Fróðleikur: Hvað er barnaastmi og hvað er til ráða?

Fróðleikur: Hvað er barnaastmi og hvað er til ráða?

Fróðleikur: Hvað er barnaastmi og hvað er til ráða?

Barnaastmi er sami lungnasjúkdómur og fullorðnir fá, en börn fá oft önnur einkenni. Læknar tala því um barnaastma. Ef barnið greinist með  astmasjúkdóminn geta lungun og loftgöngin orðið bólgin í tengslum við kvef eða eru í kringum ofnæmisvalda, s.s. frjókorn. Einkennin geta gert barninu erfitt fyrir dags daglega, að stunda íþróttir eða sofa. Stundum geta astmaköst kostað ferð á bráðamóttökuna.

Það er engin lækning við barnaastma en hægt er að vinna með lækni barnsins til að gefa lyf og koma í veg fyrir lungnaskemmdir.

Einkenni barnaastma

Ekki hafa öll börn sömu einkenni barnaastma. Barn getur meira að segja sýnt misjöfn einkenni frá kasti til kasts. Hóstaköst geta oft komið upp, sérstaklega í leik eða æfingum, á kvöldin, í köldu lofti eða þegar hlegið eða grátið er.

  • Hósti sem ekki hverfur.
  • Hósti sem versnar eftir veirusýkingu.
  • Minni orka í leik, stoppað til að ná andanum í leik.
  • Barnið forðast athafnir í leik eða íþróttum.
  • Erfiðleikar við svefn vegna hósta eða öndunarerfiðleika.
  • Hraður andardráttur.
  • Verkur eða þyngsli fyrir brjósti.
  • Hvæs eða flaut í andardrætti.
  • Brjóstkassi gengur upp og niður (samdrættir)
  • Stuttur andardráttur
  • Spenntir háls- og/eða brjóstvöðvar
  • Barnið virðist veikburða eða þreytt
  • Erfiðleikar við að nærast eða stunur þegar borðað er (ungabörn)

Barnalæknirinn ykkar ætti að athuga alla möguleika á hvers vegna barnið á í erfiðleikum með andardrátt.

Sérfræðingar tala stundum um bronkítis eða annað þegar talað er um hvæs eða flaut, stuttan andardrátt í ungabörnum eða smábörnum. Prófanir geta stundum ekki staðfest astma í börnum yngri en fimm ára.

Neyðarástand – hvenær leita skal læknis

  • Alvarlegt astmakast þarf að meðhöndla á sjúkrahúsi. Verið vakandi fyrir þessum einkennum:
  • Að stoppa í miðri setningu til að ná andanum
  • Að nota kviðvöðva til að anda
  • Maginn hverfur undir rifbeinin þegar náð er í loft
  • Brjóst og hliðar ganga til þegar andað er
  • Mikið hvæs og flaut
  • Mikill hósti
  • Erfiðleikar við tal eða gang
  • Bláar varir eða neglur
  • Styttri andardráttur með minna mási
  • Nasavængir eru þandir
  • Hraður hjartsláttur
  • Aukin svitamyndun
  • Brjóstverkur
  • Það sem getur valdið astmakasti:
  • Algengir orsakavaldar eru:
  • Sýkingar í öndunarvegi, s.s. kvef, lungnabólga og kinnholubólga.
  • Ofnæmi, s.s. fyrir ryki, mold, gæludýrum eða frjókornum.
  • Ertingarvaldar, s.s. mengun, efni/efnasambönd, kalt loft, mikil lykt eða reykur getur ert öndunarfærin.
  • Æfingar, íþróttir geta valdið kasti.
  • Streita getur einnig gert barnið andstutt og einkenni gætu versnað.

Flest börn sem fá barnaastma fá einkenni um fimm ára aldur. Astmi getur þó hafist á hvaða aldri sem er.

Barn sem hefur eftirfarandi er líklegri til að fá eða hafa astma:

  • Frjókornaofnæmi
  • Exem
  • Fjölskyldusaga um astma eða ofnæmi
  • Sýkingar í öndunarfærum
  • Lág fæðingarþyngd
  • Óbeinar reykingar fyrir eða eftir fæðingu
  • Börn sem búa við fátækt
  • Greiningarferli barnaastma

Einkenni hjá barninu kunna að vera horfin þegar komið er til læknis. Hlutverk þitt sem foreldri er mikilvægt til að koma réttum upplýsingum til skila. Greining mun innihalda: Spurningar um sjúkrasögu og einkenni. Læknirinn mun spyrja um vandkvæði við andardrátt sem barnið á við að glíma, og einnig um fjölskyldusögu varðandi astma, ofnæmi, exem eða aðra lungnasjúkdóma. Lýstu einkennunum í smáatriðum og hvernig og hvenær þau gera vart við sig.

Læknirinn mun rannsaka barnið líkamlega, hlusta á hjartað og lungun og kíkja í augu, eyru og háls til að kanna hvort allt sé með felldu.

