Leiðarvísir: Hvernig á að tala um erfið mál við börn á aldrinum 2-15 ára

Leiðarvísir: Hvernig á að tala um erfið mál við börn á aldrinum 2-15 ára

Leiðarvísir: Hvernig á að tala um erfið mál við börn á aldrinum 2-15 ára

Eitt það erfiðasta við foreldrahlutverkið er að tala við börnin sín um alvarleg mál. Það er nógu erfitt að útskýra fyrir þeim ef þvottavélin étur uppáhalds bangsann þeirra, eða þegar eineltisseggur ríkir í skólanum. Það kann að vera nær óyfirstíganlegt að ræða eitthvað enn erfiðara, s.s. ofbeldi, mismunun eða dauðsfall.

Á þessum tímum erum við nær beintengd öllu sem er að gerast í gegnum netið, YouTube, fréttir og hvaðeina. Börn fara ekki varhluta af þessu öllu og það er mjög mikilvægt fyrir foreldra að takast á við þessa áskorun.

Að takast á við og ræða erfið mál lætur börnunum þínum líða betur, þau verða öruggari, það styrkir tengslin ykkar á milli og það kennir þeim ýmislegt um heiminn. Og þegar þú kennir þeim að verða sér úti um upplýsingar og túlka þær, spyrja spurninga og athuga fleiri en eina heimild, verða þau gagnrýnin í hugsun. Það er alltaf erfitt að ræða málefni heimsins sem ekki hefur tekist að leysa. En með því að byggja upp kunnáttu, samkennd og persónuleika barnanna okkar gefum við þeim verkfærin sem þau þurfa til að takast á við hlutina.

 Þegar börnin þín fá vitneskju um eitthvað ógnvænlegt eða óþægilegt kemur það foreldrunum oft úr jafnvægi. Það er samt alltaf góð hugmynd að nota þroskastig og aldur barnsins til viðmiðunar hvernig hefja á samræður, því þau melta upplýsingar á mismunandi hátt eftir þeim þáttum.

Að skilja lítillega hvernig börn skilja heiminn á hverju þroskaskeiði fyrir sig hjálpar þér að upplýsa þau á réttan hátt. Að sjálfsögðu er hvert barn einstakt og hefur sína viðkvæmni, skap og reynslu, eins og allir aðrir. Þú skalt nota þína bestu dómgreind til að melta hvernig barnið tekur inn upplýsingar þegar þú ákveður hversu mikið þú ætlar að segja.

 Hér eru leiðir til viðmiðunar eftir aldursflokkum:

2-6 ára

Ung börn hafa ekki þá lífsreynslu til að skilja þá þætti sem felast í flóknum og erfiðum málum. Þau hafa heldur ekki skilning á huglægum hugtökum eða samspili aðgerða og afleiðinga. Heimur þeirra snýst um ykkur – foreldrana, systkinin, afa og ömmu, meira að segja hundinn ykkar. Þannig einbeita þau sér að því hvernig hlutirnir hafa áhrif á þau sjálf.

Þau eru mjög næm á tilfinningaástand foreldranna og geta haft áhyggjur af því að eitthvað hafi komið fyrir ykkur, eða þið séuð reið af því að þau gerðu eitthvað af sér. Þetta allt gerir það erfitt að útskýra erfið mál.

Þú getur sem betur fer stjórnað net- og sjónvarpsnotkun ágætlega á þessum aldri þannig passaðu að þau horfi ekki á eitthvað sem er ekki við hæfi.

Notaðu bæði orð og athafnir:Segðu: „Þú ert örugg/ur. Mamma og pabbi eru örugg. Fjölskyldan okkar er örugg.“ Þau vilja líka knús og það gerir mjög mikið.

Talaðu um tilfinningar – þínar og þeirra. Segðu: „Það er allt í lagi að vera hrædd/ur, leið/ur eða ringluð/aður. Þessar tilfinningar eru eðlilegar og við höfum öll þessar tilfinningar.“ Þú getur líka sagt: „Ég er reið/ur / leið/ur en ekki út af þér.“

Reyndu að komast að því hvað barnið veit. Það getur verið að barnið skilji ekki ástandi. Spurðu fyrst hvað barnið haldi að hafi gerst áður en þú ferð í lýsingar.

