Salma Hayek uppljóstrar leyndarmálinu að baki hamingjusömu hjónabandi
Leikkonan fræga, Salma Hayek, hefur verið gift François-Henri Pinaultí 12 ár, og segir hún lykilinn að hamingjusömu hjónabandi þeirra vera að „við höfum aldrei sagt neitt ljótt við hvort annað.“
Salma kom fram í Red Table Talk með Jada Pinkett Smith á dögunum og ræddi þar hjónaband sitt og sagði hún að stefna þeirra beggja í hjónabandinu væri að horfa á vandræðin í stað þess að grípa til ásakana: „Þegar það er ágreiningur, setjum við alla orkuna í að leysa vandann í stað þess að finna sökudólg og við segjum ekki: „Þú hefðir átt að gera þetta eða hitt,“ nei,“ sagði Salma (54). „Öll orka okkar fer í að „hvernig leysum við þetta?“ Við höfum aldrei sagt neitt ljótt við hvort annað og höfum aldrei reiðst hvort öðru.“
Salma giftist François-Henri á Valentínusardaginn árið 2009. Þau eiga saman 13 ára dóttur, Valentinu, en François-Henri á þrjú börn úr fyrra hjónabandi.
Í síðasta mánuði deildi Salma fallegum myndum af afmæli François-Henri, en hann varð 59 ára.
Í Red Table Talk ræddi Salma einnig um foreldrahlutverkið en hún deildi því að Valentina talar frönsku, ensku og spænsku og „skilur mikið í ítölsku og portúgölsku,“ en hún bætti því við að hún vildi að Valetina lærði líka kínversku.
Að ala upp ungling er allt annað en einfalt, en Salma sagði: „Ég er að læra að vera ekki fyrir…leyfa þeim að vera þau sem þau eru. Gefa þeim tækifærið á að vera einstök. Og það er ekki auðvelt. Og þegar þú gefur þeim rödd, fyrsta manneskjan sem þau nota hana á, ert þú!“
Sá sem vill gera öllum til geðs telur sig sjálfan oft hjálpsaman og góðan, sá sem hættir öllu sínu til að hjálpa fólki sem þarf á því að halda.
Þegar við hugsum um móðurhlutverkið er allavega á hreinu að það er streituvaldandi. Það er vissulega svo, mæður eru oft útkeyrðar af stressi, að reyna að halda heimili, passa upp á að börnin séu örugg og hafi allt sem þau þurfi og svo framvegis.
Auðvitað er það afskaplega mikil ábyrgð og mamman kann að reyna að hugsa um sig sjálfa og koma í veg fyrir foreldrakulnun sem gerist hjá mörgum mömmum einhverntíma á „ferlinum.“ Eitt af því sem virkilega eykur streitu er að vera í því hlutverki að þóknast öðrum.
Þrátt fyrir að að lýsingin hér að ofan: Sá sem vill gera öllum til geðs telur sig sjálfan oft hjálpsaman og góðan, sá sem hættir öllu sínu til að hjálpa fólki sem þarf á því að halda, kunni að virðast jákvæð, getur hún einnig verið skaðleg og aukið streitu í lífi fólks frekar en annað. Á þetta við um þig? Ef svo, hvernig er hægt að stöðva þessa hegðun til að fá meiri ró í lífið?
Er mamma meðvirk öðrum?
Það er fín lína milli þess sem mamma er hjálpleg og vinsamleg og þess að vera að þóknast öðrum, lifa í meðvirkni. Það er mikilvægt að bera kennsl á hvort meðvirknin sé í raun að eyðileggja meira en æskilegt er.
Samkvæmt Healthline er nauðsynlegt að kafa dálítið inn á við til að leita svara, heiðarlegra svara, en þetta er mikilvægt. Ef mamman áttar sig á að hún þráir að öðrum líki við hana og hún óttast jafnvel höfnun, gæti hún verið í því hlutverki að þóknast öðrum. Hún gæti viljað passa inn í mömmuhópinn eða í félagsskap í skóla eða leikskóla og boðið sig fram í ýmis hlutverk og sjálfboðavinnu, þrátt fyrir að hún kannski hafi ekki tíma vegna anna og skyldna. Hún bara bætir þessum störfum í bunkann.
