Leikur og sköpunarkraftur: Börn verða að kynnast verkum ÞYKJÓ

Leikur og sköpunarkraftur: Börn verða að kynnast verkum ÞYKJÓ

Leikur og sköpunarkraftur: Börn verða að kynnast verkum ÞYKJÓ

Fjórar framúrskarandi konur á sínu sviði sameinast í hönnunarverkefni sem öll börn verða að fá að kynnast. Á HönnunarMars stendur nú yfir sýning í Salnum, Gerðarsafni og Bókasafni Kópavogs sem er opin börnum og foreldrum frá 19.-23. maí.

Sköpunarverk ÞYKJÓ hafa það markmið að örva ímyndunarafl barna og sköpunarkraft í gegnum frjálsan leik. Þær vinna mikið með börnum, til að fá að vita hvað þau vilja og hvað þeim finnst skemmtilegt, mikil áhersla er lögð á samvinnu við börnin sjálf. Einnig leggja hönnuðirnir áherslu á að nota náttúruleg og endurvinnanleg efni, enda hafa þær skýra umhverfisstefnu í vinnu sinni.

Sigríður Sunna Reynisdóttir, leikmynda- og búningahönnuður og Ninna Þórarinsdóttir, barnamenningarhönnuður, hittu blaðakonur Mömmunnar í Kópavogi þar sem þær sýndu blaðakonum afrakstur vinnu sinnar.
Hinir meðlimir ÞYKJÓ eru þær Erla Ólafsdóttir, arkitekt og Sigurbjörg Stefánsdóttir, fatahönnuður og klæðskeri.

Hönnunarteymi ÞYKJÓ. Mynd: Sigga Ella

Kyrrðarrými: Kuðungur, ígulker og snigill

Hönnuðir ÞYKJÓ höfðu listamannadvöl í Stúdíó Gerðar í Gerðarsafni frá janúar til apríl 2021. Skúlptúrar eftir Gerði standa í rýminu og var listakonan ásamt vinnuferli hennar þeim stöllum mikill innblástur í hönnunarferlinu. Í rýminu standa þrjár hönnunarvörur, kuðungur, ígulker og snigill sem þær kalla Kyrrðarrými: Hvíldarhjúp fyrir börn. Enda geta börnin sest inn í Kyrrðarrýmin, lesið bók, slakað á eða leikið sér.

Fyrst unnu þær í ÞYKJÓ með litlar myndir, smálíkön í hlutföllunum 1:5, líkt og Gerður vann sína skúlptúra. Skólabörn í Kópavogi sem fengu að fylgjast með hönnunarferlinu sáu fyrst smálíkönin og fengu svo að sjá afraksturinn síðar: „Þetta var mikill lærdómur fyrir þau“ segir Sigríður Sunna. „Þau fengu innsýn í rannsóknar- og þróunarvinnuna, upplifðu eftirvæntingu að bíða eftir að verkið yrði að veruleika í raunstærð. Þau voru mjög spennt fyrir þessu og eru mörg hver að heimsækja safnið aftur með foreldrum sínum til að fá að prófa lokaútkomuna.“

Kuðungurinn. Takið eftir börðunum undir honum.
Mynd: Sigga Ella

Náttúrufræðistofa Kópavogs lánaði þeim ýmsa gripi og sjá má stærðarinnar kuðung í sýningarrýminu. Kuðungur stækkar, hring eftir hring, og það var í raun eins og kuðungurinn var unninn í ferlinu. Erla Ólafsdóttir arkitekt skoðaði ólíkar gerðir kuðunga og komst að ýmsu áhugaverðu ásamt því að fínpússa hugmyndina. Hægt er nefnilega að lesa í hringina hversu gamall kuðungurinn er, líkt og árhringi í trjám.

Kyrrðarrýmin voru unnin í samstarfi við smiðina Ögmund Jónsson og Luis Castillo Nassur og eru þau afskaplega tilkomumikil að sjá, litrík og mjúk viðkomu. Efnið er lífrænt vottaður harðtrefjaviður sem kallast Valchromat, en hann er gegnumlitaður með lífrænum lit. Nánastekkert er límt eða skrúfað, heldur er notað gamalt handverk, fleygar sem kallast japönsk samskeyti. „Okkur fannst spennandi að nota það. Bæði af fagurfræðilegum ástæðum og svo gegnir það praktísku hlutverki líka, heldur strúktúrnum saman“ segir Sigríður Sunna. Púðarnir í rýmunum hafa áklæði sem einnig eru endurunnin, unnin úr ull sem til fellur til úr tískuiðnaðinum í Ítalíu og er spunninn upp í nýja efnisstranga.

