Persónuleiki barnsins þíns samkvæmt stjörnumerkjunum

Persónuleiki barnsins þíns samkvæmt stjörnumerkjunum

Persónuleiki barnsins þíns samkvæmt stjörnumerkjunum

Hefurðu velt fyrir þér hverskonar persónuleika barnið þitt kann að hafa þegar það eldist? Stjörnumerkið getur gefið góðar og skemmtilegar vísbendingar! Mun barnið mitt verða þrjóskt, feimið eða óhrætt? Ef þú trúir á stjörnumerkin er allt um barnið þitt skrifað í stjörnurnar!Vatnsberi (20. jan-18. feb)

Vatnsberabörn eru hvatvís – þú veist aldrei hvað þau gera næst. Það mun kannski koma þér á óvart hvað skemmtir þeim, hvað þeim finnst fyndið. Þau gera alltaf eitthvað óútreiknanlegt. Þau fara sínar eigin leiðir og líkar kannski við mat sem enginn annar borðar. Þú skalt hvetja barnið til að næra einstaklingsfrelsið, hampaðu sjálfstæði þess. Ef barnið vill leika með eitthvað óvenjulegt dót skaltu leyfa því það, svo lengi sem það er öruggt.

Fiskar (19. feb – 20. mars)

Fiskabörn eru draumórafólk. Spilaðu rólega tónlist fyrir þau og lesið á hverjum degi. Þau sofa oftast vært og njóta þess ef þú setur óróa, falleg ljós eða hljóð í svefnherbergið þeirra.

Hrútur (21. mar – 19. apríl)

Ef þú ert með lítinn hrút á heimilinu þarftu að hafa þig alla/n við, því hann er orkumikill! Hrúturinn er þekktur fyrir að halda foreldrum sínum á tánum. Hrútabörn elska ævintýri og þú þarft að passa vel upp á að heimilið sé öruggt því þau eru alltaf út um allt!

Nautið (20. apríl – 20. maí)

Börn í nautsmerkinu kunna stundum að vera þrjósk, en það er bara því þau þrífast í stöðugleika. Ef rútínunni þeirra er raskað verða þau óánægð! Gott ráð er að láta þau alltaf taka blund á sama tíma. Einnig er ráðlegt að hafa matar- og leiktíma í tiltölulega föstum skorðum.

Tvíburi (21. maí – 20. júní)

Litlir tvíburar vilja tjá sig og láta aðra skilja sig. Barnatáknmál gæti verið ráð við þessu, eða að búa til kerfi til að skilja hvort annað. tvíburar elska að læra og eru eins og litlir svampar, drekka í sig þekkingu. Leiktu við þá í orðaleikjum eða þroskaleikjum sem hvetja til gagnrýninnar hugsunar.

Krabbi (21. júní – 22. júlí)

Krabbabörn eru mjög viðkvæm sem hafa ber í huga þegar tengjast skal barninu. Þau hafa sérstaklega sterk tengsl við móðurina og þau þurfa mikinn „mömmutíma.“ Ekki hræðast að þau taki ástfóstri við annaðhvort foreldrið. Þér er líka óhætt að dekra það. Þessi börn elska að vera heima hjá sér þannig þið ættuð að hafa allskonar skemmtilegt við að vera á heimilinu.

Ljón (23. júlí – 22. ágúst)

Verið tilbúin mikilli gleði! Ljónabörn hafa frábæran húmor og hlæja mikið. Þau eru börnin sem allir elska – leiktu mikið við barnið og finnið sameiginlegan húmor. Farðu með ljónið á tónlistarnámskeið eða gefðu því hljóðfæri, því ljón elska tónlist.

Meyja (23. ágúst – 22. sep.) 

Líkt og nautið þarf meyjan mikla rútínu og vill hafa hlutina á ákveðinn hátt. Þessi börn taka mjög vel eftir öllu og eru sífellt að „pæla í“ hlutunum. Þegar þú ert að gera eitthvað skaltu útskýra fyrir þeim. Þau vilja alltaf vita um hvað málið snýst og hvað skal gera næst, þannig hafðu það bakvið eyrað!

