Framkoma foreldra við vini barnanna skiptir miklu máli

Framkoma foreldra við vini barnanna skiptir miklu máli

Framkoma foreldra við vini barnanna skiptir miklu máli

Alma Rut skrifar: Þegar ég var lítil átti ég góða vinkonu. Við kynntumst þegar við vorum sex ára og við vorum saman í skóla. Vinkona mín átti mömmu sem var alveg ótrúlega góð við mig. Ég man svo vel eftir því hvernig mér leið heima hjá þeim og í kringum þau. Ég var alltaf svo velkomin og ég fann það. Ég í alvöru fann það.

Alma Rut lítil

Einu sinni þegar ég átti níu ára afmæli tóku vinkona mín og mamma hennar sig saman og komu mér á óvart með afmælisgjöf. Gjöfin var samverustund með þeim, dagur þar sem ég og þær vorum að gera eitthvað skemmtilegt saman. Dagur sem fór í að njóta, verja tíma saman, gleðjast og hafa gaman. Afmælisgjöfin var ekki dót, ekki föt, ekki hlutur heldur tími, minningar, samvera, leikur og gleði.

Mamma vinkonu minnar var perla, algjör perla. Hún átti það til að sitja heilu stundirnar og horfa á okkur sýna leikrit eða tískusýningu. Það var mikið umstang í kringum þessar sýningar og föt út um allt, en mamma vinkonu minnar var með fókusinn á okkur, gleðinni sem fylgdi því sem við vorum að gera og í hennar augum skiptu fötin sem lágu á gólfinu eftir okkur ekki máli heldur við. Tvær litlar stelpur að hlæja, brosa og leika sér.

Alma Rut

Mamma vinkonu minnar var mjög dugleg að taka mig með út um allt og ekki var ég fyrirferðarlítil! Ég fór stundum með þeim í ferðalög. Ég man að í eitt skipti þegar við vorum í ferðalagi ákváðu þau að taka ljósmynd í fallegri fjöru með svörtum sandi. Ljósmynd sem þau ætluðu svo að stækka í ramma. Þegar í fjöruna var komið þá fundu þau stað og vinkona mín stillti sér upp fyrir myndatöku. En þegar hún var búin þá var komið að mér. Þannig var þetta alltaf, ég var alltaf með, ég var alltaf líka. Seinna fengum við vinkonurnar stækkaða mynd af okkur í sitthvoru lagi, brosandi sælar í svörtum sandi.

Alma Rut

Mér þykir svo mikið vænt um hvernig þau voru við mig, hvernig þau létu mér líða og hvernig þau tóku mér. Mér þykir lika svo vænt um hvað þau gáfu mér mikið af skemmtun, gleði og hamingju inn í lífið og fullt af dásamlegum minningum.

Vinir barnanna okkar skipta okkur máli, og skipta börnin okkar máli. Það hvernig við tökum á móti þeim og hvernig við erum þegar þeir eru inni á okkar heimili skiptir lika máli. Ég held í alvöru að ein af ástæðunum, og bókað ein stærsta ástæðan fyrir því að ég hef alltaf verið mjög dugleg að bjóða vinum minna barna heim til okkar og með okkur sé út af mömmu vinkonu minnar, því ég man hvað það skipti mig miklu máli. 

Alma Rut heldur úti síðunni Leikum okkur sem snýst um samveru með börnunum okkar og hvað er sniðugt að gera. 

Smelltu á samfélagsmiðlahnappana að neðan til að fara inn á Instagram og Facebooksíður Ölmu! 

Hvernig á að ala upp ungling, séð frá sjónarhorni unglings: Myndband

Hvernig á að ala upp ungling, séð frá sjónarhorni unglings: Myndband

Hvernig á að ala upp ungling, séð frá sjónarhorni unglings: Myndband

Lucy Androski er aðeins 13 ára gömul en hefur margt að segja í þessum TED fyrirlestri sem við mælum með að allir foreldrar sjái. Hún hefur skoðanir á uppeldi sem snýr að hennar reynslu og þegar kemur að staðalímyndum. Foreldrar geta lært ýmislegt, s.s. um tæknina, tilfinningar unglinga, týpur af foreldrum, allt frá sjónarhorni unglings.

