Góður og slitsterkur útivistarfatnaður fyrir börn!

Góður og slitsterkur útivistarfatnaður fyrir börn!

Hvað er yndislegra en útivist á sólbjörtum degi? Við íslendingar getum svo sannarlega fagnað því að eiga falleg fjöll og skemmtilegar gönguleiðir um allt land. Sama hvar á landinu maður er staðsettur þá er yfirleitt mjög stutt í næsta fjall eða ævintýralegar gönguleiðir. Ég og Eric Ásberg litli kúturinn minn skelltum okkur í góða sunnudagsgöngu við rætur Úlfarsfells í vikunni. Eric Ásberg er algjör orkubolti sem hefur hlaupið út um allt síðan að hann byrjaði að ganga og þrífst illa nema í þæginlegum fatnaði sem gerir honum kleift að hlaupa, klifra og hoppa út um allt. Þó svo að nátturan sé falleg og útsýnið enn betra þá byrjar oft kólna þegar ofar dregur. Köld norðanáttin getur oft leynt á sér þó að sólin skíni, það er því nauðsynlegt að klæða sig eftir veðri og vindum. Að þessu sinni klæddi ég Eric Ásberg í þunna langermapeysu með hettu frá ZO-ON sem ber nafnið “Katrín”, hún er tilvalin sem síðsumar- og haustpeysa eins innan undir úlpu eða kuldagalla í vetur. Auðvitað þurfti mamman að hafa sig alla við til að halda í við orkuboltann og þá er nú gott að eiga smá “gotterí” í vasanum til að múta drengum til að sitja kyrr í smá stund. Hér má sjá fallegar myndir frá sunnudagsgöngunni okkar, húfan hans Erics er einnig frá ZO-ON.

Útivistar fatnaðurinn frá ZO-ON er og hefur verið í þónokkurt skeið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Í hitti fyrra fékk miðstrákurinn minn vetrarúlpu frá ZO-ON í jólagjöf og notaði hann úlpuna með góðu móti tvo vetur en það var eins og úlpan hreinlega stækkaði með barninu enda er hægt að lengja ermarnar að innan, algjör snilld! Eins prófaði ég í sumar fyrir yngsta og miðstrákinn minn regn- og vindfatnað frá ZO-ON, svokalla skel eða þriðja lag sem heldur frá bleytu og vindi enda heitir jakkinn BLEYTA sem hefur staðið fyrir sínu í rigningunni á suðvesturhorninu í sumar.

ZO-ON vörurnar eru á góðu verði og mikið er lagt upp með gæði vörurnar. Nú þegar hausta tekur er svo bráðnauðsynlegt að eiga góða flíspeysu til að skella krökkunum í þegar það fer að kólna. Einnig verð ég að mæla með ullarnærfatnaðinum frá ZO-ON sem er svo góður undir kuldagallann í vetur hvort sem það er í leikskólann eða skólann en hann verður einmitt á tilboði á svokölluðum Krakkadögum í ZO-ON!

En dagana 17.-21. ágúst verða einmitt “Krakkadagar” í ZO-ON á Nýbýlavegi 6 og í Kringlunni. Þá verður hægt að gera góð kaup á vönduðum útivistar- og kuldafatnaði fyrir börn. Endilega kíkjið við í ZO-ON!

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við ZO-ON.

Auður Eva Ásberg

Börnin haldast þurr í Bleytu! Frábær útivistarfatnaður frá ZO-ON

Börnin haldast þurr í Bleytu! Frábær útivistarfatnaður frá ZO-ON

Verandi móðir þriggja drengja þá veit ég hvað strákar geta verið miklir “fataböðlar”! Oftar en ekki hafa mínir drengir komið heim eftir leik í götóttum buxum, rennandi blautir og skítugir upp fyrir haus. Þess vegna geri ég þær kröfur að þegar ég kaupi fatnað á þá að þá þarf hann að vera slitsterkur, duga lengur en nokkrar vikur og henta vel fyrir börn í leik. Eins er það staðreynd að á Íslandi er allra veðra von og þurfa börn að eiga góðar og slitsterkar utanyfir flíkur sem heldur þeim heitum og þurrum fyrir veðri og vind. Bjartur og sólríkur sumardagur getur oft breyst á örstundu og þá er gott að eiga góðann fatnað.