Barnið gæti þurft röntgenmyndatöku ef það er sex ára eða eldra. Það kann að þurfa að taka próf sem kannar loftgetu lungnanna. Þannig sér læknirinn hversu alvarlegur astminn er. Önnur próf kanna hvað veldur astmanum, s.s. húðpróf, blóðpróf og fleira.

Læknirinn mun svo útskýra hvaða lyf skal taka og hvað skal gera versni astminn og hvenær rétt sé að fara með barnið á spítala vegna kasta.

Allt er mikilvægt í ferlinu, svo sem að upplýsa skóla eða leikskóla, þjálfara og annað sem barnið tekur þátt í hvað gera skuli fái það astmakast. Best er að búa til lista og senda á fólk í tölvupósti eða skriflega fái barnið kast þegar þú ert ekki á staðnum.

Ef barnið fær astma við ákveðnar aðstæður skaltu reyna helst að forðast þær.

Astmalyf sem barnið má taka

Astmalyf eru í raun svipuð, hvort sem um fullorðinn einstakling er að ræða eða barn, skammtastærðirnar eru bara minni. Ef um innöndunarlyf er að ræða þarf barnið að ráða við það og skilja það. Til eru lyf við bráðu astmakasti, s.s. innöndunarlyf og svo eru önnur lyf, s.s. steralyf sem koma í veg fyrir bólgur í öndunarfærunum og heldur astmanum í lágmarki.

Að forðast kveikjur

  • Til að koma í veg fyrir eða minnka líkur á astmakasti skaltu gera ráðstafanir.
  • Ekki leyfa neinum að reykja heima við eða í bílnum.
  • Hreinsaðu oft teppi og sængur/kodda.
  • Ekki leyfa gæludýrum að vera inni í svefnherbergi barnsins. Hægt er að kaupa lofthreinsunartæki sem minnkar agnir í lofti.
  • Varastu myglu í húsnæðinu.
  • Ekki nota ilmkerti eða lyktsterkar hreinsivörur heima við
  • Passaðu að barnið sé í kjörþyngd
  • Ef barnið hefur brjóstsviða, hafðu tiltæk lyf eða ráð til að halda honum niðri
  • Ef barnið hefur áreynsluastma gæti læknirinn ráðlagt púst 20 mínútum fyrir æfingu til að halda loftveginum opnum.

Erfiðleikar fyrir astmabörn

Þegar astma er ekki haldið niðri getur hann valdið vanda, s.s:

  • Slæmum köstum, sem oft enda upp á spítala
  • Barnið gæti misst úr skóla eða að hitta vini sína
  • Þreyta
  • Streitu, kvíða og þunglyndi
  • Þroski eða kynþroski gæti staðið á sér
  • Skemmdir í lungum eða lungnasýkingar

Það er engin lækning við astma en barnið getur lært að lifa með honum. Barnið ætti að geta:

  • Komið í veg fyrir langtímaeinkenni
  • Farið í skóla á hverjum degi
  • Komið í veg fyrir einkenni að kvöldi
  • Tekið þátt í daglegum athöfnum, leikið sér og stundað íþróttir
  • Lært að meðhöndla lyfin sín sjálft

Ef eitthvað er ekki eins og það á að vera, ekki hika við að vera í sambandi við lækninn þinn.

Það er margt sem sérfræðingar vita ekki um lungnasýkingar hjá ungabörnum og astma. Þeir telja þó að barn sé líklegra til að vera greint með astma fyrir sjö ára aldur ef það hefur oft fengið einhverskonar mæði, móðirin hefur astma eða barnið hefur ofnæmi.

Um leið og lungu barns verða viðkvæm eru miklar líkur á að þau verði það alla ævi. Börn með barnaastma lagast þó oft stórkostlega á unglingsárum, eða um helmingur. Hjá sumum hverfa einkennin alveg en eiga það til að koma aftur á fullorðinsárum. Það er engin leið að spá fyrir um það.

Með því að fræðast um astma og hvernig stjórna á sjúkdómnum ertu að taka nauðsynlegt skref í að stýra velsæld barnsins. Vinnir þú vel með lækninum ykkar, takir mark á leiðbeiningum og gerir heimavinnuna getur barnið þitt átt áhyggjulaust líf framundan!

Hér má benda á fróðlega grein í Læknablaðinu um hvenær barnaastmi barst til landsins 

Heimild: WebMD

Börn og bræðisköst: Hvað er til ráða?

Börn og bræðisköst: Hvað er til ráða?

Börn og bræðisköst: Hvað er til ráða?

Bræðisköst barna eru jafn óútreiknanleg og íslenska veðrið. Eina mínútuna eruð þið á veitingastað að njóta góðs matar, hina næstu er barnið þitt að skæla og öskra því rörið er beygt. Börn á aldrinum eins til þriggja ára taka oft bræðisköst.

