Góð ráð! Hvernig á að auka sjálfstraust barna þinna í skólanum

Góð ráð! Hvernig á að auka sjálfstraust barna þinna í skólanum

Góð ráð! Hvernig á að auka sjálfstraust barna þinna í skólanum

 

Byrjun skólaársins er frábær tími til að „endurmóta“ viðhorf barnanna okkar. Börnin þurfa oft að byrja í nýjum árgangi, nýjum skóla jafnvel þannig þau geta glímt við alls konar efasemdir um sig sjálf og þau þurfa því að vera örugg með sig. Til að þrífast, bæði tilfinningalega sem og í náminu sjálfu, þurfa börn bæði að trúa á hæfileika sína og einnig skilja hverjir hæfileikar þeirra eru.

Það er skiljanlegt að foreldrar óski þess heitast að verja börn gegn mistökum og að þau upplifi ekki höfnunartilfinningu eða að þau hafi brugðist. Þau þurfa samt rými til að „melta“ þessar tilfinningar – því þannig læra þau. Að læra af slíkum mistökum eða einhverju tilfinningalegu uppnámi af einhverju tagi mun hjálpa þeim að þroskast og fullorðnast. Með ferðalaginu í gegn um þeirra eigin styrk- og veikleika þróa börnin með sér heilbrigða sjálfsmynd

Með heiðarleika, gagnsæi og einlægni getum við hjálpað börnunum okkar í gegnum nýja skólaárið með frábærum árangri.

Hér eru nokkur ráð sem foreldrar af vefnum Parents.com gefa öðrum foreldrum! 

Litlir Post-it miðar

„Að skrifa til barnanna minna er ein leið sem ég nota til að tengjast þeim,” segir faðir einn. „Ég tengist þeim og eykur sambandið við þau í gegnum miða sem ég set í nestið þeirra. Það gefur þeim sjálfstraust og kraft til að átta sig á að þau eru mikils virði og það er einnig áminning um ástina sem bíður þeirra þegar þau koma heim.“

Jákvæðar staðhæfingar

Staðfestingar (e. affirmation) eru kort með jákvæðum staðhæfingum sem börn geta lesið og sagt upphátt. Þetta má nota sem daglega núvitundaræfingu eða verkfæri til að bregðast við erfiðum tilfinningum eða reynslu. Það getur reynst vel fyrir börn að fara með slíkar staðhæfingar eins oft og hægt er. samkvæmt Psychology Today segir að því oftar sem við endurtökum jákvæðar hugsanir/staðhæfingar, því auðveldara er að minnast þeirra yfir daginn.

Húðkrem eða ilmur

Lykt eða eitthvað sem minnir á öryggi. Sjálfsöryggi þýðir að einstaklingi finnst hann vera öruggur og lykt getur hjálpað okkur að muna að við erum örugg. Hvaða ilmur eða lykt sem barnið þitt líkar við er hægt að taka með í litla flösku eða pakkningu sem þau geta lyktað af milli tíma.

Fjölskyldumynd

Sjálfstrausts„búst“ getur falið í sér að barnið er minnt á hversu elskað það er. Að vera minnt á fjölskylduna, menninguna eða arfleifðina eykur sjálfstraust og það er góð hugmynd að setja fjölskyldumynd einhvers staðar þar sem barnið getur horft á hana og fundið fyrir hlýju og öryggi.

 

Dagbók eða skipulagsmiðar

Að skrifa niður það sem þarf að gera og minna barnið á getur hjálpað því að halda sig við verkin og undirbúa sig. Þetta getur líka verið notað til að létta á barninu, sérstaklega ef það á erfitt með að skipuleggja sig eða sjá hluti fyrir fram. Að hafa eitthvert kerfi við lýði getur minnkað óvissu. Vertu viss um að dagbókin eða skipulagsmiðar séu rökréttir og innihaldi skýr skilaboð. Tilgangurinn er ekki að búa til kvíða eða ýta undir formfestu.

Miðar með umræðuefni

Ef barnið á erfitt með að halda uppi samræðum er sniðugt að búa til miða með setningum sem hægt er að spyrja að eða búa til umræðuefni.

