Tók son sinn með í atvinnuviðtal

Tók son sinn með í atvinnuviðtal

Tók son sinn með í atvinnuviðtal

Við tölum oft um erfiðleikana sem stafa að foreldrum oft á tíðum, en hér er eitthvað sem við tölum ekki um nógu oft: Áskoranirnar sem foreldrar þurfa að horfast í augu við þegar leita skal að vinnu.

Barnagæsla er dýr og ef þú ert án vinnu er erfitt (eða ómögulegt) að borga einhverjum fyrir að vera með barnið. Þetta kallar líka á lausnir þegar farið er í atvinnuviðtal og þú áttar þig á að enginn er til að passa barnið. Hvernig á foreldri að tryggja sér vinnu þegar enginn er til að hlaupa í skarðið.

Maggie Mundwiller, „TikTok“ mamma áttaði sig á nákvæmlega þessu á dögunum, en sem betur fór var fyrirtækið sem hún sótti um vinnu hjá alvara með því að hafa fjölskylduvæna menningu á vinnustaðnum!

Maggie segir í myndbandinu að henni hafi verið sagt upp vegna Covid faraldursins. Í leit sinni að vinnu var henni boðið í annað viðtal hjá ónefndu fyrirtæki, en hún fann engan til að passa son sinn Mylo á meðan. Þetta er vandi sem margir foreldrar hafa lent í, en góðu fréttirnar voru þær að henni var sagt að taka Mylo bara með.

Mylo fór í æðisleg jakkaföt, þvoði kerruna sína og bílinn af tilfefninu og fór með mömmu sinni. Hann kom meira að segja með sína eigin ferilskrá! Í henni má finna helstu afrek hans, s.s. að taka af sér sína eigin bleyju og algerlega eyðileggja hreint herbergi á 30 sekúndum.

@314handcrafted

Ever been to a toddler friendly interview? ##companyculture ##toddler ##fyp ##foryourpage ##PrimeDayDealsDance ##toddler ##covidbaby ##job ##interview ##cute

♬ original sound – Cody V.

Þetta er yndislegt á að horfa, en vekur einnig upp margar spurningar. Þarf ekki í alvöru að vera svona vinnustaðamenning á mörgum stöðum? Að taka barnið með í atvinnuviðtal ætti að vera möguleiki þar sem eflaust hafa foreldrar hafnað viðtali þar sem þeir fengu ekki pössun og misst þar af leiðandi af stóru tækifæri. Í raun, að sjá foreldri sinna mörgum hlutum í einu (multitasking), að sinna barninu og fara í gegnum spurningar um reynslu og eiginleika ætti að vera séð sem mjög góður hæfileiki!

 

Kemur aldrei dagur þar sem við mömmur gerum ekkert, akkúrat ekkert!

Kemur aldrei dagur þar sem við mömmur gerum ekkert, akkúrat ekkert!

Kemur aldrei dagur þar sem við mömmur gerum ekkert, akkúrat ekkert!

Anna Marín Ernudóttir hittir naglann á höfuðið í þessum stutta pistli um móðurhlutverkið og minnir þetta okkur á að við erum algerlega frábærar! 
 
10 ára púkinn minn og vinur hans voru að nöldra í mér í dag um að fara í Bónus því þeim langaði í nammi. Ég sagði þeim að ég bara nennti ekki í Bónus en þeir mættu fá pening og labba sjálfir.
 
En þú átt bíl…þú nennir aldrei að gera neitt sem við viljum heyrðist í púkanum mínum. Ok, viðurkenni að það stakk mig í hjartað, hef alltaf verið með mikinn kvíða yfir að ég sé ekki nógu góð móðir (Á góðum dögum veit ég að ég er súper mamma og pabbi, enda einstæð).
 
