Sjö mikilvægar ástæður þess að börn eiga að drekka meira vatn

Sjö mikilvægar ástæður þess að börn eiga að drekka meira vatn

Sjö mikilvægar ástæður þess að börn eiga að drekka meira vatn

Langflestir vita að vatn er nauðsynlegt öllum lifandi verum, og eru börn þar engin undantekning. Allir krakkar þurfa að drekka nægilegt vatn til að næra líkamann og vaxa á heilbrigðan hátt. Líklegt er að barnið þitt drekki fullt af mjólk, djús og gosi en þessir drykkir koma ekki í stað daglegrar vatnsinntöku. Allir þessir drykkir innihalda sykur sem hefur þurrkandi áhrif á líkamann. Vatn og aðeins vatn telur þegar kemur að vatnsinntöku. Reyndu að fá barnið til að drekka eins mikið vatn og mögulegt er, en börn á skólaaldri ættu að drekka sex til átta bolla af vatni á dag. Þumalputtareglan er einn bolli fyrir hvern aldur til átta ára aldurs. T.d. ætti fjögurra ára barn að drekka fjóra bolla af vatni á dag, sex ára sex bolla o.s.frv.

Svo er ekki nóg að skipa barninu fyrir! Foreldrar ættu að setja gott fordæmi og drekka vatn sjálfir. Gott er að kaupa t.d. flottan vatnsbrúsa fyrir barnið til að fá það til að drekka meira.

1.Vatn hjálpar meltingunni og virkni líffæra

samkvæmt Kids Health er vatns þörf fyrir alla virkni líkamans og líffæranna. Vel vökvaður líkami virkar alltaf betur og á auðveldari hátt. Vatn hjálpar líkamanum að melta matinn, sem er nauðsynlegt einnig til að skila honum út. Því meira vatn sem barnið drekkur, því betur skilar það matnum út og stuðlar að heilbrigðum þörmum. Börn verða að drekka vatn til að forðast hægðatregðu og tengd vandamál.

  1. Vatn hjálpar við svengdartilfinningu

Að drekka vatn hjálpar barninu að vera satt lengur og leiðir það til minni pirrings. Oft, þegar við höldum að við séum svöng, erum við í raun þyrst. Hungur og þorsti geta oft ruglast hjá börnum. Þegar barnið biður um snarl, bjóddu því vatn fyrst. Þú getur líka gert það milli mála eða ef ekki er langur tími síðan það borðaði síðast.

  1. Vatn dregur úr kvíða

Vatn er ekki eingöngu gott fyrir líkamann heldur einnig andlega og tilfinningalega heilsu. Börn sem þjást af kvíða ættu að drekka meira vatn.

 Very Well Family útskýrir í grein að vatn hjálpar til við hormóna- og næringarefnaflutning líkamans, til líffæranna og heilans. Ef barn fær ekki nægilegt vatn getur virkni líkamans hægt á sér og hormónar fara ekki þangað sem þeir eiga að fara sem getur orsakað kvíða

  1. Vatn hressir

Þegar börn eru þyrst verða þau oft þreytt. Það er ofþornun að segja til sín og vatn getur í raun látið barnið vakna , því það hjálpar líkamanum við að framleiða orku og þegar börn drekka ekki nóg verða þau þreytt. Þetta á oft við í skólum ef vatn er ekki aðgengilegt hvar og hvenær sem er. Sendu barnið með vatnsbrúsa í skólann og passaðu að það drekki fyrir og eftir skóla og einnig um helgar

  1. Vatn kemur í veg fyrir ofþornun

Það skiptir miklu að börn hafi nægilegan vökvabúskap. Þau eru lítil og þorna fyrr upp en fullorðnir, sem þýðir: Of lítið vatn, líkaminn starfar ekki eðlilega. Ofþornun getur leitt til höfuðverkja, hægari brennslu og getur haft áhrif á skapið.

