Fæddi 23 marka barn: „Þurfti tvo til að ná honum út“

Fæddi 23 marka barn: „Þurfti tvo til að ná honum út“

Fæddi 23 marka barn: „Þurfti tvo til að ná honum út“

27 ára bresk móðir, Amy Smit, varð heldur betur undrandi þegar Zagry kom í heiminn þar sem hann var nær tvisvar sinnum þyngri en „venjulegt“ eða 5,5 kíló, 23 mörk.

Foreldrarnir vonast nú til að Zagry, alltaf kallaður Zeik, verði ruðningskappi þegar hann verður stór.

Hann er ekkert smá stór!

Zeik var tekinn með keisaraskurði þann 25. maí síðastliðinn á spítala nálægt heimabæ þeirra í Cheddington, Bucks í Bretlandi. Sonur hennar var 5,5 kíló (12,9lbs) og 61 cm á hæð.

Foreldrarnir Amy og eiginmaðurinn Zak sem er 28 ára, sögðu að litli drengurinn hefði verið allt of stór fyrir ungbarnavigt spítalans. Amy, sem einnig á dótturina Lolu, segir: „Hann var svo stór að það þurfti tvo til að lyfta honum upp úr móðurkvið.“

Amy, Zac og Zeik

Amy heldur áfram: „Það var fullt af litlum konum í kringum mig í spítalaherberginu og ég heyrði eina segja: „Ég þarf hjálp, hann er risastór!“

„Þegar þær lyftu honum upp til að sýna mér og Zac, gat ég ekki annað sagt en „ands****** sjálfur.“

Amy og Zac grunaði að Zeik yrði stór því allt benti til hann væri mjög langur samkvæmt mælingum. Foreldrarnir eru báðir hávaxnir en Amy segir: „Við höfðum enga hugmynd um að hann yrði svona stór. Hann passaði ekki einu sinni á vigtina, hann var of langur og breiður. Þau þurftu að búa til einhverskonar planka til jafnvægis ofan á vigtinni til að mæla hann.“

Lola með litla bróður

Foreldrarnir höfðu keypt föt frá 0-3 mánaða en að sjálfsögðu pössuðu þau ekki: „Ég þurfti að senda Zac út til að kaupa föt fyrir níu mánaða börn.“

Lola, eldri dóttir þeirra, var einnig stór þegar hún fæddist í september 2018, 4,1 kg sem samsvarar um 17 mörkum.

Amy var samt hissa því hún sagðist ekki hafa haft neina matarlyst á meðan meðgöngu stóð og það var ólíkt fyrri meðgöngu: „Ég bara vildi ekki mat, ég vildi aldrei kvöldmat, gat ekki borðað kjöt eða neitt. Á fyrri meðgöngu var ég borðandi allan daginn, gat ekki hætt að borða. Með Zeik gat ég ekki borðað. Og ég fór bara að hugsa: Hversu stór hefði hann orðið ef ég hefði borðað á fullu!“

Glaður lítill drengur!

Amy segir Zeik vera afar glatt barn og stóra systir sé „heilluð“ af honum. Hún vill alltaf vera að knúsa hann og kallar hann barnið sitt.

Fjölskyldan kallar Zeik „litla ruðningskappann“ því faðir hans er frá Suður-Afríku og mjög hrifinn af ruðningi.

Heimild: Mirror.co.uk

Naomi Campbell er orðin móðir!

Naomi Campbell er orðin móðir!

Naomi Campbell er orðin móðir!

Hin fimmtuga ofurfyrirsæta, Naomi Campbell, hefur eignast sitt fyrsta barn og tilkynnti það á Instagram ásamt mynd af pínulitlum fótum í höndum móður sinnar.

Naomi hefur þráð að vera móðir lengi, eins og nafnlaus heimildarmaður segir í viðtali við People: „Hana hefur lengi langað í barn, í meira en 10 ár.“ Hann heldur áfram: „Og allir þeir sem eru hissa á að Naomi sé að eignast barn ein, á hennar hátt, á hennar tíma þekkja ekki Naomi Campbell. Hefur hún ekki endurskapað allt sem hún hefur komið nálægt hingað til?“

Naomi deildi gleðifréttunum á Instagram með fallegri mynd þar sem hún heldur á fótum litlu stúlkunnar: „Falleg lítil blessun hefur kosið mig til að vera mamma sín. Ég er heiðruð að hafa þessa blíðu sál í líf mínu og það eru engin orð til að lýsa þeirri eilífðarskuldbindingu sem ég deili nú með þér engillinn minn. Það er engin fallegri ást.“

Margir af frægu vinum hennar skrifuðu athugasemd við færsluna, m.a. Donatella Versace sem sagðist ekki geta beðið eftir að hitta hana.

