14 góð ráð fyrir örþreyttar mæður

14 góð ráð fyrir örþreyttar mæður

14 góð ráð fyrir örþreyttar mæður

Móðurhlutverkið er virkilega erfitt. Viðurkennum það bara. Við þurfum að hagræða öllu, framkvæma endalaust marga hluti og það er oft stutt í örmögnun og jafnvel kulnun. Tölum ekki um hvað er erfitt að vera jákvæðar þrátt fyrir að eiga bestu börn eða maka í heimi. Við þurfum stöðugt að taka ákvarðanir og bera ábyrgð og þessi atriði hlaðast upp þar til okkur finnst við vera að drukkna. Vð verðum úrvinda og hættum að sjá ljósið við enda ganganna. Að vera mamma er svolítið eins og að vera í áskrift að örmögnun, samviskubiti (eða mammviskubiti) eins og við sumar köllum það. 

Það eru samt ýmsar leiðir til að gera dagana auðveldari. Það er kannski ekki hægt að hagræða öllu en þessar leiðir geta haft lítil áhrif á hverjum degi sem gera heildarmyndina bærilegri. 

Hér eru 14 ráð sem ofurþreyttar mæður geta nýtt sér!

Er eðlilegt að vera örþreytt mamma?

Svarið er einfalt: „JÁ!“ Í nútímasamfélagi er það í raun afskaplega algengt. Ef þér finnst móðurhlutverkið erfitt, ertu svo sannarlega ekki ein um það. Nútímasamfélagið hefur fjarlægt okkur rótum okkar. Þegar mannfólkið bjó í litlum þorpum var allt nærsamfélagið búið til úr vinum, kunningjum og ættingjum. Mæður höfðu stuðningsnet í kringum sig, ömmur og afar voru til taks og börnin léku sér og foreldrar tóku að sér að gæta þeirra í sameiningu. Og … það þurfti ekki að vinna til að standa undir reikningum frá daggæslu barna. 

Þannig málshátturinn um að það taki þorp til að ala upp barn (e. it takes a village to raise a child) er sannur … en hvað ef við höfum ekki þetta „þorp“ í kringum okkur?

Í nútímasamfélagi þykir mæðrum þær oft bera alla ábyrgð og gera allt, og helst gera það sjálfar. Mæður sem upplifa þreytu og örmögnun eru bara venjulegar mæður. Þó við upplifum þrýsting að vera sjálfstæðar og gera allt sjálfar, er það í alvöru nauðsynlegt? Og þegar við upplifum að við séum að „drukkna“ er erfitt að flýja. En það er samt hægt að gera hlutina bærilegri og forðast algera kulnun. 

1. Viðurkenndu hvernig þér líður

Fyrsta skrefið er að tala um þessa örmögnun og tilfinningarnar sem fylgja henni. Þrátt fyrir að það sé ekkert ánægjulegt við þessar tilfinningar er fyrsta skrefið að viðurkenna þær, bera kennsl á þær, til að hægt sé að halda áfram þaðan. Það þýðir aldrei að þú sért klúðrari, hvorki sem mamma né maki (sé hann til staðar). Það þýðir bara að eitthvað sé í ójafnvægi og þú þarft að tala um þessar tilfinnigar og breyta einhverju í lífi þínu. 

Spyrðu sjálfa þig: „Hvernig líður mér?“ Ertu: reið, upplifirðu vonbrigði, útkeyrð, sakbitin? Allar þessar tilfinningar eiga rétt á sér og við verðum að taka mark á þeim. Þær eru til staðar vegna einhverrar ástæðu. Treystu og skilgreindu tilfinninguna til að læra hvað þú eigir að gera næst. Annars er bara um eina stóra tilfinningaóreiðu að ræða sem ekki er hægt að leysa út. 

