Hvað eiga nýbakaðar mæður að borða?

Hvað eiga nýbakaðar mæður að borða?

Hvað eiga nýbakaðar mæður að borða?

Oft er nýbökuðum mæðrum umhugað um að léttast um barnsburðarkílóin fyrst um sinn. Það er samt eitt mikilvægara eftir barnsburð og það er að borða þá fæðu sem gefur þér kraftinn til að verða besta móðir sem þú getur orðið!

Borðaðu litlar, hollar máltíðir yfir daginn til að auka þá litlu orku sem þú hefur. Ef þú ert með barnið á brjósti, mun brjóstamjólkin alltaf verða barninu jafn holl, sama hvað þú kýst að láta ofan í þig.

Það fylgir samt böggull skammrifi, því þegar þú færð ekki nauðsynleg næringarefni úr fæðunni sem þú borðar tekur líkaminn þau efni úr forðabúri þínu. Best er því að fylgjast með fæðu- og næringarinntökunni til að bæði þú og barnið fái aðeins það besta.

Hér eru nokkrar tillögur að hollri fæðu:

Lax

Það er enginn matur sem telst fullkominn. Lax er þó frekar nálægt því! Næringarbomba sem bragðast vel. Laxinn er fullur af fitu er kallast DHA. DHA fitusýrur eru nauðsynlegar taugakerfi barnsins. Öll brjóstamjólk inniheldur DHA en magn þeirra er hærra hjá þeim konum sem auka neyslu sína á DHA. Fitusýrurnar geta einnig hjálpað við lundarfarið. Rannsóknir sýna að þær geta spilað hlutverk í að koma í veg fyrir fæðingarþunglyndi.

Ein viðvörun þó: Mælt er með að mjólkandi mæður, konur sem eru þungaðar og þær sem hyggja að verða þungaðar í náinni framtíð hugi að hversu mikinn lax þær snæði. Ekki er mælt með að borða hann oftar en tvisvar í viku og er það vegna kvikasilfursmagnsins. Það er í lagi að borða lax kannski þrisvar í viku, en þá bara einu sinni í vikunni á eftir. Kvikasilfursmagn í laxi er talið lágt. Í sverðfiski eða makríl er það mun hærra og ætti að forðast neyslu slíks kjöts.

Mjólkurvörur með lágri fituprósentu

Hvort sem þú kýst jógúrt, mjólk, ost, mjólkurlausar afurðir eða aðrar mjólkurvörur eru þær hluti af heilbrigðu ferli í kringum brjóstagjöf. Athugaðu ef þú notar hafra- eða sojaafurðir að þær innihaldi D vítamín. Þær færa þér prótein og B-vítamín og ekki má gleyma kalkinu. Ef þú ert mjólkandi er mikilvægt að fá nægilegt kalk fyrir barnið og þróun beina.

Athugaðu að þú þarft nóg og barnið líka. Mælt er með að minnsta kosti þremur bollum af mjólkurvörum eða sambærilegum vörum á dag í mataræðinu þínu.

Magurt kjöt

Járnríkur matur er nauðsynlegur og skorti þig járn verðurðu þreytt – sem þýðir að þú hefur ekki nægilega orku til að sinna nýfæddu barni.

Mjólkandi mæður þurfa auka prótein og B-12 vítamín. Magurt kjöt inniheldur bæði.

Baunir

Járnríkar baunir, sérstaklega dökklitaðar líkt og nýrnabaunir eru mjög góð fæða fyrir brjóstagjöf. Þær innihalda hágæða prótein úr náttúrunni og eru ódýr kostur.

Bláber

Mjólkandi mæður ættu að borða tvo skammta af ávöxtum eða safa á dag. Bláber eru frábær kostur til að mæta þörfum þínum, saðsöm og góð. Þau eru full af vítamínum og steinefnum og þú færð mikið af góðum kolvetnum í leiðinni.

