Unglingar í ofþyngd í meiri hættu að fá sykursýki og hjartaáföll

Unglingar í ofþyngd í meiri hættu að fá sykursýki og hjartaáföll

Unglingar í ofþyngd í meiri hættu að fá sykursýki og hjartaáföll

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að of þungir unglingar eru í meiri hættu að þróa með sér sykursýki og fá hjartaáföll á fullorðinsárum. Offita barna er afar algeng í Bandaríkjunum og um hinn vestræna heim og það endar ekki þegar barnið verður að unglingi.

Unglingar sem eru í ofþyngd eiga í margvíslegum vandræðum, frá einelti til líkamlegra vandkvæða og foreldrar geta haft af þeim miklar áhyggjur. Táningar eru á þeim stað í lífinu þar sem þeir reyna að aðskilja sig frá foreldrum sínum, en foreldrar þeirra eru enn áhyggjufullir vegna heilsu þeirra og vilja reyna að hafa áhrif á útkomuna af ákvörðunum þeirra.

Samkvæmt Study Finds var niðurstaða rannsókna þeirra að unglingar í ofþyngd eru í mun meiri hættu en aðrir að þróa með sér stærri heilsufarsvanda þegar þeir eldast. Rannsóknin var framkvæmd af American College of Cardiology og má lesa hana alla HÉR.

Rannsakendur komust að því að unglingar með hátt BMI (Body Mass Index) eru líklegri til að þróa með sér hjartavandamál og sykursýki þegar þeir verða fullorðnir. Það sem var ógnvekjandi var einnig ef BMI þessara unglinga lækkaði þegar þeir urðu fullorðnir var samt enn mikil hætta fyrir hendi að fá sykursýki (II) og hjartaáföll.

Þetta þýðir að forvarnir eru afar nauðsynlegar táningum og fjölskyldum þeirra. Það er mjög mikilvægt fyrir fjölskyldur að hafa stuðningsnet og úrræði þegar kemur að því að borða hollt og lifa „aktífum“ lífsstíl.

12.300 unglingar voru skoðaðir í rannsókninni og var fylgst með þeim í 24 ár. Í byrjun rannsóknar voru unglingarnir milli 11-18 ára gamlir. Niðurstöðurnar sýndu að hátt BMI sýndi 2,6 hækkun á slæmri heilsu. Það var 8,8% líklegra að þessir einstaklingar fengju sykursýki II og 0,8% líkur á hjartaáföllum.

Þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar að tengja þyngd barna við slæma heilsu á fullorðinsárum. Dr. Jason Nagata stýrði rannsókninni og sagði hann að þessar upplýsingar væru afar mikilvægar til að skilja hjarta- og æðasjúkdóma og þróun þeirra. Þessar niðurstöður ættu að hvetja lækna og heilbrigðisstarfsfólk til að nota BMI sögu einstaklingsins til að dæma um áhættu sjúklings á krónískum sjúkdómum.

Það er mikilvægt að taka með í reikningnn að þegar einstaklingur verður of þungur, hversu lengi hann er með hátt BMI, því það getur leitt til insúlínmótstöðu og hjartavanda.

 

Þurfa börn að taka vítamín?

Þurfa börn að taka vítamín?

Þurfa börn að taka vítamín?

Nú er mikið í tísku að gefa börnum vítamín, t.d. í formi gúmmís. En er raunverulega þörf á því?

Sérfræðingar eru sammála að það sé ekki alltaf nauðsynlegt. Best væri auðvitað að krakkar fengju allt sem þau þarfnast frá heilsbrigðu mataræði s.s.:

Mjólkurvörum, s.s. osti og jógúrt

Fullt af ferskum ávöxtum og grænmeti

Prótein s.s. kjúkling, fiski, kjöti og eggjum

Trefjum s.s. höfrum og brúnum hrísgrjónum

Hvaða börn þurfa að taka vítamín?

Eins og við vitum eru foreldrar og börn oft upptekin og ekki alltaf hægt að hafa vel útilátinn mat tvisvar á dag með öllu sem þau þarfnast. Það er ástæðan fyrir að barnalæknar mæla stundum með fjölvítamínum eða steinefnum fyrir börn sem:

Borða ekki reglulega fjölbreytta fæðu gerða frá grunni

Dyntótt börn sem bara borða ekki nógu mikið

Börn með króníska sjúkdóma s.s. astma eða meltingarvanda, sérstaklega ef þau þurfa að taka lyf (talaðu samt við lækninn þinn áður en þú gefur barninu auka vítamín eða steinefni

Börn sem eru grænmetisætur eða vegan (þau gætu þurft auka járn) eða borða ekki mjólkurvörur (gætu þurft auka kalk)

Börn sem drekka mikið af gosi

Stórir skammtar af allskonar vítamínum eru ekki góðir fyrir börn. Fituleysanleg vítamín (A, D, E og K) geta verið eitruð ef börn fá of mikið af þeim. Líka af járni.

