„Barnið mitt notar snuð og ég skammast mín ekki neitt”

„Barnið mitt notar snuð og ég skammast mín ekki neitt”

„Barnið mitt notar snuð og ég skammast mín ekki neitt”

„Þegar dóttir mín Robyn var mánaðargömul talaði ég við ljósmóður mína um hversu lítinn svefn ég fékk á nóttu hverri,“ segir Helen Goddard í pistli á Babycentre.com.
„Robyn var eingöngu á brjósti og ég gaf henni hvenær sem var allan sólarhringinn. Ég var einnig að hugsa um tveggja ára son minn Denis á daginn og alla nóttina var Robyn að vakna á um tveggja tíma fresti og var stundum vakandi í tvo og hálfan tíma og vildi drekka aftur og aftur.
Ég var í raun örmagna og var mjög áhyggjufull um hvernig ég ætlaði að komast í gegnum þetta.
Ég sagði þetta við ljósmóðurina mjög óformlega )svo hún héldi ekki að ég væri ekki að höndla þetta!) að Robyn væri að vakna á tveggja tíma fresti og ég væri að hugsa um að gefa henni snuddu til að róa hana, þar sem hún virtist þurfa á því að halda. Hún sagði, mitt í stofunni minni meðan hún skrifaði niður athugasemdir, að brjóstið væri það besta sem ég gæti boðið henni. Að ég ætti að bjóða Robyn brjóstið hvenær sem hún vildi, hvenær sem er sólarhringsins. Ókei, hugsaði ég en sagði henni svo að ég væri stundum vakandi tvisvar á nóttu og tvo tíma í einu, ég væri kannski að fá fjögurra tíma svefn alla nóttina.

Og hvað sagði ljósan þá?

„Gleymdu öllu sem ég sagði, það er bara fáránlegt. Þú getur ekki haldið svona áfram – þú brotnar bara. Gefðu henni snuð.“

Ég elskaði hana fyrir að segja þetta. Ég gaf Robyn ekki snuddu strax, en það leið ekki á löngu.
Ég fann að fólk lyfti brúnum og sumir spurðu hissa: „Nú, þú gefur henni snuddu?“ sem fyrst lét mér líða ömurlega og mér fannst ég þurfa að afsaka mig, réttlæta það.
En ekki lengur!
Veistu hvað dóttir mín og sonur þarfnast? Mömmu sem er fær um að taka þátt í lífinu, koma þeim í rúmið þegar þau eru þreytt, fá svefn sjálf og sjá um þau allan daginn þó það gangi ýmislegt á.
Snuðið hjálpar. Virkilega hjálpar. Stundum þarf Robyn huggun og ég get ekki gefið hana, annaðhvort því ég er búin á því eða þarf að hjálpa Denis á daginn. Hann notaði snuð líka, frá fjögurra til sjö mánaða aldrurs en þá tókum við það af honum. Kannski mun hún hafa það lengur, hver veit.
Ég skammast mín ekki. Þegar þú átt tvö börn undir þriggja ára aldri – og meira að segja bara eitt – er lífið á fullu. Þú verður að fara eftir því sem virkar best fyrir þig og krakkana þína, og ef einhver dæmir þig, er það bara þeirra mál.“

Mistök sem foreldrar leikskólabarna eiga til að gera

Mistök sem foreldrar leikskólabarna eiga til að gera

Mistök sem foreldrar leikskólabarna eiga til að gera

Stundum er erfitt að eiga barn á leikskólaaldri…viðurkennum það bara. Þau kunna að ýta á alla takkana okkar og við missum þolinmæðina. Örvæntið ei, því þið eruð ekki ein! Leikskólakrakkar vilja vera sjálfstæð og það getur reynt á taugar foreldranna. Börnin vilja samt sem áður athygli og ást ykkar, það verður ávallt að hafa í huga.

Michele Borba, höfundur bókarinnarThe Big Book of Parenting Solutions, segir: „Þessi aldur (3-5) er athafnasamastur og getur valdið hvað mestum árekstrum í uppeldinu.“

Hér eru átta mistök sem foreldrar gera í uppeldi þessara barna.

