Salma Hayek uppljóstrar leyndarmálinu að baki hamingjusömu hjónabandi

Salma Hayek uppljóstrar leyndarmálinu að baki hamingjusömu hjónabandi

Salma Hayek uppljóstrar leyndarmálinu að baki hamingjusömu hjónabandi

Leikkonan fræga, Salma Hayek, hefur verið gift François-Henri Pinaultí 12 ár, og segir hún lykilinn að hamingjusömu hjónabandi þeirra vera að „við höfum aldrei sagt neitt ljótt við hvort annað.“

Salma kom fram í Red Table Talk með Jada Pinkett Smith á dögunum og ræddi þar hjónaband sitt og sagði hún að stefna þeirra beggja í hjónabandinu væri að horfa á vandræðin í stað þess að grípa til ásakana: „Þegar það er ágreiningur, setjum við alla orkuna í að leysa vandann í stað þess að finna sökudólg og við segjum ekki: „Þú hefðir átt að gera þetta eða hitt,“ nei,“ sagði Salma (54). „Öll orka okkar fer í að „hvernig leysum við þetta?“ Við höfum aldrei sagt neitt ljótt við hvort annað og höfum aldrei reiðst hvort öðru.“

Salma giftist François-Henri á Valentínusardaginn árið 2009. Þau eiga saman 13 ára dóttur, Valentinu, en François-Henri á þrjú börn úr fyrra hjónabandi.

Í síðasta mánuði deildi Salma fallegum myndum af afmæli François-Henri, en hann varð 59 ára.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Salma Hayek Pinault (@salmahayek)

Í Red Table Talk ræddi Salma einnig um foreldrahlutverkið en hún deildi því að Valentina talar frönsku, ensku og spænsku og „skilur mikið í ítölsku og portúgölsku,“ en hún bætti því við að hún vildi að Valetina lærði líka kínversku.

Að ala upp ungling er allt annað en einfalt, en Salma sagði: „Ég er að læra að vera ekki fyrir…leyfa þeim að vera þau sem þau eru. Gefa þeim tækifærið á að vera einstök. Og það er ekki auðvelt. Og þegar þú gefur þeim rödd, fyrsta manneskjan sem þau nota hana á, ert þú!“

 

Cameron Diaz geislar í móðurhlutverkinu

Cameron Diaz geislar í móðurhlutverkinu

Cameron Diaz geislar í móðurhlutverkinu

Leikkonan dáða, Cameron Diaz, hefur loksins eignast langþráð barn, dótturina Raddix og hefur hún bara einbeitt sér að móðurhlutverkinu síðan þá.

Cameron gerði þó undantekningu í vikunni fyrir gott málefni og má sjá að hún hreinlega geislar af hamingju!

Cameron klæddist bol sem hannaður var af vinkonu hennar, Stellu McCartney, til að safna fé fyrir Greenpeacesamtökin í Bretlandi.

Cameron setti mynd af sér í Instagram Stories þar sem hún var í bolnum sem á stóð: „Save The Amazon.“

Stella setti einnig myndina á eigin Instagramreikning.

Cameron hefur haldið sig til hlés frá því hún lék í myndinni Annie árið 2014 þar sem hún vildi eyða tíma með eiginmanninum, Benji Madden, og þeim báðum ásamt dótturinni Raddix.

„Að vera eiginkona og móðir er bara það, hvað er orðið sem ég er að leita að…? Gefandi. Takk. Þetta hefur verið besti hluti lífs míns hingað til. Ég vorkenni svo mömmum sem þurfa að fara frá börnum sínum í vinnuna. Ég er mjög heppin að ég get verið með barninu mínu og, þú veist, að vera mamman sem ég er. Ég er bara mjög, mjög þakklát.“

 

Átta hamingjuráð fyrir nýbakaða foreldra

Átta hamingjuráð fyrir nýbakaða foreldra

Átta hamingjuráð fyrir nýbakaða foreldra

Fullt af fólki býður nýbökuðum foreldrum almenn ráð varðandi barnið…og það er bara af hinu góða því þeir þurfa á þeim að halda. Hér eru annarskonar ráð…til að þið þrífist, vaxið og raunverulega njótið þessarar vegferðar sem felst í að vera nýbakað foreldri!