Að lesa með barninu

Hvaða bók höfðar hvað mest til barnsins þíns? Hvernig líður því eftir lestur? Sniðugt er að finna uppáhalds bók barnsins og halda henni við með því að lesa hana reglulega. Þannig búið þið til tíma fyrir ykkur og veitir lesturinn barninu öryggi.

Föt sem börnunum líður vel í

Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir þau börn sem eru „skynsegin“ en það er íslenska yfir þau börn sem hafa greiningar á taugamargbreytileika. 

Börn sem greind eru með einhverfu eða ADHD til dæmis skipta oft um föt. Þar sem föt hafa mismunandi áferð, stíla og liti er því um að ræða leið fyrir þau börn til að tjá sig. Sumir vilja ráða sjálfir í hverju þeir eru til að sýna hvernig þeim líður. Einnig má nota hárskraut, sólgleraugu, skó og mismunandi hárstíla. Svo er sniðugt að gefa þeim skartgripi sem geta sagt hvernig skapi þau eru í þann daginn.

 

Fyrir foreldra: Þegar börnin flytja að heiman

Fyrir foreldra: Þegar börnin flytja að heiman

Fyrir foreldra: Þegar börnin flytja að heiman

Að finna rétt jafnvægi þegar börnin fara að heiman, eða „fljúga úr hreiðrinu“ getur reynst mörgum foreldrum erfitt. Það fer hins vegar eftir því hversu tengd/ur þú ert börnunum, hversu erfitt eða auðvelt aðskilnaðurinn kann að vera.

Þið óluð upp börn og lögðuð mikið á ykkur og svo kemur að því að þau finna sér íbúð, fara í samband eða flytja af landi brott. Ánægjulegt, eða hvað? Kannski ekki alltaf. Börnin finna líka fyrir söknuði og eiga einnig erfitt með að fara frá heimilinu, kannski fyrir fullt og allt. Mörgum foreldrum reynist þetta erfitt og kvíðvænlegt. Hvað ef allt verður ekki í lagi? Hvað getum við gert?

Samkvæmt Psychology Today er ráðlagt fyrir foreldra að greina hvernig tengslin eru áður en ungmennið flytur að heiman eða þegar sú staða kemur upp.

Öruggir foreldrar

Öruggir foreldrar eru þeir sem eru hvað farsælastir í þessum stóra „aðskilnaði“ og halda sambandi og hvetja ungmennið til að kanna nýjar slóðir. Þessir foreldrar horfa á heiminn sem öruggan stað og hafa sterk félagsleg tengsl og hafa ekki miklar áhyggjur að missa tengsl við börnin sín. Þar sem foreldrarnir eru andlega sterkir er líklegt að hið brottflutta ungmenni sé það einnig. Þessi ungmenni eru einnig líklegri til að vera sjálfstæðari og halda sínum sérkennum og eru þar af leiðandi líklegri til að standa sig vel í skóla sem og lífinu almennt.

Forðunarforeldrar

Þeir foreldrar sem eiga til að forðast átök eða afgreiða hlutina fljótt geta saknað barnanna sinna í fyrstu en aðlagast nýjum raunveruleika fljótt. Í sumum (öfgafullum) tilfellum geta þau jafnvel fagnað því að hafa fengið líf sitt til baka og gera það jafnvel opinberlega. Um leið og börn þeirra flytja að heiman eru þeir líklegri til að halda áfram með líf sitt og eru ánægðir með að börnin þeirra hafi samband við þá, en ekki öfugt. Ef barnið hefur samband varðandi félagsleg mál eða særðar tilfinningar getur verið að foreldrið hafi ekki áhuga á að ræða þau mál en annað virðist vera uppi á teningnum þegar barnið ræðir keppni af einhverju tagi, eða það er að klífa metorðastigann. Þeir foreldrar eru líklegir til að blanda sér í málin og eru jafnvel stjórnsamir. Vegna þess hve árangursdrifnir þeir eru getur verið að þeir hafi samband við barnið bara til að fá að frétta af árangri þess. Hins vegar upplifir barnið þetta sem sjálfselsku þar sem foreldrarnir eru ekki mjög áreiðanlegir og veita barninu ekki þann stuðning sem það þarfnast.