Hér er góður leiðarvísir fyrir mat og næringarefnin sem hann inniheldur.

Ef þú gefur börnunum þínum vítamín eru hér góð ráð:

Ekki geyma vítamínin þar sem börnin sjá þau, svo þau freistist ekki til að borða þau eins og sælgæti.

Reyndu vítamín sem barnið getur tuggið ef það vill ekki taka töflur

Bíddu þar til barnið er fjögurra ára til að taka fjölvítamín, nema læknirinn ráðleggi annað

 

Heimild: WebMd

Hvernig á að þrífa og sótthreinsa leikföng á umhverfisvænan hátt

Hvernig á að þrífa og sótthreinsa leikföng á umhverfisvænan hátt

Hvernig á að þrífa og sótthreinsa leikföng á umhverfisvænan hátt

Börn eiga til að setja ýmislegt upp í munninn og einnig ferðast þau með leikföngin sín á ýmsa staði, t.d. í búðir, leikskólann og til vina sinna.

Þannig verða þau gróðrarstía fyrir allskonar bakteríur og auðvitað verða þau skítug í leiðinni. Þetta er ástæðan þau verða vera hreinsuð reglulega, en það þýðir samt ekki að hin þurfi ekki þrif líka, því best er að hafa röð og reglu öllu.

Í fyrsta lagi er best að sótthreinsa öll leikföng um leið og þau koma úr búðinni. Oftast eru þrifleiðbeiningar á kassanum en ef ekki eru hér ráð til að þrífa og sótthreinsa leikföng.

Heitt vatn

Algengasta þrifaðferðin er heitt vatn og ekkert annað. Það drepur bakteríur sem þola ekki of háan hita. Látið aðeins leikföng sem þola vatn liggja í vatni og látið liggja þar til vatnið kólnað. Þurrkaðu með handklæði og þau verða tilbúin í ný ævintýri með barninu þínu. Þú getur einnig þvegið þau í uppþvottavél eða þvottavél.

Sápuvatn

Önnur leið til að losna við sýkla er að þrífa með sápuvatni, en ekki láta vatnsþolin leikföng liggja of lengi. Þetta er gott fyrir viðarleikföng og leikföng sem þola ekki mjög heitt vant, því það getur eyðilagt þau. Alltaf þurrka þau á eftir það sem þau gætu myglað.

Matarsódi

Að setja tauleikföng í þvottavél er yfirleitt í lagi, en ef þú ert hrædd/ur um að þau eyðileggist er hægt að velta þeim uppúr matarsóda, láta þau sitja í 20 mínútur og hrist svo af eða ryksugað þar til ekkert er eftir.

Edik

Ef þér finnst vatnið ekki nægja er hægt að nota borðedik (einn á móti einum). Þú getur þurrkað leikföngin af með blöndunni og látið þau svo þorna úti til að losna við lyktina.

Þvottavélin

Fyrir dúkkuföt er best að þvo þau í þvottavélinni eins og venjuleg föt. Ekki gleyma þeim, sama hversu lítil þau kunna að vera! Þú getur líka sett þau í þurrkarann.

Það eru ýmsar leiðir til að láta leikföngin verða eins og ný. Passaðu upp á að leikföngin séu örugg fyrir barnið og fylgstu með hvort sum eru orðin brotin eða ónýt. Ekki sótthreinsa samt of oft, því gerlar og bakteríur eru góð fyrir þróun ónæmiskerfis barnsins.

Mælt er með að þrífa þau tvisvar í mánuði, eða eftir þörfum.

Heimild: Veryanxiousmommy.com

 

 

Þegar fólk gefur þér uppeldisráð…óumbeðið

Þegar fólk gefur þér uppeldisráð…óumbeðið

Þegar fólk gefur þér uppeldisráð…óumbeðið

Flestir kannast við að eignast nýtt barn og allt í einu eru allir að segja þér hvernig þú átt að ala það upp og gera hlutina. Hér eru nokkur ráð hvernig höndla megi aðstæður.

Allir virðast vita hvernig á að ala upp barnið þitt, fólk sem hefur átt börn áður og meira að segja þeir sem engin börn eiga. Það virðist sem einhver viti alltaf betur hvernig ala eigi upp barnið þitt heldur en þú.