Bleyta er frábær vind- og regnfatalína frá ZO-ON fyrir krakka á öllum aldri. Línan samanstendur af buxum og jakka, efnið er fóðrað, vatns- og vindhelt, andar og allir saumar eru límdir. 

Ég prófaði þessa línu fyrir litla gaurinn minn sem er að verða þriggja ára í haust. Hann elskar ekkert meira en bíla og þar af leiðandi skríður hann um allar trissur á hnjánum í bílaleik. Hann hoppar líka í alla polla sem verða á vegi hans og það má eiginlega segja að hann gangi ekki um heldur hleypur hann allt sem hann þarf að komast! Hann er mjög aktívur og öflugur drengur. Ég var því mjög spennt fyrir því að prófa þessa fatalínu frá ZO-ON og dró Krissý ljósmyndara með okkur út að leika.

Ég tók strax eftir því að fatnaðurinn var ekki hamlandi fyrir hann á nokkurn hátt, hann átti auðvelt með að hlaupa um og auðvitað prófuðum við að sulla og hoppa í litlum læk sem við fundum og hann blotnaði ekkert. Eins varð hann ekki sveittur innan undir fatnaðinum þrátt fyrir að hafa hlaupið um allt, sem þýðir að efnið andar mjög vel. Jakkanir koma í þremur fallegum litum og buxurnar koma í svörtu. Ég mæli með því að kíkja á þessa fallegu línu frá ZO-ON fyrir alla krakka sem elska að busla, hoppa og leika sér! Ekki skemmir að verðlagið hjá ZO-ON er mjög gott.

Þessi færsla var unnin í samstarfi við ZO-ON og Krissý ljósmyndara.

 

www.zo-on.is

www.krissy.is

Auður Eva Ásberg 

 

Snilldar vatnsheldt BB krem í sundið eða á ströndina!

Snilldar vatnsheldt BB krem í sundið eða á ströndina!

Ég, svo oft sem áður kíkti í snyrtivörudeildina í Hagkaup því mig vantaði sólarvörn. Sólarvörnin sem ég átti var ekki að henta í andlit og þar sem ég er með ofurviðkvæma húð í andliti þá fann ég fyrir óþægindum þegar ég setti hana á mig. Þrátt fyrir að þessi sólarvörn sem ég átti hafi sérstaklega verið gerð fyrir börn og viðkvæma húð þá fékk ég engu að síður ofnæmisviðbrögð í framan, þannig ég ákvað að finna mér nýja, sérstaklega gerða fyrir andlit.

Ég var einnig búin að ákveða að ég skyldi kaupa mér góða sólavörn, frá góðu merki og eyða þannig aðeins meiri pening í hana en það sem þessar ódýru sólarvarnir kosta. Ég fann að sjálfsögðu hina fínustu sólarvörn og að þessu sinni ákvað ég að kaupa sólarvörn sem hentar fyrir alla fjölskylduna frá Clarins með SPF 50, trúið mér ég er rosaleg með þetta, ég er rosalega hrædd við skaðsemi sólarinnar. Ég hef brunnið illa og það er eitt það versta sem ég hef upplifað.

En tilgangurinn með færslunni er samt annar, enn átti ég eftir að finna vörn fyrir andlitið þegar ég sá þetta vatnshelda BB krem frá Shiseido með sólarvörn 50+. Ég verð að viðurkenna að ég varð óþæginlega mikið spennt fyrir þessu kremi. Eins og ég sagði hér fyrr þá er ég með mjög viðkvæma húð, ég brenn mjög auðveldlega og háræðar í kinnum liggja mjög grunnt þannig ég er með frekar ójafnan húðlit og maður minn!! Þetta krem jafnaði húðlitinn og gaf húðinni rosalega fallega og glóandi  áferð, það hylur vel án þess að gefa svona “meik áferð”. Kremið er þunnt auðvelt að bera það á, það er gert sérstaklega fyrir andlit, með góðri sólarvörn og er vatnshelt þannig að það hentar einstaklega vel í sund og á ströndina. Það kemur í þremur tónum, ég valdi medium en það hentaði best mínum húðtón. Mig langar líka að benda á þá staðreynd að maður tekur alveg lit þó að maður noti sterka sólarvörn eini munurinn er að þú brennur ekki og skaðlegir geislar sólar ná ekki að valda varanlegum húðskemmdum og þannig minnkar þú líkur á sortuæxli.

En ég skellti mér allavega í sund með nýja kremið, brann ekkert og var svona líka fín með fallega og glóandi húð.

