10 leiðir að heilbrigðara og friðsælla heimili: Myndband

10 leiðir að heilbrigðara og friðsælla heimili: Myndband

10 leiðir að heilbrigðara og friðsælla heimili: Myndband

Elskar fallegar barnavörur sem passa sem stofustáss

Elskar fallegar barnavörur sem passa sem stofustáss

Elskar fallegar barnavörur sem passa sem stofustáss

Hulan er heildverslun sem flytur inn einstaklega falleg barnaleikföng og húsgögn. Á bak við Huluna stendur hún Elva Kristín Arnardóttir sem finnst mjög mikilvægt að þær vörur sem hún flytur inn séu það fallegar að þær passi jafnt sem fallegur fylgihlutur inn í stofu sem og leikfang í barnaherbergið. Elva leggur mikið uppúr góðri og persónulegri þjónustu og ber svo sannarlega með sér góðan þokka þegar hún tók vel á móti blaðakonu Mamman.is sem hitti hana á fallegu heimili hennar í Úlfarsárdal í létt spjall.

-Segðu okkur aðeins frá fyrirtækinu þínu.

Hulan.is var stofnað 2008. Ég kom síðan inn í fyrirtækið árið 2018. Á bak við Huluna er Skjaldbaka ehf sem er heildverslun og er með umboð fyrir öll okkar vörumerki á Íslandi. Vörurnar seljum við síðan víðs vegar um allt land. Hulan.is er síðan netverslun sem við rekum þar sem er að finna allar okkar fallegu vörur. Einnig eru sérvaldar vörur þar inni sem fást einungis inn á Hulunni” segir Elva.

“Ég legg mikið upp úr góðri og persónulegri  þjónustu. Kúnnarnir mínir eiga stóran sess í hjarta mínu hvort um sé að ræða Hulu kúnnar eða eigendur og starfsfólk í búðunum” bætir Elva við.

-Segðu okkur aðeins frá vörunum ykkar?

Ég myndi segja að vörurnar eigi það allar sameiginlegt að vera alveg gríðarlega fallegar. Mér finnst mjög mikilvægt að vörurnar séu það fallegar að þig langi mest til að hafa þær upp í hillu inn í stofu hjá þér og einnig finnst mér skipta mjög miklu máli úr hverju þær eru gerðar” segir Elva og hlær.

En á hún Elva sér eitthvað uppáhalds merki af þeim vörum sem hún er að flytja inn?

Nei ég get alls ekki valið, er svo ánægð með öll þau merki sem fylgdu heildsölunni á sínum tíma og þau merki sem ég er búin að bæta við svo er ég að sjálfsögðu alltaf með augun opin fyrir nýjungum” segir Elva glöð í bragði.

Elva er gift og á tvö börn með manninum sínum, þau Agnesi Bríet 3 ára og Mikael Mána 9 ára. Elva er sjálf fædd og uppalin austur á Vopnafirði og fluttist til Reykjavíkur 19 ára og hefur verið búsett í Reykjavík síðan þá, fyrir utan stuttan tíma sem hún og maðurinn hennar bjuggu í Prag. En hvað finnst fjölskyldunni skemmtilegast að gera saman?

Við höfum verið mjög dugleg að ferðast og við elskum að vera við ána að veiða, segir Elva og bætir við. “Sumar og sól er bara alltaf best og ef ég ætti að nefna einn stað sem uppáhaldstað fjölskyldunnar þá er Florída efst á lista. En annars eigum við líka eftir að prufa nokkur lönd sem heilla okkur.” Aðspurð segir hún fjölskylduna sakna þess að ferðast utanlands. “Já svo sannarlega söknum við þess, enda hugsa ég að við nýtum fyrsta tækifæri sem gefst til að skella okkur út í smá frí”segir Elva að lokum hlæjandi.

Hér fyrir neðan má sjá fallegar myndir af tréleikföngum og kökudiskum sem fást í vefverslun Hulunnar. Einnig er að finna samfélagsmiðlahnappa beint inná Facebook & Instagram hjá Hulan.is neðst á síðunni.

Að vera mamma jafngildir því að vera í 2,5 starfi

Að vera mamma jafngildir því að vera í 2,5 starfi

Að vera mamma jafngildir því að vera í 2,5 starfi

Við vitum öll að það eru engir frídagar þegar kemur að foreldrahlutverkinu – og nýleg rannsókn sýnir einmitt það, hversu duglegar mömmur eru. 2000 mæður voru rannsakaðar af Welchs sem áttu börn á aldrinum fimm – 12 ára og uppgötvuðu að meðalvinnuvika móður er 98 klukkustundir. Já, það er eins og þú sért að vinna tvær og hálfa fulla vinnu!