Anywho…. ég hugsaði þá aðeins…en hey, bíddu hver var að taka úr uppþvottavélinni og setja í hana, þrífa eldhúsið, ganga frá eftir sleepingpartí hjá honum, þvo þvottinn, hengja upp og brjóta saman úr tveimur vélum og ganga frá því, taka til á pallinum og gera heita pottinn reddí fyrir pottapartíið hans og taka rusl úr garðinum?? Elda mat og gefa þeim að éta sem ég verslaði í búðinni í gær ooooog með bananabrauð í ofninum núna fyrir sleepover partí 2! Hah, hmm??!
 
Ekki var meira sagt og þeir sáu um að kaupa sér nammi.
 
Stundum er gott að fara aðeins yfir daginn og sjá hvað maður er búinn að gera, því ég er viss um að það komi aldrei dagur sem við gerum ekkert, akkúrat ekkert.
 
Við stöndum okkur SVO VEL! Börnin eru á lífi og brosandi, thats all we need. Knús á ykkur allar mæður sem upplifa sömu tilfinningar og ég!
 
Pistillinn er birtur með góðfúslegu leyfi Önnu Marínar

Skordýrafælni barna: Hvað er til ráða?

Skordýrafælni barna: Hvað er til ráða?

Skordýrafælni barna: Hvað er til ráða?

Allir hræðast eitthvað. Það er algerlega eðlilegt fyrir börn – frá smábörnum til táninga – að vera hrædd við eitthvað. Hræðsla myndast á ákveðnum tímapunktum í þroskanum, þannig auðvelt er að spá fyrir um hvað börn geta hræðst á ákveðnum aldri.

Það kemur ekki á óvart að mörgum börnum (og fullorðnum reyndar líka) líkar ekki við skordýr. Þegar okkur bregður við, hugsum við ekki um hvaða hlutverki köngulær eða skordýr gegna í umhverfinu. Þess í stað eru þessi litlu kvikindi oftast óvelkomin og geta framkallað allskonar viðbrögð, frá öskrum til gráturs.

Hvað gerist samt þegar þessi litlu dýr valda meira en bara litlum viðbrögðum?

Þegar einhver hefur ótta við eitthvað sérstakt og það hefur áhrif á daglegt líf, getur það verið fælni. Þessi ótti er semsagt eitthvað meira en ætlast mætti til í aðstæðunum. Barn sem hefur skordýrafælni, ótta við pöddur eða köngulær kann að forðast algerlega aðstæður sem það gæti séð eða hitt slíkt dýr, eða orðið skelfingu lostið í návist þeirra. Það vill oft verða svo að þegar fólk er haldið slíkri fælni, skannar það oft umhverfi sitt til að athuga hvort það finnur sökudólginn, og oft finnur það einmitt hann.

Ef þú ert að hugsa: „Hverjum líkar við skordýr- og er þetta í raun vandamál?“ er það í raun rétt spurning. Fullt af krökkum líkar ekki við geitunga eða flugur, til dæmis, en geta samt leikið sér úti eða farið í tjaldferðalag, þau hreinlega færa sig ef þau sjá þetta tiltekna skordýr. Það kann að vera að þau komist í uppnám, en um leið og dýrið er farið, heldur barnið áfram að leika sér eða heldur áfram því sem það var að gera. Það hugsar ekki um það mikið á eftir heldur.

Börn sem haldin eru fælni stjórnast hinsvegar af þessum ótta og heimur þeirra minnkar. Til dæmis gæti barn sem haldið er fælni við pöddur ekki getað farið í tjaldferðalag, eða veigrar sér við að fara út að leika. Slík fælni getur sett allt á annan endann í fjölskyldunni, til dæmis ef ræða þarf það í þaula að fjölskyldan ætli í sumarbústað eða tjaldvagninn og eitt barnið er algerlega sannfært um að þar muni pöddur vera og neitar algerlega að fara. Eða brotnar alveg niður þegar mætt er á staðinn.