Ef mamma á erfitt með að segja „nei“ við einhvern eða við einhverju, er hún líklega meðvirk. Að segja nei er vissulega erfitt, en mjög nauðsynlegt til að setja öðrum mörk, því aðrir lesa ekki hugsanir og geta ekki vitað hvaða mörk þessi mamma hefur. Ef hún er spurð að einhverju og hún vill ekki gera það, segir hún samt já, því hún er hrædd um að henni verði hafnað.
Mamma sem þóknast öðrum er fljót að samþykkja allt sem hinir segja, jafnvel þó hún sé ekki sammála, til þess eins að „passa inn“ og vera viss um að henni verði ekki úthýst úr hópnum. Hún mun oft afsaka sig þó hún hafi ekki gert neitt rangt, því hún vill umfram allt halda friðinn.
Skaðlegar aðstæður
Nú, hafið þið lesið þetta að ofan, er auðvelt að sjá hversu skaðlegt þetta getur verið fyrir móður. Aðalmálið varðandi meðvirkni og þessa þrá að þóknast öðrum er að engin skýr mörk eru sett og þetta getur gersamlega yfirbugað mömmuna. Hún gæti tekið að sér meira en hún getur höndlað og hún gæti hreinlega endað í kulnun og ofur-streitu. Þetta þýðir að það þurfa að vera skýr skref í átt að stöðva þessa hegðun.
Hvernig á að hætta
Samkvæmt Psychology Todayer afar nauðsynlegt að líta inn á við til að stöðva meðvirku hegðunina. Þegar þú ert beðin um að gera eitthvað, taktu smá stund til að spyrja sjálfa þig: „Af hverju er ég að hjálpa?“ Ef þú ert að hjálpa því þig langar til þess og það gleður þig, frábært. Ef þú ert að hjálpa til að koma í veg fyrir samviskubit ef þú gerir það ekki, er það merki um að þetta sé ekki heilbrigt.
Við biðjum alltaf börnin okkar að æfa sig fyrir verkefni, ræðu eða álíka og við þurfum að gera slíkt hið sama. Æfðu þig að segja „nei“ í spegilinn, við vinkonu eða maka. Að leika hlutverk (þó það virðist kannski kjánalegt!) og aðstæður sem upp kunna að koma í framtíðinni getur hjálpað þér að segja ekki „já“ um leið og að setja þessi mörk.
Um leið og þú hefur náð því, æfðu þig að afsaka þig ekki. Það er sjaldan ástæða fyrir að afsaka sig fyrir að segja mörk vegna einhvers sem þú vilt ekki gera.
Að lokum þarftu stöðugt að minna þig á að segja „nei“ gerir þig ekki að slæmri manneskju, allir hafa mörk og rétt til að setja mörk.
Mömmuhópurinn, félagsstarfið eða vinkonurnar ættu að virða mörkin þín og ef ekki, er kannski tími til að endurskoða hverja þú umgengst. Með því að læra að segja „nei“ og hætta að þóknast öðrum, gefur þér meiri tíma fyrir sjálfa þig og þína sjálfsrækt, sem og fjölskyldu og vini.
Ný rannsókn sýnir að afar og ömmur eru „svalari“ en nokkru sinni fyrr!
Það er eitthvað alveg sérstakt við ömmur og afa. Mömmur í dag muna eftir að hafa eytt tíma heima hjá afa og ömmu, þar sem allt virtist töfrum gætt og þau virtust svalari og meira að segja flottari en foreldrarnir. Nú eru foreldrar okkar þessir afar og ömmur og börnin okkar horfa á þau á sama hátt og við horfðum á okkar.
Er það mögulegt að afar og ömmur séu orðin svalari en okkar voru? Það er jú mögulegt, tímarnir breytast og þróast og við erum farin að læra meira um hvað það þýðir í raun og veru að vera í þessu hlutverki.
Samkvæmt Good Housekeeping eru ömmur og afar mun „nútímalegri“ og svalari (e. cooler) en áður og var því framkvæmd könnun meðal 1500 manns um hvað það þýðir að vera afi eða amma í heiminum í dag. Einnig voru foreldrar kannaðir til að sjá muninn.
Könnunin spurði um ýmislegt frá barnaumönnun til samfélagsmiðla og komust að því að margir foreldrar töldu foreldra sína ekki vera „fullir af visku“ og töldu þá hafa gamaldags skoðanir sem þeir ættu að halda út af fyrir sig.