Uppteknir eða kvíðnir foreldrar

Þeir foreldrar sem eru mjög uppteknir í daglegu lífi eða glíma við kvíða eru líklegastir til að upplifa depurð eða missi þegar börn þeirra flytja að heima. Þeir eru líklegir til að sakna sambandsins sem þeir áttu við barnið (jafnvel þótt sambandið hafi ekki verið sérlega gott). Þessir foreldrar hafa áhyggjur af samböndum og vilja að þeir séu elskaðir og fólk þurfi á þeim að halda og þar af leiðandi eiga þeir erfiðara með að sleppa hendinni af barninu. Þeir vilja oft fá meiri athygli frá barninu og það sé alltaf í sambandi og þeir séu minntir á það góða í sambandi þeirra og vilja vera nálægt því. Þeir eru einnig líklegri til að hafa áhyggjur af félagslífi barnsins og einnig frammistöðu þess í skóla eða í vinnu. Í sérstökum tilfellum getur slíkt gengið út í öfgar; þeir geta verið allt of afskiptasamir eða „hangið í“ barninu. Þetta getur orsakað að barnið vill ekki kanna heiminn og/eða verið ósjálfstætt, þar sem foreldrið hindrar barnið í sjálfstæði.

Óttaslegnir foreldrar

Þessir foreldrar eru ólíkir hinum því þeir eru bæði kvíðnir og forðast náin sambönd. Þeir geta farið frá því að vera of nálægt barninu og svo algerlega lokast og vilja ekki nein samskipti. Í öfgafyllri dæmum geta þessir foreldrar orðið fjandsamlegir, jafnvel, og ásaka barnið um afskiptaleysi eða væna það um að elska þá ekki. Eins og sjá má, er þetta mynstur líklegt til að valda barninu mikilli streitu og ábyrgðartilfinningu og getur það sveiflast frá því að finnast það vera eitt í heiminum og afskiptalaust. Slíkar uppeldisaðstæður bjóða upp á að barnið verði síður sjálfstætt og sé hrætt við að kanna heiminn.

Að horfast heiðarlega í augu við sig sjálfa/n getur látið þig sjá hvers konar foreldri þú ert og hvernig samskiptum við barnið þitt er háttað. Börnin okkar verða líklega ekki heima að eilífu þannig það er ekki úr vegi að athuga hvort hægt sé að breyta um „taktík“ til að aðskilnaðurinn verði sem auðveldastur fyrir alla. Þrátt fyrir að sjá sjálfa/n sig í einhverju af þessum mynstrum, ekki láta það hafa áhrif á hversu oft þú hefur samband við barnið þitt eða hvernig samskiptunum er háttað. Sniðugt er að ákveða tíma í hverri viku þar sem foreldri/foreldrar og barn/börn „taka stöðuna.“ Best er að gera slíkt í persónu eða í síma, ekki í gegnum textaskilaboð.

Ekki hætta samskiptum við barnið eða refsa því fyrir að hafa of oft samband eða of sjaldan að þínu mati.

Gefðu barninu þínu tíma og rými til að finna út úr eigin lífi.

Barnið má gera mistök til að læra og halda áfram. Og þú getur svo alltaf verið til staðar þegar það snýr aftur til þín til huggunar, hvatningar og stuðnings.

 

Harry Bretaprins viðurkenndi fyrir Ed Sheeran að það væri erfitt að eiga tvö börn 

Harry Bretaprins viðurkenndi fyrir Ed Sheeran að það væri erfitt að eiga tvö börn 

Harry Bretaprins viðurkenndi fyrir Ed Sheeran að það væri erfitt að eiga tvö börn 

Söngvarinn og Íslandsvinurinn Ed Sheeran hitti Harry Bretaprins á WellChilds verðlaunahátíðinni og sagði að það væri „virkilegt púsluspil“ að eiga tvö börn en sagði samt sem áður að Lilibet væri „mjög slök.“

Harry sagði að Archie væri á því skeiði núna að hann „hleypur um allt eins og brjálæðingur“ en segir nýfæddu dótturina vera afar afslappa. Hertoginn af Sussex (36) ljómaði þegar hann talaði um Lili, en hún fæddist þann 4. júní í Santa Barbara, Kaliforníuríki.

