Að undirbúa gæludýr fyrir komu nýs fjölskyldumeðlims

Að undirbúa gæludýr fyrir komu nýs fjölskyldumeðlims

Að undirbúa gæludýr fyrir komu nýs fjölskyldumeðlims

Áttu von á barni og átt þú gæludýr? Þá er þessi grein fyrir þig! Það er bráðum tími á að leyfa „loðbarninu“ að hitta nýja barnið, en eins og ætla má er þetta stór breyting fyrir gæludýrið. Það hefur átt þína athygli í langan tíma. Hvernig er hægt að hjálpa þeim að aðlagast og læra að elska nýju viðbótina og um leið viðhaldið öryggi barnsins?

Það er ýmislegt hægt að gera til að gera breytinguna auðveldari fyrir alla.

Undirbúðu gæludýrið með að sjá, heyra í og lykta af barni. Áður en barnið fæðist, spilaðu barnahljóð sem þú finnur á YouTube af og til og þú getur líka tekið dúkku sem lítur raunverulega út og þú ert að „hugsa um“ svo gæludýrið sjái. Það hljómar auðvitað furðulega, en þú getur þóst skipta á barninu, sett það í vögguna/rúmið og kerruna/vagninn.

Ef þú hefur ekki farið með hundinn þinn í hlýðniþjálfun er sniðugt að gera það snemma á meðgöngunni. Eitt af því mikilvægasta sem hundurinn þarf að læra er: Enginn hopp! Það getur verið að slefið og sleikir fari ekki í taugarnar á þér en að hoppa upp á getur slasað nýfætt barn.

Ef þú leyfir gæludýr á sófanum er sniðugt að setja nýja reglu og leyfa það ekki.

Finndu nýjan svefnstað/klósett tímanlega. Ef rúm gæludýrsins eða sandkassinn er á stað sem þú vilt ekki að það sé, skaltu færa það tímanlega svo það verði ekki fyrir þar sem barnið sefur eða mun leika sér. Gerðu það löngu áður en barnið kemur svo dýrið tengi það ekki við að barnið hafi „tekið stað þess.“

Gerðu alltaf ráð fyrir gæðastund.Það er augljóst að þú munt ekki hafa jafn mikinn tíma fyrir gæludýrið eftir að barnið kemur. Skipulagðu fram í tímann hvenær þú munt leika við það eða gefa því sérstaka athygli.

Búðu alltaf til tíma fyrir hreyfingu. Efþú telur að þú getir ekki gefið dýrinu tíma til að hreyfa það, biddu þá einhvern annan að gera það eða borgaðu einhverjum sem þú þekkir fyrir að fara t.d. með hundinn út.

Vertu vakandi fyrir viðvörunarmerkjum.Ef dýrið þitt á til að urra, sýna „dónaskap,“ leika gróflega eða dýrið hlustar ekki á skipanir, skaltu grípa inn í áður en slys kunna að eiga sér stað. Ef þú vinnur með vandann snemma og færð kannski hjálp frá þjálfara ættir þú að geta átt við vandann áður en barnið kemur.

Láttu dýrið og barnið hittast á varfærinn hátt.Best væri að fagna dýrinu fyrst þegar þú kemur inn eftir að hafa átt barnið og láta fjölskyldumeðlim halda á barninu, ef það er hægt. Svo getur þú látið dýrið eða dýrin „hitta“ barnið, eitt í einu ef þau eru fleiri en eitt. Ef þú sérð einhvern vanda í uppsiglingu, aðskildu þau með því að taka barnið út úr herberginu. Ekki refsa dýrinu en ef þú sérð einhverja árásarkennd skaltu hafa samband við fagmann. Ekki láta stressað dýr hitta barnið. Ef dýrið sýnir streitumerki, s.s. öran andardrátt, það reikar um herbergið, ýlfrar eða ýfir kambinn eða sýnir tennur skaltu ekki láta barnið vera í sama herbergi og dýrið. Lærðu á merki dýrsins og haltu alltaf öruggri fjarlægð ef þú sérð þessi merki.

Gefðu dýrinu svæði sem barnið er ekki á.Eins mikið og dýrið og barnið kunna að læra að elska hvort annað, þurfa dýrin sitt sérstaka svæði.