Lucy er yngsti fyrirlesarinn á hinum vinsæla vettvangi TED fyrirlestra og hún hefur einstakt viðhorf sem margir geta lært af. Hún var að ljúka sjöunda bekk og elskar tónlist, listir og að spila tennis.

Stórsniðugt: Sandur úr Cheerios!

Stórsniðugt: Sandur úr Cheerios!

Stórsniðugt: Sandur úr Cheerios!

Alma Rut heldur úti síðunum Leikum okkur á Instagram og Facebook. Alma Rut ákvað að prófa að búa til sand fyrir dóttur sína eftir að hún sá hugmyndina á Pinterest, sand úr Cheerios.

Alma varð nefnilega vör við að dóttir hennar var mikið að setja sand og steina upp í sig. Henni fannst þetta stórsniðug hugmynd og ákvað að prufa að búa til sand úr Seríósi, eins og við köllum það á íslensku! Þú tekur bara morgunkornið og setur það í matvinnsluvél og hellir í ílát! Gaman að leika og má borða. Gæti það verið betra?

Svo er líka hægt að hafa Seríósið bara heilt og búa til dýragarð eða frumskóg!

Smellið á hnappana hér að neðan til að fara inn á síður Leikum okkur hjá Ölmu Rut. Margar frábærar hugmyndir fyrir foreldra og börn!

 

Útskýrt fyrir leikskólabörnum muninn á því sem þau „þurfa“ og „vilja“

Útskýrt fyrir leikskólabörnum muninn á því sem þau „þurfa“ og „vilja“

Útskýrt fyrir leikskólabörnum muninn á því sem þau „þurfa“ og „vilja“

Þegar kemur að smábörnum (eins til fjögurra ára) er margt sem við vitum: Þau eru full af orku, þau elska að prakkarast og þau eru sérfræðingar í að henda í eitt gott bræðiskast. Einn af þessum klassísku stöðum er t.d. matvörubúðin, þegar þeim er sagt að þau megi ekki fá eitthvað.

Þegar barn biður um dót eða nammi og mamman segir „nei“ getur stundum hún reiknað með löngu og stundum vandræðalegu kasti. Þó það sé einfalt að skrifa þetta á þrjósku barnsins getur verið dýpri meining á bak við slíkt.

Ein af ástæðunum að barnið virðist bregðast svo ýkt við þegar því er sagt að það geti ekki fengið eitthvað, er því það hefur ekki skilning á muninum á „þörf“ og „löngun,“ eða því sem það langar í og það sem er algerlega bráðnauðsynlegt. Allt sem barnið sér er „nauðsynlegt“ og þar sem þau hafa takmarkaðan skilning á hvernig fjármunir virka geta þau ekki skilið hvers vegna þau geta bara ekki fengið hlutinn.

Eitt sem foreldri getur reynt að gera er að vinna með barninu með því að kenna því hvað sé eitthvað sem barnið vill og hvað sé það sem barnið þarfnast. Þetta getur haft góð áhrif á framtíðarþróun barnsins og skilning þess á hlutum.

Skilningur á löngun og þörf getur komið þegar útskýrt er fyrir barninu hvernig peningar koma til og hvers virði þeir erum. Þegar við kennum börnum muninn á löngun og nauðsyn erum við að kenna þeim hvernig peningar virka. Sem fullorðið fólk eyðum við fyrst í það sem við þurfum til að komast af, svo getum við eytt í það sem okkur langar í. Að innprenta þetta í huga barnsins þegar það er ungt getur bæði komið í veg fyrir misskilning og einnig hefur það góð áhrif á það til framtíðar.