  1. Vatn hjálpar ónæmiskerfinu

Þegar vökvabúskapurinn er í lagi, er líkaminn í fullri virkni og er ekki uppspenntur eða í streituástandi. Ef ofþornun á sér stað mun líkaminn ná orku annars staðar frá til að halda áfram að virka. Þetta leiðir til álags á ónæmiskerfið. Þegar barn drekkur nægilega mikið vatn er það í góðum málum.

  1. Vatn heldur húðinni hreinni

Við höfum rætt að vatn sé mikilvægt öllum líffærum og þar er húðin talin með. Ef þú átt barn á gagnfræðaskólaaldri eða ungling sem er að byrja að fá bólur er nauðsynlegt að fræða þau um að vatn heldur húðinni hreinni. Það ætti að ýta undir vatnsdrykkju.

Heimild: KidsHealth.org

Leiðir til að kenna drengjum að vera betri manneskjur

Leiðir til að kenna drengjum að vera betri manneskjur

Leiðir til að kenna drengjum að vera betri manneskjur

Ný bók Anna Marie Johnson Teague og Ted Bunch, The Book of Dares: 100 Ways for Boys to Be Kind, Bold, and Brave, veltir upp mörgum áleitunum spurningum sem foreldrar nota til að ræða málefni er snerta unga drengi í dag. Í henni er fjallað um allt frá heilbrigðri karlmennsku til sambanda til kynja- og kynþáttamála og eru í henni æfingar fyrir drengi.

Bókin er byggð á 20+ ára reynslu af A Call to Men, sem er hreyfing sem einbeitir sér að því að breyta samfélögum með því að bjóða upp á þjálfun og menntun drengja í þeim tilgangi að byggja upp heilbrigða, virðingarverða karlmennsku.

Foreldrar eru því hvattir til að lesa bókina með stráknum sínum og ræða um umfjöllunarefnin og áskoranirnar.

Hér eru nokkur dæmi úr bókinni um áskoranir:

Nefndu þrjár tilfinningar sem þú fannst í dag

Vissir þú að til eru fullt af tilfinningum? Við höldum að við finnum bara fáar, en það eru í raun fjölmargar. Af þessum átta, hverjum hefur þú fundið fyrir nýlega?

Reiði, ótti, leiði, andstyggð, furða, spenna, traust, gleði.

Segðu að minnsta kosti frá þremur og hvernig þær höfðu áhrif á þig. Ef til dæmis, þú fannst fyrir gleði, hver var ástæðan? Að bera kennsl á tilfinningar sínar hjálpar þér að leita að hlutum sem veita þér gleði (furða, spenna, traust og gleði) og líka til að höndla þessar erfiðari (reiði, ótti, andstyggð og leiði.)

Með því að læra á tilfinningar sínar verður betra að útskýra nákvæmlega hvernig þér líður og þú verið betri að leysa vandamál.

Reyndu að sjá að staðalímynd (e. stereotype) sé ekki rétt

Staðalímynd er ofureinfölduð mynd af manneskju eða hlut sem er byggð á lægsta samnefnaranum. Eins og: Ó, þú ert strákur? Þannig þú hlýtur að vera bekkjartrúðurinn, sterka, þögla týpan, stóri gaurinn eða ofurhetjan? Þú ert samt miklu meira en það. Það eru allskonar staðalímyndir til um kyn, aldur, trú og kynþætti. Strákum finnst oft að þeir verði að passa inn í einhvern svona kassa. Í þessari viku, prófaðu að stíga út fyrir kassann, sýndu að þú sért klár, viðkvæmur, sýnir væntumþykju og umhyggju. Þú þarft ekki að brenna bíla eða bjarga konum eins og ofurhetjan, farðu í staðinn til vinar eða nágranna og bjóddu fram hjálp þína.