2. Segðu „nei“!

Sértu uppgefin ættir þú að segja nei við öllu sem þú ert ekki viss um. Það skiptir engu þó fjölskyldu eða vinum finnist þú vera eigingjörn eða þér sé sama um þau. Þú verður að hugsa um sjálfa þig fyrst og fremst til að geta hugsað um börnin, makann og aðrar skyldur sem þú kannt að gegna. Mundu bara að það er best fyrir alla að þú sért úthvíld, glöð og sért við stjórnvölinn í lífi þínu. 

Fyrsta skrefið er að meta núverandi skuldbindingar þínar og ábyrgð áður en þú ákveður nokkuð annað fyrir sjálfa þig eða aðra til að sjá í raunsæu ljósi hvað þú getur tekið mikið að þér. Um leið og þú hefur ákvarðað hversu mikið þú getur höndlað, svo að segja, er mikilvægt að þú deilir þessum upplýsingum til þeirra sem þurfa að heyra þær til að þeir geti vitað við hverju er að búast. Þú hreinlega verður að fá þinn frítíma.

3. Taktu frá tíma í þakklæti 

Okkur yfirsést oft þakklæti þegar við erum stressaðar. Einföld lausn á þessu er að taka nokkrar mínútur fyrir okkur sjálfar til að setja hlutina í samhengi og róa taugarnar. Ef lífið er sérlega erfitt er gott að taka nokkrar mínútur til að skrifa niður þá hluti sem þú ert þakklát fyrir eða það góða sem hefur hent þig að undanförnu. Þetta snýst ekki um „eitraða jákvæðni“ (e. toxic positivity) eða að útrýma neikvæðum tilfinningum heldur er til að finna nýtt sjónarhorn á lífið til að dvelja ekki í neikvæðninni. 

4. Biddu um hjálp

Þegar þú ert aðframkomin ættirðu ekki að skammast þín fyrir að biðja þína nánustu um hjálp; foreldra eða tengdaforeldra, vini, maka þinn eða aðrar mæður. Skiptist á börnum til að létta lífið. Ekki er heldur bara nauðsynlegt að biðja um hjálp hvað börnin varðar, heldur einnig þrif, smáhluti á borð við að taka upp af gólfinu eða setja í þvottavél. Ef þú þarft er kannski sniðugt að biðja fólkið þitt um aðstoð við matseld. 

5. Farðu út á hverjum degi

Að hreyfa sig á hverjum degi getur minnkað streitu. Það er líka mikilvægt að anda að sér fersku lofti og njóta náttúrunnar, breyta um umhverfi, hreyfa sig og njóta sín. Við erum sumar hverjar duglegar að fara með börnin út í kerru þegar veður leyfir ef börnin eru það lítil. Það er nefnilega svo auðvelt að sitja allan daginn á sófanum, gefa barninu og horfa á þætti … freistandi en ekki hjálplegt! 

Það eru að sjálfsögðu óteljandi góðar ástæður fyrir hreyfingu eins og við flestar erum meðvitaðar um en það mikilvægasta er að þú njótir þess. Best er að finna æfingu sem þú nýtur. 

6. Sjálfsást

Við þurfum að hugsa vel um sjálfa okkur til að líða tilfinningalega vel. Þegar við hugsum um okkur sjálfar erum við líklegri til að hafa styrk og orku til að gera hluti fyrir aðra án þess að finna fyrir drunga eða særindum. Það er svo auðvelt að réttlæta að gera ekkert fyrir sig sjálfa þegar við höfum milljón verkefni heima fyrir og í vinnu. En þegar þú tekur tíma til að gera hluti sem endurnýja þig og gera þig glaða á ný. Þá ertu ekki bara að gefa sjálfri þér þann stuðning og ást sem allar mannverur eiga skilið, en þú ert einnig að setja gott fordæmi fyrir börnin þín 

7. Borða hollari mat

Þetta segir sig sjálft, en aldrei er góð vísa of oft kveðin! Það er að sjálfsögðu lykilatriði að vera við góða heilsu. Að viðhalda heilbrigðu mataræði hefur margt gott í för með sér, s.s. lægri blóðsykursgildi, líkamsþyngd helst í jafnvægi og lækkar kólesteról í blóði. Einnig hefur það jákvæð andleg áhrif, þannig líður þér betur og sjálfsöryggið eykst. 