Og hvort sem manneskjan sem gefur ráðið meinar vel og vill hjálpa eða er bara að gagnrýna þig er erfitt að vita hvernig bregðast eigi við.

Að eiga við gagnrýni

Þegar einhver er bara að gagnrýna uppeldisaðferðir þínar getur það farið illa í mann. Og stundum, því miður, veit fullorðið fólk ekki sín mörk þegar kemur að annarra manna börnum.

Algengt er að fólk gagnrýni foreldra vegna eftirfarandi:

Fjölskyldunafna –„Skírðir þú barnið ekki eftir ömmunni? Ég hélt að það væri hefð í fjölskyldunni?“

Að sofa uppí – „Það er hættulegt að láta börnin sofa í þínu rúmi og þú ættir ekki að gera það.“

Taubleyjur valda útbrotum – „Hún er að fá útbrot því hún situr í tauinu og ekkert sýgur upp pissið.“

Brjóstagjöf – „Ertu að gefa honum aftur? Var hann ekki að drekka fyrir klukkutíma?“

 

Þegar við verðum foreldrar fáum við alveg okkar skerf af þessum ráðum, stundum upp að því marki að okkur langar að garga: „Hættu að segja mér hvernig ég á að ala barnið mitt upp!“

Það er samt ekki sniðug samskiptaleið og getur hreinlega eyðilagt sambönd okkar við annað fólk. Það þarf að taka ráðunum (óumbeðnu) án þess að láta það særa sig eða æsa sig. Hér eru nokkrar góðar leiðir:

 

Vertu róleg

Í fyrsta lagi, ef þú ert nýbúin að eiga barn, ertu líklega í tilfinningarússíbana vegna hormónabreytinganna sem líkaminn er að fara í gegnum. Af þessum ástæðum er mjög mikilvægt að þú sért róleg og yfirveguð, sérstaklega þegar barnið er nálægt. Barnið skynjar strax að þú sért í uppnámi og getur sjálft komist í uppnám og farið að gráta.

Hlustaðu og greindu hvað skiptir máli

Það er alltaf mikilvægt að hlusta á þessi ráð því þau geta í alvöru verið hjálpleg. Þegar einhver er að reyna að hjálpa, vertu viss um að vega og meta ráðið og hvort það gæti gagnast ykkur. Ef ráðið er bara einhver vitleysa, reyndu að láta það sem vind um eyrun þjóta.

Hver gefur ráðið?

Vertu viss að íhuga hver er að ráðleggja þér. Er það mamma þín sem er raunverulega annt um þig og vill hjálpa eða einhver ókunnugur sem þekkir þig jafnvel ekki eða barnið þitt? Því miður er sumt fólk sem ræður ekki við sig og finnst nauðsynlegt að gagnrýna foreldra og þeirra ákvarðanir því þær eru ekki nákvæmlega eins og það hefði gert hlutina. Staldraðu við og íhugaðu hvort ráðið komi frá góðum stað eða ekki.

Veldu barátturnar

Eitt af því stærsta sem allir foreldrar þurfa að læra með börn er að velja barátturnar vel. Sama á við um uppeldisráð.

Stundum dekra afi og amma börnin og kannski ertu ekki sammála því sem börnin komast upp með hjá þeim. Til dæmis: „Amma leyfir okkur alltaf að fá köku í búðinni“ og þá er fínt að svara „Ég er ekki amma þín og hlutirnir eru öðruvísi heima hjá okkur.“ Það eru sumir hlutir sem er ekki þess virði að rífast yfir, sérstaklega þegar það er ekki að skaða barnið þitt.

Lestu þér til

Ef þú veist ekki í raun hvað er besta ákvörðunin varðandi eitthvað er fínt að uppfræða sig. og þegar þú hefur fundið svarið og hefur eitthvað haldbært er ágætt að deila því með öðrum. Til dæmis að það sé í lagi að nota taubleyjur og stundum jafnvel betra en plastbleyjur vegna hitans og efnanna sem þrýstast upp að barninu.

Eða að börn á brjósti melta mjólkina á undaverðan hraða því hún er fullkomlega hönnuð fyrir líkama þeirra. Og af þeim ástæðum þurfa þau að borða oftar en barn sem drekkur þurrmjólk.

Og þú getur útskýrt að það sé fullkomlega skaðlaust að láta barnið sofa uppí ef þú gerir ráðstafanir áður.

Treystu innsæinu

Mömmur er „forritaðar“ á ákveðinn hátt þegar kemur að börnunum þeirra. Hvort sem það er að vita nákvæmlega hvað barnið þarfnast þegar það grætur, eða vita alveg hvað þarf að gera til að láta því líða betur, eru mömmurnar alveg í takt við börnin sín. Þannig ef þú ert ekki viss um ráðið sem þú færð, treystu mömmuinnsæinu.

