Fæddi dóttur sína í svefni!

Fæddi dóttur sína í svefni!

Fæddi dóttur sína í svefni!

Kona nokkur deildi óvenjulegri fæðingarsögu á samfélagsmiðlinum TikTok en eftir 12 tíma hríðir fékk hún loks langþráða mænudeyfingu sem var bæði verkjastillandi og gerði henni kleift að sofna.

Amy Dunbar segir svo frá að stuttu síðar kom hjúkrunarfræðingurinn að athuga með hana og sá á skjánum að Amy hafði fengið stóran samdrátt á meðan hún svaf.

Hún var vakin og segir Amy svo: „Ekki einu sinni mínútu eftir það, vakti hjúkrunarfræðingurinn mig og sagðist ekki finna hjartslátt barnsins á mónitornum, en hún sagði: „Engar áhyggjur, snúðu þér við, barnið hefur eflaust bara hreyft sig.“

En þá kom hið óvænta: „Barnið var í rúminu! Hún hafði bara komið út sjálf á meðan ég var sofandi. Þessi stóri samdráttur sem hún sá mónitornum var bara hún að fæðast.“

Amy setti inn fleiri myndbönd og sagði í öðru myndbandi: „Ég togaði teppið af og hún bara lá þarna í kúlu á rúminu og þá varð allt vitlaust. Pabbi fór fram á gang og kallaði: „Við þurfum hjálp!“ og allt í einu var bara allt fullt af læknum og hjúkrunarfræðingum og hún var ekki grátandi, svo auðvitað var ég að fríka út.“

Eftir að dóttir hennar hafði fengið skoðun fékk Amy hana í hendurnar og var hún í fullkomnu lagi.

„Þetta var auðvitað ótrúlega ógnvænlegt, en var allt í lagi,“ sagði Amy.

@amyedunbar

##stitch with @beyondboss_ everyone was in disbelief ##birthstory ##momtok ##TikTokGGT

♬ Blue Blood – Heinz Kiessling & Various Artists

Þúsundir hafa séð myndbandið og notendur TikTok hafa sent Amy fjölda skilaboða.

Einn sagði: „Barnið er bara – ég geri þetta sjálf!“

Annar sagði: „Strax orðin sterk og sjálfstæð kona, haha.“

Á meðan sagði ein kona: „Hæ, já, geturðu skrifað niður hvað þú fékkst nákvæmlega svo ég geti fengið það sama? Takk fyrir.“

 

Svona færðu börnin til að hreyfa sig meira

Svona færðu börnin til að hreyfa sig meira

Svona færðu börnin til að hreyfa sig meira

Vissir þú að börn þurfa að hreyfa sig af mikilli ákefð í klukkustund á dag? Þú þarft samt ekki að beita neinu harðræði til að fá þau til að hreyfa sig, þú þarft bara að vera sniðug/ur!

Hér eru nokkur frábær ráð:

Gerið það saman

Kvöldmaturinn er búinn. Í stað þess að fara inn í sjónvarpsherbergi, farðu beint að útidyrahurðinni. Farið út að labba eða hjóla. Finnið körfuboltavöll, farið í eltingaleik eða dansið. Hafið umræðuefnið létt, ekki rétti tíminn til að skammast út af einkunnum eða hegðun. Ef það er gaman hjá öllum vilja allir fara út að leika aftur.

Reynið að finna klukkutíma á dag

Börn þurfa að hreyfa sig í 60 mínútur á dag. Hreyfingin ætti að samanstanda af æfingum sem reyna á hjartað (labba hratt eða hlaupa), æfa vöðvana (armbeygjur) og styrkja beinin (sippa o.þ.h.).

Þessi klukkutími þarf samt ekki að vera tekinn allur í einu. Hægt er að skipta þessu upp í nokkrar lotur. Til dæmis, ef barnið hefur farið í 40 mínútna íþróttatíma í skólanum, gerið eitthvað sniðugt í 20 mínútur um kvöldið, út að labba með hundinn eða í sund.