Ruslfæði eða mikið unninn matur hefur neikvæð áhrif á okkur og eykur líkur á ofþyngd sem svo leiðir til heilsufarsvandamála. Léleg næring getur orsakað heilaþoku, meltingarvanda, geðrænan vanda og jafnvel getur haft áhrif á framkvæmdagleði og velgengni. 

8. Að passa upp á svefninn

Færri hafa meiri þörf fyrir góðan svefn en mæður. Þegar líkamar okkar fá ekki nægan svefn fer það fljótt að segja til sín. Þyngdaraukning, léleg einbeiting og jafnvel getur það aukið streitu og pirring. Hormónar sem hafa áhrif á matarlyst, skap, kvíða og samúð fara í algert rugl þegar svefn skortir. 

Það er hægara sagt en gert að fá nægan svefn þegar krakkarnir eru veikir, fá martraðir eða vakna kannski klukkutíma fyrr en vanalega. Prófaðu að fara sjálf í rúmið stuttu eftir að börnin sofna. Allar viljum við halda okkur vakandi og gera þá loksins eitthvað barnlausar en líkaminn mun þakka þér að morgni! Þegar þú vaknar og ert ekki þreytt hefurðu meiri tíma og orku til að hugsa um þig og þína nánustu. 

9. Settu símann niður

Það er í raun góð regla að takmarka skjátíma hjá okkur sjálfum og eyða minni tíma á samfélagsmiðlum. Við sökkvum í algóriþmann því hann er hannaður til að vekja athygli okkar. Við eigum líka til að skoða aðrar mömmur og bera okkur saman við þær, líf sem kannski er ekki einu sinni raunverulegt. 

10. Settu maka mörk

Það er ekki allt á þína ábyrgð. Þrátt fyrir meira jafnrétti og á Íslandi erum við heppnar hvað flestir eru um umræðuna um þriðju vaktina er hávær. Skiptið á milli húsverkum, skipuleggið fjölskyldutíma og þú átt alltaf rétt á klukkutíma eða meira út af fyrir þig. Eigir þú maka er líka nauðsynlegt að þið eigið tvö/tvær saman og ákveðið fyrir fram hvenær sá tími á að vera. 

11. Verðu tíma með vinkonum 

Það er alger blessun að verja tíma með konum í lífi okkar til að fá stuðning eða geta speglað okkur í. Hvort sem þær eru mömmur eður ei. Þær geta alltaf gefið okkur góð ráð sem hafa gagnast þeim. Það er nauðsynlegt að rækta vinasambönd, vera í mömmuhópum eða vera í góðum samskiptum við aðrar konur. Vinasambönd hjálpa okkur við tilfinningastjórnun, streitu og félagsleg samskipti eru okkur sérstaklega nauðsynleg þegar við erum heima með börn. 

12. Slepptu takinu

Þetta hljómar auðvelt, ekki satt? Samt er það erfiðara en að segja það! Oft höngum við á smáatriðum sem skipta kannski ekki öllu í stóra samhenginu þannig best er að velja hverju máli skiptir að berjast fyrir og hvað annað má sleppa takinu á. Notaðu hugleiðslu, staðfestingu eða sjáðu fyrir þér hvernig hlutirnir eiga að vera til að komast nær markmiðinu. 

13. Ekki „múltítaska!“

Einbeittu þér að einum hluti í einu. Eins mikið og þig langar að gera margt í einu gefur það betri raun og vellíðan að dvelja við eitt atriði í einu. Við teljum að við séum að ná svo miklu betri árangri með því að gera margt í einu og við séum að spara tíma. En það er bara blekking því heilinn þarf því að deila einbeitingu á milli verka. Þannig verðum við minna einbeittar, munum minna og náum ekki jafn miklu, sérstaklega fyrir úrvinda mömmur. 