Sótti Harry verðlaunahátíðina ásamt Ed, sem einnig er nýbakaður faðir, en dóttir hans er 10 mánaða gömul.

Ed sagði við Harry: „Til hamingju, stelpa er það ekki? Við áttum litla stelpu fyrir 10 mánuðum Þú ert enn í skotgröfunum! Hvernig þraukarðu þetta með tvö?“

„Tvö er virkilegt púsluspil,“ sagði Harry þá.

Þegar Harry talaði við annan gest seinna sagði Harry um Lilibet: „Við höfum verið mjög heppin hingað til, hún er mjög slök og virðist ánægð með að sitja bara á meðan Archie hleypur um eins og brjálæðingur.“

Harry er nú í Bretlandi og mun afhjúpun styttu af móður hans sem hefði orðið sextug á morgun, 1. júlí, fara fram í Kensingtonhöll.

Harry kom til landsins síðasta föstudag og var í einangrun í Frogmore Cottage í fimm daga áður en hann lét sjá sig á verðlaunahátíðinni.

Harry og Meghan Markle hafa nú búið í villu í Montecito, Kaliforníuríki í heilt ár núna, en þau sögðu sig frá öllum skyldustörfum tengdum bresku konungsfjölskyldunni.

 

Kenndu leikskólabarninu þínu þessi 10 orð og líf þitt verður auðveldara!

Kenndu leikskólabarninu þínu þessi 10 orð og líf þitt verður auðveldara!

Kenndu leikskólabarninu þínu þessi 10 orð og líf þitt verður auðveldara!

Oft og mörgum sinnum höfum við sagt við börnin: „Þú verður að segja hvað þú vilt!“ Töfrar eru nefnilega fólgnir í að setja kringumstæður í orð. Allt í einu getum við sett nöfn á hluti og þetta hjálpar heilanum að þroskast og geyma upplýsingar, að búa til andleg skemu í heilanum.

Fyrir leikskólabörn breytir það lífi þeirra að koma hlutunum í orð. Að kenna börnum þessi orð tekur tíma, en þegar þau hafa náð merkingunni er þetta ómetanlegur fjársjóður.

Hér eru 10 orð og orðasambönd sem gera foreldrahlutverkið einfaldara

Hollt/heilsusamlegt

Þetta orð er afar nauðsynlegt á svo marga vegu. Þegar barnið fer að biðja um sykrað nammi, gos eða bakkelsi alla tíma dagsins er þetta orð sem þau þurfa að skilja. Krakkar ættu að læra á þessum aldri hvað sé hollt fyrir líkamann og hvað ekki, sérstaklega hvað framtíðina varðar. Og þegar þú þarft að neita barninu og segja því að þetta sé ekki hollt, skilja þau ástæðuna að baki neituninni.

Næði/einkalíf/einrúm

Mamma fimm ára stráks segir: „Þegar við fórum að kenna syni mínum á klósettið átti hann í erfiðleikum með…um, áhorfendur í baðherberginu. Ég kenndi honum að biðja um næði og það var frábært orð fyrir hann. Núna þegar ég er að klæða mig eða nota baðherbergið og ég vil vera ein, þarf ég bara að biðja um næði og hann veit nákvæmlega hvað það þýðir.“ Kenndu þetta orð snemma og notaðu það oft!

Einkastaðir

Það er aldrei of snemmt að hefja þessar samræður hvað varðar viðeigandi snertingu við börn. Þó þú teljir að barnið geti ekki skilið þig, skaltu samt segja hvað sé í lagi og hvað ekki. Að benda á svæði líkamans sem eru „einkastaðir“ eða hvaða annað orð þú vilt nota, er mjög mikilvægt fyrir börn til að setja merkimiða á það og koma auga á hvað er viðeigandi snerting og hvað ekki. Einnig er gott að þið hafið sett nöfn á þessa staði ef barnið hefur einhverjar spurningar eða áhyggjur af heilsunni.