Brjóttu „karlmannsboxið“

Karlmannsboxið (e. Man Box) er lýsing á þeim misgóðu skilaboðum sem strákar fá, hvernig þeim er kennt að vera karlmenn. Boxið segir að þeir skuli vera sterkir, þeir megi ekki verða hræddir, þeir megi ekki gráta. Oftar en ekki heldur þetta box strákum til baka – það er of einhæft og heftandi. Strákar eru margslungnar mannverur sem hafa ótrúlega marga kosti sem gera þá að góðum manneskjum.

Í þessari viku skaltu teikna upp þetta box. Skrifaðu inn í reitina þá hluti sem hafa þvingað þig til að „vera karlmaður, vera sterkari, hætta þessu væli“ sem strákum er oft sagt. Fyrir utan boxið skaltu svo skrifa allt sem þér finnst gaman að gera sem passar ekki í þetta box. Skoðaðu orðin fyrir utan og reyndu að gera meira af þeim.

 

Svona færðu börnin til að hreyfa sig meira

Svona færðu börnin til að hreyfa sig meira

Svona færðu börnin til að hreyfa sig meira

Vissir þú að börn þurfa að hreyfa sig af mikilli ákefð í klukkustund á dag? Þú þarft samt ekki að beita neinu harðræði til að fá þau til að hreyfa sig, þú þarft bara að vera sniðug/ur!

Hér eru nokkur frábær ráð:

Gerið það saman

Kvöldmaturinn er búinn. Í stað þess að fara inn í sjónvarpsherbergi, farðu beint að útidyrahurðinni. Farið út að labba eða hjóla. Finnið körfuboltavöll, farið í eltingaleik eða dansið. Hafið umræðuefnið létt, ekki rétti tíminn til að skammast út af einkunnum eða hegðun. Ef það er gaman hjá öllum vilja allir fara út að leika aftur.

Reynið að finna klukkutíma á dag

Börn þurfa að hreyfa sig í 60 mínútur á dag. Hreyfingin ætti að samanstanda af æfingum sem reyna á hjartað (labba hratt eða hlaupa), æfa vöðvana (armbeygjur) og styrkja beinin (sippa o.þ.h.).

Þessi klukkutími þarf samt ekki að vera tekinn allur í einu. Hægt er að skipta þessu upp í nokkrar lotur. Til dæmis, ef barnið hefur farið í 40 mínútna íþróttatíma í skólanum, gerið eitthvað sniðugt í 20 mínútur um kvöldið, út að labba með hundinn eða í sund.

Að nota skrefateljara

Krakkar elska tæknidót. Að gefa barninu úr með skrefateljara getur virkilega haft góð áhrif á að það hreyfi sig meira. Enn betra er að ef allir í fjölskyldunni hafi slíkt tæki. Þá er hægt að koma með litlar áskoranir af og til eða keppni milli fjölskyldumeðlima. Hversu mörg skref eru út í búð? Hvað ertu fljót/ur að taka 80 skref? Krakkar elska að taka þátt í svona leikjum og það er ekkert nema hollt.

Að eiga rétta búnaðinn

Þú þarft ekki að eyða fúlgu fjár í búnað, þó það sé líka gaman. Hægt er að kaupa sippuband eða uppblásinn bolta sem gerir það sama. Eigðu kannski varasjóð með nýju dóti sem hægt er að leika með úti. Svo getur þú verið hetjan þegar börnunum leiðist!

Veldu umhverfið

Hljómar einfalt, en stundum þarftu að kjósa rétta staðsetningu. Farðu með börnin á róló, fótboltavöllinn eða í garðinn. Takið með ykkur nesti og vini þeirra. Þú þarft ekki að hafa mikið fyrir því, hreyfingin kemur að sjálfu sér.

Fjárfestu í íþróttatímum

Hvað sem það er, karate, tennis, jóga eða dans – getur verið frábær leið til að leyfa börnunum að verða heilluð af íþrótt. Farið í heimsókn í tíma áður en þið ákveðið ykkur og leyfið barninu að velja uppáhaldið sitt. Þannig veistu að peningunum er vel varið.

Spila tölvuleiki? Já!