Þetta BB krem keypti ég í Hagkaup í Skeifunni og það kostaði 4.399,-

Auður Eva Ásberg

Fullkominn fatnaður í ræktina frá Brandson

Fullkominn fatnaður í ræktina frá Brandson

Hvort sem þú ert á leiðinni í brennslu, jóga eða lyfta þá verð ég að segja ykkur frá þessum flottu ræktarfötum frá Brandson! Brandson er nýtt íslenskt vörumerki sem hannar og selur íþróttafatnað fyrir konur. Ég er búin að bíða spennt eftir að eignast æfingafatnað frá Brandson og varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með nýju fötin mín. Hér kemur svo ástæðan.

Buxurnar eru fullkomnar, þær eru háar í mittið og einnig frábær stuðningur yfir magasvæðið. Efnið í þeim er þétt og því ekki gegnsætt sem þýðir að maður getur teygt sig í ræktinni án þess að vera með g-strenginn til sýnis fyrir gesti og gangandi. Þær eru einnig einstaklega töff og vasi á hliðinni fyrir síma, hversu mikil snilld er það?!

Toppurinn frá þeim er sérlega fallegur og fæst hvítur og í fallega grænum lit. Hönnunin á honum er sérstaklega kvenleg og undirstrikar fallegar línur líkamans.

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki verið sérlega dugleg að hreyfa mig uppá síðkastið en nú hef ég enga afsökun lengur! Fyrir mína parta finnst mér það svo sannarlega hvatning, til þess að koma mér aftur af stað, að eiga fallegan og góðan fatnað til að nota í ræktinni. Því er það einnig tilvalið að gefa þeim, sem langar að drífa sig af stað í ræktina, æfingafatnað frá Brandson í jólagjöf.

Ég mæli með því að þið kíkið á síðu Brandson á Facebook en allar pantanir eru í gengum heimasíðu Brandson www.brandson.is.

Kertaljós og Kósýheit!

Kertaljós og Kósýheit!

Þessa dagana er mér bara alltaf kalt! Kalt á tám og fingrum og á nefbroddinum. Helst langar mig að vera í kósýgallanum allan daginn og strákunum mínum líka. Stundum er bara allt í lagi að vera í kósýgallanum allan daginn, sérstaklega um helgar eða á veikindadögum sem eru oft margir á stórum heimilium. Lindex klikkar ekki í þessari deild frekar en neinni annarri og er úrvalið af náttfötum, hlýjum heilgöllum og sloppum mikið í barnadeild Lindex. Eins er tilvalið að gefa falleg náttföt eða kósýgalla í jólagjöf. Hér má sjá brot af því úrvali sem Lindex býður uppá af kósýgöllum, sloppum og náttfötum.

 

Elsu náttföt 3.695 kr.

Spiderman náttföt 3.695 kr. 

Heilgalli 4.495 kr. 

Mynd: Heilgalli 4.595,- kr. Náttföt bleik/blá 3.695,- kr. Prinsessuspöng 1.095,- kr. Grár sloppur 4.995,- kr. Hárspennur 555,- kr. Sokkar 1.495,-

Mögnuð Hvalaskoðun á Húsavík

Mögnuð Hvalaskoðun á Húsavík

Eins og fyrr hefur komið fram bauð ég mínum heittelskaða eiginmanni í óvissuferð um norðurlandið nú á dögunum. Eitt af því skemmtilegasta sem við gerðum í þessari ferð var að fara í hvalaskoðun með North sailing eða Norðursiglingu á Húsavík. Við mættum þangað í blíðskaparverðri á laugardeginum og þar sem ég er alin upp í litlu sjávarþorpi til níu ára aldurs er ég ekki óvön því að það syndi af og til hvalir inn í fjörðinn. Því var þessi ferð svona meira hugsuð fyrir manninn minn til að sjá og njóta en sú varð síðan alls ekki raunin. Ég naut hennar engu  síður en hann en hér kemur ferðasagan okkar.

Við áttum bókaða ferð með Norðursiglingu eins og fyrr segir og lögðum af stað frá bryggju kl 13:30, ferðin tók í allt þrjá klukkutíma. Um borð var boðið uppá hlýja kraftgalla svo enginn þurfti að kvarta undan kulda en hitastigið út á sjó er alveg töluvert lægra en í landi. Við vorum ekki búin að sigla lengi þegar við rákumst á hóp höfrunga sem syntu í kringum bátinn hjá okkur líkt og þeir væru hoppandi glaðir því mikill asi var á þeim. Svo var ferðinni haldið áfram lengra út á haf því sést hafði til hnúfubaks.

