„Ég kýs geðheilsuna fram yfir brjóstagjöf”

„Ég kýs geðheilsuna fram yfir brjóstagjöf”

„Ég kýs geðheilsuna fram yfir brjóstagjöf”

„Eftir að hafa talað við læknana mína og rannsakað málið fannst mér að besta ákvörðunin væri að halda áfram á lyfjunum við geðhvarfasýkinni og gefa barninu mínu þurrmjólk. Hér er ástæða þess að þetta er besta ákvörðunin fyrir mig og son minn,“ segir Sarah Michelle Sherman í athyglisverðum pistli á Parents.com.

„Á góðu tímabilunum í lífi mínu gleymi ég stundum að ég er með geðhvarfasýki II. Morgunskammtarnir mínir af Abilify og Lamictal renna niður hálsinn jafn auðveldlega og vítamín, gefandi mér það sem ég þarf til að halda mér gangandi yfir daginn og það sem meira máli skiptir, að ég upplifi gleði.

Á slæmu dögunum heldur brjálæðið mér niðri og ég er meðvituð um ástand mitt, jafn meðvituð um að á kvöldin verður dimmt. Það er það einfalt og öruggt. Það tekur yfir og það er nærri ómögulegt að greina á milli hvað sé sannleikurinn og hvað sé veikindin. Ég trúi öllu sem sjúkdómurinn segir mér – og oft segir hann mér eitthvað á borð við „þú þjónar engum tilgangi.“ Hann hefur sitt eigið skipulag og staldrar við í tíma sem hann ákveður einn.

Sem betur fer fór blandan af lyfjum og meðgönguhormónum vel í mig, og ég hef verið góð í 28 vikur núna. Þrátt fyrir þetta er sjúkdómurinn mér ekki ofarlega í huga, og ég gleymi því að ég þarf að taka ákvarðanir sem ég vil ekki taka, svo sem hvort ég get gefið brjóst eða ekki. Ástandið gerir mig dálítið reiða, en ég hef ákveðið að beina reiðinni í að leysa hlutina. Það er enginn tími til að vera reið, það þarf að taka ákvarðanir vegna barnsins sem von er á í ágúst. Og hlutverk mitt er mjög ljóst þessa dagana: Passa hann vel, vernda hann, elska hann.

Ég hef tekið ákvörðun um að hann verði ekki á brjósti. Ein ástæða fyrir því er sú að ég vil ala barnið upp í stöðugleika, stjórn og með öryggi, ég þarf að vera á þessum lyfjum til að laga mig. Eftir að hafa ráðfært mig við læknana veit ég að það er möguleiki á að þau berist í mjólkina. Það er ekki vitað um áhrifin á nýbura en að lesa um möguleikann á blóðskorti og andþyngslum, er ég ekki tilbúin að taka neina sénsa.

Ég er meðvituð um að fari ég af lyfjunum get ég gefið barninu mínu „fljótandi gull“ og hugsanlega gefið honum „bestu byrjun á lífinu.“ Ég er mjög meðvituð um kosti þess að gefa barninu brjóst – bæði fyrir hann og mig. En ég veit að besta byrjun lífs sonar míns er að vera í umsjá móður á lyfjum sem hefur ekki áhyggjur af því hvort lyfin hafi áhrif á hann. Ef ég hætti á lyfjunum óttast ég að svefnleysið sem hrjáir margar mæður geti ýtt mér í hættulegt ástand, ég fer að taka órökréttar ákvarðanir, eyðandi pening sem ég á ekki og elti óraunveruleg takmörk.

Ég hef einnig áhyggjur af þunglyndinu sem kemur þegar ég hætti á lyfjunum, ég myndi verða úti á þekju og missa af mikilvægum atburðum í lífi sonar míns og setja alla ábyrgðina á eiginmann minn.

Og svo er það sjálfshatrið sem kemur með skapsveiflunum og það er eitthvað sem barnið mitt á ekki að verða vitni að, þar sem það viðkemur öllum sviðum lífs míns þegar það á sér stað. Það lætur mig hafa efasemdir um mig sjálfa, hvað ég get og tilgang minn. Og ég vil ekki – ekki í eina sekúndu – hafa efasemdir um tilgang minn um leið og barnið er komið, þar sem hann er tilgangurinn.