Þú kannt að hafa áhyggjur af því að þú sért að ala upp harðstjóra en ólíklegt er að barnið sé að reyna að stjórna. Það er líklegra að barnið sé að taka kast vegna einhverra vonbrigða eða vanmáttarkenndar.

Claire B. Kopp, prófessor í sálfræði í Claremont Graduate University, Kaliforníuríki, segir að vandinn liggi í mismunandi skilningi á tungumálinu: „Smábörn eru farin að skilja meira af þeim orðum sem sagt er í kringum þau, samt sem áður er þeirra orðaforði takmarkaður.“

Þegar barnið getur ekki orðað hvað það vill eða hvernig því líður svellur upp reiði og vanmáttarkennd.

Hvernig á að höndla bræðisköst: Sjö ráð

Í fyrsta lagi, ekki láta þér bregða.Bræðiskast er vissulega ekkert skemmtilegt að horfa upp á. Barnið getur sparkað, öskrað og stappað niður fótunum og að auki getur það kastað hlutum, slegið frá sér og jafnvel haldið niðri í sér andanum þar til það verður blátt í framan. Þrátt fyrir að þetta sé afar erfitt að horfa upp á, er það í raun eðlileg hegðun hjá barnið sem er að taka bræðiskast. Þegar barnið er í miðju kasti er ekki hægt að koma að góðum ráðum þó það muni svara – þá á neikvæðan hátt! – þegar þú öskrar á það eða hótar því: „Ég áttaði mig á að því meira sem ég gargaði á Brandon að hætta, því trylltari varð hann,“ segir móðir tveggja ára drengs. Það sem virkaði best fyrir hana var að setjast niður hjá honum og bíða þar til kastið liði hjá.

Almennt séð er góð hugmynd að vera hjá barninu meðan það rasar út. Að rjúka út úr herberginu kann að vera freistandi hugmynd, en það gefur barninu þá tilfinningu að það sé yfirgefið. Holskefla tilfinninga sem barnið ræður ekki við getur hrætt það og það vill hafa þig nálægt sér.

Ef þú finnur að þú getur ekki meira ráðleggja sumir sérfræðingar að fara út úr herberginu, rólega, í nokkrar mínútur og koma aftur þegar barnið er hætt að gráta. Með því að vera róleg/ur verður barnið líka rólegra.

Sumir sérfræðingar mæla með að taka barnið upp og halda á því ef það hentar (sum börn berjast of mikið um). Aðrir segja að það sé betra að verðlauna ekki neikvæða hegðun og betra sé að hunsa kastið þar til barnið róast.

Stundum er líka gott að taka smá hlé eða „pásu“ (e. time-out) en öll börn eru misjöfn þannig foreldrar verða að læra hvaða aðgerð hentar þínu barni. Hvernig sem þú kýst að gera það er stöðugleiki lykillinn að árangri.

Mundu að þú ert fullorðni aðilinn

Hversu lengi sem kastið kann að standa skaltu forðast að láta undan óskynsamlegum kröfum barnsins eða að reyna að semja við það eða „múta“ því.

Það kann að vera freistandi að beita slíku, sérstaklega ef þið eruð úti meðal fólks. Reyndu að hafa ekki áhyggjur af hvað öðrum finnst því allir foreldrar hafa reynslu af svipuðu.

Ekki gefa eftir því þá ertu að kenna barninu að taka kast sé góð leið til að fá það sem það vill og gerir hlutina bara erfiðari í framtíðinni. Fyrir utan það er barnið hrætt við að vera svona stjórnlaust. Það síðasta sem það þarf er að þú sért stjórnlaus líka.

Ef köst barnsins þróast á þann hátt að það slær fólk eða gæludýr, kastar hlutum eða öskrar án afláts skaltu taka það upp og bera það á öruggan stað, s.s. svefnherbergi. Segðu því hvers vegna það er þar („Því þú slóst ömmu“), og láttu það vita að þú munir vera hjá því þar til það róast.

Ef þú ert úti á meðal fólks (vinsæll staður fyrir köst!) vertu þá viðbúin/n því að þurfa að fara þar til barnið róast.

„Þegar dóttir mín var tveggja ára brjálaðist hún á veitingastað þar sem spagettíið sem hún pantaði kom með klipptri steinselju yfir. Þó að ég skildi óánægju hennar ætlaði ég mér ekki að eyðileggja matinn fyrir öllum. Við fórum út þar til hún slakaði á.“

Ekki taka hlé nema það sé nauðsynlegt

Að taka barnið úr aðstæðum, má gerast frá 18 mánaða aldri. Það getur hjálpað barninu við að ná betri tökum á tilfinningum sínum þegar það tekur kast. Það getur verið hjálplegt þegar kastið er sérlega slæmt og önnur ráð bregðast. Að fara með barnið á rólegan stað, eða enn betra – leiðinlegan stað – í smástund (ein mínúta fyrir hvert aldursár) getur verið góð lexía í að ná sér sjálfur niður. Útskýrðu hvað þú ert að gera („Mamma ætlar að leyfa þér að taka smá pásu og mamma verður hér rétt hjá þér“), og láttu það vita að þetta sé ekki refsing. Ef barnið vill ekki vera á réttum stað, færðu það aftur á staðinn rólega og gerðu það sem þú sagðist ætla að gera. Passaðu að barnið sé öruggt en ekki eiga samskipti við það eða gefa því athygli í pásunni.

