Að busla í pollum og drullumalla er geggjuð núvitund

Að busla í pollum og drullumalla er geggjuð núvitund

Að busla í pollum og drullumalla er geggjuð núvitund

Sólveig María Svavarsdóttir er fjögurra barna móðir, grunnskólakennari að mennt og varaformaður Hæglætishreyfingar Íslands. Ásamt því að sinna móðurhlutverkinu að mikilli natni heldur hún úti skemmtilegum reikningi á Instagram sem heitir Útivera og börnin.

Við heyrðum í Sólveigu og spurðum hana hvaða áherslur hún væri með á síðunni sinni þegar kemur að útisamveru með börnum: „Á síðunni legg ég áherslu á útiveru, hægan lífstíl og núvitund. Útivera er stór hluti í uppeldi barna minna og sýni ég á síðunni meðal annars frá útiverum okkar og gef öðrum hugmyndir að útiveru. Útiveran þarf ekki að vera flókin en getur gefið bæði foreldrum og börnum mikið. Ég legg áherslu á að minna fólk á að staldra við og gefa augnablikinu sérstakan gaum. Mér finnst mikilvægt að gefa börnum frelsi og rými til að upplifa og kanna. Útbúa börnin vel og leyfa þeim svo að vaða út í næsta poll eða drullumalla að vild. Eins er mikilvægt fyrir okkur fullorðna fólkið að muna að staldra við, vera í meðvitund og jafnvel prófa að upplifa með börnunum! Börn eru svo miklir núvitundarkennarar,” segir Sólveig. 

Hér eru nokkrar hugmyndir sem Sólveig gaf okkur hjá Mömmunni að útiveru út frá þessari árstíð. 

Það eru kannski ekki allir sem eru til í að leyfa börnunum sínum að leika í pollum, en af hverju ekki „gó wild” eins og einu sinni! Það að fara með börnin út í gönguferð og leyfa þeim að leika sér í pollum, vötnum, ám getur verið stórkostleg upplifun fyrir þau og geggjuð núvitund. Þá skiptir máli að klæða sig rétt og vel eftir veðri. 

Að setja upp góðar aðstæður fyrir leik úti getur skipt miklu máli. Börn geta leikið sér tímunum saman með vatn, sand og mold. Það er mjög sniðugt að fara á nytjamarkaði og kaupa gamalt eldhússdót í leik. Þá er hægt að baka drullukökur, búa til súpur, kaffi og allt sem hugurinn girnist. 

Að fara í skógarferð er dásamleg upplifun. Að eyða hálftíma í grænu umhverfi getur gert mikið fyrir andlega líðan og líkamlega líðan. Það er sannað að grænt umhverfi getur haft mikil áhrif á streitu og róað taugakerfið. Það er upplagt að leyfa börnunum að klifra í trjám, æfa jafnvægið á mismunandi undirlagi eða taka með sér greinar og köngla heim í föndur. 

Að borða úti er enn betra en borða inni. Að baka og taka kaffitímann úti getur verið svo hressandi. Gönguferð með nesti á leikvöll er einföld hugmynd en getur gefið svo mikið! 

Nú er upplagður tími til að setja niður fræ með börnunum. Það getur gefið þeim svo mikið að rækta sitt eigið grænmeti ásamt því að það eykur umhverfisvitund þeirra. Það þarf ekki að vera flókið – til dæmis ein tómataplanta út í glugga, gulrætur í garði eða salat á svölum.

Sólveig er fjögurra barna móðir, grunnskólakennari að mennt og varaformaður Hæglætishreyfingar Íslands.

Mamman mælir með að kíkja á heimasíðu Hæglætishreyfingu Íslands www.hæglæti.is og hér fyrir neðan er hægt að klikka á samfélagsmiðla hnappa Útivera & börnin á Instagram og Hæglætishreyfingu Íslands á Facebook.

 

Börn og bræðisköst: Hvað er til ráða?

Börn og bræðisköst: Hvað er til ráða?

Börn og bræðisköst: Hvað er til ráða?

Bræðisköst barna eru jafn óútreiknanleg og íslenska veðrið. Eina mínútuna eruð þið á veitingastað að njóta góðs matar, hina næstu er barnið þitt að skæla og öskra því rörið er beygt. Börn á aldrinum eins til þriggja ára taka oft bræðisköst.