Að gefa eftir rútínuna

Stöðugleiki og festa er afskaplega nauðsynleg fyrir leikskólabörn. Ef rútínan fer forgörðum eiga börnin til að verða óróleg, ringluð og geta farið að sýna óæskilega hegðun, eða getur það ýtt undir bræðisköst. Þau skilja ekki að stundum má eitthvað og stundum ekki.

Ef mamma leyfir barninu að leika í 10 mínútur áður en farið er í leikskólann, en daginn eftir þarf það að fara beint út í bíl, eða mamma las sögu fyrir svefn í gærkvöldi en ekki í kvöld, þau eiga mjög erfitt með að skilja slíkt.

Lagaðu það: Vertu samkvæm sjálfri/sjálfum þér eins og þú getur – hvort sem um er að ræða aga, svefnvenjur eða matartíma. Ef þú heldur rútínu 90% tímans og barninu líður vel, þá líður þér einnig vel og það er í lagi að gefa smá slaka.

Einbeita sér að því neikvæða

Það er auðveldara að sjá neikvæða hegðun barnsins – t.d. öskur og læti – og sjá ekki hið góða. Foreldrar kynna að einbeita sér að því sem þeir vilja ekki að barnið geri. Þeir segja: „Ekki lemja. Ekki öskra. Ekki segja „kúkur.““

Lagaðu það: Taktu eftir því þegar barnið hegðar sér vel og verðlaunaðu góða hegðun. Þú getur hrósað barninu, faðmað það eða kysst. Það virkilega gleður börn á þessum aldri. Þú getur líka sagt: „Þetta var flott hjá þér, hvernig þú sast kyrr og hlustaðir,“ eða: „Það var fallegt að sjá hvað þú varst góð/ur við barnið á rólóinum.“

Að taka ekki eftir viðvörunareinkennum

Foreldar eiga það til að reyna að eiga við börnin sín þegar þau eru í bræðiskasti með því að segja: „Slakaðu á, róaðu þig,“ en þú gætir alveg eins reynt að kenna gullfiski eitthvað. Þú hefur tækifæri áður en kastið á sér stað, ekki þegar reiðin tekur öll völd. Þá heyrir barnið ekki neitt.

Lagaðu það: Fylgstu með barninu þínu, sjáðu fyrir hvaða aðstæður barnið á erfitt með að höndla. Oft eru hættumerki hungur, þreyta og leiði. Ekki taka barnið í búðir nema það hafi tekið blund eða borðað áður.

Að hvetja vælið

Ef þú kannast við að væl barnsins fari í taugarnar á þér, t.d. ef þú ert að búa til matinn og barnið fer að skæla og segist vilja fara í heimsókn til vinar síns eða í tölvuna. Oft gefa foreldrar eftir til að kaupa sér frið en sá stundarfriður er dýrkeyptur, því börnin sjá að þetta virkaði og ýtir þetta undir slíka hegðun. Barnið er eldsnöggt að sjá veiku punktana og ýtir á þá aftur og aftur. Það er að átta sig á hvernig hlutirnir virka.

Lagaðu það: Hunsaðu vælið. Svo lengi sem það er ekki alvarlegur grátur, meira væl og kvabb, er betra að hunsa það. Ef þú gefur þig ekki mun barnið að lokum hugsa: „Jæja, þetta virkaði ekki.“

Of mikið að gera

Foreldrar ætla börnum sínum stundum um of. Þeir skrá þau í fótbolta, danstíma og fleira. Svo verða þeir hissa þegar barnið fer ekki upp í rúm og steinsofnar eftir athafnamikinn dag. Vandinn er að þau eru enn upptrekkt og þurfa tíma til að ná sér niður og róast. Öll börn þurfa þess, sérstaklega leikskólabörn. Það er líka áreiti og erfitt að vera í leikskóla í marga klukkutíma á dag.

