Ráð fyrir nýbakaða feður á leið frá spítalanum: Myndband

Ráð fyrir nýbakaða feður á leið frá spítalanum: Myndband

Ráð fyrir nýbakaða feður á leið frá spítalanum: Myndband

Að fara með barnið heim af spítalanum er heilmikið skref sem breytir öllu í fjölskyldunni. Sért þú nýbakaður faðir ertu sjálfsagt bæði spenntur og kvíðinn á sama tíma að hefja þennan nýja kafla. Í þessu myndbandi eru frábær ráð frá Jason í Dad Academy fyrir nýbakaða feður í þessari stöðu.

Feður vilja að barnið og foreldrar nærist og hvílist, en einnig að fjölskylda og vinir megi koma og samgleðjast, en á sama tíma eru þeir örþreyttir. Hvernig á að finna jafnvægi í þessu öllu?

Ef barnið þitt segist vera illt í maganum, ekki draga það í efa

Ef barnið þitt segist vera illt í maganum, ekki draga það í efa

Ef barnið þitt segist vera illt í maganum, ekki draga það í efa

Foreldrar eiga til að afskrifa magaverki barnsins sem ímyndun, en mælt er með að foreldrar eigi samræður við börnin varðandi hvort eitthvað sé að naga þau, í stað þess að ýta því út af borðinu.

Þegar barnið þitt kemur til þín og segir: „Mér er illt í maganum“ ættirðu, sem foreldri, að taka því alvarlega. Að vera foreldri er erfitt og stundum er það erfiðasta að vera „rannsóknarlöggan“ og finna út hitt og þetta. Foreldrar eru alltaf að reyna að átta sig á hver gerði hvað, hver sagði ósatt og hvað sé að þegar barnið kemur til þeirra og segist ekki líða vel. Börn verða veik og slasa sig, meira á barnsaldri en á öðrum tíma í lífi þeirra og það er hlutverk foreldranna að ákvarða hvort kvartanir þeirra séu alvarlegar eða hvort hægt sé að afgreiða þær með einföldu knúsi.

Þegar börn vaxa úr grasi og fara í skóla eru alltaf til dæmi um börn sem segjast ekki líða vel til að fá að koma heim úr skóla, fara ekki í skólann eða vilja ekki gera eitthvert verkefni. Þetta getur leitt til efasemda af hálfu foreldris þegar barnið kemur svo og segist vera illt, t.d. í maganum, sérstaklega ef barnið er ekki að kasta upp eða það sé sjáanlegt að því líði illa.

Samkvæmt Childrens er afar líklegt að magaverkir geti orsakast af streitu, kvíða eða öðrum andlegum vandkvæðum. Þó barnið sé ekki með niðurgang eða kasti upp, þýðir það ekki að maginn sé því ekki til trafala. Þessvegna er mikilvægt að foreldri afgreiði ekki kvartanirnar með því að hunsa þær. Ef kvíði orsakar magaverkinn og mamman segir að barnið sé ekki með neinn magaverk er hún að gera lítið úr tilfinningum barnsins. Þetta segir einnig Child Mind Institute sem ræðir einnig samband milli kvíða og meltingarvanda.

Vísindin á bakvið þetta er í taugakerfi iðranna (enteric nervous system (ENS)). Í því eru meira en 100 milljón taugafruma sem eru í þarmakerfinu og hafa þær stöðug samskipti við heilann og heilinn bregst við. Þetta þýðir að áhrif beggja líffæra eru stöðugt tengd og hafa þau áhrif hvort á annað.

Sérfræðingar segja foreldrum að hugsa um það sem „truflanir“ líkt og í útsendingu, að barn sé stressað eða kvíðið vegna einhvers. Kannski á það að tala fyrir framan bekkinn og þessi „truflun“ sé send frá heilanum niður í meltingarkerfið og orsakar þessa vanlíðan. Ef barnið kemur til þín með magaverk, reyndu að spjalla við það og fá að vita hvort eitthvað annað ami að, í stað þess að afskrifa það sem ímyndun.

Heimild: Moms.com

 

Hvernig hætta skal brjóstagjöf í 10 einföldum skrefum

Hvernig hætta skal brjóstagjöf í 10 einföldum skrefum

Hvernig hætta skal brjóstagjöf í 10 einföldum skrefum

Það er engin alþekkt regla um hvernig hætta eigi brjóstagjöf, en sum af þessum góðu ráðum geta gert breytinguna auðveldari. Hér eru ráð frá brjóstagjafarráðgjöfum og heilbrigðisstarfsfólki um hvernig hætta eigi brjóstagjöf.

