Að undirbúa gæludýr fyrir komu nýs fjölskyldumeðlims

Að undirbúa gæludýr fyrir komu nýs fjölskyldumeðlims

Að undirbúa gæludýr fyrir komu nýs fjölskyldumeðlims

Áttu von á barni og átt þú gæludýr? Þá er þessi grein fyrir þig! Það er bráðum tími á að leyfa „loðbarninu“ að hitta nýja barnið, en eins og ætla má er þetta stór breyting fyrir gæludýrið. Það hefur átt þína athygli í langan tíma. Hvernig er hægt að hjálpa þeim að aðlagast og læra að elska nýju viðbótina og um leið viðhaldið öryggi barnsins?

Það er ýmislegt hægt að gera til að gera breytinguna auðveldari fyrir alla.

Undirbúðu gæludýrið með að sjá, heyra í og lykta af barni. Áður en barnið fæðist, spilaðu barnahljóð sem þú finnur á YouTube af og til og þú getur líka tekið dúkku sem lítur raunverulega út og þú ert að „hugsa um“ svo gæludýrið sjái. Það hljómar auðvitað furðulega, en þú getur þóst skipta á barninu, sett það í vögguna/rúmið og kerruna/vagninn.

Ef þú hefur ekki farið með hundinn þinn í hlýðniþjálfun er sniðugt að gera það snemma á meðgöngunni. Eitt af því mikilvægasta sem hundurinn þarf að læra er: Enginn hopp! Það getur verið að slefið og sleikir fari ekki í taugarnar á þér en að hoppa upp á getur slasað nýfætt barn.

Ef þú leyfir gæludýr á sófanum er sniðugt að setja nýja reglu og leyfa það ekki.

Finndu nýjan svefnstað/klósett tímanlega. Ef rúm gæludýrsins eða sandkassinn er á stað sem þú vilt ekki að það sé, skaltu færa það tímanlega svo það verði ekki fyrir þar sem barnið sefur eða mun leika sér. Gerðu það löngu áður en barnið kemur svo dýrið tengi það ekki við að barnið hafi „tekið stað þess.“

Gerðu alltaf ráð fyrir gæðastund.Það er augljóst að þú munt ekki hafa jafn mikinn tíma fyrir gæludýrið eftir að barnið kemur. Skipulagðu fram í tímann hvenær þú munt leika við það eða gefa því sérstaka athygli.

Búðu alltaf til tíma fyrir hreyfingu. Efþú telur að þú getir ekki gefið dýrinu tíma til að hreyfa það, biddu þá einhvern annan að gera það eða borgaðu einhverjum sem þú þekkir fyrir að fara t.d. með hundinn út.

Vertu vakandi fyrir viðvörunarmerkjum.Ef dýrið þitt á til að urra, sýna „dónaskap,“ leika gróflega eða dýrið hlustar ekki á skipanir, skaltu grípa inn í áður en slys kunna að eiga sér stað. Ef þú vinnur með vandann snemma og færð kannski hjálp frá þjálfara ættir þú að geta átt við vandann áður en barnið kemur.

Láttu dýrið og barnið hittast á varfærinn hátt.Best væri að fagna dýrinu fyrst þegar þú kemur inn eftir að hafa átt barnið og láta fjölskyldumeðlim halda á barninu, ef það er hægt. Svo getur þú látið dýrið eða dýrin „hitta“ barnið, eitt í einu ef þau eru fleiri en eitt. Ef þú sérð einhvern vanda í uppsiglingu, aðskildu þau með því að taka barnið út úr herberginu. Ekki refsa dýrinu en ef þú sérð einhverja árásarkennd skaltu hafa samband við fagmann. Ekki láta stressað dýr hitta barnið. Ef dýrið sýnir streitumerki, s.s. öran andardrátt, það reikar um herbergið, ýlfrar eða ýfir kambinn eða sýnir tennur skaltu ekki láta barnið vera í sama herbergi og dýrið. Lærðu á merki dýrsins og haltu alltaf öruggri fjarlægð ef þú sérð þessi merki.

Gefðu dýrinu svæði sem barnið er ekki á.Eins mikið og dýrið og barnið kunna að læra að elska hvort annað, þurfa dýrin sitt sérstaka svæði.

ALDREI láta smábarn vera eitt með dýrinu.Alveg sama hversu yndislegt og vel upp alið dýrið er, má aldrei gleyma því að dýr er dýr. Þau geta verið óútreiknanleg og geta slasað eða jafnvel valdið andláti nýbura eða barna. Sú áhætta er ekki þess virði.