Talið um atvikið eftir á

Þegar stormurinn líður hjá skaltu taka barnið í fangið og ræða það sem gerðist. Notaðu einföld orð og viðurkenndu að þú skiljir vanmátt barnsins. Hjálpaðu því að koma tilfinningum í orð, t.d. „Þú varst reið því maturinn var ekki eins og þú vildir hafa hann.“

Leyfðu barninu að sjá að um leið og það tjáir sig með orðum skiljir þú það betur. Brostu og segðu: „Mér þykir leiðinlegt að ég skildi þig ekki. Nú ertu ekki að öskra þannig ég get skilið hvað þú vilt.“

Leyfðu barninu að finna að þú elskir það

Um leið og barnið þitt er rólegt og þú hefur fengið tækifæri að ræða kastið, faðmaðu það og segðu þú elskir það. Það er nauðsynlegt að verðlauna góða hegðun, til dæmis að barnið geti sest niður og talað um hlutina.

Reyndu að forðast aðstæður sem setja bræðiskast af stað

Veittu þeim aðstæðum athygli sem geta komið kasti af stað hjá barninu, sem „ýtir á takka“ þess. Gerðu ráðstafanir. Ef barnið brotnar niður þegar það er svangt, hafðu alltaf snarl meðferðis. Ef barnið verður pirrað í eftirmiðdaginn, farðu með það fyrr út á daginn. Ef það á erfitt með að breyta til, fara á milli staða svo dæmi sé tekið, láttu það vita áður. Að láta barnið vita að það sé tími til að fara af rólóinum eða að matur sé að koma gefur því tækifæri á að sætta sig við það í stað þess að bregðast bara við.

Ef þú skynjar að kast er á leiðinni skaltu reyna að dreifa athygli barnsins með því t.d. að breyta um stað, gefa því nýtt leikfang, gera eitthvað sem það býst ekki við, með því að gretta þig eða benda á fugl.

Smábarnið þitt er að verða æ sjálfstæðara þannig þú skalt gefa því kosti þegar hægt er. Engum líkar að vera sífellt skipað fyrir! Segðu t.d. „Viltu kartöflur eða hrísgrjón“ í stað þess að segja „Borðaðu kartöflunar þínar!“ Þannig fær barnið þá tilfinningu að það hafi einhverja stjórn. Skoðaðu hvenær þú segir „nei.“ Ef þú gerir það of oft ertu kannski að skapa streitu hjá ykkur báðum. Veldu slagina þína og reyndu að slaka á.

Passaðu að barnið verði ekki of stressað

Þrátt fyrir að dagleg bræðisköst geti verið eðlileg á þessum aldri er ágætt að hafa augun opin fyrir hugsanlegum vanda. Hafa breytingar átt sér stað í fjölskyldunni? Er mikið um að vera, meira en vanalega? Eru samskipti foreldranna strekkt? Allt þetta kann að koma af stað kasti.

Ef köstin eru óvenju mörg eða slæm eða barnið meiðir sig sjálft eða aðra skaltu leita ráða sérfræðinga. Læknirinn þinn getur rætt við þig um þroska barnisins og hversu langt það er komið með þér þegar þú ferð í skoðun með það.

Þessar heimsóknir gefa gott tækifæri til að ræða áhyggjur sem þú kannt að hafa varðandi hegðun barnsins og þannig getur þú útilokað alvarleg vandamál. Læknirinn kann einnig að hafa ráð við slíkum köstum. Einnig skaltu ræða við lækninn ef barnið þitt heldur niðri í sér andanum of oft. Það eru einhverjar líkur á að slíkt geti bent til járnskorts.

Heimild: Babycenter

Átta hamingjuráð fyrir nýbakaða foreldra

Átta hamingjuráð fyrir nýbakaða foreldra

Átta hamingjuráð fyrir nýbakaða foreldra

Fullt af fólki býður nýbökuðum foreldrum almenn ráð varðandi barnið…og það er bara af hinu góða því þeir þurfa á þeim að halda. Hér eru annarskonar ráð…til að þið þrífist, vaxið og raunverulega njótið þessarar vegferðar sem felst í að vera nýbakað foreldri!

Treystu innsæinu

Stundum finnst foreldrum sem eru að eignast barn í fyrsta sinn að þau viti ekki neitt. En veistu hvað? Fullt af foreldrum hafa farið í gegnum það nákvæmlega sama, mörg hundruð ár aftur í tímann! Það er margt ógnvænlegra í framtíðinni (kvíði, óréttlátir vinir, unglingadrama, o.s.frv…) En núna þarftu bara að einbeita þér að frumþörfunum: Ást, snertingu, söng, mjólk og þolinmæði.

