hún er oft spurð hvaðan hún fær alla þessa orku – og hvort dansinn sé leyndarmál við háan aldur hennar. Hún svarar því að hún banni orðið „gömul“ og „aldur“ og notar þau ekki. Hún minnir blaðamann reglulega á það í viðtalinu: „Ég segi, ég er ekki gömul, ég hef bara verið hér í langan tíma og lært ýmislegt á leiðinni. Mér líður ekki eins og fólk segist líða þegar það er gamalt. Viðhorf mitt til sköpunar er nákvæmlega það sama og þegar ég var lítil stúlka.“

Eileen hefur á síðastliðnum árum staðið fyrir, fjármagnað, hannað dansa og komið fram á mörgum danssýningum sem hún skapar út frá lífi hennar. Hún var komin hálfa leið með nýtt dansmyndband þegar öllu var lokað vegna Covid í Sydney og setti það strik í reikninginn. En ekki lengi.

„Ég gat ekki farið á staðinn, þannig ég skrifaði bók í staðinn,“ segir hún hlæjandi. „Sagan um hvernig við gerðum myndina.“

Staðsetning takanna var sérstök fyrir Eileen. Myndin gerist innan í stóru Moreton Bay fíkjutré í úthverfi Sydney, Glebe. Lyktin af trjánum, stóru fíkjurnar og hlátur hláturfuglanna (e. kookaburra) var það sem dró Eileen aftur til Sydney. „Þetta trét hafði áhrif á danshönnunina mína. Hefur þú séð þetta tré? Það er eins og reim höll í ævintýri, tók mig til baka til æskunnar.“

Við tökur myndarinnar „The Gum Tree”

Það á eftir að taka nokkur atriði í myndinni, svo verður hún klippt og búin til tónlist. Á meðan ætlar útgáfufyrirtækið hennar, Basic Shapes, að gefa út bókina um verkefnið síðar á þessu ári. Hún hefur einnig gefið út smásagnasagnið Elephants and Other Stories.

Covid einangrunin hefur ekki haft áhrif á hana: „Mér er alveg sama um Covid. Ég hef ekki verið einmana eða lokuð inni, þegar þú skrifar er það félagsskapurinn þinn.“

Eileen er orðin fræg í Elizabeth Bay, þar sem hún býr. Fullt af listamönnum hélt sýningu fyrir framan gluggann hennar þegar hún varð 106 ára í nóvember: „Ég varð mjög hissa, ægilega glöð og það snerti mig mjög. Þau létu mig í stól fyrir framan gluggann og gáfu mér blöðrur til að hrista þegar það kom pása.“


Litríkt líf

Eileen Kramer er fædd í Mosman Bay, Sydney árið 1914 og var hún dansari sem ferðaðist með Bodenwieser ballettinum í áratug. Hún ferðaðist til Indlands, og síðar settist hún að í París og svo New York þar sem hún bjó til 99 ára aldurs.

Hefur hún því dansað í fjórum heimsálfum og í heila öld. Segir hún að dansinn hafi verið hennar fyrsta ást.

„Ég hef alltaf umgengist dansara svo ég hef aldrei verið einmana. Ólíkt mér giftu sig margir og eignuðust börn eða fóru aftur til Evrópu. Ég hinsvegar þoldi allt þetta óþægilega við dansaralífið.“

Þegar Eileen bjó í París sat hún fyrir sem módel hjá listamönnum: „Það var dálítið hættulegt að sitja fyrir en ég þekkti flesta listamennina.“ Að vera nakin truflaði hana aldrei þar sem það var vegna listarinnar. Hún lærði mikið af frægum, frönskum listamönnum.