Brún hrísgrjón

Ekki hugsa um lágkolvetnafæðu þegar þú ert með barn á brjósti eða nýbúin að eiga. Ef þú ert að hugsa um að grennast í því samhengi er ekki gott að grennast of hratt, því þannig framleiðir þú minni mjólk og hefur minni orku. Blandaðu flóknum kolvetnum eins og brúnum hrísgrjónum, kínóa, byggi eða álíka í mataræðið til að halda orkunni gangandi.

Appelsínur

Þær eru handhægar og stútfullar af næringu og gefa góða orku. Appelsínur og aðrir sítrusávextir eru frábær leið fyrir mæður að fá C-vítamín, en þær þurfa meira en vanalega. Ef þú hefur ekki tíma, fáðu þér appelsínusafa. Stundum er hægt að fá hann meira að segja kalkbættan, þannig þá færðu meira út úr því!

Egg

Góð leið til að auka próteininntöku er að fá sér egg. Hrærðu tvö í morgunmat, skelltu tveimur í salatið þitt eða fáðu þér eggjaköku í kvöldmat.

Gróft brauð

Fólínsýra er mikilvæg á meðgöngu og á fyrstu stigum hennar. Það endar þó ekki þar. Fólínsýra er mikilvæg brjóstamjólkinni og barnið þarf á henni að halda. Mörg gróf brauð og pasta innihelda fólínsýru og einnig trefjar, sem eru mikilvægar.

Grænt grænmeti

 

Spínat og spergilkál innihalda mikið A-vítamín sem er afskaplega gott fyrir þig og barnið. Góð leið líka til fá kalk, C-vítamín og járn án dýraafurða. Svo eru þau full af andoxunarefnum og innihalda fáar hitaeiningar.

Múslí og heilhveitikorn

Hollur morgunmatur er samanstendur af heilhveiti eða höfrum er góð leið til að byrja daginn. Margir innihalda nauðsynleg vítamín og næringarefni til að mæta daglegum þörfum þínum. Allskonar uppskriftir af hafragraut eru til – við mælum með bláberjum og léttmjólk!

Vatn

Mjólkandi mæður eiga í hættu að ofþorna. Til að halda orkunni gangandi sem og mjólkurframleiðslunni er gott að viðhalda vökvabúskapnum allan daginn. Þú getur einnig skipt út með mjólk eða djús en farðu varlega í kaffi og te. Ekki drekka fleiri en tvo til þrjá bolla á dag eða drekktu koffínlaust kaffi. Koffín fer í mjólkina þína og getur orsakað pirring og svefnleysi hjá barninu.

Heimild: WebMD 

 

Hvenær á að færa barnið úr rimlarúmi í stærra rúm?

Hvenær á að færa barnið úr rimlarúmi í stærra rúm?

Hvenær á að færa barnið úr rimlarúmi í stærra rúm?

Það er enginn sérstakur tími heilagur hvenær færa skal barn úr rimlarúmi yfir í venjulegt rúm, þrátt fyrir að flest börn skipti frá aldrinum eins og hálfs til þriggja og hálfs.

Það er oftast best að bíða þar til barnið nálgast þriggja ára aldurinn þar sem mörg lítil hjörtu eru ekki tilbúin í þessa breytingu. Auðvitað þarftu samt að færa barnið þegar það er orðið of stórt eða hreyfir sig of mikið fyrir rimlarúmið.

Margir foreldrar skipta því þeir eru hræddir við að smábarnið klifri eða hoppi úr rimlarúminu – og það getur verið hætta á ferð. Það er samt best að bregðast ekki við klifri eða slíku með einhverri skelfingu.

Ekki flýta þér út og kaupa rúmið í fyrsta sinn er barnið klifrar upp úr rúminu. Það kann að vera að það sé ekki tilbúið að skipta og það gæti skapað hættu ef það er vakandi og á ferðinni þegar aðrir eru steinsofandi. Kauptu þér smá tíma með því að færa dýnuna í neðstu stillingu þannig rimlarnir séu hærri og erfiðara sé að klifra upp úr því.