Verið góð við ykkur sjálf

Ef þú ert eins og margir nýbakaðir foreldrar í fyrsta sinn, hefur varla snert nýfætt barn áður en þú eignaðist þitt eigið…en samt heldur þú að þú eigir að vera barnasérfræðingur. Biddu dómarann í höfðinu á þér að taka sér frí. vertu þinn eigin besti stuðningsmaður, þinn besti vinur. Þannig er leiðin greið að fullnægju og hamingju og er sennilega besta ráðið sem nýbakað foreldri getur fengið

Fáðu nægan svefn

Foreldrahlutverkið er ein stór hamingja…þar til þú verður uppgefið foreldri! Hversu vel þú nærð að hvíla þig stjórnar öllu. Svefnvana foreldrar geta næstum brotnað við minnsta áreiti. Þeim finnst þeir vera einir, óhæfir, pirraðir og svefnleysi getur hreinlega valdið óhöppum og veikindum.

Þiggðu alla hjálp sem býðst

Í gegnum söguna hafa foreldrar þegið hjálp. Þeir hafa alltaf haft foreldra, frænkur og frændur og systkini sem vilja hjálpa. Ekki hika við að biðja um hjálp eða jafnvel borga fyrir pössun. Þú þarft þess…og þú átt það skilið. Þannig getur þú bætt upp svefnleysið og eflt tengslin við þína nánustu.

Vertu sveigjanleg/ur

Sum uppeldisráð höfða betur til þín en önnur. Það er fínt að hafa hugmyndir og fyrirætlanir en vertu tilbúin/n að þurfa að gera breytingar. Börn eru nefnilega einstaklingar með persónuleika og skoðanir. Til er heimild um mann frá 17. öld sem sagði: „Áður en ég átti börn hafði ég sex kenningar um hvernig ætti að ala þau upp. Nú á ég sex börn og hef engar kenningar!“ Vertu sveigjanleg/ur þegar hlutirnir fara ekki eins og þú ætlaðir þér. Það gæti komið á óvart hversu þægilegt það er að berast bara með straumnum.

Ekki missa húmorinn!

Mundu: Fullkomnun er bara orð sem er að finna í orðabók. Þannig gleymdu reisninni, skipulagningunni og vertu góð/ur við þig sjálfa/n og hlæðu, hlæðu, hlæðu! Hlátur lyftir þér upp, minnkar stress og er nákvæmlega það sem læknirinn myndi skrifa upp á!

Hugsið vel um hvort annað. Og gerið eitthvað skemmtilegt!

Að hugsa um barnið er bara helmingur vinnunar ykkar; hinn helmingurinn er að næra samskiptin við makann. Farið út að borða eða í göngutúr þegar ættingi er í heimsókn. Finnið tíma til að elda saman, kúra í sófanum eða þið vitið…!

Lifðu. Lífinu.

Það er næstum pirrandi þegar fólk segir: „Tíminn líður svo hratt,“ og „sofðu þegar barnið sefur.“ En þetta er alveg satt! Ef þú ert föst í fortíð eða framtíð muntu missa af kraftaverkinu sem er fyrsta ár barnsins þíns. Haltu á því og hlustaðu á hjarta þess slá. Horfðu á bros barnsins og misstu andann. Vertu virkilega viðstödd/viðstaddur þegar þú heyrir barnið segja „mamma“ eða „pabbi“ í fyrsta sinn. Það eru fáar stundir fallegri en þær. Njóttu þess.

Ef þú ert að eignast barn í fyrsta sinn ertu að standa þig eins og hetja. Ef þú átt erfitt, ekki hika við að biðja um hjáp.

 

Algeng vandamál þegar börn eru vanin af bleyju eða koppi

Algeng vandamál þegar börn eru vanin af bleyju eða koppi

Algeng vandamál þegar börn eru vanin af bleyju eða koppi

Ef erfiðlega gengur að venja barn af bleyju eða að hætta að nota koppinn, mundu bara að flestar fjölskyldur ganga í gegnum erfiðleika á þessu skeiði. Hér eru nokkur algeng vandamál ásamt tillögum til að takast á við þau.

