Meghan og Harry hafa eignast dóttur!

Meghan og Harry hafa eignast dóttur!

Meghan og Harry hafa eignast dóttur!

Meghan Markle og Harry Bretaprins hafa nú eignast dótturina langþráðu og Archie því orðinn stóri bróðir. Sunnudagsmorguninn 6. júní tilkynntu Harry og Meghan um fæðinguna og á stúlkan að bera nafnið Lilibet Diana Mountbatten-Windsor. Fæddist hún þann 4. júní kl. 11:40 í Santa Barbara í Kaliforníuríki.

Hjónin segja að hún muni verða kölluð Lili. „Hún vó 3,5 kíló og bæði móður og barni heilsast vel og eru að koma sér fyrir heima,” sagði talsmaður hjónanna í yfirlýsingu. „Lili er nefnd eftir langa-langömmu sinni, drottningunni, en hún var kölluð Lilibet. Miðnafnið, Diana, var valið til að heiðra minningu ömmu hennar heitinnar, Prinsessunnar af Wales.”

Þann 14. febrúar síðastliðinn tilkynnti parið að þau ættu von á öðru barni, nær ári eftir „skilnaðinn” við bresku konungsfjölskylduna. Það var minna en þremur mánuðum eftir að Meghan skrifaði í New York Times um fósturmissinn, en sú grein hét The Losses We Share.

Níu ára drengur aðstoðaði móður sína í fæðingu

Níu ára drengur aðstoðaði móður sína í fæðingu

Níu ára drengur aðstoðaði móður sína í fæðingu

Hollie Lau frá Ohioríki, Bandaríkjunum, fæddi stúlkubarn í fyrra og vissi hún að hún þyrfti stuðning og ást í fæðingunni. Fæðingarteymið í kringum hana á spítalanum innihélt óvæntan meðlim: Son Hollie, Charlie, sem var níu ára gamall á þeim tíma.

Hollie segir hugmyndina hafa komið frá Charlie sjálfum: „Það var í raun sonur minn sem spurði,“ og hún tók vel í hugmyndina. Hún sagði að þetta væri dásamlegt fyrir hann að upplifa og einnig gott fyrir yngri bróðurinn Hank sem er sjö ára sem einnig var viðstæddur.

„Drengir fá ekki sama rými í menningu okkar að gera nærandi hluti. Okkur fannst að við yrðum að „normalísera“ fæðingu og brjóstagjöf fyrir sonum okkar og þegar hann spurði studdum við hugmyndina,“ segir Hollie. „Það er svo mikið sem hægt er að læra af fæðingu og við vildum nýta tækifærið.“

Auðvitað var mikill undirbúningur fyrir drenginga til að þetta yrði þeim ekki ofviða: „Við lágum í rúminu á kvöldin og horfðum á fæðingarmyndbönd á Instagram. Við ræddum svo það sem við sáum og ímynduðum okkur hvernig fæðing liti út, hvernig hún hljómaði, hvernig hún lyktaði. Þeir fóru líka á fæðingarnámskeið. Þannig skildu þeir hvað líkami minn var að upplifa í gegnum öll stig fæðingarinnar.“

 

Þegar að stóru stundinni kom var Charlie ofboðslega spenntur: „Hann var mest hissa þegar kollurinn kom í ljós. Að sjá systur sína og glitta í hana eftir að ég hafði verið í mikilli vinnu þangað til var bara mjög spennandi. Að sjá persónuna sem við höfðum verið að búa okkur undir að hitta í marga mánuði var loksins komin, hann var alveg í skýjunum.“

Um leið og litla stúlkan kom í heiminn hjúfruðu Charlie og Hank sig upp við mömmu sína og litla systir tók brjóstið, sem Hollie segir hafa verið „töfrum líkast.“

Ljósmyndarinn Hannah Spencer var viðstödd allan tímann og var hún afar þakklát og hrærð yfir þessari fallegu stund: „Mæður ættu að fá að hafa þær sem þær vilja við fæðingu, börn eða aðra.“

 

Hollie segir að hún sé fullkomlega meðvituð um að ekki myndu allar mæður kjósa að hafa börnin sín viðstödd en hún mælir svo sannarlega með því: „Þetta getur verið mjög jákvæð reynsla með réttum undirbúningi. Börnin okkar eiga skilið að verða vitni að og upplifa nýtt líf koma inn í fjölskyldur.“

Heimild: Mother.ly

Fæddi dóttur sína í svefni!

Fæddi dóttur sína í svefni!

Fæddi dóttur sína í svefni!

Kona nokkur deildi óvenjulegri fæðingarsögu á samfélagsmiðlinum TikTok en eftir 12 tíma hríðir fékk hún loks langþráða mænudeyfingu sem var bæði verkjastillandi og gerði henni kleift að sofna.