Í dag segir samstarfskona hennar, Sue Healy, að vinna með Eileen sé að „upplifa lifandi söguna.“

„Hún er tengingin við fyrstu daga ástralsks nútímadans – og fyrir mig sem danshönnuð er þetta algert gull! Hún höndlar lífið af fágun og sköpunarkrafti. Hún er algerlega við stjórnvölinn og er alltaf að búa til eitthvað nýtt.“

Þarf að breyta að talað sé um „þreyttar, feitar, sveittar og pirraðar kellingar” á breytingaskeiðinu

Þarf að breyta að talað sé um „þreyttar, feitar, sveittar og pirraðar kellingar” á breytingaskeiðinu

Þarf að breyta að talað sé um „þreyttar, feitar, sveittar og pirraðar kellingar” á breytingaskeiðinu

Halldóra Skúladóttir er sannarlega kjarnakona, enda hefur hún hjálpað fjölmörgum í gegnum tíðina. Breytingaskeið kvenna er henni hugleikið þessa dagana, enda er hún sjálf á breytingaskeiðinu og finnst mikilvægt að breyta hugsunargangi allra og útrýma fordómum gagnvart því, enda um eðlilegt skeið að ræða sem helmingur mannkyns gengur í gegnum!

Halldóra býr í dag með manninum sínum í Þýskalandi, á fjórar dætur og eitt barnabarn. Dæturnar búa þrjár á Bretlandi og ein á Íslandi, „þannig við erum svolítið út um allt,” segir hún.

Í dag er Halldóra í sóttkví uppi í bústað og féllst á að svara nokkrum spurningum mömmunnar um þetta spennandi og dálítið…dularfulla skeið, breytingaskeiðið.

Halldóra segir varðandi sig sjálfa, menntun hennar og nám að hún hafi fyrst hjálpað fólki að bæta lífsstílinn sinn í meira en tvo áratugi: „Fyrst var það mest tengt næringu og hreyfingu en fljótlega fór ég að sjá að ef að hugarfarið var ekki á réttum stað var lífsstíllinn voðalega fljótur að fara aftur í sama gamla farið. Þannig að ég fór að einbeita mér meira að því að hjálpa fólki að breyta hugarfarinu sínu gagnvart lífsstílsbreytingum.

Ég lærði markþjálfun hér heima, en eftir að ég flutti til Bretlands bætti ég við mig diplomu í NLP og núna nýlega kláraði ég diplomu í Lausnamiðaðri dáleiðslu- og sálmeðferð.

Ég starfa í gegnum netið, og þessa dagana er ég mest að einbeita mér að því að hjálpa konum, hef eitthvað einstaklega mikið passion fyrir því. Líklega af því að ég veit af eigin raun hvað við getum verið duglegar í að flækja hlutina í hausnum á okkur…þannig að ég er að hjálpa konum að greiða úr hugarflækjunni.”

Hypno-birthing og breytingaskeiðið

„Ég er í reglulegri endurmenntun í tengslum við dáleiðsluna og núna nýverið lauk ég námi í Hypno-birthing practitioner level1 – en það er mjög vinsælt í Bretlandi að nýta sér það í fæðingarferlinu. Þar kenni ég pörum ýmsar aðferðir sem þau geta notað til að skapa hugarró bæði hjá verðandi móður sem og fæðingarfélaganum, rétt öndun á mismunandi stigum fæðingarinnar og hvernig þau geta verið við stjórnina innra með sér sama hvað gerist í fæðingunni, því stundum fer hún ekki alveg eins og við óskum, en þá er mikilvægt að halda ró. Í tengslum við þetta vinn ég líka með pörum sem hafa farið í gegnum erfiða fæðingu og vilja hjálp við að vinna úr þeirri reynslu.

 Annað endurmenntunarnám sem ég fór líka nýverið í gegnum er hvernig er hægt að hjálpa konum á breytingaskeiðinu að vinna sig í gegnum það tímabil, sem getur reynst mörgum mjög erfitt.

En mjög margar konur fara í gegnum miklar breytingar með tilheyrandi einkennum á þessu tímabili. Einkenni sem tengjast öllum kerfum líkamans, frá toppi til táar, s.s. svefnleysi, hitakóf, kvíða, þunglyndi og pirring, aukna verki í vöðum og liðum, þreyta, meltingarvandamál og svo ótal margt fleira.

Rannsóknir hafa sýnt að dáleiðsla getur hjálpað konum mikið við ráða við einkenni breytingaskeiðsins, sérstaklega hita- og svitakóf.