Barnið mitt vill ekki nota klósett

Það kann að hljóma furðulega en sum börn neita að nota klósett því þau eru hrædd við það. Ímyndaðu þér klósett frá sjónarhorni barnsins: Það er stórt, hart og kalt. Það býr til hávaða og hlutir sem fara ofan í það hverfa og sjá aldrei aftur dagsins ljós. Frá þeirra sjónarhorni er klósettið eitthvað sem ætti bara að forðast!  Prófaðu að nota litla klósettsetu sem sérhönnuð er fyrir börn og má fá í barnavöruverslunum til að láta barnið líða vel. Byrjaðu á því að tilkynna því að þetta sé seta sem það á alveg sjálft. Þú getur skrifað nafn barnsins á hana og leyft því jafnvel að skreyta það með límmiðum eða eitthvað álíka. Leyfðu barninu að sitja á setunni í öllum fötunum, leyfðu bangsa að „prófa hana“ og drösla henni þessvegna um húsið ef það langar til! Til að leyfa barninu að sjá hvað verður um kúkinn má taka hann úr bleyjunni eða koppnum og setja í klósettið og sturta niður. Fullvissaðu barnið um að þetta eigi að gerast, þó það komi læti og allt. Kannski gæti líka verið að þetta sé leið barnsins til að segja þér að það vilji vera lengur á bleyju eða nota koppinn. Að ýta þessu ferli áfram getur virkað þveröfugt. Ef barnið er raunverulega áhugalaust skaltu taka hlé á þjálfuninni og fylgjast með þegar það fer sjálft að sýna áhuga. Ef barnið fer að sýna áhuga en vill það samt ekki, getur verið eitthvað annað að trufla. Stórar breytingar í lífi barnsins, s.s. að skipta um deild í leikskólanum, að eignast systkini eða flutningar geta gert barni erfitt fyrir að byrja á einhverju nýju og einbeita sér. Bíddu þar til rútína er komin á áður en þið hefjið þjálfun að nýju. 

Þegar ég sting upp á klósettinu segir barnið mitt „nei“ eða reiðist

Barnið þitt kann að neita að læra að nota klósett af sömu ástæðu og það vill ekki fara í bað eða í rúmið. Það er öflugt að segja „nei.“ Til að minnka þennan vanda skaltu taka skref aftur á bak og láta barnið halda að það sé við stjórnvölinn. 

Þetta mun hjálpa: Passaðu þig að minnast ekki alltaf á klósettþjálfunina. Þrátt fyrir að erfitt sé að grípa í taumana þegar þú telur slys vera í þann mund að gerast, er erfitt fyrir barnið að láta hamra á því. Því finnst því vera stjórnað og það finnur fyrir þvingun. Í stað þess að endurtaka í sífellu: „Þarftu ekki að fara á klósettið?“ settu bara kopp í miðju herbergisins og eins oft og hægt er skaltu leyfa barninu að hlaupa um bleyjulausu. Fyrirvaralaust kann það að nota koppinn án þinna afskipta. Ekki standa yfir barninu á meðan. Þvinguð stund getur leitt til uppreisnar af hálfu barnsins. („Bíðum aðeins lengur, kannski kemur eitthvað.“) Ef barnið sest niður í smástund og hoppar svo upp til að leika sér, leyfðu því það. Kannski gerist slys, en það er jafn líklegt að það rati í koppinn. Vertu róleg/ur vegna slysa. Það er ekkert einfalt að sýna yfirvegun þegar stórt slys á sér stað en að taka reiðiskast mun ekki hjálpa barninu neitt, frekar að það kvíði því að sjá viðbrögðin þín. Vertu hughreystandi þegar barnið gerir í buxurnar og passaðu að þú haldir ró þinni með því að færa til uppáhaldsteppið þitt eða breiða út lag af handklæðum. Sama hversu pirruð/pirraður þú verður – ekki refsa barninu fyrir slys. Það er ekki sanngjarnt og leiðir bara til vandræða síðar meir. 

Verðlaunaðu góða hegðun

Þegar barnið þitt reynir skaltu hrósa því. Fagnaðu með því þegar eitthvað kemur í koppinn og gerðu mikið úr þeim degi þegar barnið nær að halda sér þurrt í heilan dag. (Ekki fagna samt í hvert skipti því barninu líður kannski illa með að verða miðpunktur athyglinnar oft á dag!) Ekki bíða eftir klósettferð til að hrósa samt. Segðu barninu af og til hvað það sé frábært að bleyjan eða nærbuxurnar séu þurrar, þannig hvetur þú barnið áfram. 

Barnið mitt getur ekki kúkað í koppinn eða klósettið

Það er algengt að börn pissi í kopp eða klósett en vilji ekki kúka. Barnið kann að hræðast að búa til vesen, kannski lenti það í slysi í leikskólanum og fólk brást illa við eða kannski varð það vitni að slíkum atburði. Að hjálpa barninu að fara á klósettið og hrósa því svo mjög getur hjálpað því að komast yfir hræðsluna. Ef barnið þitt kúkar frekar reglulega, punktaðu niður hvenær – eftir blund, 20 mínútum eftir hádegismat, svo dæmi séu tekin – og vertu viss um að það sé nálægt koppi eða klósetti þá. Ef barnið er annarsstaðar, t.d. í leikskóla, fáðu starfsfólkið í lið með þér. Samt sem áður, ef barnið er of kvíðið þessari breytingu skaltu fara milliveginn: Stingdu upp á að barnið biðji um bleyju þegar það þarf að kúka, eða heldur að það þurfi bráðum. Minnkaðu kvíðann með því að tala um líkamsstarfsemina, til að vera viss um að það skilji að þetta sé eðlilegt ferli hjá öllu fólki í heiminum. 