Önnur ástæða þess að foreldrar vilja skipta yfir í rúm er þegar von er á systkini. Ef þetta er raunin skaltu skipta sex til átta vikum áður en nýja barnið kemur. Þú vilt að smábarnið sé vel vant nýja rúminu áður en það sér systkinið taka yfir „hans“ eða „hennar“ rúm. Það fer auðvitað eftir aldri barnsins en svo væri einnig hægt að bíða með breytinguna þar til nýja barnið er þriggja eða fjögurra mánaða gamalt. Nýja barnið mun hvort eð er sofa í vöggu þannig eldra barnið þarf að venjast líka og það verður þá einfaldara að skipta yfir í stærra rúm þegar það gerist.

Vertu viss um að skipta um rúm þegar barnið er tilbúið frekar en það þurfi að „losa“ rimlarúmið. Margir foreldrar hafa komist of seint að því að einfaldara hefði verið að fá lánað annað rúm eða kaupa heldur en að færa það áður en barnið varð tilbúið í það.

Sum börn eiga mjög auðvelt með þessa breytingu á meðan öðrum finnst það erfiðara. Öll börn eru einstök og engin ein rétt leið. Það er samt ekki óalgengt að fyrsta barn muni vera ósátt við breytinguna. Það kann að vera mjög háð rúminu sínu. Þetta er samt bara eitt af því sem smábarnið þarf að venjast, enda mikið um breytingar á þessu aldri – fara að nota klósett, byrja í leikskóla og fleira.

Ef nýtt barn er á leiðinni gæti eldra barnið verið mjög passasamt um sína hluti, líka rúmið. Ef barnið á eldri systkini finnst því kannski ekkert mál að fara í venjulegt rúm þar sem eldri systkinin eru í slíkum rúmum. Þau eru kannski spennt að færa sig úr „barnarúminu“ í rúm fyrir stóra krakka!

Til að gera breytinguna einfaldari, settu nýja rúm barnsins á sama stað og rimlarúmið var. Kannski viltu hafa teppið úr eldra rúminu í því nýja, það kann að veita barninu öryggi. Ekki gleyma að hafa öryggisgrind á nýja rúminu svo barnið detti ekki úr því.

Þú getur gert barnið spennt fyrir nýja rúminu með því að fara með því í búð að velja rúmið eða sýna því, ef þú færð það notað. Leyfðu barninu að velja sængurföt og hvettu það til að sýna vinum og fjölskyldu nýja rúmið þegar þau koma í heimsókn.

Ef þú sérð að þú hefur skipt of snemma og barnið er í uppnámi, leyfðu því samt að hafa sinn gang í einhvern tíma. Hvettu barnið til að nota rúmið. Ef það er enn í uppnámi eftir einhverja daga, leyfðu því að sofa í rimlarúminu.

Sum smábörn eru bara ekki tilbúin í venjulegt rúm. Það þarf ákveðinn þroska fyrir barnið að átta sig á að það þarf að dveljast í þessu rúmi og má ekki bara fara á flandur. Ef barnið á allt í einu í erfiðleikum með að sofna á kvöldin, þarf oft að fara fram úr, fer á flandur eða annað er það kannski ekki tilbúið fyrir sitt eigið rúm.

Eins og með að venja á kopp er stundum þess virði að taka eitt skref aftur á bak og reyna aftur seinna. Vertu bara viss um að þú kynnir rimlarúmið ekki aftur til sögunnar sem einhver vonbrigði eða refsingu.

Að lokum, mundu að þessi breyting er líka þér mikils virði. Barnið þitt er að stækka! Mundu þegar þú settir barnið í rimlarúmið í fyrsta sinn. Þetta gerist svo hratt – njóttu þess líka.

Útskýrðu fyrir barninu þínu mat í litum

Útskýrðu fyrir barninu þínu mat í litum

Útskýrðu fyrir barninu þínu mat í litum

Jennifer Anderson er sniðug mamma sem hefur þróað leiðir til að fá börn til að borða meira grænmeti. Til þess raðar hún grænmeti og ávöxtum eftir litum og segir okkur hvað á að segja við börn til að fá þau til að innbyrða meiri hollustu.