Það er samt fullt af ónærgætnu fólki þegar kemur að mæðrum sem kjósa að gefa barni sínu ekki brjóst og það eru margir sem hrista bara hausinn og segja „Brjóstið er best.“ Þetta er hindrun sem ég verð að yfirstíga og ég mun gera það. Því ég veit að ákvörðunin sem ég tók er best fyrir mig og son minn. Hann mun bara fá þurrmjólk þar sem ég er móðir sem tek ábyrgð á geðsjúkdómnum mínum, í stað þess að hunsa hann.

Verkefni mitt er að veita barninu mínu næringuna sem hann þarf til að vaxa og þrífast og ég ætla ekki að bregðast honum. Ég kann að þurfa að eiga við sektarkenndina, dómana og skömmina sem aðrir kunna að leggja á mig fyrir að gefa honum ekki brjóstið, en ég mun reyna að láta það framhjá mér fara. Þetta er ákvörðunin mín og ég mun ekki afsaka mig.

Þar sem móðurhlutverkið nálgast og ég mun taka á móti syni mínum í þennan heim, bið ég þess að ég verði stöðug eins lengi og hægt er. Ég bið þess að hið eina sem fer út í öfgar sé ánægjan af þessari nýju vegferð – þar sem ég held syni mínum nálægt mér þegar ég gef honum pelann, augu hans mæta mínum og ég segi við hann hljótt: „Mamma er hjá þér“ því ég er hjá mér.”

Heimild: Parents.com 

Hvernig hætta skal brjóstagjöf í 10 einföldum skrefum

Hvernig hætta skal brjóstagjöf í 10 einföldum skrefum

Hvernig hætta skal brjóstagjöf í 10 einföldum skrefum

Það er engin alþekkt regla um hvernig hætta eigi brjóstagjöf, en sum af þessum góðu ráðum geta gert breytinguna auðveldari. Hér eru ráð frá brjóstagjafarráðgjöfum og heilbrigðisstarfsfólki um hvernig hætta eigi brjóstagjöf.

Þegar þú hættir brjóstagjöf er eitt öruggt: Það á ýmislegt eftir að koma þér á óvart. „Alveg eins og flest annað er tengist móðurhlutverkinu, að hætta með barn á brjósti gerist sjaldnast eins og við höldum að það gerist,“ segri Diane Bengson, höfundur bókarinnar How Weaning Happens. Sama á hvaða aldri barnið er, eru hér ráð og trikk til að gera ferlið auðveldara.

Taktu eftir hvenær barnið er tilbúið að hætta á brjósti

Barnið gefur þér vísbendingar um hvenær það er tilbúið að hætta. Til dæmis: Það heldur höfðinu í uppréttri stöðu, situr með stuðningi og sýnir því áhuga sem þú ert að borða. Þar að auki hætta þau að ýta tungunni þétt upp að geirvörtunni þegar þau drekka og einnig gætu þau orðið pirruð þegar þau taka brjóstið. 

Gerðu áætlun að venja barnið af brjósti

Taktu allavega heilan mánuð í að hætta brjóstagjöf, þetta gefur móður og barni svigrúm fyrir hindranir og afturkippi. Þar að auki ættirðu að passa upp á að engar aðrar breytingar séu að eiga sér stað á sama tíma (tanntaka, flutningar, barnið byrjar í pössun/leikskóla). Barnið er einnig mun líklegra til að vinna með þér þegar það er ekki mjög þreytt eða svangt.

Byrjaðu hægt

Farðu rólega í að venja af brjóstinu. Að byrja hægt gefur ykkur báðum tækifæri á að venjast breytingunni. Þú gætir sleppt einni brjóstagjöf á viku – þeirri óþægilegstu eða þeirri sem barnið er minnst áhugasamt fyrir. Svo geturðu minnkað brjóstagjöfina enn meira þegar barnið er nær eingöngu farið að fá mat í föstu formi eða pela (athugið samt að ef barnið er níu mánaða eða eldra er betra að venja beint á stútkönnu eða glas svo þú þurfir ekki að venja barnið af pelanum fáeinum mánuðum seinna). Með því að fara rólega að þessu ferðu að framleiða minni og minni mjólk sem gerir þetta auðveldara og þægilegra fyrir þig. Það gerir það einnig þægilegra fyrir barnið þar sem það fær þá minna að drekka og drekkur meira úr pela eða glasi. 

