Ef barnið þitt segist vera illt í maganum, ekki draga það í efa

Ef barnið þitt segist vera illt í maganum, ekki draga það í efa

Ef barnið þitt segist vera illt í maganum, ekki draga það í efa

Foreldrar eiga til að afskrifa magaverki barnsins sem ímyndun, en mælt er með að foreldrar eigi samræður við börnin varðandi hvort eitthvað sé að naga þau, í stað þess að ýta því út af borðinu.

Þegar barnið þitt kemur til þín og segir: „Mér er illt í maganum“ ættirðu, sem foreldri, að taka því alvarlega. Að vera foreldri er erfitt og stundum er það erfiðasta að vera „rannsóknarlöggan“ og finna út hitt og þetta. Foreldrar eru alltaf að reyna að átta sig á hver gerði hvað, hver sagði ósatt og hvað sé að þegar barnið kemur til þeirra og segist ekki líða vel. Börn verða veik og slasa sig, meira á barnsaldri en á öðrum tíma í lífi þeirra og það er hlutverk foreldranna að ákvarða hvort kvartanir þeirra séu alvarlegar eða hvort hægt sé að afgreiða þær með einföldu knúsi.

Þegar börn vaxa úr grasi og fara í skóla eru alltaf til dæmi um börn sem segjast ekki líða vel til að fá að koma heim úr skóla, fara ekki í skólann eða vilja ekki gera eitthvert verkefni. Þetta getur leitt til efasemda af hálfu foreldris þegar barnið kemur svo og segist vera illt, t.d. í maganum, sérstaklega ef barnið er ekki að kasta upp eða það sé sjáanlegt að því líði illa.

Samkvæmt Childrens er afar líklegt að magaverkir geti orsakast af streitu, kvíða eða öðrum andlegum vandkvæðum. Þó barnið sé ekki með niðurgang eða kasti upp, þýðir það ekki að maginn sé því ekki til trafala. Þessvegna er mikilvægt að foreldri afgreiði ekki kvartanirnar með því að hunsa þær. Ef kvíði orsakar magaverkinn og mamman segir að barnið sé ekki með neinn magaverk er hún að gera lítið úr tilfinningum barnsins. Þetta segir einnig Child Mind Institute sem ræðir einnig samband milli kvíða og meltingarvanda.

Vísindin á bakvið þetta er í taugakerfi iðranna (enteric nervous system (ENS)). Í því eru meira en 100 milljón taugafruma sem eru í þarmakerfinu og hafa þær stöðug samskipti við heilann og heilinn bregst við. Þetta þýðir að áhrif beggja líffæra eru stöðugt tengd og hafa þau áhrif hvort á annað.

Sérfræðingar segja foreldrum að hugsa um það sem „truflanir“ líkt og í útsendingu, að barn sé stressað eða kvíðið vegna einhvers. Kannski á það að tala fyrir framan bekkinn og þessi „truflun“ sé send frá heilanum niður í meltingarkerfið og orsakar þessa vanlíðan. Ef barnið kemur til þín með magaverk, reyndu að spjalla við það og fá að vita hvort eitthvað annað ami að, í stað þess að afskrifa það sem ímyndun.

Heimild: Moms.com

 

11 gildi sem allir foreldrar ættu að kenna börnum sínum: Myndband

11 gildi sem allir foreldrar ættu að kenna börnum sínum: Myndband

11 gildi sem allir foreldrar ættu að kenna börnum sínum: Myndband

Foreldrar eru ábyrgir fyrir að gefa börnum sínum góð ráð, og hefjast þarf handa snemma. Svo er ekki nóg að gefa ráð, foreldrar þurfa sjálfir að fara eftir þeim! Hvort sem það snýst um að koma fram við aðra af virðingu eða sýna sjálfsaga, þá eru foreldrar fordæmið sem barnið sér. 