Hreyfingin þarf ekki að vera óvinurinn. Ef þið eigið eða hafið aðgang að tölvu á borð við Kinect eða Wii eru þar margir leikir sem innihalda líkamsrækt, jóga, íþróttir, dans og fleira. Krakkar sem hreyfa sig í leik brenna um 200% meira en þeir sem sitja við leikinn.

Hafðu gaman

Taktu í hönd barnsins þíns og hoppaðu í lauf- eða snjóhrúgu. Þú þarft ekkert að minnast á „hreyfingu“ – hún gerist að sjálfu sér. Plantið blómum. Labbið í bókasafnið. Búið til snjókall. Hafðu skemmtunina fumlausa á hverjum degi, ekki eitthvað sem „þarf að gera.“

Vertu hvetjandi

Ef barnið þitt hefur ekki áhuga á hreyfingu um leið, ekki gefast upp. Hrósaðu því fyrir það sem það gerir. Ef barnið hefur ekki gaman af keppni, reyndu eitthvað annað, s.s. fjallgöngu eða kayak. Lykilinn er að finna það sem þeim finnst gaman. Haltu áfram að prófa mismunandi íþróttir eða athafnir. Hjálpaðu þeim að sjá að hreyfing er fyrir alla.

Finndu það sem þú brennur fyrir

Ef þú vilt sjá börnin þín hreyfa sig hjálpar það til ef þú gerir það líka. Ef þau sjá þig stunda hreyfingu sjá þau að hún er hluti af lífinu og hún er skemmtileg. Svo, hvað finnst þér gaman? Finndu það sem þú elskar og deildu því svo með börnunum. Það er allt í lagi þó þið hafið ekki verið að hreyfa ykkur mikið saman. Þið getið byrjað á því saman.

Laumaðu því inn

Til dæmis, ef þú ert að fara í verslun skaltu leggja langt frá innganginum. Sleppið lyftunni og notið stigann. Búðu til smá keppnir, hver getur tekið til fljótast eða búið til stærsta snjóskaflinn? Gríptu hvert tækifæri til að ganga, hlaupa, hoppa og leika til að gera hreyfinguna órjúfanlega hluta lífsins.

Heimild: WebMd

Börn og bræðisköst: Hvað er til ráða?

Börn og bræðisköst: Hvað er til ráða?

Börn og bræðisköst: Hvað er til ráða?

Bræðisköst barna eru jafn óútreiknanleg og íslenska veðrið. Eina mínútuna eruð þið á veitingastað að njóta góðs matar, hina næstu er barnið þitt að skæla og öskra því rörið er beygt. Börn á aldrinum eins til þriggja ára taka oft bræðisköst.

Þú kannt að hafa áhyggjur af því að þú sért að ala upp harðstjóra en ólíklegt er að barnið sé að reyna að stjórna. Það er líklegra að barnið sé að taka kast vegna einhverra vonbrigða eða vanmáttarkenndar.

Claire B. Kopp, prófessor í sálfræði í Claremont Graduate University, Kaliforníuríki, segir að vandinn liggi í mismunandi skilningi á tungumálinu: „Smábörn eru farin að skilja meira af þeim orðum sem sagt er í kringum þau, samt sem áður er þeirra orðaforði takmarkaður.“

Þegar barnið getur ekki orðað hvað það vill eða hvernig því líður svellur upp reiði og vanmáttarkennd.

Hvernig á að höndla bræðisköst: Sjö ráð

Í fyrsta lagi, ekki láta þér bregða.Bræðiskast er vissulega ekkert skemmtilegt að horfa upp á. Barnið getur sparkað, öskrað og stappað niður fótunum og að auki getur það kastað hlutum, slegið frá sér og jafnvel haldið niðri í sér andanum þar til það verður blátt í framan. Þrátt fyrir að þetta sé afar erfitt að horfa upp á, er það í raun eðlileg hegðun hjá barnið sem er að taka bræðiskast. Þegar barnið er í miðju kasti er ekki hægt að koma að góðum ráðum þó það muni svara – þá á neikvæðan hátt! – þegar þú öskrar á það eða hótar því: „Ég áttaði mig á að því meira sem ég gargaði á Brandon að hætta, því trylltari varð hann,“ segir móðir tveggja ára drengs. Það sem virkaði best fyrir hana var að setjast niður hjá honum og bíða þar til kastið liði hjá.