Hlutaðu vandann í einföldu máli. Fyrir eitthvað ofbeldisfullt getur þú sagt: „Einhver notaði hníf til að meiða fólk.“ Ef um mismunun er að ræða geturðu prófað: „Það eru hópar af fólki sem fá ekki rétta málsmeðferð eða réttlæti.“

 Passaðu málfarið hjá þér.

Segðu „maður“, „kona“, „stelpa“, „strákur“ en ekki „feitur gaur“, „sæt stelpa“ eða álíka. Passaðu að lýsa ekki manneskju eftir litarhætti, þyngd, kynhneigð, fjárhag, eða öðru því tengdu nema það sé afar nauðsynlegt. Notaðu orðaforða, hugmyndir og sambönd sem þau þekkja. Mundu eftir einhverju dæmi úr þeirra lífi sem þau geta tengt við. Segðu: „Maður sem stal einhverju. Manstu þegar einhver tók nestisboxið þitt?“

Notaðu einföld orð á borð við „reiður“, „leiður“, „hræddur“ og „hissa.“ Ung börn skilja tilfinningar, en þau skilja ekki t.a.m. geðsjúkdóma. Þú getur sagt að einhver hafi orðið of reiður eða of ringlaður og þurfti auka hjálp. Passaðu að nota ekki orð eins og „klikkast“ eða „gekk af göflunum.“

Tjáðu að einhver sé að sjá um málið. T.d. „Mamma og pabbi passa að ekkert slæmt komi fyrir okkur.“ Eða: „Löggan nær bófanum.“

 7-12 ára

Börn. Á þessum aldri kunna að lesa og skrifa og þ.a.l. geta þau komist í tæri við efni sem er ekki ætlað þeirra aldri. Yngri börnin í þessum hópi eru samt ekki alveg með á hreinu hvað er leikið og hvað er alvöru, svo eitthvað sé nefnt. Þarna fara börn að geta hugsað huglægt og þau hafa ákveðna reynslu af heiminum og hafa getuna til að tjá sig, leyst erfið verkefni og geta séð hluti út frá sjónarhorni annarra.

Börn sem eru ekki krakkar og ekki orðnir táningar eru á skeiði þar sem þau skilja sig frá foreldrunum, eru að verða kynþroska og eru sjálfstæðari að nota ýmsa miðla. Þau sjá ofbeldisfulla tölvuleiki, klám, fréttir sem geta komið þeim úr jafnvægi og heyra ljótt orðbragð. Það verður að geta rætt þessa hluti án skammar og vandræðalegheita.

Bíddu eftir rétta augnablikinu

Á þessum aldri eru krakkarnir líklegir til að leita til þín ef þau hafa heyrt um eitthvað skelfilegt. Þú getur þreifað fyrir þér hvort þau vilja ræða eitthvað, en ef þau ræða það ekki að fyrra bragði reyndu ekki að veiða það uppúr þeim.

Reyndu að komast að því hvað barnið veit

Spyrjið börnin hvað þau hafa heyrt, eða ef vinirnir í skólanum hafa verið að tala um eitthvað. Svaraðu spurningum þeirra einfaldlega og blátt áfram en passaðu að ofur-útskýra ekki hlutina því það gæti gert þau hræddari.

Búðu til öruggar aðstæður fyrir spjall

Segðu eitthvað á borð við: „Það er erfitt að ræða þessa hluti, meira að segja fyrir fullorðna. Við skulum bara tala. Ég verð ekki reið/ur og ég vil að þú getir spurt mig um hvað sem er.“

Veittu yfirsýn og samhengi

Krakkar þurfa að skilja kringumstæðurnar í kringum atburði til að ná utan um hlutina. Ef einhver fremur voðaverk er hægt að segja: „Manneskjan sem gerði þetta var með vandamál í heilanum sem ruglaði hugsanirnar.“ Ef mismunun er vegna húðlitar eða kynþáttar er hægt að segja: „Sumir halda að fólk með ljósa húð sé betra en fólk með dekkri húð. Það er ekki rétt hjá þeim. Þau hafa ekki réttar upplýsingar.“

Vektu forvitni

Ef barnið þitt sér fullorðinsefni á netinu gæti það boðið upp á tækifæri til að læra meira um t.d. hvernig fólk fjölgar sér. Þú getur sagt við barnið ef það sér óvart klám: „Klám á netinu er eitthvað sem fullorðið fólk horfir á. En það er ekki um ást eða rómantík og það getur gefið þér ranga mynd af kynlífi. Ef þú vilt læra meira um kynlíf getum við fundið fræðsluefni fyrir þig og við getum rætt þetta ef þú hefur einhverjar spurningar.“

Ef barnið hefur áhuga á fréttatengdu efni og vill kanna það betur getur þú fundið fréttastöðvar sem einbeita sér að efni fyrir yngra fólk.

