Hvernig gera má breytingar auðveldar(i) fyrir börn

Hvernig gera má breytingar auðveldar(i) fyrir börn

Hvernig gera má breytingar auðveldar(i) fyrir börn

Börn eru sjaldan spennt fyrir breytingum, svo mikið vita flestir foreldrar. Að leyfa barninu að finnast það vera við stjórnvölinn getur hjálpað því að verða öruggara þegar kemur að breytingum, vissir þú það?

Þegar kemur að foreldrahlutverkinu eru margar hraðahindranir. Þegar maður heldur að allt sé á hreinu, kemur upp eitthvað nýtt og maður fer að efast. Þó það sé ákveðin barátta er það samt það sem er líka frábært við hlutverkið! Hver einasti dagur býður upp á eitthvað nýtt og foreldrar læra stöðugt með börnunum á þessu ferðalagi.

Mikið af því sem börnum finnst erfitt finnst foreldrum erfitt að skilja því þeir gera hlutina án þess að hugsa of mikið um þá.

Alla daga breyta fullorðnir um verkefni og einbeita sér að öðru. Þeir vakna, fá sér morgunmat, fara í vinnu, fara í hádegismat og svo fara þeir heim. Við hugsum ekki einu sinni um þessa rútínu því hún er inngróin í líf okkar. Við sjáum ekki að þetta eru allt breytingar, ferli. Við förum í gegnum daginn og breytum stöðugt til. Börn sjá þetta á annan hátt en við.

Hvers vegna finnst börnum erfitt að breyta til?

Samkvæmt Charlotte Parent er það ekki óþekkt að börn eigi í erfiðleikum með breytingar og geta þær framkallað sterk tilfinningaviðbrögð sem foreldrar skrifa kannski á „bræðiskast.“ Mamman staldrar ekki við og hugsar af hverju barnið er að taka kast því því var sagt að þrífa sig eftir matinn, eða setja á sig skóna og fara út. Þau eru að mótmæla breytingu á rútínunni, ekki því sem foreldrið var að biðja þau um.

Það eru margar ástæður fyrir því að börnum finnast breytingar erfiðar og það gæti verið einfaldlega að barnið vill ekki hætta að gera eitthvað sem er gaman eða gefur því eitthvað og fara að gera eitthvað annað. Barninu kann að finnast það ekki hafa neina stjórn þegar alltaf er verið að segja því að stoppa það sem það er að gera og hvenær það má.

Skoðaðu dagskrána

Það getur verið sniðugt að skoða dagskrá fjölskyldunnar. Samkvæmt NAEYC er það oftast sérstakar breytingar sem virðast skapa streitu og getur það því verið snjallt ráð að skoða hvernig hægt er að breyta þessari dagskrá til að breytingarnar verði auðveldari. Ef barnið veit hvernig dagurinn kemur til með að líta út, athugaðu hvort þú getir ekki sett myndir inn í dagskrá, upp á töflu t.a.m. svo barnið geti séð hvaða athafnir eru næstar og hvenær þær gerast.

Gefðu eftir smá stjórn

Þar sem ein af ástæðum þess barn kann ekki við breytingar er að þá er það ekki við stjórn, geta foreldrar gefið barninu smá völd. Þegar athöfnin sem barnið er í fer að taka enda, gefið barninu smá viðvörun til að undirbúa að hætta þurfi athöfninni. Þú getur sett tíma, fimm mínútur og þegar tíminn er búinn hringir tækið eða síminn. Þá á barnið að hætta athöfninni. Foreldrar geta einnig gefið barninu valkosti – ef barnið þarf að bursta tennur getur foreldrið sagt að annaðhvort bursti barnið tennur eftir þrjár mínútur eða fimm mínútur. Enn þarf að ljúka verkefninu, en barnið má ráða hvenær.