Þú kannt að hafa áhyggjur af því að þú sért að ala upp harðstjóra en ólíklegt er að barnið sé að reyna að stjórna. Það er líklegra að barnið sé að taka kast vegna einhverra vonbrigða eða vanmáttarkenndar.

Claire B. Kopp, prófessor í sálfræði í Claremont Graduate University, Kaliforníuríki, segir að vandinn liggi í mismunandi skilningi á tungumálinu: „Smábörn eru farin að skilja meira af þeim orðum sem sagt er í kringum þau, samt sem áður er þeirra orðaforði takmarkaður.“

Þegar barnið getur ekki orðað hvað það vill eða hvernig því líður svellur upp reiði og vanmáttarkennd.

Hvernig á að höndla bræðisköst: Sjö ráð

Í fyrsta lagi, ekki láta þér bregða.Bræðiskast er vissulega ekkert skemmtilegt að horfa upp á. Barnið getur sparkað, öskrað og stappað niður fótunum og að auki getur það kastað hlutum, slegið frá sér og jafnvel haldið niðri í sér andanum þar til það verður blátt í framan. Þrátt fyrir að þetta sé afar erfitt að horfa upp á, er það í raun eðlileg hegðun hjá barnið sem er að taka bræðiskast. Þegar barnið er í miðju kasti er ekki hægt að koma að góðum ráðum þó það muni svara – þá á neikvæðan hátt! – þegar þú öskrar á það eða hótar því: „Ég áttaði mig á að því meira sem ég gargaði á Brandon að hætta, því trylltari varð hann,“ segir móðir tveggja ára drengs. Það sem virkaði best fyrir hana var að setjast niður hjá honum og bíða þar til kastið liði hjá.

Almennt séð er góð hugmynd að vera hjá barninu meðan það rasar út. Að rjúka út úr herberginu kann að vera freistandi hugmynd, en það gefur barninu þá tilfinningu að það sé yfirgefið. Holskefla tilfinninga sem barnið ræður ekki við getur hrætt það og það vill hafa þig nálægt sér.

Ef þú finnur að þú getur ekki meira ráðleggja sumir sérfræðingar að fara út úr herberginu, rólega, í nokkrar mínútur og koma aftur þegar barnið er hætt að gráta. Með því að vera róleg/ur verður barnið líka rólegra.

Sumir sérfræðingar mæla með að taka barnið upp og halda á því ef það hentar (sum börn berjast of mikið um). Aðrir segja að það sé betra að verðlauna ekki neikvæða hegðun og betra sé að hunsa kastið þar til barnið róast.

Stundum er líka gott að taka smá hlé eða „pásu“ (e. time-out) en öll börn eru misjöfn þannig foreldrar verða að læra hvaða aðgerð hentar þínu barni. Hvernig sem þú kýst að gera það er stöðugleiki lykillinn að árangri.

Mundu að þú ert fullorðni aðilinn

Hversu lengi sem kastið kann að standa skaltu forðast að láta undan óskynsamlegum kröfum barnsins eða að reyna að semja við það eða „múta“ því.

Það kann að vera freistandi að beita slíku, sérstaklega ef þið eruð úti meðal fólks. Reyndu að hafa ekki áhyggjur af hvað öðrum finnst því allir foreldrar hafa reynslu af svipuðu.

Ekki gefa eftir því þá ertu að kenna barninu að taka kast sé góð leið til að fá það sem það vill og gerir hlutina bara erfiðari í framtíðinni. Fyrir utan það er barnið hrætt við að vera svona stjórnlaust. Það síðasta sem það þarf er að þú sért stjórnlaus líka.

Ef köst barnsins þróast á þann hátt að það slær fólk eða gæludýr, kastar hlutum eða öskrar án afláts skaltu taka það upp og bera það á öruggan stað, s.s. svefnherbergi. Segðu því hvers vegna það er þar („Því þú slóst ömmu“), og láttu það vita að þú munir vera hjá því þar til það róast.

Ef þú ert úti á meðal fólks (vinsæll staður fyrir köst!) vertu þá viðbúin/n því að þurfa að fara þar til barnið róast.