Vogin (23. sept – 22. okt)

Litlar vogir eru félagsmálatröll stjörnumerkjanna. Þau elska að eignast vini og þú ættir alltaf að vera hluti af mömmuhóp eða reglulegum hittingum til að leyfa þeim að hitta aðra. Þú þarft engar áhyggjur að hafa af félagslífi þessara barna!

Sporðdreki (23. okt – 21. nóv)

Sporðdrekar eru þekktir fyrir að gefa allt í hlutina og taka þeim alvarlega. Þeir eru tilfinningaríkir og sé barnið ekki ánægt veistu af því! Þegar þessi börn eru á skiptiborðinu eða eru kynnt fyrir einhverju nýju kann að vera að þú fáir að heyra það! Náðu alltaf augnsambandi við þau svo þið hafið góða tengingu.

Bogmaður (22. nóv – 21. desember)

Litlir bogmenn vilja alltaf vera á ferðinni eða gera eitthvað – þeir eiga erfitt með að sitja kyrrir. Þeir elska að fara í stutta bíltúra eða fara í ferðir. Ekki hafa þá heima allan daginn því þeir elska ævintýri! Þeir vilja læra með því að prófa sjálfir. Þessi börn eru mjög orkumikil og þurfa stöðuga athygli. Ef þið eigið gæludýr skaltu eyða miklum tíma í að kynna þau og sjá til þess að þeim komi vel saman.

Steingeit (22. des – 19. jan)

Litlar steingeitur eru athafnasamar og vilja þær oft gera hlutina á undan öðrum börnum, s.s. að tala eða skríða. Þau geta átt til að verða pirruð ef líkamlegur þroski er ekki í takt við hinn andlega. Þannig hvettu þau áfram, en vertu þolinmóð/ur þegar þau verða pirruð.

Aldrei nota mýkingarefni á barnaföt!

Aldrei nota mýkingarefni á barnaföt!

Aldrei nota mýkingarefni á barnaföt!

Að láta barnafötin verða mjúk og ilma dásamlega hljómar ekki illa, en það ber að varast samkvæmt sérfræðingum. Þvottasérfræðingurinn og framkvæmdastjóri breska fyrirtækisins Laundryheap, Deyan Dimitrov, segir að mýkingarefni geti minnkað eldþol fataefna, semsagt auki líkurnar á eldfimi þeirra.

Deyan segir einnig að mýkingarefni geti ert húð viðkvæmra barna og dragi verulega úr eldþoli fatnaðar vegna uppsöfnun efna. Mýkingarefni innihalda fleyti- eða ýruefni og alkóhóletoxýlat sem hvoru tveggja eru í raun eldfim.

Oft eru barnaföt framleidd úr eldþolnum efnum, vegna öryggisráðstafana. Ef mýkingarefni eru notuð, draga þau úr virkni eldþolsins sem þýðir að komist efnið í nálægð við mikinn hita eða eld er líklegra að kvikni í fötunum.

Segir Deyan að þessvegna ætti hvorki að nota mýkingarefni á barnaföt eða náttföt. Hann segir að fólk ætti einnig að skoða hvað sé raunverulega í fötum barnsins. Eldþolin efni eru t.d. velúr, bómull og silki, flísefni eða frotteefni (gróft handklæðaefni.)

Hvað er hægt að nota í staðinn?

Þó þú getir ekki notað mýkingarefni þurfa fötin samt ekki að verða hörð og lyktarlaus. Mælir Deyan með að fólk þvoi fötin á viðkvæmri eða ullarstillingu þvottavélarinnar sem þurrkar fötin ekki jafn mikið. Hröð vinda gerir það nefnilega – gerir fötin harðari og óþægilegri.

Annað ráð er að þvo fötin í köldu vatni með þvottaefni sem þolir niður í 20C°. Einnig er mælt með að láta fötin þorna á snúru í stað þurrkara.