Lagaðu það: Ekki láta barnið hafa allt of mikið að gera eða skutla því í athafnir, hverja á fætur annarri. Gefðu barninu tíma til að ná sér niður þegar það kemur heim úr leikskólanum.

Að vanmeta mikilvægi leiksins

Mörgum foreldrum finnst að þeir ættu að hafa barnið í einhverskonar „prógrammi“ til að þau fái forskot á lífið. Það er hinsvegar ekki alltaf raunin. Það sem gefur þeim einna mest er frjáls leikur. Það á við um hermileiki, þykjustuleiki og ærslaleiki. Þannig þroskast heili þeirra best. Börnin læra afskaplega mikið í leikjum, bæði um sig sjálf og aðra.

Lagaðu það: Gefðu barninu tíma og rými til að leika sér. Leyfðu því sjálfu að ráða leiknum.

Að láta daglegt áreiti ná yfirhöndinni

Barnið þitt kann að leika sér sjálft og unað sér. Það þarf samt athygli þína. Ef það er eitthvað sem þau þrá er það að mamma eða pabbi setjist á gólfið og leiki við þau. Margir foreldrar vinna heima, gleyma sér í símanum eða sjónvarpsgláp og það kemur niður á samverustundum með barninu.

Lagaðu það: Settu tíma sem þú ætlar að verja með barninu og vertu með því allan tímann. Bara hálftími á dag af slíkum leik þar sem barnið fær óskipta athygli þína getur gefið ykkur mjög mikið. Það er betra en allur dagurinn þar sem foreldrar eru með hugann annarsstaðar.

Að bregðast harkalega við lygum

Stundum verða foreldrar reiðir þegar barnið lýgur. Foreldrar ættu frekar að horfa á slíka hegðun sem tilraunastarfsemi hjá barninu frekar en alvarlegt siðferðisbrot. Þegar börn fara að ljúga er það þroskamerki. Það er bæði spennandi en líka ógnvænlegt. Þau fá ýmsar tilfinningar. Þegar foreldrar „fríka út“ yfir því og halda að barnið endi sem glæpamaður, verða þau að hugsa sig aðeins um, því flest börn gera eitthvað svipað á einhverjum tímapunkti.

Lagaðu það: Ekki bregðast of harkalega við. Að segja ósatt á köflum er eðlilegur hluti þroska barns. Ekki hanga í lyginni sjálfri. Ef barnið neitar að hafa sullað niður geturðu einfaldlega sagt: „Þér líður illa yfir þessu og ég skil það.“

Að vera foreldri tekur tíma, þolinmæði og ást. Það þarf alltaf að hafa hugfast að breytingar eiga sér ekki stað yfir nóttu. Ef það tekst ekki í fyrstu tilraun, reyndu aftur. Og aftur.

 

Heimild: WebMd

 

Enginn sefur á heimili Jessicu Biel og Justins Timberlake

Enginn sefur á heimili Jessicu Biel og Justins Timberlake

Enginn sefur á heimili Jessicu Biel og Justins Timberlake

Leikkonan Jessica Biel opnaði sig á dögunum í þætti Ellenar DeGeneres um foreldrahlutverkið og syni sína tvo Phineas og Silas.Jessica er, sem kunnugt er, eiginkona leikarans Justins Timberlake.

Þau buðu soninn Phineas velkominn í heiminn í júlí 2020, öllum að óvörum, enda héldu þau meðgöngunni leyndri og sögðu engum frá því fyrr en í janúar á þessu ári.

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera foreldri, eins og flestir foreldrar kannast við og það eru engar undartekningar gerðar, þó þú sért Hollywoodstjarna!

Eitt af erfiðleikunum voru svefn og tanntaka og sagði Jessica við Ellen: „Honum gekk svo vel og svo fóru tennurnar að koma“

„Nú sefur enginn á heimilinu,“ sagði hún.

Jessica segir að þau hafi notað svefnþjálfun sem felst í að barnið grætur sig í svefn. Segir hún að það hafi verið „mjög erfitt“ að horfa upp á sem móðir.

