Ragnheiður Lára: Að skapa sem besta umgjörð um börn á tveimur heimilum

Ragnheiður Lára: Að skapa sem besta umgjörð um börn á tveimur heimilum

Ragnheiður Lára: Að skapa sem besta umgjörð um börn á tveimur heimilum

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir rekur fyrirtækið Tvö heimili sem er ráðgjafarþjónusta og sáttamiðlun fyrir foreldra og  börn sem búa á tveimur heimilum. Snýr ráðgjöfin að öllu því sem viðkemur fjölskyldum sem eru að skilja, hafa skilið eða vilja hafa samkomulagið sem best þegar kemur að því að ala upp börn á tveimur heimilum.

Frá því að Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir var lítil stelpa langaði hana að starfa sem félagsráðgjafi eða sálfræðingur: „Mér fannst það ótrúlega heillandi framtíðarsýn að vinna við að hjálpa börnum. Ég hef alltaf verið upptekin af rétti barna til að hafa áhrif á eigin aðstæður og líf, hafa rödd og hvaða leiðir við fullorðnu getum farið til að haga hlutum út frá sjónarhorni barna.”

Aðspurð um námsferilinn segir Ragnheiður: „Eftir að grunnskóla lauk fór ég í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þar námi af félagsfræðibraut. Fór svo í BA nám í félagsráðgjöf og í framhaldinu af því í meistaranám í félagsráðgjöf til starfsréttinda og lauk því námi árið 2013. Meðfram námi starfaði ég á skammtímaheimili fyrir unglinga hjá barnavernd Reykjavíkur. Eftir útskrift hóf ég starf í búsetuúrræði fyrir unga menn með félags – og fíkniefnavanda. Vann að undirbúningi og opnun á frístundarheimili í Laugardal og starfaði svo sem félagsráðgjafi hjá félagsþjónustu. Fékk starf sem sérfræðingur í málefnum barna hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu árið 2016 og starfa þar enn í hlutastarfi meðfram störfum á stofunni minni Tvö heimili sem opnaði í febrúar 2020.”

Í starfi Ragnheiðar nýtir hún ýmiskonar hugmyndafræði og nýtir það sem við á s.s. jákvæða sálfræði, tengslaeflandi nálgun, áfallamiðaða nálgun og lausnamiðaða nálgun: „Ég er almennt lífsglöð og nálgast fólk af virðingu og auðmýkt og hef ánægju af starfinu mínu. Hugsa að það viðhorf smiti út frá sér til skjólstæðinga. Ég vona það allavega.”

Ragnheiður heldur áfram: „Ég legg mikið upp úr því að skapa notalegt andrúmsloft á stofunni minni og vil að þeim sem til mín leita líði eins vel og hægt er þegar það er að takast á við, oft á tíðum, sína mestu erfiðleika í lífinu. Undirbúningur fyrir viðtöl skiptir miklu máli, bæði hvað varðar aðstæðurnar sem viðtalið fer fram í en einnig varðandi mig sjálfa sem er verkfærið sjálft. Þess vegna huga ég vel að svefni, næringu og andlegri líðan til að vera vel í stakk búin að mæta fólki í erfiðri stöðu og mæta þörfum þeirra um samhyggð, hlustun og ráðgjöf.”

Hverjir leita helst til þín og á hvaða forsendum?

Til mín leita fyrst og fremst foreldrar sem búa ekki saman og þurfa aðstoð og ráðgjöf við að bæta foreldrasamstarf sitt. Ég veiti einnig sáttameðferð skv. 33. gr. barnalaga nr. 76/2003 og fara slík mál í ferli skv. reglum um sáttameðferð.

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir

Til mín leita foreldrar vegna ýmissa ástæða er varðar aðstæður þeirra og barna eftir skilnað/sambandsslit. Sem dæmi foreldrar og/eða stjúpforeldrar sem leita einstaklingsráðgjafar vegna samskipta við barnsforeldri, foreldrar sem koma saman til að bæta samskipti sín á milli og verklag, foreldrar sem eru að slíta sambandi sínu og vilja gera sitt besta til að hlífa barni sínu við breyttum aðstæðum. Þá koma foreldrar með börn sín í viðtal sem þau upplifa að líði ekki nægjanlega vel í aðstæðum sínum.