Amy Dunbar segir svo frá að stuttu síðar kom hjúkrunarfræðingurinn að athuga með hana og sá á skjánum að Amy hafði fengið stóran samdrátt á meðan hún svaf.

Hún var vakin og segir Amy svo: „Ekki einu sinni mínútu eftir það, vakti hjúkrunarfræðingurinn mig og sagðist ekki finna hjartslátt barnsins á mónitornum, en hún sagði: „Engar áhyggjur, snúðu þér við, barnið hefur eflaust bara hreyft sig.“

En þá kom hið óvænta: „Barnið var í rúminu! Hún hafði bara komið út sjálf á meðan ég var sofandi. Þessi stóri samdráttur sem hún sá mónitornum var bara hún að fæðast.“

Amy setti inn fleiri myndbönd og sagði í öðru myndbandi: „Ég togaði teppið af og hún bara lá þarna í kúlu á rúminu og þá varð allt vitlaust. Pabbi fór fram á gang og kallaði: „Við þurfum hjálp!“ og allt í einu var bara allt fullt af læknum og hjúkrunarfræðingum og hún var ekki grátandi, svo auðvitað var ég að fríka út.“

Eftir að dóttir hennar hafði fengið skoðun fékk Amy hana í hendurnar og var hún í fullkomnu lagi.

„Þetta var auðvitað ótrúlega ógnvænlegt, en var allt í lagi,“ sagði Amy.

@amyedunbar

##stitch with @beyondboss_ everyone was in disbelief ##birthstory ##momtok ##TikTokGGT

♬ Blue Blood – Heinz Kiessling & Various Artists

Þúsundir hafa séð myndbandið og notendur TikTok hafa sent Amy fjölda skilaboða.

Einn sagði: „Barnið er bara – ég geri þetta sjálf!“

Annar sagði: „Strax orðin sterk og sjálfstæð kona, haha.“

Á meðan sagði ein kona: „Hæ, já, geturðu skrifað niður hvað þú fékkst nákvæmlega svo ég geti fengið það sama? Takk fyrir.“

 

Fæddi 23 marka barn: „Þurfti tvo til að ná honum út“

Fæddi 23 marka barn: „Þurfti tvo til að ná honum út“

Fæddi 23 marka barn: „Þurfti tvo til að ná honum út“

27 ára bresk móðir, Amy Smit, varð heldur betur undrandi þegar Zagry kom í heiminn þar sem hann var nær tvisvar sinnum þyngri en „venjulegt“ eða 5,5 kíló, 23 mörk.

Foreldrarnir vonast nú til að Zagry, alltaf kallaður Zeik, verði ruðningskappi þegar hann verður stór.

Hann er ekkert smá stór!

Zeik var tekinn með keisaraskurði þann 25. maí síðastliðinn á spítala nálægt heimabæ þeirra í Cheddington, Bucks í Bretlandi. Sonur hennar var 5,5 kíló (12,9lbs) og 61 cm á hæð.

Foreldrarnir Amy og eiginmaðurinn Zak sem er 28 ára, sögðu að litli drengurinn hefði verið allt of stór fyrir ungbarnavigt spítalans. Amy, sem einnig á dótturina Lolu, segir: „Hann var svo stór að það þurfti tvo til að lyfta honum upp úr móðurkvið.“

Amy, Zac og Zeik

Amy heldur áfram: „Það var fullt af litlum konum í kringum mig í spítalaherberginu og ég heyrði eina segja: „Ég þarf hjálp, hann er risastór!“

„Þegar þær lyftu honum upp til að sýna mér og Zac, gat ég ekki annað sagt en „ands****** sjálfur.“

Amy og Zac grunaði að Zeik yrði stór því allt benti til hann væri mjög langur samkvæmt mælingum. Foreldrarnir eru báðir hávaxnir en Amy segir: „Við höfðum enga hugmynd um að hann yrði svona stór. Hann passaði ekki einu sinni á vigtina, hann var of langur og breiður. Þau þurftu að búa til einhverskonar planka til jafnvægis ofan á vigtinni til að mæla hann.“

Lola með litla bróður

Foreldrarnir höfðu keypt föt frá 0-3 mánaða en að sjálfsögðu pössuðu þau ekki: „Ég þurfti að senda Zac út til að kaupa föt fyrir níu mánaða börn.“

Lola, eldri dóttir þeirra, var einnig stór þegar hún fæddist í september 2018, 4,1 kg sem samsvarar um 17 mörkum.

