Leikkonan Amy Schumer lýsir foreldrahlutverkinu fullkomlega

Leikkonan Amy Schumer lýsir foreldrahlutverkinu fullkomlega

Leikkonan Amy Schumer lýsir foreldrahlutverkinu fullkomlega

„Það er bæði fallegt og skelfilegt,“ sagði pabbinn Tan France sem lesendur kannast eflaust við úr þáttunum „Queer Eye.“

Amy, sem er grínisti og stjarna úr kvikmyndum á borð við „I Feel Pretty“ og „Snatched“ póstaði pistli um tilfinningar sínar á Instagram á dögunum. Birti hún mynd af sér og syni sínum Gene, sem hún á með eiginmanni sínum Chris Fischer.

„Að vera mamma er himnaríki á jörðu og það þýðir líka að þú hefur stanslausa sektartilfinningu og finnst þú vera varnarlaus,“ segir hún.

„Þér finnst þú bera hjartað utan á þér og þú ert of gömul til að drekka í burtu tilfinningarnar eins og þú gerðir áður, þegar þú varst ástfangin og hrædd. Sendið hjálp!!!“

Foreldrar kepptust við að deila þessum áhyggjum með henni. Leikkonan Kimberly Williams-Paisley skrifaði: „Besta og erfiðasta starfið. Hljómar eins og þú sért að gera eitthvað rétt!“ Leikkonan America Ferrera tók undir og skrifaði: „Amen.”

Shumer og Fischer eignuðust Gene í maímánuði 2019. Þau ætluðu að nefna drenginn Gene Attell Fischer eftir vini Amy, grínistanum Dave Attell. Þau skiptu fljótt um skoðun þegar þau áttuðu sig á að það hljómaði alveg eins og „genital fissure“ (í. kynfæra rauf/sprunga).

Fréttamiðlar og vinir þeirra héldu þetta væri hrekkur eða grín!

Amy sagði útvarpsmanninum Howard Stern um þetta augnablik þegar hún áttaði sig á mistökunum: „Þú ert bara ný mamma, frekar þreytt en himinlifandi. Og þá – ég veit ekki hvort eitthvað nettröll skrifaði það eða einhver annar – og ég fattaði það og bara „guð minn góður!“ sagði hún í þætti Howards, Sirius XMí apríl árið 2020.

„Ég – sem er auðvitað klúr manneskja – fattaði ekki neitt,“ sagði hún. „Blóðið þaut upp í hausinn á mér og ég bara: „Chris!“ Allt sem þú vilt er að vernda barnið þitt og ég bara gerði þetta út í bláinn…fyrstu mistökin af mörgum,“ sagði hún glettin.


 

Heimild: Huffington Post

 

 

Foreldrakulnun er staðreynd sem getur haft skaðleg áhrif

Foreldrakulnun er staðreynd sem getur haft skaðleg áhrif

Foreldrakulnun er staðreynd sem getur haft skaðleg áhrif

Yrja Kristinsdóttir er 36 ára þriggja barna mamma og eigandi fyrirtækisins Dafna, sem býður upp á markþjálfun og ráðgjöf fyrir foreldra og börn. Einnig rekur Yrja Vellíðunarsetrið sem staðsett er í Urriðaholti í Garðabæ. Blaðakona Mamman.is hitti Yrju yfir kaffibolla í Vigdísarhúsi sem var einkar vel við hæfi enda Yrja hæfileikarík kona og augljós leiðtogi í sér, líkt og Vigdís. Þegar blaðakona rakst á Instagramreikning Döfnu vakti upp forvitni hver stæði á bak við síðuna. Þar var mikið fjallað um foreldrakulnun og að það sé eðlilegt sem foreldri að upplifa allskonar tillfinningar, ekki bara eintóma gleði. Við byrjuðum því eðlilega á því að spyrja, hver er konan á bak við Dafna?  