Að þvo eldþolin efni

Best er að forðast hátt hitastig, allt yfir 50C°er of heitt.

Ekki er ráðlagt að handþvo eða láta fötin liggja lengi í vatni eða bleikja þau – þetta brýtur niður eldþol efnanna.

 

10 leiðir að heilbrigðri meðgöngu

10 leiðir að heilbrigðri meðgöngu

10 leiðir að heilbrigðri meðgöngu

Meðganga er kjörin til að hugsa vel um þig sjálfa, bæði líkamlega og tilfinningalega. Hér eru nokkur frábær ráð til að hugsa vel um sjálfa þig á meðgöngunni og eignast heilbrigt barn.

Hittu lækni eða ljósmóður eins fljótt og auðið er

Um leið og þú uppgötvar að þú ert með barni, hafðu samband við heilsugæsluna þína til að panta tíma. Að vera undir eftirliti tryggir að þú færð góð heilsufarsleg ráð frá byrjun. Þú hefur þannig líka tíma til að undirbúa þig undir sónar og þau próf sem þú kannt að þurfa að taka.

Borðaðu rétt

Reyndu að halda þig við hollan og vel ígrundaðan mat eins oft og þú getur. Reyndu að hafa allavega fimm mismunandi grænmetistegundir á dag og tvo ávexti.

Fullt af kolvetnum, s.s. brauði, pasta og hrísgrjónum. Veldu óunninn eða lítið unnin kolvetni frekar en mikið unnin svo þú fáir öll nauðsynleg næringarefni ásamt trefjum.

Einnig þarf að huga að próteininntöku, s.s. með hnetum, eggjum, mögru kjöti, fiski eða baunum.

Einnig má snæða mjólkurvörur og/eða soja/hafravörur.

Ekki borða fyrir tvo þegar þú ert ólétt! Þú getur haldið uppi orkunni með orkumiklu snarli.  

Taktu vítamín

Meðgönguvítamín koma ekki í stað næringarríks matar. Þau geta þó hjálpað ef þú ert ekki að nærast nóg eða þú ert of lasin til að borða mikið. Vertu viss um að fá 500 míkrógrömm (mcg) af fólínsýru á dag. Þú þarft fólínsýru bæði þegar þú ert að reyna að eignast barn sem og á fyrsta þriðjungi. Þannig minnkarðu áhættu á hryggrauf og öðrum kvillum hjá barninu. Ráðfærðu þig við lækni ætlir þú að taka fæðubótaefni fyrir fæðinguna. Ef þú tekur ekki fjölvítamín fyrir vanfærar konur er hægt að kaupa fólínsýruna sér. Ef þú borðar ekki fisk er hægt að taka ómega sýrur í töfluformi.

Passaðu að taka ekki lýsi sem búið er til úr lifur fisksins því það inniheldur A-vítamín í formi retínóls sem er ekki ráðlagt á meðgöngu. Hvanneyrarveiki (e. listeriosis) er ekki algeng og oftast nær er hún ekki heilsuspillandi venjulegu fólki og leggst frekar á dýr. Bakterían kallast listería. Hún getur þó valdið vandkvæðum á meðgöngu og í fæðingu og getur jafnvel valdið fósturláti.

Best er því að forðast matvæli sem gætu innihaldið listeríu:

  • Kæfa hverskonar
  • Ógerilsneydd mjólk
  • Þurrvara sem ekki er nægilega mikið elduð
  • Mygluostar, s.s. camembert og gráðaostur
  • Listeríubakterían drepst við hitun þannig þú þarft alltaf að vera viss um að maturinn sé vel eldaður.
  • Salmonellubaktería getur valdið matareitrun. Hana kann að vera að finna: í vanelduðum kjúkling og fuglakjöti
  • Hráum eða lítið elduðum eggjum
  • Eldið egg þar til hvítan og rauðan eru elduð í gegn.
  • Þvoið alltaf áhöld, skurðarbretti og hendur eftir að hafa meðhöndlað hráan kjúkling og egg. Hreinlæti skiptir öllu máli þegar þú ert með barni.