14. Sérfræðihjálp

Það er aldrei nein skömm í því að leita sér hjálpar. Þær mæður sem upplifa fæðingarþunglyndi ættu að ræða við heilbrigðisstarfsmann hvað það varðar. Þú þarft ekki að þjást ein og mikilvægt er að leita aðstoðar áður en hlutirnir verða enn verri. 

Ef þú tengir við að vera úrvinda móðir ertu á réttum stað! Fylgdu mamman.is á Facebook og Instagram þar sem við deilum frábærum ráðum fyrir mæður.

Þýtt og endursagt af Wildsimplejoy.com 

 

 

 

„Ég kýs geðheilsuna fram yfir brjóstagjöf”

„Ég kýs geðheilsuna fram yfir brjóstagjöf”

„Ég kýs geðheilsuna fram yfir brjóstagjöf”

„Eftir að hafa talað við læknana mína og rannsakað málið fannst mér að besta ákvörðunin væri að halda áfram á lyfjunum við geðhvarfasýkinni og gefa barninu mínu þurrmjólk. Hér er ástæða þess að þetta er besta ákvörðunin fyrir mig og son minn,“ segir Sarah Michelle Sherman í athyglisverðum pistli á Parents.com.

„Á góðu tímabilunum í lífi mínu gleymi ég stundum að ég er með geðhvarfasýki II. Morgunskammtarnir mínir af Abilify og Lamictal renna niður hálsinn jafn auðveldlega og vítamín, gefandi mér það sem ég þarf til að halda mér gangandi yfir daginn og það sem meira máli skiptir, að ég upplifi gleði.

Á slæmu dögunum heldur brjálæðið mér niðri og ég er meðvituð um ástand mitt, jafn meðvituð um að á kvöldin verður dimmt. Það er það einfalt og öruggt. Það tekur yfir og það er nærri ómögulegt að greina á milli hvað sé sannleikurinn og hvað sé veikindin. Ég trúi öllu sem sjúkdómurinn segir mér – og oft segir hann mér eitthvað á borð við „þú þjónar engum tilgangi.“ Hann hefur sitt eigið skipulag og staldrar við í tíma sem hann ákveður einn.

Sem betur fer fór blandan af lyfjum og meðgönguhormónum vel í mig, og ég hef verið góð í 28 vikur núna. Þrátt fyrir þetta er sjúkdómurinn mér ekki ofarlega í huga, og ég gleymi því að ég þarf að taka ákvarðanir sem ég vil ekki taka, svo sem hvort ég get gefið brjóst eða ekki. Ástandið gerir mig dálítið reiða, en ég hef ákveðið að beina reiðinni í að leysa hlutina. Það er enginn tími til að vera reið, það þarf að taka ákvarðanir vegna barnsins sem von er á í ágúst. Og hlutverk mitt er mjög ljóst þessa dagana: Passa hann vel, vernda hann, elska hann.

Ég hef tekið ákvörðun um að hann verði ekki á brjósti. Ein ástæða fyrir því er sú að ég vil ala barnið upp í stöðugleika, stjórn og með öryggi, ég þarf að vera á þessum lyfjum til að laga mig. Eftir að hafa ráðfært mig við læknana veit ég að það er möguleiki á að þau berist í mjólkina. Það er ekki vitað um áhrifin á nýbura en að lesa um möguleikann á blóðskorti og andþyngslum, er ég ekki tilbúin að taka neina sénsa.

Ég er meðvituð um að fari ég af lyfjunum get ég gefið barninu mínu „fljótandi gull“ og hugsanlega gefið honum „bestu byrjun á lífinu.“ Ég er mjög meðvituð um kosti þess að gefa barninu brjóst – bæði fyrir hann og mig. En ég veit að besta byrjun lífs sonar míns er að vera í umsjá móður á lyfjum sem hefur ekki áhyggjur af því hvort lyfin hafi áhrif á hann. Ef ég hætti á lyfjunum óttast ég að svefnleysið sem hrjáir margar mæður geti ýtt mér í hættulegt ástand, ég fer að taka órökréttar ákvarðanir, eyðandi pening sem ég á ekki og elti óraunveruleg takmörk.