Ef þú undirbýrð þig vel ætti þetta ekki að verða vandamál!

 

Heimild: WebMd

Svona er að vera mamma með vefjagigt

Svona er að vera mamma með vefjagigt

Svona er að vera mamma með vefjagigt

Hvernig er að lifa – og vera foreldri – með ósýnilegan sjúkdóm? Að eyða dögunum á sófanum með þrjú lítil kríli hlaupandi um er ómögulegt.

Felissa Allard segir hetjulega sögu sína á Self.com og ræðir hvernig sé að vera mamma með vefjagigt:

„Ímyndaðu þér að líta út fyrir að vera fullkomlega heilbrigð en finna stöðugt til sársauka. Ímyndaðu þér svo að enginn trúi þér og segi þér að þetta sé allt í hausnum á þér. Þannig er líf með vefjagift. Þú getur verið ímynd heilbrigðis, en að innan er ekkert nema verkir, sársauki og örmögnun.

Ímyndaðu þér nú að líða þannig en einnig vera ábyrg fyrir þremur litlum einstaklingum. Þetta er líf mitt, alla daga, sem mamma með vefjagigt.

Ég var 15 ára þegar ég fór að finna fyrir furðulegum verkjum í liðum. Fjölskyldusagan sagði að liðagigt væri ættgeng þannig ég hafði áhyggjur af því. Hvernig myndi það hafa áhrif á líf mitt í menntaskóla, hafnarboltann og fjölskyldu mína? Mamma fór með mig frá lækni til læknis, spítala til spítala til að finna út hvað væri að. Ég sá bara efasemdirnar á andlitum læknanna. Allar blóðprufur virtust eðlilegar. Nei, ekki liðagift. Ekki Lyme-sjúkdómurinn heldur. Ekkert krabbamein.

Felissa Allard

Loksins á barnaspítalanum spurði læknirinn um vefjagigt. Afsakið, hvað? Ég hafði aldrei heyrt um hana. Það voru engar auglýsingar sem auglýstu lyf við sjúkdómnum eins og sjást í dag. Lítil umræða var um vefjagigt. En læknirinn var býsna viss að ég væri haldin henni.

Samkvæmt the Mayo Clinic er vefjagigt sjúkdómur sem einkennist af víðtækum stoðkerfisverkjum og þeim fylgja þreyta og vandkvæði við svefn, minni og skap. Vefjagigt er ósýnilegur sjúkdómur, líkt og drómasýki, berklar eða eða fitusaurslífssýki. Að utan lítur út fyrir að vera allt í góðu, þannig það er erfitt fyrir aðra að ná því að þú ert veik/ur.

Jú jú, ég var alltaf þreytt, svaf illa og hafði liðverki, en ég gat ekki annað séð af því sem ég las að vefjagigt væri sjúkdómur fyrir gamlar konur! Það var samt ekki svo.

Áfall getur orsakað vefjagigt. Hún getur líka komið með tímanum. Vitneskjan um þetta tvennt hjálpaði mér að átta mig. Ég hafði misst bróður minn úr sjaldgæfum erfðasjúkdómi og tvíburasystir mín hafði hann líka og var oft á spítalanum. Læknirinn staðfesti það um leið að þetta tvennt gæti talist alvarlegt áfall.

Ég hef nú lært að streita gerir allt verra. Það er líka það eina sem er algerlega ómögulegt að forðast þegar þú ert mamma.

Eftir að hafa lifað nokkur ár með sjúkdómnum hef ég lært að stjórna og höndla sjúkdóminn betur. Ég er farin að sjá fyrir köstin. Fyrir suma er vefjagigtin endalaus barátta en hjá mér kemur hún í streitutímabilunum. Þegar ég var ein, var þetta lítið mál. Enginn var að spá í því hvort ég væri heilan dag á sófanum eða í rúminu. En um leið og ég ákvað að eignast fjölskyldu varð mun erfiðara að hafa stjórn.

Mömmur fá ekki frí svo dögum skiptir. Við fáum ekki veikindadaga eða frídaga. Og við fáum alveg pottþétt ekki að sofa út. Ef ég sé ekkert barn fyrir klukkan sjö á morgnana er það frábær morgunn.