Taktu mark á tilfinningum barnsins og geðslagi

Þú munt ekki vita fyrirfram hvað kemur barninu þínu í uppnám. Tékkaðu inn með því að segja hvernig þér líður og spyrðu svo hvernig því líður. Segðu: „Ég verð reið þegar ég þekki einhvern sem varð meiddur. Hvernig líður þér í svoleiðis aðstæðum?“

Hvettu til gagnrýninnar hugsunar

Spyrðu opinna spurninga til að fá börn til að hugsa nánar um alvarleg málefni. Spurðu: „Hvað heyrðir þú?“ „Hvað fannst þér þá?“ og „Af hverju finnst þér það?“
Leitaðu að því jákvæða

Reyndu að sjá hið jákvæða í öllu. T.d. „Það voru mjög duglegir slökkviliðsmenn að slökkva eldinn,“ eða „við skulum finna leið til að hjálpa til.“

Táningar (12+)

Á þessum aldri nota unglingar mikið samfélagsmiðla og nálgast efni á netinu með því að lesa og bregðast við á gagnvirkan hátt. Þau búa jafnvel til eigið efni til að deila áfram. Þau heyra oft um erfið mál á netinu og annarsstaðar, í spjalli t.d. án þess að þú vitir endilega af því.

Þau hafa meiri áhuga á að heyra hvað vinunum finnst eða öðru fólki á netinu heldur en þér og oft „skrolla“ þau að enda greinarinnar án þess að lesa alla söguna. Þau geta orðið fúl ef þú heldur fyrirlestur yfir þeim því þeim finnst þau vita allt. Hvettu unglinginn til að finna efni á netinu sem eykur við þekkingu hans og spurðu spurninga sem fær hann til að hugsa.

Hvettu til beinna og opinna samskipta

Táningar þurfa að vita að þeir „megi“ spyrja spurninga, athuga hvort vel sé tekið í skoðanir þeirra og þau geti tjáð sig frjálslega án afleiðinga. Segðu: „Við erum kannski ekki sammála um allt, en ég vil heyra hvað þú hefur að segja.“

Spyrðu opinna spurninga og hvettu hann til að hafa skoðun

Spurðu til dæmis: „Hvað finnst þér um lögregluna og ofbeldi sem hún beitir?“ „hvað veistu um málið?“ „Hverjum heldurðu að sé um að kenna?“ og „Af hverju finnst þér það?“

 Viðurkenndu að þú vitir ekki eitthvað

Það er í lagi þegar unglingar vita að foreldrarnir vita ekki allt! Það er í lagi að segja: „Ég veit það ekki, finnum út úr því í sameiningu.“

Fáðu unglinginn til að skoða allar hliðar erfiðra mála

 Félagsmál, stjórnmál, menning og hefðir – í kringum allt þetta eru bæði vandamál og góðir hlutir sem geta valdið unglingnum heilabrotum.

Spurðu: „Af hverju er svo erfitt að leysa glæpamál, ofbeldi, nauðganir?“ „Hvernig er hægt að laga ákveðna hluti, svo sem fátækt?“ „Ættum við að sætta okkur við málamiðlanir þegar kemur að leysa vandamál eða eigum við að fara fram á harðari aðgerðir?“

 Deildu gildum þínum

Leyfðu táningnum að sjá hvar þú stendur varðandi einhver mál og útskýrðu af hverju þú lætur þig málið varða. Ef þú vilt að táningurinn þinn virði aðra og skaltu segja honum af hverju þér finnst mikilvægt að umbera aðra og viðurkenna þá.