Ég hef einnig áhyggjur af þunglyndinu sem kemur þegar ég hætti á lyfjunum, ég myndi verða úti á þekju og missa af mikilvægum atburðum í lífi sonar míns og setja alla ábyrgðina á eiginmann minn.

Og svo er það sjálfshatrið sem kemur með skapsveiflunum og það er eitthvað sem barnið mitt á ekki að verða vitni að, þar sem það viðkemur öllum sviðum lífs míns þegar það á sér stað. Það lætur mig hafa efasemdir um mig sjálfa, hvað ég get og tilgang minn. Og ég vil ekki – ekki í eina sekúndu – hafa efasemdir um tilgang minn um leið og barnið er komið, þar sem hann er tilgangurinn.

Það er samt fullt af ónærgætnu fólki þegar kemur að mæðrum sem kjósa að gefa barni sínu ekki brjóst og það eru margir sem hrista bara hausinn og segja „Brjóstið er best.“ Þetta er hindrun sem ég verð að yfirstíga og ég mun gera það. Því ég veit að ákvörðunin sem ég tók er best fyrir mig og son minn. Hann mun bara fá þurrmjólk þar sem ég er móðir sem tek ábyrgð á geðsjúkdómnum mínum, í stað þess að hunsa hann.

Verkefni mitt er að veita barninu mínu næringuna sem hann þarf til að vaxa og þrífast og ég ætla ekki að bregðast honum. Ég kann að þurfa að eiga við sektarkenndina, dómana og skömmina sem aðrir kunna að leggja á mig fyrir að gefa honum ekki brjóstið, en ég mun reyna að láta það framhjá mér fara. Þetta er ákvörðunin mín og ég mun ekki afsaka mig.

Þar sem móðurhlutverkið nálgast og ég mun taka á móti syni mínum í þennan heim, bið ég þess að ég verði stöðug eins lengi og hægt er. Ég bið þess að hið eina sem fer út í öfgar sé ánægjan af þessari nýju vegferð – þar sem ég held syni mínum nálægt mér þegar ég gef honum pelann, augu hans mæta mínum og ég segi við hann hljótt: „Mamma er hjá þér“ því ég er hjá mér.”

Heimild: Parents.com 

Átta góð ráð til að halda ró sinni sem foreldri

Átta góð ráð til að halda ró sinni sem foreldri

Átta góð ráð til að halda ró sinni sem foreldri

Að vera foreldri er streitufullt og það er varla augnablik þar sem hægt er að slaka algerlega á. Hugurinn er á sífelldu iði og einhver þarf alltaf eitthvað frá okkur. Stundum virðist sem foreldrar hafi ofurkrafta miðað við allt sem þeir koma í verk, en það er samt ekki svo.

Þegar foreldrahlutverkið reynir virkilega á, slæmur dagur á sér stað getur skapið fokið út í veður og vind.

Þegar við finnum að slæma skapið er á leiðinni er það oftast því hlutirnir gengu ekki alveg eins og áætlað var. Kannski var það í okkar valdi, kannski ekki. Verum bara hreinskilin – fullt getur farið úrskeiðis á degi hverjum!

Barnið er að taka bræðiskast…aftur

Þið eruð of sein í skólann…aftur

Enginn hlustar…enn og aftur

Barnið hreytti í þig ónotum…aftur

Þið sjáið mynstrið hér, enda þekkja þetta allir foreldrar. Suma dagana viljum við bara öskra, fara aftur upp í rúm eða keyra á ókunnan stað og byrja upp á nýtt! Þessir dagar eiga sér stað, og það er eðlilegt. Þú ættir samt ekki að þurfa að þjást því geðheilsan þín skiptir fjölskylduna miklu máli og hvernig þú átt við streitu er stór hluti andlegrar vellíðanar. Breyttu sjónarhorninu og eigðu þessi ráð í „verkfæratöskunni“ upp á að hlaupa.