„Þegar dóttir mín var tveggja ára brjálaðist hún á veitingastað þar sem spagettíið sem hún pantaði kom með klipptri steinselju yfir. Þó að ég skildi óánægju hennar ætlaði ég mér ekki að eyðileggja matinn fyrir öllum. Við fórum út þar til hún slakaði á.“

Ekki taka hlé nema það sé nauðsynlegt

Að taka barnið úr aðstæðum, má gerast frá 18 mánaða aldri. Það getur hjálpað barninu við að ná betri tökum á tilfinningum sínum þegar það tekur kast. Það getur verið hjálplegt þegar kastið er sérlega slæmt og önnur ráð bregðast. Að fara með barnið á rólegan stað, eða enn betra – leiðinlegan stað – í smástund (ein mínúta fyrir hvert aldursár) getur verið góð lexía í að ná sér sjálfur niður. Útskýrðu hvað þú ert að gera („Mamma ætlar að leyfa þér að taka smá pásu og mamma verður hér rétt hjá þér“), og láttu það vita að þetta sé ekki refsing. Ef barnið vill ekki vera á réttum stað, færðu það aftur á staðinn rólega og gerðu það sem þú sagðist ætla að gera. Passaðu að barnið sé öruggt en ekki eiga samskipti við það eða gefa því athygli í pásunni.

Talið um atvikið eftir á

Þegar stormurinn líður hjá skaltu taka barnið í fangið og ræða það sem gerðist. Notaðu einföld orð og viðurkenndu að þú skiljir vanmátt barnsins. Hjálpaðu því að koma tilfinningum í orð, t.d. „Þú varst reið því maturinn var ekki eins og þú vildir hafa hann.“

Leyfðu barninu að sjá að um leið og það tjáir sig með orðum skiljir þú það betur. Brostu og segðu: „Mér þykir leiðinlegt að ég skildi þig ekki. Nú ertu ekki að öskra þannig ég get skilið hvað þú vilt.“

Leyfðu barninu að finna að þú elskir það

Um leið og barnið þitt er rólegt og þú hefur fengið tækifæri að ræða kastið, faðmaðu það og segðu þú elskir það. Það er nauðsynlegt að verðlauna góða hegðun, til dæmis að barnið geti sest niður og talað um hlutina.

Reyndu að forðast aðstæður sem setja bræðiskast af stað

Veittu þeim aðstæðum athygli sem geta komið kasti af stað hjá barninu, sem „ýtir á takka“ þess. Gerðu ráðstafanir. Ef barnið brotnar niður þegar það er svangt, hafðu alltaf snarl meðferðis. Ef barnið verður pirrað í eftirmiðdaginn, farðu með það fyrr út á daginn. Ef það á erfitt með að breyta til, fara á milli staða svo dæmi sé tekið, láttu það vita áður. Að láta barnið vita að það sé tími til að fara af rólóinum eða að matur sé að koma gefur því tækifæri á að sætta sig við það í stað þess að bregðast bara við.

Ef þú skynjar að kast er á leiðinni skaltu reyna að dreifa athygli barnsins með því t.d. að breyta um stað, gefa því nýtt leikfang, gera eitthvað sem það býst ekki við, með því að gretta þig eða benda á fugl.

Smábarnið þitt er að verða æ sjálfstæðara þannig þú skalt gefa því kosti þegar hægt er. Engum líkar að vera sífellt skipað fyrir! Segðu t.d. „Viltu kartöflur eða hrísgrjón“ í stað þess að segja „Borðaðu kartöflunar þínar!“ Þannig fær barnið þá tilfinningu að það hafi einhverja stjórn. Skoðaðu hvenær þú segir „nei.“ Ef þú gerir það of oft ertu kannski að skapa streitu hjá ykkur báðum. Veldu slagina þína og reyndu að slaka á.

Passaðu að barnið verði ekki of stressað

Þrátt fyrir að dagleg bræðisköst geti verið eðlileg á þessum aldri er ágætt að hafa augun opin fyrir hugsanlegum vanda. Hafa breytingar átt sér stað í fjölskyldunni? Er mikið um að vera, meira en vanalega? Eru samskipti foreldranna strekkt? Allt þetta kann að koma af stað kasti.

Ef köstin eru óvenju mörg eða slæm eða barnið meiðir sig sjálft eða aðra skaltu leita ráða sérfræðinga. Læknirinn þinn getur rætt við þig um þroska barnisins og hversu langt það er komið með þér þegar þú ferð í skoðun með það.