Naomi hefur ekki sagt hvað litla daman á að heita.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Naomi Campbell (@naomi)

Naomi hefur verið opin hvað varðar þrána að verða foreldri, t.a.m. í viðtali við Vogue Arabia árið 2018 þar sem hún sagði börn draga fram fjörugu hliðina á henni: „Ég myndi elska að eiga börn. Það er enginn afsláttur af því. Ég elska börn og mun alltaf gera það. Þegar ég er í kringum börn breytist ég sjálf í barn. Það er litla stelpan sem ég vil ekki missa.“

Einnig sagði hún í viðtali við Evening Standard í maí 2017 að hún hugsaði „stöðugt um“ að eignast börn. „Vísindin bjóða nú upp á að það er hægt hvenær sem er.“

 

Fyrsta vika í lífi móður og barns: Myndband

Fyrsta vika í lífi móður og barns: Myndband

Fyrsta vika í lífi móður og barns: Myndband

 
Ertu að eignast barn á næstunni? Að mörgu er að huga, því er fyrsta vikan afar mikilvæg fyrir alla í fjölskyldunni, sama hversu stór hún er. Margir gera sér ekki grein fyrir hversu mikið lífið breytist, en það þarf ekki að vera erfitt ef maður er vel undirbúinn! Sjáðu þetta frábæra myndband sem rúmlega milljón manna hafa séð:
 

Hvettu börnin þín til að leika sér!

Hvettu börnin þín til að leika sér!

Hvettu börnin þín til að leika sér!

Foreldrar hafa sennilega alltaf sagt við orkumikil börn: „Farðu út að leika þér!“ Þrátt fyrir það, hafa þau sennilega ekki haft hugmynd um að þau væru að ýta undir tilfinninga-og taugaþroska, vitrænan þroska, aukna tungumálafærni og sjálfsstjórn barna ásamt félagsþroska og breytingu á heilaþroska sem hjálpar börnum í markmiðasetningu og færni í að draga úr áreiti.

Með öðrum orðum: Leikurinn er heilbrigður þroski. Fjölmargar rannsóknir í gegnum árin hafa einmitt sýnt sömu niðurstöður, og nýjasta rannsóknin sem birt var á dögunum í tímaritinu Pediatrics, segir að leikurinn hjálpi einnig börnum að eiga við streitu. Það sem meira er, leikurinn ýtir undir góð, stöðug og nærandi sambönd við umönnunaraðilana sem börnin þurfa á að halda til að þrífast.

Skilgreining leiksins er ekki einföld eða hægt að útskýra til fullnustu en rannsakendur eru sammála um að leikurinn þróist á náttúrulegan hátt, noti virka þátttöku og leiði til hamingju og uppgötvanna. Hann er einnig valkvæður, skemmtilegur og óvæntur, með engu sérstöku markmiði.

BarnasálfræðingurinnEileen Kennedy-Moore, PhD, segir að til séu tvær gerðir leiks: „Leikurinn er barnsmiðaður, hann snýst um að kanna hluti. Smábarnið setur allt í munninn á sér, það er forvitið um heiminn. Líkamlegur leikur snýst um átök og að veltast um, börn hlaupa og hreyfa sig. Félagslegur leikur getur snúist um að barn fylgist með öðru barni leika sér, leikur sér við hlið þess, og fer svo að taka þátt í honum og þau deila sameiginlegum markmiðum. Hermileikur er þegar börn bregða sér í hlutverk, t.d. verður mamman eða pabbinn. Það er áhugavert að þetta gerist á sama þroskaskeiði hjá öllum börnum víða um veröld, sérstaklega á leikskólaaldrinum.“

Frjáls leikur hvetur börn til að finna út hvað þau vilja sjálf, hverju þau hafa áhuga á. Ef fullorðinn stýrir leiknum er hann meira til lærdóms og hefur sérstakt markmið í huga.