Þegar nær dró, slökkti skipstjórinn á vélinni á bátnum og dauðaþögn ríkti um borð. Ég er alveg viss um að það mátti heyra saumnál detta svo mikil var þögnin. Hópur af fólki stóð sem styttur í bátnum og starði á hafið bíðandi eftir að hvalurinn kæmi upp til að anda. Svo allt í einu birtist þessi stóra tignarlega skepna og var svo nálægt að manni leið næstum eins og hægt væri að snerta hana.

auhvalMaður heyrði klárlega andrardrátt hans og svo synti hvalurinn undir bátinn. Svona gekk þetta nokkrum sinnum, hann kom upp dró andann og hvarf síðan ofan í hafdjúpið. Ef ég ætti að lýsa mómentinu betur þá leið mér næstum því eins og ég væri á magnþrunginni spennumynd í bíó svo mikil var eftirvæntingin eftir að hann kæmi upp aftur. Aftur var haldið af stað og nú sást til hrefnu lengra frá og það var sama sagan, skipstjórinn drap á vélinni, og eftirvæntingin var sú sama þegar hann lét sjá sig. Magnaðar skepnur alveg hreint, stórar tignarlegar og gaman að sjá með berum augum. Um borð voru nokkrir starfsmenn Norðursiglingar, auk skipstjórans, sem klifruðu upp í möstrin með kíki til að finna hvalina á miðunum í kring. Einn þessara starfsmanna var fararstjóri sem fór yfir öryggisatriðin í bátnum og fræddi farþegana um hvalategundirnar sem við gætum séð og umhverfi Húsavíkur sem var mjög áhugavert. Hann tók einnig skýrt fram að við værum ekki komin í dýragarð, hvalirnir kæmu ekki eftir pöntun en í flestum tilfellum sjást hvalir í þessum ferðum, enda hafa þeir unnið við hvalaskoðanir í fjölda mörg ár og vita hvar á að leita.

Mér fannst sjóferðin sem slík mjög skemmtileg, yndislegt veður, sólin skein og það var léttur andvari þó svo að komið sé fram í miðjan október. Hreina íslenska loftið fyllti lungun af súrefni. Útsýnið út á hafið og til nærliggjandi eyja var ofsalega fallegt. Við vorum svo sannarlega í okkar eigin heimi og oft leið mér eins og við værum bara tvö á þessum báti því maður gleymdi sér svo auðveldlega í þessum fallegu aðstæðum.

hvalurhusavik

Á heimleiðinni var boðið uppá heitt súkkulaði og kanilsnúð sem var svo sannarlega kærkomið eftir alla útiveruna. Ég mæli sannarlega með því að fara í hvalaskoðun með Norðursiglingu á Húsavík. Það tekur ekki nema klukkutíma að keyra til Húsavíkur frá Akureyri og hægt er að fá gistingu, á Húsavík eða við Mývatn, bæði á hótelum og bændagistingu fyrir þá sem vilja kannski staldra við og skoða meira. Svo er skemmtilegt hvalasafn á Húsavík sem við reyndar kíktum ekki á í þetta sinn. Stutt er að keyra á Mývatn frá Húsavík þannig að hægt er að slá tvær flugur í einu höggi og enda hvalaskoðunarferð á heimsókn í Jarðböðin á Mývatni eins og við gerðum. Það tekur ekki nema um 40 mínútur að keyra frá Húsavík yfir á Mývatn, 58 kílómetrar. Jarðböðunum svipar til Bláa lónsins en í þeim er heitt kísilvatn sem kemur úr jörðinni. Baðaðstaðan er til fyrirmyndar og útsýnið úr lóninu er yfir Mývatnið. Við vorum þarna snemma kvölds og horfðum á sólina setjast við vatnið og nutum þess síðan að horfa á stjörnubjartan himininn. Það er svo margt skemmtilegt hægt er að sjá og upplifa sem landið okkar hefur uppá að bjóða og ég hlakka til að upplifa meira af því í hlutverki ferðamanns. Ég vona svo sannarlega að ég geti miðlað sem flestu til ykkar.

Pin It on Pinterest