Cameron Diaz geislar í móðurhlutverkinu

Cameron Diaz geislar í móðurhlutverkinu

Cameron Diaz geislar í móðurhlutverkinu

Leikkonan dáða, Cameron Diaz, hefur loksins eignast langþráð barn, dótturina Raddix og hefur hún bara einbeitt sér að móðurhlutverkinu síðan þá.

Cameron gerði þó undantekningu í vikunni fyrir gott málefni og má sjá að hún hreinlega geislar af hamingju!

Cameron klæddist bol sem hannaður var af vinkonu hennar, Stellu McCartney, til að safna fé fyrir Greenpeacesamtökin í Bretlandi.

Cameron setti mynd af sér í Instagram Stories þar sem hún var í bolnum sem á stóð: „Save The Amazon.“

Stella setti einnig myndina á eigin Instagramreikning.

Cameron hefur haldið sig til hlés frá því hún lék í myndinni Annie árið 2014 þar sem hún vildi eyða tíma með eiginmanninum, Benji Madden, og þeim báðum ásamt dótturinni Raddix.

„Að vera eiginkona og móðir er bara það, hvað er orðið sem ég er að leita að…? Gefandi. Takk. Þetta hefur verið besti hluti lífs míns hingað til. Ég vorkenni svo mömmum sem þurfa að fara frá börnum sínum í vinnuna. Ég er mjög heppin að ég get verið með barninu mínu og, þú veist, að vera mamman sem ég er. Ég er bara mjög, mjög þakklát.“

 

Elskar fallegar barnavörur sem passa sem stofustáss

Elskar fallegar barnavörur sem passa sem stofustáss

Elskar fallegar barnavörur sem passa sem stofustáss

Hulan er heildverslun sem flytur inn einstaklega falleg barnaleikföng og húsgögn. Á bak við Huluna stendur hún Elva Kristín Arnardóttir sem finnst mjög mikilvægt að þær vörur sem hún flytur inn séu það fallegar að þær passi jafnt sem fallegur fylgihlutur inn í stofu sem og leikfang í barnaherbergið. Elva leggur mikið uppúr góðri og persónulegri þjónustu og ber svo sannarlega með sér góðan þokka þegar hún tók vel á móti blaðakonu Mamman.is sem hitti hana á fallegu heimili hennar í Úlfarsárdal í létt spjall.

-Segðu okkur aðeins frá fyrirtækinu þínu.

Hulan.is var stofnað 2008. Ég kom síðan inn í fyrirtækið árið 2018. Á bak við Huluna er Skjaldbaka ehf sem er heildverslun og er með umboð fyrir öll okkar vörumerki á Íslandi. Vörurnar seljum við síðan víðs vegar um allt land. Hulan.is er síðan netverslun sem við rekum þar sem er að finna allar okkar fallegu vörur. Einnig eru sérvaldar vörur þar inni sem fást einungis inn á Hulunni” segir Elva.

“Ég legg mikið upp úr góðri og persónulegri  þjónustu. Kúnnarnir mínir eiga stóran sess í hjarta mínu hvort um sé að ræða Hulu kúnnar eða eigendur og starfsfólk í búðunum” bætir Elva við.

-Segðu okkur aðeins frá vörunum ykkar?

Ég myndi segja að vörurnar eigi það allar sameiginlegt að vera alveg gríðarlega fallegar. Mér finnst mjög mikilvægt að vörurnar séu það fallegar að þig langi mest til að hafa þær upp í hillu inn í stofu hjá þér og einnig finnst mér skipta mjög miklu máli úr hverju þær eru gerðar” segir Elva og hlær.

En á hún Elva sér eitthvað uppáhalds merki af þeim vörum sem hún er að flytja inn?

Nei ég get alls ekki valið, er svo ánægð með öll þau merki sem fylgdu heildsölunni á sínum tíma og þau merki sem ég er búin að bæta við svo er ég að sjálfsögðu alltaf með augun opin fyrir nýjungum” segir Elva glöð í bragði.