Í meðferðunum hjá mér blanda ég saman dáleiðslu, sálmeðferð, NLP (NLP er ákveðin tækni til að hjálpa fólki að breyta/endurforrita hugsana- og hegðunarmynstrið sitt, n.k. hugræn atferlismeðferð) og markþjálfun.”

Halldóra Skúladóttir

 

Halldóra gerði óformlega könnun á Instagramsíðu sinni varðandi breytingaskeiðið og niðurstöðurnar komu henni á óvart

Halldóra segir breytingaskeiðið vera sér mjög ofarlega í huga þessa dagana: „Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að ég komst að því síðasta haust að ég væri greinilega komin á þetta „alræmda” skeið! Ég vissi ekkert um þetta – eina hugmyndin sem ég hafði um breytingaskeiðið er að maður ætti að vera að kafna úr hita og svita daginn út og inn, og þar sem ég var ekki að glíma við það datt mér ekki í hug að ég væri komin þangað.

Mér var hins vegar búið að líða mjög illa andlega í nokkurn tíma, tengdi það fyrst við flutningana mína til Þýskalands, en samt ekki því ég var svo engan veginn ég sjálf, var með stöðugan kvíða yfir öllu og engu, mjög döpur og búin að týna gleðinni minni, gat svo bara farið að gráta allt í einu yfir öllu og næstu mínútu var ég síðan bara brjálæðislega pirruð.

Ég hreinlega þekkti sjálfa mig ekki!

Það var síðan bara fyrir tilviljun að ég datt inn á fyrirlestur um heila kvenna að það rann upp fyrir mér að ég væri komin á breytingaskeiðið! Það var ótrúlega mikill léttir að vita að það voru eðlilegar líffræðilegar ástæður fyrir þessari líðan minni.

Þarna fór ég að grúska og komst að svo ótrúlega mörgu sem ég vissi ekki um breytingaskeiðið! Og það sem mér fannst ótrúlegast er að konur eru helmingur mannkynsins og við förum ALLAR í gegnum þetta tímabil – hvort sem okkur líkar betur eða verr – og það veit bara enginn neitt um þetta! Það er engin fræðsla um þetta, það er helst ekki talað um þetta í samfélaginu, það liggur einhver skömm yfir þessu tímabili, konur eru bara að þjást í hljóði af ótta við að það sé gert grín að þeim og að þær séu dæmdar ónýtar og úr leik.

Og það versta er að mjög margir læknar, bæði heimilis- og kvensjúkdómalæknar eru illa upplýstir um þetta skeið í lífi allra kvenna. Þannig að þær konur sem leita sér hjálpar eru oft van- og ranggreindar og vanmeðhöndlaðar. Það er mjög algengt að konur séu t.d. settar á kvíða- og þunglyndislyf á þessum tíma í stað þess að hormónaskorturinn í líkamanum sé meðhöndlaður. Og af því að kvíðinn og þunglyndið er vegna skorts á estrógenni, virka kvíða- og þunglyndislyf oft takmarkað og þær halda áfram að þjást og líða illa, og vita ekkert hvert þær eiga að leita.

Breytingaskeiðið er samt miklu alvarlegra en bara „óþægindi” vegna hitakófa, svefntruflana og pirrings. Konur á breytingaskeiðinu eru mun útsettari fyrir alvarlegri sjúkdómum s.s. beinþynningu, hjartasjúkdómum og Alzheimers – en fyrir hverja þrjá sem greinast með Alzheimers eru tvær konur!

Alzheimer byrjar með neikvæðum breytingum í heilanum mörgum árum ef ekki áratugum áður en klínísk einkenni koma fram, sérstaklega hjá konum.

Læknar og hormónameðferðir

Ég komst líka að því hormónameðferð, sem var búið að fordæma í mörg ár, var ekki eins hættuleg og búið er að halda fram og margir halda ennþá. Ég las rannsóknir og hlustaði á viðtöl við lækna og sérfræðinga eins og Dr. Louise Newson sem er breskur heimilislæknir og sérfræðingur í breytingaskeiði kvenna, og er að umbylta umræðu, greiningu og meðhöndlun kvenna í Bretlandi ásamt því að endurmennta lækna og heilbrigðisstarfsfólk í þessum efnum. Ég las og hlustaði á Dr. Lisa Mosconi sem er með Phd í Neuroscience og Nuclear medicine og rannsakar heila kvenna.

