Persónuleiki barnsins þíns samkvæmt stjörnumerkjunum
Persónuleiki barnsins þíns samkvæmt stjörnumerkjunum
Hefurðu velt fyrir þér hverskonar persónuleika barnið þitt kann að hafa þegar það eldist? Stjörnumerkið getur gefið góðar og skemmtilegar vísbendingar! Mun barnið mitt verða þrjóskt, feimið eða óhrætt? Ef þú trúir á stjörnumerkin er allt um barnið þitt skrifað í stjörnurnar!Vatnsberi (20. jan-18. feb)
Vatnsberabörn eru hvatvís – þú veist aldrei hvað þau gera næst. Það mun kannski koma þér á óvart hvað skemmtir þeim, hvað þeim finnst fyndið. Þau gera alltaf eitthvað óútreiknanlegt. Þau fara sínar eigin leiðir og líkar kannski við mat sem enginn annar borðar. Þú skalt hvetja barnið til að næra einstaklingsfrelsið, hampaðu sjálfstæði þess. Ef barnið vill leika með eitthvað óvenjulegt dót skaltu leyfa því það, svo lengi sem það er öruggt.
Fiskar (19. feb – 20. mars)
Fiskabörn eru draumórafólk. Spilaðu rólega tónlist fyrir þau og lesið á hverjum degi. Þau sofa oftast vært og njóta þess ef þú setur óróa, falleg ljós eða hljóð í svefnherbergið þeirra.
Hrútur (21. mar – 19. apríl)
Ef þú ert með lítinn hrút á heimilinu þarftu að hafa þig alla/n við, því hann er orkumikill! Hrúturinn er þekktur fyrir að halda foreldrum sínum á tánum. Hrútabörn elska ævintýri og þú þarft að passa vel upp á að heimilið sé öruggt því þau eru alltaf út um allt!
Nautið (20. apríl – 20. maí)
Börn í nautsmerkinu kunna stundum að vera þrjósk, en það er bara því þau þrífast í stöðugleika. Ef rútínunni þeirra er raskað verða þau óánægð! Gott ráð er að láta þau alltaf taka blund á sama tíma. Einnig er ráðlegt að hafa matar- og leiktíma í tiltölulega föstum skorðum.
Tvíburi (21. maí – 20. júní)
Litlir tvíburar vilja tjá sig og láta aðra skilja sig. Barnatáknmál gæti verið ráð við þessu, eða að búa til kerfi til að skilja hvort annað. tvíburar elska að læra og eru eins og litlir svampar, drekka í sig þekkingu. Leiktu við þá í orðaleikjum eða þroskaleikjum sem hvetja til gagnrýninnar hugsunar.
Krabbi (21. júní – 22. júlí)
Krabbabörn eru mjög viðkvæm sem hafa ber í huga þegar tengjast skal barninu. Þau hafa sérstaklega sterk tengsl við móðurina og þau þurfa mikinn „mömmutíma.“ Ekki hræðast að þau taki ástfóstri við annaðhvort foreldrið. Þér er líka óhætt að dekra það. Þessi börn elska að vera heima hjá sér þannig þið ættuð að hafa allskonar skemmtilegt við að vera á heimilinu.
Ljón (23. júlí – 22. ágúst)
Verið tilbúin mikilli gleði! Ljónabörn hafa frábæran húmor og hlæja mikið. Þau eru börnin sem allir elska – leiktu mikið við barnið og finnið sameiginlegan húmor. Farðu með ljónið á tónlistarnámskeið eða gefðu því hljóðfæri, því ljón elska tónlist.
Meyja (23. ágúst – 22. sep.)
Líkt og nautið þarf meyjan mikla rútínu og vill hafa hlutina á ákveðinn hátt. Þessi börn taka mjög vel eftir öllu og eru sífellt að „pæla í“ hlutunum. Þegar þú ert að gera eitthvað skaltu útskýra fyrir þeim. Þau vilja alltaf vita um hvað málið snýst og hvað skal gera næst, þannig hafðu það bakvið eyrað!
Vogin (23. sept – 22. okt)
Litlar vogir eru félagsmálatröll stjörnumerkjanna. Þau elska að eignast vini og þú ættir alltaf að vera hluti af mömmuhóp eða reglulegum hittingum til að leyfa þeim að hitta aðra. Þú þarft engar áhyggjur að hafa af félagslífi þessara barna!
Sporðdreki (23. okt – 21. nóv)
Sporðdrekar eru þekktir fyrir að gefa allt í hlutina og taka þeim alvarlega. Þeir eru tilfinningaríkir og sé barnið ekki ánægt veistu af því! Þegar þessi börn eru á skiptiborðinu eða eru kynnt fyrir einhverju nýju kann að vera að þú fáir að heyra það! Náðu alltaf augnsambandi við þau svo þið hafið góða tengingu.
Bogmaður (22. nóv – 21. desember)
Litlir bogmenn vilja alltaf vera á ferðinni eða gera eitthvað – þeir eiga erfitt með að sitja kyrrir. Þeir elska að fara í stutta bíltúra eða fara í ferðir. Ekki hafa þá heima allan daginn því þeir elska ævintýri! Þeir vilja læra með því að prófa sjálfir. Þessi börn eru mjög orkumikil og þurfa stöðuga athygli. Ef þið eigið gæludýr skaltu eyða miklum tíma í að kynna þau og sjá til þess að þeim komi vel saman.
Steingeit (22. des – 19. jan)
Litlar steingeitur eru athafnasamar og vilja þær oft gera hlutina á undan öðrum börnum, s.s. að tala eða skríða. Þau geta átt til að verða pirruð ef líkamlegur þroski er ekki í takt við hinn andlega. Þannig hvettu þau áfram, en vertu þolinmóð/ur þegar þau verða pirruð.