ALDREI láta smábarn vera eitt með dýrinu.Alveg sama hversu yndislegt og vel upp alið dýrið er, má aldrei gleyma því að dýr er dýr. Þau geta verið óútreiknanleg og geta slasað eða jafnvel valdið andláti nýbura eða barna. Sú áhætta er ekki þess virði.

Ef þú undirbýrð þig vel ætti þetta ekki að verða vandamál!

 

Heimild: WebMd

„Ég kýs geðheilsuna fram yfir brjóstagjöf”

„Ég kýs geðheilsuna fram yfir brjóstagjöf”

„Ég kýs geðheilsuna fram yfir brjóstagjöf”

„Eftir að hafa talað við læknana mína og rannsakað málið fannst mér að besta ákvörðunin væri að halda áfram á lyfjunum við geðhvarfasýkinni og gefa barninu mínu þurrmjólk. Hér er ástæða þess að þetta er besta ákvörðunin fyrir mig og son minn,“ segir Sarah Michelle Sherman í athyglisverðum pistli á Parents.com.

„Á góðu tímabilunum í lífi mínu gleymi ég stundum að ég er með geðhvarfasýki II. Morgunskammtarnir mínir af Abilify og Lamictal renna niður hálsinn jafn auðveldlega og vítamín, gefandi mér það sem ég þarf til að halda mér gangandi yfir daginn og það sem meira máli skiptir, að ég upplifi gleði.

Á slæmu dögunum heldur brjálæðið mér niðri og ég er meðvituð um ástand mitt, jafn meðvituð um að á kvöldin verður dimmt. Það er það einfalt og öruggt. Það tekur yfir og það er nærri ómögulegt að greina á milli hvað sé sannleikurinn og hvað sé veikindin. Ég trúi öllu sem sjúkdómurinn segir mér – og oft segir hann mér eitthvað á borð við „þú þjónar engum tilgangi.“ Hann hefur sitt eigið skipulag og staldrar við í tíma sem hann ákveður einn.

Sem betur fer fór blandan af lyfjum og meðgönguhormónum vel í mig, og ég hef verið góð í 28 vikur núna. Þrátt fyrir þetta er sjúkdómurinn mér ekki ofarlega í huga, og ég gleymi því að ég þarf að taka ákvarðanir sem ég vil ekki taka, svo sem hvort ég get gefið brjóst eða ekki. Ástandið gerir mig dálítið reiða, en ég hef ákveðið að beina reiðinni í að leysa hlutina. Það er enginn tími til að vera reið, það þarf að taka ákvarðanir vegna barnsins sem von er á í ágúst. Og hlutverk mitt er mjög ljóst þessa dagana: Passa hann vel, vernda hann, elska hann.

Ég hef tekið ákvörðun um að hann verði ekki á brjósti. Ein ástæða fyrir því er sú að ég vil ala barnið upp í stöðugleika, stjórn og með öryggi, ég þarf að vera á þessum lyfjum til að laga mig. Eftir að hafa ráðfært mig við læknana veit ég að það er möguleiki á að þau berist í mjólkina. Það er ekki vitað um áhrifin á nýbura en að lesa um möguleikann á blóðskorti og andþyngslum, er ég ekki tilbúin að taka neina sénsa.

Ég er meðvituð um að fari ég af lyfjunum get ég gefið barninu mínu „fljótandi gull“ og hugsanlega gefið honum „bestu byrjun á lífinu.“ Ég er mjög meðvituð um kosti þess að gefa barninu brjóst – bæði fyrir hann og mig. En ég veit að besta byrjun lífs sonar míns er að vera í umsjá móður á lyfjum sem hefur ekki áhyggjur af því hvort lyfin hafi áhrif á hann. Ef ég hætti á lyfjunum óttast ég að svefnleysið sem hrjáir margar mæður geti ýtt mér í hættulegt ástand, ég fer að taka órökréttar ákvarðanir, eyðandi pening sem ég á ekki og elti óraunveruleg takmörk.

Ég hef einnig áhyggjur af þunglyndinu sem kemur þegar ég hætti á lyfjunum, ég myndi verða úti á þekju og missa af mikilvægum atburðum í lífi sonar míns og setja alla ábyrgðina á eiginmann minn.

