14 góð ráð fyrir örþreyttar mæður
14 góð ráð fyrir örþreyttar mæður
Móðurhlutverkið er virkilega erfitt. Viðurkennum það bara. Við þurfum að hagræða öllu, framkvæma endalaust marga hluti og það er oft stutt í örmögnun og jafnvel kulnun. Tölum ekki um hvað er erfitt að vera jákvæðar þrátt fyrir að eiga bestu börn eða maka í heimi. Við þurfum stöðugt að taka ákvarðanir og bera ábyrgð og þessi atriði hlaðast upp þar til okkur finnst við vera að drukkna. Vð verðum úrvinda og hættum að sjá ljósið við enda ganganna. Að vera mamma er svolítið eins og að vera í áskrift að örmögnun, samviskubiti (eða mammviskubiti) eins og við sumar köllum það.
Það eru samt ýmsar leiðir til að gera dagana auðveldari. Það er kannski ekki hægt að hagræða öllu en þessar leiðir geta haft lítil áhrif á hverjum degi sem gera heildarmyndina bærilegri.
Hér eru 14 ráð sem ofurþreyttar mæður geta nýtt sér!
Er eðlilegt að vera örþreytt mamma?
Svarið er einfalt: „JÁ!“ Í nútímasamfélagi er það í raun afskaplega algengt. Ef þér finnst móðurhlutverkið erfitt, ertu svo sannarlega ekki ein um það. Nútímasamfélagið hefur fjarlægt okkur rótum okkar. Þegar mannfólkið bjó í litlum þorpum var allt nærsamfélagið búið til úr vinum, kunningjum og ættingjum. Mæður höfðu stuðningsnet í kringum sig, ömmur og afar voru til taks og börnin léku sér og foreldrar tóku að sér að gæta þeirra í sameiningu. Og … það þurfti ekki að vinna til að standa undir reikningum frá daggæslu barna.
Þannig málshátturinn um að það taki þorp til að ala upp barn (e. it takes a village to raise a child) er sannur … en hvað ef við höfum ekki þetta „þorp“ í kringum okkur?
Í nútímasamfélagi þykir mæðrum þær oft bera alla ábyrgð og gera allt, og helst gera það sjálfar. Mæður sem upplifa þreytu og örmögnun eru bara venjulegar mæður. Þó við upplifum þrýsting að vera sjálfstæðar og gera allt sjálfar, er það í alvöru nauðsynlegt? Og þegar við upplifum að við séum að „drukkna“ er erfitt að flýja. En það er samt hægt að gera hlutina bærilegri og forðast algera kulnun.
1. Viðurkenndu hvernig þér líður
Fyrsta skrefið er að tala um þessa örmögnun og tilfinningarnar sem fylgja henni. Þrátt fyrir að það sé ekkert ánægjulegt við þessar tilfinningar er fyrsta skrefið að viðurkenna þær, bera kennsl á þær, til að hægt sé að halda áfram þaðan. Það þýðir aldrei að þú sért klúðrari, hvorki sem mamma né maki (sé hann til staðar). Það þýðir bara að eitthvað sé í ójafnvægi og þú þarft að tala um þessar tilfinnigar og breyta einhverju í lífi þínu.
Spyrðu sjálfa þig: „Hvernig líður mér?“ Ertu: reið, upplifirðu vonbrigði, útkeyrð, sakbitin? Allar þessar tilfinningar eiga rétt á sér og við verðum að taka mark á þeim. Þær eru til staðar vegna einhverrar ástæðu. Treystu og skilgreindu tilfinninguna til að læra hvað þú eigir að gera næst. Annars er bara um eina stóra tilfinningaóreiðu að ræða sem ekki er hægt að leysa út.
2. Segðu „nei“!
Sértu uppgefin ættir þú að segja nei við öllu sem þú ert ekki viss um. Það skiptir engu þó fjölskyldu eða vinum finnist þú vera eigingjörn eða þér sé sama um þau. Þú verður að hugsa um sjálfa þig fyrst og fremst til að geta hugsað um börnin, makann og aðrar skyldur sem þú kannt að gegna. Mundu bara að það er best fyrir alla að þú sért úthvíld, glöð og sért við stjórnvölinn í lífi þínu.