Amy var samt hissa því hún sagðist ekki hafa haft neina matarlyst á meðan meðgöngu stóð og það var ólíkt fyrri meðgöngu: „Ég bara vildi ekki mat, ég vildi aldrei kvöldmat, gat ekki borðað kjöt eða neitt. Á fyrri meðgöngu var ég borðandi allan daginn, gat ekki hætt að borða. Með Zeik gat ég ekki borðað. Og ég fór bara að hugsa: Hversu stór hefði hann orðið ef ég hefði borðað á fullu!“

Glaður lítill drengur!

Amy segir Zeik vera afar glatt barn og stóra systir sé „heilluð“ af honum. Hún vill alltaf vera að knúsa hann og kallar hann barnið sitt.

Fjölskyldan kallar Zeik „litla ruðningskappann“ því faðir hans er frá Suður-Afríku og mjög hrifinn af ruðningi.

Heimild: Mirror.co.uk

Kynlíf eftir barnsburð

Kynlíf eftir barnsburð

Kynlíf eftir barnsburð

Hvenær er óhætt að stunda að kynlíf að nýju eftir barnsburð?

Það er einfaldast að segja að þegar þú og makinn teljið að rétti tíminn sé fyrir ykkur. Stundum er sagt að bíða þurfi í sex vikur eða þar til þú ferð í læknisheimsókn til að athuga hvort allt sé í lagi, en sumir segja að í lagi sé að stunda kynlíf fyrir þann tíma til að athuga hvort einhver vandkvæði geri vart við sig sem hægt er þá að ræða í heimsókninni.

Mörg pör stunda kynlíf innan mánaðar eftir að barnið er fætt, flestir innan þriggja mánaða en svo er það minnihluti sem bíður í hálft ár eða ár. Það er ekkert sem er „rétt“ í þessum efnum.

Nýjar mæður upplifa kannski hik eða eru ekki spenntar og fyrir því eru margar ástæður. Ein augljósasta er fæðingin sjálf, saumar eða keisari. Þrátt fyrir að allt hafi gengið vel fyrir sig er líklegt að konan sé marin eða viðkvæm í einhvern tíma á eftir. Það er skynsamlegt að bíða þar til sárin gróa eða saumarnir hverfa þar til konan hefur samfarir.

Þreyta er annar þáttur sem stundum er allsráðandi. Að hugsa um barn 24 tíma á dag er þreytandi, líkamlega, andlega og tilfinningalega. Þegar þið farið í rúmið kann svefn vera það eina sem þið hugsið um.

Líkamsvitund konunnar getur aftrað henni – henni getur hún fundist hún breytt og það líði einhver tími þar til hún finnst hún „hún sjálf“ á ný.

Margar konur segja að á þessu tímabili sé kynhvötin í lágmarki – þeim finnst þeim ekki vera kynþokkafullar.

Hvað ef makinn vill kynlíf en ekki ég?

Ef sú staða kemur upp – sem hún gerir oft, þarf mikið af ást og skilningi frá báðum aðilum til að koma í veg fyrir að þetta verði að vandamáli. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt fyrir ykkur að tala um tilfinningar hvors annars. Maki þinn kann að finna fyrir höfnun ef þú vilt ekki kynlíf, þannig það er þitt að útskýra ástæðurnar (líkamlegar, kvíði, o.s.frv.)

Kannski ætti tími fyrir ykkur að vera í forgangi – mörg pör kvarta vegna þess það er bara enginn tími fyrir hvort annað þessar fyrstu vikur og mánuði með nýtt barn. Orð og knús geta gert mikið til að sýna ást og tilfinningar og þið munuð bæði græða á því. Hvað kynlífið varðar, þarf ekki endilega að stunda hefðbundið kynlíf (limur í leggöng) heldur er margt annað hægt að gera! Snerting í sjálfu sér getur verið mjög kynferðisleg. Prófið ykkur áfram.

Athugið að sleipiefni getur verið mikilvægt því leggöngin geta verið þurr og viðkvæm.

Við samfarir þarf að velja stellingu sem eykur ekki á sársauka og viðkvæmi konunnar, ef hann er til staðar. Ef þreyta er það sem er vandinn, er hægt að njóta ásta meðan barnið er sofandi.

Borðið vel, drekkið nægan vökva og hvílist þegar hægt er. Að hugsa um nýfætt barn er mjög krefjandi og til að auka orkuna er nauðsynlegt að huga vel að heilsunni.

Önnur vandkvæði

Ef samfarir hætta ekki að vera sársaukafullar þrátt fyrir að varlega sé farið, er best að ræða það við lækni. Stundum geta saumar valdið óþægindum lengi, sem hægt er að laga með lítilli aðgerð. Ef útferð lyktar illa gæti verið um sýkingu að ræða. Ef blæðingar gera enn vart við sig, fjórum vikum eftir fæðingu, eða þær aukast skaltu strax hafa samband við lækni.

Heimild: BabyCenter Canada 

Pin It on Pinterest