Soffía Bæringsdóttir: „Sumum samböndum er ekki ætlað að endast”

Soffía Bæringsdóttir: „Sumum samböndum er ekki ætlað að endast”

Soffía Bæringsdóttir: „Sumum samböndum er ekki ætlað að endast”

Soffía Bæringsdóttir er reyndur fjölskyldufræðingur og doula. Hún rekur fyrirtækið Hönd í hönd sem sinnir fjölskyldu- og parameðferð ásamt fæðingarstuðningi.

Soffía á þrjár stúlkur og er gift.

Við höfðum áhuga á að vita meira um starf Soffíu og þá sérstaklega pararáðgjöfina og var Soffía svo indæl að svara nokkrum spurningum.

Aðspurð segir Soffía að sennilega sé best fyrir pör að leita ráðgjafar þegar þau ná ekki að útkljá mál sín ein, en hvenær sé besti tímapunkturinn sé einstaklingsbundið: „Reynslan sýnir að því fyrr sem gripið er inn,í því líklegra er að náist að leysa málin. Einhverjar rannsóknir segja að pör komi í parameðferð sex árum eftir að þau átta sig á því að þau geta ekki leyst málin sjálf en mér finnst það oft vera frekar í kringum þriðja árið.

Soffía segir fólk ekki hrætt við að leita sér ráðgjafar: „Í dag eru pör og fjölskyldur líka nokkuð öflug í að leita ráðgjafar áður en að málin verða vandi sem er ánægjulegt svo það er allur gangur á þessu.“

Eru einhver pör útsettari en önnur til að upplifa erfiðleika í samskiptum?

„Mér finnst þetta erfið spurning því það er ekki gott að skipta fólki í flokka og öll pör geta lent í erfiðleikum, sambönd ganga í gegnum tímabil eins og flest í lífinu,en það eru ákveðnar áskoranir sem eru meira krefjandi, svo sem: Samsettar fjölskyldur, þegar annað eða bæði glíma við persónulegar áskoranir svo sem þunglyndi og svo reynsla fólks úr lífinu, uppeldi og fyrri samböndum.“

Er á einhverjum tímapunkti nauðsynlegt fyrir fólk að skilja og halda í sitthvora áttina og slíta samvistum?

„Já, tvímælalaust, sumum samböndum er ekki ætlað að endast og ástæðurnar fyrir því að best sé að halda hvort í sína áttina geta verið margar, frá því að upprunalega hafi verið stofnað til sambandsins á veikum grunni, fólk hafi vaxið í sundur, ítrekuð svik sem ekki er hægt að laga og ofbeldissambönd.“

Soffía Bæringsdóttir, fjölskyldufræðingur og doula

Hvað enda mörg sambönd/hjónabönd með skilnaði?

„Á Íslandi er talað um að allt að 40% sambúða sé slitið, 20% para slíta samvistum á fyrsta æviári barns.“

Áttu góð ráð fyrir pör sem er að vinna sig úr erfiðleikum til að byggja upp samband sitt?

„Fyrsta skrefið er að ná að taka skref til baka og kortleggja aðstæður sínar, samskiptamynstur og líðan. Fyrsta skrefið er að ná að fara úr vörn eða átökum og skoða hvað er í gangi, flestir sjá þá fljótt að samskiptamynstrið er mjög svipað,þó ný málefni komi upp. Um leið og maður áttar sig á að maður dettur í mynstur er hægt að byrja að vinna í því að brjóta mynstrið upp og meðvitað bregðast við á annan hátt.

Annað gott ráð er að gefa sér tíma og byrja á því að setja fókusinn á hvað það er sem maður sjálfur getur lagt í betra samband frekar en að bíða eftir því að makinn breytist,“ segir Soffía en tekur fram að taka verði ofbeldissambönd út fyrir rammann hér.

Hún heldur áfram: „Mörgum pörum hefur reynst vel að taka fyrir ákveðið þema eða efni og lesa/hlusta/horfa á saman og endurspegla út frá sínum samskiptum. Á íslensku má finna góð hlaðvörp, greinar hér og hvar og svo er nóg til að bókum um samskipti og sambönd. Lykillinn er að bæði taki þátt í verkefninu!“

Hvað eru óheilbrigð samskipti og hvað eru heilbrigð samskipti?