The National Institute of Mental Health áætlar að 5-12% Bandaríkjamanna séu haldnir einhverskonar fælni, og 7-9% barna hafi ákveðna fælni, s.s. við dýr, blóð, veður eða eitthvað sem tengist vatni, en þetta þróast allt á unga aldri. Lofthræðsla og annað þróast oft síðar meir á lífsleiðinni.

Líkt og með kvíða styrkir forðun óttann. Því meira sem barn forðast pöddur eða kringumstæður þar sem það gæti séð þær, því minna kvíðið verður það – og það er algerlega rökrétt. Hinsvegar, þegar slíkt gerist missir barnið af tækifæri til að læra í raun hvernig það getur höndlað kringumstæðurnar. Þegar um geitung er að ræða, flýr barnið eða foreldrið verndar það og barnið þarf ekki að höndla ástandið. Ef svo ólíklega vildi til að geitungurinn myndi stinga barnið, yrði í lagi með það (ef það er ekki með ofnæmi).

Ef foreldri myndi athuga baðherbergið á hverjum degi til að athuga hvort þar leyndust pöddur myndi barnið finnast það öruggt, en það myndi senda þau skilaboð að í hvert einasta skipti þyrfti foreldrið að vera með barninu og það ýtir undir kvíðann.

Hvað ætti foreldri að gera?

  • Viðurkenndu óttann
  • Sýndu hvernig á að höndla kringumstæðurnar án kvíða
  • Hjálpaðu barninu að horfast í augu við óttann
  • Breyttu til smátt og smátt

Að viðurkenna óttann

Þetta er mjög mikilvægt þegar kemur að fælni því barnið er oftast mun óttaslegnara en foreldrið. Það er auðvelt að segja: „Hún er svo lítil!“ eða „Hafðu ekki áhyggjur af þessu,“ en betra er að láta barnið vita að þú sjáir hversu hrætt það er og skiljir að þetta sé erfitt fyrir það. Segðu: „Ég veit að fljúgandi skordýr hræða þig mikið,“ hjálpar barninu.

Að höndla kringumstæðurnar

Börnin þín fylgjast með þér, þó þú áttir þig kannski ekki á því. Börn sjá foreldrana sem fyrirmyndir og það er mikilvægt að þú leiðir með dæmum. Leitaðu að tækifærum til að sýna hvernig þú bregst við. M.ö.o. ef eitthvað hendir þig sem veldur þér kvíða, láttu barnið vita: „Ég verð að viðurkenna að ég var hrædd/ur um að flensusprautan myndi meiða mig. Svo var þetta bara miklu minna mál en ég hélt.“ Vertu hreinskilin/n og áttaðu þig á að þegar þú deilir slíku með barninu gefur það góða mynd af því hvernig höndla eigi ótta á réttan hátt.

Hjálpaðu barninu að horfast í augu við óttann

Við getum óafvitandi styrkt forðun. Þ.e.a.s. við hjálpum oft börnunum okkar að forðast það sem hræðir þau, og það gerir óttann sterkari. Í stað þess að kjósa borð inni þar sem engin skordýr kunna að vera, veldu borð við gluggann eða úti og segðu: „Ég veit þetta er erfitt, en ég veit þú getur þetta.“

Gerðu breytingar smátt og smátt

Ef barnið þitt hefur átt við mikinn ótta í marga mánuði eða ár, er ekki líklegt að það höndli þriggja daga útilegu úti í náttúrunni. Einnig, ef þú hefur leitað að skordýrum fyrir barnið á hverjum degi geturðu ekki hætt því án áætlunar. Byrjaðu á smáum skrefum. Stundum bara að tala um skordýr eða skoða myndbönd er góð byrjun. Að fara í 10 mínútna göngu í garði er svo frábært næsta skref. Æfing, æfing, æfing.