Hvíld

Stundum þurfa mamma og pabbi bara að HVÍLAST. Það þýðir ekki endilega að sofna, en bara að vera róleg og kyrr: „Sonur minn var þriggja þegar ég sagði fyrst þetta orð og ég áttaði mig á að ég hefði átt að hafa kennt honum það fyrir lööööngu. Í hans huga var bara að leika eða sofa, enginn millivegur. Nú skilur hann þetta og veit að ég er ekki að biðja um að fara að leggja mig, ég þarf bara að hvílast.“ – strákamamma.

Leiktími

Að nota orð á borð við „leiktíma“ eða álíka, þýðir að barnið á að leika sér eitt inni í herbergi (sem getur verið ógnvænlegt fyrir sum börn!). Mamma segir: „Ég þurfti að læra þetta á erfiða háttinn. Það var ekki fyrr en ég var ólétt að mínu öðru barni að ég fór að segja: „Hey, af hverju ferðu ekki og leikur þér sjálf?“ Ég hefði alveg eins getað sett sírenu og blá blikkandi ljós af stað. Þetta var RANGT orðaval fyrir þriggja ára dóttur mína. Þess í stað lærði ég af vini mínum að skipa „leiktíma“ á hverjum degi,“ segir mamma tveggja stúlkna. Þetta er best að hefja snemma, en aldrei of seint að byrja samt. Búðu til skemmtilegan tíma fyrir barnið þitt að leika eitt inni í herbergi, stutt fyrst og bættu svo við tímann.

Blíðlega

Að gera hlutina blíðlega er leikskólabörnum oftast ekki eðlislægt! Þetta er orð sem þarf að endurtaka oft… Finndu leið til að fá börnin til að æfa sig að gera hlutina blíðlega. Kannski þýðir það að hitta kött nágrannans eða að snerta viðkvæma hluti með leyfi, sem færir okkur að næsta orði:

Brothætt

Börn og leikskólabörn skilja augljóslega ekki af hverju þau mega ekki halda á og snerta allt: „Um leið og ég fór að útskýra fyrir syni mínum að hlutir væru brothættir, sá ég bara ljós kvikna í kollinum á honum. Þetta var mjög sterkt og kraftmikið orð og ég nota það oft þegar við erum að versla eða í heimsókn einhversstaðar.

Nei takk!

Það er mun kurteisara fyrir börn að segja „nei, takk“ heldur en „nei, ekki!“ Það gefur börnum einnig stjórn og yfirvegun í samskiptum.

Frjósa

Hversu oft hefurðu kallað á barnið þitt „stoppaðu!“ þegar það hleypur langt á undan þér. Það er annað orð sem getur frekar fengið það til að hlýða og það er „frjósa“ (e. freeze). Það er hægt að leika stólaleikinn og hlaupa um, svo er kallað „frjósa!“ og þá þurfa allir að vera kyrrir. Hægt er að æfa þetta oft og nota síðan orðið á þessi yndislegu, virku börn í öllum aðstæðum!

Mitt svæði

„Ég áttaði mig ekki á mikilvægi þessa orð – eða hversu erfitt það væri að kenna það – þar til ég átti seinna barnið mitt,“ segir tveggja barna móðir. „Þegar ég var að reyna að gefa dóttur minni brjóst, klifraði sonur minn upp á mig (í alvöru, ég var eins og tré), auðvitað til að ná athygli og ég áttaði mig á að ég þyrfti að kenna honum um persónulegt svæði manns. Ég vildi ég hefði kennt honum það fyrr, en betra er seint en aldrei!“

 

Heimild: BabyCenter.Com  

„Sykur fer mjög illa í skapið á minni stelpu“

„Sykur fer mjög illa í skapið á minni stelpu“

„Sykur fer mjög illa í skapið á minni stelpu“

Læknaneminn Álfhildur Ösp Reynisdóttir býr í Álaborg í Danmörku og mun hún ljúka læknisfræði næsta vor. Hún og unnusti hennar keyptu sér íbúð á Íslandi sem þau ætla að gera upp í sumar og flytja svo heim á næsta ári.