Kuðungur í vinnslu.
Mynd: Sigga Ella

Vísað er í náttúrufyrirbærin á leikrænan hátt í hverju rými fyrir sig – vísað er í brodda ígulkersins og barða kuðungsins í handverkinu, formin endurspegla náttúruna.
Rýmin hvetja til gæðastunda fyrir fjölskyldur, bjóða upp á hvíldarstund og að kúpla sig út…sem ekki er vanþörf á í hraða nútímasamfélagsins.

Fuglasöngvar

Næst er gengið inn í rými í Salnum og það er eins og að ganga inn í skóg, því fuglahljóð eru allsráðandi. Á gólfinu eru þrjú hreiður sem mannabörn geta fengið að prófa og hvíla í, alveg eins og litlir ungar. Börnin sem viðstödd eru í salnum eru augljóslega að njóta sín, slaka á, lesa bækur eða dunda sér með eggin. Eggin eru unnin úr textíl og gefa frá sér mismunandi fuglahljóð.

Slakað á í hreiðri
Mynd: Mamman

„Náttúran er svo magnaður hönnuður,“ segir Sigríður Sunna, og sýnir blaðakonum kassa með eggjum sem eru bæði pínulítil og risastór, í ólíkum litum og af ólíkri lögun sem Náttúrufræðistofa Kópavogs lánaði þeim til að hafa með í rýminu. Þær þurftu að leggjast í mikla rannsóknarvinnu hvað hreiður og egg varðaði og eftir þá rannsóknarvinnu fóru þær í samstarf við tónlistarkonuna Sóleyju Stefánsdóttur og forritaði hún hljóð fuglanna og vann með þau og setti í eggin. Svo er ýtt hér og þar á eggin, togað eða potað og þá heyrast fuglahljóð. „Svo er hægt að stilla eggjunum upp eins og hljóðfærum og búa til tónverk“ segir Sigríður. „Krökkum finnst ótrúlega gaman að leika sér með þetta.“

Allskonar egg.
Mynd: Sigga Ella

Upplýsingaskilti eru allsstaðar í hæð barnanna til fróðleiks, ásamt bókum um fugla.

Eggin stórskemmtilegu í vinnslu.
Mynd: Sigga Ella

Hreiðrin voru svo unnin í samstarfi við Blindravinnustofuna sem hafa áratuga reynslu af því að flétta körfur og vöggur úr tágum. Stefán B. Stefánsson, Denni, á Blindravinnustofunni vann þau ótrúlega hratt og vel, en hann var ekki vanur að vinna með svo óreglulegt form. Hann miðlaði sinni verkþekkingu til Ninnu sem mætti með honum klukkan fimm á morgnana í nokkrar vikur til að vefa hreiðrin.

Ninna vefar hreiður.
Mynd: Sigga Ella

Hreiðrin áttu að vera sem líkust alvöru hreiðrum og mjúk ull er í botninum eins og sumir fuglar nota þegar þeir búa til sín hreiður.

Með mörg egg í einu hreiðri.
Mynd: Mamman

Ofurhetjur jarðar: Búningalína fyrir börn

Í litlu herbergi innan af Bókasafni Kópavogs er svo búningaleikherbergi með búningum sem börn mega prófa og leika sér með. Samstarf ÞYKJÓ hófst með þessari búningalínu og allt efnið í búningunum er 100% endurunnið, ekkert nýtt efni er keypt í þá. Hönnuðirnir vinna í samstarfi við nokkur fyrirtæki á borð við Burstagerðina, Seglagerðina Ægi og Hampiðjuna og nýta afskorninga sem falla til hjá þeim. Hönnuðir ÞYKJÓ eru einnig í samstarfi við Rauða krossinn og kaupa efni þaðan til að endurnýta. Handverkið er ægifagurt og hönnunin sömuleiðis. Blaðakonu verður á orði hvort ekki sé hægt að fá búningana í fullorðinsstærð, svo skemmtilegir eru þeir.

Stórkostlega vandaðir og skemmtilegir búningar.
Mynd: Mamman

„Við vildum vinna þetta svona, það er ótrúlega mikil mengun í textíliðnaði. Hankarnir sem búningarnir eru hengdir á eru meira að segja unnir úr afskorningum frá Kyrrðarrýmunum, við viljum alltaf reyna að vera í sátt við umhverfið,“ segir Sigríður Sunna.