Þegar þú hættir brjóstagjöf er eitt öruggt: Það á ýmislegt eftir að koma þér á óvart. „Alveg eins og flest annað er tengist móðurhlutverkinu, að hætta með barn á brjósti gerist sjaldnast eins og við höldum að það gerist,“ segri Diane Bengson, höfundur bókarinnar How Weaning Happens. Sama á hvaða aldri barnið er, eru hér ráð og trikk til að gera ferlið auðveldara.

Taktu eftir hvenær barnið er tilbúið að hætta á brjósti

Barnið gefur þér vísbendingar um hvenær það er tilbúið að hætta. Til dæmis: Það heldur höfðinu í uppréttri stöðu, situr með stuðningi og sýnir því áhuga sem þú ert að borða. Þar að auki hætta þau að ýta tungunni þétt upp að geirvörtunni þegar þau drekka og einnig gætu þau orðið pirruð þegar þau taka brjóstið. 

Gerðu áætlun að venja barnið af brjósti

Taktu allavega heilan mánuð í að hætta brjóstagjöf, þetta gefur móður og barni svigrúm fyrir hindranir og afturkippi. Þar að auki ættirðu að passa upp á að engar aðrar breytingar séu að eiga sér stað á sama tíma (tanntaka, flutningar, barnið byrjar í pössun/leikskóla). Barnið er einnig mun líklegra til að vinna með þér þegar það er ekki mjög þreytt eða svangt.

Byrjaðu hægt

Farðu rólega í að venja af brjóstinu. Að byrja hægt gefur ykkur báðum tækifæri á að venjast breytingunni. Þú gætir sleppt einni brjóstagjöf á viku – þeirri óþægilegstu eða þeirri sem barnið er minnst áhugasamt fyrir. Svo geturðu minnkað brjóstagjöfina enn meira þegar barnið er nær eingöngu farið að fá mat í föstu formi eða pela (athugið samt að ef barnið er níu mánaða eða eldra er betra að venja beint á stútkönnu eða glas svo þú þurfir ekki að venja barnið af pelanum fáeinum mánuðum seinna). Með því að fara rólega að þessu ferðu að framleiða minni og minni mjólk sem gerir þetta auðveldara og þægilegra fyrir þig. Það gerir það einnig þægilegra fyrir barnið þar sem það fær þá minna að drekka og drekkur meira úr pela eða glasi. 

Hugaðu að tilfinningunum

Börn sem drekka af brjóstinu elska þessa líkamlegu nánd við móðurina þannig þegar þú ert að venja barnið af brjósti er mikilvægt að bjóða upp á nánd á aðra vegu. Til dæmis gæturðu gefið barninu tíma bara með þér með knúsi meðan þið lesið bók eða þú syngur fyrir það vögguvísu eða þú strýkur á því bakið þegar það liggur í rúminu, svo fátt eitt sé nefnt.

Íhugaðu að leyfa barninu að stjórna

Sum börn eru frábær í að hætta á brjósti þegar þau fá að stjórna sjálf! Ef þér finnst það í lagi að barnið stjórni þessu, er það einfaldlega að leyfa barninu að drekka þar til það missir áhugann, en þú býður samt ekki brjóstið að fyrra bragði. Þetta er ekki fljótlegasta aðferðin, en þú getur verið viss um að þörfum barnsins sé mætt.

Hristu upp í rútínunni

Ef barnið neitar að taka við pelanum frá þér er ráðlagt að láta einhvern annan gefa barninu pelann, s.s. pabbann, ömmu, afa eða öðrum. Ef þú gefur barnið sjálf skaltu fara með barnið í annað umhverfi en þið eruð vön að vera í þegar barninu er gefið brjóst. Einnig skaltu halda á barninu í annarri stellingu en þú ert vön. Ef þetta virkar ekki, farðu aftur í gamla farið og reyndu aftur reyndu aftur eftir nokkrar vikur.

Þú mátt búast við mótþróa

Það er eðlilegt að börn þrjóskist við þegar hætta á brjóstagjöf. Eftir dag eða tvo mun barnið hætta að syrgja brjóstið og fara að borða fasta fæðu og drekka úr pela eða stútkönnu án vandræða. Heilbrigð börn borða oftast þegar þau eru nægilega svöng, sama hversu mikið þau vilja brjóstið.

