Mamma deilir frábæru ráði til að fá börn til að ropa!
Allar mæður þekkja þetta: Vandann við að láta barnið ropa til að losna við loftið sem barnið gleypir eftir að hafa drukkið. Mamma nokkur hefur fundið snilldarráð sem hún segir að virki í 99,9% tilfella! Er um að ræða einfalt ráð sem hún kallar „the wiggle butt” og sýnir það á TikTok.
„Ég ætla að sýna ykkur trikkið að ná góðu ropi upp úr barninu ykkar!” segir Tay Becker. „Þetta lítur fáránlega út, en það virkar.” Svo sýnir hún hvernig halda skal á barninu með annarri hendi til að styðja höfuð þess og bak og hin höndin heldur barninu upp við öxlina. „Haldið í höfuðið og ýtið fótunum til og frá. Þetta er mjög mjúk hreyfing, ekki þvinga fæturnar.”
Þú getur séð hér hvernig Tay fer að þessu og viðbrögð áhorfenda létu ekki á sér standa frá þeim sem prófuðu þetta, það virtist virka!
Ónógur svefn hefur mikil áhrif á námsárangur barna
Ný rannsókn hefur leitt í ljós að ónógur svefn hefur áhrif á bæði hegðun barna sem og námsárangur þeirra.Svefn er lífsnauðsynlegur og styður við andlega og líkamlega vellíðan og er börnum sérstaklega mikilvægur. Svefninn hjálpar þeim að stækka, þroskast og takast á við næsta dag. Þegar barn fær ekki nægan svefn hefur það áhrif á heilsuna og hugarástand, en alltaf er verið að rannsaka og komast að því hvað hann hefur mikil áhrif og hvernig er hægt að bæta úr málum.
Samkvæmt EurekAlert var rannsókn framkvæmd sem sýndi að ónógur svefn hjá lituðum börnum efnaminni fjölskyldna hafði neikvæð áhrif á hegðun sem og námsárangur. Rannsóknin var framkvæmd af NYU Grossman School of Medicine, Harvard Medical School, og háskólanum í Texasog má lesa um hana hér.
Slakur og ekki nægur svefn hefur áhrif á þessi börn og setur þau í hættu á að þróa með sér hegðunarvanda og kemur í veg fyrir velgengni í skóla. Skoðuð var tenging milli svefns, hegðunar í tíma og svo einkunnir.
Einkum voru þeldökk börn skoðuð sem ólust upp í vanþróuðum hverfum, sem ekki fengu stuðning ríkisins eða önnur úrræði á vegum ríkisins.
Kennarar sögðu frá þreytu barna í tíma og lítilli þáttöku.
Alexandra Ursache, ein af rannsakendum, sagði að rannsóknin sýndi mikilvægi þess að þróa með börnum heilbrigt svefnmynstur.
Kennarar eiga einnig að ræða við foreldra sjái hann merki þess að barn sé þreytt í kennslustund. Þetta hjálpar öllum við að hjálpa barninu að ná betri námsárangri.
Best væri að rannsaka fleiri börn úr öllum stigum þjóðfélagsins, af öllum kynþáttum, til að sjá hvort alhæfa megi um niðurstöðurnar. Einnig var ekki notaður svefnriti heldur spurningalisti sem rýrir rættmæti niðurstaðnanna.
Kínóa fyrir börn? Já, heldur betur! Margir foreldrar „festast” í að elda alltaf það sama fyrir börnin sín og eru hræddir um að barnið fái ekki næga næringu. Kínóa er einfalt, hollt og gott og hægt er að bragðbæta það á ýmsan hátt til að gera það meira spennandi fyrir barnið, en það er járnríkt, fullt af trefjum og nauðsynlegum næringarefnum.
Notið maukuð ber (þíðið frosin ber) og smá kókosolíu
Alma Rut: „Ég fékk að leika mér, ég fékk að vera barn”
Alma Rut skrifar: Þegar ég var lítil átti ég ekki gsm síma, ég var ekki með internet og notkun á heimasímanum var takmörkuð þar sem að dýrt var að hringja og þá sérstaklega út á land.
Þegar ég var lítil mættu vinir mínir heim til mín til þess að spyrja eftir mér og ég heim til þeirra. Stundum þá töluðumst krakkarnir saman í skólanum og ákváðu tíma og stað til að hittast á um kvöldið. Það voru lang flestir úti, alltaf og hvernig sem veðrið var. Við bara klæddum okkur vel.