Íslenskar fjölskyldur: Hafa þær breyst á undanförnum áratugum? Hversu algengar eru fjölskyldur sem búa ekki saman/foreldrar hafa skilið?

Fjölskyldur hafa breyst að því leytinu til að það er samfélagslega viðurkenndara í dag að skilja eða slíta sambandi þegar börn eru í spilinu en þótti hér áður fyrr. Áður var lögð ríkari áhersla á að hjónabandið héldi og var það talið gæfuríkara fyrir börn. Því var lögð áhersla á forvarnarvinnu til að koma í veg fyrir að skilnað hjá foreldrum. Þegar farið var að framkvæma rannsóknir á þessum málefnum kom í ljós að börnum vegnaði betur eftir skilnað foreldra þegar samskipti voru góð heldur en börnum sem ólust upp í hjá foreldrum sem voru óhamingjusamir og/eða í stormasömu sambandi.

Þátttaka ferða hefur einnig aukist með auknu jafnrétti kynjana. Hér áður fyrr var það venjan við skilnað foreldra að börnin byggju áfram hjá mæðrum sínum en fóru í heimsóknir til föður síns eða dvöldu aðra hverja helgi. Rannsóknir sýndu fram á mikilvægi tengsla barns við báða foreldra sína og því hafa verið stigin skref í átt að jafnari stöðu kynjana hvað þetta varðar. Sem betur fer. Mikilvægt er fyrir börn að eiga ríkuleg tengsl við báða foreldra sína og að þeir báðir taki virkan þátt í hversdagslegri umönnun þeirra.

Talið að um 40% hjónabanda endi með skilnað en svo eru auðvitað fjöldi barna sem eiga foreldra sem aldrei voru í sambandi. Það er gífurlega mikilvægt að foreldrar fái viðeigandi ráðgjöf og þjónustu við skilnað eða þegar barn er að koma í heiminn og foreldrar eru ekki saman. Rannsóknir sýna að börnum sem alast upp við jákvæða foreldrasamvinnu vegnar nánast jafn vel í lífinu og börnum sem alast upp í hamingjusamri sambúð foreldra. Slík samvinna virðist hafa svo mikil áhrif á á framtíð barna að mögulega ættum við sem samfélag að taka málefni barna sem búa á tveimur heimilum fyrir sem lýðheilsumál.

Hvað er foreldrasamvinna? Hvernig er best að fá foreldra til að vinna saman? Hvaða þættir er það einna helst sem foreldrar þurfa aðstoð við?

Með foreldrasamvinnu er átt við samstarf foreldra er varðar uppeldi og umönnun barns á tveimur heimilum. Mikilvægt er að foreldrar ræði strax í upphafi hvernig þeir sjái samstarfið fyrir sér og hvert markmiðið með því sé. Marmiðið hlýtur þá að snúa að því að skapa sem bestu umgjörð um líf barns á tveimur heimilum til að lágmarka skaðlegar afleiðingar þess að eiga foreldra sem hafa farið í sundur. Verkaskipting, skipting ábyrgðar og samskiptaleiðir þarf að ræða og ákveða hvernig skal haga því í samstarfinu. Þá er einnig gott að tileinka sér jákvætt hugarfar gagnvart hinu foreldrinu og aðstæðum. Vera auðmjúkur, þakklátur og einlægur í breyttum aðstæðum.

Hvernig virkar sáttamiðlun?

Sáttamiðlun fer fram skv. 33.gr. a barnalaga nr. 76/2003 og þeim reglum sem fjalla um sáttamiðlun skv. fyrrgreindum lögum. Hugmyndafræði sáttamiðlunar er sú að aðilar verði að taka sjálfviljugir þátt. Með aðstoð óháðs og hlutlauss sáttamiðlara er markmiðið að aðilar komist sjálfir að samkomulagi um lausn ágreiningsins sem þeir meta viðunandi fyrir alla aðila, í gegnum skipulagt og mótað ferli.