Gaman er að sjá börnin prófa búningana því allt þeirra atferli breytist. Þau fara að gefa frá sér hljóð, baða út öngunum og gogga jafnvel. Allt er þetta markmiðið í sjálfu sér – að örva hreyfiþroskann og einnig hvernig efnin eru viðkomu. Meðal búninganna er Ástarfuglinn og Feludýrið sem horfið getur inn í skel sína!

Sjáið hvað hún er flott!
Mynd: Mamman

Við hvetjum sem flesta til að gera sér ferð í Kópavoginn með börn á öllum aldri. Það er nefnilega svo gaman að leika sér.

Smellið á hnappana að neðan til að skoða Facebook- og Instagramsíður ÞYKJÓ 

Gott ráð til að segja börnum til án þess að æsa sig

Gott ráð til að segja börnum til án þess að æsa sig

Gott ráð til að segja börnum til án þess að æsa sig

Það er ekkert leyndarmál – börn eru oft óþekk og þegar foreldrar segja þeim til hlusta þau ekki. Foreldrar segja þeim aftur og aftur sama hlutinn en þau heyra ekki…og það er kannski ekki fyrr en foreldrarnir æsa sig eða hækka róminn að þau loksins „heyra“.

Samkvæmt Tia Slightham, foreldraþjálfa, þarf þetta ekki að vera svona. Hún póstar á TikTok undir nafninu @parentingcoach og bjó hún til myndband þar sem hún útskýrir ástæðu þess börn hlusta bara þegar foreldrarnir hækka röddina og hvernig er hægt að breyta því.

Í klippunni segir Tia að þetta snúist allt um að setja barninu mörk.

Sjáðu sjálf/ur!

 

@parentingcoach

Want to know why kids only listen when you yell or lose your shit? #yellingmom #momfrustration #parentinghelp #positiveparenting #parentingcoach #moms

♬ Beautiful, winter, calming piano corporate(901421) – SK MUSIC


 

Naomi Campbell er orðin móðir!

Naomi Campbell er orðin móðir!

Naomi Campbell er orðin móðir!

Hin fimmtuga ofurfyrirsæta, Naomi Campbell, hefur eignast sitt fyrsta barn og tilkynnti það á Instagram ásamt mynd af pínulitlum fótum í höndum móður sinnar.

Naomi hefur þráð að vera móðir lengi, eins og nafnlaus heimildarmaður segir í viðtali við People: „Hana hefur lengi langað í barn, í meira en 10 ár.“ Hann heldur áfram: „Og allir þeir sem eru hissa á að Naomi sé að eignast barn ein, á hennar hátt, á hennar tíma þekkja ekki Naomi Campbell. Hefur hún ekki endurskapað allt sem hún hefur komið nálægt hingað til?“

Naomi deildi gleðifréttunum á Instagram með fallegri mynd þar sem hún heldur á fótum litlu stúlkunnar: „Falleg lítil blessun hefur kosið mig til að vera mamma sín. Ég er heiðruð að hafa þessa blíðu sál í líf mínu og það eru engin orð til að lýsa þeirri eilífðarskuldbindingu sem ég deili nú með þér engillinn minn. Það er engin fallegri ást.“

Margir af frægu vinum hennar skrifuðu athugasemd við færsluna, m.a. Donatella Versace sem sagðist ekki geta beðið eftir að hitta hana.

Naomi hefur ekki sagt hvað litla daman á að heita.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Naomi Campbell (@naomi)

Naomi hefur verið opin hvað varðar þrána að verða foreldri, t.a.m. í viðtali við Vogue Arabia árið 2018 þar sem hún sagði börn draga fram fjörugu hliðina á henni: „Ég myndi elska að eiga börn. Það er enginn afsláttur af því. Ég elska börn og mun alltaf gera það. Þegar ég er í kringum börn breytist ég sjálf í barn. Það er litla stelpan sem ég vil ekki missa.“

Einnig sagði hún í viðtali við Evening Standard í maí 2017 að hún hugsaði „stöðugt um“ að eignast börn. „Vísindin bjóða nú upp á að það er hægt hvenær sem er.“

 

Kostir þess að eiga gæludýr á meðan barnauppeldi stendur

Kostir þess að eiga gæludýr á meðan barnauppeldi stendur

Kostir þess að eiga gæludýr á meðan barnauppeldi stendur

Ertu að velta fyrir þér hvort þú ættir að bæta gæludýri í fjölskylduna? Stutta svarið ætti að vera: „Já“. Hér eru nokkrar frábærar ástæður sem hjálpa þér að taka réttu ákvörðunina!