Haltu samræðunum gangandi

Smábörn læra betur þegar þjálfuninni er viðhaldið, ekki bara þegar sest er niður og „messað“ yfir því í stutta stund! Þegar þið eruð í búðinni, talaðu um nauðsyn þess að líkaminn þurfi ávexti og grænmeti, t.d. en sælgæti sé meira það sem barnið vill, eitthvað sem gæti verið fínt að fá stundum, en það þurfi ekki á nammi að halda til að lifa af.

Lestu sögur

Ef þú finnur bækur sem fjalla um málefnið getur það verið stórkostlega hjálplegt.

Vertu fyrirmynd

Börnin okkar drekka í sig þekkingu eins og svampar og stærstu fyrirmyndinar eru þeir sem í kringum þau eru. Þau horfa á mömmu og pabba til að læra um þeirra heim. Þau sjá viðbrögð þeirra og sambönd og nota þau sem viðmið um hvernig þau eiga að hegða sér. Þetta getur hjálpað við að sjá muninn á löngun og nauðsyn. Þó fullorðnir geti að sjálfsögðu tekið sínar eigin ákvarðanir er mikilvægt fyrir barnið að sjá mömmuna „sýna“ muninn – t.d. þegar mamma ákveður að eyða ekki í eitthvað fyrir sig sjálfa getur hún útskýrt fyrir barninu ástæðu þess hún gerði það ekki.

Að læra muninn á nauðsyn og þörf er ekki eitthvað sem gerist yfir nóttu, heldur tekur það margar samræðustundir og leiðbeiningar.

Heimild: Mom.com

Fyrstu einkenni krabbameins í eggjastokkum

Fyrstu einkenni krabbameins í eggjastokkum

Fyrstu einkenni krabbameins í eggjastokkum

Eggjastokkakrabbamein veldur ekki einkennum sem konur taka eftir, að minnsta kosti ekki til að byrja með. Meira að segja þegar sjúkdómurinn ágerist geta einkennin verið óljós. Þú gætir ruglað þeim jafnvel saman við eitthvað annað, svo sem hægðatregðu.

Í mörg ár var eggjastokkakrabbamein kallað „hinn hljóðláti sjúkdómur“ vegna þessa. Ef þú þekkir hinsvegar einkennin geta þú og læknirinn þinn borið kennsl á einkennin snemma.

Algeng einkenni eggjastokkakrabbameins

Það eru fjögur aðaleinkenni þessa krabbameins. Þú gætir fengið þau snemma, þannig gott er að hafa vakandi auga fyrir:

  • Bjúgmyndun
  • Verk í maga/grindarholi/mjaðmagrind
  • Erfiðleika við að næra þig eða finnast þú södd mjög fljótt
  • Að þú þurfir að pissa (í skyndi) eða að þú þurfir oft að pissa

Margt annað en eggjastokkakrabbi getur orsakað þessi einkenni. Íhugaðu hvort þau séu óvenjuleg fyrir þig, og hvort þau eigi sér stað oft eða eru að versna.

Önnur einkenni:

  • Mikil þreyta, að þreytast fljótt
  • Sársauki í kynlífi
  • Bakverkur
  • Brjóstsviði eða uppþemba
  • Hægðatregða
  • Bólginn magi
  • Þyngdartap eða -aukning án skýringar eða bjúgmyndun sem virkar eins og þyngdaraukning
  • Blóð eða útferð frá leggöngum, sérstaklega eftir breytingaskeið

Hafið samt í huga að þó þessi einkenni geti verið eggjastokkakrabbamein er líklegra að eitthvað annað sé að valda þeim.

