Að þóknast öðrum getur verið mikill streituvaldur

Að þóknast öðrum getur verið mikill streituvaldur

Að þóknast öðrum getur verið mikill streituvaldur

Sá sem vill gera öllum til geðs telur sig sjálfan oft hjálpsaman og góðan, sá sem hættir öllu sínu til að hjálpa fólki sem þarf á því að halda.

Þegar við hugsum um móðurhlutverkið er allavega á hreinu að það er streituvaldandi. Það er vissulega svo, mæður eru oft útkeyrðar af stressi, að reyna að halda heimili, passa upp á að börnin séu örugg og hafi allt sem þau þurfi og svo framvegis.

Auðvitað er það afskaplega mikil ábyrgð og mamman kann að reyna að hugsa um sig sjálfa og koma í veg fyrir foreldrakulnun sem gerist hjá mörgum mömmum einhverntíma á „ferlinum.“ Eitt af því sem virkilega eykur streitu er að vera í því hlutverki að þóknast öðrum.

Þrátt fyrir að að lýsingin hér að ofan: Sá sem vill gera öllum til geðs telur sig sjálfan oft hjálpsaman og góðan, sá sem hættir öllu sínu til að hjálpa fólki sem þarf á því að halda, kunni að virðast jákvæð, getur hún einnig verið skaðleg og aukið streitu í lífi fólks frekar en annað. Á þetta við um þig? Ef svo, hvernig er hægt að stöðva þessa hegðun til að fá meiri ró í lífið?
Er mamma meðvirk öðrum?

Það er fín lína milli þess sem mamma er hjálpleg og vinsamleg og þess að vera að þóknast öðrum, lifa í meðvirkni. Það er mikilvægt að bera kennsl á hvort meðvirknin sé í raun að eyðileggja meira en æskilegt er.

Samkvæmt Healthline er nauðsynlegt að kafa dálítið inn á við til að leita svara, heiðarlegra svara, en þetta er mikilvægt. Ef mamman áttar sig á að hún þráir að öðrum líki við hana og hún óttast jafnvel höfnun, gæti hún verið í því hlutverki að þóknast öðrum. Hún gæti viljað passa inn í mömmuhópinn eða í félagsskap í skóla eða leikskóla og boðið sig fram í ýmis hlutverk og sjálfboðavinnu, þrátt fyrir að hún kannski hafi ekki tíma vegna anna og skyldna. Hún bara bætir þessum störfum í bunkann.

Ef mamma á erfitt með að segja „nei“ við einhvern eða við einhverju, er hún líklega meðvirk. Að segja nei er vissulega erfitt, en mjög nauðsynlegt til að setja öðrum mörk, því aðrir lesa ekki hugsanir og geta ekki vitað hvaða mörk þessi mamma hefur. Ef hún er spurð að einhverju og hún vill ekki gera það, segir hún samt já, því hún er hrædd um að henni verði hafnað.

Mamma sem þóknast öðrum er fljót að samþykkja allt sem hinir segja, jafnvel þó hún sé ekki sammála, til þess eins að „passa inn“ og vera viss um að henni verði ekki úthýst úr hópnum. Hún mun oft afsaka sig þó hún hafi ekki gert neitt rangt, því hún vill umfram allt halda friðinn.

Skaðlegar aðstæður

Nú, hafið þið lesið þetta að ofan, er auðvelt að sjá hversu skaðlegt þetta getur verið fyrir móður. Aðalmálið varðandi meðvirkni og þessa þrá að þóknast öðrum er að engin skýr mörk eru sett og þetta getur gersamlega yfirbugað mömmuna. Hún gæti tekið að sér meira en hún getur höndlað og hún gæti hreinlega endað í kulnun og ofur-streitu. Þetta þýðir að það þurfa að vera skýr skref í átt að stöðva þessa hegðun.