Bogfrymlasótt er sýking sem berst með sníkjudýrum. Hún er einnig sjaldgæf en getur haft áhrif á ófætt barn. Þú getur minnkað möguleikana á sýkingu með því að:

  • Elda allan mat alltaf í gegn
  • Þvo grænmeti og ávexi afar vel fyrir neyslu
  • Nota hanska þegar skipt er um kattasand eða unnið í mold.  

Æfðu reglulega  

Regluleg líkamsrækt getur haft góð áhrif á óléttar konur. Þú byggir upp styrk og þol og einnig höndlarðu betur þyngdaraukninguna og fæðinguna sjálfa. Það gerir þér einnig kleift að komast aftur í form eftir barnsburð.

Það gefur góða tilfinningu og minnkar líkur á depurð.

Góðar tillögur að hreyfingu eru t.d.

  • Rösk ganga
  • Sund
  • Meðgöngutímar í líkamsræktarstöðvum
  • Jóga
  • Pilates

Ef þú tekur þátt í íþróttum getur þú haldið því áfram eins lengi og þér þykir þægilegt. Ef íþróttin eykur hættu á föllum eða byltum eða mikið álag er á liðina er kannski ráð að endurskoða það. Talaðu við lækninn þinn eða ljósmóður ef þú ert ekki viss.  

Grindarbotnsæfingar

Grindarbotninn er eins og hengirúm vöðva í grindarholinu. Þessir vöðvar styðja við þvagblöðruna, leggöngin og fleira. Þeir eru stundum veikari en vanalega á meðgöngu því mikið álag er á þeim. Meðgönguhormónin orsaka einnig stundum að það slaknar á þessum vöðvum. Stundum finna óléttar konur fyrir þvagleka af þessum sökum. Þú getur styrkt þessa vöðva með því að gera reglulegar grindarbotnsæfingar.

Ekkert áfengi

Allt áfengi sem þú drekkur fer beint til barnsins í gegnum blóðrásina og legkökuna. Það veit enginn hversu mikið áfengi er „öruggt“ að drekka á meðgöngu þannig best er að taka enga áhættu og sleppa því algerlega. Að drekka mikið eða „detta í það“ á meðgöngu er hættulegt barninu. Ef þú átt við drykkjuvanda að stríða er best að leita sérfræðiaðstoðar strax ef þú getur ekki hætt að drekka (saa.is, aa.is)

Áfengisneysla getur valdið fósturskemmdum og vandinn getur verið frá vægum til alvarlegra einkenna.  

Minnkaðu koffínneyslu  

Kaffi, te, kóladrykkir og orkudrykkir eru örvandi. Það hefur lengi verið deilt um áhrif koffínneyslu á meðgöngu á fóstrið, oft tengt of léttum börnum við fæðingu. Ídag er sagt að að 200mg af koffíni á dag skaði ekki barnið. Það eru u.þ.b. tveir bollar af tei, einn bolli af instant kaffi eða einn bolli af espresso.

Eins og með áfengið er vert að huga að engri neyslu á meðgöngu, sérstaklega á fyrsta þriðjunginum. Koffínlaust kaffi og te, ávaxtate og ávaxtasafar koma vel í staðinn.  

Ekki reykja  

Að reykja á meðgöngu getur valdið miklum skaða, bæði fyrir þig og barnið.

Aukin áhætta er á:

Fósturláti

Ótimabærri fæðingu

Léttu barni

Ungbarnadauða  

Reykingar auka einnig hættu á andláti barns í fæðingu.