Hér er alveg frábært myndband frá Practical Wisdom:

 

Minntu börnin þín á að það er í lagi að gera mistök

Minntu börnin þín á að það er í lagi að gera mistök

Minntu börnin þín á að það er í lagi að gera mistök

Börn eru stundum hrædd við að prófa nýja hluti af ótta við að þau verði dæmd af mistökum sínum. Mistök eru samt hvernig við lærum á lífið. Við tökum ákvörðun sem leiðir til einhverrar niðustöðu sem við viljum ekki eða jafnvel meiðir einhvern og við lærum af þessum mistökum.

Við aðlögum orð okkar og gjörðir fyrir framtíðina. Þetta er svo innprentað í eðli okkar að við áttum okkur kannski ekki á að við þurfum að kenna börnunum okkar að mistök séu til þess að læra af þeim.

Börn verða að læra að mistök gerast, þau læra af þeim og halda áfram. Þau læra að taka betri ákvarðanir þaðan í frá, vegna mistakanna sem þau gerðu.

Samt sem áður verða börn að vera frjáls að gera mistök vitandi það að mamma dæmi þau ekki fyrir þau. Fullorðnum líður illa þegar þeir gera mistök og þeir óttast einnig dóm þeirra sem í kringum þá eru, sérstaklega sínum nánustu. Börnum líður eins. Þau geta óttast mistök því þau eru hrædd um að mamma eða pabbi dæmi þau og þau verði vonsvikin.

Foreldrahlutverkið snýst um að vaxa og það getur verið að foreldrar þurfi að læra að þeir kenni börnum sínum en dæmi þau ekki.

Mistök eru nauðsynleg

Samkvæmt Bright Horizons er stóra málið ekki mistökin sjálf, því börn verða að gera mistök. Sumir eru jafnvel þeirrar skoðunar að börn skuli vera hvött til að gera mistök! Þegar við leyfum þeim að gera mistök erum við að hjálpa þeim að byggja upp seiglu og niðurstaðan verður manneskja sem er örugg, fær og ánægð og hún þróar einnig með sér tilfinningagreind og félagslega greind.

Þú dæmir

Eins mikið og foreldrar óska sér að þeir dæmi ekki börn sín fyrir mistökin, þá gera þeir það samt oft. Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að það er fullkomlega eðlilegt. Samvkæmt Parenter að dæma og dómharka innbyggð í mannkynið og þar eru foreldrar meðtaldir. Mannfólkið þróaði með sér hæfileikann til að dæma fyrir fjölmörgum öldum og það er leið til að verja okkur sjálf fyrir hlutum sem valda okkur sársauka. Mennirnir urðu að vera fljótir að dæma til að verja sig fyrir hættulegum ákvörðunum. Þetta hefur að sjálfsögðu þróast og nú setjumst við í dómarasætið alla daga, jafnvel þó við áttum okkur ekki á því.

Hvað geta foreldrar gert?

Nú þegar þú veist, sem foreldri, að þú líklega dæmir mistök barnsins þíns geturðu unnið í því að barnið verði ekki fyrir áhrifum af því. Samkvæmt Very Well Family eru viðbrögð foreldra eitthvað sem hefur áhrif á börnin og hvernig þau sjálf líta á mistökin. Þegar þú vinnur í þessu þarftu að líta virkilega inn á við. Hægt er að vinna í spegli, með því að stúdera andlitið. Hugsaðu um þau mistök sem barnið hugsanlega gæti gert og ímyndaðu þér hvernig þú myndir bregðast við og hvort þú gætir breytt einhverju.

Fyrstu viðbrögð eru eitthvað sem foreldrar ættu að hafa í huga fyrir framtíðina. Þegar barn gerir mistök, ekki gefa þér tíma til að bregðast við, einbeittu þér að því sem barnið getur lært af þessum mistökum og hvernig það muni bregðast öðruvísi við í framtíðinni.

Að opna þig um mistök sem þú sjálf/ur hefur gert sem foreldri eða í lífinu yfir höfuð getur hjálpað barninu að átta sig á að fullorðnir gera einnig mistök.

 

Mamma deilir frábæru ráði til að fá börn til að ropa!

Mamma deilir frábæru ráði til að fá börn til að ropa!

Mamma deilir frábæru ráði til að fá börn til að ropa!