Og svo er það sjálfshatrið sem kemur með skapsveiflunum og það er eitthvað sem barnið mitt á ekki að verða vitni að, þar sem það viðkemur öllum sviðum lífs míns þegar það á sér stað. Það lætur mig hafa efasemdir um mig sjálfa, hvað ég get og tilgang minn. Og ég vil ekki – ekki í eina sekúndu – hafa efasemdir um tilgang minn um leið og barnið er komið, þar sem hann er tilgangurinn.

Það er samt fullt af ónærgætnu fólki þegar kemur að mæðrum sem kjósa að gefa barni sínu ekki brjóst og það eru margir sem hrista bara hausinn og segja „Brjóstið er best.“ Þetta er hindrun sem ég verð að yfirstíga og ég mun gera það. Því ég veit að ákvörðunin sem ég tók er best fyrir mig og son minn. Hann mun bara fá þurrmjólk þar sem ég er móðir sem tek ábyrgð á geðsjúkdómnum mínum, í stað þess að hunsa hann.

Verkefni mitt er að veita barninu mínu næringuna sem hann þarf til að vaxa og þrífast og ég ætla ekki að bregðast honum. Ég kann að þurfa að eiga við sektarkenndina, dómana og skömmina sem aðrir kunna að leggja á mig fyrir að gefa honum ekki brjóstið, en ég mun reyna að láta það framhjá mér fara. Þetta er ákvörðunin mín og ég mun ekki afsaka mig.

Þar sem móðurhlutverkið nálgast og ég mun taka á móti syni mínum í þennan heim, bið ég þess að ég verði stöðug eins lengi og hægt er. Ég bið þess að hið eina sem fer út í öfgar sé ánægjan af þessari nýju vegferð – þar sem ég held syni mínum nálægt mér þegar ég gef honum pelann, augu hans mæta mínum og ég segi við hann hljótt: „Mamma er hjá þér“ því ég er hjá mér.”

Heimild: Parents.com 

Ráð fyrir nýbakaða feður á leið frá spítalanum: Myndband

Ráð fyrir nýbakaða feður á leið frá spítalanum: Myndband

Ráð fyrir nýbakaða feður á leið frá spítalanum: Myndband

Að fara með barnið heim af spítalanum er heilmikið skref sem breytir öllu í fjölskyldunni. Sért þú nýbakaður faðir ertu sjálfsagt bæði spenntur og kvíðinn á sama tíma að hefja þennan nýja kafla. Í þessu myndbandi eru frábær ráð frá Jason í Dad Academy fyrir nýbakaða feður í þessari stöðu.

Feður vilja að barnið og foreldrar nærist og hvílist, en einnig að fjölskylda og vinir megi koma og samgleðjast, en á sama tíma eru þeir örþreyttir. Hvernig á að finna jafnvægi í þessu öllu?

Ef barnið þitt segist vera illt í maganum, ekki draga það í efa

Ef barnið þitt segist vera illt í maganum, ekki draga það í efa

Ef barnið þitt segist vera illt í maganum, ekki draga það í efa

Foreldrar eiga til að afskrifa magaverki barnsins sem ímyndun, en mælt er með að foreldrar eigi samræður við börnin varðandi hvort eitthvað sé að naga þau, í stað þess að ýta því út af borðinu.

Þegar barnið þitt kemur til þín og segir: „Mér er illt í maganum“ ættirðu, sem foreldri, að taka því alvarlega. Að vera foreldri er erfitt og stundum er það erfiðasta að vera „rannsóknarlöggan“ og finna út hitt og þetta. Foreldrar eru alltaf að reyna að átta sig á hver gerði hvað, hver sagði ósatt og hvað sé að þegar barnið kemur til þeirra og segist ekki líða vel. Börn verða veik og slasa sig, meira á barnsaldri en á öðrum tíma í lífi þeirra og það er hlutverk foreldranna að ákvarða hvort kvartanir þeirra séu alvarlegar eða hvort hægt sé að afgreiða þær með einföldu knúsi.