Lærðu að koma í veg fyrir stálma

Önnur ástæða þess að taka hlutunum rólega: Farirðu of hratt í að venja barnið af brjóstinu geturður upplifað stálma. Ástæðan er sú að heilinn fær ekki þau skilaboð að hægja eigi á mjólkurframleiðslu þannig öll þessi mjólk veit ekki hvert hún á að fara. Ef þú færð stálma, minnkaðu sársaukann með kuldabökstrum eða verkjalyfjum. Eða náðu í brjóstapumpuna, barnið getur fengið mjólkina í pelann eða út á morgunkornið.

Íhugaðu að hætta hálfvegis

Allt eða ekkert er ekki eini möguleikinn. Margar útivinnandi mæður kjósa að venja barnið af brjósti að hluta til, á meðan barnið fær pela annarsstaðar yfir daginn og mamman gefur brjóstið þegar hún er heima.

Að skilja tilfinningar sínar

Barnið er ekki það eina sem þarf að venjast því að brjóstagjöf sé hætt. Þú þarft líka að eiga við tilfinnignar þínar. Til að mynda vilja sumar mæður fá líkama sinn aftur á meðan aðrar finna fyrir höfnunarkennd að barnið vilji brjóstið ekki lengur. Þrátt fyrir að þú getur bæði verið ánægð og leið yfir að hætta, er það eðlilegt að finna fyrir „nostalgíu“ þegar barnið eldist. Það besta sem þú getur gert er að fagna sjálfstæði barnsins, vitandi það að það að venja barnið af brjósti er tilfinningaleg reynsla. Talaðu einnig við aðrar mæður sem hafa upplifað hið sama.

 

Heimild: Parents.com

Ný rannsókn varpar ljósi á mömmur sem drekka reglulega vín

Ný rannsókn varpar ljósi á mömmur sem drekka reglulega vín

Ný rannsókn varpar ljósi á mömmur sem drekka reglulega vín

Þú hefur eflaust séð myllumerkið #WineMom sem hefur sést á ótal samfélagsmiðlum í formi „meme“ eða séð sögur eða myndir tengdum sambandinu milli mæðra og víns. Gert er grín að þreyttri, útbrenndri móður sem er spennt að fá sér vín þegar börnin fara í háttinn. Eða hún laumast bara í vínið þó börnin séu vakandi.

Oftast er þessu tekið með húmor, þetta sé bara létt grín til að sýna hversu erfitt það er að vera mamma á köflum.

Samt sem áður hefur lítið verið kannað hvað liggur að baki þessarar menningar – mömmudrykkjumenningar og hvaða hættur gætu legið þar. Samkvæmt The Conversation varð hugtakið „wine mom” vinsælt í kringum 2015, sem leið til að drekka vín til að eiga við móðurhlutverkið.

Ákveðið var að rannsaka þessa menningu og má lesa niðurstöður hennar HÉR.

Voru póstar skoðaðir á Instagram með myllumerkinu#winemom til að sjá hvaða hlutverki áfengið gegndi í mæðrahlutverkinu. Niðurstöðurnar voru þær að vínið var hvatinn til að berjast gegn samfélaginu sem trúir því hvað geri mömmu að „góðri mömmu.“ Póstarnir sýndu mæður sem vildu deila því að áfengi væri eðlilegur hluti af sjálfsrækt og leið til að ná utan um hlutina. Samt sem áður er áhyggjuefni að þessi menning sé að gera það að eðlilegum hlut að drekka mikið og að konur sem noti oft þennan húmor séu kannski að „díla“ við eitthvað alvarlegra.

Þetta er staðfest af sérfræðingum á heilbrigðissviði sem hafa alltaf sagt að áfengi sé ekki góð leið til að ráða við hlutina og það séu vísbendingar þess efnis að áfengisneysla kvenna á barneignaraldri sé að færast í aukana, eitthvað sem #winemom getur bara gert verra.

Samkvæmt CBC hélt fyrrum „vínmamma“ því fram að þessi tiltekna menning hafði slæm áhrif á hana og hefði leitt hana á dimman og slæman stað. Hún fór að eiga í óheilbrigðu sambandi við áfengi.


Þegar allt kemur til alls eru niðurstöður þessarar rannsóknar einnig víðtækari. Hún sýnir að mömmur eru ekki að fá þann stuðning sem þær þurfa til að takast á við mikla ábyrgð. Þær þurfa kannski frekari úrræði til að eiga við vandkvæði hvað andlega heilsu varðar og þau úrræði ættu ekki að vera nokkur vínglös þegar börnin fara að sofa á kvöldin. Áfengi getur nefnilega mjög auðveldlega verið ávanabindandi.