Fyrsta skrefið er að meta núverandi skuldbindingar þínar og ábyrgð áður en þú ákveður nokkuð annað fyrir sjálfa þig eða aðra til að sjá í raunsæu ljósi hvað þú getur tekið mikið að þér. Um leið og þú hefur ákvarðað hversu mikið þú getur höndlað, svo að segja, er mikilvægt að þú deilir þessum upplýsingum til þeirra sem þurfa að heyra þær til að þeir geti vitað við hverju er að búast. Þú hreinlega verður að fá þinn frítíma.
3. Taktu frá tíma í þakklæti
Okkur yfirsést oft þakklæti þegar við erum stressaðar. Einföld lausn á þessu er að taka nokkrar mínútur fyrir okkur sjálfar til að setja hlutina í samhengi og róa taugarnar. Ef lífið er sérlega erfitt er gott að taka nokkrar mínútur til að skrifa niður þá hluti sem þú ert þakklát fyrir eða það góða sem hefur hent þig að undanförnu. Þetta snýst ekki um „eitraða jákvæðni“ (e. toxic positivity) eða að útrýma neikvæðum tilfinningum heldur er til að finna nýtt sjónarhorn á lífið til að dvelja ekki í neikvæðninni.
4. Biddu um hjálp
Þegar þú ert aðframkomin ættirðu ekki að skammast þín fyrir að biðja þína nánustu um hjálp; foreldra eða tengdaforeldra, vini, maka þinn eða aðrar mæður. Skiptist á börnum til að létta lífið. Ekki er heldur bara nauðsynlegt að biðja um hjálp hvað börnin varðar, heldur einnig þrif, smáhluti á borð við að taka upp af gólfinu eða setja í þvottavél. Ef þú þarft er kannski sniðugt að biðja fólkið þitt um aðstoð við matseld.
5. Farðu út á hverjum degi
Að hreyfa sig á hverjum degi getur minnkað streitu. Það er líka mikilvægt að anda að sér fersku lofti og njóta náttúrunnar, breyta um umhverfi, hreyfa sig og njóta sín. Við erum sumar hverjar duglegar að fara með börnin út í kerru þegar veður leyfir ef börnin eru það lítil. Það er nefnilega svo auðvelt að sitja allan daginn á sófanum, gefa barninu og horfa á þætti … freistandi en ekki hjálplegt!
Það eru að sjálfsögðu óteljandi góðar ástæður fyrir hreyfingu eins og við flestar erum meðvitaðar um en það mikilvægasta er að þú njótir þess. Best er að finna æfingu sem þú nýtur.
6. Sjálfsást
Við þurfum að hugsa vel um sjálfa okkur til að líða tilfinningalega vel. Þegar við hugsum um okkur sjálfar erum við líklegri til að hafa styrk og orku til að gera hluti fyrir aðra án þess að finna fyrir drunga eða særindum. Það er svo auðvelt að réttlæta að gera ekkert fyrir sig sjálfa þegar við höfum milljón verkefni heima fyrir og í vinnu. En þegar þú tekur tíma til að gera hluti sem endurnýja þig og gera þig glaða á ný. Þá ertu ekki bara að gefa sjálfri þér þann stuðning og ást sem allar mannverur eiga skilið, en þú ert einnig að setja gott fordæmi fyrir börnin þín
7. Borða hollari mat
Þetta segir sig sjálft, en aldrei er góð vísa of oft kveðin! Það er að sjálfsögðu lykilatriði að vera við góða heilsu. Að viðhalda heilbrigðu mataræði hefur margt gott í för með sér, s.s. lægri blóðsykursgildi, líkamsþyngd helst í jafnvægi og lækkar kólesteról í blóði. Einnig hefur það jákvæð andleg áhrif, þannig líður þér betur og sjálfsöryggið eykst.
Ruslfæði eða mikið unninn matur hefur neikvæð áhrif á okkur og eykur líkur á ofþyngd sem svo leiðir til heilsufarsvandamála. Léleg næring getur orsakað heilaþoku, meltingarvanda, geðrænan vanda og jafnvel getur haft áhrif á framkvæmdagleði og velgengni.