Að nota skrefateljara

Krakkar elska tæknidót. Að gefa barninu úr með skrefateljara getur virkilega haft góð áhrif á að það hreyfi sig meira. Enn betra er að ef allir í fjölskyldunni hafi slíkt tæki. Þá er hægt að koma með litlar áskoranir af og til eða keppni milli fjölskyldumeðlima. Hversu mörg skref eru út í búð? Hvað ertu fljót/ur að taka 80 skref? Krakkar elska að taka þátt í svona leikjum og það er ekkert nema hollt.

Að eiga rétta búnaðinn

Þú þarft ekki að eyða fúlgu fjár í búnað, þó það sé líka gaman. Hægt er að kaupa sippuband eða uppblásinn bolta sem gerir það sama. Eigðu kannski varasjóð með nýju dóti sem hægt er að leika með úti. Svo getur þú verið hetjan þegar börnunum leiðist!

Veldu umhverfið

Hljómar einfalt, en stundum þarftu að kjósa rétta staðsetningu. Farðu með börnin á róló, fótboltavöllinn eða í garðinn. Takið með ykkur nesti og vini þeirra. Þú þarft ekki að hafa mikið fyrir því, hreyfingin kemur að sjálfu sér.

Fjárfestu í íþróttatímum

Hvað sem það er, karate, tennis, jóga eða dans – getur verið frábær leið til að leyfa börnunum að verða heilluð af íþrótt. Farið í heimsókn í tíma áður en þið ákveðið ykkur og leyfið barninu að velja uppáhaldið sitt. Þannig veistu að peningunum er vel varið.

Spila tölvuleiki? Já!

Hreyfingin þarf ekki að vera óvinurinn. Ef þið eigið eða hafið aðgang að tölvu á borð við Kinect eða Wii eru þar margir leikir sem innihalda líkamsrækt, jóga, íþróttir, dans og fleira. Krakkar sem hreyfa sig í leik brenna um 200% meira en þeir sem sitja við leikinn.

Hafðu gaman

Taktu í hönd barnsins þíns og hoppaðu í lauf- eða snjóhrúgu. Þú þarft ekkert að minnast á „hreyfingu“ – hún gerist að sjálfu sér. Plantið blómum. Labbið í bókasafnið. Búið til snjókall. Hafðu skemmtunina fumlausa á hverjum degi, ekki eitthvað sem „þarf að gera.“

Vertu hvetjandi

Ef barnið þitt hefur ekki áhuga á hreyfingu um leið, ekki gefast upp. Hrósaðu því fyrir það sem það gerir. Ef barnið hefur ekki gaman af keppni, reyndu eitthvað annað, s.s. fjallgöngu eða kayak. Lykilinn er að finna það sem þeim finnst gaman. Haltu áfram að prófa mismunandi íþróttir eða athafnir. Hjálpaðu þeim að sjá að hreyfing er fyrir alla.

Finndu það sem þú brennur fyrir

Ef þú vilt sjá börnin þín hreyfa sig hjálpar það til ef þú gerir það líka. Ef þau sjá þig stunda hreyfingu sjá þau að hún er hluti af lífinu og hún er skemmtileg. Svo, hvað finnst þér gaman? Finndu það sem þú elskar og deildu því svo með börnunum. Það er allt í lagi þó þið hafið ekki verið að hreyfa ykkur mikið saman. Þið getið byrjað á því saman.

Laumaðu því inn

Til dæmis, ef þú ert að fara í verslun skaltu leggja langt frá innganginum. Sleppið lyftunni og notið stigann. Búðu til smá keppnir, hver getur tekið til fljótast eða búið til stærsta snjóskaflinn? Gríptu hvert tækifæri til að ganga, hlaupa, hoppa og leika til að gera hreyfinguna órjúfanlega hluta lífsins.

Heimild: WebMd

Fæddi 23 marka barn: „Þurfti tvo til að ná honum út“

Fæddi 23 marka barn: „Þurfti tvo til að ná honum út“

Fæddi 23 marka barn: „Þurfti tvo til að ná honum út“

27 ára bresk móðir, Amy Smit, varð heldur betur undrandi þegar Zagry kom í heiminn þar sem hann var nær tvisvar sinnum þyngri en „venjulegt“ eða 5,5 kíló, 23 mörk.