Notaðu hjálpartæki

Tónlist getur hjálpað foreldrum mikið, enda er hún óspart notuð t.d. í leikskólanum til að kenna börnum hitt og þetta. Foreldrar geta líka fundið upp lög til að syngja þegar hendur eru þvegnar, tennur burstaðar o.s.frv.

Verðlaun og hrós

Það eru ekki allir foreldrar hrifnir af verðlaunum en þau geta verið gagnleg þegar vinna þarf á vanda. Kannski fær barnið límmiða fyrir hvert skipti sem það breytir til án vandræða, og þegar það hefur fengið 10 límmiða (eða hvað sem foreldrar telja æskilegt) mega þeir fá ís eða fara í leik með foreldrum eða eitthvað annað.

Hrós er einnig mikilvægt og lætur barninu líða vel. Þegar breytingar fara illa í barn, geta foreldrar orðið pirraðir og æst sig, en þetta er ekki jákvæð kennsla og getur haft þveröfug áhrif. Í stað þess er betra að taka eftir jákvæðri hegðun og hrósa barninu í hvert skipti sem það höndlar breytingu á réttan hátt. Mundu að það er mikilvægt að hrósa þannig að þú segir barninu nákvæmlega hvað það gerði rétt og hvað þér líkaði við það.

 

Heimild: Moms.com

 

 

Hvenær á að færa barnið úr rimlarúmi í stærra rúm?

Hvenær á að færa barnið úr rimlarúmi í stærra rúm?

Hvenær á að færa barnið úr rimlarúmi í stærra rúm?

Það er enginn sérstakur tími heilagur hvenær færa skal barn úr rimlarúmi yfir í venjulegt rúm, þrátt fyrir að flest börn skipti frá aldrinum eins og hálfs til þriggja og hálfs.

Það er oftast best að bíða þar til barnið nálgast þriggja ára aldurinn þar sem mörg lítil hjörtu eru ekki tilbúin í þessa breytingu. Auðvitað þarftu samt að færa barnið þegar það er orðið of stórt eða hreyfir sig of mikið fyrir rimlarúmið.

Margir foreldrar skipta því þeir eru hræddir við að smábarnið klifri eða hoppi úr rimlarúminu – og það getur verið hætta á ferð. Það er samt best að bregðast ekki við klifri eða slíku með einhverri skelfingu.

Ekki flýta þér út og kaupa rúmið í fyrsta sinn er barnið klifrar upp úr rúminu. Það kann að vera að það sé ekki tilbúið að skipta og það gæti skapað hættu ef það er vakandi og á ferðinni þegar aðrir eru steinsofandi. Kauptu þér smá tíma með því að færa dýnuna í neðstu stillingu þannig rimlarnir séu hærri og erfiðara sé að klifra upp úr því.

Önnur ástæða þess að foreldrar vilja skipta yfir í rúm er þegar von er á systkini. Ef þetta er raunin skaltu skipta sex til átta vikum áður en nýja barnið kemur. Þú vilt að smábarnið sé vel vant nýja rúminu áður en það sér systkinið taka yfir „hans“ eða „hennar“ rúm. Það fer auðvitað eftir aldri barnsins en svo væri einnig hægt að bíða með breytinguna þar til nýja barnið er þriggja eða fjögurra mánaða gamalt. Nýja barnið mun hvort eð er sofa í vöggu þannig eldra barnið þarf að venjast líka og það verður þá einfaldara að skipta yfir í stærra rúm þegar það gerist.

Vertu viss um að skipta um rúm þegar barnið er tilbúið frekar en það þurfi að „losa“ rimlarúmið. Margir foreldrar hafa komist of seint að því að einfaldara hefði verið að fá lánað annað rúm eða kaupa heldur en að færa það áður en barnið varð tilbúið í það.