Hvernig á að hætta

Samkvæmt Psychology Todayer afar nauðsynlegt að líta inn á við til að stöðva meðvirku hegðunina. Þegar þú ert beðin um að gera eitthvað, taktu smá stund til að spyrja sjálfa þig: „Af hverju er ég að hjálpa?“ Ef þú ert að hjálpa því þig langar til þess og það gleður þig, frábært. Ef þú ert að hjálpa til að koma í veg fyrir samviskubit ef þú gerir það ekki, er það merki um að þetta sé ekki heilbrigt.

Við biðjum alltaf börnin okkar að æfa sig fyrir verkefni, ræðu eða álíka og við þurfum að gera slíkt hið sama. Æfðu þig að segja „nei“ í spegilinn, við vinkonu eða maka. Að leika hlutverk (þó það virðist kannski kjánalegt!) og aðstæður sem upp kunna að koma í framtíðinni getur hjálpað þér að segja ekki „já“ um leið og að setja þessi mörk.

Um leið og þú hefur náð því, æfðu þig að afsaka þig ekki. Það er sjaldan ástæða fyrir að afsaka sig fyrir að segja mörk vegna einhvers sem þú vilt ekki gera.

Að lokum þarftu stöðugt að minna þig á að segja „nei“ gerir þig ekki að slæmri manneskju, allir hafa mörk og rétt til að setja mörk.

Mömmuhópurinn, félagsstarfið eða vinkonurnar ættu að virða mörkin þín og ef ekki, er kannski tími til að endurskoða hverja þú umgengst. Með því að læra að segja „nei“ og hætta að þóknast öðrum, gefur þér meiri tíma fyrir sjálfa þig og þína sjálfsrækt, sem og fjölskyldu og vini.

 

Heimild: Moms.com

 

 

Nokkur dásamleg ráð til að haldast jákvæð og áhugasöm mamma: Myndband

Nokkur dásamleg ráð til að haldast jákvæð og áhugasöm mamma: Myndband

Nokkur dásamleg ráð til að haldast jákvæð og áhugasöm mamma: Myndband

Það er ekki auðvelt að vera alltaf „peppuð mamma” eins og við flestar vitum. Að vera mamma getur verið bæði dásamlegt og líka hræðilega erfitt, og auðvelt er að fara í foreldrakulnun ef maður gætir sín ekki. Hér eru frábær ráð frá Hayley sem er einstæð mamma og hefur hún tekið saman hvernig er hægt að halda sér áhugasamri á þessu erfiða en spennandi ferðalagi sem móðurhlutverkið er! 

 

Útbrunnar mæður – hvernig við getum minnkað álagið

Útbrunnar mæður – hvernig við getum minnkað álagið

Útbrunnar mæður – hvernig við getum minnkað álagið

Fyrir meira en tveimur áratugum síðan var algengast að konur ólu upp börnin ásamt því að sinna öllum heimilisstörfum. Kynjahlutverk foreldra breyttust lítið, hvort sem mæður unnu utan heimilis eður ei. Í dag er þetta afar lítið breytt. Mömmur ala enn upp börnin. Mömmur sinna oftast eldamennskunni, þrifum, þvotti og svo framvegis. Á síðastliðnum árum hafa mæður farið að upplifa kulnun, þó þær eigi maka, þær eyða meirihluta tíma síns í að sinna börnum, heimilum og mökum, á meðan þær reyna að sinna öllu hinu líka.

Því miður er það svo að karlmenn sinna minnihluta þessara athafna og sannleikurinn er sá að við höfum ekki gert nægilega mikinn skurk í að breyta því að húsverkin séu kvennanna að sinna.

Þegar Covid-19 faraldurinn fór að herja á heiminn í fyrra fór álagið á mæður hins vestræna heims aukandi. Fjölskyldur fundu fyrir auknum húsverkum þar sem flestir í fjölskyldunni eyddu heilu dögunum heima. Það þurfti að kaupa meira inn, gæta þurfti að sóttvörnum, meira þurfti að elda heima og fleiri diskar fóru í uppþvottavélina. Herbergi urðu skítugri og börnin þurftu meiri hjálp við heimavinnuna. Fólk í vinnu þurfti að sinna fjarfundum. Og mömmur þurftu að skipuleggja þetta allt saman og meira til.