Þessar heimsóknir gefa gott tækifæri til að ræða áhyggjur sem þú kannt að hafa varðandi hegðun barnsins og þannig getur þú útilokað alvarleg vandamál. Læknirinn kann einnig að hafa ráð við slíkum köstum. Einnig skaltu ræða við lækninn ef barnið þitt heldur niðri í sér andanum of oft. Það eru einhverjar líkur á að slíkt geti bent til járnskorts.

Heimild: Babycenter

Átta hamingjuráð fyrir nýbakaða foreldra

Átta hamingjuráð fyrir nýbakaða foreldra

Átta hamingjuráð fyrir nýbakaða foreldra

Fullt af fólki býður nýbökuðum foreldrum almenn ráð varðandi barnið…og það er bara af hinu góða því þeir þurfa á þeim að halda. Hér eru annarskonar ráð…til að þið þrífist, vaxið og raunverulega njótið þessarar vegferðar sem felst í að vera nýbakað foreldri!

Treystu innsæinu

Stundum finnst foreldrum sem eru að eignast barn í fyrsta sinn að þau viti ekki neitt. En veistu hvað? Fullt af foreldrum hafa farið í gegnum það nákvæmlega sama, mörg hundruð ár aftur í tímann! Það er margt ógnvænlegra í framtíðinni (kvíði, óréttlátir vinir, unglingadrama, o.s.frv…) En núna þarftu bara að einbeita þér að frumþörfunum: Ást, snertingu, söng, mjólk og þolinmæði.

Verið góð við ykkur sjálf

Ef þú ert eins og margir nýbakaðir foreldrar í fyrsta sinn, hefur varla snert nýfætt barn áður en þú eignaðist þitt eigið…en samt heldur þú að þú eigir að vera barnasérfræðingur. Biddu dómarann í höfðinu á þér að taka sér frí. vertu þinn eigin besti stuðningsmaður, þinn besti vinur. Þannig er leiðin greið að fullnægju og hamingju og er sennilega besta ráðið sem nýbakað foreldri getur fengið

Fáðu nægan svefn

Foreldrahlutverkið er ein stór hamingja…þar til þú verður uppgefið foreldri! Hversu vel þú nærð að hvíla þig stjórnar öllu. Svefnvana foreldrar geta næstum brotnað við minnsta áreiti. Þeim finnst þeir vera einir, óhæfir, pirraðir og svefnleysi getur hreinlega valdið óhöppum og veikindum.

Þiggðu alla hjálp sem býðst

Í gegnum söguna hafa foreldrar þegið hjálp. Þeir hafa alltaf haft foreldra, frænkur og frændur og systkini sem vilja hjálpa. Ekki hika við að biðja um hjálp eða jafnvel borga fyrir pössun. Þú þarft þess…og þú átt það skilið. Þannig getur þú bætt upp svefnleysið og eflt tengslin við þína nánustu.

Vertu sveigjanleg/ur

Sum uppeldisráð höfða betur til þín en önnur. Það er fínt að hafa hugmyndir og fyrirætlanir en vertu tilbúin/n að þurfa að gera breytingar. Börn eru nefnilega einstaklingar með persónuleika og skoðanir. Til er heimild um mann frá 17. öld sem sagði: „Áður en ég átti börn hafði ég sex kenningar um hvernig ætti að ala þau upp. Nú á ég sex börn og hef engar kenningar!“ Vertu sveigjanleg/ur þegar hlutirnir fara ekki eins og þú ætlaðir þér. Það gæti komið á óvart hversu þægilegt það er að berast bara með straumnum.

Ekki missa húmorinn!

Mundu: Fullkomnun er bara orð sem er að finna í orðabók. Þannig gleymdu reisninni, skipulagningunni og vertu góð/ur við þig sjálfa/n og hlæðu, hlæðu, hlæðu! Hlátur lyftir þér upp, minnkar stress og er nákvæmlega það sem læknirinn myndi skrifa upp á!

Hugsið vel um hvort annað. Og gerið eitthvað skemmtilegt!

Að hugsa um barnið er bara helmingur vinnunar ykkar; hinn helmingurinn er að næra samskiptin við makann. Farið út að borða eða í göngutúr þegar ættingi er í heimsókn. Finnið tíma til að elda saman, kúra í sófanum eða þið vitið…!

Lifðu. Lífinu.