Sum börn eiga mjög auðvelt með þessa breytingu á meðan öðrum finnst það erfiðara. Öll börn eru einstök og engin ein rétt leið. Það er samt ekki óalgengt að fyrsta barn muni vera ósátt við breytinguna. Það kann að vera mjög háð rúminu sínu. Þetta er samt bara eitt af því sem smábarnið þarf að venjast, enda mikið um breytingar á þessu aldri – fara að nota klósett, byrja í leikskóla og fleira.

Ef nýtt barn er á leiðinni gæti eldra barnið verið mjög passasamt um sína hluti, líka rúmið. Ef barnið á eldri systkini finnst því kannski ekkert mál að fara í venjulegt rúm þar sem eldri systkinin eru í slíkum rúmum. Þau eru kannski spennt að færa sig úr „barnarúminu“ í rúm fyrir stóra krakka!

Til að gera breytinguna einfaldari, settu nýja rúm barnsins á sama stað og rimlarúmið var. Kannski viltu hafa teppið úr eldra rúminu í því nýja, það kann að veita barninu öryggi. Ekki gleyma að hafa öryggisgrind á nýja rúminu svo barnið detti ekki úr því.

Þú getur gert barnið spennt fyrir nýja rúminu með því að fara með því í búð að velja rúmið eða sýna því, ef þú færð það notað. Leyfðu barninu að velja sængurföt og hvettu það til að sýna vinum og fjölskyldu nýja rúmið þegar þau koma í heimsókn.

Ef þú sérð að þú hefur skipt of snemma og barnið er í uppnámi, leyfðu því samt að hafa sinn gang í einhvern tíma. Hvettu barnið til að nota rúmið. Ef það er enn í uppnámi eftir einhverja daga, leyfðu því að sofa í rimlarúminu.

Sum smábörn eru bara ekki tilbúin í venjulegt rúm. Það þarf ákveðinn þroska fyrir barnið að átta sig á að það þarf að dveljast í þessu rúmi og má ekki bara fara á flandur. Ef barnið á allt í einu í erfiðleikum með að sofna á kvöldin, þarf oft að fara fram úr, fer á flandur eða annað er það kannski ekki tilbúið fyrir sitt eigið rúm.

Eins og með að venja á kopp er stundum þess virði að taka eitt skref aftur á bak og reyna aftur seinna. Vertu bara viss um að þú kynnir rimlarúmið ekki aftur til sögunnar sem einhver vonbrigði eða refsingu.

Að lokum, mundu að þessi breyting er líka þér mikils virði. Barnið þitt er að stækka! Mundu þegar þú settir barnið í rimlarúmið í fyrsta sinn. Þetta gerist svo hratt – njóttu þess líka.

Eignaðist tvíbura eftir að hafa verið skilgreind ófrjó

Eignaðist tvíbura eftir að hafa verið skilgreind ófrjó

Eignaðist tvíbura eftir að hafa verið skilgreind ófrjó

„Við fórum í frjósemispróf, tókum allskonar lyf og vítamín og ég fékk hormónasprautur, allt til þess að geta eignast barn,“ segir Jennifer Bonicelli í viðtali við Babycenter.

„Niðurstöðurnar voru þær að læknirinn okkar sagði það 1-2% líkur á að eignast barn á eðlilegan hátt, og 35% líkur á að verða ólétt með tæknifrjóvgun,“ segir hún.

Jennifer heldur áfram:

Ofan á þetta allt var ég greind með minnkandi virkni eggjastokkanna, semsagt ekki of mikið af eggjum. Það virtist sem líkurnar væru algerlega á móti okkur..

Svo, einu og hálfu ári seinna voru þeir tveir: Tveir sterkir hjartslættir í sónarnum, sem staðfesti að við ættum von á tvíburum. Þið gætuð kannski haldið að við værum róleg. En ég var að deyja úr áhyggjum.