Það tekur mikla æfingu að gera eitthvað sem maður hefur áður forðast – barnið þarf mikla nánd til að komast yfir óttann. Það þarf að búa til kringumstæður til að horfast í augu við óttann og þola hann. Barnið þarf ekki að elska skordýr, en það þarf að fá æfingu í hvernig það er að vera nálægt þeim án þessara sterku viðbragða sem það hafði áður. Ef þessi ráð duga ekki og ótti barnsins er farinn að hamla ýmsu, s.s. útiveru eða ferðalögum er ráð að leita til fagmanna. Það eru til meðferðir til að höndla óttann og það er mikilvægt að bregðast fljótt við til að lífsgæði barnsins (og fjölskyldunnar) fari ekki dvínandi.

Konur athugið: Að borða súkkulaði í morgunmat hjálpar til við fitubrennslu!

Konur athugið: Að borða súkkulaði í morgunmat hjálpar til við fitubrennslu!

Konur athugið: Að borða súkkulaði í morgunmat hjálpar til við fitubrennslu!

Nú eru morgnarnir orðnir sætari, því ný rannsókn segir að borða súkkulaði á morgnana getur í raun hjálpað til við fitubrennslu og kemur reglu á blóðsykurinn.

Morgunmaturinn hefur löngum verið viðurkenndur sem mikilvægasta máltíð dagsins og mömmur reyna alltaf að hefja daginn rétt. Hún passar upp á að börnin fái góðan morgunmat til að styðja við heilsu þeirra og uppvöxt, og kannski fær hún sér morgunmat sjálf og kannski ekki. Þær sem laumast í eitthvað sætt á morgnana þurfa ekki lengur að fá samviskubit því samkvæmt

Study Finds segir ný rannsókn að fá sér súkkulaði rétt eftir að maður vaknar hjálpi til við að koma reglu á blóðsykurinn og brenni fitu. Kvennaspítalinn í Brigham rannsakaði málið og má lesa allar niðurstöðurnar HÉR. 

Til að vera enn nákvæmari fundu rannsakendur út að borða súkkulaði á ákveðnum tíma á morgnana getur hjálpað heilsu kvenna. 19 konur voru rannsakaðar sem innbyrtu 100 gr af súkkulaði innan klukkustundar eftir að þær vöknuðu á morgnana. Svo var heilsa þeirra og þyngd mæld og annar hópur hafður til samanburðar sem ekki fékk neitt súkkulaði. Niðurstöðurnar sýndu að þær sem borðuðu súkkulaðið á morgnana þyngdust ekki meira en þær sem ekki borðuðu súkkulaði.

Niðurstöðurnar voru einnig þær að súkkulaðiátið getur haft áhrif á matarlyst, þarmaflóruna og svefngæði. Það hjálpaði við að koma brennslunni í gang og jók fitubrennslu yfir daginn. Einnig lækkaði það glúkósamagn í blóði.

Yfir höfuð var súkkulaðiátið talið jákvætt heilsu kvenna og jók orku þeirra í gegnum daginn.

Rétt er að taka fram að konurnar fengu sér aðeins 100 grömm af súkkulaði, ekki meira. Kannski mætti fá sér súkkulaðimorgunkorn, eða heitt súkkulaði í stað kaffis. Hvort sem er hljóta þetta að vera góðar fréttir fyrir þær mömmur þarna úti sem þurfa smá auka orku!

Heimild: Moms.com 

Svona er dagur í lífi nýbura

Svona er dagur í lífi nýbura

Svona er dagur í lífi nýbura

Fyrstu dagarnir og vikurnar með nýfætt barn geta verið fullar af gleði. En dagarnir eru einnig fylltir af bleyjuskiptum, lúrum, brjóstagjöf/pela og svo spurningum um hvað sé eðlilegt.

Þú ferð að kynnast barninu þínu og lærir á merkin sem það gefur frá sér og hvað virkar best fyrir það. Það eru samt ákveðin atriði sem þú getur búist við og verða þau reifuð hér að neðan.