Það er næstum pirrandi þegar fólk segir: „Tíminn líður svo hratt,“ og „sofðu þegar barnið sefur.“ En þetta er alveg satt! Ef þú ert föst í fortíð eða framtíð muntu missa af kraftaverkinu sem er fyrsta ár barnsins þíns. Haltu á því og hlustaðu á hjarta þess slá. Horfðu á bros barnsins og misstu andann. Vertu virkilega viðstödd/viðstaddur þegar þú heyrir barnið segja „mamma“ eða „pabbi“ í fyrsta sinn. Það eru fáar stundir fallegri en þær. Njóttu þess.

Ef þú ert að eignast barn í fyrsta sinn ertu að standa þig eins og hetja. Ef þú átt erfitt, ekki hika við að biðja um hjáp.

 

Tveggja ára börn sem eru hrædd við mat

Tveggja ára börn sem eru hrædd við mat

Tveggja ára börn sem eru hrædd við mat

Það er kannski ekki þér að kenna að barnið þitt er matvant! Í þessari grein muntu læra um „nýjafælni“ sem skilgreinist í íslenskri orðabók sem: „Ótti við það sem nýtt er og óþekkt.“

Tveggja ára börn eiga til að vera skelfilega matvönd, en hvað er hægt að gera í því?

Foreldrar geta hætt að vera sakbitnir, því það er til lausn við þessu.

Ég man þegar ég gaf litla mínum aspas í fyrsta sinn. Hann sat í matarstólnum sínum og horfði á hann fullur grunsemda. Svo bara sló hann matinn aftur og aftur. Kannski hélt hann að aspasinn væri lifandi og væri ógnandi? Hann var allavega greinilega að reyna að sigra hann. Trúðu mér, hann ætlaði ekki að taka bita af þessu skrýtna, græna sem var að troðast inn á hans yfirráðasvæði. Hvers vegna?

Nýjafælni gagnvart mat.

Bíddu, ekki hætta að lesa! Ég skal segja þér hvað það þýðir…

Nýjafælni (e. neophobia) þýðir einfaldlega = Neo: „Nýtt.“ Phobia: „Fælni.“

Þannig barnið er hrætt við nýjan mat eða mat sem það þekkir ekki eða hefur gleymt að það hafi smakkað það áður. Flest börn sýna þetta einhverntíma, en tveggja ára börn eru sérlega erfið hvað þetta varðar.

Það er í kringum tveggja ára aldurinn sem þetta verður oft áberandi. Kannski borðaði barnið ferskjur í fyrra en í ár? Ekki séns! Mörg börn ganga í gegnum nýjafælni varðandi mat. Smábarnið þitt gæti sýnt eitt eða fleiri af eftirfarandi:

  • Hrætt við nýjan mat
  • Fær bræðiskast eða grætur þegar nýr matur er nálægt
  • Neitar að fá mat á diskinn sinn
  • Neitar að bragða nýjan mat
  • Vill ekki snerta matinn

Þegar barn sem haldið er fælninni lagast ekki verður þetta stundum að stærra vandamáli. Góðu fréttirnar hvað þetta varðar er að þetta er bara eitthvað sem gerist. Það er fullt af börnum sem er eins, bara eins og aðskilnaðarkvíði. Það er ekkert óeðslilegt þetta.

Svo gæti þetta bara verið ágætt líka. Við viljum hvort sem er ekki að börn smakki hvað sem er, s.s. steina, lauf eða sveppi sem vaxa í garðinum. Við viljum að þau borði við matarborðið það sem við gefum þeim.

Annað varðandi þessa fælni er að það getur vel hugsast að annar eða báðir foreldrar hafi haft sömu fælni. Spurðu bara foreldra þína eða makans. Þetta erfist nefnilega og þú hefur hreinlega enga stjórn á því hvort barnið þitt muni hegða sér svona eður ei.

Þetta er í þeim um leið og þau fæðast.

Að vera matvandur og haldinn nýjafælni er ekki sami hluturinn, en þetta er tengt. Nýjafælni tengd mat er aðallega um það – hræðsla við nýjan mat. Barnið mun hræðast nýjar fæðutegundir og gerir allt til að forðast hann og verður órólegt.

Matvendni er annað og meira sérhæft. Matvant barn mun vera mjög ákveðið hvað það vill borða og hvað ekki. Þau velja hvað þau vilja, en eru ekki hrædd við matinn, þau borða hann ekki af öðrum ástæðum.