„Heilbrigð samskipti pars byggja á jafnræði og virðingu. Í heilbrigðu sambandi ná styrkleikar hvors um sig að skína, traust ríkir og parið leggur sig fram um að sýna gagnkvæman skilning og virðingu. Í heilbrigðu sambandi talar fólk oft um að makinn sé besti vinur þeirra, þau viti að þau geti fengið stuðning og hægt er að ræða málin. Langanir og þarfir beggja eru uppi á yfirborðinu og virtar og mörk og þörf fyrir prívatlíf virt.“ Hvað óheilbrigð samskipti varðar segir Soffía: „Óheilbrigð samskipti geta birst á ólíkan máta en í þeim er ekki jafnræði, andúð og niðurbrjótandi tal og oft miklar sveiflur.“

Er fólki einhver greiði gerður að halda sambandi áfram vegna barnanna?

„Ég held að heilt yfir sé fólk sammála um að börnum er ekki greiði gerður að foreldrar þeirra séu í sambandi þeirra vegna. Það setur mikla og óþarfa ábyrgð á börn. Þegar fólk á börn saman er það þeirra skylda að skoða samband sitt vel og bera ábyrgð á því til að sjá hvort það geti gengið- barnanna vegna en þegar ljóst er að svo er ekki er það ábyrgð og skylda foreldra að fara hvort í sína áttina. Mín reynsla er að fólk með börn hefur ítarlega og vandlega hugsað málið hvort sambandsslit séu besti kosturinn og komist að því að svo sé.“

Getur fólk byrjað á núllpunkti eftir heiftúðleg rifrildi og langvarandi deilur?

„Allt er hægt,“ segir Soffía, „en eftir langvarandi deilur er oft komin djúp gjá á milli fólks þar sem tengingin er farin og traustið lítið. Við hvert rifrildi verður sárið stærra og gjáin dýpri og lengra á milli fólks en með því að staldra við, með góðri aðstoð, miklum vilja og sjálfsvinnu er það hægt og fólk þarf að gefa sér tíma í það.“

Er eitthvað annað sem þú vilt koma áleiðis?

„Takk fyrir þína góðu vinnu!“

 

Myndaþáttur: Stjörnubörn sem eru alveg eins og foreldrarnir!

Myndaþáttur: Stjörnubörn sem eru alveg eins og foreldrarnir!

Myndaþáttur: Stjörnubörn sem eru alveg eins og foreldrarnir!

Lítil stjörnuútgáfa! Stjörnurnar í Hollywood hafa að sjálfsögðu fjölgað mannkyninu og gaman er að sjá andlit sem við þekkjum vel í gullfallegum börnum, ekki satt? Hér eru nokkrar af þeim „líkustu”:

David Beckham og synirnir Romeo, Brooklyn og Cruz

Bette Midler og Sophie Hasselberg

Chrissy Teigen og Luna

Lori Loughlin og Olivia Jade Giannulli

Cindy Crawford og Kaia Gerber

Courteney Cox og Ada

Demi Moore og Rumer Willis

Heidi Klum og Linda

Gisele og Vivian

Goldie Hawn og Kate Hudson

Gordon og Oscar

Gwyneth Paltrow og Blythe Danner

Tom Hanks og Colin

Harry (til hægri) og Archie eru nær alveg eins!

Heather Locklear og Ava Locklear

Elizabeth og Damien Hurley

Jennifer Garner og dóttir

Jerry Hall og Georgia

John Legend og Miles

Jude Law og Raff Law

Julianne Moore og Liv

Kate Beckinsdale og Lily Mo

Kate Moss og Lila Grace

Kobe Bryant heitinn og Gigi

Jennifer Lopez og Emme

Madonna og Lourdes

Matthew McConaughey og Levi

Dætur Meryl Streep

Sophie Richie og Harlow

Synir Russell Crowe

Katie Holmes og Suri Cruise

Susan Sarandon og Eva Amurri

Tina Fey og Sarah

Uma Thurman og Maya

Vanessa Paradis og Lily Rose Depp

Reese Witherspoon og Ava Elizabeth

 

„Ég kaus að verða einstæð móðir”

„Ég kaus að verða einstæð móðir”

„Ég kaus að verða einstæð móðir”

„Ég sá sjálfa mig aldrei sem mömmu. Ég er stelpa frá Los Angeles og á stóra og blandaða fjölskyldu. Ég hef búið um öll Bandaríkin og kynnst mörgum menningarheimum. Ég var mjög hamingjusöm. Ég sagði við sjálfa mig að ef ég væri ekki búin að eignast börn 35 ára, þá væri það bara þannig. En lífið hefur alltaf eitthvað óvænt að færa manni.”