Þegar ég var lítil safnaði ég öllu sem ég gat safnað held ég. Límmiðum, lukkutröllum, steinum, og sérvéttum. Ég talaði við alla og kynntist fólki út um allt. Sumar konurnar í hverfinu tóku fyrir mig sérvéttur þegar þær fóru í veislu og geymdu í kassa sem ég svo sótti til þeirra.
Þegar ég var lítil sótti ég mat handa kettinum í fiskibúðina því ég hafði nokkru áður gefið mig á tal við starfsmann þar sem síðan safnaði afgöngum fyrir mig. Svo mætti ég nokkrum sinnum í viku eða daglega og sótti allskonar hausa og fleira af fiskum handa kisunni okkar henni Lúsí.
Alma Rut á góðri stundu með Axel, syni sínum
Þegar ég var lítil tók ég strætó niður á bryggju með systur minni og bauð fram vinnuafl, mig og Thelmu systir og í laun vildum við fá hamborgaratilboð.
Við gengum á milli báta og fengum að lokum vinnu. Við verkuðum heilan dag, vorum allar í slori og enduðum daginn stoltar og sælar, angandi af fiski fýlu fyrir framan afraksturinn, launin okkar sem voru hamborgari, franskar og kók.
Þegar ég var lítil þá gladdi ég mömmu með blómum, steinum, bréfum og ljóðum. Ég bjó til kaffi handa henni og kom henni á óvart með því að taka til áður en hún kom heim. Hún tók sér tíma í að þakka mér fyrir og ég vissi og fann í hjartanu mínu að hún meinti það.
Þegar ég var lítil þá leiddi ég blindan mann sem bjó á neðstu hæðinni hjá ömmu fram og til baka upp götuna.
Éģ var þarna fjögurra ára gömul, gekk niður tröppurnar og „sótti” hann, bað hann um að koma því nu værum við sko að fara út að labba. Mín tilfinning var greinilega sú að ég gæti hjálpað honum þar sem að hann sá ekki. Og saman gengum við fram og til baka.
Þegar ég var lítil þá sat ég heilu tímana og gramsaði í geymslunni, ég heimsótti gamlar konur og ég bauð þeim aðstoð. Ég bjó til allskonar úr öllu og lék mér með fullt sem var ekki dót.
Þegar ég var lítil þá fékk ég mikið frelsi til að vera barn og það frelsi var mér ómetanlegt. Ég sullaði í drullupollum, lék mér í fötunum hennar ömmu, gerði rennibraut úr borðstofuborðinu og ég lék mér á ruslahaugum. Ég fékk að baka uppskrift sem ég bjó til sjálf úr öllu sem varð að engu. Og það mikilvægasta var að ég fékk að njóta mín, ég fékk frelsi til að prófa mig áfram og mér var treyst, ég fékk að leika mér og vera barn.
Barnæskan er svo ofboðslega dýrmæt og það er svo mikilvægt að njóta hennar. Það er auðvelt að gleyma sér í amstri dagsins og að segja nei, mátt þetta ekki, þú verður skítug/skítugur, hef ekki tíma núna eða seinna. Stundum er bara svo ótrúlega gott að staldra við og leyfa, segja já þrífa bara skítug föt og njóta. Gleðin, vellíðan, hamingja, kærleikur, ást, leikur, samvera og hlátur er svo dýrmætt fyrir börnin okkar og okkur öll.
Alma Rut heldur úti síðunni Leikum okkur sem snýst um dýrmætustu samveruna – samveruna með börnum okkur og hugmyndir að því sem hægt er að gera saman. Alma er bæði á Facebook og Instagram
Smellið á samfélagsmiðlahnappana hér að neðan til að fara inn á síðurnar hennar!
Eileen Kramer slakar ekkert á þó hún sé orðin 106 ára gömul. Hún skrifar sögu á dag þar sem hún býr, á hjúkrunarheimili í Sydney, Ástralíu, gefur út bækur og hefur tekið þátt í málverkakeppni, þeirri virtustu þar í landi.
Eileen bjó í áratugi erlendis, en sneri aftur í heimaborg sína Sydney, 99 ára gömul. Síðan þá hefur hún unnið í samstarfi við fjölmarga listamenn til að sinna ástríðu sinni – dansinum.
Eileen dansar enn – þokkafullar og dramatískar hreyfingar þar sem hún notar efri hluta líkamans. Á síðastliðnum árum hefur hún einnig starfað sem danshöfundur (e. choreographer).