Heimild: Moms.com 

 

Óður mömmu til ófædds barns

Óður mömmu til ófædds barns

Óður mömmu til ófædds barns

Jess Urlichs er nýsjálenskur rithöfundur og móðir sem skapar einstaklega falleg verk um móðurhlutverkið. Hún samdi yndislegan óð á meðan barnið var í móðurkviði og er hann hér þýddur og endursagður:

Áður en þú komst hélt ég þér í örmum mínum, í draumum mínum og hugsunum. Ég hvíslaði að þér vögguvísum sem seinna svæfðu þig.
Ég þekkti þig löngu áður en ég hitti þig, ég talaði um persónuleika þinn frá olnbogum og hnjám, „tilbúin að halda mér á tánum“ sagði ég.
Ég elskaði þig löngu áður en ég sá þig, lesandi í svartar og hvítar myndir af vörum þínum, vitandi að fljótlega myndi ég vera að kyssa þér með mínum eigin.
Ég heyrði í þér löngu áður en þú grést í þessum heimi. Þessi fyrsti hjartsláttur, sem bergmálaði ást og feginleik, hraður taktur sem lét tímann standa kyrran.
Ég vildi þig löngu áður en ég þarfnaðist þín, þar sem ég sat þarna horfandi á próf sem myndu sýna mér línur sem myndu breyta lífi mínu.
Ég fann fyrir þér löngu áður en ég gat snert þig, línurnar á maganum stoltar að ganga með þig. Sársaukinn sem stundum kom með þessum vexti, áhyggjurnar, að ég gæti ekki verið án þín núna.
Ég deildi með þér hjarta mínu áður en þú stalst því algerlega. Ég deildi sögum með þér, hvernig ég hitti pabba þinn, bækurnar nú þegar á hillunni. Ég deildi með þér óyrtum tilfinningum sem ég veit nú að þú getur fundið.
Ég deildi líkama mínum með þér, ég er landið þitt og þú ert leiðsögumaðurinn.
Þegar það er dimmt á kvöldin hugsa ég með mér – mun það verða í kvöld?
Ég er taugaóstyrk,
Það er svo margt sem ég veit ekki,
En ég veit ég elska þig,
Ég er tilbúin,
þegar þú ert það.
Sé þig fljótlega,
ást, mamma.

Hér er Jessica svo með dóttur sinni:

 

 
 
 
 
 
View this post on Instagram
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

A post shared by J E S S I C A U R L I C H S (@jessurlichs_writer)

Svona er að vera mamma með vefjagigt

Svona er að vera mamma með vefjagigt

Svona er að vera mamma með vefjagigt

Hvernig er að lifa – og vera foreldri – með ósýnilegan sjúkdóm? Að eyða dögunum á sófanum með þrjú lítil kríli hlaupandi um er ómögulegt.

Felissa Allard segir hetjulega sögu sína á Self.com og ræðir hvernig sé að vera mamma með vefjagigt:

„Ímyndaðu þér að líta út fyrir að vera fullkomlega heilbrigð en finna stöðugt til sársauka. Ímyndaðu þér svo að enginn trúi þér og segi þér að þetta sé allt í hausnum á þér. Þannig er líf með vefjagift. Þú getur verið ímynd heilbrigðis, en að innan er ekkert nema verkir, sársauki og örmögnun.

Ímyndaðu þér nú að líða þannig en einnig vera ábyrg fyrir þremur litlum einstaklingum. Þetta er líf mitt, alla daga, sem mamma með vefjagigt.

Ég var 15 ára þegar ég fór að finna fyrir furðulegum verkjum í liðum. Fjölskyldusagan sagði að liðagigt væri ættgeng þannig ég hafði áhyggjur af því. Hvernig myndi það hafa áhrif á líf mitt í menntaskóla, hafnarboltann og fjölskyldu mína? Mamma fór með mig frá lækni til læknis, spítala til spítala til að finna út hvað væri að. Ég sá bara efasemdirnar á andlitum læknanna. Allar blóðprufur virtust eðlilegar. Nei, ekki liðagift. Ekki Lyme-sjúkdómurinn heldur. Ekkert krabbamein.

Felissa Allard

Loksins á barnaspítalanum spurði læknirinn um vefjagigt. Afsakið, hvað? Ég hafði aldrei heyrt um hana. Það voru engar auglýsingar sem auglýstu lyf við sjúkdómnum eins og sjást í dag. Lítil umræða var um vefjagigt. En læknirinn var býsna viss að ég væri haldin henni.