Foreldrarnir vonast nú til að Zagry, alltaf kallaður Zeik, verði ruðningskappi þegar hann verður stór.

Hann er ekkert smá stór!

Zeik var tekinn með keisaraskurði þann 25. maí síðastliðinn á spítala nálægt heimabæ þeirra í Cheddington, Bucks í Bretlandi. Sonur hennar var 5,5 kíló (12,9lbs) og 61 cm á hæð.

Foreldrarnir Amy og eiginmaðurinn Zak sem er 28 ára, sögðu að litli drengurinn hefði verið allt of stór fyrir ungbarnavigt spítalans. Amy, sem einnig á dótturina Lolu, segir: „Hann var svo stór að það þurfti tvo til að lyfta honum upp úr móðurkvið.“

Amy, Zac og Zeik

Amy heldur áfram: „Það var fullt af litlum konum í kringum mig í spítalaherberginu og ég heyrði eina segja: „Ég þarf hjálp, hann er risastór!“

„Þegar þær lyftu honum upp til að sýna mér og Zac, gat ég ekki annað sagt en „ands****** sjálfur.“

Amy og Zac grunaði að Zeik yrði stór því allt benti til hann væri mjög langur samkvæmt mælingum. Foreldrarnir eru báðir hávaxnir en Amy segir: „Við höfðum enga hugmynd um að hann yrði svona stór. Hann passaði ekki einu sinni á vigtina, hann var of langur og breiður. Þau þurftu að búa til einhverskonar planka til jafnvægis ofan á vigtinni til að mæla hann.“

Lola með litla bróður

Foreldrarnir höfðu keypt föt frá 0-3 mánaða en að sjálfsögðu pössuðu þau ekki: „Ég þurfti að senda Zac út til að kaupa föt fyrir níu mánaða börn.“

Lola, eldri dóttir þeirra, var einnig stór þegar hún fæddist í september 2018, 4,1 kg sem samsvarar um 17 mörkum.

Amy var samt hissa því hún sagðist ekki hafa haft neina matarlyst á meðan meðgöngu stóð og það var ólíkt fyrri meðgöngu: „Ég bara vildi ekki mat, ég vildi aldrei kvöldmat, gat ekki borðað kjöt eða neitt. Á fyrri meðgöngu var ég borðandi allan daginn, gat ekki hætt að borða. Með Zeik gat ég ekki borðað. Og ég fór bara að hugsa: Hversu stór hefði hann orðið ef ég hefði borðað á fullu!“

Glaður lítill drengur!

Amy segir Zeik vera afar glatt barn og stóra systir sé „heilluð“ af honum. Hún vill alltaf vera að knúsa hann og kallar hann barnið sitt.

Fjölskyldan kallar Zeik „litla ruðningskappann“ því faðir hans er frá Suður-Afríku og mjög hrifinn af ruðningi.

Heimild: Mirror.co.uk

Leikur og sköpunarkraftur: Börn verða að kynnast verkum ÞYKJÓ

Leikur og sköpunarkraftur: Börn verða að kynnast verkum ÞYKJÓ

Leikur og sköpunarkraftur: Börn verða að kynnast verkum ÞYKJÓ

Fjórar framúrskarandi konur á sínu sviði sameinast í hönnunarverkefni sem öll börn verða að fá að kynnast. Á HönnunarMars stendur nú yfir sýning í Salnum, Gerðarsafni og Bókasafni Kópavogs sem er opin börnum og foreldrum frá 19.-23. maí.

Sköpunarverk ÞYKJÓ hafa það markmið að örva ímyndunarafl barna og sköpunarkraft í gegnum frjálsan leik. Þær vinna mikið með börnum, til að fá að vita hvað þau vilja og hvað þeim finnst skemmtilegt, mikil áhersla er lögð á samvinnu við börnin sjálf. Einnig leggja hönnuðirnir áherslu á að nota náttúruleg og endurvinnanleg efni, enda hafa þær skýra umhverfisstefnu í vinnu sinni.