Allar mæður þekkja þetta: Vandann við að láta barnið ropa til að losna við loftið sem barnið gleypir eftir að hafa drukkið. Mamma nokkur hefur fundið snilldarráð sem hún segir að virki í 99,9% tilfella! Er um að ræða einfalt ráð sem hún kallar „the wiggle butt” og sýnir það á TikTok. 

„Ég ætla að sýna ykkur trikkið að ná góðu ropi upp úr barninu ykkar!” segir Tay Becker. „Þetta lítur fáránlega út, en það virkar.” Svo sýnir hún hvernig halda skal á barninu með annarri hendi til að styðja höfuð þess og bak og hin höndin heldur barninu upp við öxlina. „Haldið í höfuðið og ýtið fótunum til og frá. Þetta er mjög mjúk hreyfing, ekki þvinga fæturnar.”

Þú getur séð hér hvernig Tay fer að þessu og viðbrögð áhorfenda létu ekki á sér standa frá þeim sem prófuðu þetta, það virtist virka!

 

@taybeckerbeautyComing at you today with a #lifehack! Here’s my trick for burping your baby! #momlife #toddlermom #boymom #fostermom #newmom #hack #parenthack

♬ original sound – Tay Becker

Ónógur svefn hefur mikil áhrif á námsárangur barna

Ónógur svefn hefur mikil áhrif á námsárangur barna

Ónógur svefn hefur mikil áhrif á námsárangur barna

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að ónógur svefn hefur áhrif á bæði hegðun barna sem og námsárangur þeirra.Svefn er lífsnauðsynlegur og styður við andlega og líkamlega vellíðan og er börnum sérstaklega mikilvægur. Svefninn hjálpar þeim að stækka, þroskast og takast á við næsta dag. Þegar barn fær ekki nægan svefn hefur það áhrif á heilsuna og hugarástand, en alltaf er verið að rannsaka og komast að því hvað hann hefur mikil áhrif og hvernig er hægt að bæta úr málum.

Samkvæmt EurekAlert var rannsókn framkvæmd sem sýndi að ónógur svefn hjá lituðum börnum efnaminni fjölskyldna hafði neikvæð áhrif á hegðun sem og námsárangur. Rannsóknin var framkvæmd af NYU Grossman School of Medicine, Harvard Medical School, og háskólanum í Texasog má lesa um hana hér.

Slakur og ekki nægur svefn hefur áhrif á þessi börn og setur þau í hættu á að þróa með sér hegðunarvanda og kemur í veg fyrir velgengni í skóla. Skoðuð var tenging milli svefns, hegðunar í tíma og svo einkunnir.

Einkum voru þeldökk börn skoðuð sem ólust upp í vanþróuðum hverfum, sem ekki fengu stuðning ríkisins eða önnur úrræði á vegum ríkisins.

Kennarar sögðu frá þreytu barna í tíma og lítilli þáttöku.

Alexandra Ursache, ein af rannsakendum, sagði að rannsóknin sýndi mikilvægi þess að þróa með börnum heilbrigt svefnmynstur.

Kennarar eiga einnig að ræða við foreldra sjái hann merki þess að barn sé þreytt í kennslustund. Þetta hjálpar öllum við að hjálpa barninu að ná betri námsárangri.

Best væri að rannsaka fleiri börn úr öllum stigum þjóðfélagsins, af öllum kynþáttum, til að sjá hvort alhæfa megi um niðurstöðurnar. Einnig var ekki notaður svefnriti heldur spurningalisti sem rýrir rættmæti niðurstaðnanna.

 

Alma Rut: „Ég fékk að leika mér, ég fékk að vera barn”

Alma Rut: „Ég fékk að leika mér, ég fékk að vera barn”

Alma Rut: „Ég fékk að leika mér, ég fékk að vera barn”

Alma Rut skrifar: Þegar ég var lítil átti ég ekki gsm síma, ég var ekki með internet og notkun á heimasímanum var takmörkuð þar sem að dýrt var að hringja og þá sérstaklega út á land.
 