1. Settu mynd á

Ef dagurinn virðist vera á leið með að verða óstöðugur er engin skömm í því að setja bara mynd í tækið. Ef foreldrar hefðu getað, hefðu þeir líka gert það á öldum áður. Láttu alla vera sammála ef hægt er og þá verða allir ánægðir og gleyma sér. Ef þig langar ekki að sjá myndina geturðu laumast í burt og notið einverunnar.

2. Búðu til heitan drykk

Sumir foreldrar lifa á kaffi. Ef þú átt slæman dag, gerðu þér dagamun og búðu til kakó eða kauptu bolla á kaffihúsi. Andaðu að þér ilminum og njóttu. Auka koffín gerir oft gæfumuninn og getur breytt deginum fyrir þig. Stoppaðu allt sem er í gangi og hugsaðu um þig í nokkrar mínútur.

3. Gefðu knús

Nei, ekki bara til hvers sem er, heldur faðmaðu krakkana og fjölskylduna! Eitt einfalt faðmlag sleppir endorfíni til heilans og þú verður rólegri og glaðari. Ef þú ert að verða reið/ur og í slæmu skapi, taktu börnin í fangið. Þú ert foreldrið og þau vilja sjá þig sýna ástúð fremur en reiði. Knúsið hjálpar ykkur báðum og breytir skynjuninni.

4. Slepptu tökunum

Stór hluti foreldrahlutverksins snýst um stjórnun. Þú stjórnar heimilinu og krökkunum. Þú fylgist með athöfnum, keyrir til og frá með þau, þarft að muna hvað hverjum finnst gott að borða, og það sem mamma eða pabbi segir, það á að standa. Ef þú ert leið/ur eru allir leiðir. Ef dagurinn er ekki að fara samkvæmt áætlun, taktu djúpan andardrátt, slakaðu á öxlunum og slepptu tökum á stjórninni. Þú stjórnar kannski ekki deginum en þú getur stjórnað hvernig þú bregst við honum. Bregstu við af reisn og hógværð.

5. Farið út

Erfiðasta sem foreldrar ganga í gegnum þegar þeir eiga slæman dag er að komast úr þessu vonda skapi. Það er stundum erfitt inni á heimilinu. Breyttu því um umhverfi og farið út úr húsinu. Það getur hreinlega bjargað deginum. Þó það sé bara að fara út í garð, skiptir það samt máli. Krakkarnir hlaupa um og ferskt loft hjálpar öllum.

6. Leggðu þig

Þegar þú ert með litla krakka er kannski erfiðara en að segja það að leggja þig. Ef þú ert samt heima með makanum, vinkonu eða eldra barni er kannski sniðugt að leggjast inn í rúm, þó það sé ekki nema 20 mínútur. Leggstu niður, lokaðu augunum og ýttu á „reset“ takkann! Taktu djúpa andardrætti, hægðu á önduninni.

7. Jóga

Ef þú kannt jóga er það alger snilld. Settu myndband á YouTube og fáðu krakkana með, ef þeir geta. Teygðu þig og fáðu blóðflæðið í gang. Yogi Approved hefur allskonar hreyfingar fyrir upptekna foreldra að gera með börnunum sínum. Þannig breytirðu andrúmsloftinu á heimilinu og það hjálpar líka við þennan bakverk! Þú getur losnað við heilmikið af streitu með jógaæfingum.

8. Biðstu afsökunar

Það er mjög gott fyrir foreldra að biðja börnin hreinlega afsökunar ef þeir hafa gengið of langt. Þó að þú hafir ekki verið að garga, útskýrðu fyrir þeim að þú eigir slæman dag og þú viljir ekki að það bitni á þeim. Skap foreldranna hefur áhrif á alla á heimilinu og getur hangið eins og þrumuský yfir öllu. Biddu þau afsökunar og kenndu þeim að það er í lagi að eiga slæman dag, en ekki taka tilfinningarnar út á öðrum.

 

 

Pin It on Pinterest