Sigríður Sunna Reynisdóttir, leikmynda- og búningahönnuður og Ninna Þórarinsdóttir, barnamenningarhönnuður, hittu blaðakonur Mömmunnar í Kópavogi þar sem þær sýndu blaðakonum afrakstur vinnu sinnar.
Hinir meðlimir ÞYKJÓ eru þær Erla Ólafsdóttir, arkitekt og Sigurbjörg Stefánsdóttir, fatahönnuður og klæðskeri.

Hönnunarteymi ÞYKJÓ. Mynd: Sigga Ella

Kyrrðarrými: Kuðungur, ígulker og snigill

Hönnuðir ÞYKJÓ höfðu listamannadvöl í Stúdíó Gerðar í Gerðarsafni frá janúar til apríl 2021. Skúlptúrar eftir Gerði standa í rýminu og var listakonan ásamt vinnuferli hennar þeim stöllum mikill innblástur í hönnunarferlinu. Í rýminu standa þrjár hönnunarvörur, kuðungur, ígulker og snigill sem þær kalla Kyrrðarrými: Hvíldarhjúp fyrir börn. Enda geta börnin sest inn í Kyrrðarrýmin, lesið bók, slakað á eða leikið sér.

Fyrst unnu þær í ÞYKJÓ með litlar myndir, smálíkön í hlutföllunum 1:5, líkt og Gerður vann sína skúlptúra. Skólabörn í Kópavogi sem fengu að fylgjast með hönnunarferlinu sáu fyrst smálíkönin og fengu svo að sjá afraksturinn síðar: „Þetta var mikill lærdómur fyrir þau“ segir Sigríður Sunna. „Þau fengu innsýn í rannsóknar- og þróunarvinnuna, upplifðu eftirvæntingu að bíða eftir að verkið yrði að veruleika í raunstærð. Þau voru mjög spennt fyrir þessu og eru mörg hver að heimsækja safnið aftur með foreldrum sínum til að fá að prófa lokaútkomuna.“

Kuðungurinn. Takið eftir börðunum undir honum.
Mynd: Sigga Ella

Náttúrufræðistofa Kópavogs lánaði þeim ýmsa gripi og sjá má stærðarinnar kuðung í sýningarrýminu. Kuðungur stækkar, hring eftir hring, og það var í raun eins og kuðungurinn var unninn í ferlinu. Erla Ólafsdóttir arkitekt skoðaði ólíkar gerðir kuðunga og komst að ýmsu áhugaverðu ásamt því að fínpússa hugmyndina. Hægt er nefnilega að lesa í hringina hversu gamall kuðungurinn er, líkt og árhringi í trjám.

Kyrrðarrýmin voru unnin í samstarfi við smiðina Ögmund Jónsson og Luis Castillo Nassur og eru þau afskaplega tilkomumikil að sjá, litrík og mjúk viðkomu. Efnið er lífrænt vottaður harðtrefjaviður sem kallast Valchromat, en hann er gegnumlitaður með lífrænum lit. Nánastekkert er límt eða skrúfað, heldur er notað gamalt handverk, fleygar sem kallast japönsk samskeyti. „Okkur fannst spennandi að nota það. Bæði af fagurfræðilegum ástæðum og svo gegnir það praktísku hlutverki líka, heldur strúktúrnum saman“ segir Sigríður Sunna. Púðarnir í rýmunum hafa áklæði sem einnig eru endurunnin, unnin úr ull sem til fellur til úr tískuiðnaðinum í Ítalíu og er spunninn upp í nýja efnisstranga.

Kuðungur í vinnslu.
Mynd: Sigga Ella

Vísað er í náttúrufyrirbærin á leikrænan hátt í hverju rými fyrir sig – vísað er í brodda ígulkersins og barða kuðungsins í handverkinu, formin endurspegla náttúruna.
Rýmin hvetja til gæðastunda fyrir fjölskyldur, bjóða upp á hvíldarstund og að kúpla sig út…sem ekki er vanþörf á í hraða nútímasamfélagsins.