Álfhildur og Vilhjálmur, unnusti hennar

Dóttir Álfhildar verður þriggja ára eftir tvær vikur og er henni er umhugað um að hún fái sem næringarríkasta og holla fæðu. Álfhildur heldur úti síðunni Barnabitar á Instagram þar sem hún sýnir foreldrum uppskriftir sem henta börnum, enda eru þær fallegar, einfaldar og fljótlegar.

 

 
 
 
 
 
View this post on Instagram
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

A post shared by BARNABITAR (@barnabitar)

Þegar dóttir Álfhildar var þriggja, fjögurra mánaða fór brjóstagjöfin að ganga brösuglega að sögn Álfhildar og hún virtist óánægð og ekki vera að fá nóg: „Sama hvað ég reyndi að gera – borða meira, drekka mikið vatn, drekka mjólkuraukandi te og prófaði öll ráðin í bókinni þá gekk þetta bara ekki. Ég tók þetta mikið inn á mig, sem er ábyggilega ástæðan fyrir því að ég lagði strax svona mikið púður í matinn hennar. Ég hafði lesið mér mikið til og lærði að það sem skipti mestu máli (með fjölbreytni) væri að vera staðfastur og bjóða það sama aftur og aftur og aftur. Ég ákvað þess vegna, til að skora á sjálfa mig og á sama tíma mögulega að veita innblástur, að búa til Instagramsíðu með matnum hennar. Viðtökurnar urðu mjög hratt svo ótrúlega góðar að það varð ekki aftur snúið!“

Með dótturinni heppnu!

Álfhildur leggur mikið upp úr því að maturinn sem hún setur inn sé ekki bara næringarríkur heldur líka fljótlega gerður: „Seinnipartinn þegar orkan á heimilinu er ekki alveg sú mesta, er þægilegt að geta gripið í einfalda hluti og á sama tíma gefið góða næringu.“ Instagramsíða Barnabita er dásamlega falleg og maturinn afskaplega girnilegur. Er maturinn alltaf svona? „Það er auðvitað ekki meginatriði að maturinn sé fallega framreiddur, aðalatriðið er innihaldið. Stelpan mín hefur samt ótrúlega gaman af þessu og oft verið mun spenntari fyrir matnum, þegar hann er skemmtilega lagður á borðið.“  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

View this post on Instagram

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  A post shared by BARNABITAR (@barnabitar)

 

Hversu mikilvægt er að foreldrar gefi sér tíma að elda mat fyrir barnið/börnin, að þínu mati?

„Ég er mjög meðvituð um það á sama tíma að vera einlæg og setja ekki pressu á mæður – mér finnst hún nóg nú þegar. Þetta eru bara mínar hugmyndir og ber ekki að taka sem heilögum. Mæður þekkja sín börn best og börn eru eins misjöfn og þau eru mörg.“

Sérð þú mun á þínu barni eftir því hvað það borðar?

„Ég sé mikinn mun á stelpunni minni eftir hvað hún borðar. Það er auðvitað misjafnt eftir börnum, en mikill sykur fer mjög illa í skapið á minni stelpu.“

 

 
 
 
 
 
View this post on Instagram
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

A post shared by BARNABITAR (@barnabitar)

Hvert er svo næsta skref? Bók kannski? „Ég veit ekki alveg sjálf hversu langt ég geng með síðuna. Nokkrir góðir í kringum mig hafa ýtt í mig og bent mér á að ég ætti að gera bók. Ég veit sjálf ekki hvort ég leggi í það, með læknisfræðinni og móðurhlutverkinu – en hver veit, það væri ótrúlega gaman!“

Við á Mömmunni þökkum Álfhildi kærlega fyrir spjallið og bendum að sjálfsögðu á Barnabita á Instagram!

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

View this post on Instagram

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

A post shared by BARNABITAR (@barnabitar)

Pin It on Pinterest