Reykingar auka ógleði og uppköst

Utanlegsþykkt

Fylgjan getur losnað frá veggnum fyrir fæðingu  

Ef þú reykir er best að hætta, fyrir þína eigin heilsu og barnsins. Því fyrr – því betra. Það er aldrei of seint, jafnvel þó þú hættir á síðustu vikunum. Leitaðu sérfræðiaðstoðar ef þú þarft  

Hvíld  

Þreytan sem þú finnur fyrir fyrstu mánuðina er vegna hárrar tíðni meðgönguhormóna í líkamanum.

Síðar er þetta leið líkamans til að segja þér að slaka á. Ef þú getur ekki sofið á nóttunni skaltu taka lítinn blund um daginn til að ná hvíld. Ef það er ekki hægt skaltu reyna að taka allavega hálftíma hvíld með tærnar upp í loft!   Ef þér er illt í bakinu og getur ekki sofið, reyndu að liggja á vinstri hlið með hnéin beygð. Þú getur einnig fengið þér snúningslak og kodda undir bumbuna til að létta á bakinu. Líkamsrækt getur einnig hjálpað til við bakverki sem og svefninn, svo lengi sem þú tekur ekki æfingu rétt fyrir svefninn!

  • Til að róa þig fyrir svefn, reyndu róandi æfingar á borð við:
  • Jóga
  • Teygjur
  • Djúpöndun
  • Hugleiðslu
  • Nudd

Hvenær eru börn tilbúin að vera ein heima?

Hvenær eru börn tilbúin að vera ein heima?

Hvenær eru börn tilbúin að vera ein heima?

Að treysta barninu einu heima í húsinu með öllu sem því fylgir er stórt skref, sérstaklega milli aldursins 9-12 ára – barnið er ekki barn lengur en ekki orðið unglingur.

Það hefur vissulega sína kosti að skilja barnið eftir heima að sjálfsögðu, eða láta það gæta yngri systkina. Þarna ertu að treysta barninu og það lærir ábyrgð. Það gæti líka verið huggulegt að komast út að borða með vinkonunum eða makanum barnlaus, svona til tilbreytingar!

Þannig – hvenær er í lagi að skilja barnið eftir eitt heima? Hvenær eru börn tilbúin að passa? Sérfræðingar segja að svörin við þessum spurningum velti á þroska barnsins og aðstæðum ykkar.

Hér eru nokkur atriði sem hafa ber í huga áður en þessi ákvörðun er tekin:

Fullorðinsmælikvarðinn

Engin lög eru á Íslandi um hvenær börn „mega“ vera ein heima. Ákvörðunin er foreldranna. Það er augljóst að þú skilur ekki fimm ára barn eftir eitt heima..en hvað með 11 eða 12 ára barn?

Flestir sérfræðingar eru sammála um að aldurinn 10-11 ára sé í lagi, að skilja barnið eftir í stuttan tíma í senn (minna en klukkustund) að degi til, svo lengi sem barnið upplifir ekki ótta og þú telur að það sé orðið nægilega þroskað.

Svo gætu liðið eitt eða tvö ár þar til barnið er eitt heima að kvöldi til.

Hvar þið búið getur líka haft áhrif á þetta. Búið þið í rólegu íbúðarhverfi eða annasömu?

Eruð þið með þjófavarnarkerfi? Kann barnið á það?

Getur barnið fylgt einföldum reglum og skilur það þær, s.s. að læsa dyrum og opna ekki fyrir ókunnugum?

Telur þú barnið þitt hafa góða dómgreind í öðrum kringumstæðum?

Eru vinir, nágrannar eða fjölskyldumeðlimir í nágrenninu sem gætu brugðist við, komi eitthvað upp á?

Er barnið þitt ábyrgðarfullt? T.d. klárar það heimavinnu án þess að vera ýtt á það, gerir það einföld húsverk?

Hvað finnst barninu sjálfu um að vera eitt heima?

Húsreglur

Ef þú hefur svarað flestum eða öllum spurningum ofangreindum játandi gæti barnið þitt verið tilbúið að vera eitt heima.

Áður en þú ferð í fyrsta skipti skaltu búa til reglur varðandi eftirfarandi atriði:

Hvað á að gera ef dyrabjallan hringir? Síminn hringir?