Barnið mitt er með hægðatregðu

Ef barn er haldið hægðatregðu kann að vera að það neiti að nota klósettið. Það er líklegt að sársaukinn sem kemur þegar hægðirnar eru harðar auki kvíðann við að nota kopp eða klósett. Þetta býr til vítahring: Barnið heldur í sér, sem gerir hægðatregðuna verri og það veldur sársauka þegar hægðirnar koma niður, sem aftur býr til hræðslu við klósettið. Trefjaríkur matur, s.s. trefjaríkt brauð, brokkolí og morgunkorn geta hjálpað til. Trefjamagnið helst í hendur við ráðlagðan dagskammti hitaeininga. Þumalputtareglan er 14 grömm af trefjum fyrir hverjar 1000 hitaeiningar. 19 grömm af trefjum á dag fyrir börn á aldrinum eins til þriggja, 25 grömm fyrir börn á aldrinum fjögurra til átta. Best er líka að barnið innbyrði trefjar allan daginn, ekki allar í einu. Þurrkaðir ávextir innihalda mikið af trefjum, minnkaðu skammta af hvítu hveiti, hrísgrjónum og bönunum. Passaðu einnig að barnið drekki nægilegan vökva. Sveskjusafi og vatn gera kraftaverk. Líkamleg hreyfing kemur einnig hreyfingu á þarmahreyfingar. Mundu líka að mjólkurvörur auka á hægðatregðu. Ef ekkert hjálpar, fáðu ráð í apóteki. 

Barnið mitt vill ekki nota klósettið í leikskólanum eða skólanum

Athugaðu hvernig farið er að því í skólanum eða leikskólanum. Sumt kann að rugla barnið, t.d. ef kennarinn fer með marga í einu, en barnið vill vera eitt. Ef þetta er raunin skaltu fá breytingu í gegn. Kannski má það fara eitt eða með besta vini sínum. Kannski er það klósettið sjálft. Ef barnið á erfitt með breytingu frá setu heima fyrir til venjulegs klósetts skaltu láta setu fylgja barninu. Barnið mitt var vant að nota klósett en nú gerast slys aftur. Margt getur sett barn úr jafnvægi. Að fara úr rimlarúmi í venjulegt rúm, að hefja sundnám eða eignast nýtt systkini getur verið barni erfitt og það vill bara sitt eðlilega líf aftur. Ef barnið hefur nýlega lært að nota klósett er það eðlilega bleyjan. Passaðu þig að láta barnið ekki fá sektarkennd eða skömm vegna þess. Þú vilt ekki ýta á barnið í þessum aðstæðum. Á sama tíma skaltu finna leiðir til að láta barninu það vera „stórt“ og styrktu alla hegðun sem er þroskandi. Veldu rétta tímapunktinn til að ræða þetta, láttu barnið vita að þú teljir það nógu gamalt til að vera við stjórnvölinn þegar kemur að klósettinu og ekki tala svo um það aftur í einhvern tíma. Þegar barnið fer aftur að læra notaðu verðlaunakerfi til að hvetja það áfram. Stjarna á dagatalið í hvert skipti sem barnið notar klósett eða verðlaunaðu þurra daga með auka sögu um kvöldið, sund eftir mat eða annað sem barninu finnst skemmtilegt. Ekki nota sælgæti samt! Það er ekki sniðugt að barnið læri að verðlaun séu í sykurformi. Ef barnið þitt biður hreinlega um að fara aftur að nota bleyju, ekki búa til mál úr því. Setti bleyjuna á aftur í einhverjar vikur, þar til það sýnir klósettinu áhuga á ný. 

Heimild: BabyCenter.com

 

Persónuleiki barnsins þíns samkvæmt stjörnumerkjunum

Persónuleiki barnsins þíns samkvæmt stjörnumerkjunum

Persónuleiki barnsins þíns samkvæmt stjörnumerkjunum

Hefurðu velt fyrir þér hverskonar persónuleika barnið þitt kann að hafa þegar það eldist? Stjörnumerkið getur gefið góðar og skemmtilegar vísbendingar! Mun barnið mitt verða þrjóskt, feimið eða óhrætt? Ef þú trúir á stjörnumerkin er allt um barnið þitt skrifað í stjörnurnar!Vatnsberi (20. jan-18. feb)

Vatnsberabörn eru hvatvís – þú veist aldrei hvað þau gera næst. Það mun kannski koma þér á óvart hvað skemmtir þeim, hvað þeim finnst fyndið. Þau gera alltaf eitthvað óútreiknanlegt. Þau fara sínar eigin leiðir og líkar kannski við mat sem enginn annar borðar. Þú skalt hvetja barnið til að næra einstaklingsfrelsið, hampaðu sjálfstæði þess. Ef barnið vill leika með eitthvað óvenjulegt dót skaltu leyfa því það, svo lengi sem það er öruggt.