Appelsínugulur:

Í stað þess að segja: „Þú verður sterk/ur ef þú borðar þetta“

0-4 ára: „Appelsínugulur matur hjálpar þér að sjá betur í myrkri.“

5-6 ára: „Appelsínugulur matur inniheldur eitthvað sem kallast A-vítamín. Við þurfum A-vítamín til að sjá í myrkri.“

7-12 ára: „A-vítamín lætur hjartað, augun, lungun og nýrun starfa rétt. Í appelsínugulum mat  er A-vítamín.“

13+ ára: „Við fáum A-vítamín á marga vegu, appelsínugulur og dökkgrænn matur (beta-karótín) og fæða úr dýraríkinu inniheldur A-vítamín.“

Matur sem inniheldur A-vítamín: Appelsínur þær eru einnig ríkar af C-vítamíni, gulrætur, mangó, sætar kartöflur, eggjarauður, ferskjur

Gulur matur:

Í stað þess að segja: „Þetta er gott fyrir þig“ segðu:

0-4 ára: “Gulur matur hjálpar líkamanum að laga sár.”

5-6: “Gulur matur inniheldur C-vítamín sem hjálpar líkamanum að gera við sár.”

7-12: “C-vítamín hjálpar okkur að laga okkur og heldur tönnunum í góðu lagi. Vítamínið er að finna í allskonar ávöxtum og grænmeti. Þessvegna viljum við borða ávöxt eða grænmeti í öllum máltíðum.”

13+: “Vel samsett máltíð inniheldur grænmeti og/eða ávöxt. Þau færa okkur C-vítamín. Þegar við fáum ekki C-vítamín getum við orðið veik, tennurnar geta losnað við C-vítamínskort.”

Matur sem inniheldur C-vítamín: Banani, sítróna, gul paprika, ananas.

Rauður matur:

Í stað þess að segja: „Þetta er gott fyrir þig“ segðu við börn á aldrinum:

0-4 ára: „Rauður matur gerir hjartað þitt sterkara.“

5-6: “Rauður matur inniheldur eitthvað sem heitir lýkópen sem er rautt. Það hjálpar til við að verja hjartað og líkamann í langan tíma.”

7-12: “Lýkópen er andoxunarefni. Andoxar hjálpa til við að verja hjartað, húðina og aðra hluta líkamans. Það gefur matnum þennan rauða lit.”

13+: “Lýkópen er andoxunarefni. Andoxar verja líkamann fyrir geislun og oxandi streitu (fræðast meira um það). Það hjálpar við að verjast krabbameni, hjartavanda og fleiru.”

Matur sem inniheldur lýkópen: Vatnsmelóna, tómatur, nýrnabaunir, rauð paprika.

Grænn matur:

Í stað þess að segja: „Þetta er hollt“ Segðu:

0-4: “Grænn matur hjálpar þér að verða ekki veik/ur.”

5-6: “Grænn matur berst gegn bakteríum og hefur fullt af öðrum góðum eiginleikum. Þau hjálpa maganum þínum að melta matinn.”

7-12: “Góðgerlar hjálpa til við að melta matinn. Þannig verðum við heilbrigð, verðum í góðu skapi og berjumst við slæmu gerlana. Þessvegna verðum við að borða grænt á hverjum degi.”

13+:”Grænn matur, s.s. allskonar kál og grænmeti inniheldur góðgerla, vítamín og steinefni. Án góðgerlanna höfum við ekki heilbrigða maga- og þarmaflóru. Þá verðum við veik og okkur líður illa.”

Dæmi um um mat: Gúrka, kál, brokkolí, paprika, spínat.

Jennifer Anderson er bloggari og mamma sem heldur úti vefnum Kidseatincolor.com

Klikkaðu á samfélagsmiðla linkana hér fyrir neðan til að fara beint inná síðu Jennifer á Facebook & Instagram.

Þegar brjóstagjöf gengur ekki upp

Þegar brjóstagjöf gengur ekki upp

Þegar brjóstagjöf gengur ekki upp

Rannsóknir sýna að níu af hverjum tíu konum reyna alltaf fyrst að gefa börnum sínum brjóst. Flestar mæður vilja hafa börnin sín á brjósti. Því miður, stundum þvert á óskir okkar, vonir og tilraunir, gengur brjóstagjöf ekki upp.