Á Tveimur heimilum er unnið út frá aðferð sem kallast barnamiðuð sáttamiðlun (e. child focused og child inclusive mediation). Þá miðast sáttameðferðin út frá sjónarmiðum barnins sem ekki er á svæðinu og hvað kann að vera best fyrir það. Barninu er boðið að tjá afstöðu sína við sáttamiðlara sem í framhaldinu nýtur afstöðuna sem vegvísi í áframhaldandi sáttaferli.

Hversu mikið vægi hafa óskir barnsins í ferlinu, er barnið þátttakandi í öllu?

Út frá faglegu sjónarmiði sem og réttindum barns er mikilvægt að það sé hluti af ferli þegar verið er að taka ákvarðanir um líf þess. Í sumum tilvikum hefst ferli á að rætt er við barnið og líðan þess og upplifun af aðstæðum þess á tveimur heimilum könnuð. Viðtalið er svo notað í áframhaldandi ráðgjöf foreldranna sem snýr þá að því að bæta aðstæður barnsins með því t.d. að breyta umgengni, aðstæðum á heimilum, samskiptum foreldra. Stundum er unnið barnið og foreldri saman eftir aðstæðum, aldri og þroska barnsins.

Smellið á samfélagsmiðlahnappana að neðan til að fara inn á síður Tveggja heimila! 

 

 

Myndir af börnum á samfélagsmiðlum: Hvað skal forðast og hvað skal gera

Myndir af börnum á samfélagsmiðlum: Hvað skal forðast og hvað skal gera

Myndir af börnum á samfélagsmiðlum: Hvað skal forðast og hvað skal gera

Foreldrar í dag lifa í allt öðrum heimi en þeirra foreldrar gerðu og rafræn nálægð er nú æ vinsælli. Það er augljóst hvers vegna – fjölskyldur búa sitthvoru megin á hnettinum eða landinu og vilja vera í samskiptum og deila myndum og minningum með fjölskyldumeðlimum. Mömmur setja myndir af fyrstu hjólaferðinni, nýja barninu og unglingnum að útskrifast og um leið sjá allir vinir og fjölskylda myndirnar.

Það eru hinsvegar hættur í þessu öllu saman.

Að deila myndum, myndböndum og upplýsingum um börnin okkar hefur verið í gangi í um áratug. Það sér ekki fyrir endann á því og ef eitthvað, eru foreldrar orðnir sáttari við að deila myndum af börnunum sínum á samfélagsmiðlum.

Samkvæmt Security, varWall Street Journal fyrst til að nota orðið „sharenting“ (engin góð íslensk þýðing tiltæk!) árið 2012. Foreldrar eru nú orðnir svo vanir þessu að þeir hugsa sig ekki tvisvar um lengur.

Könnun var gerð af Security varðandi venjur foreldra á netinu og um 80% foreldra notuðu full og raunveruleg nöfn barna sinna. Hví ekki, myndir maður spyrja? Foreldrar telja að síðurnar þeirra séu aðeins skoðaðar af vinum og ættingjum, en staðreyndin var einnig sú að átta af hverjum 10 foreldrum voru með fólk á vinalistanum sínum sem það hafði aldrei hitt.

Friðhelgisstillingar

Það er mikilvægt að ræða friðhelgisstillingar (e. privacy settings) á samfélagsmiðlum því þær veita öryggistilfinningu þegar myndum af börnum er dreift á netinu. Þó er aldrei 100% öruggt að myndum af barninu þínu kunni að vera deilt með ókunnugum. Samt sem áður er mikilvægt að þú skoðir þessi mál reglulega, því oft er efni stillt á „public“ af sjálfu sér. Það er alltaf möguleiki á að einhver hafi vistað myndina sem þú deildir og getur svo deilt henni áfram. Góð þumalputtaregla er að hafa í huga að allt sem þú deilir á netinu getur gengið þér úr greipum og verið deilt opinberlega án þinnar vitundar eða stjórnar.

 

Athugaðu smáatriðin

Ef þú vilt deila myndum og upplýsingum af börnunum þínum á netinu, haltu smáatriðunum utan deilingarinnar. Samkvæmt NBCer einnig möguleiki á að einhver gæti stolið auðkenni barnsins þíns og þetta er hægt að gera með því að skoða hvenær barnið er fætt. Annað sem ber að hafa í huga er þegar barnið fer (aftur) í skólann. Foreldrar elska að deila þeim myndum af börnunum en oft fylgir með í hvaða skóla barnið gengur. Þetta geta verið upplýsingar sem þú vilt ekki að hver sem er hafi.