„Það er svo erfitt að láta þau gráta bara í nokkrar mínútur. Og það er svefnþjálfunin sem við erum að nota sem er…þú bara lætur þau gráta í nokkrar mínútur og svo ferðu inn og segir: „Það er allt í lagi, þú ert góður,“ og bætti við að Phineas sé að standa sig mjög vel.

Jessica með Silas

Bætti hún við að eiga tvö börn væri erfiðara en hún hafði búist við og kallaði reynsluna „brjálaða, skemmtilega rússíbanareið.“

„Vitur vinur minn sagði um börn: „Eitt er mikið, tvö er eins og þúsund,““ sagði Jessica og grínaðist með það. „Það er nákvæmlega eins og það er.“

Hið góða segir Jessica að þeim bræðrum kemur vel saman, en Silas er sex ára: „Það er svo sætt að sjá þá tvo saman, því þeim finnst þeir svo fyndnir. Silas er „skemmtikrafturinn“ og vill alltaf vera svo fyndinn og öll athyglin á að vera á honum. Phineas er meira opinn og hlédrægur og elskar stóra bróður sinn. Alls sem Silar gerir er sjúklega fyndið og svo allt sem Phin gerir er fyndið. Svo hlæja þeir bara saman allan daginn!“

Heimild: UsaToday 

Hvers vegna grætur barnið mitt? 12 ástæður þess að börn gráta og hvernig á að hugga þau

Hvers vegna grætur barnið mitt? 12 ástæður þess að börn gráta og hvernig á að hugga þau

Hvers vegna grætur barnið mitt? 12 ástæður þess að börn gráta og hvernig á að hugga þau

Það er engin leið að koma í veg fyrir að börn gráti. Þannig tjá þau svengd, sársauka, hræðslu, þreytu og fleira. Hvernig á maður samt að vita nákvæmlega hvað barnið er að reyna að segja manni? Það getur verið snúið að túlka grát barnsins, sérstaklega í fyrstu.

Svengd

 Þetta er sennilega það fyrsta sem þú hugsar um þegar barnið þitt grætur. Að þekkja merki um svengd hjálpar þér að gefa barninu að borða áður en það fer að gráta. Sum merki geta komið þér í skilning um að barnið sé svangt áður en það fer að gráta eru órói, smellir í munni, hendur að munni eða barnið snýr höfðinu að hönd þinni ef þú strýkur vanga þess.

Uppþemba

Magavandi sem tengist uppþembu eða lofti geta valdið miklum gráti. Hin dularfulla magakveisa er skilgreind sem óstöðvandi og óhuggandi grátur í a.m.k. þrjár stundir á dag, allavega í þrjár vikur í röð.

Ef barnið þitt er óvært og grætur rétt eftir að hafa fengið að borða getur verið að því sé illt í maganum. Sumir foreldrar hafa leitað á náðir apóteksins og keypt lyf sem minnka loftmyndun, en þau er hægt að fá án lyfseðils. Ekki hefur þó tekist að sýna fram á lækningamátt þeirra lyfja. Leitið alltaf ráða hjá lækni áður en slík lyf eru notuð.

Þrátt fyrir að barnið hafi ekki látið ófriðlega eftir máltíð, geta vindverkir valdið því sársauka þar til það líður hjá. Ef þig grunar að barnið hafi slíka verki er hægt að láta barnið á bakið, taka í fæturna og láta það „hjóla“ rólega.

„Einu sinni þegar dóttir mín var níu mánaða grét hún óstjórnlega í tvær klukkustundur. Hún hafði aldrei gert það áður og vildi ekki einu sinni drekka. Læknirinn sagði mér að taka hana á næstu heilsugæslustöð. Á meðan við biðum eftir lækninum á biðstofunni prumpaði hún hátt, og eftir það var allt í lagi. Þetta voru bara vindverkir.“

-Kata

„Þegar dóttir mín var lítil fékk hún oft loft í magann og grét og öskraði af sársauka. Ég gaf henni dropa, lagði hana á rúmið mitt á bakið og ýtti hnjánum hennar rólega upp að maganum og söng lítið lag. Eftir smá stund leysti hún smá vind og varð strax miklu betri.“