Elva er gift og á tvö börn með manninum sínum, þau Agnesi Bríet 3 ára og Mikael Mána 9 ára. Elva er sjálf fædd og uppalin austur á Vopnafirði og fluttist til Reykjavíkur 19 ára og hefur verið búsett í Reykjavík síðan þá, fyrir utan stuttan tíma sem hún og maðurinn hennar bjuggu í Prag. En hvað finnst fjölskyldunni skemmtilegast að gera saman?

Við höfum verið mjög dugleg að ferðast og við elskum að vera við ána að veiða, segir Elva og bætir við. “Sumar og sól er bara alltaf best og ef ég ætti að nefna einn stað sem uppáhaldstað fjölskyldunnar þá er Florída efst á lista. En annars eigum við líka eftir að prufa nokkur lönd sem heilla okkur.” Aðspurð segir hún fjölskylduna sakna þess að ferðast utanlands. “Já svo sannarlega söknum við þess, enda hugsa ég að við nýtum fyrsta tækifæri sem gefst til að skella okkur út í smá frí”segir Elva að lokum hlæjandi.

Hér fyrir neðan má sjá fallegar myndir af tréleikföngum og kökudiskum sem fást í vefverslun Hulunnar. Einnig er að finna samfélagsmiðlahnappa beint inná Facebook & Instagram hjá Hulan.is neðst á síðunni.

Um okkur

Á bak við mömmuna standa tvær mömmur sem samtals eiga sex börn. Þær eiga það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á öllu því sem viðkemur lífsstíl barna, verðandi foreldra og mæðra, andlegt heilbrigði og næringu barna og fullorðina, barnauppeldi og foreldrahlutverkinu sjálfu, ábyrgðarmesta hlutverki okkar í lífinu.

Hugmyndin að mamman.is fæddist árið 2014 meðan á þriðju meðgöngu stóð hjá Auði. Upplifði hún að mikla vöntun á efni og fræðslu sem tengdist þessum málefnum á íslensku. Það virtist vera til nóg af efni á öðrum tungumálum en lítið sem ekkert efni á íslensku. Hún gekk lengi með þessa hugmynd og lét síðan slag standa árið 2015 og sótti námskeiðið Brautargengi ætlað konum með viðskiptahugmynd á vegum Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Í apríl árið 2016 opnaði mamman.isog hefur verið starfandi síðan þá með hléum.

Það var svo núna í apríl 2021 sem hún Harpa kom með sinn drifkraft og frumkvæði og ákveðið var að gefa mamman.is nýtt líf. Þriðja mamman, hún Helga, hannaði fallega vefinn okkar og fjórða mamman, hún Agga, hannaði nýja lógóið okkar. Það má því með sanni segja að það sé fullt af mömmum sem koma við sögu mamman.is á sinn hátt.

Markmið okkar er að vera með fræðslu, skemmti- og lífsstílstengt efni fyrir verðandi foreldra og þá sem þegar eiga börn eða koma að einhverjum hætti að uppeldi barna. Okkar mottó er að koma jákvæðu og uppbyggilegu efni áleiðis en við munum einnig fjalla um alvarlegri málefni en á hjálplegan og lausnamiðað hátt því við vitum að eigin raun að foreldrahlutverkið getur verið alls konar. Við bjóðum upp á afþreyingarefni jafnt sem fræðslu.

Við höfum mjög gaman að því að vinna með þeim aðillum sem koma að þjónustu við börn og uppalendur þeirra, hvort sem um ræðir einyrkja eða stór fyrirtæki. Við viljum vera í samstarfi við ykkur. Ef að þú telur þig á einhvern hátt eiga samleið með mamman.is viljum við endilega heyra frá þér. Þér er velkomið að senda okkur póst á mamman@mamman.is og við höfum samband við þig til baka.

Takk fyrir að lesa um okkur og við hlökkum til að heyra frá þér.