Samkvæmt Welch‘s fer meðalmamman á fætur klukkan 06:23 og hættir ekki fyrr en 20:31 (fyrir sumar okkar hljómar það bara eins og léttur dagur).

Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á hversu krefjandi móðurhlutverkið er og þau endalausu verkefni sem hún þarf að leysa af hendi.

Samkvæmt rannsókninni telst sú móðir heppin sem fær klukkutíma og sjö mínútur fyrir sig sjálfa á hverjum degi. Fjórar af hverjum 10 mömmum sögðu að þeim finnist líf sitt vera eins og verkefnavinna sem aldrei tekur enda, allar vikur.

Þrátt fyrir kröfurnar sögðu þessar sömu mömmur að þær hafi ýmislegt til að léttas sér lífið. Þær töldu upp blautklúta, iPada, barnaefni í sjónvarpinu, kaffi, lúgusjoppur, Netflix og hjálp frá öfum og ömmum og barnfóstrum.

Sýnir þetta glögglega að mæður hafa mikið að gera og kröfurnar að fæða og klæða fjölskyldumeðlimi mánuðina á enda.

72% mæðra segist eiga í vandræðum með að gefa börnum sínum holla rétti og snarl. Það sýnir einnig að finna mat sem er góður fyrir fjölskylduna án þess að auka á vinnuálagið er það sem flestir foreldrar tengja við – þannig við þurfum að vera góðar við okkur og ekki berja okkur niður fyrir að fara í stundum í lúgusjoppuna.

Það kann að vera dálítið niðurdrepandi að hugsa til þess að meðalmóðir vinnur 14 tíma á dag – en fyrir margar mæður er foreldrahlutverkið þess virði.

Mæður sem lesa þetta eru ekkert hissa. Það sem er samt dýrmætt að vita er eitthvað sem samfélagið gæti hagnast á – mæður þurfa stuðning, hvort sem það er í skólanum, á vinnustaðnum, heimilinu eða samfélaginu öllu.

Aldrei nota mýkingarefni á barnaföt!

Aldrei nota mýkingarefni á barnaföt!

Aldrei nota mýkingarefni á barnaföt!

Að láta barnafötin verða mjúk og ilma dásamlega hljómar ekki illa, en það ber að varast samkvæmt sérfræðingum. Þvottasérfræðingurinn og framkvæmdastjóri breska fyrirtækisins Laundryheap, Deyan Dimitrov, segir að mýkingarefni geti minnkað eldþol fataefna, semsagt auki líkurnar á eldfimi þeirra.

Deyan segir einnig að mýkingarefni geti ert húð viðkvæmra barna og dragi verulega úr eldþoli fatnaðar vegna uppsöfnun efna. Mýkingarefni innihalda fleyti- eða ýruefni og alkóhóletoxýlat sem hvoru tveggja eru í raun eldfim.

Oft eru barnaföt framleidd úr eldþolnum efnum, vegna öryggisráðstafana. Ef mýkingarefni eru notuð, draga þau úr virkni eldþolsins sem þýðir að komist efnið í nálægð við mikinn hita eða eld er líklegra að kvikni í fötunum.

Segir Deyan að þessvegna ætti hvorki að nota mýkingarefni á barnaföt eða náttföt. Hann segir að fólk ætti einnig að skoða hvað sé raunverulega í fötum barnsins. Eldþolin efni eru t.d. velúr, bómull og silki, flísefni eða frotteefni (gróft handklæðaefni.)

Hvað er hægt að nota í staðinn?

Þó þú getir ekki notað mýkingarefni þurfa fötin samt ekki að verða hörð og lyktarlaus. Mælir Deyan með að fólk þvoi fötin á viðkvæmri eða ullarstillingu þvottavélarinnar sem þurrkar fötin ekki jafn mikið. Hröð vinda gerir það nefnilega – gerir fötin harðari og óþægilegri.

Annað ráð er að þvo fötin í köldu vatni með þvottaefni sem þolir niður í 20C°. Einnig er mælt með að láta fötin þorna á snúru í stað þurrkara.

Að þvo eldþolin efni

Best er að forðast hátt hitastig, allt yfir 50C°er of heitt.

Ekki er ráðlagt að handþvo eða láta fötin liggja lengi í vatni eða bleikja þau – þetta brýtur niður eldþol efnanna.

 

Pin It on Pinterest