Ég náði að vera (mestmegnis) róleg fyrstu tvær meðgöngurnar mínar. En um leið og börnin komu var engin leið að stjórna streitunni. Allt stressaði mig, smá hnerri, hor eða hiti lét mig verða óttaslegna, eins og allar nýjar mæður. Stressið jókst, vefjagigtin jókst. Liðverkirnir voru stöðugir og höfuðverkirnir tífölduðust.

En sem mamma er það mitt verkefni að setja börnin í fyrsta sæti. Það þýddi líka að heilsan var í öðru sæti.

Að vanrækja heilsuna var ekki að gera neitt gott fyrir krakkana og ég áttaði mig á að hafa stjórn á vefjagigtinni var hluti þess að vera góð mamma.

Að horfa á mig – þú heldur kannski að ég sé ofurmamma. Alltaf brosandi, með blásið hár og fullkomnar neglur. En á kvöldin hentist ég í rúmið með hitapoka, bólgin hné uppi á fullt af púðum. Næsta morgun var hreint helvíti að komast upp úr rúminu. Ég vildi ekki kvarta. Allar mömmur, sérstaklega nýjar mömmur, eru þreyttar og verkjaðar. En ég vissi að vefjagigtin var að auka vandann. Ég gat ekki verið sú mamma sem ég vildi vera ef ég næði ekki stjórn á gigtinni.

Þar sem streita eykur vefjagigtina var lykilatriði fyrir mig að minnska hana, reyna að ná tökum á henni. En hvernig? Fyrir mömmur er engin leið að útrýma stressi. Ég ákvað þó að gera hluti sem myndi hjálpa mér þó ekki væri nema smá. Ég fór í jógatíma vikulega og ég fór að sofa betur. Eða, eins vel og þriggja barna móðir getur sofið á nóttu!

Öðru hvoru fór ég í nálastungu sem hjálpar höfuðverkjum og liðverkjum. Og ég veit það hljómar furðulega en ég les eitthvað „heilalaust“ á hverjum degi og það hjálpar mér að slaka á og losna undan einhverri streitu daglegs lífs.

Það er engin lækning við vefjagigt, ekki enn. Og þó það sé ömurlegt ætla ég ekki að leyfa þessum ósýnilega sjúkdómi mínum að hindra mig í að lifa lífi mínu og vera sú móðir sem ég vil vera. Alla daga er þetta barátta, en ég gefst ekki upp – bæði fyrir mig og börnin mín.

Heimild: Self.com

Myndir af börnum á samfélagsmiðlum: Hvað skal forðast og hvað skal gera

Myndir af börnum á samfélagsmiðlum: Hvað skal forðast og hvað skal gera

Myndir af börnum á samfélagsmiðlum: Hvað skal forðast og hvað skal gera

Foreldrar í dag lifa í allt öðrum heimi en þeirra foreldrar gerðu og rafræn nálægð er nú æ vinsælli. Það er augljóst hvers vegna – fjölskyldur búa sitthvoru megin á hnettinum eða landinu og vilja vera í samskiptum og deila myndum og minningum með fjölskyldumeðlimum. Mömmur setja myndir af fyrstu hjólaferðinni, nýja barninu og unglingnum að útskrifast og um leið sjá allir vinir og fjölskylda myndirnar.

Það eru hinsvegar hættur í þessu öllu saman.

Að deila myndum, myndböndum og upplýsingum um börnin okkar hefur verið í gangi í um áratug. Það sér ekki fyrir endann á því og ef eitthvað, eru foreldrar orðnir sáttari við að deila myndum af börnunum sínum á samfélagsmiðlum.

Samkvæmt Security, varWall Street Journal fyrst til að nota orðið „sharenting“ (engin góð íslensk þýðing tiltæk!) árið 2012. Foreldrar eru nú orðnir svo vanir þessu að þeir hugsa sig ekki tvisvar um lengur.

Könnun var gerð af Security varðandi venjur foreldra á netinu og um 80% foreldra notuðu full og raunveruleg nöfn barna sinna. Hví ekki, myndir maður spyrja? Foreldrar telja að síðurnar þeirra séu aðeins skoðaðar af vinum og ættingjum, en staðreyndin var einnig sú að átta af hverjum 10 foreldrum voru með fólk á vinalistanum sínum sem það hafði aldrei hitt.