8. Að passa upp á svefninn
Færri hafa meiri þörf fyrir góðan svefn en mæður. Þegar líkamar okkar fá ekki nægan svefn fer það fljótt að segja til sín. Þyngdaraukning, léleg einbeiting og jafnvel getur það aukið streitu og pirring. Hormónar sem hafa áhrif á matarlyst, skap, kvíða og samúð fara í algert rugl þegar svefn skortir.
Það er hægara sagt en gert að fá nægan svefn þegar krakkarnir eru veikir, fá martraðir eða vakna kannski klukkutíma fyrr en vanalega. Prófaðu að fara sjálf í rúmið stuttu eftir að börnin sofna. Allar viljum við halda okkur vakandi og gera þá loksins eitthvað barnlausar en líkaminn mun þakka þér að morgni! Þegar þú vaknar og ert ekki þreytt hefurðu meiri tíma og orku til að hugsa um þig og þína nánustu.
9. Settu símann niður
Það er í raun góð regla að takmarka skjátíma hjá okkur sjálfum og eyða minni tíma á samfélagsmiðlum. Við sökkvum í algóriþmann því hann er hannaður til að vekja athygli okkar. Við eigum líka til að skoða aðrar mömmur og bera okkur saman við þær, líf sem kannski er ekki einu sinni raunverulegt.
10. Settu maka mörk
Það er ekki allt á þína ábyrgð. Þrátt fyrir meira jafnrétti og á Íslandi erum við heppnar hvað flestir eru um umræðuna um þriðju vaktina er hávær. Skiptið á milli húsverkum, skipuleggið fjölskyldutíma og þú átt alltaf rétt á klukkutíma eða meira út af fyrir þig. Eigir þú maka er líka nauðsynlegt að þið eigið tvö/tvær saman og ákveðið fyrir fram hvenær sá tími á að vera.
11. Verðu tíma með vinkonum
Það er alger blessun að verja tíma með konum í lífi okkar til að fá stuðning eða geta speglað okkur í. Hvort sem þær eru mömmur eður ei. Þær geta alltaf gefið okkur góð ráð sem hafa gagnast þeim. Það er nauðsynlegt að rækta vinasambönd, vera í mömmuhópum eða vera í góðum samskiptum við aðrar konur. Vinasambönd hjálpa okkur við tilfinningastjórnun, streitu og félagsleg samskipti eru okkur sérstaklega nauðsynleg þegar við erum heima með börn.
12. Slepptu takinu
Þetta hljómar auðvelt, ekki satt? Samt er það erfiðara en að segja það! Oft höngum við á smáatriðum sem skipta kannski ekki öllu í stóra samhenginu þannig best er að velja hverju máli skiptir að berjast fyrir og hvað annað má sleppa takinu á. Notaðu hugleiðslu, staðfestingu eða sjáðu fyrir þér hvernig hlutirnir eiga að vera til að komast nær markmiðinu.
13. Ekki „múltítaska!“
Einbeittu þér að einum hluti í einu. Eins mikið og þig langar að gera margt í einu gefur það betri raun og vellíðan að dvelja við eitt atriði í einu. Við teljum að við séum að ná svo miklu betri árangri með því að gera margt í einu og við séum að spara tíma. En það er bara blekking því heilinn þarf því að deila einbeitingu á milli verka. Þannig verðum við minna einbeittar, munum minna og náum ekki jafn miklu, sérstaklega fyrir úrvinda mömmur.
14. Sérfræðihjálp
Það er aldrei nein skömm í því að leita sér hjálpar. Þær mæður sem upplifa fæðingarþunglyndi ættu að ræða við heilbrigðisstarfsmann hvað það varðar. Þú þarft ekki að þjást ein og mikilvægt er að leita aðstoðar áður en hlutirnir verða enn verri.
Ef þú tengir við að vera úrvinda móðir ertu á réttum stað! Fylgdu mamman.is á Facebook og Instagram þar sem við deilum frábærum ráðum fyrir mæður.
Þýtt og endursagt af Wildsimplejoy.com