Hugaðu að tilfinningunum

Börn sem drekka af brjóstinu elska þessa líkamlegu nánd við móðurina þannig þegar þú ert að venja barnið af brjósti er mikilvægt að bjóða upp á nánd á aðra vegu. Til dæmis gæturðu gefið barninu tíma bara með þér með knúsi meðan þið lesið bók eða þú syngur fyrir það vögguvísu eða þú strýkur á því bakið þegar það liggur í rúminu, svo fátt eitt sé nefnt.

Íhugaðu að leyfa barninu að stjórna

Sum börn eru frábær í að hætta á brjósti þegar þau fá að stjórna sjálf! Ef þér finnst það í lagi að barnið stjórni þessu, er það einfaldlega að leyfa barninu að drekka þar til það missir áhugann, en þú býður samt ekki brjóstið að fyrra bragði. Þetta er ekki fljótlegasta aðferðin, en þú getur verið viss um að þörfum barnsins sé mætt.

Hristu upp í rútínunni

Ef barnið neitar að taka við pelanum frá þér er ráðlagt að láta einhvern annan gefa barninu pelann, s.s. pabbann, ömmu, afa eða öðrum. Ef þú gefur barnið sjálf skaltu fara með barnið í annað umhverfi en þið eruð vön að vera í þegar barninu er gefið brjóst. Einnig skaltu halda á barninu í annarri stellingu en þú ert vön. Ef þetta virkar ekki, farðu aftur í gamla farið og reyndu aftur reyndu aftur eftir nokkrar vikur.

Þú mátt búast við mótþróa

Það er eðlilegt að börn þrjóskist við þegar hætta á brjóstagjöf. Eftir dag eða tvo mun barnið hætta að syrgja brjóstið og fara að borða fasta fæðu og drekka úr pela eða stútkönnu án vandræða. Heilbrigð börn borða oftast þegar þau eru nægilega svöng, sama hversu mikið þau vilja brjóstið.

Lærðu að koma í veg fyrir stálma

Önnur ástæða þess að taka hlutunum rólega: Farirðu of hratt í að venja barnið af brjóstinu geturður upplifað stálma. Ástæðan er sú að heilinn fær ekki þau skilaboð að hægja eigi á mjólkurframleiðslu þannig öll þessi mjólk veit ekki hvert hún á að fara. Ef þú færð stálma, minnkaðu sársaukann með kuldabökstrum eða verkjalyfjum. Eða náðu í brjóstapumpuna, barnið getur fengið mjólkina í pelann eða út á morgunkornið.

Íhugaðu að hætta hálfvegis

Allt eða ekkert er ekki eini möguleikinn. Margar útivinnandi mæður kjósa að venja barnið af brjósti að hluta til, á meðan barnið fær pela annarsstaðar yfir daginn og mamman gefur brjóstið þegar hún er heima.

Að skilja tilfinningar sínar

Barnið er ekki það eina sem þarf að venjast því að brjóstagjöf sé hætt. Þú þarft líka að eiga við tilfinnignar þínar. Til að mynda vilja sumar mæður fá líkama sinn aftur á meðan aðrar finna fyrir höfnunarkennd að barnið vilji brjóstið ekki lengur. Þrátt fyrir að þú getur bæði verið ánægð og leið yfir að hætta, er það eðlilegt að finna fyrir „nostalgíu“ þegar barnið eldist. Það besta sem þú getur gert er að fagna sjálfstæði barnsins, vitandi það að það að venja barnið af brjósti er tilfinningaleg reynsla. Talaðu einnig við aðrar mæður sem hafa upplifað hið sama.