Í kringum aldamótin 2000 var gerð risastór rannsókn á hormónameðferð kvenna á breytingaskeiðinu sem var ekki rétt staðið að og hætt við eftir bara fimm ár, en það voru eingöngu neikvæðar tilgátur úr þessari gölluðu og hálfkláruðu rannsókn sem fóru á flug í fjölmiðlum og nánast á einni nóttu hættu konur að nota hormóna, allir urðu hræddir við aukaverkanirnar, bæði konur og læknar og síðan þá hafa hormónar verið nánast titlaðir sem „verkfæri djöfulsins” og enginn hefur þorað að snerta á þeim. Og í kjölfarið stoppaði bara rannsóknarvinna og þróun í þessum málum og búið að vera erfitt að ná upp þekkingu hvað varðar hormónameðferð, þangað til núna nýlega. Nú eru komnar miklu betri klínískar rannsóknir en því miður eru þær niðurstöður ekki að rata til lækna eða kvenna, margir læknar eru enn hræddir við að ávísa hormónum til kvenna og konur eru líka hræddar og illa upplýstar um ávinning af hormónameðferðum.

Í þessu grúski mínu lærði ég svo mikið um ekki bara einkennin og meðhöndlun breytingaskeiðsins heldur hvað rannsóknir og meðhöndlun á kvennasjúkdómum hafa fengið lítið vægi í vísindasamfélaginu.

Lengi vel voru konur bara skilgreindar sem „litlir kallar” og allt sem ekki rúmaðist undir bikinínu var bara meðhöndlað eins og hjá körlum. Þetta gerði það t.d að verkum að konur fengu oft á tíðum of stóra skammta af lyfjum, skammta sem hentuðu stærri karlmannskroppum með tilheyrandi aukaverkunum.

Eftir þessa uppgötvun ákvað ég að athuga hvort ég gæti mögulega verið sú eina sem var alveg týnd þegar kom að breytingaskeiðinu, sú eina sem vissi ekki um alla þessa tugi einkenna (en einkenna listi kvenna á breytingaskeiðinu getur verið á bilinu 20-40 atriði). Og hvort ég væri sú eina sem vissi ekki um þessa alvarlegu sjúkdóma og að hormónar væru í flestum tilfellum mjög örugg meðferð sem umbyltir oftast líðan og lífsgæðum kvenna.

Kvennaráð og einkenni breytingaskeiðsins

Ég held úti vefsíðu og instagram aðgangi sem heitir kvennarad.is og ég ákvað að gera óformlega könnun á Instagram, setti þar inn allskonar spurningar varðandi breytingaskeiðið og fékk frábær viðbrögð.

Það sem kom út úr þessu var að ég var svo langt frá því að vera sú eina sem vissi ekki neitt, flest allar konur töluðum að þær höfðu ekki hugmynd um öll þessi fjölmörgu einkenni sem við getum fundið fyrir og breytingaskeiðið kom algjörlega aftan að þeim.

Þær voru líka flestar jafn ringlaðar og ég þegar kom að því að fá greiningu og meðhöndlun. Flestar vissu ekki hvernig þær gætu vitað hvort þær væru komnar á breytingaskeiðið – en samkvæmt Dr. Louise Newson þá ættu læknar að styðjast við einkenni fremur en blóðprufur hjá konum sem eru 45 ára eða eldri, þar sem hormónaframleiðslan á þessu fyrsta stigi breytingaskeiðsins getur verið skrykkjótt, góð suma daga en lítil aðra daga og þess vegna getur verið erfitt að fá nákvæma mynd af hormónunum með einni blóðprufu. En það voru einmitt margar konur sem töluðu um að læknirinn hefði sent þær í blóðprufu sem kom „eðlilega” út og þar af leiðandi var ekkert aðhafst meira, þrátt fyrir að þær væru með bullandi einkenni sem var að hafa hamlandi áhrif á lífið þeirra, lífsgæði og líðan.