Þessar myndir eru skemmtilegar, en þurfa þær að vera á samfélagsmiðlum?

Þrennt sem þú vilt forðast að deila um barnið þitt á samfélagsmiðlum:

  • Fullt nafn barnsins
  • Fæðingardagur
  • Nafn skólans

 

Allt þetta getur sett barnið í hættu.

Íhugaðu sérstakan aðgang

Þegar foreldrar vilja deila einhverju um barnið á netinu er skynsamlegt að takmarka aðgang að efninu. Það eru stillingar, líkt og á Facebok, sem leyfa þér að velja með hverjum þú vilt deila efninu. Það gæti t.d. verið nánasta fjölskylda. Þetta getur þó tekið tíma og ekki nenna allir foreldrar þessu, eða muna eftir því í hvert skipti. Það gæti verið sniðugt að búa til sér aðgang fyrir barnið. Þú getur sett fullt af efni þar inn, sem barnið hefur gaman af að skoða þegar það verður eldra. Þannig getur þú verið viss um að enginn ókunnugur hafi aðgang að upplýsingum og myndum.

Biddu um leyfi

Að fá samþykki er mjög mikilvægt og foreldrar kenna börnum sínum það. Það þarf samt að minna foreldrana á að stunda það sjálfir! Þegar kemur að því að pósta um eldri börn og unglinga ættu foreldrar að hafa það fyrir reglu að spyrja þau hvort megi deila myndinni á samfélagsmiðla. Að spyrja barnið hvað þú mátt og hvað ekki lætur því finnast að þú virðir það og það hjálpar því að hafa eitthvað um það að segja.

Heimild: Moms.com

11 gildi sem allir foreldrar ættu að kenna börnum sínum: Myndband

11 gildi sem allir foreldrar ættu að kenna börnum sínum: Myndband

11 gildi sem allir foreldrar ættu að kenna börnum sínum: Myndband

Foreldrar eru ábyrgir fyrir að gefa börnum sínum góð ráð, og hefjast þarf handa snemma. Svo er ekki nóg að gefa ráð, foreldrar þurfa sjálfir að fara eftir þeim! Hvort sem það snýst um að koma fram við aðra af virðingu eða sýna sjálfsaga, þá eru foreldrar fordæmið sem barnið sér. 

Hér er alveg frábært myndband frá Practical Wisdom:

 

Foreldrar sem beita virkri hlustun fá unglingana sína frekar til að opna sig

Foreldrar sem beita virkri hlustun fá unglingana sína frekar til að opna sig

Foreldrar sem beita virkri hlustun fá unglingana sína frekar til að opna sig

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að vilji foreldrar raunverulega fá traust unglinganna sinna og fá þá til að opna sig og treysta þeim, þurfa þeir að þróa með sér „virka hlustun.“ Táningar geta verið torskildir þar sem þeir reyna að átta sig í flóknu og uppteknu lífi sínu. Þeir eru að reyna að finna sitt sjálf og hlutverk sitt í þessum heimi og þeir eru einnig á tímabili breytinga. Unglingarnir eru að reyna að aðskilja sig frá foreldrunum og sýna að þeir hafi aðeins meira sjálfstæði en áður.

Þrátt fyrir að sumir unglingar þroskist hratt og reyni að láta sem þeir séu fullorðnir þýðir það ekki að þeir þurfi ekki á mömmu og pabba að halda til leiðsagnar. Foreldrum finnst oft unglingarnir sínir loka á sig og komi ekki til þeirra þegar eitthvað bjátar á.

Foreldrið getur samt verið sterk líflína fyrir unglinginn þegar kemur að andlegri heilsu hans ef það bara breytir því hvernig það hlustar á hann. Samkvæmt nýrri rannsókn EurekAlert er virk hlustun það sem þarf til að fá unglinginn til að opna sig.