 Talaðu um fréttirnar „þeirra“

Ræddu um Facebook, Insta, Snap og TikTok og fáðu þau til að segja þér hvað þeim finnst um hitt og þetta. Hvernig fær fólk annað fólk til liðs við sig? Eru þetta áreiðanlegar fréttir? Hvað eru áhrifavaldar?

 Spurðu hvað unglingurinn myndi gera í erfiðum aðstæðum

Unglingar eru að finna hverjir þeir eru á þessum aldri og geta sótt í áhættu. Gerðu þeim ljóst að hættan getur birst án viðvörunar og spyrðu hvað þau myndu gera í ákveðnum aðstæðum.

 Hugsa í lausnum

Táningar geta verið kaldhæðnir, en líka raunsæir. Ef hlutirnir eiga að batna er þetta komandi kynslóðin til að gera það. Sýndu þeim að þú treystir þeim. Spurðu: „Ef þú værir með völd, hvað myndirðu leysa fyrst og hvers vegna? Hvernig myndirðu gera það?“

 

 

Að sleppa tökunum á pirringi í foreldrahlutverkinu

Að sleppa tökunum á pirringi í foreldrahlutverkinu

Að sleppa tökunum á pirringi í foreldrahlutverkinu

Áður en ég varð mamma hafði mig dreymt um að vera ákveðin tegund af mömmu. Þetta var draumur sem snerist um fullkomin börn og var það ástæðan fyrir að ég vildi verða mamma bara strax.

Ég sagði að styrkur minn feldist í að vera róleg í öllum aðstæðum. Það var ekki oft sem ég þurfti að nota þolinmæðina en þegar það gerðist virtist hún vera óþrjótandi uppspretta.

Og þegar ég varð mamma í fyrsta sinn reyndist mér það auðvelt og náttúrulegt. Ég var að upplifa drauminn minn sem ég hafði átt. Móðurhlutverkið var alger barnaleikur.

Þannig þú getur ímyndað þér hversu hissa ég varð þegar fyrstu fjögur árin liðu og sonur minn var bara jafn mennskur og aðrir.

Það gerðist einhverntíma milli þess að ég brotnaði niður tvisvar sinnum í matarbúðinni.

Einhverntíma milli fimmta og fimmtándasta skiptið sem ég bað hann að fara í skóna.

Í um sjötta skiptið sem ég bað hann um að hætta að öskra á veitingastaðnum og fékk köldu augngoturnar frá þjónunum.

Í um ellefta skiptið sem ég bað hann um að hætta að hlaupa um húsið.

Eða í þessar fimm mínútur sem ég bað um frið til að klára verkefni en endaði í hálftíma af öskrum og látum.

Þarna einhversstaðar missti ég þolinmæðina.

Ég hafði ekki planað það, en áður en ég vissi af var ég breytt. Reiði og pirringur hafði tekið yfir mitt rólega yfirbragð.

Rödd mín tók breytingum og breyttist í rödd sem ég hefði ekki einu sinni viljað tala við.

Svona var ég orðin, í hrópandi mótsögn við mömmuna sem ég ætlaði að verða. Ég var þessi kona – þessi mamma sem ég sagðist aldrei ætla að verða. Það kraumuðu í mér vonbrigði og heift. Kvíði og sektarkennd voru að drekkja mér.

En sannleikurinn, minn sannleikur, fór að birtast mér.

Ég var þarna, orðin að einhverju sem ég vildi ekki vera, og áttaði mig á að ég var bara mennsk eftir allt. Mín eðlishvöt að verða pirruð tók yfir náttúrulegt ástand að vera alltaf róleg sama hvað.

Ég sagði sjálfri mér að ég væri ofurkona, þegar ég var í rauninni bara venjuleg kona að gera mitt besta í erfiðum aðstæðum.

Ég uppgötvaði að þolinmæði er ofurkraftur sem aldrei er talað um, því það er fólki eðlislægt að verða pirrað.

Ég áttaði mig á að þolinmæði er bara æfing og ég þarf að æfa mig aftur og aftur og aftur, sérstaklega þar sem náttúruleg viðbrögð eru ekki rólyndi.

Ég áttaði mig á að þolinmæðin væri ekki háð neinu öðru en mér sjálfri. Og, eins og dyggðirnar sem ég var að reyna að „mastera“ var ég sú sem þurfti að velja, að láta þær stjórna mér eða ég þeim.

