Makaleit kvenna: Að finna nálina í heystakkinum

Makaleit kvenna: Að finna nálina í heystakkinum

Makaleit kvenna: Að finna nálina í heystakkinum

Upp er komin hreyfing kvenna á Facebook sem hafa ákveðið að nýta sér stefnumótaöpp með skilvirkum hætti. Þær kalla aðferðina „The Burned Haystack Dating Method“ sem gæti útlagst á hinu ylhýra eitthvað á borð við aðferðina við að brenna heystakkinn til að finna ákjósanlegan maka. 

Jennie Young var fimmtug þegar hún ákvað að hún vildi láta reyna á stefnumótaöpp til að finna sér maka: „Ég var uppfull af hryllingi. Kvöld eftir kvöld fann ég hvað ég var að missa kjarkinn, flettandi í gegnum „match-in“ mín og samræðurnar með öllum klisjunum sem ég hafði heyrt um en vissi í raun ekki að væri raunveruleikinn. Mennirnir með fiskana, „seiðandi“ baðherbergissjálfurnar og svo allir mennirnir sem voru giftir og voru að „kanna markaðinn,““ segir hún í viðtali við Huffpost. 

Jennie var ekki í leit að skyndikynnum þannig henni virtist ómögulegt að finna mann við hæfi og taldi aldurinn ekki vera að vinna með sér: „Ég hélt þetta yrði allt í lagi því giftu vinkonur mínar sögðu mér að ég liti vel út þrátt fyrir aldur, en það sem ég fattaði ekki var að menn á mínum aldri vildu ekki vera í sambandi með konu á mínum aldri. Þeir vildu þrítugar konur.“ 

Jennie gafst samt ekki upp strax, það hlutu nú að vera álitlegir, almennilegir menn sem vildu bara eina konu og vildu það sama og hún í lífinu. „Mér hlaut að yfirsjást eitthvað augljóst með þessi stefnumótaöpp, þetta gat ekki verið allt svona. Ekkert af þeim ráðum sem ég fletti upp á netinu gerðu nokkurt gagn í að finna nálina mína í heystakkinum.“ 

Þannig Jennie gafst ekki upp og eitt kvöldið þegar hún var orðin rangeygð af „svæpi“ og „skrolli“ gúglaði hún í gamni: „Hvernig finnur maður nál í heystakki?“ 

Hún segir: „Ég var nú bara að grínast en þegar ég sá svarið rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds. Svarið var – til að finna nál í heystakki þarftu að brenna heyið. Það sem eftir er, er bara nálin, því nálin er úr málmi og brennur því ekki.“ 

„Ég vissi að þetta hlyti að vera lykillinn,“ segir Jennie. „Að pikka út strá og strá til að finna eina nál er yfirgnæfandi stórt og tímafrekt verkefni. Mér skilst að yngri konur noti Tinder eins og hobbý eða leik, og þær eru ekki alltaf að leita að „hinum eina rétta.“ Mér fannst ég ekki hafa þannig tíma. Ég vildi brenna heystakkinn og finna nálina mína.“

Þannig Jennie bjó til örfáar, einfaldar reglur fyrir leitina sem, að hennar sögn, breyttu öllu: „Ég varð mjög hörð á því hvað ég vildi og hvern ég vildi tala við þannig 100% af mínum tíma fór í að tala einungis við menn sem höfðu sömu gildi og markmið og ég.“

Fimm dögum seinna fann Jennie „nálina“ sína: „Við lokuðum bæði öllum stefnumótaöppunum okkar eftir fyrsta stefnumót (kannski ekki ráðlegt, en hvað get ég sagt, þannig var það). Hann var allt sem ég vildi: fyndinn, góður, stabíll, fjölskyldumaður, góður í sínu fagi og algerlega til í að vera bara með einni konu. Við vorum í sambandi í tvö ár og af ástæðum sem eru of flóknar til að fara út í hér gekk sambandið ekki upp. Hann er samt einn af mínum bestu vinum og ég myndi ekki vilja skipta þessari reynslu út fyrir nokkuð annað.“ 