Eftir ár af þessu kapphlaupi eru mæður alveg búnar á því. Og við erum bara að tala um þessa vinnu sem maður sér.

Tilfinningaleg vinna

Við vitum af þessum praktísku hlutum, að halda heimilinu gangandi er ekkert grín. En það er önnur vinna sem tekur jafn mikið á, ef ekki enn meira. Tilfinningaleg vinna, ef við getum kallað hana svo, er að taka að sér allt tilfinningatengt sem tengist fjölskyldulífinu. Barnið er ósátt við að missa af leik, danssýningu, æfingu eða útskrift og mömmur þurfa að útskýra, hugga og vera til staðar. Mömmur eru í sambandi við þá sem eru einmana, syrgjandi, óttaslegnir og svo framvegis. Makar þurfa líka „umönnun“ – atvinnumissir, reiði, kvíði eða annað.

Mæður lenda því miður oft í því að stilla af tilfinningarnar á heimilinu – einhver á í erfiðleikum, einhverjir rífast, einhver er að missa þolinmæðina, einhver þarf einveru, einhver þarf á meðferð að halda. Þetta er eitthvað sem verður að taka með í reikninginn.

Að halda heimilinu saman tilfinningalega er meira en að segja það. Það tekur á og mæður bera oftast þungann.

Breyting á feðrahlutverkinu

Feður eru meiri þátttakendur í lífum barna sinna en oft áður. Þeir eru til staðar, mæta á leiki, styðja börnin, mæta í foreldraviðtöl og eru almennt mun „aktífari“ en feður hér á áratugum áður.

Þeir hafa samt, oftar en ekki, skilning á því hlutverki sem mamman sinnir. Oft eru áhyggjur kvennanna taldar minna mikilvægar eða óþarfar.

Það er ekki það sama að maðurinn vinni kannski heima og konan sé að sjá um allt uppeldið og heimilið, og sé jafnvel líka að afla tekna annars staðar. Mæður bera ábyrgð á of mörgu.

Feður geta gert mikið til að dreifa álaginu, og til þess þarf að spyrja mæðurnar. Það þarf að deila þessari ábyrgð, hún er allt of oft talin „sjálfsögð“ af mæðrum.

Það er mjög sniðugt að gera einhverskonar áætlun, hvað þarf að gera á hverjum degi, vikulega, mánaðarlega. Finnið jafnvægi sem virkar fyrir ykkur bæði, ekki bara vegna faraldursins, heldur í framtíðinni líka. Þetta er mikilvægt.

Það er kominn tími til að karlmenn auki við tilfinningagreindina, þannig þeir geti líka tekið á sig þessa tilfinningavinnu sem á sér stað á heimilinu. Til að kenna þeim það þurfa þeir að geta talað og borið kennsl á tilfinningar sínar. Allir þurfa að hlusta betur, með víðsýnni huga.

Við þurfum líka að bera kennsl á tilfinningalegt álag sem við kunnum að leggja á börn og maka.

Konur og kulnun

Allt of oft gleyma konur að sinna sér sjálfum þegar mikið er um að vera á heimilinu. Vinnan endar aldrei, hvorki heimilisverkin né tilfinningavinnan. Konur þurfa að vera skýrar – hvað þær þurfa og þær þurfa að fá tíma fyrir sig á hverjum degi, hvernig sem því er háttað. Þær þurfa að leyfa börnunum að fara og vera með föður sínum eða öðrum fjölskyldumeðlimum á meðan þær hlaða batteríin. Þær ættu að setja tíma daglega til að næra andann, hugann og líkamann. Það þarf að setja það í forgang, því það er eins og með súrefnisgrímuna, fyrst á þig, svo á barnið.

Það þarf kannski einhvern aðlögunartíma, en mæður ættu ekki að gefa neinn afslátt af þessum tíma fyrir sig á degi hverjum. Hinir verða að aðlagast þeim.

Mæður eru alltaf hjartað í fjölskyldunni og ólíklegt er að það breytist á næstunni. Þessvegna er það enn mikilvægara að þær fái tíma til að rækta sig sjálfar til að þær geti hreinlega verið til staðar í öll þessi ár til viðbótar.