Fuglasöngvar

Næst er gengið inn í rými í Salnum og það er eins og að ganga inn í skóg, því fuglahljóð eru allsráðandi. Á gólfinu eru þrjú hreiður sem mannabörn geta fengið að prófa og hvíla í, alveg eins og litlir ungar. Börnin sem viðstödd eru í salnum eru augljóslega að njóta sín, slaka á, lesa bækur eða dunda sér með eggin. Eggin eru unnin úr textíl og gefa frá sér mismunandi fuglahljóð.

Slakað á í hreiðri
Mynd: Mamman

„Náttúran er svo magnaður hönnuður,“ segir Sigríður Sunna, og sýnir blaðakonum kassa með eggjum sem eru bæði pínulítil og risastór, í ólíkum litum og af ólíkri lögun sem Náttúrufræðistofa Kópavogs lánaði þeim til að hafa með í rýminu. Þær þurftu að leggjast í mikla rannsóknarvinnu hvað hreiður og egg varðaði og eftir þá rannsóknarvinnu fóru þær í samstarf við tónlistarkonuna Sóleyju Stefánsdóttur og forritaði hún hljóð fuglanna og vann með þau og setti í eggin. Svo er ýtt hér og þar á eggin, togað eða potað og þá heyrast fuglahljóð. „Svo er hægt að stilla eggjunum upp eins og hljóðfærum og búa til tónverk“ segir Sigríður. „Krökkum finnst ótrúlega gaman að leika sér með þetta.“

Allskonar egg.
Mynd: Sigga Ella

Upplýsingaskilti eru allsstaðar í hæð barnanna til fróðleiks, ásamt bókum um fugla.

Eggin stórskemmtilegu í vinnslu.
Mynd: Sigga Ella

Hreiðrin voru svo unnin í samstarfi við Blindravinnustofuna sem hafa áratuga reynslu af því að flétta körfur og vöggur úr tágum. Stefán B. Stefánsson, Denni, á Blindravinnustofunni vann þau ótrúlega hratt og vel, en hann var ekki vanur að vinna með svo óreglulegt form. Hann miðlaði sinni verkþekkingu til Ninnu sem mætti með honum klukkan fimm á morgnana í nokkrar vikur til að vefa hreiðrin.

Ninna vefar hreiður.
Mynd: Sigga Ella

Hreiðrin áttu að vera sem líkust alvöru hreiðrum og mjúk ull er í botninum eins og sumir fuglar nota þegar þeir búa til sín hreiður.

Með mörg egg í einu hreiðri.
Mynd: Mamman

Ofurhetjur jarðar: Búningalína fyrir börn

Í litlu herbergi innan af Bókasafni Kópavogs er svo búningaleikherbergi með búningum sem börn mega prófa og leika sér með. Samstarf ÞYKJÓ hófst með þessari búningalínu og allt efnið í búningunum er 100% endurunnið, ekkert nýtt efni er keypt í þá. Hönnuðirnir vinna í samstarfi við nokkur fyrirtæki á borð við Burstagerðina, Seglagerðina Ægi og Hampiðjuna og nýta afskorninga sem falla til hjá þeim. Hönnuðir ÞYKJÓ eru einnig í samstarfi við Rauða krossinn og kaupa efni þaðan til að endurnýta. Handverkið er ægifagurt og hönnunin sömuleiðis. Blaðakonu verður á orði hvort ekki sé hægt að fá búningana í fullorðinsstærð, svo skemmtilegir eru þeir.

Stórkostlega vandaðir og skemmtilegir búningar.
Mynd: Mamman

„Við vildum vinna þetta svona, það er ótrúlega mikil mengun í textíliðnaði. Hankarnir sem búningarnir eru hengdir á eru meira að segja unnir úr afskorningum frá Kyrrðarrýmunum, við viljum alltaf reyna að vera í sátt við umhverfið,“ segir Sigríður Sunna.

