Aðgerðalisti fjölskyldunnar sumarið 2021!
Aðgerðalisti fjölskyldunnar sumarið 2021!
Sumarið í ár getur orðið það besta hingað til, þetta fer allt eftir hugarfari. Krakkarnir eru ekki í skólanum og foreldrar meira í fríi og afslappaðri. Stundum verður samt of mikið af afslöppun og þú ráfar um íbúðina til að finna eitthvað að gera. Hvort sem veðrið er leiðinlegt eður ei, er þetta hægt að gera í sumar:
Að tjalda í garðinum
Enginn segir að þið þurfið að fara eitthvert út fyrir bæinn til að tjalda. Það er alveg hægt að gera það í garðinum heima! Þetta er stórkostlegt þegar þú átt lítil börn, því allir vita að það er oft mikið vesen að fara með þessi yngstu í tjaldferðalög. Þú getur sett tjaldið í bakgarðinn hjá þér eða einhverjum ættingjum, t.d. ef þið eigið ekki garð.
Fjölskyldubíó
Að hafa bíókvöld með allri fjölskyldunni er gaman. Finnið frábæra mynd, búið til góða eðlu eða bakið pizzur. Ef þið eigið myndvarpa er snilld að búa til „alvöru“ bíó heima. Setjið púða og teppi og gerið kvöldið eftirminnilegt.
Ferð í Nauthólsvík/fjöruferð
Það er alltaf gaman að fara á strönd, en við höfum ekki úr miklu að velja hér á Íslandi. Þessvegna er Nauthólsvíkin frábær fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu, ef ekki þá er hægt að fara í skemmtilega fjöruferð. Takið með ykkur nesti, munið eftir sólarvörninni og lítill ferðahátalari getur búið til lítið „partý“.
Að læra eitthvað nýtt
Sumarið er frábær tími til að læra eitthvað nýtt fyrir alla fjölskylduna. Það þarf ekki að vera flókið, en væri hægt að finna námskeið sem allir eða flestir geta farið á. Farið í hestaferð eða í garðinn með nesti.
Farið í „road trip“
Að fara í bíltúr getur verið spennandi fyrir alla. Þið getið farið yfir daginn eða gist einhversstaðar. Ef þið hafið mjög ung börn er kannski betra að gista yfir nótt þar sem þau hafa litla þolinmæði að vera lengi í bíl. Hægt er að keyra svo styttri vegalengdir yfir daginn. Burtséð frá hvar þið búið er alltaf hægt að finna fallega staði. Takið með gott og hollt nesti og leikið leiki í bílnum.
Lautarferð
Ef eitthvað er hægt að gera á sumrin er lautarferð ekta sumar. Finnið lystigarð sem er fallegur, þið getið fundið á netinu hvar næsti garður er og takið með uppáhaldsnesti allra.
Útileikir
Það er ýmislegt hægt að gera skemmtilegt úti og öll fjölskyldan getur verið með. Kaupið krikket, blaknet og -bolta, körfubolta eða eitthvað annað. Einnig er hægt að fara í fjallgöngur, að veiða, hjóla, bjargsig, sigla. Listinn er endalaus og æðislegt fyrir alla að komast aðeins út og gera eitthvað skemmtilegt!