Heimild: CNN/John Duffy

 

Foreldrakulnun er staðreynd sem getur haft skaðleg áhrif

Foreldrakulnun er staðreynd sem getur haft skaðleg áhrif

Foreldrakulnun er staðreynd sem getur haft skaðleg áhrif

Yrja Kristinsdóttir er 36 ára þriggja barna mamma og eigandi fyrirtækisins Dafna, sem býður upp á markþjálfun og ráðgjöf fyrir foreldra og börn. Einnig rekur Yrja Vellíðunarsetrið sem staðsett er í Urriðaholti í Garðabæ. Blaðakona Mamman.is hitti Yrju yfir kaffibolla í Vigdísarhúsi sem var einkar vel við hæfi enda Yrja hæfileikarík kona og augljós leiðtogi í sér, líkt og Vigdís. Þegar blaðakona rakst á Instagramreikning Döfnu vakti upp forvitni hver stæði á bak við síðuna. Þar var mikið fjallað um foreldrakulnun og að það sé eðlilegt sem foreldri að upplifa allskonar tillfinningar, ekki bara eintóma gleði. Við byrjuðum því eðlilega á því að spyrja, hver er konan á bak við Dafna?  

„Ég heiti Yrja Kristinsdóttir og er eigandi Dafna sem býður upp á markþjálfun og ráðgjöf og rek einnig Vellíðanarsetrið sem er staðsett í Urriðaholti, Garðabæ. Dafna sérhæfir sig í börnum, unglingum og fullorðnum sem vilja auka vellíðan sína og ná betra jafnvægi. Ég vinn út frá aðferðum jákvæðrar sálfræði og markþjálfunar. Þar er lögð áhersla á þætti á borð við jákvæðar tilfinningar, styrkleika og hugarfar sem eiga þátt í því að einstaklingurinn blómstrar, vex og dafnar. Auk þessa er ég að vinna að verkefni ásamt Marit Davíðsdóttur, sem ber nafnið Gleðiskruddan. Gleðiskruddan er dagbók fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og er tilgangur hennar að auka sjálfsþekkingu, trú á eigin getu, bjartsýni og vellíðan,” segir Yrja og bætir við: „Gleðiskruddan er bæði á Instagram og á Facebook og þar er að finna bæði fræðslu og fróðleik sem nýtist fólki á öllum aldri. Einnig höfum við opnað vefsíðuna Glediskruddan.is en þar má finna upplýsingar um dagbókina, námskeið og fyrirlestra sem eru í boði,” segir Yrja. 

Hefur mikla ástríðu að aðstoða einstaklinga við að efla vellíðan

„Ég hef fjölbreytilega menntun en þar má nefna: BA. í félagsráðgjöf, MA. í uppeldis-og menntunarfræði með áherslu á lífsleikni, sjálfsmynd og farsæld, diplóma í djáknafræðum, diplóma í jákvæðri sálfræði á meistarastigi, dáleiðslutækni og markþjálfun. Ég er einnig að klára framhaldsnám í markþjálfun í maí og verð þar að auki vottaður NBI þjálfi,” segir Yrja. „Ég hef mikla ástríðu fyrir að aðstoða einstaklinga við að efla andlega heilsu, vellíðan og auka hamingju. Ég vinn mikið með foreldrum, þá sérstaklega mæðrum sem eru að koma úr fæðingarorlofi og/eða eru að finna jafnvægið á milli móðurhlutverksins, vinnu og þess að vera þær sjálfar. Ég legg mikla áherslu í mínu starfi á að þær fái aðstoð við að aðlaga móðurhlutverkið að sér, í stað þess að aðlaga sjálfa sig að móðurhlutverkinu,” segir Yrja sannfærandi. 

En hvað er foreldrakulnun? 