Rannsóknin var framkvæmd af háskólanum í Reading og Haifa og er hægt að lesa hana að fullu HÉR 

1001 unglingur á aldrinum 13-16 ára var beðinn að horfa á samtal milli foreldris og tánings. Umræðuefnið var um erfiðar aðstæður.

Í gegnum þennan leikna þátt breytti foreldrið stöðugt um líkamsbeitingu og hlustunartækni. Unglingarnir í rannsókninni sem horfðu á þegar foreldrið beitti virkri hlustun sögðu að þeim hefði liðið vel að ræða við þetta foreldri og þeir myndu líklega ræða við þetta foreldri í framtíðinni þegar eitthvað kæmi upp.

Niðurstaðan var sú að því meiri samkennd og hlutttekningu sem foreldrið sýndi, því hreinskilnari varð unglingurinn varðandi tilfinningar sínar.

Dr. Netta Weinstein sem leiddi rannsóknina sagði að gæði hlustunarinnar væri lykillinn að vel heppnuðum samskiptum foreldra og táninga. Virk hlustun felur í sér augnsamband og einbeitningu að því sem táningurinn hefur að segja. Foreldrið ætti að snúa líkama sínum að unglingnum og það hefði ekkert í höndunum. Að vera algerlega í núinu og sýna unglingum að það sem hann hefur að segja hefur mikið vægi er lykillinn að farsælum samskiptum.

Heimild: Mom.com

 

Skjátími er hvorki góður né slæmur

Skjátími er hvorki góður né slæmur

Skjátími er hvorki góður né slæmur

Nýtt sjónarhorn hefur nú komið fram þegar kemur að skjátíma barna, samkvæmt Psychology Today, en Mike Brooks, Ph.D. hefur nú sagt að skjátími sé hvorki góður né slæmur. Margir foreldrar hafa haft miklar áhyggjur af skjátíma, sérstaklega á Covid-tímum þar sem krakkar eyða meiri tíma fyrir framan skjá en nokkurn tíma áður.

Krakkar læra á netinu eða í gegnum samskiptaforrit, þau spila tölvuleiki og horfa á myndbönd á YouTube og svo mætti lengi telja.

Samkvæmt American Academy of Child & Adolescent Psychiatryeyða börn í Bandaríkjunum fjórum til sex klukkustundum á dag fyrir framan skjá af einhverju tagi. Táningar í allt að níu tíma.

Þrátt fyrir að þessar tölur kunni að valda ugg, er þetta ekki alslæmt samkvæmt sérfræðingi, en hann ræðir mikilvægi sjónarhorns þegar horft er til skjátíma.

Mike Brooks segir þrjá hluti skipta miklu máli sem foreldrar þurfi að vita varðandi skjátíma.

Í fyrsta lagi vill hann að foreldrar viti að skjáir hvorki hjálpi né skaði heilsu barna að ráði. Hann segir að fyrir börn og unglinga hafi skjátími engin áhrif á heilsu þeirra og velgengni og segir Mike að manneskjur séu þrautseigar að eðlisfari. Hann bendir þó á að skjátími geti, í sumum tilfellum, aukið á kvíða og þunglyndi en svo séu önnur tilfelli þar sem tækin „auki fyllingu og dýpt í lífum fólks.“

Mike bendir einnig á að það sé ekkert rétt svar þegar spurt er um hversu mikill skjátími sé of langur. Þetta hafi verið viðrað, og allir hafi mismunandi skoðun. Hann ráðleggur foreldrum að „missa ekki svefn“ yfir því hversu miklum tíma barnið eyði fyrir framan skjá, svo lengi sem það sé ekki að valda „alvarlegum árekstrum.“

Foreldrar hafa sagt að rifrildi hafi aukist vegna skjátíma og slíkt getur rekist á við hversu miklum tíma fólk eyðir með börnunum sínum. Ef það eru „reglur án samskipta og tengsla“ getur það leitt til uppreisnar, þ.e. ef foreldrar setja reglur án þess að eiga í góðum samskiptum og tengslum við börnin sín. Orka foreldranna ætti að beinast að því að auka samband sitt við barnið, sem gerir þá líklegri til að fá börnin til að hlýða þegar kemur að því að setja mörk hvað skjátímann varðar.

Heimild: Moms.com

Pin It on Pinterest