Hversu lengi má barnið vera í tölvunni eða horfa á sjónvarpið?

Að láta barnið passa yngri systkini

Sum börn hafa þroska til að passa önnur börn frá 11-13 ára aldri. Stundum er betra að bíða ef maður er ekki viss.

Áður en þú lætur barnið þitt passa, skaltu spyrja sömu spurninga og þú myndir spyrja manneskju sem ekki væri barnið þitt.

Allar barnfóstrur þurfa að vera:

  • Ábyrgar
  • Fullorðinslegar
  • Geta tekið góðar ákvarðanir
  • Fylgja reglum
  • Höndla vel valdið án þess að misnota það
  • Geta höndlað óvænt atvik án æsings
  • Best væri einnig að barnið kynni fyrstu hjálp, en barnfóstrunámskeið eru mjög góð og í boði.

Húsið tilbúið

Hafðu húsið í standi og eins barnvænt og hægt er til að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur þegar þú ferð út.

Til dæmis er gott að búa til símanúmeralista með þínu númeri, náinna ættingja, nágranna og auðvitað 1-1-2.

Einnig er gott að ræða við unglinginn hvað hann myndi gera ef upp kæmi neyðartilfelli s.s. eldsvoði. Láttu hann vita hvar sjúkrakassinn er og kenndu honum á hann.

Hafðu hollan mat handhægan. Ef þarf að nota eldavél eða örbylgjuofn skaltu vera viss um að unglingurinn kunni á þau tæki.

Áður en þú leyfir unglingnum að passa eða vera einn heima er ágætt að fara yfir þau atriði sem huga þarf að – t.d. ef einhver ókunnugur bankar upp á, ef systkinið tekur bræðiskast eða önnur atriði sem þér finnst vert að taka fram.

Farðu í fyrsta sinn eitthvert stutt, um hálftíma eða svo. Ræddu svo hvernig gekk. Ef allt gekk vel má lengja tímann í hvert skipti.

Passaðu að þegar þú ferð út sé síminn handhægur. Ef þig langar að „tékka inn“ skaltu hafa símtöl og skilaboð í lágmarki til að sýna unglingnum að þú treystir honum og getir notið þess að vera að heiman.

Heimild: WebMD

Hvað borðar ársgamalt barn?

Hvað borðar ársgamalt barn?

Hvað borðar ársgamalt barn?

Margir foreldrar eru í vandræðum að velja réttan mat til að gefa ársgömlu barni. Ef þú ert að vandræðast með slíkt ertu að lesa rétta grein! Barnið er að vaxa og þau þurfa meira en mjólk …en hvað? Hér eru sniðug ráð fyrir samsetningu matar fyrir ársgamalt barn, næringarrík og einföld.

Ársgömul börn eru afar sérstakar týpur! Þau eru að læra svo margt nýtt. Að ganga og tala og þau eru líka að nota þessa sniðugu guðsgaffla: fingurnar. Við getum nýtt alla okkar þekkingu þegar kemur að þessum atriðum.

Nú geta þau tekið upp mat með vísifingri og þumli. Þau geta tekið upp smáa hluti, bita af mat og sett þá upp í munn. Þau vilja nota þetta grip og við viljum að þau borði þannig gerum þetta saman!

Ársgömul börn hafa lítið magamál þannig hver biti þarf að vera úthugsaður. Börnin þurfa járnríkan mat og líka grænmeti og appelsínugulan mat til að fá öll nauðsynleg næringarefni.

Þau þurfa einnig mikla fitu til að heilinn þroskist eðlilega, prótein og kolvetni til að stækka. Að gefa börnunum eins lítið unninn mat og hægt er hjálpar til við að fá öll næringarefni sem þau þarfnast.

Hér er formúla sem þú getur notað til viðmiðunar fyrir máltíðir og snarl fyrir barnið:

Prótein + fita + ávöxtur og/eða grænmeti + orkuríkur matur = vel samsett máltíð.