Þegar börn vaxa úr grasi og fara í skóla eru alltaf til dæmi um börn sem segjast ekki líða vel til að fá að koma heim úr skóla, fara ekki í skólann eða vilja ekki gera eitthvert verkefni. Þetta getur leitt til efasemda af hálfu foreldris þegar barnið kemur svo og segist vera illt, t.d. í maganum, sérstaklega ef barnið er ekki að kasta upp eða það sé sjáanlegt að því líði illa.

Samkvæmt Childrens er afar líklegt að magaverkir geti orsakast af streitu, kvíða eða öðrum andlegum vandkvæðum. Þó barnið sé ekki með niðurgang eða kasti upp, þýðir það ekki að maginn sé því ekki til trafala. Þessvegna er mikilvægt að foreldri afgreiði ekki kvartanirnar með því að hunsa þær. Ef kvíði orsakar magaverkinn og mamman segir að barnið sé ekki með neinn magaverk er hún að gera lítið úr tilfinningum barnsins. Þetta segir einnig Child Mind Institute sem ræðir einnig samband milli kvíða og meltingarvanda.

Vísindin á bakvið þetta er í taugakerfi iðranna (enteric nervous system (ENS)). Í því eru meira en 100 milljón taugafruma sem eru í þarmakerfinu og hafa þær stöðug samskipti við heilann og heilinn bregst við. Þetta þýðir að áhrif beggja líffæra eru stöðugt tengd og hafa þau áhrif hvort á annað.

Sérfræðingar segja foreldrum að hugsa um það sem „truflanir“ líkt og í útsendingu, að barn sé stressað eða kvíðið vegna einhvers. Kannski á það að tala fyrir framan bekkinn og þessi „truflun“ sé send frá heilanum niður í meltingarkerfið og orsakar þessa vanlíðan. Ef barnið kemur til þín með magaverk, reyndu að spjalla við það og fá að vita hvort eitthvað annað ami að, í stað þess að afskrifa það sem ímyndun.

Heimild: Moms.com

 

Hvernig hætta skal brjóstagjöf í 10 einföldum skrefum

Hvernig hætta skal brjóstagjöf í 10 einföldum skrefum

Hvernig hætta skal brjóstagjöf í 10 einföldum skrefum

Það er engin alþekkt regla um hvernig hætta eigi brjóstagjöf, en sum af þessum góðu ráðum geta gert breytinguna auðveldari. Hér eru ráð frá brjóstagjafarráðgjöfum og heilbrigðisstarfsfólki um hvernig hætta eigi brjóstagjöf.

Þegar þú hættir brjóstagjöf er eitt öruggt: Það á ýmislegt eftir að koma þér á óvart. „Alveg eins og flest annað er tengist móðurhlutverkinu, að hætta með barn á brjósti gerist sjaldnast eins og við höldum að það gerist,“ segri Diane Bengson, höfundur bókarinnar How Weaning Happens. Sama á hvaða aldri barnið er, eru hér ráð og trikk til að gera ferlið auðveldara.

Taktu eftir hvenær barnið er tilbúið að hætta á brjósti

Barnið gefur þér vísbendingar um hvenær það er tilbúið að hætta. Til dæmis: Það heldur höfðinu í uppréttri stöðu, situr með stuðningi og sýnir því áhuga sem þú ert að borða. Þar að auki hætta þau að ýta tungunni þétt upp að geirvörtunni þegar þau drekka og einnig gætu þau orðið pirruð þegar þau taka brjóstið. 

Gerðu áætlun að venja barnið af brjósti

Taktu allavega heilan mánuð í að hætta brjóstagjöf, þetta gefur móður og barni svigrúm fyrir hindranir og afturkippi. Þar að auki ættirðu að passa upp á að engar aðrar breytingar séu að eiga sér stað á sama tíma (tanntaka, flutningar, barnið byrjar í pössun/leikskóla). Barnið er einnig mun líklegra til að vinna með þér þegar það er ekki mjög þreytt eða svangt.