Kathryn Murray er sálfræðingur sem starfar í Los Angeles. Hún ræðir hér þá ákvörðun að eignast barn án maka. Gefum henni orðið:

Ég var að læra sálfræði og þegar ég var í kúrsi um þroska barna hafði ég allt í einu sterka löngun að reyna alla þessa hluti sem ég var að læra um. Ég gat ekki hætt að hugsa um að ég vildi tengjast pínulítilli manneskju sem ég myndi fæða. Ég vildi reyna allar þær áskoranir sem koma með því og vonandi móta þessa litlu manneskju í eitthvað jákvætt í þessum heimi. Ég vildi ekki bíða eftir maka. Ég reyndi alltaf bara að lifa mínu lífi með því að gera það sem ég trúði á og mér fannst rétt fyrir mig. Ég hætti að bíða eftir fólki til að hjálpa mér að ná markmiðum mínum og vildi bara gera hlutina sjálf.

Stuðningshópurinn

Ég vissi að ef ég ætlaði að gera þetta – að taka þá ákvörðun að verða einstæð móðir – myndi ég þurfa „þorp“ til að hjálpa mér. Ég fór til ömmu minnar og hún ræddi við prestinn sinn. Ég sagði henni allar mínar ástæður, hvað ég væri gömul og hvað það tæki langan tíma að finna maka sem væri til í þetta með mér. Þrátt fyrir að amma væri ekki sammála þessu sagði hún mér eftir viku að hún myndi alltaf elska mig og styðja.

Flestir í fjölskyldunni sögðu mér að gifta mig fyrst. Sumir stungu meira að segja uppá að ég færi á stefnumótaöpp. En pabbi var ákafur stuðningsmaður frá fyrsta degi. Hann var svo glaður. Hann var búinn að ákveða guðforeldra viku eftir að ég sagði honum frá því! Hann náði í sæðið fyrir mig (það var ódýrara en að láta senda það til læknisins míns) og hann jafnvel talaði við sæðið! Hann kom með mér til læknisins og var með mér allt fæðingarferlið. Ég var svo heppin að hafa stuðning margra vina og fjölskyldumeðlima.

Sterk byrjun

Ég reyndi mitt besta að vera undirbúin, andlega og líkamlega, til að verða mamma. Ég æfði og borðaði hollt. Ég veit allt um andlega heilsu vegna vinnunar minnar svo ég reyndi mitt besta að minnka streitu. Ég bað alla um að rífast ekki við mig svo ég yrði ekki stressuð. Ég réði líka fjármálaráðgjafa um leið og ég ákvað þetta. Hann ráðlagði mér að leggja til hliðar svo ég yrði ekki stressuð vegna fjármálanna í fæðingarorlofinu. Þetta var frábært ráð og ég gat tekið fjögurra mánaða fæðingarorlof, mjög þakklát. Ferlið er dýrt í þessu öllu, hvort sem þú ferð í innanlegssæðingu, glasa/tæknifrjóvgun eða ættleiðir.

Það eru nokkrar leiðir fyrir mæður að eignast barn einar. Ég fór í innanlegssæðingu. Læknir sprautar sæðinu upp í legið þegar þú hefur egglos. Vonast er eftir að frjóvga egg og þú verðir ólétt.

Að velja sæðisgjafann. Ég er amerísk blökkukona og vildi í fyrstu sæði manns af sama kynstofni og ég. Stofan sem ég notaði hafði samt ekki mikið úrval og læknirinn minn sagði að þetta gæti tekið tíma. Í fjórða skiptið sem það mistókst ákvað ég að breyta um sæðisgjafa. Ég fletti í gegnum mennina og fór eftir ráði sem ég fékk – að fylgja tölum um vel heppnaðar meðgöngur og fæðingar. Ég fann gjafa af blönduðum kynþætti sem svaraði spurningum á áhugaverðan hátt og svo var hann opinn gjafi, sem þýðir að barnið getur haft samband um 18 ára aldur.

Þegar tími var á egglos var sæðinu sprautað upp og ég varð ófrísk að stúlkubarni í fyrstu tilraun.

Fæðing

Fyrstu vikurnar var ég dauðþreytt. Svefninn var í rugli og ég vildi gefa brjóst en framleiddi ekki nægilega mjólk. Dóttir mín var pínulítil og ég hafði áhyggjur af því hún væri ekki að fá næga næringu. Ég hitti brjóstagjafaráðgjafa á spítalanum en ég var ekki að ná þessu.