Jennie langaði samt enn í maka. Þegar hún fór aftur af stað í makaleitina ákvað hún að móta aðferðina betur og deila henni með öðrum: „Þetta var svona mín femíniska bylting og smá í anda Ghandi að „vera breytingin sem þú vilt sjá í heiminum.“ Einnig vildi ég opna augu fólks fyrir því að fólk á miðjum aldri kann ekkert að haga sér í þessum skelfilega heimi stefnumótaappanna. Konur af okkar kynslóð kunna að sjálfsögðu að nota netið og öpp en við erum með of skarpan heila til að falla fyrir nokkru kjaftæði.“

Þannig varð Facebookhópurinn „Burned Haystack Dating Method” til þar sem nú eru fleiri hundruð konur, flestar yfir fertugu að gefa hverri annarri ráð. 

10 reglur aðferðarinnar: 

Við tölum bara við menn sem komast vel að orði og tala ekki einhverja vitleysu

Þeir vísa í prófílinn okkar (að þeir hafi í raun og veru lesið hann)

Menn sem átt í raunverulegum samræðum fram yfir „hey sæta, hvað segist“ 

Menn sem eru að borga fyrir aðganginn að appinu*

Við neitum að vera pennavinir

Neitum að rífast við menn eða eyða tíma og orku í skammir eða álíka (þó þeir eigi það kannski skilið, marga konur verða fyrir áreiti og jafnvel ofbeldi á þessum öppum)

Í staðinn BLOKKUM við þá bara

Ef samræður eru ekki á leiðinni neitt, þrátt fyrir að þær séu ágætar og ekki er möguleiki á hittingi innan viku eða tveggja vikna blokkum við þá

„Block to burn“ er orðin einskonar mantra í hópnum þar sem blokkun á stefnumótaöppum er eini möguleikinn til að hætta samskiptum og þú þarft ekki að sjá aftur þá sem þú hefur afgreitt. Þannig þarf appið einnig að sýna nýja menn í staðinn. 

Jennie segir: „Að nota þessa aðferð er virkilega að borga sig. Við erum allt í einu að hitta menn sem sýna okkur virðingu og hafa alvöru samband í huga og við erum í alvöru að fara á mjög góð stefnumót. Auðvitað þarf gagnkvæm hrifning að myndast milli þessara tveggja einstaklinga, það er sennilega engin aðferð til að tryggja slíkt. En reglurnar tryggja að þó að við höfum ekki endilega hitt sálufélagann erum við að hitta frábæra menn og njótum þess.“

Ef eitthvað virkar ekki eru allskonar konur í hópnum, vel menntaðar og geta oft gefið góð ráð. Hópurinn er meira sjálfshjálparhópur með öðrum og oft er mikið fjör að fylgjast með umræðum. Konur eru konum bestar að þeirra mati og þar má finna samansafn kvenna af ýmsum þjóðernum sem eru hoknar af lífsreynslu og tala af reynslu. Þær byggja upp vinskap, skiptast á skoðunum og hlæja mikið.

„Markmiðið er í raun að gefa ráð sem allir geta nýtt sér. Við erum miðaldra konur á stefnumótamarkaðnum en reglurnar eru eitthvað sem allir í makaleit ættu að gera nýtt sér, burtséð frá aldri, kyni eða kynhneigð. Að fylgja þessum reglum lætur okkur hægja á okkur, nýta okkur núvitund, vera heiðarlegar og almennilegar – bæði við fólk sem við hittum og líka okkur sjálfar. Það er líka valdeflandi, við verðum sterkari og verjum okkur sjálfar á þá vegu sem er skapandi og heilandi. Að gera þetta í hóp ýtir enn frekar undir þessi jákvæðu áhrif, að sjálfsögðu,“ segir Jennie að lokum.