Það gerðist þegar ég var að setja pásu milli viðbragða minna og svara.

Það var þegar ég spurði mig: „Hvað myndi kærleikurinn gera?“ og gera bara það.

Það var milli fimm og tíu djúpra andardrátta.

Það var þegar ég var að reyna tengjast en ekki reyna að leiðrétta.

Það var þegar ég ákvað að lækka röddina og hækka í boðskapnum sem ég var að reyna að koma til skila.

Það var þegar ég sá heiminn með augum fjögurra ára barns og setti mig í fótspor þess.

Það var milli fyrsta knússins og hins fimmta.

Það var þegar ég horfði í augun hans og fann dýrmætu sálina hans.

Það var þegar ég gat horft framhjá fyrri hegðun og séð bara hann.

Þarna.

Þarna fann ég friðinn. Þarna fann ég kraft minn sem móður.

Þýdd og endursögð frásögn blaðakonunnar Janet Whiley á BabyCenter.co.uk

 

 

Klæddu þig eftir veðri!

Klæddu þig eftir veðri!

Klæddu þig eftir veðri!

Við íbúar á suðvesturhorninu getum svo sannarlega sagt að sumarið hafi ekki verið uppá sitt besta enn sem komið er. Auðvitað höldum við í vonina að það eigi eftir að breytast og við fáum æðislegt síðsumar. En hvað skal til bragðs taka? Eigum við að hanga inni í allt sumar þó að það rigni? Ég segi klárlega NEI! Klæddu þig og börnin þín heldur eftir veðri og skelltu þér út og njóttu þess sem okkar fallega land hefur uppá að bjóða!

ZO•ON er falleg íslensk hönnun sem býður uppá útivistarfatnað sem hentar alvöru íslenskum aðstæðum. Ég hef í gengum tíðina klætt börnin mín og okkur fullorðna fólkið mikið í fatnað frá ZO•ON og verð ég aldrei fyrir vonbrigðum, enda er mottó þeirra “Að skella sér út, hvernig sem veðrið er!” (“Get out there, whatever the weather!”). Gæti bara ekki passað betur eins og staðan er núna.

Mig langaði einning að deila því með ykkur að þær nýjungar hafa átt sér stað hjá ZO•ON að nú fást flíspeysur og buxur niður í stærð 104, en hingað til hefur minnsta stærðin hjá þeim verið 116 í peysum og buxum. Ég tek þessum breytingum fagnandi ásamt fleirum og skora á ZO•ON að næsta skref hjá þeim verði að hefja framleiðslu á ungbarnafatnaði! Enda á ég von á litlu kríli nú í júlí og vill auðvitað einungis það besta fyrir komandi erfingja og ég treysti ZO•ON alveg 100% í það verkefni 😉

Ég mæli með því að kíkja inná heimasíðu ZO•ON og skoða úrvalið, hér er hægt að skoða barnafatalínuna þeirra. Eins er hægt að fylgjast með þeim á Instagram og Facebook.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við ZO•ON.

Auður Eva Ásberg

Góður og slitsterkur útivistarfatnaður fyrir börn!

Góður og slitsterkur útivistarfatnaður fyrir börn!

Hvað er yndislegra en útivist á sólbjörtum degi? Við íslendingar getum svo sannarlega fagnað því að eiga falleg fjöll og skemmtilegar gönguleiðir um allt land. Sama hvar á landinu maður er staðsettur þá er yfirleitt mjög stutt í næsta fjall eða ævintýralegar gönguleiðir. Ég og Eric Ásberg litli kúturinn minn skelltum okkur í góða sunnudagsgöngu við rætur Úlfarsfells í vikunni. Eric Ásberg er algjör orkubolti sem hefur hlaupið út um allt síðan að hann byrjaði að ganga og þrífst illa nema í þæginlegum fatnaði sem gerir honum kleift að hlaupa, klifra og hoppa út um allt. Þó svo að nátturan sé falleg og útsýnið enn betra þá byrjar oft kólna þegar ofar dregur. Köld norðanáttin getur oft leynt á sér þó að sólin skíni, það er því nauðsynlegt að klæða sig eftir veðri og vindum. Að þessu sinni klæddi ég Eric Ásberg í þunna langermapeysu með hettu frá ZO-ON sem ber nafnið “Katrín”, hún er tilvalin sem síðsumar- og haustpeysa eins innan undir úlpu eða kuldagalla í vetur. Auðvitað þurfti mamman að hafa sig alla við til að halda í við orkuboltann og þá er nú gott að eiga smá “gotterí” í vasanum til að múta drengum til að sitja kyrr í smá stund. Hér má sjá fallegar myndir frá sunnudagsgöngunni okkar, húfan hans Erics er einnig frá ZO-ON.