Fælni gagnvart mat getur samt orðið til þess að barnið verði matvant. Það skiptir miklu hvernig foreldrarnir bregðast við, börnin geta orðið matvandari eða ekki í framhaldinu.

Það er ýmislegt sem þú þarft að sætta þig við að þú ræður ekki við. Annaðhvort hefur barnið nýjafælni gagnvart mat eða ekki. Þú getur samt gert ýmislegt til að hjálpa barninu.

„Andri er tveggja ára „matvandur“ strákur sem allt í einu er orðinn hræddur við nýjan mat. Í hvert skipti sem matur er framreiddur á annan hátt en hann er vanur eða nýr matur er settur á borðið verður hann alveg brjálaður. Hann grætur og hendir matnum. Hann er virkilega skelkaður. Hann snertir aldrei þann mat sem hann er hræddur við. Plús, þó matur sem hann hefur borðað áður sé ekki borinn fram í nokkrar vikur virðist hann gleyma og heldur að hann sé nýr þannig hann mun ekki borða hann. Í hvert skipti sem Andri er hræddur við nýjan mat og vill ekki borða hann koma foreldrar hans með eitthvað annað á borðið.

Hann fór að neita mat eins og grænmeti. Hann var ekki endilega hræddur við það, en hann skildi matinn alltaf eftir á disknum. Foreldrarnir héldu bara að honum líkaði ekki við grænmeti. Þau fóru að elda sérstaklega ofan í hann. Þau gefa honum mat hvenær sem hann vill, bara til að vera viss um að allavega borði hann eitthvað.

Núna borðar hann bara „krakkamat“ eins og spagettí og tómatsósu, kjúklinganagga og jógúrt með sykri. Foreldrarnir gefa honum ekki mat sem þau vita að hann hræðist. Þau vilja ekki henda mat. Í raun sér hann voða takmarkað af mat í dag. Hann sér bara mat sem honum líður vel í kringum.“

Það kannski byrjaði sem nýjafælni gagnvart mat, en er nú orðin matvendni. Foreldrar hans studdu hann með því að bera aldrei fram mat sem hann vildi ekki eða væri hræddur við.

Ef börn sjá ekki mat reglulega verður maturinn alltaf „nýr.“

Settu matinn á borðið sem þú vilt að barnið borði í framtíðinni.

Mundu aftur að þetta er ættgengt. Það þýðir að þú veist ekkert hvenær barnið mun hætta þessari fælni. Kannski gerist það aldrei. Þú getur samt haft stjórn á umhverfinu og stutt við að þetta verði ekki verra en það þarf að vera.

Ístað þess að ákveða fyrir barnið, eins og fyrir Andra í dæminu hér að ofan, eiga foreldrar ekki að gera ráð fyrir að barnið vilji ekki grænmeti. Þau eiga að halda áfram að bera fram sömu fjölskyldumáltíðirnar og alltaf. Bara passa upp á að hafa eitt með í máltíðinni sem Andri borðar. Hann fær alltaf hádegismat og snarl, og þau reyna að hafa ekki of miklar áhyggjur þó hann borði ekki mikið í kvöldmatnum.

„Núna heldur hann áfram að borða það sama og fjölskyldan. Hann hélt áfram að sjá sama matinn alltaf á borðinu, þannig hann fór að borða mat sem hann hafði áður verið hræddur við. Hann er enn hræddur við sumar nýjar fæðutegundir en foreldrar hans þrýsta ekki á hann að borða og hann hefur lært að halda ró sinni við matarborðið.“

Með þessari aðferð er kannski ekki hægt að útrýma nýjafælninni og barnið kann að halda áfram að vera matvant, en meiri líkur eru á að það vaxi upp úr því með tímanum.

Ef þetta er vandamál á þínu heimili eru hér punktar sem þú getur farið eftir:

  • Gott er að búa til matarplan sem endurtekur sig viku eftir viku þannig barnið sjái alltaf sama matinn og hann er ekki „nýr“
  • Hafðu alltaf mat með máltíðinni sem barnið borðar örugglega og leyfðu því að borða eins mikið og það vilt
  • Gefðu barninu litla skammta til að sóa ekki mat

Það getur verið krefjandi að eiga barn sem hegðar sér á þennan hátt, en það er um að gera að gefast ekki upp og halda alltaf áfram. Barnið reiðir sig á þig til að fá næringuna sem það þarf. Þú getur hjálpað því að nærast og þrífast.