Margar mæður upplifa djúpan missi þegar þær geta ekki gefið barnið sínu brjóst, annaðhvort alls ekki eða þegar þær geta það ekki jafn lengi og þær hefðu óskað.

Það er eðlilegt að vera döpur og finna fyrir sorg og samviskubiti. Það er mikilvægt að leyfa sér að upplifa þessar tilfinningar. Það getur verið að þér finnist reynslan hafa verið slæm og þú hafir ákveðið allt annað. Þrátt fyrir að þú hafir gefið barninu brjóst í stuttan tíma, jafnvel bara nokkra daga, er það dýrmæt gjöf sem þú getur verið ánægð með.

Það getur tekið einhvern tíma að ná sátt aftur. Að ræða við þína nánustu, s.s. vini, maka eða fjölskyldu um málið getur alltaf verið gott. Þú getur einnig rætt við ljósmóður eða lækni til að fá tilfinningalegan og andlegan stuðning.

Næstum allar mæður byrja á brjóstagjöf en minna en helmingur barna eru ekki 100% á brjósti eftir fjóra mánuði. Stundum er það vegna þess að konur fá ekki réttar upplýsingar eða réttan stuðning á réttum tíma.

Börn yngri en 12 mánaða þurfa brjóstamjólk eða þurrmjólk til að vaxa og þroskast. Ef þú ert ekki að gefa barni þínu brjóst getur þú:

  • Mjólkað þig
  • Notað þurrmjólk
  • Fengið brjóstamjólk frá annarri móður
  • Notað blöndu af ofangreindu

Stundum hefja mæður brjóstagjöf aftur eftir hlé. Með þolinmæði og ákveðni (og samvinnuþýðu barni) getur móðirin oft náð upp mjólkurbirgðum á ný og það getur gengið ágætlega.

Taka tvö

Margar konur geta gefið næsta barni sínu brjóst þrátt fyrir að það hafi ekki gengið upp áður.

Það sem getur hjálpað er að ræða við brjóstagjafaráðgjafa eða lært á netinu eða námskeiðum.

                                                                                               Heimild: Australian Breastfeeding Association 

Hvernig kenna skal börnum samkennd

Hvernig kenna skal börnum samkennd

Hvernig kenna skal börnum samkennd

Mannfólkið er í grunninn samúðarfullt og finnur fyrir hluttekningu, þ.e. það skynjar hvað aðrir ganga í gegnum. Samt sem áður eru börn þarna undantekning, enda ekkert skrýtið við það! Þau þurfa að læra það hjá foreldrunum.

Ef barnið þitt lemur systur sína er hægt að segja: „Það meiðir þegar þú slærð frá þér. Svona á að snerta á góðan hátt. Finnurðu hvernig þér líður vel?“ Þetta tekur tíma að ná í gegn, en er þess virði.

Hvað hægt er að gera til að kenna samkennd?

Nefndu tilfinninguna

Með því að nefna hlutina réttum nöfnum, s.s. hegðun barnsins ertu að kenna því að bera kennsl á tilfinningar sínar. Segðu: „Alex, þú ert svo góður,“ ef hann kyssir á „bágtið“ þitt. Hann lærir frá viðbrögðum þínum að gæska hans er vel metin og eftir góðri hegðun er tekið.

Það þarf einnig að kenna börnum neikvæðar tilfinningar þannig ekki hika við að benda rólega á þegar þau sýna ekki góðvild. Reyndu að segja eitthvað á borð við: „Bróðir þinn varð mjög leiður þegar þú tókst bílinn hans af honum. Hvað gætir þú gert til að láta honum líða betur?“

Fagnaðu góðri hegðun

Þegar barnið þitt hegðar sér vel og sýnir góðvild, segðu því hvað það gerði rétt. Reyndu að vera eins nákvæm/ur og hægt er: „Þú varst mjög góð/ur að deila bangsanum þínum með litlu systur þinni. Það gerði hana mjög glaða. Sérðu brosið hennar?“

Hvettu barnið til að tala um tilfinningar sínar – og þínar

Láttu barnið vita að þú hlustir á það þegar það talar um tilfinningar sínar. Horfðu í augu þess þegar það talar og umorðaðu það sem það segir. Ef barnið hrópar: „Húrra!“ til dæmis, skaltu segja: „Ó, þú ert glöð í dag!“ Þó það svari ekki eða viti ekki hvernig á að bregðast við mun það ekki eiga í erfiðleikum með að ræða um að því líður vel.