„Ég heiti Yrja Kristinsdóttir og er eigandi Dafna sem býður upp á markþjálfun og ráðgjöf og rek einnig Vellíðanarsetrið sem er staðsett í Urriðaholti, Garðabæ. Dafna sérhæfir sig í börnum, unglingum og fullorðnum sem vilja auka vellíðan sína og ná betra jafnvægi. Ég vinn út frá aðferðum jákvæðrar sálfræði og markþjálfunar. Þar er lögð áhersla á þætti á borð við jákvæðar tilfinningar, styrkleika og hugarfar sem eiga þátt í því að einstaklingurinn blómstrar, vex og dafnar. Auk þessa er ég að vinna að verkefni ásamt Marit Davíðsdóttur, sem ber nafnið Gleðiskruddan. Gleðiskruddan er dagbók fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og er tilgangur hennar að auka sjálfsþekkingu, trú á eigin getu, bjartsýni og vellíðan,” segir Yrja og bætir við: „Gleðiskruddan er bæði á Instagram og á Facebook og þar er að finna bæði fræðslu og fróðleik sem nýtist fólki á öllum aldri. Einnig höfum við opnað vefsíðuna Glediskruddan.is en þar má finna upplýsingar um dagbókina, námskeið og fyrirlestra sem eru í boði,” segir Yrja. 

Hefur mikla ástríðu að aðstoða einstaklinga við að efla vellíðan

„Ég hef fjölbreytilega menntun en þar má nefna: BA. í félagsráðgjöf, MA. í uppeldis-og menntunarfræði með áherslu á lífsleikni, sjálfsmynd og farsæld, diplóma í djáknafræðum, diplóma í jákvæðri sálfræði á meistarastigi, dáleiðslutækni og markþjálfun. Ég er einnig að klára framhaldsnám í markþjálfun í maí og verð þar að auki vottaður NBI þjálfi,” segir Yrja. „Ég hef mikla ástríðu fyrir að aðstoða einstaklinga við að efla andlega heilsu, vellíðan og auka hamingju. Ég vinn mikið með foreldrum, þá sérstaklega mæðrum sem eru að koma úr fæðingarorlofi og/eða eru að finna jafnvægið á milli móðurhlutverksins, vinnu og þess að vera þær sjálfar. Ég legg mikla áherslu í mínu starfi á að þær fái aðstoð við að aðlaga móðurhlutverkið að sér, í stað þess að aðlaga sjálfa sig að móðurhlutverkinu,” segir Yrja sannfærandi. 

En hvað er foreldrakulnun? 

„Foreldrahlutverkið er margslungið, það er krefjandi, skemmtilegt, erfitt, yndislegt, gefandi og fjölbreytilegt. Foreldrar eru orðnir hreinskilnari og opnari í umræðunni um upplifun á streitu, kvíða og ójafnvægi í foreldrahlutverkinu. Það er jákvæð þróun því að foreldrakulnun (e. parental burnout) er staðreynd og er afleiðing af langvarandi þreytu og streitu í krefjandi aðstæðum,” segir Yrja. 

“Foreldrakulnun lýsir sér þannig að foreldrahlutverkið verður einstaklingnum bæði líkamlega og tilfinningalega ofviða og getur valdið efasemdum um getu til að vera gott foreldri og/ eða tilfinningalegri fjarveru.” 

Einkenni foreldrakulnunar eru meðal annars: Foreldrar upplifa kvíða og áhyggjur. Mikil þreyta. Foreldrar eiga erfitt með að vera meðvitað til staðar og njóta þess að eiga tíma með fjölskyldunni. Foreldrar geta upplifað efasemdir um að að vera gott foreldri og því fylgir sektarkennd. 

Er þetta eðlilegt ástand? 

„Það er eðlilegt að upplifa streitu, þreytu, ójafnvægi og allskonar tilfinningar þegar maður er foreldri, en að lenda í kulnun getur haft skaðleg áhrif. Það er því mjög mikilvægt að vera meðvitaður um öll þau einkenni sem eru til staðar til að geta leitað sér aðstoðar áður en foreldri upplifir foreldrakulnun,” segir Yrja. 

Hvaða hópur foreldra er líklegastur til að upplifa foreldrakulnun? 

„Samkvæmt rannsóknum á foreldrakulnun eru ákveðnir hópar foreldra í áhættuhóp en það eru þeir sem a) eiga erfitt með tilfinningastjórn og streitu, b) skortir stuðning frá maka og/eða hinu foreldri, c) skortir uppeldisfærni, d) eiga börn með sérþarfir og e) vinna hlutavinnu eða eru heimavinnandi.“. 

Hvert er hægt að leita sér eftir aðstoð? 

