Fullt af fólki býður nýbökuðum foreldrum almenn ráð varðandi barnið…og það er bara af hinu góða því þeir þurfa á þeim að halda. Hér eru annarskonar ráð…til að þið þrífist, vaxið og raunverulega njótið þessarar vegferðar sem felst í að vera nýbakað foreldri!
Treystu innsæinu
Stundum finnst foreldrum sem eru að eignast barn í fyrsta sinn að þau viti ekki neitt. En veistu hvað? Fullt af foreldrum hafa farið í gegnum það nákvæmlega sama, mörg hundruð ár aftur í tímann! Það er margt ógnvænlegra í framtíðinni (kvíði, óréttlátir vinir, unglingadrama, o.s.frv…) En núna þarftu bara að einbeita þér að frumþörfunum: Ást, snertingu, söng, mjólk og þolinmæði.
Verið góð við ykkur sjálf
Ef þú ert eins og margir nýbakaðir foreldrar í fyrsta sinn, hefur varla snert nýfætt barn áður en þú eignaðist þitt eigið…en samt heldur þú að þú eigir að vera barnasérfræðingur. Biddu dómarann í höfðinu á þér að taka sér frí. vertu þinn eigin besti stuðningsmaður, þinn besti vinur. Þannig er leiðin greið að fullnægju og hamingju og er sennilega besta ráðið sem nýbakað foreldri getur fengið
Fáðu nægan svefn
Foreldrahlutverkið er ein stór hamingja…þar til þú verður uppgefið foreldri! Hversu vel þú nærð að hvíla þig stjórnar öllu. Svefnvana foreldrar geta næstum brotnað við minnsta áreiti. Þeim finnst þeir vera einir, óhæfir, pirraðir og svefnleysi getur hreinlega valdið óhöppum og veikindum.
Þiggðu alla hjálp sem býðst
Í gegnum söguna hafa foreldrar þegið hjálp. Þeir hafa alltaf haft foreldra, frænkur og frændur og systkini sem vilja hjálpa. Ekki hika við að biðja um hjálp eða jafnvel borga fyrir pössun. Þú þarft þess…og þú átt það skilið. Þannig getur þú bætt upp svefnleysið og eflt tengslin við þína nánustu.
Vertu sveigjanleg/ur
Sum uppeldisráð höfða betur til þín en önnur. Það er fínt að hafa hugmyndir og fyrirætlanir en vertu tilbúin/n að þurfa að gera breytingar. Börn eru nefnilega einstaklingar með persónuleika og skoðanir. Til er heimild um mann frá 17. öld sem sagði: „Áður en ég átti börn hafði ég sex kenningar um hvernig ætti að ala þau upp. Nú á ég sex börn og hef engar kenningar!“ Vertu sveigjanleg/ur þegar hlutirnir fara ekki eins og þú ætlaðir þér. Það gæti komið á óvart hversu þægilegt það er að berast bara með straumnum.
Ekki missa húmorinn!
Mundu: Fullkomnun er bara orð sem er að finna í orðabók. Þannig gleymdu reisninni, skipulagningunni og vertu góð/ur við þig sjálfa/n og hlæðu, hlæðu, hlæðu! Hlátur lyftir þér upp, minnkar stress og er nákvæmlega það sem læknirinn myndi skrifa upp á!
Hugsið vel um hvort annað. Og gerið eitthvað skemmtilegt!
Að hugsa um barnið er bara helmingur vinnunar ykkar; hinn helmingurinn er að næra samskiptin við makann. Farið út að borða eða í göngutúr þegar ættingi er í heimsókn. Finnið tíma til að elda saman, kúra í sófanum eða þið vitið…!
Lifðu. Lífinu.
Það er næstum pirrandi þegar fólk segir: „Tíminn líður svo hratt,“ og „sofðu þegar barnið sefur.“ En þetta er alveg satt! Ef þú ert föst í fortíð eða framtíð muntu missa af kraftaverkinu sem er fyrsta ár barnsins þíns. Haltu á því og hlustaðu á hjarta þess slá. Horfðu á bros barnsins og misstu andann. Vertu virkilega viðstödd/viðstaddur þegar þú heyrir barnið segja „mamma“ eða „pabbi“ í fyrsta sinn. Það eru fáar stundir fallegri en þær. Njóttu þess.
Ef þú ert að eignast barn í fyrsta sinn ertu að standa þig eins og hetja. Ef þú átt erfitt, ekki hika við að biðja um hjáp.