Þú skalt líka deila þínum tilfinningum með barninu: „Ég er leið því þú slóst mig. Við skulum finna aðra leið til að þú getir sagt mér frá því að þú viljir ekki vera í þessum skóm.“ Barnið lærir þá að athafnir þess hafa áhrif á aðra, sem er dálítið stór hlutur fyrir barn að átta sig á.

Bentu á hegðun annarra

Kenndu barninu þínu að taka eftir þegar aðrir sýna góðmennsku. Segðu t.a.m. „Manstu eftir konunni í búðinni sem hjálpaði okkur að taka upp matinn þegar ég missti pokann minn? Hún var mjög góð við okkur og hún lét mér líða betur þegar mér leið illa.“

Með því að benda barninu á slíkt, ýtir þú undir skilning barnsins á hvernig gjörðir annarra hafa áhrif á okkur tilfinningalega. Bækur eru líka góðir kennarar, ef einhver týnir hundinum sínum í sögunni getið þið rætt hvernig honum eða henni kunni að líða, og þú getur spurt barnið hvernig því myndi líða lenti það í svipuðum aðstæðum.

Svona samtöl munu hjálpa barninu að læra um annara manna tilfinningar og samsama sig með þeim.

Kenndu barninu kurteisi

Góðir siðir eru sígild leið til að sýna umhyggju gagnvart öðrum. Um leið og barnið getur tjáð sig á mæltu máli er sjálfsagt að kenna því „má ég“ og „takk fyrir“. Útskýrðu að þú viljir frekar hjálpa því þegar það er kurteist og þér finnist vont þegar barnið skipar þér fyrir. Og að sjálfsögðu setur þú fordæmið sem foreldri með því að þakka fyrir þig og sýna almenna kurteisi!

Þannig lærir barnið að slík hegðun er hluti mannlegra samskipta, bæði heima sem og annars staðar.

Ekki nota reiði sem stjórnunartæki

Þrátt fyrir að erfitt sé að hemja reiðina þegar barnið þitt gerir eitthvað mikið af sér er það mjög nauðsynlegt. Þú verður að kenna með fordæmi og leiðbeiningum, það er mun öflugra tæki. Ef þú segir við barnið: „Ég er mjög reið/ur út í þig“ getur barnið bakkað og lokað á þig. Þess í stað skaltu sýna barninu samkennd. Róaðu þig niður og segðu ákvðið: „Ég veit þú varst reið, en þú ættir ekki að slá bróður þinn. Það meiddi hann og ég er leið. Vinsamlega biddu hann afsökunar.“

Gefðu barninu lítil verkefni

Rannsóknir sýna að börn sem læra að taka ábyrgð læra einnig að bera umhyggju fyrir öðrum og ósérplægni. Litlar manneskjur elska að leysa af hendi lítil verkefni, s.s. að gefa gæludýrinu að borða. Svo elska þau líka að fá hrósið! „Sjáðu hvað Krummi er glaður að fá að borða! Hann dillar skottinu! Þú ert svo góð/ur við hann. Hann er mjög glaður að þú sért að gefa honum að borða.“

Vertu góð fyrirmynd

Að sýna góðvild, kærleika og umburðarlyndi er besta leiðin til að kenna barni samkennd. Taktu barnið með þegar þú ert að færa veikum vini eða ættingja mat eða einhver í kringum þig eignast barn. Leyfðu barninu að hjálpa þér að pakka niður dóti sem þú ætlar að gefa í nytjamarkað. Þú getur útskýrt í leiðinni að stundum sé fólk veikt eða hafi ekki nóg af mat eða fötum þannig þú leggir þitt af mörkum til að hjálpa náunganum.

Heimild: BabyCenter Australia

Pin It on Pinterest