Fiskar (19. feb – 20. mars)

Fiskabörn eru draumórafólk. Spilaðu rólega tónlist fyrir þau og lesið á hverjum degi. Þau sofa oftast vært og njóta þess ef þú setur óróa, falleg ljós eða hljóð í svefnherbergið þeirra.

Hrútur (21. mar – 19. apríl)

Ef þú ert með lítinn hrút á heimilinu þarftu að hafa þig alla/n við, því hann er orkumikill! Hrúturinn er þekktur fyrir að halda foreldrum sínum á tánum. Hrútabörn elska ævintýri og þú þarft að passa vel upp á að heimilið sé öruggt því þau eru alltaf út um allt!

Nautið (20. apríl – 20. maí)

Börn í nautsmerkinu kunna stundum að vera þrjósk, en það er bara því þau þrífast í stöðugleika. Ef rútínunni þeirra er raskað verða þau óánægð! Gott ráð er að láta þau alltaf taka blund á sama tíma. Einnig er ráðlegt að hafa matar- og leiktíma í tiltölulega föstum skorðum.

Tvíburi (21. maí – 20. júní)

Litlir tvíburar vilja tjá sig og láta aðra skilja sig. Barnatáknmál gæti verið ráð við þessu, eða að búa til kerfi til að skilja hvort annað. tvíburar elska að læra og eru eins og litlir svampar, drekka í sig þekkingu. Leiktu við þá í orðaleikjum eða þroskaleikjum sem hvetja til gagnrýninnar hugsunar.

Krabbi (21. júní – 22. júlí)

Krabbabörn eru mjög viðkvæm sem hafa ber í huga þegar tengjast skal barninu. Þau hafa sérstaklega sterk tengsl við móðurina og þau þurfa mikinn „mömmutíma.“ Ekki hræðast að þau taki ástfóstri við annaðhvort foreldrið. Þér er líka óhætt að dekra það. Þessi börn elska að vera heima hjá sér þannig þið ættuð að hafa allskonar skemmtilegt við að vera á heimilinu.

Ljón (23. júlí – 22. ágúst)

Verið tilbúin mikilli gleði! Ljónabörn hafa frábæran húmor og hlæja mikið. Þau eru börnin sem allir elska – leiktu mikið við barnið og finnið sameiginlegan húmor. Farðu með ljónið á tónlistarnámskeið eða gefðu því hljóðfæri, því ljón elska tónlist.

Meyja (23. ágúst – 22. sep.) 

Líkt og nautið þarf meyjan mikla rútínu og vill hafa hlutina á ákveðinn hátt. Þessi börn taka mjög vel eftir öllu og eru sífellt að „pæla í“ hlutunum. Þegar þú ert að gera eitthvað skaltu útskýra fyrir þeim. Þau vilja alltaf vita um hvað málið snýst og hvað skal gera næst, þannig hafðu það bakvið eyrað!

Vogin (23. sept – 22. okt)

Litlar vogir eru félagsmálatröll stjörnumerkjanna. Þau elska að eignast vini og þú ættir alltaf að vera hluti af mömmuhóp eða reglulegum hittingum til að leyfa þeim að hitta aðra. Þú þarft engar áhyggjur að hafa af félagslífi þessara barna!

Sporðdreki (23. okt – 21. nóv)

Sporðdrekar eru þekktir fyrir að gefa allt í hlutina og taka þeim alvarlega. Þeir eru tilfinningaríkir og sé barnið ekki ánægt veistu af því! Þegar þessi börn eru á skiptiborðinu eða eru kynnt fyrir einhverju nýju kann að vera að þú fáir að heyra það! Náðu alltaf augnsambandi við þau svo þið hafið góða tengingu.

Bogmaður (22. nóv – 21. desember)

Litlir bogmenn vilja alltaf vera á ferðinni eða gera eitthvað – þeir eiga erfitt með að sitja kyrrir. Þeir elska að fara í stutta bíltúra eða fara í ferðir. Ekki hafa þá heima allan daginn því þeir elska ævintýri! Þeir vilja læra með því að prófa sjálfir. Þessi börn eru mjög orkumikil og þurfa stöðuga athygli. Ef þið eigið gæludýr skaltu eyða miklum tíma í að kynna þau og sjá til þess að þeim komi vel saman.

Steingeit (22. des – 19. jan)

Litlar steingeitur eru athafnasamar og vilja þær oft gera hlutina á undan öðrum börnum, s.s. að tala eða skríða. Þau geta átt til að verða pirruð ef líkamlegur þroski er ekki í takt við hinn andlega. Þannig hvettu þau áfram, en vertu þolinmóð/ur þegar þau verða pirruð.

Pin It on Pinterest