Þegar ég spurði um hormóna voru mjög margar konur hræddar við að fara á hormónameðferð og ætluðu bara að harka þetta af sér. Þegar ég spurði hvaðan konur fengu upplýsingar um hormóna var það oft bara héðan og þaðan, jafnvel frá læknum, þar sem álitið var að þeir væru stórhættulegir.

En í dag er talað um að með hormónameðferð séum við að bæta upp fyrir hormónaskort, bara svipað og þeir sem þurfa skjaldkirtilshormónameðferð við vanvirkum skjaldkirtli, eða insúlín vegna skorts á insúlínframleiðslu í brisinu.
Hormónameðferð á breytingaskeiðinu er ekkert annað en uppbót fyrir lífsnauðsynlega hormóna sem eru ekki framleiddir lengur í líkamanum.

Það hefur orðið bylting í framleiðslu hormóna í dag, hér áður fyrr voru þeir t.d. framleiddir úr hlandi þungaðra hryssa…já, það var verið að gefa konum hestahormóna!

Í dag er mælt með notkun svokallaðra Body Idendicalhormóna, en þetta eru hormónar unnir úr plöntum sem hafa svipaða mólekúluppbyggingu og líkaminn og eru því auðnýttir.Síðan er ekki sama hvernig hormónar eru teknir inn, sérstaklega estrógen, þar er mælt með að taka það inn í gegnum húð – annaðhvort með plástri, geli eða spreyi, þannig minnkar þáttur lifrarinnar í niðurbrotinu og samkvæmt Dr. Newson er nánast engin hætta á blóðtappa þegar estrógen er tekið á þennan hátt.

Þær konur sem svöruðu því að þær væru að nota hormónameðferð sögðu að ALLT hefði lagast og þær eignast nýtt líf eða fengið lífið sitt aftur þegar þær byrjuðu á hormónum.

Eiginlega engar konur vissu um hættuna á þessum alvarlegu sjúkdómum sem konur geta þróað með sér á þessu tímabili með skorti á estrógeni. En sú vitneskja hafði mest áhrif á mig þegar ég ákvað að fara á hormóna.

 Sumar konur sögðu að þær fengju neikvæð viðbrögð frá vinkonum þegar þær tala um hormónameðferð, mörgum hefur verið neitað um hormóna af læknum, þrátt fyrir að þær hafi beðið um þá og klárlega verið á breytingaskeiðinu og ekki með neina undirliggjandi áhættuþætti eða fjölskyldusögu sem gæfi til kynna að hormónameðferð hentaði þeim ekki.

Mjög margar konur voru að finna fyrir neikvæðum og hamlandi áhrifum breytingaskeiðsins á lífið sitt þar með talið vinnu, áhugamál og sambönd. Sumar konur sögðust hafa verið frá vinnu í lengri tíma, þurft að hætta að sinna ákveðnum áhugamálum og að það væri lítill skilningur á þessu í samfélaginu.

Flest allar konurnar töluðu um að það væri mjög neikvæð ímynd af breytingaskeiðinu, bæði hjá þeim sjálfum og öðrum, það sé talað um þreytta, feita, sveitta, pirraða kellingu þegar er talað um konur á breytingaskeiðinu og jafnvel gert grín að þeim þegar þær tali um líðan sína, sem gerir það að verkum að þær forðast að ræða þetta, jafnvel við vinkonur og maka.

 

Neikvætt viðhorf – hvers vegna telur þú að það sé tilkomið og hvað er hægt að gera til að breyta þessu, koma skeiðinu í umræðuna og fjalla um það á jákvæðan og kannski sjálfsagðan hátt?Eru þetta fordómar því konur fara úr barneign, séu ekki lengur „ungarog ætli það tengist æskudýrkun?