Kennedy-Moore segir: „Fullorðinsstýrður leikur snýst ekki um að hinn fullorðni sé að leggja börnum línurnar heldur spyr hann börnin spurninga sem hvetur þau til að hugsa. T.a.m. ef foreldri situr með barni að leysa púsluspil gæti hann sagt: „Ég sé að guli liturinn er hér ráðandi. Sérð þú einhver gul púsl?“ Að spyrja spurninga án þess að gefa svörin gefur barninu tækifæri á að sanna sig, vita rétta svarið.

Leikurinn er einnig leið barnsins til að losa um streitu. Búi barnið í mjög streituvaldandi umhverfi er nauðsynlegt fyrir það að fá tíma til að leika sér.

Leik-ráð frá Kennedy-Moore

Engin tæki. Það er engin rétt tímalengd fyrir börn að leika sér – en fylgstu með skjátíma barnanna. Hún segir: „Að spila tölvuleik við vini sína er ekki það sama og í raunheimi, þar sem börnin semja reglurnar, stunda samvinnu og keppa við hvert annað.“

Að leika einn er gott…upp að vissu marki: „Að leika sér eitt getur verið yndislegt og það eykur ímyndunaraflið. Til dæmis elska börn að leika ein með Lego.“ Leiki barnið alltaf eitt getur það verið viðvörunarmerki vegna félagslegrar einangrunar.

Fagnaðu óskipulögðum leik. Börnin segja: „Mér leiðist!“ og foreldrarnir stökkva til björgunar. Kennedy-Moore segir: „Ef foreldrar geta staðist það, kvartar barnið sáran og svo – gerist dálítið dásamlegt: Börn finna sér eitthvað að gera. Það er einstakur hæfileiki að fylgja eigin forvitni, skemmta sér sjálfum og stjórna tilfinningum.“

Leikurinn sjálfur er málið. „Leikurinn er mikilvægur og dýrmætur, þrátt fyrir að hann sé ekki í stöðugri, sýnilegri þróun í hvert skipti. Leikurinn er eins og listin – að læra að kunna að meta hann.“

Heimild: WebMd

 

 

Nokkrir dásamlegir hlutir til að (endur)upplifa þegar þú átt börn!

Nokkrir dásamlegir hlutir til að (endur)upplifa þegar þú átt börn!

Nokkrir dásamlegir hlutir til að (endur)upplifa þegar þú átt börn!

Eitt það besta við að verða foreldri er að endurupplifa skemmtilega hluti úr æsku með augum barnanna þinna! Hér eru nokkrir ótrúlega skemmtilegir hlutir til að prófa með þeim…og ef þú hefur ekki enn prófað þá, skaltu gera það! Maður verður ekki of gamall til að leika sér. Það er bara þannig…

Afmæliskaka!

 

Að byggja virki úr teppum og púðum

Að blása sápukúlur

Að fara í tívolí eða fjölskyldugarð saman

Sippa

Fara á sleða

Teiknimyndir

Litabækur

Teiknimyndasögur

Dýragarðar

10 ástæður þess afar og ömmur eru mikilvægasta fólk í heimi!

10 ástæður þess afar og ömmur eru mikilvægasta fólk í heimi!

10 ástæður þess afar og ömmur eru mikilvægasta fólk í heimi!

Að eyða tíma með ömmu og afa getur haft afar góð áhrif á börn, bæði á tilfinningagreind þeirra sem og innsæi og taugaþroska. Kostir þess að eiga gott samband við afa og ömmu eru svo sannarlega óendanlega margir. Hér eru nokkrir örfáir nefndir:

  1. Eykur tilfinningagreind

Afar og ömmur vita hvernig á að fylla upp í það skarð þegar foreldrar eru einstæðir eða haldnir ofur-álagi. Rannsókn sem framkvæmd var í Bretlandi sýndi að börn sem vörðu miklum tíma með afa og ömmu voru í minni hættu á að hafa tilfinninga- og hegðunartengd vandkvæði og höfðu betri tilfinningagreind en þau börn sem ekki voru svo heppin að hafa afa og ömmu í lífi sínu. Ef þú vilt að börnin þín séu hamingjusöm og kunni á tilfinningar sínar, bjóddu afa í mat!