Að borða

Flestir nýburar vilja borða á 1 ½ til 3 ½ tíma fresti. Rútínan fer eftir því hvort þú gefur barninu brjóst eða þurrmjólk. Brjóstabörnin vilja oftar næringu en pelabörnin, því magar þeirra melta brjóstamjólk hraðar. Það eru margar leiðir til að sjá hvort barnið er svangt. Það gefur frá sér soghljóð eða smella vörum. Þau setja fingur og hendur upp í munn og kannski snúa þau höfðinu í átt að þér og opna munninn ef þú strýkur kinn þess. Börn gráta ef þau eru svöng, en oftast er það síðasta úrræðið.

Reyndu að láta barnið ropa eftir máltíð (HÉR er mjög gott ráð!) . Ef það hættir að borða og sofnar er líklegt það hafi fengið nóg. Ef þau gráta eftir að hafa drukkið er líklegt að þau vilji meira. Hafðu alltaf bleyjuklút nálægt þar sem oft kemur uppúr þeim aftur.

Bleyjur

Nýburar pissa í sex eða fleiri bleyjur á dag og fjórar eða fleiri eru kúkableyjur. Í fyrstu vikunni verður kúkur barnsins þykkur, svartur eða dökkgrænn, kallaður barnabik. Það er eðlilegt þar sem það er efnið í þörmum barnsins meðan það var í leginu. Eftir að það kemst út úr kerfinu verður kúkurinn mjúkur og blautur. Ef þú gefur því brjóst verður kúkurinn ljósgulur, frækenndur. Ef það fær þurrmjólk verður hann harðari og ljósbrúnn eða gulur.

Eftir nokkrar vikur verða hægðirnar færri. Brjóstabörn geta farið niður í eina kúkableyju á viku á meðan pelabörn kúka að minnsta kosti einu sinni á dag.

Grátur

Grátur er algengasta leiðin til að tjá sig, sérstaklega fyrstu dagana. Erfitt getur verið að sjá hvað gráturinn þýðir en þú getur athugað hvort rútínan eða umhverfið sé eitthvað rangt. Ef það eru tveir tímar síðan barnið borðaði er líklegt það sé svangt. Ef það hefur verið vakandi í einn og hálfan tíma er líklegt að það vilji taka blund. Börnum getur einnig leiðst eða þau hafa fengið of mikla örvun.

  • Ef það er ekki tími til að gefa því að borða og það er með þurra bleyju geturðu reynt eftirfarandi:
  • Rugga því í þunnu teppi til að líkja eftir leginu
  • Haltu því upp að brjóstinu og sláðu létt í bakið
  • Rugga því, labba eða hossa því
  • Farið á rólegan stað og sett ljóð af stað, ljúfa tóna eða viftu
  • Bjóða því snuð eða fingurinn til að sjúga

Svefn

Nýfædd börn verða þreytt eftir að hafa verið vakandi í klukkutíma eða tvo. Fyrstu vikurnar mun barnið sofa 16 tíma á dag, oftast í tveggja til fjögurra tíma lotum, allan sólarhringinn. Mörg sofna meðan þau eru með pela eða á brjósti og það er allt í lagi. Geispi, augnlokin hallast, að líta undan og nudda augun eru allt merki um þreytt barn.

Láttu barnið alltaf sofa á bakinu, á þéttu undirlagi, með ekkert annað í vöggunni eða rúminu – bara dýnu með laki.

Í enda fyrsta mánaðarins fara nýburar að sofa í lengri tímabilum. En það verða nokkrir mánuðir þar til regla kemst á.

Leikur

Það eru alltaf tímar á daginn (eða nóttu) þegar barnið er glaðvakandi og til í eitthvað skemmtilegt! Þetta er frábær tími til að tengjast og leika svolítið. Hér eru frábær ráð til að leika við nýbura.

Heimild: WebMd

Pin It on Pinterest