Þegar ég fór að gramsa í þessu uppgötvaði ég að ég var sjálf með fordóma gagnvart þessu skeiði, ætli maður sé ekki svolítið að ýta þessu frá sér því umræðan/hugmyndin hefur verið svolítið á þá leið að þegar maður er komin þangað sé maður bara orðinn gamall. Enginn kona vill missa „kúlið” og vera sett í flokk með þessari þreyttu, sveittu, feitu, pirruðu kellingu.

Og það ríkir mikil æsku- og útlitsdýrkun í samfélaginu, við sjáum sjaldnast lífið eins og það raunverulega er og þar af leiðandi erum við kannski með pínu brenglaða hugmynd af því hvernig við „eigum” að vera, líta út og líða.

En breytingaskeiðið þarf svo sannarlega ekki að vera alslæmt, með réttri meðhöndlun, skilningi í samfélaginu og skilningi hjá konum á því hvað er að gerast í líkamanum þegar þær fara í gegnum þetta tímabil getur ýmislegt jákvætt gerst.

Margar konur í könnuninni töluðu um að í fyrsta lagi væri mjög gott að losna loksins við blæðingar og mjög margar konur sögðu að það færðist yfir þær einhvers konar kæruleysi gagnvart áliti annarra og í fyrsta skipti jafnvel á ævinni væri þeim sama um hvað öðrum finnst og þær væru loksins að ná að hlusta á sig sjálfar og sínar þarfir.

Hvað má gera til að fræða konur frekar, um hormóna, staðreyndir, að breytingaskeiðið þurfi ekki að vera eins erfitt og talið er? Hvernig má breyta umræðunni, hvað getum við gert sjálfar?

Í fyrsta lagi þá þurfum við konur sem erum á þessum stað að tala um þetta, hætta að þagga þetta niður, hætta að gera þetta að einhverju tabúi, fatta að þetta er ekkert til að skammast sín fyrir, við förum allar í gegnum þetta tímabil á lífsleiðinni og lífið er alls ekki búið þegar maður er kominn á breytingaskeiðið, heldur er hægt að líta á þetta sem nýjan kafla í lífinu, kafla sem maður fær kannski svolítið tækifæri á að skrifa sjálfur. Í mínu tilfelli var ég mjög ung þegar ég eignaðist börn, þegar ég var 22 ára var ég komin með þrjú börn undir 2ja ára aldri, var 28 ára komin með fjögur börn! Og var svolítið bara komin á milljón í lífinu og reyna að halda öllum boltunum á lofti.

En þegar breytingaskeiðið kemur erum við margar búnar með þetta tímabil, búnar að ala upp börnin okkar, komnar á okkar stað í vinnunni, komnar í meiri ró og vitum betur hvað við viljum í lífinu, þannig að það gefst oft tækifæri til að hanna þennan kafla á þann hátt sem við viljum.

Það þarf líka að fræða samfélagið, við þurfum að tala um þetta við makann okkar og börnin, það segir sig sjálft að þetta tímabil getur reynt gífurlega á sambönd og samskipti. Við vitum öll hvað það getur verið stuttur þráðurinn hjá okkur eftir eina svefnlitla nótt…en hvað þá þegar þær verða margar í röð, jafnvel svo mánuðum skiptir? Ofan á þetta bætist að konum líður illa, eru hræddar og kvíðnar yfir því sem þær eru að upplifa, vita jafnvel ekki hvað er að gerast, allt í einu hefur líkaminn brugðist þeim og þær þekkja ekki sjálfa sig, upplifa jafnvel vonleysi og finnst þær vera hjálparlausar, vita ekki hvert þær geta leitað, sumar hafa jafnvel reynt að ræða þetta við heimilislækni en upplifað lítinn skilning og jafnvel verið gert lítið úr því sem þær eru að fara í gegnum og ekki fengið neina aðstoð.

Skilnings- og ráðleysi

Ég hef fengið skilaboð frá þó nokkrum konum sem sjá það núna eftir á, að breytingaskeiðið og skilningsleysið því tengt hafi átti stóran þátt í skilnaði þeirra við makann sinn.