Þegar ég var lítil mættu vinir mínir heim til mín til þess að spyrja eftir mér og ég heim til þeirra. Stundum þá töluðumst krakkarnir saman í skólanum og ákváðu tíma og stað til að hittast á um kvöldið. Það voru lang flestir úti, alltaf og hvernig sem veðrið var. Við bara klæddum okkur vel.
 
Þegar ég var lítil safnaði ég öllu sem ég gat safnað held ég. Límmiðum, lukkutröllum, steinum, og sérvéttum. Ég talaði við alla og kynntist fólki út um allt. Sumar konurnar í hverfinu tóku fyrir mig sérvéttur þegar þær fóru í veislu og geymdu í kassa sem ég svo sótti til þeirra.
 
Þegar ég var lítil sótti ég mat handa kettinum í fiskibúðina því ég hafði nokkru áður gefið mig á tal við starfsmann þar sem síðan safnaði afgöngum fyrir mig. Svo mætti ég nokkrum sinnum í viku eða daglega og sótti allskonar hausa og fleira af fiskum handa kisunni okkar henni Lúsí.
 
Alma Rut á góðri stundu með Axel, syni sínum

 
Þegar ég var lítil tók ég strætó niður á bryggju með systur minni og bauð fram vinnuafl, mig og Thelmu systir og í laun vildum við fá hamborgaratilboð.
Við gengum á milli báta og fengum að lokum vinnu. Við verkuðum heilan dag, vorum allar í slori og enduðum daginn stoltar og sælar, angandi af fiski fýlu fyrir framan afraksturinn, launin okkar sem voru hamborgari, franskar og kók.
 
Þegar ég var lítil þá gladdi ég mömmu með blómum, steinum, bréfum og ljóðum. Ég bjó til kaffi handa henni og kom henni á óvart með því að taka til áður en hún kom heim. Hún tók sér tíma í að þakka mér fyrir og ég vissi og fann í hjartanu mínu að hún meinti það.
Þegar ég var lítil þá leiddi ég blindan mann sem bjó á neðstu hæðinni hjá ömmu fram og til baka upp götuna.
 
Éģ var þarna fjögurra ára gömul, gekk niður tröppurnar og „sótti” hann, bað hann um að koma því nu værum við sko að fara út að labba. Mín tilfinning var greinilega sú að ég gæti hjálpað honum þar sem að hann sá ekki. Og saman gengum við fram og til baka.
Þegar ég var lítil þá sat ég heilu tímana og gramsaði í geymslunni, ég heimsótti gamlar konur og ég bauð þeim aðstoð. Ég bjó til allskonar úr öllu og lék mér með fullt sem var ekki dót.
 
Þegar ég var lítil þá fékk ég mikið frelsi til að vera barn og það frelsi var mér ómetanlegt. Ég sullaði í drullupollum, lék mér í fötunum hennar ömmu, gerði rennibraut úr borðstofuborðinu og ég lék mér á ruslahaugum. Ég fékk að baka uppskrift sem ég bjó til sjálf úr öllu sem varð að engu. Og það mikilvægasta var að ég fékk að njóta mín, ég fékk frelsi til að prófa mig áfram og mér var treyst, ég fékk að leika mér og vera barn.
 
Barnæskan er svo ofboðslega dýrmæt og það er svo mikilvægt að njóta hennar. Það er auðvelt að gleyma sér í amstri dagsins og að segja nei, mátt þetta ekki, þú verður skítug/skítugur, hef ekki tíma núna eða seinna. Stundum er bara svo ótrúlega gott að staldra við og leyfa, segja já þrífa bara skítug föt og njóta. Gleðin, vellíðan, hamingja, kærleikur, ást, leikur, samvera og hlátur er svo dýrmætt fyrir börnin okkar og okkur öll.
 

Alma Rut heldur úti síðunni Leikum okkur sem snýst um dýrmætustu samveruna – samveruna með börnum okkur og hugmyndir að því sem hægt er að gera saman. Alma er bæði á Facebook og Instagram 

Smellið á samfélagsmiðlahnappana hér að neðan til að fara inn á síðurnar hennar!

Pin It on Pinterest