Útivistar fatnaðurinn frá ZO-ON er og hefur verið í þónokkurt skeið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Í hitti fyrra fékk miðstrákurinn minn vetrarúlpu frá ZO-ON í jólagjöf og notaði hann úlpuna með góðu móti tvo vetur en það var eins og úlpan hreinlega stækkaði með barninu enda er hægt að lengja ermarnar að innan, algjör snilld! Eins prófaði ég í sumar fyrir yngsta og miðstrákinn minn regn- og vindfatnað frá ZO-ON, svokalla skel eða þriðja lag sem heldur frá bleytu og vindi enda heitir jakkinn BLEYTA sem hefur staðið fyrir sínu í rigningunni á suðvesturhorninu í sumar.

ZO-ON vörurnar eru á góðu verði og mikið er lagt upp með gæði vörurnar. Nú þegar hausta tekur er svo bráðnauðsynlegt að eiga góða flíspeysu til að skella krökkunum í þegar það fer að kólna. Einnig verð ég að mæla með ullarnærfatnaðinum frá ZO-ON sem er svo góður undir kuldagallann í vetur hvort sem það er í leikskólann eða skólann en hann verður einmitt á tilboði á svokölluðum Krakkadögum í ZO-ON!

En dagana 17.-21. ágúst verða einmitt “Krakkadagar” í ZO-ON á Nýbýlavegi 6 og í Kringlunni. Þá verður hægt að gera góð kaup á vönduðum útivistar- og kuldafatnaði fyrir börn. Endilega kíkjið við í ZO-ON!

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við ZO-ON.

Auður Eva Ásberg

Börnin haldast þurr í Bleytu! Frábær útivistarfatnaður frá ZO-ON

Börnin haldast þurr í Bleytu! Frábær útivistarfatnaður frá ZO-ON

Verandi móðir þriggja drengja þá veit ég hvað strákar geta verið miklir “fataböðlar”! Oftar en ekki hafa mínir drengir komið heim eftir leik í götóttum buxum, rennandi blautir og skítugir upp fyrir haus. Þess vegna geri ég þær kröfur að þegar ég kaupi fatnað á þá að þá þarf hann að vera slitsterkur, duga lengur en nokkrar vikur og henta vel fyrir börn í leik. Eins er það staðreynd að á Íslandi er allra veðra von og þurfa börn að eiga góðar og slitsterkar utanyfir flíkur sem heldur þeim heitum og þurrum fyrir veðri og vind. Bjartur og sólríkur sumardagur getur oft breyst á örstundu og þá er gott að eiga góðann fatnað.

Bleyta er frábær vind- og regnfatalína frá ZO-ON fyrir krakka á öllum aldri. Línan samanstendur af buxum og jakka, efnið er fóðrað, vatns- og vindhelt, andar og allir saumar eru límdir. 

Ég prófaði þessa línu fyrir litla gaurinn minn sem er að verða þriggja ára í haust. Hann elskar ekkert meira en bíla og þar af leiðandi skríður hann um allar trissur á hnjánum í bílaleik. Hann hoppar líka í alla polla sem verða á vegi hans og það má eiginlega segja að hann gangi ekki um heldur hleypur hann allt sem hann þarf að komast! Hann er mjög aktívur og öflugur drengur. Ég var því mjög spennt fyrir því að prófa þessa fatalínu frá ZO-ON og dró Krissý ljósmyndara með okkur út að leika.

Ég tók strax eftir því að fatnaðurinn var ekki hamlandi fyrir hann á nokkurn hátt, hann átti auðvelt með að hlaupa um og auðvitað prófuðum við að sulla og hoppa í litlum læk sem við fundum og hann blotnaði ekkert. Eins varð hann ekki sveittur innan undir fatnaðinum þrátt fyrir að hafa hlaupið um allt, sem þýðir að efnið andar mjög vel. Jakkanir koma í þremur fallegum litum og buxurnar koma í svörtu. Ég mæli með því að kíkja á þessa fallegu línu frá ZO-ON fyrir alla krakka sem elska að busla, hoppa og leika sér! Ekki skemmir að verðlagið hjá ZO-ON er mjög gott.