Milli læknisheimsóknanna, sem staðfestu allar að meðgangan væri að ganga eðlilega fyrir sig var ég að „gúgla“ hvern einasta möguleika á að allt færi til fjandans. Ég var búin að undirbúa mig fyrir allt það versta, fá verstu niðurstöður sem hægt væri. Allar óléttar mæður óttast að eitthvað fari úrskeiðis, en að vera ólétt og greind nær ófrjó jók á áhyggjur mínar – að minnsta kosti þar til tvíburarnir voru fæddir.

Sem betur fer var þetta mjög einföld fæðing. Að fæða strákana mína veitti mér ró og ég var fegin, allur þessi tími sem hafði farið í að hafa áhyggjur af því að geta aldrei eignast börn, áhyggjurnar af heilsu þeirra og lífi á meðgöngu, það varð ákveðinn viðsnúningur við fæðinguna. Um leið og ég heyrði heilbrigðan grát barnanna minna var ég viss um að ég gæti höndlað allt. Um það snýst foreldrahlutverkið. Og það er það sem ég hef verið að berjast fyrir. Ófrjósemin hefur haft mikil áhrif á mig og að fæða eftir það er bara 100% kraftaverk!

Það er raunsætt að segja að ófrjósemin gerði mig viðkvæmari fyrir hlutum sem gætu farið úrskeiðis á þessu ferðalagi. Ófrjósemin ákvað örlög okkar sem foreldra og gaf okkur skert tækifæri á að stækka fjölskylduna okkar. Nú þar sem við erum orðin fjögurra manna fjölskylda, og nær sjö ár síðan ég var greind ófrjó, á ég erfitt með að sætta mig við að börnin okkar eru þau fyrstu og síðustu.

Sem móðir tvíbura sem mun ekki eignast fleiri börn eru öll tímamót á nokkurn veginn sama tíma – fyrstu skrefin, fyrsti skóladagurinn og fyrsta tönninn sem fer – allt á sama tíma og einnig þau síðustu. Það er mér erfitt. Ég finn fyrir þörf að njóta hvers einasta augnabliks og ég set þrýsting á sjálfa mig og þar af leiðandi finn ég fyrir skömm og sektarkennd þegar ég er ekki „fullkomið foreldri.“ Sem ég er alls ekki alltaf.

Þetta eru einu börnin mín; ég mun aldrei gera betur næst. Eftir að hafa barist svo hetjulega finnst mér oft eins og ég eigi að vera gersamlega ástfangin af því að vera mamma, af móðurhlutverkinu. En fyrstu sex, átta vikurnar var ég alls ekki þannig. Ef ég á að vera hreinskilin, í eitt skipti áður en við fórum af spítalanum spurði ég hjúkrunarfræðinginn hvort ég mætti skila þessum börnum.

Hér var ég – ný móðir sem hafði barist við ófrjósemi og ég var ekki einu sinni viss um ég gæti valdið hlutverkinu. Mér fannst ég vanþakklát og ég finn fyrir skömm þegar ég hugsa um þetta.

Ég á erfitt með að vera hreinskilin varðandi þennan viðkvæma tíma. En ég skil það núna að ég er ekki ein eða skrýtin að líða svona. Ég átti erfitt. Og ég bað um hjálp við að aðlagast nýja hlutverkinu. Það sem ég hef lært á þessum tíma, þar sem ég sigraði ófrjósemina, er að ég bý yfir seiglu. Ég hef ótrúlegan kraft, ákveðni og þolgæði, það er ekkert sem ég get ekki sigrast á.

Ég mun alltaf berjast fyrir börnin mín, ég mun takast á við allt fyrir þau.

Að ég hafi sigrast á ófrjósemi mun alltaf verða hluti sögu minnar. Þó ég hafi komist yfir það mun ég aldrei gleyma því. Styrkinn sem ég fékk í gegnum baráttuna gerir mig að ótrúlega frábæru foreldri.

 

Jennifer Bonicelli býr í Denver, Coloradoríki í Bandaríkjunum með eiginmanni sínum og tvíburadrengjunum.

 

Pin It on Pinterest