Gæludýr hjálpa börnum

Börn elska gæludýrin sín, og það er af góðri ástæðu. Dýr, hvort sem þau eru stór eða smá, veita einstakan félagsskap. Allir vita að börn elska dýr! Þú þarft ekki að leita lengi í herbergi barnsins þíns til að finna þar bækur, myndir, leikföng og fleira sem minna á dýr.

Talið er að um fjögur af hverjum 10 börnum hefji líf sitt í fjölskyldu sem heldur dýr á heimili sínu og um 90% barna alast upp með dýri á einhverjum tímapunkti æskunnar, segir Gail F. Melson, PhD,rithöfundur bókarinnar Why the Wild Things Are: Animals in the Lives of Children.

Foreldrar halda kannski að gæludýrið veiti barninu einungis skemmtun eða félagsskap, en það er svo miklu, miklu meira. Það kennir börnum samkennd, ábyrgð og hjálpar til við tilfinninga-, tauga- og félagsþroska ásamt líkamlegum þroska.

Börn læra mikið af dýrum

Börn lesa stundum fyrir dýrin sín og leika við þau í leikjum. „Það er ekkert skrýtið,” segir Mary Renck Jalongo, PhD, rithöfundur The World of Children and Their Companion Animals. Kennarar hafa löngum vitað að dýr hafa hjálpað börnum og eru meðferðardýr (aðallega hundar) oft hafðir við hlið barna sem hafa átt í náms- og þroskaerfiðleikum. Nú hafa rannsóknir sýnt að öll börn hafa ávinning af því að umgangast dýr. Í einni rannsókn voru börn sem rannsökuð voru, beðin að lesa upp fyrir framan vin, fullorðinn og hund. Rannsakendur mældu streituþröskuld barnanna og sáu að börnin voru minnst stressuð í kringum dýrið, ekki mennina: „Ef þú ert í erfiðleikum með að lesa og einhver segir við þig: „Taktu upp bókina og farðu að vinna,“ er það ekki mjög spennandi tilboð,“ segir Dr Jalongo. „Nú ef einhver býður þér að koma þér þægilega við hlið hunds eða kattar, það hljómar mun betur, ekki satt?“

Dýrin veita öryggi

Í annarri rannsókn voru börn beðin um að gefa vinafáum og óvinsælum börnum ráð, hvernig þau gætu bætt úr stöðunni. Svarið sem skoraði hæst var ekki að eignast flottasta leikfangið eða eiga dýrustu strigaskóna, heldur að eiga gæludýr. Hvort sem það væri hamstur eða hestur skipti það ekki máli, það væri að geta talað um dýrið og fundið sameiginlegan grundvöll með öðrum krökkum.

Dýr veita líka öryggiskennd. Dr. Melson spurði hóp af fimm ára börnum sem átti gæludýr hvað þau gerðu þegar þau voru leið, hrædd, reið eða byggju yfir leyndarmáli. Meira en 40% barnanna svaraði strax að þau myndu knúsa dýrið sitt. „Börnin sem fengu stuðning frá gæludýrunum sínum voru talin af foreldrum þeirra vera minna kvíðin og til baka,“ sagði hún.

Gæludýr auka samkennd

Dr. Melson hóf rannsóknir á áhrifum gæludýra á börn að sýna samkennd og hluttekningu. „Hluttekning er ekki endilega eiginleiki sem allt í einu birtist, heldur er lærður. Þó börn hafi upplifað kærleika og væntumþykju í æsku kennir það þeim ekki að vera umhyggjusöm, þau þurfa að þjálfa það.“

Það er ekki margt sem börn geta gert í að hugsa um aðra í nútímasamfélagi, annað en að hugsa um gæludýr. „Í mörgum löndum hugsa börn um systkini sín, en í Vestrænum löndum er það ekki menningarlega samþykkt. Það er í raun ólöglegt í mörgum ríkjum Bandaríkjanna að láta börn í pössun hjá unglingum undir 16 ára aldri.“

Að sýna öðrum samkennd er drengjum sérstaklega mikilvægt, segir Dr. Melson: „Að hugsa um dýr er ekki litið á sem „stelpulegt“ s.s. að passa börn, leika sér í mömmó eða með dúkkur,“ segir hún. „Stúlkur eru líklegri um átta ára aldurinn að hugsa um börn á einhvern hátt en drengir, en að hugsa um dýr er í jöfnu hlutfalli.“

Heilsa barna og gæludýr

Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var afDennis Ownby, MD, barnalækni í Augusta, er dýrahald ástæða þess að börn þróa ekki með sér ákveðin ofnæmi. Hópur hans rannsakaði 474 börn frá fæðingu fram að sjö ára aldri.

