Að þóknast öðrum getur verið mikill streituvaldur
Að þóknast öðrum getur verið mikill streituvaldur
Þegar við hugsum um móðurhlutverkið er allavega á hreinu að það er streituvaldandi. Það er vissulega svo, mæður eru oft útkeyrðar af stressi, að reyna að halda heimili, passa upp á að börnin séu örugg og hafi allt sem þau þurfi og svo framvegis.
Auðvitað er það afskaplega mikil ábyrgð og mamman kann að reyna að hugsa um sig sjálfa og koma í veg fyrir foreldrakulnun sem gerist hjá mörgum mömmum einhverntíma á „ferlinum.“ Eitt af því sem virkilega eykur streitu er að vera í því hlutverki að þóknast öðrum.
Þrátt fyrir að að lýsingin hér að ofan: Sá sem vill gera öllum til geðs telur sig sjálfan oft hjálpsaman og góðan, sá sem hættir öllu sínu til að hjálpa fólki sem þarf á því að halda, kunni að virðast jákvæð, getur hún einnig verið skaðleg og aukið streitu í lífi fólks frekar en annað. Á þetta við um þig? Ef svo, hvernig er hægt að stöðva þessa hegðun til að fá meiri ró í lífið?
Er mamma meðvirk öðrum?
Það er fín lína milli þess sem mamma er hjálpleg og vinsamleg og þess að vera að þóknast öðrum, lifa í meðvirkni. Það er mikilvægt að bera kennsl á hvort meðvirknin sé í raun að eyðileggja meira en æskilegt er.
Samkvæmt Healthline er nauðsynlegt að kafa dálítið inn á við til að leita svara, heiðarlegra svara, en þetta er mikilvægt. Ef mamman áttar sig á að hún þráir að öðrum líki við hana og hún óttast jafnvel höfnun, gæti hún verið í því hlutverki að þóknast öðrum. Hún gæti viljað passa inn í mömmuhópinn eða í félagsskap í skóla eða leikskóla og boðið sig fram í ýmis hlutverk og sjálfboðavinnu, þrátt fyrir að hún kannski hafi ekki tíma vegna anna og skyldna. Hún bara bætir þessum störfum í bunkann.
Ef mamma á erfitt með að segja „nei“ við einhvern eða við einhverju, er hún líklega meðvirk. Að segja nei er vissulega erfitt, en mjög nauðsynlegt til að setja öðrum mörk, því aðrir lesa ekki hugsanir og geta ekki vitað hvaða mörk þessi mamma hefur. Ef hún er spurð að einhverju og hún vill ekki gera það, segir hún samt já, því hún er hrædd um að henni verði hafnað.
Mamma sem þóknast öðrum er fljót að samþykkja allt sem hinir segja, jafnvel þó hún sé ekki sammála, til þess eins að „passa inn“ og vera viss um að henni verði ekki úthýst úr hópnum. Hún mun oft afsaka sig þó hún hafi ekki gert neitt rangt, því hún vill umfram allt halda friðinn.
Skaðlegar aðstæður
Nú, hafið þið lesið þetta að ofan, er auðvelt að sjá hversu skaðlegt þetta getur verið fyrir móður. Aðalmálið varðandi meðvirkni og þessa þrá að þóknast öðrum er að engin skýr mörk eru sett og þetta getur gersamlega yfirbugað mömmuna. Hún gæti tekið að sér meira en hún getur höndlað og hún gæti hreinlega endað í kulnun og ofur-streitu. Þetta þýðir að það þurfa að vera skýr skref í átt að stöðva þessa hegðun.
Hvernig á að hætta
Samkvæmt Psychology Todayer afar nauðsynlegt að líta inn á við til að stöðva meðvirku hegðunina. Þegar þú ert beðin um að gera eitthvað, taktu smá stund til að spyrja sjálfa þig: „Af hverju er ég að hjálpa?“ Ef þú ert að hjálpa því þig langar til þess og það gleður þig, frábært. Ef þú ert að hjálpa til að koma í veg fyrir samviskubit ef þú gerir það ekki, er það merki um að þetta sé ekki heilbrigt.
Við biðjum alltaf börnin okkar að æfa sig fyrir verkefni, ræðu eða álíka og við þurfum að gera slíkt hið sama. Æfðu þig að segja „nei“ í spegilinn, við vinkonu eða maka. Að leika hlutverk (þó það virðist kannski kjánalegt!) og aðstæður sem upp kunna að koma í framtíðinni getur hjálpað þér að segja ekki „já“ um leið og að setja þessi mörk.
Um leið og þú hefur náð því, æfðu þig að afsaka þig ekki. Það er sjaldan ástæða fyrir að afsaka sig fyrir að segja mörk vegna einhvers sem þú vilt ekki gera.
Að lokum þarftu stöðugt að minna þig á að segja „nei“ gerir þig ekki að slæmri manneskju, allir hafa mörk og rétt til að setja mörk.
Mömmuhópurinn, félagsstarfið eða vinkonurnar ættu að virða mörkin þín og ef ekki, er kannski tími til að endurskoða hverja þú umgengst. Með því að læra að segja „nei“ og hætta að þóknast öðrum, gefur þér meiri tíma fyrir sjálfa þig og þína sjálfsrækt, sem og fjölskyldu og vini.
Heimild: Moms.com