„Allir foreldrar geta upplifað einhver af þessum einkennum og þess má geta að það er fullkomlega eðlilegt að upplifa einhver af þeim án þess að lenda í kulnun. Ef að einkennin verða langvarandi er ráðlagt að leita sér aðstoðar. Það er án efa hægt að leita til margvíslegra meðferðaraðila sem geta aðstoðað foreldra sem eru að upplifa þessi einkenni en markþjálfun í anda jákvæðrar sálfræði er ein þeirra leiða,” segir Yrja og bætir við: „Aðferðir jákvæðrar sálfræði bjóða uppá möguleika til að koma á jafnvægi, draga úr álagi og auka vellíðan á þessu sviði en meðal rannsóknarefna innan greinarinnar eru vellíðan, jákvæðar tilfinningar, hamingja, þrautseigja, sambönd, hugarfar, tilgangur og hvað fær fólk til að vaxa og dafna í lífinu. Í jákvæðri sálfræði eru rannsakaðir þeir þættir sem hafa jákvæð áhrif á einstaklinga og fá þá til að blómstra. Rannsóknir hafa leitt í ljós að jákvætt viðhorf er verndandi þáttur fyrir sálræna og líkamlega heilsu. Það hafa jafnframt verið rannsakaðar aðferðir og æfingar sem rækta með okkur jákvæðar tilfinningar, hegðun og hugsanir og kallast þær jákvæð inngrip,” segir Yrja og bætir við að lokum: „Markþjálfun í anda jákvæðrar sálfræði er því tilvalin fyrir skipulag, sjálfsþekkingu, markmiðasetningu, aukið jafnvægi og ná að vera í núinu og njóta eða vera til staðar með vakandi athygli. Semsagt aukin vellíðan, jafnvægi og hamingja. Eins og oft er talað um þá þurfum við að setja á okkur súrefnisgrímuna áður en við getum aðstoðað aðra.” 

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast inn á vefsíðu dafna.is einnig er hægt að senda Yrju tölvupóst á dafna@dafna.is Við hvetjum alla þá sem tengja við einkenni kulnunar að leita sér aðstoðar.

 

Að vera mamma jafngildir því að vera í 2,5 starfi

Að vera mamma jafngildir því að vera í 2,5 starfi

Að vera mamma jafngildir því að vera í 2,5 starfi

Við vitum öll að það eru engir frídagar þegar kemur að foreldrahlutverkinu – og nýleg rannsókn sýnir einmitt það, hversu duglegar mömmur eru. 2000 mæður voru rannsakaðar af Welchs sem áttu börn á aldrinum fimm – 12 ára og uppgötvuðu að meðalvinnuvika móður er 98 klukkustundir. Já, það er eins og þú sért að vinna tvær og hálfa fulla vinnu!

Samkvæmt Welch‘s fer meðalmamman á fætur klukkan 06:23 og hættir ekki fyrr en 20:31 (fyrir sumar okkar hljómar það bara eins og léttur dagur).

Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á hversu krefjandi móðurhlutverkið er og þau endalausu verkefni sem hún þarf að leysa af hendi.

Samkvæmt rannsókninni telst sú móðir heppin sem fær klukkutíma og sjö mínútur fyrir sig sjálfa á hverjum degi. Fjórar af hverjum 10 mömmum sögðu að þeim finnist líf sitt vera eins og verkefnavinna sem aldrei tekur enda, allar vikur.

Þrátt fyrir kröfurnar sögðu þessar sömu mömmur að þær hafi ýmislegt til að léttas sér lífið. Þær töldu upp blautklúta, iPada, barnaefni í sjónvarpinu, kaffi, lúgusjoppur, Netflix og hjálp frá öfum og ömmum og barnfóstrum.

Sýnir þetta glögglega að mæður hafa mikið að gera og kröfurnar að fæða og klæða fjölskyldumeðlimi mánuðina á enda.

72% mæðra segist eiga í vandræðum með að gefa börnum sínum holla rétti og snarl. Það sýnir einnig að finna mat sem er góður fyrir fjölskylduna án þess að auka á vinnuálagið er það sem flestir foreldrar tengja við – þannig við þurfum að vera góðar við okkur og ekki berja okkur niður fyrir að fara í stundum í lúgusjoppuna.

Það kann að vera dálítið niðurdrepandi að hugsa til þess að meðalmóðir vinnur 14 tíma á dag – en fyrir margar mæður er foreldrahlutverkið þess virði.

Mæður sem lesa þetta eru ekkert hissa. Það sem er samt dýrmætt að vita er eitthvað sem samfélagið gæti hagnast á – mæður þurfa stuðning, hvort sem það er í skólanum, á vinnustaðnum, heimilinu eða samfélaginu öllu.

Pin It on Pinterest