Kveðja,

Auður Eva & Harpa Hlín

Foreldrakulnun er staðreynd sem getur haft skaðleg áhrif

Foreldrakulnun er staðreynd sem getur haft skaðleg áhrif

Foreldrakulnun er staðreynd sem getur haft skaðleg áhrif

Yrja Kristinsdóttir er 36 ára þriggja barna mamma og eigandi fyrirtækisins Dafna, sem býður upp á markþjálfun og ráðgjöf fyrir foreldra og börn. Einnig rekur Yrja Vellíðunarsetrið sem staðsett er í Urriðaholti í Garðabæ. Blaðakona Mamman.is hitti Yrju yfir kaffibolla í Vigdísarhúsi sem var einkar vel við hæfi enda Yrja hæfileikarík kona og augljós leiðtogi í sér, líkt og Vigdís. Þegar blaðakona rakst á Instagramreikning Döfnu vakti upp forvitni hver stæði á bak við síðuna. Þar var mikið fjallað um foreldrakulnun og að það sé eðlilegt sem foreldri að upplifa allskonar tillfinningar, ekki bara eintóma gleði. Við byrjuðum því eðlilega á því að spyrja, hver er konan á bak við Dafna?  

„Ég heiti Yrja Kristinsdóttir og er eigandi Dafna sem býður upp á markþjálfun og ráðgjöf og rek einnig Vellíðanarsetrið sem er staðsett í Urriðaholti, Garðabæ. Dafna sérhæfir sig í börnum, unglingum og fullorðnum sem vilja auka vellíðan sína og ná betra jafnvægi. Ég vinn út frá aðferðum jákvæðrar sálfræði og markþjálfunar. Þar er lögð áhersla á þætti á borð við jákvæðar tilfinningar, styrkleika og hugarfar sem eiga þátt í því að einstaklingurinn blómstrar, vex og dafnar. Auk þessa er ég að vinna að verkefni ásamt Marit Davíðsdóttur, sem ber nafnið Gleðiskruddan. Gleðiskruddan er dagbók fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og er tilgangur hennar að auka sjálfsþekkingu, trú á eigin getu, bjartsýni og vellíðan,” segir Yrja og bætir við: „Gleðiskruddan er bæði á Instagram og á Facebook og þar er að finna bæði fræðslu og fróðleik sem nýtist fólki á öllum aldri. Einnig höfum við opnað vefsíðuna Glediskruddan.is en þar má finna upplýsingar um dagbókina, námskeið og fyrirlestra sem eru í boði,” segir Yrja. 

Hefur mikla ástríðu að aðstoða einstaklinga við að efla vellíðan

„Ég hef fjölbreytilega menntun en þar má nefna: BA. í félagsráðgjöf, MA. í uppeldis-og menntunarfræði með áherslu á lífsleikni, sjálfsmynd og farsæld, diplóma í djáknafræðum, diplóma í jákvæðri sálfræði á meistarastigi, dáleiðslutækni og markþjálfun. Ég er einnig að klára framhaldsnám í markþjálfun í maí og verð þar að auki vottaður NBI þjálfi,” segir Yrja. „Ég hef mikla ástríðu fyrir að aðstoða einstaklinga við að efla andlega heilsu, vellíðan og auka hamingju. Ég vinn mikið með foreldrum, þá sérstaklega mæðrum sem eru að koma úr fæðingarorlofi og/eða eru að finna jafnvægið á milli móðurhlutverksins, vinnu og þess að vera þær sjálfar. Ég legg mikla áherslu í mínu starfi á að þær fái aðstoð við að aðlaga móðurhlutverkið að sér, í stað þess að aðlaga sjálfa sig að móðurhlutverkinu,” segir Yrja sannfærandi. 

En hvað er foreldrakulnun? 