Þú ert að standa þig vel!

Þýtt og endursagt af Kids Eat in Color

Kynlíf eftir barnsburð

Kynlíf eftir barnsburð

Kynlíf eftir barnsburð

Hvenær er óhætt að stunda að kynlíf að nýju eftir barnsburð?

Það er einfaldast að segja að þegar þú og makinn teljið að rétti tíminn sé fyrir ykkur. Stundum er sagt að bíða þurfi í sex vikur eða þar til þú ferð í læknisheimsókn til að athuga hvort allt sé í lagi, en sumir segja að í lagi sé að stunda kynlíf fyrir þann tíma til að athuga hvort einhver vandkvæði geri vart við sig sem hægt er þá að ræða í heimsókninni.

Mörg pör stunda kynlíf innan mánaðar eftir að barnið er fætt, flestir innan þriggja mánaða en svo er það minnihluti sem bíður í hálft ár eða ár. Það er ekkert sem er „rétt“ í þessum efnum.

Nýjar mæður upplifa kannski hik eða eru ekki spenntar og fyrir því eru margar ástæður. Ein augljósasta er fæðingin sjálf, saumar eða keisari. Þrátt fyrir að allt hafi gengið vel fyrir sig er líklegt að konan sé marin eða viðkvæm í einhvern tíma á eftir. Það er skynsamlegt að bíða þar til sárin gróa eða saumarnir hverfa þar til konan hefur samfarir.

Þreyta er annar þáttur sem stundum er allsráðandi. Að hugsa um barn 24 tíma á dag er þreytandi, líkamlega, andlega og tilfinningalega. Þegar þið farið í rúmið kann svefn vera það eina sem þið hugsið um.

Líkamsvitund konunnar getur aftrað henni – henni getur hún fundist hún breytt og það líði einhver tími þar til hún finnst hún „hún sjálf“ á ný.

Margar konur segja að á þessu tímabili sé kynhvötin í lágmarki – þeim finnst þeim ekki vera kynþokkafullar.

Hvað ef makinn vill kynlíf en ekki ég?

Ef sú staða kemur upp – sem hún gerir oft, þarf mikið af ást og skilningi frá báðum aðilum til að koma í veg fyrir að þetta verði að vandamáli. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt fyrir ykkur að tala um tilfinningar hvors annars. Maki þinn kann að finna fyrir höfnun ef þú vilt ekki kynlíf, þannig það er þitt að útskýra ástæðurnar (líkamlegar, kvíði, o.s.frv.)

Kannski ætti tími fyrir ykkur að vera í forgangi – mörg pör kvarta vegna þess það er bara enginn tími fyrir hvort annað þessar fyrstu vikur og mánuði með nýtt barn. Orð og knús geta gert mikið til að sýna ást og tilfinningar og þið munuð bæði græða á því. Hvað kynlífið varðar, þarf ekki endilega að stunda hefðbundið kynlíf (limur í leggöng) heldur er margt annað hægt að gera! Snerting í sjálfu sér getur verið mjög kynferðisleg. Prófið ykkur áfram.

Athugið að sleipiefni getur verið mikilvægt því leggöngin geta verið þurr og viðkvæm.

Við samfarir þarf að velja stellingu sem eykur ekki á sársauka og viðkvæmi konunnar, ef hann er til staðar. Ef þreyta er það sem er vandinn, er hægt að njóta ásta meðan barnið er sofandi.

Borðið vel, drekkið nægan vökva og hvílist þegar hægt er. Að hugsa um nýfætt barn er mjög krefjandi og til að auka orkuna er nauðsynlegt að huga vel að heilsunni.

Önnur vandkvæði

Ef samfarir hætta ekki að vera sársaukafullar þrátt fyrir að varlega sé farið, er best að ræða það við lækni. Stundum geta saumar valdið óþægindum lengi, sem hægt er að laga með lítilli aðgerð. Ef útferð lyktar illa gæti verið um sýkingu að ræða. Ef blæðingar gera enn vart við sig, fjórum vikum eftir fæðingu, eða þær aukast skaltu strax hafa samband við lækni.

Heimild: BabyCenter Canada 

Pin It on Pinterest