Almennt séð er góð hugmynd að vera hjá barninu meðan það rasar út. Að rjúka út úr herberginu kann að vera freistandi hugmynd, en það gefur barninu þá tilfinningu að það sé yfirgefið. Holskefla tilfinninga sem barnið ræður ekki við getur hrætt það og það vill hafa þig nálægt sér.

Ef þú finnur að þú getur ekki meira ráðleggja sumir sérfræðingar að fara út úr herberginu, rólega, í nokkrar mínútur og koma aftur þegar barnið er hætt að gráta. Með því að vera róleg/ur verður barnið líka rólegra.

Sumir sérfræðingar mæla með að taka barnið upp og halda á því ef það hentar (sum börn berjast of mikið um). Aðrir segja að það sé betra að verðlauna ekki neikvæða hegðun og betra sé að hunsa kastið þar til barnið róast.

Stundum er líka gott að taka smá hlé eða „pásu“ (e. time-out) en öll börn eru misjöfn þannig foreldrar verða að læra hvaða aðgerð hentar þínu barni. Hvernig sem þú kýst að gera það er stöðugleiki lykillinn að árangri.

Mundu að þú ert fullorðni aðilinn

Hversu lengi sem kastið kann að standa skaltu forðast að láta undan óskynsamlegum kröfum barnsins eða að reyna að semja við það eða „múta“ því.

Það kann að vera freistandi að beita slíku, sérstaklega ef þið eruð úti meðal fólks. Reyndu að hafa ekki áhyggjur af hvað öðrum finnst því allir foreldrar hafa reynslu af svipuðu.

Ekki gefa eftir því þá ertu að kenna barninu að taka kast sé góð leið til að fá það sem það vill og gerir hlutina bara erfiðari í framtíðinni. Fyrir utan það er barnið hrætt við að vera svona stjórnlaust. Það síðasta sem það þarf er að þú sért stjórnlaus líka.

Ef köst barnsins þróast á þann hátt að það slær fólk eða gæludýr, kastar hlutum eða öskrar án afláts skaltu taka það upp og bera það á öruggan stað, s.s. svefnherbergi. Segðu því hvers vegna það er þar („Því þú slóst ömmu“), og láttu það vita að þú munir vera hjá því þar til það róast.

Ef þú ert úti á meðal fólks (vinsæll staður fyrir köst!) vertu þá viðbúin/n því að þurfa að fara þar til barnið róast.

„Þegar dóttir mín var tveggja ára brjálaðist hún á veitingastað þar sem spagettíið sem hún pantaði kom með klipptri steinselju yfir. Þó að ég skildi óánægju hennar ætlaði ég mér ekki að eyðileggja matinn fyrir öllum. Við fórum út þar til hún slakaði á.“

Ekki taka hlé nema það sé nauðsynlegt

Að taka barnið úr aðstæðum, má gerast frá 18 mánaða aldri. Það getur hjálpað barninu við að ná betri tökum á tilfinningum sínum þegar það tekur kast. Það getur verið hjálplegt þegar kastið er sérlega slæmt og önnur ráð bregðast. Að fara með barnið á rólegan stað, eða enn betra – leiðinlegan stað – í smástund (ein mínúta fyrir hvert aldursár) getur verið góð lexía í að ná sér sjálfur niður. Útskýrðu hvað þú ert að gera („Mamma ætlar að leyfa þér að taka smá pásu og mamma verður hér rétt hjá þér“), og láttu það vita að þetta sé ekki refsing. Ef barnið vill ekki vera á réttum stað, færðu það aftur á staðinn rólega og gerðu það sem þú sagðist ætla að gera. Passaðu að barnið sé öruggt en ekki eiga samskipti við það eða gefa því athygli í pásunni.