Byrjaðu hægt

Farðu rólega í að venja af brjóstinu. Að byrja hægt gefur ykkur báðum tækifæri á að venjast breytingunni. Þú gætir sleppt einni brjóstagjöf á viku – þeirri óþægilegstu eða þeirri sem barnið er minnst áhugasamt fyrir. Svo geturðu minnkað brjóstagjöfina enn meira þegar barnið er nær eingöngu farið að fá mat í föstu formi eða pela (athugið samt að ef barnið er níu mánaða eða eldra er betra að venja beint á stútkönnu eða glas svo þú þurfir ekki að venja barnið af pelanum fáeinum mánuðum seinna). Með því að fara rólega að þessu ferðu að framleiða minni og minni mjólk sem gerir þetta auðveldara og þægilegra fyrir þig. Það gerir það einnig þægilegra fyrir barnið þar sem það fær þá minna að drekka og drekkur meira úr pela eða glasi. 

Hugaðu að tilfinningunum

Börn sem drekka af brjóstinu elska þessa líkamlegu nánd við móðurina þannig þegar þú ert að venja barnið af brjósti er mikilvægt að bjóða upp á nánd á aðra vegu. Til dæmis gæturðu gefið barninu tíma bara með þér með knúsi meðan þið lesið bók eða þú syngur fyrir það vögguvísu eða þú strýkur á því bakið þegar það liggur í rúminu, svo fátt eitt sé nefnt.

Íhugaðu að leyfa barninu að stjórna

Sum börn eru frábær í að hætta á brjósti þegar þau fá að stjórna sjálf! Ef þér finnst það í lagi að barnið stjórni þessu, er það einfaldlega að leyfa barninu að drekka þar til það missir áhugann, en þú býður samt ekki brjóstið að fyrra bragði. Þetta er ekki fljótlegasta aðferðin, en þú getur verið viss um að þörfum barnsins sé mætt.

Hristu upp í rútínunni

Ef barnið neitar að taka við pelanum frá þér er ráðlagt að láta einhvern annan gefa barninu pelann, s.s. pabbann, ömmu, afa eða öðrum. Ef þú gefur barnið sjálf skaltu fara með barnið í annað umhverfi en þið eruð vön að vera í þegar barninu er gefið brjóst. Einnig skaltu halda á barninu í annarri stellingu en þú ert vön. Ef þetta virkar ekki, farðu aftur í gamla farið og reyndu aftur reyndu aftur eftir nokkrar vikur.

Þú mátt búast við mótþróa

Það er eðlilegt að börn þrjóskist við þegar hætta á brjóstagjöf. Eftir dag eða tvo mun barnið hætta að syrgja brjóstið og fara að borða fasta fæðu og drekka úr pela eða stútkönnu án vandræða. Heilbrigð börn borða oftast þegar þau eru nægilega svöng, sama hversu mikið þau vilja brjóstið.

Lærðu að koma í veg fyrir stálma

Önnur ástæða þess að taka hlutunum rólega: Farirðu of hratt í að venja barnið af brjóstinu geturður upplifað stálma. Ástæðan er sú að heilinn fær ekki þau skilaboð að hægja eigi á mjólkurframleiðslu þannig öll þessi mjólk veit ekki hvert hún á að fara. Ef þú færð stálma, minnkaðu sársaukann með kuldabökstrum eða verkjalyfjum. Eða náðu í brjóstapumpuna, barnið getur fengið mjólkina í pelann eða út á morgunkornið.

Íhugaðu að hætta hálfvegis

Allt eða ekkert er ekki eini möguleikinn. Margar útivinnandi mæður kjósa að venja barnið af brjósti að hluta til, á meðan barnið fær pela annarsstaðar yfir daginn og mamman gefur brjóstið þegar hún er heima.

Að skilja tilfinningar sínar

Barnið er ekki það eina sem þarf að venjast því að brjóstagjöf sé hætt. Þú þarft líka að eiga við tilfinnignar þínar. Til að mynda vilja sumar mæður fá líkama sinn aftur á meðan aðrar finna fyrir höfnunarkennd að barnið vilji brjóstið ekki lengur. Þrátt fyrir að þú getur bæði verið ánægð og leið yfir að hætta, er það eðlilegt að finna fyrir „nostalgíu“ þegar barnið eldist. Það besta sem þú getur gert er að fagna sjálfstæði barnsins, vitandi það að það að venja barnið af brjósti er tilfinningaleg reynsla. Talaðu einnig við aðrar mæður sem hafa upplifað hið sama.

 

Heimild: Parents.com

Pin It on Pinterest