Hvenær skal hafa samband við lækni

Vegna þess að mörg þessara einkenna eru algeng og kannski væg, er erfitt að vita hvenær best er að hafa samband við lækni. Mælt er þó með að kíkja til hans ef einkennin eru:

  • Ný fyrir þér
  • Gerast oftar en 12 sinnum í mánuði
  • Fara ekki þó þú hvílist, hreyfir þig, breytir mataræði

Segðu lækninum hvort brjósta- eða eggjastokkakrabbamein er í fjölskyldunni

Einkenni sem vara lengur en í tvær vikur eru lykilinn að bera kennsl á krabbann. Aðeins um 15% meinsins greinist snemma. Margar konur taka ekki eftir neinu fyrr en æxlið er orðið stærra og alvarlegra.

Aðrir kvillar í eggjastokkum

Mörg heilkenni geta orsakað bólgur eða óþægindi á grindarsvæðinu. Þau geta verið góð – eða illkynja. Þú veist ekki hvort þú hefur fyrr en læknir hefur rannsakað þig.

Eggjastokkablöðrur valda oft miklum óþægindum, einnig legslímuflakk og bandvefsæxli í legvegg. Þetta getur einnig orsakað óþægindi og verki í grindarsvæði, bjúgmyndun eða bólgur á magasvæði, mikil þvaglátaþörf, ógleði og uppköst, verk í mjóbaki og lærum, erfiðleikar við að losa hægðir eða þvag, sársauka í kynlífi, þyngdaraukning án sjáanlegrar ástæðu, óvenjuleg blæðing frá leggöngum og viðkvæmni í brjóstum.

Heimild: WebMd

Um okkur

Á bak við mömmuna standa tvær mömmur sem samtals eiga sex börn. Þær eiga það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á öllu því sem viðkemur lífsstíl barna, verðandi foreldra og mæðra, andlegt heilbrigði og næringu barna og fullorðina, barnauppeldi og foreldrahlutverkinu sjálfu, ábyrgðarmesta hlutverki okkar í lífinu.

Hugmyndin að mamman.is fæddist árið 2014 meðan á þriðju meðgöngu stóð hjá Auði. Upplifði hún að mikla vöntun á efni og fræðslu sem tengdist þessum málefnum á íslensku. Það virtist vera til nóg af efni á öðrum tungumálum en lítið sem ekkert efni á íslensku. Hún gekk lengi með þessa hugmynd og lét síðan slag standa árið 2015 og sótti námskeiðið Brautargengi ætlað konum með viðskiptahugmynd á vegum Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Í apríl árið 2016 opnaði mamman.isog hefur verið starfandi síðan þá með hléum.

Það var svo núna í apríl 2021 sem hún Harpa kom með sinn drifkraft og frumkvæði og ákveðið var að gefa mamman.is nýtt líf. Þriðja mamman, hún Helga, hannaði fallega vefinn okkar og fjórða mamman, hún Agga, hannaði nýja lógóið okkar. Það má því með sanni segja að það sé fullt af mömmum sem koma við sögu mamman.is á sinn hátt.

Markmið okkar er að vera með fræðslu, skemmti- og lífsstílstengt efni fyrir verðandi foreldra og þá sem þegar eiga börn eða koma að einhverjum hætti að uppeldi barna. Okkar mottó er að koma jákvæðu og uppbyggilegu efni áleiðis en við munum einnig fjalla um alvarlegri málefni en á hjálplegan og lausnamiðað hátt því við vitum að eigin raun að foreldrahlutverkið getur verið alls konar. Við bjóðum upp á afþreyingarefni jafnt sem fræðslu.

Við höfum mjög gaman að því að vinna með þeim aðillum sem koma að þjónustu við börn og uppalendur þeirra, hvort sem um ræðir einyrkja eða stór fyrirtæki. Við viljum vera í samstarfi við ykkur. Ef að þú telur þig á einhvern hátt eiga samleið með mamman.is viljum við endilega heyra frá þér. Þér er velkomið að senda okkur póst á mamman@mamman.is og við höfum samband við þig til baka.

Takk fyrir að lesa um okkur og við hlökkum til að heyra frá þér.

Kveðja,

Auður Eva & Harpa Hlín

Pin It on Pinterest