Nú – það er ekki eins og afar og ömmur líta á sig sjálf!
68% afa og amma töldu sig mun svalari en foreldrar þeirra voru. Þeim finnst sín kynslóð sveigjanleg og opin fyrir breytingum, eitthvað sem fyrri kynslóðir hafa átt erfitt með. Þeim fannst þau líka vera meira opin fyrir öðrum menningarheimum.
Þetta er í takt við aðra rannsókn sem framkvæmd var af AARP en þar var niðurstaðan sú að einn þriðji allra afa og amma eiga barnabarn eða -börn sem eru af öðrum kynþætti eða menningarbakgrunni. Afarnir og ömmurnar þar sögðu einnig að þau myndu alltaf samþykkja barnabarn sem væri hluti af LGBTQ+ samfélaginu.
Þegar Y kynslóðin (fólk fætt milli 1981-1994/6) fer að verða afar og ömmur á næsta áratug eða svo getum við farið að sjá kynslóð afa og amma sem geta átt samskipti við barnabörnin í gegnum tækni í mun meiri mæli og jafnvel spilað tölvuleiki við þau! Það eru allt aðrar minningar en við höfðum um okkar afa og ömmur.
Justin Timberlake deildi fyrstu myndinni af syni sínum á Instagram
Phineas litli, sonur leikaraparsins Jessicu Biel og Justins Timberlake, er stundum kallaður „leyni-Covid barnið” þar sem þau héldu fæðingu hans leyndri afar lengi.
Hann er nú orðinn 11 mánaða gamall og hafa þau aldrei deilt mynd af honum á samfélagsmiðlum…fyrr en á feðradaginn í Bandaríkjunum! Það sést nú ekki mikið í hann, en aðdáendur voru himinlifandi. Myndina má sjá hér að neðan:
„Að vera pabbi er betra en ég hefði nokkurn tíma getað ímyndað mér. Ég er þakklátum pöbbum mínum og öfum fyrir að hafa rutt veginn, fært þær fórnir fyrir mig svo ég gæti lifað drauma mína og kennt mér að ALVÖRU LÍF gerist í öllum litlu augnablikunum. Gleðilegan feðradag til allra pabbanna þarna úti!!!”
Læknaneminn Álfhildur Ösp Reynisdóttir býr í Álaborg í Danmörku og mun hún ljúka læknisfræði næsta vor. Hún og unnusti hennar keyptu sér íbúð á Íslandi sem þau ætla að gera upp í sumar og flytja svo heim á næsta ári.
Álfhildur og Vilhjálmur, unnusti hennar
Dóttir Álfhildar verður þriggja ára eftir tvær vikur og er henni er umhugað um að hún fái sem næringarríkasta og holla fæðu. Álfhildur heldur úti síðunni Barnabitar á Instagram þar sem hún sýnir foreldrum uppskriftir sem henta börnum, enda eru þær fallegar, einfaldar og fljótlegar.
Þegar dóttir Álfhildar var þriggja, fjögurra mánaða fór brjóstagjöfin að ganga brösuglega að sögn Álfhildar og hún virtist óánægð og ekki vera að fá nóg: „Sama hvað ég reyndi að gera – borða meira, drekka mikið vatn, drekka mjólkuraukandi te og prófaði öll ráðin í bókinni þá gekk þetta bara ekki. Ég tók þetta mikið inn á mig, sem er ábyggilega ástæðan fyrir því að ég lagði strax svona mikið púður í matinn hennar. Ég hafði lesið mér mikið til og lærði að það sem skipti mestu máli (með fjölbreytni) væri að vera staðfastur og bjóða það sama aftur og aftur og aftur. Ég ákvað þess vegna, til að skora á sjálfa mig og á sama tíma mögulega að veita innblástur, að búa til Instagramsíðu með matnum hennar. Viðtökurnar urðu mjög hratt svo ótrúlega góðar að það varð ekki aftur snúið!“
Með dótturinni heppnu!