Börn sem höfðu einn til tvo hunda og/eða kött á heimilinu voru helmingi ólíklegri til að fá þau ofnæmi sem önnur börn höfðu sem ekki áttu gæludýr á heimilinu.

Börn sem áttu dýr höfðu minna dýraofnæmi, en einnig gras- og frjókornaofnæmi. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að börn sem umgangast reglulega gæludýr hafa minni astma en önnur. Enginn veit hvers vegna þetta er en Dr. Ownby hefur kenningu: „Þegar barn leikur við kött eða hund sleikir dýrið þau oft. Munnvatnið flytur bakteríur úr munni dýrsins og þessi snerting barnsins við bakteríuna getur sett ónæmiskerfi barnsins af stað og breytir því hvernig ónæmiskerfið bregsti við öðrum ofnæmisvökum.“

Gæludýr og fjölskyldubönd

Gæludýr færa fjölskylduna nær hvort öðru og sú fjölskylda verður sterkari og nánari fyrir vikið. „Alltaf þegar ég spyr börn eða foreldra hvort gæludýrin séu hluti af fjölskyldunni svara þau – oftast hissa eða móðguð – „auðvitað!“ segir Dr. Melson.

Gæludýrið er oft hvati að samverustundum fjölskyldunnar. Allir fara út að labba með hundinn, greiða honum eða gefa honum að borða, eða leika við hann á gólfinu. Það eru meira að segja bónusar sem fylgja því að horfa á kött leika sér eða að fisk í búri sínu. Að eyða slíkum tíma býður upp á núvitund og rólegheit. Ef einhver spyr þig hvað þú hefur verið að gera og þú svarar: „Ekkert“ og þegar fjölskyldur hafa allt of mikið að gera getur þetta „ekkert“ verið hvað mikilvægast í lífum þeirra!

Heimild: Parents.com

Enginn sefur á heimili Jessicu Biel og Justins Timberlake

Enginn sefur á heimili Jessicu Biel og Justins Timberlake

Enginn sefur á heimili Jessicu Biel og Justins Timberlake

Leikkonan Jessica Biel opnaði sig á dögunum í þætti Ellenar DeGeneres um foreldrahlutverkið og syni sína tvo Phineas og Silas.Jessica er, sem kunnugt er, eiginkona leikarans Justins Timberlake.

Þau buðu soninn Phineas velkominn í heiminn í júlí 2020, öllum að óvörum, enda héldu þau meðgöngunni leyndri og sögðu engum frá því fyrr en í janúar á þessu ári.

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera foreldri, eins og flestir foreldrar kannast við og það eru engar undartekningar gerðar, þó þú sért Hollywoodstjarna!

Eitt af erfiðleikunum voru svefn og tanntaka og sagði Jessica við Ellen: „Honum gekk svo vel og svo fóru tennurnar að koma“

„Nú sefur enginn á heimilinu,“ sagði hún.

Jessica segir að þau hafi notað svefnþjálfun sem felst í að barnið grætur sig í svefn. Segir hún að það hafi verið „mjög erfitt“ að horfa upp á sem móðir.

„Það er svo erfitt að láta þau gráta bara í nokkrar mínútur. Og það er svefnþjálfunin sem við erum að nota sem er…þú bara lætur þau gráta í nokkrar mínútur og svo ferðu inn og segir: „Það er allt í lagi, þú ert góður,“ og bætti við að Phineas sé að standa sig mjög vel.

Jessica með Silas

Bætti hún við að eiga tvö börn væri erfiðara en hún hafði búist við og kallaði reynsluna „brjálaða, skemmtilega rússíbanareið.“

„Vitur vinur minn sagði um börn: „Eitt er mikið, tvö er eins og þúsund,““ sagði Jessica og grínaðist með það. „Það er nákvæmlega eins og það er.“

Hið góða segir Jessica að þeim bræðrum kemur vel saman, en Silas er sex ára: „Það er svo sætt að sjá þá tvo saman, því þeim finnst þeir svo fyndnir. Silas er „skemmtikrafturinn“ og vill alltaf vera svo fyndinn og öll athyglin á að vera á honum. Phineas er meira opinn og hlédrægur og elskar stóra bróður sinn. Alls sem Silar gerir er sjúklega fyndið og svo allt sem Phin gerir er fyndið. Svo hlæja þeir bara saman allan daginn!“

Heimild: UsaToday 

Pin It on Pinterest