 

Heimild: Parents.com

„Ég kaus að verða einstæð móðir”

„Ég kaus að verða einstæð móðir”

„Ég kaus að verða einstæð móðir”

„Ég sá sjálfa mig aldrei sem mömmu. Ég er stelpa frá Los Angeles og á stóra og blandaða fjölskyldu. Ég hef búið um öll Bandaríkin og kynnst mörgum menningarheimum. Ég var mjög hamingjusöm. Ég sagði við sjálfa mig að ef ég væri ekki búin að eignast börn 35 ára, þá væri það bara þannig. En lífið hefur alltaf eitthvað óvænt að færa manni.”

Kathryn Murray er sálfræðingur sem starfar í Los Angeles. Hún ræðir hér þá ákvörðun að eignast barn án maka. Gefum henni orðið:

Ég var að læra sálfræði og þegar ég var í kúrsi um þroska barna hafði ég allt í einu sterka löngun að reyna alla þessa hluti sem ég var að læra um. Ég gat ekki hætt að hugsa um að ég vildi tengjast pínulítilli manneskju sem ég myndi fæða. Ég vildi reyna allar þær áskoranir sem koma með því og vonandi móta þessa litlu manneskju í eitthvað jákvætt í þessum heimi. Ég vildi ekki bíða eftir maka. Ég reyndi alltaf bara að lifa mínu lífi með því að gera það sem ég trúði á og mér fannst rétt fyrir mig. Ég hætti að bíða eftir fólki til að hjálpa mér að ná markmiðum mínum og vildi bara gera hlutina sjálf.

Stuðningshópurinn

Ég vissi að ef ég ætlaði að gera þetta – að taka þá ákvörðun að verða einstæð móðir – myndi ég þurfa „þorp“ til að hjálpa mér. Ég fór til ömmu minnar og hún ræddi við prestinn sinn. Ég sagði henni allar mínar ástæður, hvað ég væri gömul og hvað það tæki langan tíma að finna maka sem væri til í þetta með mér. Þrátt fyrir að amma væri ekki sammála þessu sagði hún mér eftir viku að hún myndi alltaf elska mig og styðja.

Flestir í fjölskyldunni sögðu mér að gifta mig fyrst. Sumir stungu meira að segja uppá að ég færi á stefnumótaöpp. En pabbi var ákafur stuðningsmaður frá fyrsta degi. Hann var svo glaður. Hann var búinn að ákveða guðforeldra viku eftir að ég sagði honum frá því! Hann náði í sæðið fyrir mig (það var ódýrara en að láta senda það til læknisins míns) og hann jafnvel talaði við sæðið! Hann kom með mér til læknisins og var með mér allt fæðingarferlið. Ég var svo heppin að hafa stuðning margra vina og fjölskyldumeðlima.

Sterk byrjun

Ég reyndi mitt besta að vera undirbúin, andlega og líkamlega, til að verða mamma. Ég æfði og borðaði hollt. Ég veit allt um andlega heilsu vegna vinnunar minnar svo ég reyndi mitt besta að minnka streitu. Ég bað alla um að rífast ekki við mig svo ég yrði ekki stressuð. Ég réði líka fjármálaráðgjafa um leið og ég ákvað þetta. Hann ráðlagði mér að leggja til hliðar svo ég yrði ekki stressuð vegna fjármálanna í fæðingarorlofinu. Þetta var frábært ráð og ég gat tekið fjögurra mánaða fæðingarorlof, mjög þakklát. Ferlið er dýrt í þessu öllu, hvort sem þú ferð í innanlegssæðingu, glasa/tæknifrjóvgun eða ættleiðir.

Það eru nokkrar leiðir fyrir mæður að eignast barn einar. Ég fór í innanlegssæðingu. Læknir sprautar sæðinu upp í legið þegar þú hefur egglos. Vonast er eftir að frjóvga egg og þú verðir ólétt.