„Síðan ég kom aftur til Sydney hef ég verið svo upptekin – ég hef tekið þátt í þremur danssýningum hjá NIDA (National Institute for Dramatic Art) og sjálfstæðum leikhúsum. Ég hef komið fram á tveimur stórum danssýningum í Adelaide ogBrisbane, ég hef leikið í mynd, komið fram í litlum uppfærslum, skrifað þrjár bækur og í dag er frídagurinn minn og ég er í viðtali!“ segir hún glöð í samtali við blaðamann BBC Ástralíu.
Hún er oft spurð hvaðan hún fær alla þessa orku – og hvort dansinn sé leyndarmál við háan aldur hennar. Hún svarar því að hún banni orðið „gömul“ og „aldur“ og notar þau ekki. Hún minnir blaðamann reglulega á það í viðtalinu: „Ég segi, ég er ekki gömul, ég hef bara verið hér í langan tíma og lært ýmislegt á leiðinni. Mér líður ekki eins og fólk segist líða þegar það er gamalt. Viðhorf mitt til sköpunar er nákvæmlega það sama og þegar ég var lítil stúlka.“
Eileen hefur á síðastliðnum árum staðið fyrir, fjármagnað, hannað dansa og komið fram á mörgum danssýningum sem hún skapar út frá lífi hennar. Hún var komin hálfa leið með nýtt dansmyndband þegar öllu var lokað vegna Covid í Sydney og setti það strik í reikninginn. En ekki lengi.
„Ég gat ekki farið á staðinn, þannig ég skrifaði bók í staðinn,“ segir hún hlæjandi. „Sagan um hvernig við gerðum myndina.“
Staðsetning takanna var sérstök fyrir Eileen. Myndin gerist innan í stóru Moreton Bay fíkjutré í úthverfi Sydney, Glebe. Lyktin af trjánum, stóru fíkjurnar og hlátur hláturfuglanna (e. kookaburra) var það sem dró Eileen aftur til Sydney. „Þetta trét hafði áhrif á danshönnunina mína. Hefur þú séð þetta tré? Það er eins og reim höll í ævintýri, tók mig til baka til æskunnar.“
Við tökur myndarinnar „The Gum Tree”
Það á eftir að taka nokkur atriði í myndinni, svo verður hún klippt og búin til tónlist. Á meðan ætlar útgáfufyrirtækið hennar, Basic Shapes, að gefa út bókina um verkefnið síðar á þessu ári. Hún hefur einnig gefið út smásagnasagnið Elephants and Other Stories.
Covid einangrunin hefur ekki haft áhrif á hana: „Mér er alveg sama um Covid. Ég hef ekki verið einmana eða lokuð inni, þegar þú skrifar er það félagsskapurinn þinn.“
Eileen er orðin fræg í Elizabeth Bay, þar sem hún býr. Fullt af listamönnum hélt sýningu fyrir framan gluggann hennar þegar hún varð 106 ára í nóvember: „Ég varð mjög hissa, ægilega glöð og það snerti mig mjög. Þau létu mig í stól fyrir framan gluggann og gáfu mér blöðrur til að hrista þegar það kom pása.“
Litríkt líf
Eileen Kramer er fædd í Mosman Bay, Sydney árið 1914 og var hún dansari sem ferðaðist með Bodenwieser ballettinum í áratug. Hún ferðaðist til Indlands, og síðar settist hún að í París og svo New York þar sem hún bjó til 99 ára aldurs.
Hefur hún því dansað í fjórum heimsálfum og í heila öld. Segir hún að dansinn hafi verið hennar fyrsta ást.
„Ég hef alltaf umgengist dansara svo ég hef aldrei verið einmana. Ólíkt mér giftu sig margir og eignuðust börn eða fóru aftur til Evrópu. Ég hinsvegar þoldi allt þetta óþægilega við dansaralífið.“
Þegar Eileen bjó í París sat hún fyrir sem módel hjá listamönnum: „Það var dálítið hættulegt að sitja fyrir en ég þekkti flesta listamennina.“ Að vera nakin truflaði hana aldrei þar sem það var vegna listarinnar. Hún lærði mikið af frægum, frönskum listamönnum.
Í dag segir samstarfskona hennar, Sue Healy, að vinna með Eileen sé að „upplifa lifandi söguna.“
„Hún er tengingin við fyrstu daga ástralsks nútímadans – og fyrir mig sem danshönnuð er þetta algert gull! Hún höndlar lífið af fágun og sköpunarkrafti. Hún er algerlega við stjórnvölinn og er alltaf að búa til eitthvað nýtt.“