Þessi færsla var unnin í samstarfi við ZO-ON og Krissý ljósmyndara.

 

www.zo-on.is

www.krissy.is

Auður Eva Ásberg 

 

Nokkur góð ráð til að auðvelda börnum bílferðir

Nokkur góð ráð til að auðvelda börnum bílferðir

Sumarið er tími samverustunda fjölskyldunnar sem oftar en ekki eru nýtt til þess að ferðast saman bæði hérlendis og erlendis. Ég elska að nýta sumarið í að ferðast innanlands og er þegar búin að fara einu sinni hringinn í kringum landið það sem af er sumri. Ég á Vestfirðina þó alveg eftir og stefnan er að skoða það landsvæði í sumar. Langar bílferðir geta reynt á þolinmæði barna og þá er gott að hafa góða afþreyingu í bílnum fyrir þau á milli áfangastaða. Hér eru nokkur ráð sem reynst hafa okkur vel í löngum bílferðum.

Hafðu nóg að drekka í bílnum.

Hafðu nóg af vatni í brúsa með þér því loftið í bílnum getur orðið þurrt sem getur leitt til þess að allir verða mjög þyrstir. Oft geta börn orðið mjög pirruð í bíl og á því getur verið einföld skýring, þorsti. Ég hef einnig með mér eplasafa líka því að hann er mjög stemmandi og getur róað maga ef börn finna fyrir bílveiki.

Stoppaðu oft.

Ekki flýta ykkur of mikið. Börn elska að stoppa og hlaupa aðeins um eftir að hafa setið dágóða stund í bíl. Fyrir þeim er tíminn miklu lengur að líða og getur oft tekið á. Þá er gott að finna góða áfangastaði til að stoppa á, njóta náttúrinnar og leyfa þeima að hlaupa um.

Gulur bíll!

Það eru margir skemmtilegir leikir sem hægt er að fara í með barninu eins og Gulur bíll, sem er einfaldur og skemmtilegur leikur sem allir ættu að þekkja. En fyrir þá sem ekki þekkja hann þá gengur hann út á það að sá sem sér fyrstur gulan bíl hrópar “gulur bíll!” og fær fyrir það stig, bílstjórinn getur t.d verið stigavörður. Eins er gaman að fara í Frúin í Hamborg og aðra gamla góða leiki.

Vertu með snjalltæki fullhlaðinn.

Okey ég verð að segja það að ég er ekkert rosalega hrifin af því að nota mikið af snjalltækjum og það er gott að takmarka tölvu/símatíma sem barnið hefur en stundum er bara svo gott að kaupa sér smá frið. Ég fann þessa síðu á Facebook sem heitir “Viðmið um skjánotkun” ágæt er að nota hana svo að skjánotkun fari ekki úr böndunum. (Smellið á linkinn til að fara inná síðuna).

Bækur til að skoða.

Gott er að taka með skemmtilegar bækur til að skoða. Ég mæli með harðspjaldabókum sem skemmast ekki svo auðveldlega.

Stoppaðu í sundi.

Ef íslendingar geta státað sig af einhverju þá eru það fallegar sundlaugar um land allt. Jafnvel í hinum minnstu bæjarfélögum eru glæsilegar sundlaugar sem skemmtilegt er að heimsækja. Ég mæli með því að taka sunddótið með og stoppa í næstu laug, oft taka börnin góðan lúr eftir skemmtilega sundferð.

Skemmtilegur lagalisti á Spotify

Það eru nokkrir skemmtilegir lagalistar á Spotify sem börn hafa gaman að hlusta á. En ef þú leitar t.d eftir “Barnalög” þá kemur upp lagalisti sem samanstendur af skemmtilegum barnalögum, eins er að finna leikrit eins og Ávaxtakörfuna og fleiri spennandi leikrit og lög.

Að lokum óska ég ykkur góðrar ferðar og njótið sumarsins!

Auður Eva Ásberg

Pin It on Pinterest