Að velja sæðisgjafann. Ég er amerísk blökkukona og vildi í fyrstu sæði manns af sama kynstofni og ég. Stofan sem ég notaði hafði samt ekki mikið úrval og læknirinn minn sagði að þetta gæti tekið tíma. Í fjórða skiptið sem það mistókst ákvað ég að breyta um sæðisgjafa. Ég fletti í gegnum mennina og fór eftir ráði sem ég fékk – að fylgja tölum um vel heppnaðar meðgöngur og fæðingar. Ég fann gjafa af blönduðum kynþætti sem svaraði spurningum á áhugaverðan hátt og svo var hann opinn gjafi, sem þýðir að barnið getur haft samband um 18 ára aldur.

Þegar tími var á egglos var sæðinu sprautað upp og ég varð ófrísk að stúlkubarni í fyrstu tilraun.

Fæðing

Fyrstu vikurnar var ég dauðþreytt. Svefninn var í rugli og ég vildi gefa brjóst en framleiddi ekki nægilega mjólk. Dóttir mín var pínulítil og ég hafði áhyggjur af því hún væri ekki að fá næga næringu. Ég hitti brjóstagjafaráðgjafa á spítalanum en ég var ekki að ná þessu.

Ég talaði við fleiri ráðgjafa og vini til að losa um kvíðann vegna brjóstagjafarinnar. Ég tók vítamín, drakk te og meira að segja áfengislausan bjór til að hjálpa til við mjólkurbúskapinn. Það var þess virði og þetta varð auðveldara með tímanum. Fjölskylda mín kom og eldaði og passaði (þegar hún leyfði það) og ég gat hvílst.

Dóttir mín Candyce hefur „y“ í nafninu sínu eins og ég. Hún er sex ára í dag. Hún er lítil útgáfa af mér. Hún er rökrétt, klár og mjög hnyttin. Hún er listræn og elskar Svamp Sveinsson. Hún er ljósið í lífi mínu.

Eins og margir krakkar á hennar aldri spyr hún um lítinn bróður eða systur. Þegar þú eignast barn á þennan hátt getur þú komist í samband við aðrar mömmur sem eiga systkini sama sæðisgjafann. Við erum saman í Facebookgrúppu og fimm fjölskyldur hittumst í Austin Texas eina helgina. Ein meira að segja flaug þangað frá Mexíkó. Við skemmtum okkur konunglega og ætlum að hittast aftur. Þetta var besta ákvörðun sem ég hef tekið, ég hef aldrei horft um öx.

Fyrir allar þær konur sem vilja eignast börn einar, segi ég alltaf: Þú skalt vinna heimavinnuna þína. Ef þú ert að hugsa um þetta, undirbúðu þig. Það þarf að hugsa um fjármálin, tilfinningalegan stuðning, vini, fjölskyldu. Finndu stuðningshópa á Facebook.

Ég hef verið ótrúlega heppin og ég er þakklát. Mamma flutti til mín fyrir tveimur árum frá Connecticut til að hjálpa mér við uppeldi dótturinnar. Afi og amma hafa stutt hana mikið eins og ég ólst upp við, ég vildi að hún hefði sömu reynslu og þau nytu þess að vera afi og amma.

Ég er í raun ekki einstæð móðir, vegna stuðningsnetsins. Vinir og fjölskylda gera þessa vegferð mun ríkari.

Kathryn Murray er barnasálfræðingur og býr með Candyce dóttur sinn í Los Angeles, Kaliforníuríki.

Þýtt og endursagt af WebMd

 

Hvað eiga nýbakaðar mæður að borða?

Hvað eiga nýbakaðar mæður að borða?

Hvað eiga nýbakaðar mæður að borða?

Oft er nýbökuðum mæðrum umhugað um að léttast um barnsburðarkílóin fyrst um sinn. Það er samt eitt mikilvægara eftir barnsburð og það er að borða þá fæðu sem gefur þér kraftinn til að verða besta móðir sem þú getur orðið!

Borðaðu litlar, hollar máltíðir yfir daginn til að auka þá litlu orku sem þú hefur. Ef þú ert með barnið á brjósti, mun brjóstamjólkin alltaf verða barninu jafn holl, sama hvað þú kýst að láta ofan í þig.

Það fylgir samt böggull skammrifi, því þegar þú færð ekki nauðsynleg næringarefni úr fæðunni sem þú borðar tekur líkaminn þau efni úr forðabúri þínu. Best er því að fylgjast með fæðu- og næringarinntökunni til að bæði þú og barnið fái aðeins það besta.