Jennie Young er rithöfundur og prófessor við háskólann í Wyomingríki í Bandaríkjunum.

Klikkaðu á samfélagsmiðlamerkin hér fyrir neðan til þess að sjá Instagram og Facebook síður Jennie.

Gleðiskruddan: Hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði fyrir börn

Gleðiskruddan: Hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði fyrir börn

Gleðiskruddan: Hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði fyrir börn

Gleðiskruddan er dagbók fyrir börn á aldrinum 6-15 ára sem byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Það er mikilvægt fyrir börn og ungmenni að hafa tækifæri til að efla sjálfsþekkingu sína sem hjálpar þeim um leið að takast á við verkefni og áskoranir daglegs lífs. Aðferðir innan jákvæðrar sálfræði geta stuðlað að persónulegum vexti og bjóða upp á möguleika fyrir einstaklinga að blómstra. Svokölluð jákvæð inngrip eða gleðiverkfæri hafa reynst áhrifarík í að viðhalda hamingju og öðrum jákvæðum tilfinningum ásamt því að minnka einkenni þunglyndis og kvíða.

Upphaflega var bókin lokaverkefni Maritar Davíðsdóttur og Yrju Kristinsdóttur úr diplómanámi í jákvæðri sálfræði á meistarastigi. Þær fengu svo góð viðbrögð frá foreldrum þar sem bókin bæði jók hamingju og vellíðan barnanna sem og samveru barns og foreldris. Þær fundu að það væri sannarlega þörf fyrir bók af þessu tagi og héldu því áfram að stækka bókina og fór hún frá því að vera hefti í að vera 176 blaðsíðna bók. Þær fengu til liðs við sig Helgu Valdísi Árnadóttur sem myndskreytti og Matthildi Lárusdóttur til að sjá um umbrotið. Bókina gáfu þær sjálfar út í júní 2021 og hafa viðtökurnar og salan farið fram úr þeirra björtustu vonum. Fyrsta upplag Gleðiskruddunnar seldist upp á skömmum tíma og eru þær komnar langt á leið með annað upplagið.

Yrja & Marit á góðri stundu

Yrja & Marit á góðri stundu

Dagbókin telur 100 daga þar sem jákvæða inngripið þrír góðir hlutir eru í forgrunni. Þar skráir barnið niður þrjá góða hluti sem áttu sér stað þann daginn. Dögunum er skipt upp í 21 þema; tilfinningar, styrkleika, hamingju, bjargráð við streitu og kvíða, gróskuhugarfar, trú á eigin getu, sjálfstal, sjálfsvinsemd, markmið, seiglu, svefn, hreyfingu, útiveru, núvitund, öndun, að njóta, flæði, þakklæti, góðvild, bjartsýni og von. Hvert og eitt þessara þema er útskýrt á einfaldan hátt til að auðvelt sé að nýta þau í daglegu lífi.

Á hverjum degi má einnig finna gleðimola eða gleðifræ dagsins sem tengist þemanu hverju sinni í formi hugleiðinga, tilvitnana, áskorana og æfinga.

Markmið Gleðskruddunnar er að efla sjálfsþekkingu, trú á eigin getu og þrautseigju, ásamt því að auka jákvæðar tilfinningar, bjartsýni og vellíðan.

Gleðiskruddan hefur vaxið ansi hratt á fáum mánuðum og bjóða Yrja og Marit einnig upp á námskeið fyrir börn og ungmenni, bæði helgarnámskeið og lengri námskeið. Einnig bjóða þær upp á örnámskeið fyrir grunnskólanemendur sem og fyrirlestra fyrir foreldra og þá sem vinna með börnum og ungmennum. Innan skamms verða sumarnámskeiðin hjá Gleðiskruddunni auglýst en þar er lögð áhersla á gleði og að hafa gaman og er blandað saman fræðslu og leik. Ef veður leyfir er einnig farið út í náttúruna.