„Foreldrahlutverkið er margslungið, það er krefjandi, skemmtilegt, erfitt, yndislegt, gefandi og fjölbreytilegt. Foreldrar eru orðnir hreinskilnari og opnari í umræðunni um upplifun á streitu, kvíða og ójafnvægi í foreldrahlutverkinu. Það er jákvæð þróun því að foreldrakulnun (e. parental burnout) er staðreynd og er afleiðing af langvarandi þreytu og streitu í krefjandi aðstæðum,” segir Yrja. 

“Foreldrakulnun lýsir sér þannig að foreldrahlutverkið verður einstaklingnum bæði líkamlega og tilfinningalega ofviða og getur valdið efasemdum um getu til að vera gott foreldri og/ eða tilfinningalegri fjarveru.” 

Einkenni foreldrakulnunar eru meðal annars: Foreldrar upplifa kvíða og áhyggjur. Mikil þreyta. Foreldrar eiga erfitt með að vera meðvitað til staðar og njóta þess að eiga tíma með fjölskyldunni. Foreldrar geta upplifað efasemdir um að að vera gott foreldri og því fylgir sektarkennd. 

Er þetta eðlilegt ástand? 

„Það er eðlilegt að upplifa streitu, þreytu, ójafnvægi og allskonar tilfinningar þegar maður er foreldri, en að lenda í kulnun getur haft skaðleg áhrif. Það er því mjög mikilvægt að vera meðvitaður um öll þau einkenni sem eru til staðar til að geta leitað sér aðstoðar áður en foreldri upplifir foreldrakulnun,” segir Yrja. 

Hvaða hópur foreldra er líklegastur til að upplifa foreldrakulnun? 

„Samkvæmt rannsóknum á foreldrakulnun eru ákveðnir hópar foreldra í áhættuhóp en það eru þeir sem a) eiga erfitt með tilfinningastjórn og streitu, b) skortir stuðning frá maka og/eða hinu foreldri, c) skortir uppeldisfærni, d) eiga börn með sérþarfir og e) vinna hlutavinnu eða eru heimavinnandi.“. 

Hvert er hægt að leita sér eftir aðstoð? 

„Allir foreldrar geta upplifað einhver af þessum einkennum og þess má geta að það er fullkomlega eðlilegt að upplifa einhver af þeim án þess að lenda í kulnun. Ef að einkennin verða langvarandi er ráðlagt að leita sér aðstoðar. Það er án efa hægt að leita til margvíslegra meðferðaraðila sem geta aðstoðað foreldra sem eru að upplifa þessi einkenni en markþjálfun í anda jákvæðrar sálfræði er ein þeirra leiða,” segir Yrja og bætir við: „Aðferðir jákvæðrar sálfræði bjóða uppá möguleika til að koma á jafnvægi, draga úr álagi og auka vellíðan á þessu sviði en meðal rannsóknarefna innan greinarinnar eru vellíðan, jákvæðar tilfinningar, hamingja, þrautseigja, sambönd, hugarfar, tilgangur og hvað fær fólk til að vaxa og dafna í lífinu. Í jákvæðri sálfræði eru rannsakaðir þeir þættir sem hafa jákvæð áhrif á einstaklinga og fá þá til að blómstra. Rannsóknir hafa leitt í ljós að jákvætt viðhorf er verndandi þáttur fyrir sálræna og líkamlega heilsu. Það hafa jafnframt verið rannsakaðar aðferðir og æfingar sem rækta með okkur jákvæðar tilfinningar, hegðun og hugsanir og kallast þær jákvæð inngrip,” segir Yrja og bætir við að lokum: „Markþjálfun í anda jákvæðrar sálfræði er því tilvalin fyrir skipulag, sjálfsþekkingu, markmiðasetningu, aukið jafnvægi og ná að vera í núinu og njóta eða vera til staðar með vakandi athygli. Semsagt aukin vellíðan, jafnvægi og hamingja. Eins og oft er talað um þá þurfum við að setja á okkur súrefnisgrímuna áður en við getum aðstoðað aðra.” 

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast inn á vefsíðu dafna.is einnig er hægt að senda Yrju tölvupóst á dafna@dafna.is Við hvetjum alla þá sem tengja við einkenni kulnunar að leita sér aðstoðar.