-Tveggja barna móðir

„Ef barnið þitt er í einhverskonar buxum, sérstaklega einhverjum sem eru með teygju í mittinu, prófaðu að leysa aðeins um magann, sjá hvort það hjálpar. Stundum er þessi litli þrýstingur valdur að óþægindum hjá þeim.“

-Selma

„Ég uppgötvaði nýlega hvers vegna barnið mitt hefur verið að gráta í  einn og hálfan sólarhring – hann var stíflaður! Hann loksins losaði kúk sem var sex sentimetra langur og mjög, mjög harður. Endaþarmsstílar gera kraftaverk.“

-Tori

Þarf að ropa

Það er ekki skylda að ropa eftir mat, en ef barnið grætur eftir að hafa fengið að borða þarf það kannski að ropa. Börn gleypa loft þegar þau sjúga brjóstið eða pela og það kann að valda óþægindum ef loftið kemst ekki út. Sum börn finna mikið fyrir því ef loft er fast en önnur virðast ekki hafa þörf fyrir það.

„Litli minn grætur oft því hann á erfitt með að ropa eftir mat, jafnvel þó ég nuddi og klappi á honum bakið. Ég áttaði mig á að það hjálpar gríðarlega að hafa hann á maganum. Hann ropaði oft hátt eftir að hafa verið nokkrar mínútur á maganum.“

-Mamma 

Skítug bleyja

Sum börn láta vita um leið og þarf að skipta á þeim. Önnur þola skítuga bleyju í lengri tíma.

Svefnvana

Maður skyldi ætla að börn gætu farið að sofa hvar sem er, hvenær sem er. En það er erfiðara en það hljómar. Í stað þess að blunda vært, eru sum börn óróleg og gráta – sérstaklega þegar þau eru ofurþreytt.

„Ég hef tekið eftir að ef dóttir mín fer að gráta þegar leikið er við hana, skipt á henni eða þegar hún borðar og hún hefur verið vakandi í einhvern tíma, þá er hún bara ofurþreytt! Ég bara held henni nálægt mér, tala rólega við hana og leyfi henni að gráta. Hún grætur ekki sárt þegar ég held á henni þannig. Hún gefur frá sér pirrandi, fyndin hljóð svo með augun lokuð. Eftir smástund er hún steinsofnuð.“

-Stephanie

„Stórt „usssssss“ virkar ótrúlega vel. Ég þurfti að búa til upptöku þar sem ég var orðinn ringlaður að gera það lengi fyrir dóttur mína. Upptakan er 48 mínútur og hún virkar í hvert einasta skipti!“

-Rob

Vill láta halda á sér

Börn þurfa stöðuga athygli og knús. Þau vilja sjá andlit foreldra sinna, heyra raddir þeirra og hlusta á hjartslátt þeirra. Þau þekkja jafnvel lyktina af þeim. Grátur getur verið merki um að þau þurfi á foreldrunum að halda. Það er ekki hægt að spilla barni með því að halda of mikið á því fyrstu mánuðina. Þú getur fengið þér burðartösku eða álíka til að hvíla handleggina.

„Sonur minn elskar að heyra röddina mína, þannig þegar hann grætur mikið held ég honum upp að bringunni og segi honum að mamma sé hér og muni passa hann. Innan fáeinna mínútna er hann steinsofnaður í fanginu mínu!“
-Jey

Of heitt eða of kalt

Ef barninu þínu verður kalt þegar þú skiptir um bleyju eða föt getur það grátið til að mótmæla. Nýfædd börn elska að vera reifuð og í hlýju umhverfi, en þó ekki of heitu. Þumalputtareglan er sú að þau þurfa að vera í einni flík fleiri en þú til að líða vel. Börn kvarta síður yfir að vera of heitt heldur en kalt og munu þá ekki gráta jafn sárt.