Samkvæmt the Mayo Clinic er vefjagigt sjúkdómur sem einkennist af víðtækum stoðkerfisverkjum og þeim fylgja þreyta og vandkvæði við svefn, minni og skap. Vefjagigt er ósýnilegur sjúkdómur, líkt og drómasýki, berklar eða eða fitusaurslífssýki. Að utan lítur út fyrir að vera allt í góðu, þannig það er erfitt fyrir aðra að ná því að þú ert veik/ur.

Jú jú, ég var alltaf þreytt, svaf illa og hafði liðverki, en ég gat ekki annað séð af því sem ég las að vefjagigt væri sjúkdómur fyrir gamlar konur! Það var samt ekki svo.

Áfall getur orsakað vefjagigt. Hún getur líka komið með tímanum. Vitneskjan um þetta tvennt hjálpaði mér að átta mig. Ég hafði misst bróður minn úr sjaldgæfum erfðasjúkdómi og tvíburasystir mín hafði hann líka og var oft á spítalanum. Læknirinn staðfesti það um leið að þetta tvennt gæti talist alvarlegt áfall.

Ég hef nú lært að streita gerir allt verra. Það er líka það eina sem er algerlega ómögulegt að forðast þegar þú ert mamma.

Eftir að hafa lifað nokkur ár með sjúkdómnum hef ég lært að stjórna og höndla sjúkdóminn betur. Ég er farin að sjá fyrir köstin. Fyrir suma er vefjagigtin endalaus barátta en hjá mér kemur hún í streitutímabilunum. Þegar ég var ein, var þetta lítið mál. Enginn var að spá í því hvort ég væri heilan dag á sófanum eða í rúminu. En um leið og ég ákvað að eignast fjölskyldu varð mun erfiðara að hafa stjórn.

Mömmur fá ekki frí svo dögum skiptir. Við fáum ekki veikindadaga eða frídaga. Og við fáum alveg pottþétt ekki að sofa út. Ef ég sé ekkert barn fyrir klukkan sjö á morgnana er það frábær morgunn.

Ég náði að vera (mestmegnis) róleg fyrstu tvær meðgöngurnar mínar. En um leið og börnin komu var engin leið að stjórna streitunni. Allt stressaði mig, smá hnerri, hor eða hiti lét mig verða óttaslegna, eins og allar nýjar mæður. Stressið jókst, vefjagigtin jókst. Liðverkirnir voru stöðugir og höfuðverkirnir tífölduðust.

En sem mamma er það mitt verkefni að setja börnin í fyrsta sæti. Það þýddi líka að heilsan var í öðru sæti.

Að vanrækja heilsuna var ekki að gera neitt gott fyrir krakkana og ég áttaði mig á að hafa stjórn á vefjagigtinni var hluti þess að vera góð mamma.

Að horfa á mig – þú heldur kannski að ég sé ofurmamma. Alltaf brosandi, með blásið hár og fullkomnar neglur. En á kvöldin hentist ég í rúmið með hitapoka, bólgin hné uppi á fullt af púðum. Næsta morgun var hreint helvíti að komast upp úr rúminu. Ég vildi ekki kvarta. Allar mömmur, sérstaklega nýjar mömmur, eru þreyttar og verkjaðar. En ég vissi að vefjagigtin var að auka vandann. Ég gat ekki verið sú mamma sem ég vildi vera ef ég næði ekki stjórn á gigtinni.

Þar sem streita eykur vefjagigtina var lykilatriði fyrir mig að minnska hana, reyna að ná tökum á henni. En hvernig? Fyrir mömmur er engin leið að útrýma stressi. Ég ákvað þó að gera hluti sem myndi hjálpa mér þó ekki væri nema smá. Ég fór í jógatíma vikulega og ég fór að sofa betur. Eða, eins vel og þriggja barna móðir getur sofið á nóttu!

Öðru hvoru fór ég í nálastungu sem hjálpar höfuðverkjum og liðverkjum. Og ég veit það hljómar furðulega en ég les eitthvað „heilalaust“ á hverjum degi og það hjálpar mér að slaka á og losna undan einhverri streitu daglegs lífs.

Það er engin lækning við vefjagigt, ekki enn. Og þó það sé ömurlegt ætla ég ekki að leyfa þessum ósýnilega sjúkdómi mínum að hindra mig í að lifa lífi mínu og vera sú móðir sem ég vil vera. Alla daga er þetta barátta, en ég gefst ekki upp – bæði fyrir mig og börnin mín.

Heimild: Self.com

Pin It on Pinterest