„Foreldrahlutverkið er margslungið, það er krefjandi, skemmtilegt, erfitt, yndislegt, gefandi og fjölbreytilegt. Foreldrar eru orðnir hreinskilnari og opnari í umræðunni um upplifun á streitu, kvíða og ójafnvægi í foreldrahlutverkinu. Það er jákvæð þróun því að foreldrakulnun (e. parental burnout) er staðreynd og er afleiðing af langvarandi þreytu og streitu í krefjandi aðstæðum,” segir Yrja. 

“Foreldrakulnun lýsir sér þannig að foreldrahlutverkið verður einstaklingnum bæði líkamlega og tilfinningalega ofviða og getur valdið efasemdum um getu til að vera gott foreldri og/ eða tilfinningalegri fjarveru.” 

Einkenni foreldrakulnunar eru meðal annars: Foreldrar upplifa kvíða og áhyggjur. Mikil þreyta. Foreldrar eiga erfitt með að vera meðvitað til staðar og njóta þess að eiga tíma með fjölskyldunni. Foreldrar geta upplifað efasemdir um að að vera gott foreldri og því fylgir sektarkennd. 

Er þetta eðlilegt ástand? 

„Það er eðlilegt að upplifa streitu, þreytu, ójafnvægi og allskonar tilfinningar þegar maður er foreldri, en að lenda í kulnun getur haft skaðleg áhrif. Það er því mjög mikilvægt að vera meðvitaður um öll þau einkenni sem eru til staðar til að geta leitað sér aðstoðar áður en foreldri upplifir foreldrakulnun,” segir Yrja. 

Hvaða hópur foreldra er líklegastur til að upplifa foreldrakulnun? 

„Samkvæmt rannsóknum á foreldrakulnun eru ákveðnir hópar foreldra í áhættuhóp en það eru þeir sem a) eiga erfitt með tilfinningastjórn og streitu, b) skortir stuðning frá maka og/eða hinu foreldri, c) skortir uppeldisfærni, d) eiga börn með sérþarfir og e) vinna hlutavinnu eða eru heimavinnandi.“. 

Hvert er hægt að leita sér eftir aðstoð? 

„Allir foreldrar geta upplifað einhver af þessum einkennum og þess má geta að það er fullkomlega eðlilegt að upplifa einhver af þeim án þess að lenda í kulnun. Ef að einkennin verða langvarandi er ráðlagt að leita sér aðstoðar. Það er án efa hægt að leita til margvíslegra meðferðaraðila sem geta aðstoðað foreldra sem eru að upplifa þessi einkenni en markþjálfun í anda jákvæðrar sálfræði er ein þeirra leiða,” segir Yrja og bætir við: „Aðferðir jákvæðrar sálfræði bjóða uppá möguleika til að koma á jafnvægi, draga úr álagi og auka vellíðan á þessu sviði en meðal rannsóknarefna innan greinarinnar eru vellíðan, jákvæðar tilfinningar, hamingja, þrautseigja, sambönd, hugarfar, tilgangur og hvað fær fólk til að vaxa og dafna í lífinu. Í jákvæðri sálfræði eru rannsakaðir þeir þættir sem hafa jákvæð áhrif á einstaklinga og fá þá til að blómstra. Rannsóknir hafa leitt í ljós að jákvætt viðhorf er verndandi þáttur fyrir sálræna og líkamlega heilsu. Það hafa jafnframt verið rannsakaðar aðferðir og æfingar sem rækta með okkur jákvæðar tilfinningar, hegðun og hugsanir og kallast þær jákvæð inngrip,” segir Yrja og bætir við að lokum: „Markþjálfun í anda jákvæðrar sálfræði er því tilvalin fyrir skipulag, sjálfsþekkingu, markmiðasetningu, aukið jafnvægi og ná að vera í núinu og njóta eða vera til staðar með vakandi athygli. Semsagt aukin vellíðan, jafnvægi og hamingja. Eins og oft er talað um þá þurfum við að setja á okkur súrefnisgrímuna áður en við getum aðstoðað aðra.” 

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast inn á vefsíðu dafna.is einnig er hægt að senda Yrju tölvupóst á dafna@dafna.is Við hvetjum alla þá sem tengja við einkenni kulnunar að leita sér aðstoðar.

 

Pin It on Pinterest