Ég og maðurinn minn höfum verið dugleg að ræða þetta allt, hann á ekki til orð yfir hvernig hefur verið staðið að þessu og lítið hlúð að konum á þessu tímabili. Við höfum líka rætt vanmátt makans, að sjálfsögðu eiga þeir erfitt með að skilja hvað er í gangi – konan skilur það ekki einu sinni sjálf – og þar af leiðandi eiga þeir erfitt með að bregðast við á réttan hátt, enda erfitt að ræða eitthvað þegar hvorugur aðilinn veit hvað er í gangi. Þannig að það þarf líka alveg að huga að mökunum, þeir þurfa að skilja hvað er að gerast, ef þeir vita t.d. að ástæðan fyrir kvíðanum, reiðinni, geðsveiflunum, geðdeyfðinni og minnkaðri kynhvöt hjá konunni er út af líffræðilegum ástæðum, minnkuðu estrógeni eru minni líkur á allskonar misskilningi og leiðindum.

Ég hef heyrt af konum sem hafa verið svo langt niðri af kvíða, vonleysi og þunglyndi að þær hafa jafnvel leitt hugann að sjálfsvígi. Ég viðurkenni að ég sjálf fann fyrir hugsunum í þessa átt á mínum verstu dögum en sem betur fer gat ég bægt þeim frá mér.

Allir þurfa fræðslu

Það þarf að uppfræða lækna mun betur, þá sérstaklega heimilislækna því þar er fyrsti viðkomustaður okkar þegar eitthvað bjátar á. Það dettur fáum konum í hug að leita til kvensjúkdómalæknis þegar þær fara allt í einu að upplifa mígreni, hjartsláttarflökt, vöðvaverki, kvíða og þunglyndi. Þarna þarf heimilislæknirinn að vera vakandi og geta gripið inn í, annað hvort með því að veita viðeigandi meðhöndlun eða vísa konum á réttan stað. En ef heimilislæknar vita ekki að þetta geta allt verið einkenni breytingaskeiðsins þá er ansi hætt við að konur séu ranggreindar og meðhöndlaðar t.d. með kvíða- og þunglyndislyfjum í stað hormómameðferðar. En nýleg könnun í Bretlandi sýndi að í 60% tilfella þegar konur leituðu læknis vegna depurðar var þeim boðið upp á þunglyndislyf í stað hormónameðferðar, þrátt fyrir að leiðbeiningar heilbrigðiskerfisins segi annað.

 Með aukinni fræðslu, til bæði kvenna, heilbrigðisstéttarinnar og samfélagsins þá vonandi verður litið á breytingaskeiðið sem eðlilegt ferli í lífi kvenna og þannig myndast vonandi betri skilningur allstaðar í samfélaginu, líkt og þegar konur eru barnshafandi, það hafa allir fullan skilning á því og veita konum mikinn stuðning meðan á því stendur.

Fordómar og skilningsleysi verður ekki upprætt nema með fræðslu og umfjöllun og þar komum við konurnar sjálfar inn.  Við þurfum að vera óhræddar við að krefjast svara og viðeigandi meðferðar, vera óhræddar að tala um þetta við fólkið okkar, láta vita að okkur líður illa og biðja um skilning og umburðarlyndi.

Þegar ég horfi til baka finn ég svo til með konunum sem á undan hafa gengið, ég sé tengingarnar núna við þessa stóru alvarlegu sjúkdóma, man eftir konum sem hafa greinst með Alzheimers, þjáðst af beinbrotum vegna beinþynningar og hreinlega látið lífið af völdum ótímabærra hjartasjúkdóma.

Ég ætla að leggja mitt af mörkum til að það verði breyting á þessu málum, ég á fjórar dætur og vil ekki að þær þurfi að fara í gegnum vanlíðan og skert lífsgæði bara af því að ég sagði ekkert!

Halldóra heldur úti síðunni Kvennarad.is og er með frábæra Instagramsíðu með myndböndum þar sem hún fer ítarlega yfir þessi mál sem henni eru svo hugleikin. Mælum við eindregið með að konur kíki einnig á þessar síður! Linkur inná samfélagsmiðla Kvennaráðs í hnöppum hér fyrir neðan.

Pin It on Pinterest