Allar fjölskyldur eru misjafnar

Sumir afar og ömmur telja að nýjir foreldrar eigi að gera nákvæmlega eins og þau þegar þau ólu upp börn. Það er bara rugl. Þó eitthvað hafi virkað fyrir þessa fjölskyldu þýðir það ekki að það virki fyrir þína. Aðstæður eru öðruvísi, uppeldisaðferðir virka ekki eins á alla. Það er engin ein fullkomin leið. Allir eru bara alltaf að gera sitt besta.

Spyrðu barnalækninn þinn

Þegar ráð kemur sem tengist heilsu barnsins er alltaf hægt að spyrja lækninn. Þannig veistu nákvæmlega hvað er rétt.

Tímarnir breytast

Eitt sem hafa ber í huga er að tímarnir breytast síðan foreldrar okkar ólu okkur upp. Til dæmis þegar við vorum lítil var mælt með að barnið svæfi á maganum til að koma í veg fyrir að barnið svelgdist á. Í dag er bara mælt með að barnið sofi á bakinu til að það kafni ekki.

Með nýrri tækni og rannsóknum er alltaf verið að komast að því hvað sé börnum fyrir bestu og það er bara fínt að geta útskýrt það fyrir fólki.

Vertu hreinskilin/n

Ein af bestu leiðinum til að hjálpa þeim einstakling sem er að gefa þér óumbeðin ráð er að koma hreint fram. Reyndu að setjast niður með honum eða henni og útskýrðu hvernig þér líður þegar verið er að skipta sér af og segja þér hvernig ala eigi upp barnið, þannig fáir þú ekki tækifæri að læra það sjálf/ur.

Í mjög mörgum tilfellum áttar fólk sig ekki á að það hefur gengið of langt. Að vera hreinskilin/n heldur samskiptunum uppi á borðinu, setur mörk og styrkir sambandið.

Settu mörk

Þegar þú hefur sagt manneskjunni þetta reyndu að setja mörk svo hún viti hvaða línu hún getur ekki farið yfir. Þetta er frábært fyrir ömmur og afa til að bakka þegar þú ert að læra að ala upp barnið þitt.

Stattu með þér

Þegar þú hefur sett mörk, verið hreinskilin/n og allt ætti að vera á hreinu og einhver heldur áfram að reyna að segja þér hvað þú eigir að gera, stattu fast á þínu. Gerðu fólki ljóst að þú ert foreldrið, ekki þessi aðili. Og þar sem þú ert foreldrið tekur þú ákvarðanir fyrir barnið þitt.

Klappaðu þér á bakið

Það er erfitt að vera foreldri. Auðvitað hefur enginn haldið því fram að það sé auðvelt, en það er vissulega erfiðara að átta sig á hvernig ala eigi upp barn þegar maður er stöðugt gagnrýndur og fær misvísandi ráð úr öllum áttum.

Mundu bara að þú ert að gera eins vel og þú getur og klappaðu þér á bakið fyrir það.

 

Heimild: Veryanxiousmommy.com

 

Ættirðu að stöðva barnið þitt í að sjúga þumalinn?

Ættirðu að stöðva barnið þitt í að sjúga þumalinn?

Ættirðu að stöðva barnið þitt í að sjúga þumalinn?

Sérfræðingar hjá Babycenter segja við þeirri spurningu hvort foreldrar eigi að skipta sér af því að barnið þeirra sjúgi þumalinn: „Nei, þú þarft ekki að stöðva barnið í að sjúga þumalinn meðan barnið er barn. Þau sjúga þumalinn til að hugga sig sjálf, sem er gott, því þannig læra þau að treysta á eigin bjargráð.

Hæfileikinn til að hafa stjórn á eigin hegðun og tilfinningum er mikið þroskamerki. Þegar barnið þitt er að sjúga þumalinn er það að finna leið til að láta sér sjálfu líða betur, án þinnar hjálpar.

Almennt séð er að sjúga þumalinn frekar að fara í taugarnar á foreldrum frekar en það skaði börnin. Barnið hættir þegar það er tilbúið og hefur fundið aðrar leiðir til að ná sér sjálft niður.

Hinsvegar, ef barnið er enn að sjúga hann mikið um þriggja eða fjögurra ára aldur, gætir þú viljað fara með það til tannlæknis til að finna leiðir til að láta það stoppa, svo tennur og kjálki aflagist ekki.”

Heimild:Babycenter.com

Pin It on Pinterest