Nánari upplýsingar um Gleðiskrudduna og tengda starfsemi er hægt að finna á glediskruddan.is.

Gleðiskruddan er einnig á Facebook og á Instagram:

 

Ef þú leggur hjarta þitt í verkin þá ganga þau vel

Ef þú leggur hjarta þitt í verkin þá ganga þau vel

Ef þú leggur hjarta þitt í verkin þá ganga þau vel

Þórunn Eva G. Pálsdóttir fékk titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2021, hún er gift Kjartani Ágúst Valssyni og saman eiga þau tvo syni Jón Sverrir og Erik Val. Hún er menntaður sjúkraliði og í lokaverkefninu sínu árið 2019 varð Mía Magic til. Kennarinn hennar hvatti hana til þess að taka þessa hugmynd skrefinu lengra og síðan hefur Mía þróast. Þórunn hefur gefið út bók um Míu og næst á dagskrá er að hefja sölu á fallegum Míu bangsa sem unninn er út frá teikningu Bergrún Íris Sævarsdóttir myndlistamans. 

Viltu segja okkur í stuttu máli hugmyndina á bak við Mía Magic, fyrir hvað það stendur og af hverju kviknaði sú hugmynd? 

Hugmyndin á bakvið Mia Magic hefur verið mér ofarlega í huga í mörg mörg ár þannig séð. Þó ég hafi kannski ekki endilega verið með skýra mynd af Mia Magic eins og það er í dag, þá hefur mig alltaf langað til að gera eitthvað hvað sem viðkemur langveikum börn og foreldrum þeirra. 

Þegar ég skrifaði lokaverkefnið mitt í sjúkraliðanáminu vorið 2019 varð Mía til. Lokaverkefnið fékk hæstu einkunn og hvatti Ágústa kennarinn minn mig til að láta verða að því að gefa út bókina MÍA FÆR LYFJABRUNN. Það er mikil þörf fyrir bættari fræðslu í samfélaginu okkar almennt séð og er hún alls ekki minna notuð innan veggja spítalans, fyrir litla fólkið okkar þar. 

Bergrún Íris Sævarsdóttir hjálpaði mér að láta Míu fæðast fyrir lokaverkefnið mitt og síðar teiknaði hún bókina Mía fær lyfjabrunn. Þetta er svona byrjunin á þessu ævintýri. Næst voru það Míuboxin sem fæddust óvænt þann 16. október 2020, nokkrum mánuðum eftir að bókin kom út. Ég fékk þá mjög mikla löngun til þess að færa Söru Natalíu, sem er ung skvísa sem var búin að vera berjast við krabbamein, smá pakka uppá spítala og úr varð fyrsta Míuboxið. Síðan þá höfum við gefið Míubox í hverjum einasta mánuði, bæði til foreldra og barna.

Næst voru það Míuverðlaunin, ég hafði haft þá hugmynd í maganum lengi og þegar ég viðraði hana við Fríðu Björk vinkonu mína í gönguferð þann 4. febrúar 2021 sagði hún bara strax já, gerum þetta. 

Fyrstu verðlaunin  voru síðan veitt í apríl 2021 og þau næstu í október 2021, þriðju verðlaunin fara svo fram í september 2022 og erum við á fullu að undirbúa þau nú þegar. Draumurinn með þessum verðlaunum var í raun og veru bara svo við foreldrar og börn sem sækjum mikið þjónustu í heilbrigðiskerfinu getum þakkað því heilbrigðisstarfsfólki fyrir sem kemur að umönnun og þjónustu barnanna okkar á einn eða annan hátt. 