Talið um atvikið eftir á

Þegar stormurinn líður hjá skaltu taka barnið í fangið og ræða það sem gerðist. Notaðu einföld orð og viðurkenndu að þú skiljir vanmátt barnsins. Hjálpaðu því að koma tilfinningum í orð, t.d. „Þú varst reið því maturinn var ekki eins og þú vildir hafa hann.“

Leyfðu barninu að sjá að um leið og það tjáir sig með orðum skiljir þú það betur. Brostu og segðu: „Mér þykir leiðinlegt að ég skildi þig ekki. Nú ertu ekki að öskra þannig ég get skilið hvað þú vilt.“

Leyfðu barninu að finna að þú elskir það

Um leið og barnið þitt er rólegt og þú hefur fengið tækifæri að ræða kastið, faðmaðu það og segðu þú elskir það. Það er nauðsynlegt að verðlauna góða hegðun, til dæmis að barnið geti sest niður og talað um hlutina.

Reyndu að forðast aðstæður sem setja bræðiskast af stað

Veittu þeim aðstæðum athygli sem geta komið kasti af stað hjá barninu, sem „ýtir á takka“ þess. Gerðu ráðstafanir. Ef barnið brotnar niður þegar það er svangt, hafðu alltaf snarl meðferðis. Ef barnið verður pirrað í eftirmiðdaginn, farðu með það fyrr út á daginn. Ef það á erfitt með að breyta til, fara á milli staða svo dæmi sé tekið, láttu það vita áður. Að láta barnið vita að það sé tími til að fara af rólóinum eða að matur sé að koma gefur því tækifæri á að sætta sig við það í stað þess að bregðast bara við.

Ef þú skynjar að kast er á leiðinni skaltu reyna að dreifa athygli barnsins með því t.d. að breyta um stað, gefa því nýtt leikfang, gera eitthvað sem það býst ekki við, með því að gretta þig eða benda á fugl.

Smábarnið þitt er að verða æ sjálfstæðara þannig þú skalt gefa því kosti þegar hægt er. Engum líkar að vera sífellt skipað fyrir! Segðu t.d. „Viltu kartöflur eða hrísgrjón“ í stað þess að segja „Borðaðu kartöflunar þínar!“ Þannig fær barnið þá tilfinningu að það hafi einhverja stjórn. Skoðaðu hvenær þú segir „nei.“ Ef þú gerir það of oft ertu kannski að skapa streitu hjá ykkur báðum. Veldu slagina þína og reyndu að slaka á.

Passaðu að barnið verði ekki of stressað

Þrátt fyrir að dagleg bræðisköst geti verið eðlileg á þessum aldri er ágætt að hafa augun opin fyrir hugsanlegum vanda. Hafa breytingar átt sér stað í fjölskyldunni? Er mikið um að vera, meira en vanalega? Eru samskipti foreldranna strekkt? Allt þetta kann að koma af stað kasti.

Ef köstin eru óvenju mörg eða slæm eða barnið meiðir sig sjálft eða aðra skaltu leita ráða sérfræðinga. Læknirinn þinn getur rætt við þig um þroska barnisins og hversu langt það er komið með þér þegar þú ferð í skoðun með það.

Þessar heimsóknir gefa gott tækifæri til að ræða áhyggjur sem þú kannt að hafa varðandi hegðun barnsins og þannig getur þú útilokað alvarleg vandamál. Læknirinn kann einnig að hafa ráð við slíkum köstum. Einnig skaltu ræða við lækninn ef barnið þitt heldur niðri í sér andanum of oft. Það eru einhverjar líkur á að slíkt geti bent til járnskorts.

Heimild: Babycenter

Pin It on Pinterest