Ég talaði við fleiri ráðgjafa og vini til að losa um kvíðann vegna brjóstagjafarinnar. Ég tók vítamín, drakk te og meira að segja áfengislausan bjór til að hjálpa til við mjólkurbúskapinn. Það var þess virði og þetta varð auðveldara með tímanum. Fjölskylda mín kom og eldaði og passaði (þegar hún leyfði það) og ég gat hvílst.

Dóttir mín Candyce hefur „y“ í nafninu sínu eins og ég. Hún er sex ára í dag. Hún er lítil útgáfa af mér. Hún er rökrétt, klár og mjög hnyttin. Hún er listræn og elskar Svamp Sveinsson. Hún er ljósið í lífi mínu.

Eins og margir krakkar á hennar aldri spyr hún um lítinn bróður eða systur. Þegar þú eignast barn á þennan hátt getur þú komist í samband við aðrar mömmur sem eiga systkini sama sæðisgjafann. Við erum saman í Facebookgrúppu og fimm fjölskyldur hittumst í Austin Texas eina helgina. Ein meira að segja flaug þangað frá Mexíkó. Við skemmtum okkur konunglega og ætlum að hittast aftur. Þetta var besta ákvörðun sem ég hef tekið, ég hef aldrei horft um öx.

Fyrir allar þær konur sem vilja eignast börn einar, segi ég alltaf: Þú skalt vinna heimavinnuna þína. Ef þú ert að hugsa um þetta, undirbúðu þig. Það þarf að hugsa um fjármálin, tilfinningalegan stuðning, vini, fjölskyldu. Finndu stuðningshópa á Facebook.

Ég hef verið ótrúlega heppin og ég er þakklát. Mamma flutti til mín fyrir tveimur árum frá Connecticut til að hjálpa mér við uppeldi dótturinnar. Afi og amma hafa stutt hana mikið eins og ég ólst upp við, ég vildi að hún hefði sömu reynslu og þau nytu þess að vera afi og amma.

Ég er í raun ekki einstæð móðir, vegna stuðningsnetsins. Vinir og fjölskylda gera þessa vegferð mun ríkari.

Kathryn Murray er barnasálfræðingur og býr með Candyce dóttur sinn í Los Angeles, Kaliforníuríki.

Þýtt og endursagt af WebMd

 

Hvettu börnin þín til að leika sér!

Hvettu börnin þín til að leika sér!

Hvettu börnin þín til að leika sér!

Foreldrar hafa sennilega alltaf sagt við orkumikil börn: „Farðu út að leika þér!“ Þrátt fyrir það, hafa þau sennilega ekki haft hugmynd um að þau væru að ýta undir tilfinninga-og taugaþroska, vitrænan þroska, aukna tungumálafærni og sjálfsstjórn barna ásamt félagsþroska og breytingu á heilaþroska sem hjálpar börnum í markmiðasetningu og færni í að draga úr áreiti.

Með öðrum orðum: Leikurinn er heilbrigður þroski. Fjölmargar rannsóknir í gegnum árin hafa einmitt sýnt sömu niðurstöður, og nýjasta rannsóknin sem birt var á dögunum í tímaritinu Pediatrics, segir að leikurinn hjálpi einnig börnum að eiga við streitu. Það sem meira er, leikurinn ýtir undir góð, stöðug og nærandi sambönd við umönnunaraðilana sem börnin þurfa á að halda til að þrífast.

Skilgreining leiksins er ekki einföld eða hægt að útskýra til fullnustu en rannsakendur eru sammála um að leikurinn þróist á náttúrulegan hátt, noti virka þátttöku og leiði til hamingju og uppgötvanna. Hann er einnig valkvæður, skemmtilegur og óvæntur, með engu sérstöku markmiði.

BarnasálfræðingurinnEileen Kennedy-Moore, PhD, segir að til séu tvær gerðir leiks: „Leikurinn er barnsmiðaður, hann snýst um að kanna hluti. Smábarnið setur allt í munninn á sér, það er forvitið um heiminn. Líkamlegur leikur snýst um átök og að veltast um, börn hlaupa og hreyfa sig. Félagslegur leikur getur snúist um að barn fylgist með öðru barni leika sér, leikur sér við hlið þess, og fer svo að taka þátt í honum og þau deila sameiginlegum markmiðum. Hermileikur er þegar börn bregða sér í hlutverk, t.d. verður mamman eða pabbinn. Það er áhugavert að þetta gerist á sama þroskaskeiði hjá öllum börnum víða um veröld, sérstaklega á leikskólaaldrinum.“

Frjáls leikur hvetur börn til að finna út hvað þau vilja sjálf, hverju þau hafa áhuga á. Ef fullorðinn stýrir leiknum er hann meira til lærdóms og hefur sérstakt markmið í huga.