Mig langaði líka til að gera allt jákvæðara í kringum þennan starfsvettvang því þetta er mjög krefjandi starf. Við erum oft á tíðum ekki í andlegu jafnvægi þegar börnin okkar þurfa á þessum fagaðilum að halda og því kannski ekki beint að þakka þeim fyrir aðstoðina. Við hinsvegar munum eftir þeim sem eru hvað best við okkur á erfiðum tímum og halda utan um okkur þegar enginn annar gerir það. Sama á við með börnin okkar.

Hvað er það mikilvægast við Mía Magic verkefnið?

Fyrir mitt leiti er það held ég að við mismunum engum það eru allir jafnir og það vantar svolítið hérna á íslandi að sameina krafta okkar og gera hlutina saman. Það gerir enginn stórkostlega hluti einn. Það þarf samvinnu til að hlutirnir virki og við gætum aldrei haldið Mia Magic gangandi nema fyrir allt það dásamlega fólk sem hjálpar mér og Fríðu alla daga. Það að einstaklingar og fyrirtæki taki svona vel í að hjálpa okkur að gleðja foreldra og börn á svona krefjandi tímum í lífi þeirra er það allra dýrmætast sem til er. Ef þú leggur hjarta þitt í verkin þá ganga þau vel. Ekki reyna að vera önnur/annar en þú ert. 

Nú eruð þið að fara að selja Míu bangsa, viltu segja okkur frá því skemmtilega verkefni? 

Já það er svo gaman, við fengum styrk hjá Velferðarsjóði Barna fyrir framleiðslu bangsanna. Ég ákvað það um leið og ég sá Míu í fyrsta sinn eftir að Bergrún teiknaði hana að hún yrði einn daginn að bangsa. Nú er það loks að verða að veruleika og er hægt að tryggja sér eintak inná vefversluninni hulan.is í forsölu. Þetta ferli er búið að taka heilt ár. Dimm verslun ætlar að hafa Míu bangsana í verslun sinni en þar hefur bókin okkar átt heimili síðan hún kom út. Það eru allar bækur fríar hjá Mia Magic því fræðsla á ekki að kosta. Bangsarnir koma núna 16.febrúar 2022. 

Hvað er framundan hjá Míu Magic? 

Framundan er hringferð með Míubox þegar aðeins fer að vora, við erum að undirbúa það á fullu en við fengum t.d í fyrra lánaðan bíl frá Öskju og N1 hjálpaði okkur með bensín. Þakklætið til þeirra er gríðarlega mikið því við erum jú bara að byrja og eru aðilar eins og Askja og N1 okkur ofsalega dýrmæt því við viljum halda þessu perósnulegu og færa börnum og foreldrum Míuboxin sín í eigin persónu. Við getum það ekki nema með hjálp. 

Það er bók á leiðinni á þessu ári. Bergrún er að lesa yfir hana í þessum skrifuðu orðum og að teikna smá fyrir mig svo ég geti farið að sýna ykkur og safnað styrkjum svo við getum drifið hana í framleiðslu og í hendurnar á litla fólkinu okkar. 

Það er margt á döfinni hjá okkur. Sumt sem við getum ekki alveg sagt frá strax en núna á næstu vikum segjum við frá hverjir ætla að kynna næstu Míuverðlaun og afhenda þau. Það er alltaf rosa skemmtilegt að deila því! Hæfileikaríka Iistakonan Inga Elín hannar fyrir okkur næstu Míuverðlaun og er það algjörlega tryllt staðreynd. Svo stolt af því að hafa hana með okkur.

Takk fyrir spjallið elsku Þórunn Eva, gangi ykkur allt í haginn með Míu Magic.

Kemur aldrei dagur þar sem við mömmur gerum ekkert, akkúrat ekkert!

Kemur aldrei dagur þar sem við mömmur gerum ekkert, akkúrat ekkert!

Kemur aldrei dagur þar sem við mömmur gerum ekkert, akkúrat ekkert!

Anna Marín Ernudóttir hittir naglann á höfuðið í þessum stutta pistli um móðurhlutverkið og minnir þetta okkur á að við erum algerlega frábærar! 
 