Friðhelgisstillingar

Það er mikilvægt að ræða friðhelgisstillingar (e. privacy settings) á samfélagsmiðlum því þær veita öryggistilfinningu þegar myndum af börnum er dreift á netinu. Þó er aldrei 100% öruggt að myndum af barninu þínu kunni að vera deilt með ókunnugum. Samt sem áður er mikilvægt að þú skoðir þessi mál reglulega, því oft er efni stillt á „public“ af sjálfu sér. Það er alltaf möguleiki á að einhver hafi vistað myndina sem þú deildir og getur svo deilt henni áfram. Góð þumalputtaregla er að hafa í huga að allt sem þú deilir á netinu getur gengið þér úr greipum og verið deilt opinberlega án þinnar vitundar eða stjórnar.

 

Athugaðu smáatriðin

Ef þú vilt deila myndum og upplýsingum af börnunum þínum á netinu, haltu smáatriðunum utan deilingarinnar. Samkvæmt NBCer einnig möguleiki á að einhver gæti stolið auðkenni barnsins þíns og þetta er hægt að gera með því að skoða hvenær barnið er fætt. Annað sem ber að hafa í huga er þegar barnið fer (aftur) í skólann. Foreldrar elska að deila þeim myndum af börnunum en oft fylgir með í hvaða skóla barnið gengur. Þetta geta verið upplýsingar sem þú vilt ekki að hver sem er hafi.

Þessar myndir eru skemmtilegar, en þurfa þær að vera á samfélagsmiðlum?

Þrennt sem þú vilt forðast að deila um barnið þitt á samfélagsmiðlum:

  • Fullt nafn barnsins
  • Fæðingardagur
  • Nafn skólans

 

Allt þetta getur sett barnið í hættu.

Íhugaðu sérstakan aðgang

Þegar foreldrar vilja deila einhverju um barnið á netinu er skynsamlegt að takmarka aðgang að efninu. Það eru stillingar, líkt og á Facebok, sem leyfa þér að velja með hverjum þú vilt deila efninu. Það gæti t.d. verið nánasta fjölskylda. Þetta getur þó tekið tíma og ekki nenna allir foreldrar þessu, eða muna eftir því í hvert skipti. Það gæti verið sniðugt að búa til sér aðgang fyrir barnið. Þú getur sett fullt af efni þar inn, sem barnið hefur gaman af að skoða þegar það verður eldra. Þannig getur þú verið viss um að enginn ókunnugur hafi aðgang að upplýsingum og myndum.

Biddu um leyfi

Að fá samþykki er mjög mikilvægt og foreldrar kenna börnum sínum það. Það þarf samt að minna foreldrana á að stunda það sjálfir! Þegar kemur að því að pósta um eldri börn og unglinga ættu foreldrar að hafa það fyrir reglu að spyrja þau hvort megi deila myndinni á samfélagsmiðla. Að spyrja barnið hvað þú mátt og hvað ekki lætur því finnast að þú virðir það og það hjálpar því að hafa eitthvað um það að segja.

Heimild: Moms.com

11 gildi sem allir foreldrar ættu að kenna börnum sínum: Myndband

11 gildi sem allir foreldrar ættu að kenna börnum sínum: Myndband

11 gildi sem allir foreldrar ættu að kenna börnum sínum: Myndband

Foreldrar eru ábyrgir fyrir að gefa börnum sínum góð ráð, og hefjast þarf handa snemma. Svo er ekki nóg að gefa ráð, foreldrar þurfa sjálfir að fara eftir þeim! Hvort sem það snýst um að koma fram við aðra af virðingu eða sýna sjálfsaga, þá eru foreldrar fordæmið sem barnið sér. 

Hér er alveg frábært myndband frá Practical Wisdom:

 

Stórsniðugt: Sandur úr Cheerios!

Stórsniðugt: Sandur úr Cheerios!

Stórsniðugt: Sandur úr Cheerios!

Alma Rut heldur úti síðunum Leikum okkur á Instagram og Facebook. Alma Rut ákvað að prófa að búa til sand fyrir dóttur sína eftir að hún sá hugmyndina á Pinterest, sand úr Cheerios.

Alma varð nefnilega vör við að dóttir hennar var mikið að setja sand og steina upp í sig. Henni fannst þetta stórsniðug hugmynd og ákvað að prufa að búa til sand úr Seríósi, eins og við köllum það á íslensku! Þú tekur bara morgunkornið og setur það í matvinnsluvél og hellir í ílát! Gaman að leika og má borða. Gæti það verið betra?

Svo er líka hægt að hafa Seríósið bara heilt og búa til dýragarð eða frumskóg!

Smellið á hnappana hér að neðan til að fara inn á síður Leikum okkur hjá Ölmu Rut. Margar frábærar hugmyndir fyrir foreldra og börn!

 

Pin It on Pinterest