2. Nærir hamingjutilfinningar

Ömmur og afar hafa næstum yfirnáttúrulegan kraft til að láta barnabörnin brosa. Foreldrar, sérstaklega þeir sem eiga mjög ung börn, eru stundum „búnir með bensínið“ og þrá bara smá hvíld eða þögn í nokkrar mínútur. Ef afi og amma búa ekki nálægt getur verið mjög dýrmætt fyrir alla aðila að viðhalda sambandi. Afarnir og ömmurnar kunna að vera farin á eftirlaun og hafa meiri tíma, orku og þolinmæði að leika við krakkana, plús að foreldrarnir fá smá pásu. Allir vinna!

3. Eykur félagslega hæfni

Stuðningur ömmu og afa geta aukið félagshæfni barnabarnanna og bætt frammistöðu þeirra í skóla. Rannsókn er sneri að 10-14 ára börnum einstæðra foreldra sem og í sambúð sýndi að þetta var raunin. Stuðningur og samvera með ömmu og afa sýndi að barnið jók með sér hluttekningu með öðrum.

4. Dregur úr depurð

Máttur afa og ömmu er mikill, hann dregur jafnvel úr depurðartilfinningum. Náið samband milli afa, ömmu og barnabarnanna hefur verið tengt við gleði og talið geta dregið úr þunglyndiseinkennum samkvæmt rannsókn sem var gerð. Öfum og ömmum fannst í þessari rannsókn að þau gætu stutt barnabörnin, sérstaklega þegar þau skildi hvað börnin voru að ganga í gegnum.

5. Eykur skilning á fjölskyldunni 

Ömmur og afar hafa oft mikinn áhuga á og njóta þess að deila fjölskyldusögum. Að kenna börnunum hvaðan þau koma ásamt sögum af sorgum og sigrum fjölskyldunnar hjálpa börnunum að skilja sögu fjölskyldunnar. Afar og ömmur kunna að hafa ættargripi, myndaalbúm, jafnvel uppskriftir og aðra fjársjóði til að deila og halda minningum á lofti sem hlýtur að teljast afar dýrmætt.

Mynd: Philip Goldsberry

6. Ótal tækifæri til að knúsast

Það er ekkert eins og gott faðmlag frá afa eða ömmu. Knús framleiða oxýtósín fyrir báða aðila þegar þeir faðmast. Það þýðir að þegar amma knúsar barnið losa báðir heilar þeirra hormón sem eykur ást, tengingu og öryggi.

7. Annað sjónarhorn á foreldra

Afar og ömmur kunna líka sögur af foreldrunum sem börnin hafa áhuga á að heyra. Oft eru börn forvitin um æsku og uppeldisaðstæður foreldra sinna sem afar og ömmur kunna og fá þau þannig annað sjónarhorn á þau. Þau geta munað eftir fyndnum atriðum eða sniðugum sem foreldrarnir eru kannski búnir að gleyma. Þetta hjálpar til við tengingu innan fjölskyldunnar.

8. Býr til tækifæri á nýjum hæfileikum

Ömmur og afar voru uppi á allt öðrum tíma en börnin eins og gefur að skilja! Þau hafa kannski notað aðferðir við ýmislegt sem þekkist ekki í dag. Kannski kunna þau að sauma, elda, skera út í við eða prjóna sem foreldrarnir kunna ekki. Þetta býður upp á endalaus tækifæri.

9. Styrkir fjölskyldubönd

Að verja tíma með afa og ömmu styrkir fjölskyldubörnin. Þetta kennir barnabörnunum að þróa og viðhalda samböndum við fólk sem er á allt öðrum aldri en þau. Að viðhalda slíku sambandi er lærdómsríkt fyrir alla aðila.

10. Skilyrðislaus ást

Ömmur og afar geta boðið barnabörnunum sínum skilyrðislausa ást og það þýðir fullt af gjöfum og ánægjulegum stundum. Þar sem þau eru ekki í hlutverki foreldra hafa þau meiri tíma og orku að gefa, ásamt endalausri athygli, hjálplegum ráðum og tilfinningalegum stuðningi, en slíkt verður ekki metið til fjár.

Pin It on Pinterest