Próteingjafar sem ársgömul börn geta borðað. Athugaðu að allt sé eldað þar til það er mjúkt og skorið niður eða borið fram á öruggan hátt:

  • Egg
  • Kjúklingur
  • Fiskur
  • Nautakjöt
  • Svínakjöt
  • Lambakjöt
  • Baunir (eldaðar þar til þær eru mjúkar)
  • Hummus
  • Hnetusmjör (smurt þunnt á brauð)
  • Mjólkurvörur
  • Tófú
  • Hnetur eða fræ í jógurt eða eplamauk

Athugaðu að gefa barninu prótein í hverri máltíð eða snarli.

Fita fyrir ársgamalt barn

Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir barnið – að bæta fitu í matinn hjálpar líkömum þeirra að vinna úr fituleysanlegum vítamínum og fitan hjálpar til við heilaþroskann

  • Ólífuolía
  • Avocado olía
  • Kókosolía
  • Smjör
  • Feitur fiskur (lúða, lax)
  • Avocado
  • Fituríkar mjólkurvörur
  • Hnetusmjör í matinn eða á brauð

Ávextir og grænmeti fyrir ársgömul börn

Allir ávextir og grænmeti eru hentug til að gefa börnum. Við viljum helst að þau borði grænt og appelsínugult grænmeti daglega. Hér er listi yfir slíkt. Þau ættu öll að vera elduð og mjúk og skorin í þeirri stærð að barnið geti haldið á þeim milli þumals og vísifingurs.

  • Gulrætur
  • Sætar kartöflur
  • Grasker
  • Brokkólí
  • Eldað kál
  • Svo þarftu að athuga að gefa barninu nægilegt C-vítamín en það hjálpar til við upptöku járns í líkamanum.

Orkuríkur matur

Eins og nafnið gefur til kynna gefur matur börnum orku, s.s. hafrar, sterkjuríkt grænmeti og ávextir. Það er auðvelt að falla í þá gryfju að gefa barninu BARA kex eða seríós í snarl og fyllur það magann, vissulega, en veitir ekki nægilega næringu.

Það þarf að vera mikið af vítamínum, steinefnum og öðrum næringarefnum í matnum.

Til dæmis:

  • Kínóa
  • Hafrar (eldaðir)
  • Sætar kartöflur
  • Baunir ýmiskonar
  • Hvítar kartöflur
  • Hrísgrjón
  • Brauð
  • Þurrkaðir ávextir eða eldaðir og skornir í litla bita

Varist að gefa barninu mat sem getur staðið í þeim.

Algengast er að standi í börnum:

  • Gulrótastangir
  • Heil vínber eða kirsuberjatómatar
  • Stórir bitar af hráum ávöxtum eða grænmeti
  • Poppkorn
  • Kartöfluflögur
  • Heilar hnetur og fræ
  • Seigt kjöt
  • Stórir skammtar af hnetusmjöri
  • Pylsur
  • Stórir ostbitar
  • Tyggjó
  • Hart sælgæti eða mjúkt
  • Til að koma í veg fyrir að standi í börnum er alltaf ráðlagt að mýkja eða skera í litla bita. Forðist matvæli sem ekki er hægt að meðhöndla á þann hátt.

Hér eru hugmyndir að vel samsettum máltíðum fyrir ársgamalt barn:

Morgunmatur: Hafragrautur búinn til með kókosolíu og hnetusmjöri hrært í, blá mjólk og jarðarber.

Morgunhressing: Frosnar baunir eldaðar með smjöri á, niðursneitt epli

Hádegismatur: Brauð með möndlusmjöri, eldaðar gulrætur með ólífuolíu

Kaffi: Niðursneitt avocado, seríós

Kvöldmatur: Mjúkur kjúklingur, hrísgrjón með smjöri, gufusoðið brokkolí með ólífuolíu, mjólkurglas

 

Pin It on Pinterest