 

Að busla í pollum og drullumalla er geggjuð núvitund

Að busla í pollum og drullumalla er geggjuð núvitund

Að busla í pollum og drullumalla er geggjuð núvitund

Sólveig María Svavarsdóttir er fjögurra barna móðir, grunnskólakennari að mennt og varaformaður Hæglætishreyfingar Íslands. Ásamt því að sinna móðurhlutverkinu að mikilli natni heldur hún úti skemmtilegum reikningi á Instagram sem heitir Útivera og börnin.

Við heyrðum í Sólveigu og spurðum hana hvaða áherslur hún væri með á síðunni sinni þegar kemur að útisamveru með börnum: „Á síðunni legg ég áherslu á útiveru, hægan lífstíl og núvitund. Útivera er stór hluti í uppeldi barna minna og sýni ég á síðunni meðal annars frá útiverum okkar og gef öðrum hugmyndir að útiveru. Útiveran þarf ekki að vera flókin en getur gefið bæði foreldrum og börnum mikið. Ég legg áherslu á að minna fólk á að staldra við og gefa augnablikinu sérstakan gaum. Mér finnst mikilvægt að gefa börnum frelsi og rými til að upplifa og kanna. Útbúa börnin vel og leyfa þeim svo að vaða út í næsta poll eða drullumalla að vild. Eins er mikilvægt fyrir okkur fullorðna fólkið að muna að staldra við, vera í meðvitund og jafnvel prófa að upplifa með börnunum! Börn eru svo miklir núvitundarkennarar,” segir Sólveig. 

Hér eru nokkrar hugmyndir sem Sólveig gaf okkur hjá Mömmunni að útiveru út frá þessari árstíð. 

Það eru kannski ekki allir sem eru til í að leyfa börnunum sínum að leika í pollum, en af hverju ekki „gó wild” eins og einu sinni! Það að fara með börnin út í gönguferð og leyfa þeim að leika sér í pollum, vötnum, ám getur verið stórkostleg upplifun fyrir þau og geggjuð núvitund. Þá skiptir máli að klæða sig rétt og vel eftir veðri. 

Að setja upp góðar aðstæður fyrir leik úti getur skipt miklu máli. Börn geta leikið sér tímunum saman með vatn, sand og mold. Það er mjög sniðugt að fara á nytjamarkaði og kaupa gamalt eldhússdót í leik. Þá er hægt að baka drullukökur, búa til súpur, kaffi og allt sem hugurinn girnist. 

Að fara í skógarferð er dásamleg upplifun. Að eyða hálftíma í grænu umhverfi getur gert mikið fyrir andlega líðan og líkamlega líðan. Það er sannað að grænt umhverfi getur haft mikil áhrif á streitu og róað taugakerfið. Það er upplagt að leyfa börnunum að klifra í trjám, æfa jafnvægið á mismunandi undirlagi eða taka með sér greinar og köngla heim í föndur. 

Að borða úti er enn betra en borða inni. Að baka og taka kaffitímann úti getur verið svo hressandi. Gönguferð með nesti á leikvöll er einföld hugmynd en getur gefið svo mikið! 

Nú er upplagður tími til að setja niður fræ með börnunum. Það getur gefið þeim svo mikið að rækta sitt eigið grænmeti ásamt því að það eykur umhverfisvitund þeirra. Það þarf ekki að vera flókið – til dæmis ein tómataplanta út í glugga, gulrætur í garði eða salat á svölum.

Sólveig er fjögurra barna móðir, grunnskólakennari að mennt og varaformaður Hæglætishreyfingar Íslands.

Mamman mælir með að kíkja á heimasíðu Hæglætishreyfingu Íslands www.hæglæti.is og hér fyrir neðan er hægt að klikka á samfélagsmiðla hnappa Útivera & börnin á Instagram og Hæglætishreyfingu Íslands á Facebook.

 

Pin It on Pinterest