Treystu innsæinu

Stundum finnst foreldrum sem eru að eignast barn í fyrsta sinn að þau viti ekki neitt. En veistu hvað? Fullt af foreldrum hafa farið í gegnum það nákvæmlega sama, mörg hundruð ár aftur í tímann! Það er margt ógnvænlegra í framtíðinni (kvíði, óréttlátir vinir, unglingadrama, o.s.frv…) En núna þarftu bara að einbeita þér að frumþörfunum: Ást, snertingu, söng, mjólk og þolinmæði.

Verið góð við ykkur sjálf

Ef þú ert eins og margir nýbakaðir foreldrar í fyrsta sinn, hefur varla snert nýfætt barn áður en þú eignaðist þitt eigið…en samt heldur þú að þú eigir að vera barnasérfræðingur. Biddu dómarann í höfðinu á þér að taka sér frí. vertu þinn eigin besti stuðningsmaður, þinn besti vinur. Þannig er leiðin greið að fullnægju og hamingju og er sennilega besta ráðið sem nýbakað foreldri getur fengið

Fáðu nægan svefn

Foreldrahlutverkið er ein stór hamingja…þar til þú verður uppgefið foreldri! Hversu vel þú nærð að hvíla þig stjórnar öllu. Svefnvana foreldrar geta næstum brotnað við minnsta áreiti. Þeim finnst þeir vera einir, óhæfir, pirraðir og svefnleysi getur hreinlega valdið óhöppum og veikindum.

Þiggðu alla hjálp sem býðst

Í gegnum söguna hafa foreldrar þegið hjálp. Þeir hafa alltaf haft foreldra, frænkur og frændur og systkini sem vilja hjálpa. Ekki hika við að biðja um hjálp eða jafnvel borga fyrir pössun. Þú þarft þess…og þú átt það skilið. Þannig getur þú bætt upp svefnleysið og eflt tengslin við þína nánustu.

Vertu sveigjanleg/ur

Sum uppeldisráð höfða betur til þín en önnur. Það er fínt að hafa hugmyndir og fyrirætlanir en vertu tilbúin/n að þurfa að gera breytingar. Börn eru nefnilega einstaklingar með persónuleika og skoðanir. Til er heimild um mann frá 17. öld sem sagði: „Áður en ég átti börn hafði ég sex kenningar um hvernig ætti að ala þau upp. Nú á ég sex börn og hef engar kenningar!“ Vertu sveigjanleg/ur þegar hlutirnir fara ekki eins og þú ætlaðir þér. Það gæti komið á óvart hversu þægilegt það er að berast bara með straumnum.

Ekki missa húmorinn!

Mundu: Fullkomnun er bara orð sem er að finna í orðabók. Þannig gleymdu reisninni, skipulagningunni og vertu góð/ur við þig sjálfa/n og hlæðu, hlæðu, hlæðu! Hlátur lyftir þér upp, minnkar stress og er nákvæmlega það sem læknirinn myndi skrifa upp á!

Hugsið vel um hvort annað. Og gerið eitthvað skemmtilegt!

Að hugsa um barnið er bara helmingur vinnunar ykkar; hinn helmingurinn er að næra samskiptin við makann. Farið út að borða eða í göngutúr þegar ættingi er í heimsókn. Finnið tíma til að elda saman, kúra í sófanum eða þið vitið…!

Lifðu. Lífinu.

Það er næstum pirrandi þegar fólk segir: „Tíminn líður svo hratt,“ og „sofðu þegar barnið sefur.“ En þetta er alveg satt! Ef þú ert föst í fortíð eða framtíð muntu missa af kraftaverkinu sem er fyrsta ár barnsins þíns. Haltu á því og hlustaðu á hjarta þess slá. Horfðu á bros barnsins og misstu andann. Vertu virkilega viðstödd/viðstaddur þegar þú heyrir barnið segja „mamma“ eða „pabbi“ í fyrsta sinn. Það eru fáar stundir fallegri en þær. Njóttu þess.

Ef þú ert að eignast barn í fyrsta sinn ertu að standa þig eins og hetja. Ef þú átt erfitt, ekki hika við að biðja um hjáp.

 

Pin It on Pinterest