10 ára púkinn minn og vinur hans voru að nöldra í mér í dag um að fara í Bónus því þeim langaði í nammi. Ég sagði þeim að ég bara nennti ekki í Bónus en þeir mættu fá pening og labba sjálfir.
 
En þú átt bíl…þú nennir aldrei að gera neitt sem við viljum heyrðist í púkanum mínum. Ok, viðurkenni að það stakk mig í hjartað, hef alltaf verið með mikinn kvíða yfir að ég sé ekki nógu góð móðir (Á góðum dögum veit ég að ég er súper mamma og pabbi, enda einstæð).
 
Anywho…. ég hugsaði þá aðeins…en hey, bíddu hver var að taka úr uppþvottavélinni og setja í hana, þrífa eldhúsið, ganga frá eftir sleepingpartí hjá honum, þvo þvottinn, hengja upp og brjóta saman úr tveimur vélum og ganga frá því, taka til á pallinum og gera heita pottinn reddí fyrir pottapartíið hans og taka rusl úr garðinum?? Elda mat og gefa þeim að éta sem ég verslaði í búðinni í gær ooooog með bananabrauð í ofninum núna fyrir sleepover partí 2! Hah, hmm??!
 
Ekki var meira sagt og þeir sáu um að kaupa sér nammi.
 
Stundum er gott að fara aðeins yfir daginn og sjá hvað maður er búinn að gera, því ég er viss um að það komi aldrei dagur sem við gerum ekkert, akkúrat ekkert.
 
Við stöndum okkur SVO VEL! Börnin eru á lífi og brosandi, thats all we need. Knús á ykkur allar mæður sem upplifa sömu tilfinningar og ég!
 
Pistillinn er birtur með góðfúslegu leyfi Önnu Marínar

„Sykur fer mjög illa í skapið á minni stelpu“

„Sykur fer mjög illa í skapið á minni stelpu“

„Sykur fer mjög illa í skapið á minni stelpu“

Læknaneminn Álfhildur Ösp Reynisdóttir býr í Álaborg í Danmörku og mun hún ljúka læknisfræði næsta vor. Hún og unnusti hennar keyptu sér íbúð á Íslandi sem þau ætla að gera upp í sumar og flytja svo heim á næsta ári.

Álfhildur og Vilhjálmur, unnusti hennar

Dóttir Álfhildar verður þriggja ára eftir tvær vikur og er henni er umhugað um að hún fái sem næringarríkasta og holla fæðu. Álfhildur heldur úti síðunni Barnabitar á Instagram þar sem hún sýnir foreldrum uppskriftir sem henta börnum, enda eru þær fallegar, einfaldar og fljótlegar.

 

 
 
 
 
 
View this post on Instagram
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

A post shared by BARNABITAR (@barnabitar)

Þegar dóttir Álfhildar var þriggja, fjögurra mánaða fór brjóstagjöfin að ganga brösuglega að sögn Álfhildar og hún virtist óánægð og ekki vera að fá nóg: „Sama hvað ég reyndi að gera – borða meira, drekka mikið vatn, drekka mjólkuraukandi te og prófaði öll ráðin í bókinni þá gekk þetta bara ekki. Ég tók þetta mikið inn á mig, sem er ábyggilega ástæðan fyrir því að ég lagði strax svona mikið púður í matinn hennar. Ég hafði lesið mér mikið til og lærði að það sem skipti mestu máli (með fjölbreytni) væri að vera staðfastur og bjóða það sama aftur og aftur og aftur. Ég ákvað þess vegna, til að skora á sjálfa mig og á sama tíma mögulega að veita innblástur, að búa til Instagramsíðu með matnum hennar. Viðtökurnar urðu mjög hratt svo ótrúlega góðar að það varð ekki aftur snúið!“

Með dótturinni heppnu!