Hér eru nokkrar tillögur að hollri fæðu:

Lax

Það er enginn matur sem telst fullkominn. Lax er þó frekar nálægt því! Næringarbomba sem bragðast vel. Laxinn er fullur af fitu er kallast DHA. DHA fitusýrur eru nauðsynlegar taugakerfi barnsins. Öll brjóstamjólk inniheldur DHA en magn þeirra er hærra hjá þeim konum sem auka neyslu sína á DHA. Fitusýrurnar geta einnig hjálpað við lundarfarið. Rannsóknir sýna að þær geta spilað hlutverk í að koma í veg fyrir fæðingarþunglyndi.

Ein viðvörun þó: Mælt er með að mjólkandi mæður, konur sem eru þungaðar og þær sem hyggja að verða þungaðar í náinni framtíð hugi að hversu mikinn lax þær snæði. Ekki er mælt með að borða hann oftar en tvisvar í viku og er það vegna kvikasilfursmagnsins. Það er í lagi að borða lax kannski þrisvar í viku, en þá bara einu sinni í vikunni á eftir. Kvikasilfursmagn í laxi er talið lágt. Í sverðfiski eða makríl er það mun hærra og ætti að forðast neyslu slíks kjöts.

Mjólkurvörur með lágri fituprósentu

Hvort sem þú kýst jógúrt, mjólk, ost, mjólkurlausar afurðir eða aðrar mjólkurvörur eru þær hluti af heilbrigðu ferli í kringum brjóstagjöf. Athugaðu ef þú notar hafra- eða sojaafurðir að þær innihaldi D vítamín. Þær færa þér prótein og B-vítamín og ekki má gleyma kalkinu. Ef þú ert mjólkandi er mikilvægt að fá nægilegt kalk fyrir barnið og þróun beina.

Athugaðu að þú þarft nóg og barnið líka. Mælt er með að minnsta kosti þremur bollum af mjólkurvörum eða sambærilegum vörum á dag í mataræðinu þínu.

Magurt kjöt

Járnríkur matur er nauðsynlegur og skorti þig járn verðurðu þreytt – sem þýðir að þú hefur ekki nægilega orku til að sinna nýfæddu barni.

Mjólkandi mæður þurfa auka prótein og B-12 vítamín. Magurt kjöt inniheldur bæði.

Baunir

Járnríkar baunir, sérstaklega dökklitaðar líkt og nýrnabaunir eru mjög góð fæða fyrir brjóstagjöf. Þær innihalda hágæða prótein úr náttúrunni og eru ódýr kostur.

Bláber

Mjólkandi mæður ættu að borða tvo skammta af ávöxtum eða safa á dag. Bláber eru frábær kostur til að mæta þörfum þínum, saðsöm og góð. Þau eru full af vítamínum og steinefnum og þú færð mikið af góðum kolvetnum í leiðinni.

Brún hrísgrjón

Ekki hugsa um lágkolvetnafæðu þegar þú ert með barn á brjósti eða nýbúin að eiga. Ef þú ert að hugsa um að grennast í því samhengi er ekki gott að grennast of hratt, því þannig framleiðir þú minni mjólk og hefur minni orku. Blandaðu flóknum kolvetnum eins og brúnum hrísgrjónum, kínóa, byggi eða álíka í mataræðið til að halda orkunni gangandi.

Appelsínur

Þær eru handhægar og stútfullar af næringu og gefa góða orku. Appelsínur og aðrir sítrusávextir eru frábær leið fyrir mæður að fá C-vítamín, en þær þurfa meira en vanalega. Ef þú hefur ekki tíma, fáðu þér appelsínusafa. Stundum er hægt að fá hann meira að segja kalkbættan, þannig þá færðu meira út úr því!

Egg

Góð leið til að auka próteininntöku er að fá sér egg. Hrærðu tvö í morgunmat, skelltu tveimur í salatið þitt eða fáðu þér eggjaköku í kvöldmat.