Kennedy-Moore segir: „Fullorðinsstýrður leikur snýst ekki um að hinn fullorðni sé að leggja börnum línurnar heldur spyr hann börnin spurninga sem hvetur þau til að hugsa. T.a.m. ef foreldri situr með barni að leysa púsluspil gæti hann sagt: „Ég sé að guli liturinn er hér ráðandi. Sérð þú einhver gul púsl?“ Að spyrja spurninga án þess að gefa svörin gefur barninu tækifæri á að sanna sig, vita rétta svarið.

Leikurinn er einnig leið barnsins til að losa um streitu. Búi barnið í mjög streituvaldandi umhverfi er nauðsynlegt fyrir það að fá tíma til að leika sér.

Leik-ráð frá Kennedy-Moore

Engin tæki. Það er engin rétt tímalengd fyrir börn að leika sér – en fylgstu með skjátíma barnanna. Hún segir: „Að spila tölvuleik við vini sína er ekki það sama og í raunheimi, þar sem börnin semja reglurnar, stunda samvinnu og keppa við hvert annað.“

Að leika einn er gott…upp að vissu marki: „Að leika sér eitt getur verið yndislegt og það eykur ímyndunaraflið. Til dæmis elska börn að leika ein með Lego.“ Leiki barnið alltaf eitt getur það verið viðvörunarmerki vegna félagslegrar einangrunar.

Fagnaðu óskipulögðum leik. Börnin segja: „Mér leiðist!“ og foreldrarnir stökkva til björgunar. Kennedy-Moore segir: „Ef foreldrar geta staðist það, kvartar barnið sáran og svo – gerist dálítið dásamlegt: Börn finna sér eitthvað að gera. Það er einstakur hæfileiki að fylgja eigin forvitni, skemmta sér sjálfum og stjórna tilfinningum.“

Leikurinn sjálfur er málið. „Leikurinn er mikilvægur og dýrmætur, þrátt fyrir að hann sé ekki í stöðugri, sýnilegri þróun í hvert skipti. Leikurinn er eins og listin – að læra að kunna að meta hann.“

Heimild: WebMd

 

 

Uppáhalds matur Charlotte prinsessu er ekkert venjulegur!

Uppáhalds matur Charlotte prinsessu er ekkert venjulegur!

Uppáhalds matur Charlotte prinsessu er ekkert venjulegur!

Miðjubarn Williams Bretaprins og Kate Middleton er hin sex ára prinsessa, Charlotte. Hún hefur óvenju fágaðan smekk miðað við sex ára skvísu, en grunnskólabörn sem nýverið hafa byrjað í skóla elska yfirleitt pylsur, eða grillaðar samlokur.

Kate hefur sagt í viðtali að Charlotte elski ólífur, sem er fæða af þeirri tegund að annaðhvort hatar fólk hana eða elskar.

Kate hefur einnig sagt að krakkarnir hennar elski að búa til salöt og svo búa þau oft til ostapasta sem er uppáhald allra í fjölskyldunni.

Kate hefur sjálf sagst elska ólífur þannig börnin eiga ekki langt að sækja það. Þriggja ára prinsinn Louis hefur einnig þennan fágaða smekk, en hann elskar rauðrófur! Sem mætti segja að flest börn á sama aldri hafi í flestum tilfellum hafnað ef borið fram fyrir þau…

Fjölskyldan á góðri stundu

Þegar fjölskyldan var að taka upp Mary Berry í fyrra sem er sérstakur jólaþáttur sagði hertogaynjan: „Við erum með gulrætur, baunir, rauðrófur sem er algert uppáhald Louis, hann elskar þær.“

Kate talar oft um hvað hún elski að elda heima með börnunum, meðal annars að búa til pizzur sem hún segir að börnin „fái aldrei nóg af.“

Pasta og steiktur kjúklingur er oft á borðum hjá Cambridge fjölskyldunni en þau hjónin segjast njóta þess að borða góða steik eða að fá sér „smoothie.“

Pin It on Pinterest