Álfhildur leggur mikið upp úr því að maturinn sem hún setur inn sé ekki bara næringarríkur heldur líka fljótlega gerður: „Seinnipartinn þegar orkan á heimilinu er ekki alveg sú mesta, er þægilegt að geta gripið í einfalda hluti og á sama tíma gefið góða næringu.“ Instagramsíða Barnabita er dásamlega falleg og maturinn afskaplega girnilegur. Er maturinn alltaf svona? „Það er auðvitað ekki meginatriði að maturinn sé fallega framreiddur, aðalatriðið er innihaldið. Stelpan mín hefur samt ótrúlega gaman af þessu og oft verið mun spenntari fyrir matnum, þegar hann er skemmtilega lagður á borðið.“  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

View this post on Instagram

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  A post shared by BARNABITAR (@barnabitar)

 

Hversu mikilvægt er að foreldrar gefi sér tíma að elda mat fyrir barnið/börnin, að þínu mati?

„Ég er mjög meðvituð um það á sama tíma að vera einlæg og setja ekki pressu á mæður – mér finnst hún nóg nú þegar. Þetta eru bara mínar hugmyndir og ber ekki að taka sem heilögum. Mæður þekkja sín börn best og börn eru eins misjöfn og þau eru mörg.“

Sérð þú mun á þínu barni eftir því hvað það borðar?

„Ég sé mikinn mun á stelpunni minni eftir hvað hún borðar. Það er auðvitað misjafnt eftir börnum, en mikill sykur fer mjög illa í skapið á minni stelpu.“

 

 
 
 
 
 
View this post on Instagram
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

A post shared by BARNABITAR (@barnabitar)

Hvert er svo næsta skref? Bók kannski? „Ég veit ekki alveg sjálf hversu langt ég geng með síðuna. Nokkrir góðir í kringum mig hafa ýtt í mig og bent mér á að ég ætti að gera bók. Ég veit sjálf ekki hvort ég leggi í það, með læknisfræðinni og móðurhlutverkinu – en hver veit, það væri ótrúlega gaman!“

Við á Mömmunni þökkum Álfhildi kærlega fyrir spjallið og bendum að sjálfsögðu á Barnabita á Instagram!

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

View this post on Instagram

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

A post shared by BARNABITAR (@barnabitar)

106 ára dansari bannar notkun orðsins „gömul“

106 ára dansari bannar notkun orðsins „gömul“

106 ára dansari bannar notkun orðsins „gömul“

Eileen Kramer slakar ekkert á þó hún sé orðin 106 ára gömul. Hún skrifar sögu á dag þar sem hún býr, á hjúkrunarheimili í Sydney, Ástralíu, gefur út bækur og hefur tekið þátt í málverkakeppni, þeirri virtustu þar í landi.

Eileen bjó í áratugi erlendis, en sneri aftur í heimaborg sína Sydney, 99 ára gömul. Síðan þá hefur hún unnið í samstarfi við fjölmarga listamenn til að sinna ástríðu sinni – dansinum.

Eileen dansar enn – þokkafullar og dramatískar hreyfingar þar sem hún notar efri hluta líkamans. Á síðastliðnum árum hefur hún einnig starfað sem danshöfundur (e. choreographer).

„Síðan ég kom aftur til Sydney hef ég verið svo upptekin – ég hef tekið þátt í þremur danssýningum hjá NIDA (National Institute for Dramatic Art) og sjálfstæðum leikhúsum. Ég hef komið fram á tveimur stórum danssýningum í Adelaide ogBrisbane, ég hef leikið í mynd, komið fram í litlum uppfærslum, skrifað þrjár bækur og í dag er frídagurinn minn og ég er í viðtali!“ segir hún glöð í samtali við blaðamann BBC Ástralíu.