Álfhildur leggur mikið upp úr því að maturinn sem hún setur inn sé ekki bara næringarríkur heldur líka fljótlega gerður: „Seinnipartinn þegar orkan á heimilinu er ekki alveg sú mesta, er þægilegt að geta gripið í einfalda hluti og á sama tíma gefið góða næringu.“ Instagramsíða Barnabita er dásamlega falleg og maturinn afskaplega girnilegur. Er maturinn alltaf svona? „Það er auðvitað ekki meginatriði að maturinn sé fallega framreiddur, aðalatriðið er innihaldið. Stelpan mín hefur samt ótrúlega gaman af þessu og oft verið mun spenntari fyrir matnum, þegar hann er skemmtilega lagður á borðið.“
Hversu mikilvægt er að foreldrar gefi sér tíma að elda mat fyrir barnið/börnin, að þínu mati?
„Ég er mjög meðvituð um það á sama tíma að vera einlæg og setja ekki pressu á mæður – mér finnst hún nóg nú þegar. Þetta eru bara mínar hugmyndir og ber ekki að taka sem heilögum. Mæður þekkja sín börn best og börn eru eins misjöfn og þau eru mörg.“
Sérð þú mun á þínu barni eftir því hvað það borðar?
„Ég sé mikinn mun á stelpunni minni eftir hvað hún borðar. Það er auðvitað misjafnt eftir börnum, en mikill sykur fer mjög illa í skapið á minni stelpu.“
Hvert er svo næsta skref? Bók kannski? „Ég veit ekki alveg sjálf hversu langt ég geng með síðuna. Nokkrir góðir í kringum mig hafa ýtt í mig og bent mér á að ég ætti að gera bók. Ég veit sjálf ekki hvort ég leggi í það, með læknisfræðinni og móðurhlutverkinu – en hver veit, það væri ótrúlega gaman!“
Hlutir til að gera með unglingnum þínum – annað en að horfa á sjónvarpið!
Leitar þú að einhverju sniðugu að gera með fjölskyldunni sem snýst um eitthvað annað en sjónvarpið eða bíó? Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir:
Hjóla
Samkvæmt New York Times er ekkert sérstaklega spennandi fyrir unglinga að fara út að hjóla nema að þið hafið eitthvert markmið – séuð að fara á skemmtilegan stað. Þið getið ákveðið einhverja staðsetningu, farið upp í Heiðmörk ef þið eruð á höfuðborgarsvæðinu, annars eitthvert annað á sniðugan stað eða farið og fengið ykkur bita á veitingastað.
Gerið æfingar saman heima/ farið í ræktina
Ofþyngd er vandi um hinn vestræna heim sem gerir þau börn viðkvæmari fyrir öðrum heilsukvillum. Að hreyfa sig af mikilli ákefð nokkrum sinnum í viku er nauðsynlegt og það eru bara kostir við það, afar fáir gallar! Kíkið á skemmtileg myndbönd á YouTube sem þið getið gerið saman, munið að hlæja og hafa gaman. Svo er líka æðislegt að fara með þeim í ræktina, séu unglingarnir fyrir það.
Hjálpa til við garðstörf
Hvort sem um sumar eða vetur er að ræða er ýmislegt hægt að gera í garðinum og kenna þeim í leiðinni um náttúruna. Þú kennir þeim að grafa, gróðursetja og taka upp. Meira en það – garðstörf eru góð fyrir líkamann, hugann og andann. Það eykur hreyfingu, minnkar streitu og breytir skapinu til hins betra. Samkvæmt VeryWell Familyer að grafa í moldinni saman eitthvað sem eykur heilsu allra í fjölskyldunni.
Farið í keilu
Ef þið farið ekki oft í keilu er það dásamlegt sport. Skiptið ykkur í lið og keppið, það eykur fjölskylduandann. Það þjappar fjölskyldunni saman og þið þurfið ekki að vera meistarar til að skemmta ykkur!
Spilið borðspil
Það verður aldrei gamalt að spila spil og það er gott að gera það að vana á fjölskyldukvöldum. Þið getið keypt nýtt spil, grafið upp eitthvað gamalt og kíkt á hvað er vinsælt í dag. Að spila spil reynir á hugann, keppnisskapið og liðsandann!
Bjóðið ykkur fram í hjálparstarf
Það eru hin ýmsu samtök starfrækt á landinu og fátt er meira gefandi en að starfa óeigingjarnt. Það hjálpar unglingnum þínum að sjá hvað hann í raun hefur það gott og vinna getur verið gefandi og skapandi. Það kennir fórnfýsi og samkennd og eykur tilfinningagreind unglinganna.