Gróft brauð

Fólínsýra er mikilvæg á meðgöngu og á fyrstu stigum hennar. Það endar þó ekki þar. Fólínsýra er mikilvæg brjóstamjólkinni og barnið þarf á henni að halda. Mörg gróf brauð og pasta innihelda fólínsýru og einnig trefjar, sem eru mikilvægar.

Grænt grænmeti

 

Spínat og spergilkál innihalda mikið A-vítamín sem er afskaplega gott fyrir þig og barnið. Góð leið líka til fá kalk, C-vítamín og járn án dýraafurða. Svo eru þau full af andoxunarefnum og innihalda fáar hitaeiningar.

Múslí og heilhveitikorn

Hollur morgunmatur er samanstendur af heilhveiti eða höfrum er góð leið til að byrja daginn. Margir innihalda nauðsynleg vítamín og næringarefni til að mæta daglegum þörfum þínum. Allskonar uppskriftir af hafragraut eru til – við mælum með bláberjum og léttmjólk!

Vatn

Mjólkandi mæður eiga í hættu að ofþorna. Til að halda orkunni gangandi sem og mjólkurframleiðslunni er gott að viðhalda vökvabúskapnum allan daginn. Þú getur einnig skipt út með mjólk eða djús en farðu varlega í kaffi og te. Ekki drekka fleiri en tvo til þrjá bolla á dag eða drekktu koffínlaust kaffi. Koffín fer í mjólkina þína og getur orsakað pirring og svefnleysi hjá barninu.

Heimild: WebMD 

 

Þegar brjóstagjöf gengur ekki upp

Þegar brjóstagjöf gengur ekki upp

Þegar brjóstagjöf gengur ekki upp

Rannsóknir sýna að níu af hverjum tíu konum reyna alltaf fyrst að gefa börnum sínum brjóst. Flestar mæður vilja hafa börnin sín á brjósti. Því miður, stundum þvert á óskir okkar, vonir og tilraunir, gengur brjóstagjöf ekki upp.

Margar mæður upplifa djúpan missi þegar þær geta ekki gefið barnið sínu brjóst, annaðhvort alls ekki eða þegar þær geta það ekki jafn lengi og þær hefðu óskað.

Það er eðlilegt að vera döpur og finna fyrir sorg og samviskubiti. Það er mikilvægt að leyfa sér að upplifa þessar tilfinningar. Það getur verið að þér finnist reynslan hafa verið slæm og þú hafir ákveðið allt annað. Þrátt fyrir að þú hafir gefið barninu brjóst í stuttan tíma, jafnvel bara nokkra daga, er það dýrmæt gjöf sem þú getur verið ánægð með.

Það getur tekið einhvern tíma að ná sátt aftur. Að ræða við þína nánustu, s.s. vini, maka eða fjölskyldu um málið getur alltaf verið gott. Þú getur einnig rætt við ljósmóður eða lækni til að fá tilfinningalegan og andlegan stuðning.

Næstum allar mæður byrja á brjóstagjöf en minna en helmingur barna eru ekki 100% á brjósti eftir fjóra mánuði. Stundum er það vegna þess að konur fá ekki réttar upplýsingar eða réttan stuðning á réttum tíma.

Börn yngri en 12 mánaða þurfa brjóstamjólk eða þurrmjólk til að vaxa og þroskast. Ef þú ert ekki að gefa barni þínu brjóst getur þú:

  • Mjólkað þig
  • Notað þurrmjólk
  • Fengið brjóstamjólk frá annarri móður
  • Notað blöndu af ofangreindu

Stundum hefja mæður brjóstagjöf aftur eftir hlé. Með þolinmæði og ákveðni (og samvinnuþýðu barni) getur móðirin oft náð upp mjólkurbirgðum á ný og það getur gengið ágætlega.

Taka tvö

Margar konur geta gefið næsta barni sínu brjóst þrátt fyrir að það hafi ekki gengið upp áður.

Það sem getur hjálpað er að ræða við brjóstagjafaráðgjafa eða lært á netinu eða námskeiðum.

                                                                                               Heimild: Australian Breastfeeding Association 

Pin It on Pinterest