Óútskýrður sársauki

Það getur truflað börn heilmikið eitthvað sem okkur finnst ekkert mál, t.d. hár sem er fast á litlaputta eða tá og hindrar blóðflæði á einhvern hátt. Sum börn þola illa ullarpeysur eða eitthvað sem þau klæjar undan. Þau geta einnig verið mjög kröfuhörð varðandi stellingu sem þau eru í, t.d. þegar haldið er á þeim.

„Það hjálpar mér að hugsa: „Hvað væri að pirra mig og láta mér líða óþægilega ef ég væri hún?“ Möguleikarnir eru margir: Er fingur eða fótur fastur í einhverju? Þarf ég að sitja eða liggja öðruvísi? Er snuddan orðin ógeðsleg og þarf að þvo hana? Kannski er ljósið of skært eða sjónvarpið of hátt stillt. Það getur verið svo margt.“

-Marie

Tanntaka

Það getur verið virkilega sárt að fá tennur í fyrsta sinn! Ný tönn finnur sér leið í gegnum gómana og sum börn þjást meira en önnur. Flest eru þó líklegt til að gráta mikið á einhverjum tímapunkti. Ef þú sérð að barnið þitt finnur til sársauka prófaðu að nudda gómana með fingrinum. Það er svolítið skrýtið að finna það, en fyrsta tönnin getur komið á aldrinum 4-7 mánaða, stundum fyrr.

Minna áreiti

Börn læra af áreitinu í kringum þau, en stundum eiga þau erfitt með að innbyrða allt þetta nýja – ljósin, hávaðinn, að allskonar fólk sé að halda á þeim. Grátur getur verið leið barnsins til að segja: „Ég er búin/n að fá nóg!“

Sum börn elska að vera reifuð. Það gefur þeim öryggiskennd þegar heimurinn verður þeim ofviða. Ef barnið þitt er of gamalt fyrir að vera reifað eða einfaldlega líkar það ekki, er hægt að fara með barnið á rólegan stað og láta það ná sér þar.

„Reifun er mikil hjálp, sérstaklega fyrir ungabörn. Að vera reifuð þétt minnir dóttur mína sennilega á veruna í leginu og hún elskar það.“

-Tiffany

Vill meiri örvun

„Krefjandi“ barn kann að vera opið og spennt að sjá heiminn. Oft er eina leiðin til að kæfa niður grát og pirring að fara með það á flakk. Þetta getur auðvitað verið þreytandi fyrir foreldrana!

Hægt er að hafa barnið í burðarpoka framan á sér og barnið snýr fram til það missi ekki af neinu. Ákveðið daginn. Hittið börn og aðra foreldra. Farið á barnvæna staði.

„Sonur minn, sjö mánaða, vill alltaf hafa allt á fullu í kringum sig. Ef ég set hann á gólfið meðan ég er í tölvunni verður hann pirraður. Hann er glaðastur þegar ég set hann í kerruna á meðan ég geri heimilisstörfin. Hann er líka ótrúlega rólegur og góður í búðum og á mannmörgum stöðum því hann er bara svo forvitinn um heiminn.“

-Joe

Vanlíðan

Ef þú hefur mætt öllum þörfum barnsins þíns og huggað það og það grætur enn gæti það hreinlega verið að veikjast. Athugaðu hitann og önnur einkenni. Barnið gæti grátið öðruvísi þegar það er veikt. Ef þér finnst gráturinn hljóma einkennilega ættirðu að treysta innsæinu og fara á læknavaktina.

Hvað á að gera ef barnið grætur enn?

Fullur magi? Hrein bleyja? Enginn hiti?

Hvers vegna grætur þá barnið enn?

Börn hafa sínar eigin góðu ástæður. Þau hafa engin orð til að segja okkur hvað er að og meira að segja klárustu foreldrar geta ekki lesið hugsanir barnsins síns. Samt sem áður geta foreldrar alltaf huggað börnin sín, þó þau viti ekki hvað sé að hrjá þau.

Þýtt og endursagt af Babycenter.com

 

Pin It on Pinterest