Gaman er að sjá börnin prófa búningana því allt þeirra atferli breytist. Þau fara að gefa frá sér hljóð, baða út öngunum og gogga jafnvel. Allt er þetta markmiðið í sjálfu sér – að örva hreyfiþroskann og einnig hvernig efnin eru viðkomu. Meðal búninganna er Ástarfuglinn og Feludýrið sem horfið getur inn í skel sína!

Sjáið hvað hún er flott!
Mynd: Mamman

Við hvetjum sem flesta til að gera sér ferð í Kópavoginn með börn á öllum aldri. Það er nefnilega svo gaman að leika sér.

Smellið á hnappana að neðan til að skoða Facebook- og Instagramsíður ÞYKJÓ 

Gott ráð til að segja börnum til án þess að æsa sig

Gott ráð til að segja börnum til án þess að æsa sig

Gott ráð til að segja börnum til án þess að æsa sig

Það er ekkert leyndarmál – börn eru oft óþekk og þegar foreldrar segja þeim til hlusta þau ekki. Foreldrar segja þeim aftur og aftur sama hlutinn en þau heyra ekki…og það er kannski ekki fyrr en foreldrarnir æsa sig eða hækka róminn að þau loksins „heyra“.

Samkvæmt Tia Slightham, foreldraþjálfa, þarf þetta ekki að vera svona. Hún póstar á TikTok undir nafninu @parentingcoach og bjó hún til myndband þar sem hún útskýrir ástæðu þess börn hlusta bara þegar foreldrarnir hækka röddina og hvernig er hægt að breyta því.

Í klippunni segir Tia að þetta snúist allt um að setja barninu mörk.

Sjáðu sjálf/ur!

 

@parentingcoach

Want to know why kids only listen when you yell or lose your shit? #yellingmom #momfrustration #parentinghelp #positiveparenting #parentingcoach #moms

♬ Beautiful, winter, calming piano corporate(901421) – SK MUSIC


 

Naomi Campbell er orðin móðir!

Naomi Campbell er orðin móðir!

Naomi Campbell er orðin móðir!

Hin fimmtuga ofurfyrirsæta, Naomi Campbell, hefur eignast sitt fyrsta barn og tilkynnti það á Instagram ásamt mynd af pínulitlum fótum í höndum móður sinnar.

Naomi hefur þráð að vera móðir lengi, eins og nafnlaus heimildarmaður segir í viðtali við People: „Hana hefur lengi langað í barn, í meira en 10 ár.“ Hann heldur áfram: „Og allir þeir sem eru hissa á að Naomi sé að eignast barn ein, á hennar hátt, á hennar tíma þekkja ekki Naomi Campbell. Hefur hún ekki endurskapað allt sem hún hefur komið nálægt hingað til?“

Naomi deildi gleðifréttunum á Instagram með fallegri mynd þar sem hún heldur á fótum litlu stúlkunnar: „Falleg lítil blessun hefur kosið mig til að vera mamma sín. Ég er heiðruð að hafa þessa blíðu sál í líf mínu og það eru engin orð til að lýsa þeirri eilífðarskuldbindingu sem ég deili nú með þér engillinn minn. Það er engin fallegri ást.“

Margir af frægu vinum hennar skrifuðu athugasemd við færsluna, m.a. Donatella Versace sem sagðist ekki geta beðið eftir að hitta hana.

Naomi hefur ekki sagt hvað litla daman á að heita.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Naomi Campbell (@naomi)

Naomi hefur verið opin hvað varðar þrána að verða foreldri, t.a.m. í viðtali við Vogue Arabia árið 2018 þar sem hún sagði börn draga fram fjörugu hliðina á henni: „Ég myndi elska að eiga börn. Það er enginn afsláttur af því. Ég elska börn og mun alltaf gera það. Þegar ég er í kringum börn breytist ég sjálf í barn. Það er litla stelpan sem ég vil ekki missa.“

Einnig sagði hún í viðtali við Evening Standard í maí 2017 að hún hugsaði „stöðugt um“ að eignast börn. „Vísindin bjóða nú upp á að það er hægt hvenær sem er.“

 

Pin It on Pinterest