Hún er oft spurð hvaðan hún fær alla þessa orku – og hvort dansinn sé leyndarmál við háan aldur hennar. Hún svarar því að hún banni orðið „gömul“ og „aldur“ og notar þau ekki. Hún minnir blaðamann reglulega á það í viðtalinu: „Ég segi, ég er ekki gömul, ég hef bara verið hér í langan tíma og lært ýmislegt á leiðinni. Mér líður ekki eins og fólk segist líða þegar það er gamalt. Viðhorf mitt til sköpunar er nákvæmlega það sama og þegar ég var lítil stúlka.“

Eileen hefur á síðastliðnum árum staðið fyrir, fjármagnað, hannað dansa og komið fram á mörgum danssýningum sem hún skapar út frá lífi hennar. Hún var komin hálfa leið með nýtt dansmyndband þegar öllu var lokað vegna Covid í Sydney og setti það strik í reikninginn. En ekki lengi.

„Ég gat ekki farið á staðinn, þannig ég skrifaði bók í staðinn,“ segir hún hlæjandi. „Sagan um hvernig við gerðum myndina.“

Staðsetning takanna var sérstök fyrir Eileen. Myndin gerist innan í stóru Moreton Bay fíkjutré í úthverfi Sydney, Glebe. Lyktin af trjánum, stóru fíkjurnar og hlátur hláturfuglanna (e. kookaburra) var það sem dró Eileen aftur til Sydney. „Þetta trét hafði áhrif á danshönnunina mína. Hefur þú séð þetta tré? Það er eins og reim höll í ævintýri, tók mig til baka til æskunnar.“

Við tökur myndarinnar „The Gum Tree”

Það á eftir að taka nokkur atriði í myndinni, svo verður hún klippt og búin til tónlist. Á meðan ætlar útgáfufyrirtækið hennar, Basic Shapes, að gefa út bókina um verkefnið síðar á þessu ári. Hún hefur einnig gefið út smásagnasagnið Elephants and Other Stories.

Covid einangrunin hefur ekki haft áhrif á hana: „Mér er alveg sama um Covid. Ég hef ekki verið einmana eða lokuð inni, þegar þú skrifar er það félagsskapurinn þinn.“

Eileen er orðin fræg í Elizabeth Bay, þar sem hún býr. Fullt af listamönnum hélt sýningu fyrir framan gluggann hennar þegar hún varð 106 ára í nóvember: „Ég varð mjög hissa, ægilega glöð og það snerti mig mjög. Þau létu mig í stól fyrir framan gluggann og gáfu mér blöðrur til að hrista þegar það kom pása.“


Litríkt líf

Eileen Kramer er fædd í Mosman Bay, Sydney árið 1914 og var hún dansari sem ferðaðist með Bodenwieser ballettinum í áratug. Hún ferðaðist til Indlands, og síðar settist hún að í París og svo New York þar sem hún bjó til 99 ára aldurs.

Hefur hún því dansað í fjórum heimsálfum og í heila öld. Segir hún að dansinn hafi verið hennar fyrsta ást.

„Ég hef alltaf umgengist dansara svo ég hef aldrei verið einmana. Ólíkt mér giftu sig margir og eignuðust börn eða fóru aftur til Evrópu. Ég hinsvegar þoldi allt þetta óþægilega við dansaralífið.“

Þegar Eileen bjó í París sat hún fyrir sem módel hjá listamönnum: „Það var dálítið hættulegt að sitja fyrir en ég þekkti flesta listamennina.“ Að vera nakin truflaði hana aldrei þar sem það var vegna listarinnar. Hún lærði mikið af frægum, frönskum listamönnum.

Í dag segir samstarfskona hennar, Sue Healy, að vinna með Eileen sé að „upplifa lifandi söguna.“

„Hún er tengingin við fyrstu daga ástralsks nútímadans – og fyrir mig sem danshönnuð er þetta algert gull! Hún höndlar lífið af fágun og sköpunarkrafti. Hún er algerlega við stjórnvölinn og er alltaf að búa til eitthvað nýtt.“

Pin It on Pinterest